Tíminn - 08.03.1924, Blaðsíða 2
38
T 1 M I N N
við Landsbankami.
Ritstjói'i þessa blaðs flytur á
Alþingi frv. um stofnun Búnaðar-
lánadeildar í Landsbanka Islands.
Til ársloka 1926 á Landsbankinn
að leggja deildinni til alt að 500
þús. kr. á ári til útlána. Lán eiga
úr henni að veitast til jarðabóta,
til stofnunar nýbýla og mjólkurbúa
til smjör og ostagerðar. Er geng-
ið frá tryggingum í samræmi við
Ríkisveðbankalögin og Búnaðarfé-
lag Islands á að vera ráðunautur
Landsbankans um lánveitingar.
Vextir eiga ekki að vera hærri en
4%, lánstíminn eigi skemmri en
20 ár og lánin afborgunarlaus
fyrstu 4 árin. J>á er Ríkisveðbank-
inn er stofnaður, á deildin að
hverfa inn í hann. Lögin eiga að
ganga í gildi 1. júlí þ. á.
Segir svo um frv. í greinargerð:
„Langt er síðan raddii' hafa
heyrst um það, að mikil þörf væri
á, að aðgangur væri greiðari að
lánsstofnununum um lán til land-
búnaðarframkvæmda og lánskj örin
væru hagstæðari og í betra sam-
ræmi við rekstur þess atvinnuveg-
ar. Á Alþingi 1916—17 var sam-
þykt þingsályktunartillaga, þar
sem skorað var á landsstjórnina að
hlutast til um, að komið yrði upp
lánsstofnun fyrir landbúnaðinn. Á
Alþingi 1917 var borin fram fyr-
irspurn til landsstjórnaiinnar um
framkvæmdir í málinu, sem þá
höfðu enn engar orðið. Á Alþingi
1919 var enn samþykt þingsálykt-
unartillaga, þar sem skorað var á
landsstjómina „að hlutast til um,
að komið verði sem fyrst á fót sér-
stakri lánsstofnun fyrir landbúnað-
inn, er veitt geti bændum hag-
kvæmari lán til búnaðarbóta en nú
er kostur á“. pá var Böðvar Bjark-
an lögfræðingur sendur til útlanda
til þess að kynnast erlendum fast-
eignalánsstofnunum og undirbúa
málið í heild sinni. Samdi hann síð-
an frumvarp til laga um stofnun
Ríkisveðbanka Islands, sem pen-
ingamálanefnd bar fram á Alþingi
1921 og samþykt var á þinginu.
Síðan hefir staðið við sama. Er
ástæðulaust að víkja að því hér,
hvað því veldur, að Ríkisveðbank-
inn hefir ekki verið stofnaður.
Verður ekki séð, að hann verði
fremur stofnaður í næstu framtíð.
petta er höfuðástæðan fyrir
framkomu þessa frv. Alþingi hef-
ir, eins og sýnt er hér að framan,
Lággengí.
(Höf. þessarar greinar er yngsti son-
ur Páls heitins Briem amtmanns.
Hann hefir um nokkur undanfarin ár
stundað hagfræðinám i þýskalandi og
haft gott tækifæri til að kynnast áhrif-
um lággengisins.)
1 þrefaldri glerkistu í París
hvílir málmstöng ein, sem gefur til
kynna hvað ein stika sé löng. Er
vakað yfir, að enginn geti breytt
lengd hennar, ekki einu sinni loft-
hitinn, nótt og dag.
Annar mælikvarði, sem víðar er
notaður, er gjaldeyririnn. Hann er
notaður sem mælikvarði við öll við-
skifti og launagreiðslur. þessi
mælikvarði hvílir ekki í loftlausri
glerkistu, enda þótt breytingar á
honum séu til margfalt meira skað-
ræðis meðal þjóðanna, en þó lengd
stikunnar munaði nokkrum skor-
um.
pað sem átti að varðveita gjald-
eyrinn frá breytingum, er gullið,
málmforði seðlabankanna, en það
reyndist lítils nýtt. Bæði tekur það
verðbreytingum, og einnig er málm
forðinn svo lítill hluti greiðslujafn-
aðar þjóðanna, að nálega ekkert
munar um hann, ef greiðslujöfnuð-
urinn tekur breytingum.
pað fyrsta sem mönnum verður
að skiljast til að geta bætt úr
gjaldeyrisvandræðunum, er að lág-
gengi er í sjálfu sér ekki neinn
margsinnis viljað bæta úr þörf
landbúnaðarins fyrir hagkvæmari
lán og gert ráðstafanir til að full-
nægja henni. þrátt fyrir allai' þær
ráðstafanir hefir þörfinni ekki
verið fullnægt. Og nú hefir bæst
enn nýtt við, sem gerir núverandi
ástand enn verra. Bændur hafa
hingað til getað fengið dálitla úr-
lausn um lán til landbúnaðarfram-
kvæmda úr Ræktunarsjóði. Nú er
það kunnugt orðið, að ekki verður
hægt að lána neitt úr þeim sjóði á
þessu ári og til vill lengur.
þegar ofan á þetta bætist hið
erfiða peningaástand í landinu, er
það augljóst, að verði ekkert gert
til að bæta úr þörf bænda fyrir
hagkvæm lán, hlýtur að verða stór-
kostleg stöðvun á öllum landbúnað-
arframkvæmdum í landinu, sem
myndi hafa í för með sér mjög
hættulegan aíturkipp fyrir land-
búnaðinn og baka landinu í heild
sinni mikið tjón og valda atvinnu-
skorti.
Tilgangur frv. er að koma í veg
fyrir þessar illu afleiðingar. En
það er hins vegar ljóst, að ekki er
ætlast til, að með því sé lagður
grundvöllur að framtíðarskipulagi
um lánveitingar til landbúnaðar.
Frv. er reist á grundvelli laganna
um stoínun Ríkisveðbanka fslands,
með hliðsjón af jarðræktarlögun-
um frá 1922. Er ætlast til, að
skipulag það, sem frv. gerir ráð
fyrir, sé aðeins til bráðabirgða, sem
á að hverfa með stofnun Ríkis-
veðbanka Islands (sbr. 9. gr..), en
það á að bæta úr hinni brýnustu
þörf þangað til.
Meginatriðið, sem taka verður til
athugunar um frv. þetta, er það,
hvort fært sé að leggja svo fyrir,
að Landsbanki fslands leggi fram
þá fjárhæð til Búnaðarlánadeild-
ar, sem frv. gerir ráð fyrir. Um
það atriði skal þetta tekið fram:
1. Ef athugaðir eru ársfjórðunga
og aðalreikningar Landsbankans
frá því í árslok 1921, kemur í ljós,
að það fé, sem bankinn jafnan hef-
ir á reiðum höndum, sumpart í
sjóði, sumpart í geymslu hjá ís-
landsbanka, er að meðaltali 23/4
milj. kr. Sú upphæð breytist ekki
mjög verulega, og er síst minni ár-
ið 1923 en árið 1922.
þegar þess er gætt, að Lands-
bankinn hefir stóran sparisjóð og
hlaupareikning og verður jafnan
að vera viðbúinn að aðstoða ríkis-
sjóð um fjárframlög, er það ljóst,
að bankinn verður jafnan að hafa
mikið handbært fé. þar sem fjár-
málaástandið hefir verið mjög
fjárhagslegur sjúkdómur, og því
ómögulegt að bæta úr því með lán-
um eða forvaxtahækkun. Lággengi
er að vissu leyti eins og sótthiti í
manni, afleiðing innri sjúkleika,
sem lækna verður áður en hitinn
hverfur. það er því fálm út í loft-
ið, að ætla að bæta úr lággenginu,
ef menn ekki gera sér grein fyrir
orsökum sjálfrar veikinnar. Að
ætla sér að vinna bug á lággenginu
með lántökum eða gullútflutningi,
er eins og að ausa vatni á reyk, í
stað þess að slökkva bálið, sem or-
sakar reykinn, eða að opna dyr inn
í næstu stofu á húsi sem er að
brenna. Seinni stofan fyllist líka og
eldurinn hefir fengið nýja nær-
ingu.
Lággengi er afleiðing þess, að
þjóðarbúið eyðir meiru en það
framleiðir. Ef framleiðslan hrekk-
ur ekki til að greiða þær vörur,
sem við þurfum, verður eftir-
spurn eftir útlendum vörum eða
gjaldeyri meiri en framboðið,
krónan fellur. Hjá einstaklingnum
sýnir þetta sig strax í því, að budd-
an er tóm og kaupmagninu þar
með takmörk sett. Hann yerður
því annaðhvort að spara eða taka
lán, en lán getur hann því aðeins
fengið, að einhver annar hafi
sparað saman nóg til að lána hon-
um. Ef heil þjóð getur eytt meiru
en hún aflar, hlýtur eitthvað að
vera bogið við reikningsfærslu
hennar. Reikningsskekkjan liggur
Kaupið
íslenskar vörur!
Hreinl Blautsápa
Hreini Stangasápa
Hreini Handsápur
Hreini K e rt i
Hreini Skósverta
Hreini Gólfáburður
npiut. styðJið íslenskan
htlNN iðnað!
þeim, sem honum er ætlað að veita
Búnaðarlánadeildinni í frv. þessu.
4. Loks má geta þess, að frv.
stofnar ekki til neins kostnaðar um
starfsmannahald sem teljandi sé.
Engin ný yfirstjórn flýtur af frv.
Hinsvegar er öldungis víst, nái
frv. fram að ganga, að þá mun það
draga úr hinu mikla atvinnuleysi í
landinu og beina fjármagni bank-
ans að þeim framkvæmdum, sem
eru þjóðinni farsælastar og gefa
jafnframt tiyggastan arð“.
----o----
Meistari Eiríknr Mapniisson
i Cambridge.
erfitt og- ótryggleiki mikill um all-
an atvinnurekstur, verður gætni
bankastjórnar Landsbankans í
þessu efni vitanlega ekki löstuð.
En ekki virðist fjarri að gera ráð
fyrir, að þetta, að Landsbankinn
hefir jafnan svo mikið handbært
fé, stafi a. m. k. meðfram af þeirri
sjálfsögðu varúð bankastjórnarinn
ar, á slíkum tímum sem þessum,
að festa ekki fé um of, er nálega
allur atvinnurekstur stendur á svo
ótryggum grundvelli, að óvíst er að
beri sig.
Nú mun því hinsvegar ekki verða
neitað, að skynsamlega fram-
kvæmdar búnaðarframkvæmdir
séu hið tryggasta um að gefa arð
á þessu landi, að vísu ekki mjög
skjótan, en því trygari til fram-
búöar.
þar sem í frv. þessu eru gerðar
sérstakar ráðstafanir til þess að
tiyggja að ekki sé lánað til annara
búnaðarframkvæmda en þeirra,
sem örugglega munu gefa góðan
arð, og þar sem sérstaklega tryggi-
lega á að ganga frá veðum fyrir
lánum, í samræmi við Ríkisveð-
bankalögin, virðist með skírskotun
til þess, sem áður er sagt, mega
draga af þessu þá tvöföldu álykt-
un:
að Landsbankinn geti lagt fram
fé það til Búnaðarlánadeildar, sem
frv. gerir ráð fyrir, og
að það sé líka heppilegt frá sjón-
armiði bankans, að geta ávaxtað
fé almennings á þennan hátt.
2. Á síðasta þingi var borin fram
fyrirspurn um það, hvernig veltu-
fé bankanna skiftist milli atvinnu-
veganna. Treystust bankarnir ekki
til að veita svör við því að sinni,
en hétu góðu um að láta rannsókn
fara fram, sem leyst gæti úr þeirri
fyrirspurn. Nú mun sú rannsókn
ekki hafa farið fram enn, en undir-
í því, að í viðskiftalífinu leynist
kaupmagn, sem ekkert verðmæti
stendur að baki. Tökum dæmi:
Maður tékur lán til framfærslu sér
og lætur kindurnar sínar að veði.
Kindurnar fara í fönn. þarna er
tapað verðmæti. Hefði lánþegi ekki
tekið lánið, vissi hann, að hann
mætti ekki nota kindarverðið, en
þar eð hann hefir notað peningana,
hefir hann látið frá sér kaupmagn,
sem ekkert verðmæti stóð á bak
við. Lánveitandi telur sér samt
þetta fé til tekna og eyðir eins og
hann mundi fá peningana aftur.
En nú hafa fleiri en einstakling-
arnir peningaráð í þjóðfélaginu.
Ríkisstjórnin, sveitarstjórnir, bank
ar og félög fara með peningavöld
þjóðarinnar. J>ó hvert heimili noti
ekki meira en það aflar, geta þess-
ar stofnanir gert það. Ef ríkissjóð-
ur greiðir meira en hann aflar með
sköttum, er það sama sem að hver
skattgreiðandi hefir greitt of lítið
fyrir ýms fríðindi, skólagöngu
barna sinna, vegi, vita, konungs-
komu o. fl. útgjöld, sem einstakl-
ingnum bar að greiða og kostað
hafa mikið fyrir ríkið. J>eir hafa ef
til vill aðeins greitt í skatta 11
milj. kr., en ríkissjóður hefir greitt
út 18 milj. kr. Mismunurinn verð-
ur 7 milj. kr. eða til jafnaðar 350—
400 kr. á hvert heimili. J>essar
krónur voru beinlínis vangreiddar,
en fæstir vissu af því, svo þetta
var ekki lagað strax. Var mönnum
rót þessarar fyrirspurnar mun
hafa verið sú, að engum blandast
hugur um, að landbúnaðurinn hefir
fengið hlutfallslega lítið af rekstr-
arfé bankanna að láni. Að vísu hef-
ir flutningsmaður þessa frv., sem
er yfirskoðunarmaður Landsbank-
ans, gert lauslega áætlun um þá
skifting rekstrarfjárins um ára-
mótin 1922—23, sem benti í þá átt,
að þessi almenna skoðun hefði við
rök að styðjast, en þar sem sú at-
hugun náði einungis til bankans
sjálfs, en ekki til útbúanna, og þar
sem ítarleg rannsókn á að fara
fram um þetta atriði, þykir ekki
rétt að geta þeirrar áætlunar frek-
ar. Og svo er hins að minnast, að
íslandsbanki ræður yfir mun meira
veltufé en Landsbankinn, og sá
banki er aðallega verslunar- og
sjávarútvegsbanki. Meðan ekki
kemur annað fram, virðist því
óhætt að telja víst, að landbúnað-
urinn sé mjög útundan um lánsfé
hjá bönkunum. J>ó er hann at-
vinnuvegur 40% af þjóðinni, hefir
orðið á eftir um að fylgjast með
kröfum tímans, hefir því geysi-
mikla þörf fyrir aukið rekstrarfé,
enda mun ekki deilt um þýðing
hans fyrir þrif þjóðfélagsins og
andlega og líkamlega hreysti
þjóðarinnar.
3. Enn skal bent á þetta, að með
miklum líkum, sem nálgast vissu,
má gera ráð fyrir, að Landsbank-
anum aukist rekstrarfé von bráðar,
þar sem telja má víst, að hann fái
smátt og smátt aukinn seðlaút-
gáfurétt í sínar hendur og að slík
lán sem þessi verða að teljast svo
sérstaklega nauðsynleg, að þeirra
vegna mætti fremur, ef nauður
ræki til, draga úr annari lánastarf-
semi, og ber þá enn að sama
brunni, að ekki sé ofmikið lagt á
Landsbankann með framlögum
því ráðgáta, hvernig stóð á þessqri
miklu eftirspurn eftir vörum og
útlendri mynt, þangað til bent var
á þetta. Við árslok hefir því kaup-
geta hvers heimilis verið 350—
400 kr. meiri en hún átti að vera,
eða 7 milj. kr. fyrir alt landið, á því
fé eingöngu, sem ríkisstjómin ráð
fyrir. J>ama er líka kaupmagn, sem
ekkert verðmæti lá á bak við. Spar-
samir þingmenn og aðrir ágætis-
menn heimta með réttu, að þjóðin
spari og sníði sér stakk eftir vexti,
en slíkt er ómögulegt, ef menn ekki
vita, hvort þeir eiga þá peninga,
sem þeir hafa milli handa, eða
hvort aðrir eru búnir að eyða þeim.
Til að fyrirbyggja óréttmæta kaup-
getu, verður að heimta, að aldrei
sé halli á sveita- eða landsreikn-
ingum.
Dæmi þetta tók eg til að sýna,
hvernig óréttmæt kaupgeta mynd-
ast, og að þannig eyðum við meira
en við öflum. En því miður er
þetta ekki eitt af fáum tilfellum.
Hugsum okkur, að nokkrir menn
hafi lagt 1 milj. kr. í sparisjóð.
þetta fé lána þeir bankanum eða
sparisjóðnum. Bankinn lánar þetta
fé aftur til félags, sem verður
gjaldþrota. Eignimar eru t. d.
hálfvirði. þama hefir bankinn
tapað 500 þús. kr., sem hann átti
þó ekki. Mennirnir hafa að réttu
lagi tapað fénu, ef bankinn hefir
ekki verið búinn að safna sér næg-
um varasjóði. J>eir álíta sig eiga 1
J>að hefir verið sagt nýlega, að
vér Islendingar værum víkingar í
lund og lítt grónir við torfuna, vér
værum útlendingar í voru eigin
föðurlandi. Hvað sem hæft er í
þessu, þá er það eftirtektavert, að
ýmsir af vorum bestu mönnum
hafa alið aldur sinn sem erlendir
víkingar í framandi landi. Nægir
að nefna nöfn eins og Árni Magn-
ússon, Jón Sigurðsson, Jóhann
Sigurjónsson, — valin af handa-
hófi.
Einn af glæsilegustu víkingum
íslenskum og um leið bestu sonum
þjóðar sinnar á síðari tímum hefii'
án efa verið Eiríkur Magnússon M.
A. eða meistari, eins og hann oft-
ast mun hafa verið kallaður, bóka-
vörður í Cambridge á Englandi.
Stóð um eitt skeið ólítill styrr af
honum í íslenskum málum heima
og erlendis, en þeim mun hljóðara
hefir verið um minningu hans, og
það svo hljótt, að kynlegt má
þykja, þegar litið er á verk hans og
verðleika íslensku þjóðinni til
handa, bæði inn á við og út á við.
Tvisvar sinnum barg hann lönd-
um sínum úr neyð hallæris (1875
eftir Dyngjufjallagosið, hallæri á
Austurlandi, og 1882, ísár, harðindi
um Norður- og Vesturland) með
því að gangast fyrir samskotum í
Englandi. Færði hann með því
fjölda manna heim sanninn í verki
um þjóðrækni sína, og var þó eigi
trútt um, að sumir legðu út á verra
veg. En áhugi hans og vakandi um-
hyggja með íslenskum mönnum og
málefnum kom eigi síður fram í
ræðu og riti, bæði ljóst og leynt, þ.
e. eigi að eins í opinberum blaða-
greinum og flugritum um Islands-
mái, heldur einnig sem persónuleg
hvatning og eggjun til leiðtoga
þjóðarinnar í bréfum og viðræð-
milj. og kaupa vörur og nota eins
og svo væri. J>ó hafa forstöðu-
menn félagsins eytt helmingnum
af eignum þeirra, án þess þeir
v ssu af. J>etta rréttmæta kaup-
magn kemur einnig fram í meiri
eyðslu en tekjumar hrökkva fyrir.
Alþektasta dæmið um kaupgetu
sem ekkert hefir við að styðjast,
er seðlaútgáfa bankanna. Seðili er
vottorð um að bankinn skuldi hand-
hafa upphæð þá, sem á seðlínum
stendur. Seðlana lánar hann út og
þar eð viðskiftalífið hefir þörf
fyrir peninga, gengur alt vel, þang-
að til þeirri þörf er fullnægt. J>að
hefir komið fyrir, að banki hefir
lánað peninga út á hlutabréf, sem
seinna sýndi sig að var einskis-
virði. Meðan bréfið stóð í fullu
verði, var þetta verjanlegt, en
þegar bréfið var fallið, sást að
þarna hafði bankinn gefið út seðla
og lofað að innleysa þá í gulli, en
ekki getað, því veðið var verðlaust.
J>etta skýrir bankahrun þau, sem
hafa átt sér stað í Danmörku og
Noregi, og um leið fall peninganna
þar. I J>ýskalandi, Austurríki og
Rússlandi kom í ljós kaupmagn
seðlanna ljóslegai’ en nokkursstað-
ar annarsstaðar, því ríkin fengu
svo stór lán hjá seðlabönkunum, að
t. d. J>ýskaland greiddi öllum em-
bættismönnum sínum yfir 11/2
milj. manns) í peningum, sem ekki
kostuðu annað en pappír og
prentun.