Tíminn - 08.03.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.03.1924, Blaðsíða 1
©jaíöfctt og afgreit>slur"aöur Citnans er Sigurgeir 5ri&Etísfon/ Samban&sþúsínu, XeipfjaDÍf. ^fgtciÖðía Cimans er í Sambanösífústnu. ©pin baglega 9—\2 f. Sími 496. % VIII. ár. Reybjayík 8. mars 1924 10. blað r ♦ ♦ $ear$~ ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smáseluverð 55 aui*a pakkinu. <2*- ■<$&» -^£>- <0*. <g»- -*•>» THOMAS BEAR & SONS, LTD., LOr^DON.^ ^ ^ 4 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Utan úr heimi. Viðsjár með stórþjóðum. þegar stríðinu lauk, voru Eng- lendingar, Frakkar og ítalir ná- tengdir bandamenn, og vinátta mikil með þjóðum þessum. Síðan hafa margir atburðir gerst, sem kælt hafa þessa vináttu. Frakkar hafa gengið hart að þjóðverjum, og er ekki fengust greiddar hinar miklu skaðabætur,hernumið mesta iðnaðarhérað þýskalands, Ruhr. Með sjálfum friðarsamningunum höfðu Frakkar fengið aftur feikna- miklar járnnámur í Elsass-Loth- ringen. Með því að bæta Ruhr við fengu þeir kolin líka. Verksmiðju- eigendur Frakka töldu, að með þessu væri fengin undirstaða að stórfeldum iðnaði. Varð þetta ein af höfuðorsökunum til þess, að vinátta kólnaði með Frökkum og Bretum. Englendingar töldu þjóð- verja úr sögunni fyrst um sinn, sem hættulegan keppinaut, en ef sameinuð voru undir frönskum yf- irráðum þau náttúrugæði, er skapað höfðu stóriðnaðinn þýska, var þaðan von hinnar sömu hættu. Á hinn bóginn kom Bretum líka illa, að þjóðverjar væru gereyði- lagðir. Fundust þess merki á heimsversluninni, að eymd þýska- lands truflaði heilbrigða þróun viðskiftalífs í Englandi. Á hinn bóginn varð breyting á 1 Ítalíu. Einveldi Mussolinis stefndi mjög í afturhaldsáttina á margan hátt. Vígbúnaður var aukinn og á ýmsan hátt leitast við að búa land- ið undir styrjöld, ef á reyndi.Finna mátti skylda þætti í stjórnarstefnu Frakka og Itala, aukinn vígbúnað, löngun til nýrra yfirráða og land- vinninga. þótti Bretum sem hætta gæti stafað af vaxandi herveldi þessara þjóða, einkum viðvíkjandi verslun og yfirráðum Englendinga í Austurlöndum. Fyrir skömmu gerði stjóm Breta þá stórbreyt- ingu, að flytja meginstöð breska flotans inn í Miðjarðarhaf. Öldum saman hefir breski flotinn verið heima við strendur landsins og sigrað þar hvern keppinautinn eft- ir annan: Spánverja, Hollendinga, Frakka og þjóðverja. En nú er svo komið, að Bretar óttast enga hættu í Atlantshafinu. En sam- dráttur Frakka, ítala og jafnvel Spánverja veldur þeim áhyggju. þessvegna er sverð Englands, flot- inn, fluttur úr Norðursjónum og suður í Miðjarðarhaf. þar álíta breskir stjórnmálamenn að muni gerast næstu átökin um yfirráð heimsauðæfanna. Síðustu fréttir frá Englandi herma, að hin nýja verkamanna- stjórn hafi ákveðið að láta byggja 5 ný herskip. Með því sýnir enska þjóðin að henni er alvara með víg- búnaðinn. Verkamannaflokkurinn þar í landi hefir eins og í öðrum löndum, verið mótfallinn vígbún- aði og þungum hemaðarkvöðum. Og þegar sá flokkur vinnur saman með íhaldsflokknum að eflingu vígbúnaðar, er einsætt, að Bretar óttast, að enn sé nokkuð í land þar til friðarríkið byrjar, og réttlátur dómstóll, en ekki fallbyssur, skera úr deilumálum þjóðanna. ** ---------------0---- Stúdentagarðurinn og Siglu- f jörður. Nýlega hefir Siglufjarðar- kaupstaður afhent Stúdentagarðs- nefndinni fimm þús. kr. tillag til garðsins. Mun kaupstaðurinn fá að ráða nafni eins herbergis í garðin- um og hefir hann með þessu rausn- arlega tillagi keypt stúdentum sín- um um ókomnar aldir forréttindi til vistar í því. Má víst telja, að fleiri kaupstaðir og sýslufélög fari að dæmi Siglufjarðar og kaupi sér herbergi í garðinum. Ætti það að verða kappsmál hverri sýslu að búa sem best í haginn fyrir stú- denta sína, og mun engin leið reyn- ast heppilegri en sú, seni hér hefir verið farin. Jafnframt því sem stú- dentum sveitarinnar eru trygð for- réttindi til vistar í stúdentagarðin- um, verður dvalarkostnaður þeirra við námið mun minni en ef þeir byggju einhversstaðar úti í bæ. --o--- Íhaldíð. Við erum óvanir íhaldsnafninu í seinni tíð, Islendingar. Við höfum viljað sækja fram undanfarið. það hefir verið okkur lífsnauðsyn að sækja fram. Fyrir 800 árum var Island að bolmagni og fólksfjölda hlutfalls- lega við önnur Norðurlönd miklu meira land en nú er. Aldirnar sem síðan eru liðnar, hafa frændur okk- ar á Norðurlöndum sótt fram ná- lega óslitið, en við urðum lengra og lengra á eftir þeim Islendingar. Aldiraar sjö þessara átta ríkti aftur á móti íhaldið nálega óslitið á íslandi. Fastar og fastar var hald- ið í á Islandi, eftir því sem aldirn- ar liðu, og þó fastast á 17. og 18. öld. íslenska þjóðin mun aldrei gleyma ávöxtum íhaldsins. Islenska þjóðin þekkir að fornu fari íhaldið betur en nokkra aðra stj órnmálastef nu. Nú er hún hafin aftur, þó að vitanlega eigi að vera að ein- hverju eða mörgu í annari mynd. Er þá fróðlegt að átta sig á hver sé fyrsta gangan. íslendingar hafa ávalt tekið mik ið mark á því, hvernig farið er af stað, enda teljum við hálfnað verk þá hafið er. Er það einkum af tvennu sem mark verður tekið. Að loka Alþingi. Allir íhaldsmennirnir í efri deild bera fram frv. um að hætta að prenta ræðupart Alþingistíðind- anna. þetta hefir verið reynt áður, en ekki hefir það tekist enn að loka Alþingi fyrir almenningi á Islandi með þessum hætti. Óslitið síðan Alþingi var endur- reist, fyrir þrem aldarfjórðungum síðan, hefir það lagt gjörðir sínar fyrir dómstól þjóðarinnar. Hvatir sínar og rök hafa þingmenn borið fram í ræðum sínum, sem öll þjóðin hefir átt aðgang að að lesa. Annarsvegar hefir þetta verið aðhaldið, sem hægt hefir verið að veita þinginu, því að þama átti þjóðin aðgang að því að dæma um fulltrúa sína. Hinsvegar hefir þetta verið hin besta trygging fyrir góðan og rétt- látan þingfulltrúa. Gróa á Leiti átti erfiðai’a aðstöðu, þegar þing- maðurinn gat vitnað í ummæli sín, sem lágu fyrir prentuð í hverri ein- ustu sveit. það er alveg vafalaust að prent- un þingtíðindanna er eitt aðalat- riðið um að varðveita heilbrigði í íslensku stjórnmálalífi. Munu þó margir segja, að nóg sé af óhreinindum og óheilindum á þeim vígvelli, þótt ekki sé því við bætt, sem hlýtur að sigla í kjölfai þess, að þinginu sé lokað fyrir öll- um þorra þjóðarinnar með því að hætta að prenta þingtíðindin. — það eru ekki margar bækur sem mér þykir vænna um *' bókaskápn- um mínum, en Alþingistíðindin öll, frá þeim tíma, sem Alþingi var endurreist. Hvenær sem er, og það kemur oft fyrir, get eg þar lesið, hvað for- ystumenn þjóðar minnar hafa lagt til um merkustu málin sem þjóðin hefir orðið að ráða fram úr. íhaldið virðist gjörsamlega fyr- irlíta það, hversu nauðsynlegt og gagnlegt er öllum þeim, sem við stjóramál fást, að kynna sér hvað merkustu menn þjóðarinnar hafa lagt til málanna. Ihaldið virðist alveg gleyma því að mesta nauðsyn núlifandi kyn- slóðar er sú að færa sér í nyt reynslu fyrri kynslóða. það verður ekki annað séð, en að íhaldið vilji beinlínis að fyrri tíð- ar saga íslands, og það á hinu þýð- ingarmesta sviði, verði lokuð bók núverandi og næstu kynslóðar. — það er engum vafa undirorpið að prentun Alþingistíðindanna hefir verið mikill og góður skóli um að fræða fjölda manna um alt ísland um þjóðfélagsmálin. Sá þroski sem fjölmargir íslenskir kjósendur hafa náð á stjórnmála- sviðinu, er fyrst og fremst að þakka lestri Alþingistíðindanna. Hvaða hvatir geta það verið sem liggja á bak við þessa kröfu Ihalds ins að loka nú þeim skóla, að hætta að prenta Alþingistíðindin, rétt fyrir 1000 ára hátíð Alþingis? Verður ekki annað séð en að það sé beint flokksmál. Ef til vill verður þetta skiljan- legra þegar athugað er hitt sporið sem íhaldið hefir stigið á þessu þingi. Lenging kjörtímabilsins.. þess atriðis er áður getið og verður því í stuttu máli að því vikið. íhaldið vill lengja kjörtímabil kjördæmakosinna úr 4 í 6 ár og landkjörstímabilið úr 8 í 12 ár. þetta er bein tilraun til að svifta kjósendur landsins sem mest íhlut- unarrétti og eftirliti. þetta er tilraun til að gera Reykjavíkurvaldinu miklu hægra um vik en áður að hafa áhrif á þingmennina. 112 ár á þjóðin að þurfa að sitja með þingmann sem fyrir einhverja slysni eða misskilning hefir verið kosinn (t. d. Ingibjörg H. Bjaraa- son). Dirsfku þarf til þess, það skal játað, að bjóða þjóðinni upp á aðra eins tillögu. En tvöfalda drrfsku þai’f til þess að heimta hvorttveggja í senn: fyrst að loka þinginu og síðan að lengja kjörtímabilið svo stórkost- lega. III var þín fyrsta ganga. þessi eru fyrstu sporin Ihaldsins nýja á Alþingi Islendinga. Ætli það sannist ekki, að lengi býr að fyrstu gerð? íslenska þjóðin er þá orðin eitt- hvað mikið breytt ef hún tekur þessi tvö spor ekki sem afleitan fyrirboða — sem beinan feygðar- boða. þannig er hann svipurinn á hinu nýja Ihaldi. Við skulum búa um okkur vel og lengi — lengi — lengi — hérna á Alþingi, segja íhaldsmennirnir nýju. Og hvað varðar þjóðina um hvað við segjum? Nei, við skulum hætta að prenta ræður okkar í þingtíðindunum. því segir Ihaldið þá ekki bein- línis: „Við þorum ekki að leggja gerð- ir okkar undir dóm nútíðar og sögu“. þetta er Ihaldið nýja. En það er ekkert nýtt til undir sólunni. Sagan geymir þá atburði, sem varpa Ijósi yfir nútíðina. Ihaldið danska á 17. og 18. öld sem þá saug merg og bein úr Is- lendingum, er um margt ekki ósvipað, þó að ekki vinnist nú tími né rúm til að draga líkindalínurnar. Og skugginn dimmi, sem að baki stendur hinu nýja íhaldi, er líka danskui’. Morgunblaðseigendurnir, Reykja víkurkaupmennirnir dönsku og kyn bræður þeirra, sem einokunarhol- urnar eiga um alt land — það eru þeir sem standa á bak við Ihaldið nýja. þeim væri það gleðileg tilhugs- un að loka fyrst Alþingi á þenn- an hátt og lengja síðan kjörtíma- bilið. ----0---- Stjórnarskifti. Viku eftir þingsetningu, þegar stofnaður var hinn nýi íhalds- flokkur, kom sendinefnd frá þeim flokki, þeir Jón þorláksson, Jón Magnússon og Magnús Guðmunds- son, til forsætisráðherra, og tjáði honum að þeir óskuðu að stjórnin segði af sér, enda væri Ihaldsflokk- urinn reiðubúinn til að mynda stjórn. Jafnframt urðu þeir þó að láta þess getið, að flokkur þeirra hefði ekki meirihluta í þinginu. Jafnframt þessu hafði Fram- sóknarflokkurinn átt fundi um af- stöðu til stjórnarinnar. Var það samþykt með samhljóða atkvæð- um allra flokksmanna, að ráðheraa flokksins, Klemens Jónsson, drægi sig út úr stjórninni, eins og sak- ir stæðu. Út af þessu varð það, að fyrst í þessari viku símaði forsætisráð- herra lausnarbeiðni ráðuneytisins til konungs. Birti hann svar kon- ungs, lausnina, á þingfundum í fyrradag, og heldur stjórnin áfram störfum uns ný tekur við. Hinsvegar er fullyrt að formað- ur íhaldsflokksins, Jón þorláks- son, hafi fengið beiðni um það frá konungi að mynda nýja stjóm. Hefir þeim þannig orðið að ósk sinni íhaldsmönnum og er nú þeiraa að standa við að þeir séu reiðubúnir að mynda stjóm. -----o----- Tilraun að spilla íyrir Kaupiélagi Vestur-Skaítfellmga. Eins og oft hefir verið tekið fram hér í blaðinu, liefir kaupfélagið 1 Vík og Sláturfélagið þar verið hin mesta lijálparhella skaftfelskra bænda. þessi tvö samvinnufélög hafa lækkað er- lendu vöruna, hækkað þá innlendu, trygt vörugæði og vöruvöndun og fengið svo heppilegar og ódýrar sam- göngur við héraðið, sem kringumstæð- ur leyfa. En fáeinir menn í héraðinu og nokkrir í Reykjavík telja aukna velgengni bænda í Skaftafellssýslu sér til ama. þeir gera þessvegna sitt ítr- asta til að spilla fyrir félaginu. Fyrsti þátturinn í leiknum var það, að á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 1923 fóru smalar braskaraliðsins í héi’aðinu um hvern hrepp og báðu liðs Jóni Kjartanssyni, tilvonandi ritstjóra Mbl., svo að hann gæti náð kosningu. En um leið var sú saga borin, að bráð- um væri von á 400 tunnum af skemdu kjöti frá Vestmannaeyjum, sem væri endursent Sláturfélaginu og yrði skift milli samvinnubændanna. Lárus í Klaustri var forstöðumaður sláturhúss ins. Engin einasta tunna skemdist eða var heimsend. Sagan var vísvitandi kosningarógburður, tilbúinn af hálf- geggjuðum manngai-mi í sýslunni og útbreidd af vikakindum hans. þetta var fyrsti þátturinn í stjómmálaferli hins tilvonandi þjónustumanns út- lendu kaupmannanna. Síðan var haldið áfram á sömu leið, einkum að lokka eða hræða bændur í Skaftafellssýslu frá að borga kaupfé- laginu vömr. Seinast í janúar í vetur sendu þrír kaupmenn í Vík einskon- ar hótunarbréf til bænda í sýslunni um að þeir muni ganga að skuldum „að fullu og öllu“, ef ein verslun í Vík fái tryggingu fyrir sínum skuldum. Að lokum hefir svo „Mörður" verið látinn prédika fagnaðarboðskap svikanna. Kaupfélögin eiga að vera svo væn að byrgja heimilin að öllum lifsnauð- synjum. En borgun mega þau ekki fá. Verður þessi hugsunarháttur væntan- lega krufinn til mergjar áður langt líður. ** Æfisaya Guðm. Hjaltasonar. Guðm. Davíðsson kennari hefir bú- ið undir prentun allstóra bók um Guðm. Hjaltason, sjálfæfisögu hans, en ungmennafélögin gefið út. Er þar sagt frá einkennilegum æfiferli. G. H. var alinn upp í Borgarfirði, og lýsir vel sveitalífinu á æskuárunum. Hann kemur til Noregs fulltíða maður, kemst þar og í Danmörku í kynni við hina fyrstu og bestu lýðháskólamenn, verður hrifinn af hugmyndum þeirra og kenslu. Fer um Noreg og Danmðrku fyrirlestraferðir. Kemur heim og reyn- ir að ryðja braut lýðháskólamenning- unni, en alt strandar á kulda, skiln- ingsleysi og fátækt. Lengi berst hann fyrir liugsjón sinni, en með litlum sýnilegum árangri. Á gamalsaldri fer hann búferlum til Noregs og lifir þar nokkur ár af fyrirlestrakenslu. Hverf- ur síðan heim þegar ungmennafélögin rísa upp, og starfar fyrir þau það sem eftir var æfinnar. Guðm. Hjaltason hafði brennandi trú á köllun sinni og lét enga hindrun aftra sér frá að stefna að settu marki. Hann var i skólamál- um heilli mannsæfi á undan sinni samtíð. Héraðsskólamir sem nú em að rísa upp, eru framkvæmd einnar af hugsjónum Guðm. Hjaltasonar. **

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.