Tíminn - 08.03.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.03.1924, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 89 Samband ísL Alfa- Laval skil vindnr reynast best. Pant&nir annast kaupfé- lög út um land, og samv.félaga. um (hann var t. d. aldavinur og stuðningsmaður Jóns Sigurðsson- ar), mun sá þáttur starfsemi hans síst minst verður, þótt hann sé að sjálfsögðu lítt eða ekki kunnur enn sem komið er. — Annars hélt Eiríkur drengilega uppi sóma ætt- jarðar sinnar á Englandi og vann manna mest að því að útbreiða þekkingu á þjóðinni og bókment- unum, bæði persónulega og með þýðingum og kenslustarfsemi. Munu áhrif hans í þessa átt hafa verið meiri og happadrýgri en menn nú venjulegast gera sér grein fyrir, en benda má á það, að einn af efnilegri Eddufræðingum vorra tíma, B. S. Phillpotts, hefir numið hjá honum. — Loks skal að- eins mint á hina alkunnu gestrisni á heimili Eiríks. Var kona hans, Sigríður Einarsdóttir, honum sam- hent í því eins og raunai' fleiru, því að hún var að sínu leyti eins vakin og sofin í því, að bæta kjör íslensku kvenþjóðarinnar og auka þekkingu á íslenskum heimilisiðn- aði erlendis, eins og Eiríkur var áhugasamur á sviði bókmenta og landsmála. Eins og á er vikið, var gustmik- ið nokkuð um Eirík meðan hann var á dögum. Var slíkt eigi undar- legt um ákafamann sem hann. Eðlilegt var og, að dómar samtíð- armanna hans um hann skiftust nokkuð í tvö horn. Samtímamenn sjá nú einu sinni alla hluti gegnum lituð gleraugu tilfinninganna. Nú ættu allir að geta séð það gler- augnalaust að Eiríkur var hinn mesti merkismaður, sem fslending- um er betra að minnast en gleyma, því að „minning feðranna er fram- hvöt niðjanna“. Eg, sem rita línur þessar, hefi með aðstoð ættingja og erfingja Eiríks tekið mér fyrir hendur að safna drögum til æfisögu hans og þeirra hjóna beggja. Er í ráði að gefa út úrval af bréfum hans auk æfisögunnar. Æskilegast væri, að eg fengi sem mest af efninu í mín- ar hendur í vor. það eru því vin- samleg tilmæli mín til allra þeirra, sem eitthvað gætu upplýst um Éirík og þau hjónin, eða kynnu að eiga í fórum sínum bréf frá þeim, að senda mér þau sem fyrst til af- nota. Austfirðingar geta, ef þeim þykir það haganlegra, komið bréf- um til Magnúsar Gíslasonar, sýslu- manns á Eskifirði, eða Ólafs Gíslasonar kaupmanns á Norð- t'irði. Fyrst um sinn má senda bréf til mín á Grundarstíg 11 Rvík. Stefán Einaisson mag. art. Menn stóðu undrandi gagnvart þessu í fyrstu, en eg vonast til að hafa skýrt það, að fallið á rót sína að rekja til ímyndaðs kaupmagns, og þar af leiðandi meiri eftir- spumar en framboðs.sem hlaut að hafa fall krónunnar í för með sér. Ef enginn eyðir meiru en hann afl- ar og ríkið ekki heldur meiru en það getur reitt af þegnunum, get- ur eftirspurn ekki orðið meiri en framboð, því það kaupir enginn eftir að kaupmagn hans er þrotið. Til að verðfesta krónunnar hald- ist, má ekki skapa neitt kaup- magn, sem ekki hefir fulla trygg- ingu að baki sér. Verður óhjá- kvæmilegt til að halda ekki við gagnslausum lánum til manna, sem tekið hafa lán hjá þjóðinni í þeirri von, að krónan lækki í verði, og þeir komist hjá að greiða nema verðbrot af upphaflega láninu, að skylda hvern lán þega til að greiða það aftur í því fleiri krónum, sem krónan hefir orðið minna virði frá því sem nú er. Amerískur dalur er nú um 7 kr. virði. Maður sem nú lánar 7000 kr., verður því að end- urgreiða lánið aftur í ísl. krónum sem eru 1000 dala virði. Ef dalur- inn kemst upp í 8 ísl. krónur á borgunardegi, verður hann að greiða 8000 ísl. kr. fyrir lánið. Sá sem ekki vill ganga að þessum kjörum, „spekúlerar“ í að krónan falli og hann þannig sleppi ódýr- ar, á ekki fyrir nokkum mun að Dftiir fiöndjvrir bOfiiO. Pað er líklega engum skyldara en mér að svara að einhverju níð- greininni um þorvald Thoroddsen, sem staðið hefir í fimm tölublöðum Tímans nú fyrir skömmu, ef eg hefi orðið til þess óviljandi að koma þeim ófögnuði af stað með grein, sem eg skrifaði áður í sama blað um hann. Einhver þarf að gera það vegna ókunnugra les- enda, sem ekki hafa bækur þor- valds við höndina til samanburðar, því að níðið er ótrúlega ramt og fimlega rist, svo að þá er hægt að glæpast á því. Höfundui' níðgreinarinnai' byrj- ar með því að rifja upp gömul sár- yrði um þorvald eftir alkunnan ágætismann. Slík orð minna vitan- lega á þá þjóðarógæfu vor fslend- inga, að oft hafa vorir bestu menn orðið sundurþykkir og kastast á þungum orðum, en sá sem hendir slík sáryrði á lofti og geymir þau til þess, að beita þeim við tæki- færi öðrumhvorum eða báðum til ófrægðar, hann vinnur ekki neitt gott með því, og er sjálfur maður að verri. pá minnist höf. á, að eg hafi ve- fengt dóm um þorvald í Tímanum, og því vei'ði ekki hjá því komist að leiða þorvald sjálfan til vitnis dómnum til staðfestingar og and- mælum mínum til ógildingar. Til þeirrar vitnaleiðslu notar hann svo tvær bækur eftir þorvald. Hin fýrri er Æfisaga Péturs biskups, tengdaföður hans, afar-nákvæmt og áreiðanlegt heimildarrit um æfi- atvik þess merka manns eftii bréfum og minnisblöðum hans sjálfs og af nánum kunnugleika. Hún er minningarrit um hann á 100 ára afmæli hans og rituð af því hugarþnli, sem góður sonur mundi eftir látinn föður. Hin er Minningabók þorvalds sjálfs, rituð í ígripum við og við á efri árum, eins og segir í formálanum, og varla nema hálfverk, því að fullur þriðjungur var óskrifaður, er hann veiktist, og það sem kom- ið var eigi yfirlesið til lagfæring- ar. Af þessum bókum vill höf. sanna fyrst og fremst, að þorv. hafi ver- ið „fullur af hinum barnalegasta og smásmuglegasta metnaði“. — Lítum þá á sannanirnar. Sú er fyrst, að þorv. byrjar báðar bæk- urnar með ættartölum. Fer höf. mörgum hæðilegum orðum um það hégómlega og fávíslega athæfi; einkum er hann forviða yfir því eiga aðgang að lánveitingum, en hvert heilbrigt fyrirtæki þolir þetta, því eignir þess verða því íleiri króna virði, sem krónan fell- ur meira. petta verður einnig að gilda um þá, sem lána til banka eða sparisjóða. Innistæður þeirra mega ekki verða minna virði en orðið er af orsökum lággengisins, og' á lánveitandi því eftir ofan- nefndu dæmi að fá Vs fleiri ki'ón- ur fyrir innistæður sínar þegar þeir taka þær út. þetta þýðir auð- vitað, að peningastofnanir verða ef til vill (ef krónan fellur enn meira, sem hún þó þarf ekki að gera), að hafa bókfærslu sína að nokkru leyti bygða á gullkrónum, en slíkt hefir jafnvel hver smá- kaupmaður í þýskalandi orðið að gera, og þar breyttist gengið dag- lega, svo þetta mun kosta bankana litla fyrirhöfn. í þessu sambandi verður eimiig að minnast á vátryggingarfélög. sem um árabil hafa tekið við ið- gjöldum í gullkrónum. þeir sem nú verða fyrir áföllum, fá vátrygging- arupphæðina greidda í pappírs- krónum, sem ómögulegt er að bæta skaðann með nema til helm- inga. þetta hlýtur að verða mikill hnekkir fyrir sparsemi meðal ís- lendinga, ef ekki er gert við í tíma, því drýgsti sparnaðurinn verður sá, sem menn eru þvingað- ir til að framkvæma á hverju ári með iðgjöldum í vátryggingarfélög mikillæti, að telja sex biskupa með- al forfeðra Péturs. Hann segir frá því oflæti þrisvar, til þess að það gleymist ekki. Til þess að gefa um- vöndun sinni um þetta atriði enn meiri þunga, telur hann upp níu stórmenni mannkynssögunnar, Goethe, Lincoln o. s. frv., sem ekki hafi þurft ættartalna við. En ís- lendingar hafa nú samt leyft sér að hafa þenna sið frá því er þeir hófu að rita sögur, svo að þorv. hefir sæmilega afsökun. Og með allri virðingu fyrir nímenningun- um vona eg, að siðurinn haldist. Mér mundi þykja allmikið skarð í sögu vorri og menningu, ef ættvís- in væri úr feld. — par sem p. lýs- ir útliti og atgervi Péturs bisk- ups, seg'ir hann: „Hann var mikil- menni um flest“. í sambandi við þau orð talar höf. um „tilraunir tengdasonarins til að breyta stað- reyndum sögunnar". Ekki eru stór- yrðin. Síðan fer hann mörgum niðrunarorðum um Pétur biskup sem stjórnmálamann og andstæð- ing Jóns Sigurðssonar. í þeim svifum vildi honum það happ til, að hann sá í blaði haft eftir Jóni Sigurðssyni, að hann hefði kallað Pétui' biskup „slægastan“ andstæð- inga sinna. þetta var höf. sá fagnafengur, að hann segir frá því tvisvar í næsta greinarstúfnum. Mörgum mun finnast, að honum hefði verið þarfara að taka sér Jón Sigurðsson til fyrirmyndar um prúðmensku í rithætti en henda á lofti kaldyrði um andstæðing, þó að honum kynni að hrjóta slíkt í um, eða til samvinnufélaga eða íóðurbirgðafélaga. Er ofur einfalt að laga þetta, ef vátryggingarfé- lög setja hvert skifti sem krónan fellur, ákveðinn margfaldara bæði á iðgjöld og vátryggingarupphæð- ir. Maður sem t. d. er vátrygður fyrir 10000 kr., greiðir árlega 400 kr. Sé krónan fallin niður í 50%, greiðir hann því gengi 800 pappírs- krónur og fær 20000 útborgaðar. pó að eg minnist á þetta, tel eg það næsta ónauðsynlegt, því hvern- ig sem fer, getur ekki myndast meiri eftirspurn en hægt er að fullnægja, ef við ekki sköpum nýtt og óréttmætt kaupmagn. En lítill vandi er að sneiða hjá slíku, ef menn þekkja hættuna og verður því að heimta, að hvorki landið misnoti lánstraust sitt, né bank- arnir veiti lán, nema með hvöt til að gjalda það með samsvarandi kaupmagni og því sem veitt er. par eð landsbúar hafa nú í nokk- ur ár eytt meiru en tekjum sín- um, verður eihnig í nokkur næstu ár að nota samsvarandi minna en tekjurnar. Á því tímabili verður líkast til nauðsynlegt að setja nefnd, sem sér um, að heldur verði greitt af skuldunum, en sú gjald- eyrisupphæð verði notuð til að draga inn í landið varning, sem við að sumu leyti getum framleitt sjálfir, en annars verið án. Hygg eg, léttbærara að láta landsmenn sjálfa skera úr slíku, en neyðina, sinn hóp. Ekki er það heldur nein sönnun gegn því, að maður hafi getað verið mikilmenni um flest, þó að hann gæti ekki fylt flokk Jóns Sigurðssonar í stjórnmálum, þótt hann væri sá afbragðsmaður, sem allir vita.Yfirleitt hygg eg, að öllu þessi ádeila höf. á Pétur biskup beri lítinn árangur. Dómar þeirra porvalds um hann verða hvorugur taldir hæstaréttardómar, þorvalds af eðlilegum ástæðum tæplega óvil- hallur,en dómur höf.því síður óhlut drægur. — þá hefir höf. þau orð eftir þorv., að þóra Pétursdóttir biskups hafi gifst „Prófessor Dr.“ þorv. Th. En höf. er eins og fyr vandlátur um meðferð á „stað- reyndum sögunnar“, og þorv. fær þessa hátíðlegu ofanígjöf: „þetta er rangt. Hún giftist „adjunkt p. Th.“. Slíkir smámunir benda á hið villandi sögulega sjálfhól, þar sem hagsmunir hans eiga í hlut“. Eg skil nú raunar ekki til hlítar, hvern ig þetta atriði snertir hagsmuni þorv., en sjálfsagt mundi þessi yf- irsjón hans verða þung á metunum honum til dómsáfellis, ef ekki vildi svo heppilega til fyrir hann, að hann hefir aldrei framið hana. Höf. hefir búið hana til sjálfur, til þess að geta komið umvönduninni að. Hér er því ekki þorv. að breyta „staðreyndum sögunnar“ sér í vil. — Að lyktum tínir höf. saman ýmisleg smáatvik úr æfisögunni hingað og þangað, s. s. göfuga gesti, heimboð, gjafir, krossa o. fl. og segir síðan: „Enginn mikill sagnfræðingur mundi bera svo fá- sem hlýtur að koma, ef krónan heldur áfram að falla og dýrtíðin að vaxa. Nú eru forvextir bankanna 7%,*) og má ef til vill segja, að þeim sé vorkunn að taka svo mik- ið, því nokkur hluti fjár þess, er þeir lána út, er fenginn að láni er- lendis. Verður því að greiða þann hlutann í erlendi'i mynt, og' verður hann því þungbærari, sem krónan stendur lægra. Nær því helmingur forvaxtanna stafa af lág'genginu. Má líklega reikna vextina 4—5%, en að áhætt- an gleypi 2—3% af vöxtunum. Margir hyggja, að ekki megi til þess hugsa, að krónan hækki í verði, slíkt muni drepa alla fram- leiðslu. Á íslandi eru allar fjár- hag'sbreytingar heldur hægfara, og mun því mjög' lítill hluti lánanna vera stofnaður síðan krónan fór að falla, því þá hófst kreppan nærri strax. Ef eitthvert gagnlegt fyrir- tæki hefir treyst svo á tæpasta vaðið, að það getur eingöngu hald- ist við með lágri krónu, tel eg rétt- ara að styrkja það, en að láta það halda niðri krónunni til ógagns fyrir alla aðra landsbúa. Samt mun vaxtalækkunin vega svo mikið, að flest öll fyrirtæki og öll heilbrigð fyrirtæki munu vel þola að krónan komist upp í gullverð t. d. á 10 ár- *) Síðan þetta var ritað, eru forvext- ir oi'ðnir 8%. nýta mola á borð fyrir lesendur sína“. Mér vitanlega hefir J>orv. hvergi gert tilkall til að kallast mikill sagnfræðingur. J>ó að hann hafi unnið stórmikið fyrir íslensk- an sögufróðleik, lágu aðalstörf hans á öðru sviði. En í Islendinga- sögum bæði fornum og nýjum er fult af slíkum smámunum, og oft hafa einmitt miklir sagnfræðingar lotið að þeim og fært sagnfræð- inni í nyt. Og ekki ber á öðru en að höf. sjálfur sópi saman fegins- hendi þessum molum til að hag- nýta þá á sína vísu, JJorvaldi til ófrægðar. pað hefði líklega enginn mikill sagnfræðingur gert. Og þeir Goethe og Lincoln hefðu aldrei lagt sig niður við það. Taki nú hver sem vill þessar sannanir höf. gildar. Mér sýnast þær eintóm vindhögg. J>á tekur við annar kaflinn, þar sem á að sýna, „hvernig vandalaus- ir menn komu J>orv. fyrir sjónir“. Aðferðin er sú, að sleppa alveg öll- um góðum ummælum um þá, en halda því betur til haga öllu hinu, sem greinarhöf. hyggur, að geti móðgað einhvern eða sært. I Minn- ingabók sinni segir J>orv. frá því, sem á daga hans hefir drifið og honum hefir borið fyrir augu; minnist því lauslega margra manna, sem við þau atvik hafa komið, en hefir lítið við að skrifa langar heildarlýsingar á mönnum og því síður dóma um innræti þeirra og hugarfar. Hann var glöggur á það, sem honum þótti skoplegt, en líka með því marki brendur, að gremjast það, sem honum fanst ljótt eða ranglátt eða óviturlegt, hvort sem fram kom við sjálfan hann eða aðra. Hann var ekki myrkur í máli, en sagði hisp- urslaust það sem honum bjó í brjósti. Bók hans ber vitni um þetta. Hún er rituð mjög líkt og hann talaði í sinn hóp. Ekki dett- ur mér í hug að bera á móti því, að honum missýnist stundum og segi sumt, sem mér þætti betur ósagt. Höf. gefur í skyn, að grein sín sé rituð til varnar mönnum gegn illmælum J>oi-valds. Flest það, sem liann vítir mest, eru sögur, sem J>orv. segir og margir menn koma við að einhverju leyti, og oft í sam- bandi við víndrykkju. Yfir höfuð mótmælir höf. þeim sögum ekki, en í þess stað tínir hann úr þeim alt það versta og sendir það út um land í víðlesnu blaði, og það meira að segja tvítekið, og er þá stund- um síðari útgáfan verri en hin fyrri. J>etta er kynleg varnarað- ferð, og ekki ólíkt því, að honum sé um. Eftir gjaldþrot Dana 1813 féllu seðlar þeirra niður í 9% af nafnverði, en 1818 hafði verð þeirra 8 >/2 faldast eða náð 75% af nafnverðinu. Okkar seðlar hafa þó ekki fallið nema um 50%, og legg eg því til, að taka þá hækkun á 10 árum, sem Danir tóku á tæpu ári. petta var auðvitað hart aðgöngu, en það verður líka hart aðgöngu fyrir þá, sem lagt hafa fé til hliðar, að sjá það verða verðlaust á enn færri árum. Einnig þætti mér það illur fyrirboði, ef ísland byrjaði göngu sína sem fullvalda ríki, með því að sneiða hjá !ið greiða þegn- um sínum (því eingöngu á þeim lendir þessi ímyndaði léttir, er- lendar skuldir eru í erlendri mynt) það, sem þeir hafa lagt til hliðar til elliáranna. Hinsvegar er mikil hvöt til að spara í því, að eiga von á, að kaupmagn peninga sé orðið meira (þeir hækkaðir í verði, en vörur lækkaðar), en þegar það er lagt á vöxtu, þó vextirnir séu lág- ir. Hinsvegar getum við ekki heimt að mikla vexti af þeim, sem fé þurfa að nota, en gjalda krónur með meira kaupmagni en þær, sem hann fékk. Auknum sparnaði fylg- ir það, að meira fé verður boðið fram og lán því að sjálfsögðu ódýr- ari. Hitt er auðvitað ógerningur að taka 7% vexti og heimta að lán- þegi beri að auki þá hækkun krón- unnar, sem hlýtur að fylgja við- reisn viðskiftanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.