Tíminn - 15.03.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.03.1924, Blaðsíða 1
Ofaíbfcri og, afgretfeslur’aftur Cimans er Sigurgeir ^ri&rifsfon, Sambanösþúsinu, HeYfjauif. Címans er í Sambanösíjúsinu, 0pin öaglega 9—12 f. f>. Sími 496. YIU, ár. Ileykjayík 15. mars 1924 11. blað %ears ELEPHANT CÍGARETTE5 Mest reyktar. Pást allsstaðar. Smáseluverð 55 aura pakkiun. THOMAS BEÁR & SONS, LTD., LONDON. 1 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Framsóknarfélag Reykjavíkur. Fundur miðvikudaginn 19. mars kl. 8V2 e. h. í Sambandshúsinu. Pramhald umræðu um viðskiftamálin. STJÓRNIN. AÐALFUHDUR Búnadarfélagfs Islands verður haldinn að Svignaskarði í Mýrasýslu föstudaginn 4. apríl 1924 og liefst kl. 2 síðdegis. Verkefni fundarins: 1. Skýrt frá störfum og fjárhag félagsins. 2. Fluttir fyrirlestrar um búnaðarmál, sem verða nánar auglýstir síðar. 3. Bornar fram og ræddar tillögur, til bendingar fyrir búnaðar- þing. 4. Kosinn einn fulltrúi og varafulltrúi á búnaðarþing fyrir Vest- firðinga-fjórðung. Kosningarrétt hafa allir meðlimir Búnaðarfé- lags Islands í Vestfirðingafjórðungi. Allir eru velkomnir á fundinn. Reykjavík, 13. mars 1924. Pr. Búnaðarfélag íslands. S. Sigurðsson, búnaðarmálastjóri. Utan úrheimi. Olíuvaldið í Vesturheimi. Fyrir einum mannsaldri var Vesturheimur land frelsisins, að því er flestir menn hugðu, enda benti stjórnarform landsins í þá átt. Nú er þessi skoðun breytt. Nú vita menn, að í fáum siðuðum lönd- um er meiri kúgun en í Bandaríkj- unum. Hvergi er meiri andleg kúgun en þar. Annar eins maður og- Wilson varð að láta af stjóm eins háskólans þar, áður en hann varð forseti, af því hann þoldi ekki kúgun peningavaldsins, sem réði yfir stofnuninni. það er ekki fátítt í Bandaríkjunum, að fræðimenn séu sviftir starfi vegna lífsskoð- ana. það er jafnvel ekki dæmalaust að þingmenn, sem löglega eru kosn- ir, fái ekki að taka sæti á þingi, ef auðmönnunum líka ekki skoðanir þeirra. Slík harðstjórn er hvergi til í þingx-æðislandi í Noi’ðurálfu. Skýi’ing þessa máls er sú, að peningavaldið er hvergi jafn sterkt og í Bandaríkjunum. Hefir nú ný- lega komið í ljós átakanlegt dæmi þess. Er þar átt við hin stórfeldu mútu- og fjársvikamál amerískra steinolíuauðmannanna. Lengi hefir leikið grunur á að hringarnir eða hin miklu auðfélög hefðu spillandi áhrif á opinbera líf- ið í landinu. I einu olíufylkinu var talið fyrir nokki’um árum, að eitt nafnkent félag hefði með mútum og fégjöfum ráðið yfir meii’ihluta í fylkisþinginu, stjóminni, dómur- unum, blöðunum, kirkjunni og jafnvel skrílnum. Allir þessir aðil- ar dönsuðu eftir því sem kipt var í taug peningavaldsins. Hver sá maður, sem dirfðist að rísa móti valdi olíukónganna, var settur und- ir skothríð frá þessum marghátt- uðu virkjum. Og það gat enginn staðist. Nú hefir komist upp eitt hið stórfeldasta mútu- og spillingar- mál, jafnvel í Ameríku. Steinoíu- braskararnir hafa mútað fjölda háttsettra manna, þar á meðal mörgum ráðherrum. Og mútuféð nemur miljónum, sem tilgreint er, og mun þó hitt meira, sem hvergi kemur fram. Ráðherrai’nir hafa fyrir þessar fégjafir rekið erindi olíukónganna. Eitt sinn þurfti að auka uppreistareld í Mexíkó, svo að olíukóngar Bandarkjanna gætu betur komið ár sinni fyrir borð þar. þá var óleyfilega laumað skot- vopnum yfir landamærin, og einn ráðherra í Bandaríkjunum dró varðsveitir burtu úr suðvesturhér- uðum Bandaríkjanna til þess að unt væri að koma hergagnaflutn- ingnum fram. Ein stærsta mútan, sem sannast hefir um, var borguð fyrir þennan greiða. Hver er tilgangur auðfélaganna með þessu framferði? Að ná sem allra fullkomnustum tökum á markaðinum. Að geta hækkað verðið á olíunni sem allra mest og aukið gróða hluthafanna í olíufé- lögunum. Til að ná þessu takmarki urðu félögin að kaupa menn, ráð- hei’ra, dómara, blaðamenn o. s. frv. Félög þessi láta sér ekki nægja heimamarkaðinn. þau teygja ang- ana út um öll lönd, vinna með hlunnindum og gjöfum styrktar- menn hjá fjarlægum þjóðum. I þessu leynivaldi fjármagns í hönd- um spiltra manna er fólgin mesta hætta lýðstjóraarskipulagsins. ** Bænd a samtök. Nú á tímum hefir nálega hver stétt bundist samtökum um inn- byrðis samhjálp. Minst gætir þess- ara samtaka hjá bændunum, a. m. k. hér á landi. Dæmin um þessi stéttasamtök eru deginum ljósari. Starfsmenn landsins hafa með sér margháttað- an félagsskap. því séi’stæðari sem atvinnan er, því harðsnúnari verð- ur þessi stéttai’félagsskapur. Prentarar, vélstjórar, læknar og í’itsímamenn eru dæmin hér á landi. Hin mikla kaupkrafa lækn- anna 1919 var borin fram til sigurs af félagsskap þeirra, og studd við verkfallshótun. Áður en launalög- in komu, höfðu mai’gir læknar 1500 kr. föst laun. Árið eftir 9500 kr. fyrir utan mismunandi háar aukatekjur. Hvers vegna vinna stéttir þessar saman? Til að hjálpa einstakling- unum í lífsbaráttunni. Áðurnefnt dæmi um læknana sýnir hvað sam- tökin þýða fyrir hag þeirra ein- staklinga. Hvex-jir líða við stéttar- samtökin? þeir ein’staklingai’, sem standa sundraðir og njóta einskis stuðnings af gagnkvæmu starfi. þessir dreifðu menn í þjóðfélaginu bera sér í lagi kostnaðinn við hinn vopnaða frið nábúanna. Hér á landi er þá aðstaðan sú að embættismenn, sjómenn, iðnaðai’- menn, vex’kamenn, útgerðarmenn og kaupmenn hafa meir og minna öflugan félagsskap. Hver þessi stétt heldur fram hagsmunum sín- um. Öllum hefir þeim tekist að ávinna nokkuð. Bændurnir hafa orðið út undan. Blöð kaupmanna og starfsmanna landsins hafa prédikað fxið milli stéttanna, samhliða því að eigend- ur þeirra hafa vígbúist í kyrþey. Ef bændur hafa byi’jað á sjálfs- bjargarsamtökum, eins og með kaupfélögunum og Framsóknar- flokknum, hefir kveðið við, að hér væri stéttarígur í uppsiglingu. Og í fi’amkvæmdinni hefir tekist að halda bændunum sundruðum. Úr nálega öðruhvoru sveitakjördæmi komu nú í haust fulltrúar, sem vinna fyrst og fremst fyrir fjár- hagslegu gengi annara stétta. Bændastéttin er rólynd. Og þetta rólyndi hefir verið notað út í ystu æsai’. Sveitin hefir verið afskift. Fjármagn landsins liggur í útvegs- tækjurn og verslunai’búðum. Unga fólkið úr sveitinni leitar þangað á eftir höfuðstólnum. Hjón í Rang- árþingi eiga 12 börn; 7 þeirra, öll uppkomin, eru komin út í Vest- mannaeyjar. Útvegsmenn og kaupmenn hafa með harðri hendi dregið fjármagn bankanna í at- vinnurekstur sinn. Bændumir hafa ekki gex*t gagnki’öfu. þess- vegna vex svo lítið ræktaða landið í sveitinni. þessvegna missir sveitin mikið af því fólki, sem þar er alið upp. Bændurnir kvarta, sem von er. þeir hafa gefið öðrum stéttum vald yfir veltufé landsins. þeir hafa al- ið upp mikinn hluta af starfslýð annara stétta. þeir hafa ekki stofn- að til veralegra skulda erlendis. Hjá þeim hefir ekki og mun ekki tapast neitt verulegt af því litla veltufé, sem þeim hefir vei’ið trúað fyrir. En nú verða bændumir að líða fyrir gengishrunið, taka við heimsendum þurfamönnum frá gi’óðasælli atvinnuvegum, borga miklu hærri vexti heldur en at- vinnan þolir til að borga tapið fyi’- ir skakkafallamenn í verslun og stórútgerð. Bændui’nir hafa staðið dreifðir. Keppinautar þeirra hafa sagt þeim að vei’a sundraðii’. Nú eru hin þungu gjöld fyrir þessa trú- girni að koma í ljós, meir og meir, eftir því sem árin líða. Vafalaust væri það æskilegast, að allir menn gætu unnið saman eins og góðir bræður. Sú tíð kemur væntanlega í meir eða minna fjar- lægri framtíð. En þeir sem nú lifa, búa við reiptog milli stétta og þjóða. Hvert land lokar sér með tollmúrum. Hver stétt gætir sinna hagsmuna. Og ef einhver stétt lin- ar á takinu, þá er ósigurinn vís. Meðan íslenskir bændur standa ekki saman, eins og aðrar stéttir til að verja gagnkvæma hagsmuni, hlýtur hagur þeirra að fara versn- andi. Eina bjai’græðið liggur í samtökum. þetta finna frændur okkar í Noregi. þar hafa bændurn- ir með sér félagsskap svo að segja í hverri sveit, og allsherjar sam- band fyrir landið alt. Á þessum félagsskap byggja norskir sveita- vinir vonir sínar um vaxandi gengi norskrar bændastéttar. ' Fyr eða síðar mun reynslan kenna íslenskum bændum hið sama. Meðan þeir ei’u sundraðir, verða þeir undir í lífsbai’áttunni. Með samtökum geta þeir, eins og aðrar stéttir, trygt framtíð sína og um leið framtíð þjóðarinnai’. J. J. -----o----- Bannið á Finnlandi. Um allan heim hefir sá leikur verið leikinn af andbanningum að bi’eiða út óhi’óðurssögur frá bann- löndunum. Einkum hefir verið lögð mikil áhersla á það að breiða þær fregnir út, að bannið sé „altaf að tapa“ í bannlöndunum. Hefir þeim þótt það líklegt til sigurs andbanningum. Legið sú hugsun á bak við að fáir myndu þeim mál- stað fúsir að fylgja, er búinn væri að sjá sitt fegui’sta. Ekki hefir þessu síst verið á lofti haldið um Finnland. Óhi’óð- urinn um finska bannið hefir ver- ið breiddur út um allan heim. Bannið væri alveg að falli komið. Munu þær raddir jafnvel hafa heyrst í danska Mogga okkar, enda er hann til þeiiTa verka fúsastur að henda á lofti ósannar sögur um bannmálið úr dönsku blöðunum. Nú standa fyrir dyrum kosning- ar á Finnlandi og allir flokkar hei’- væðast fyrir kosningarnar. Ber þá svo kynlega við að allir stjórnmálaflokkarnir finsku setja bannið á stefnuskrá sína. Andbanningablöðin um öll Norð- ui’lönd standa á öndinni af undrun. I mörg ár era þau búin að endur- taka ósannindin. Eru líklega farin að trúa þeim sjálf. En nú er ekki um að villast sann- leikann. þetta að allir flokkar taka bann- ið að sér fyrir kosningarnar er hin ótvíræðasta sönnun þess hversu stórkostlega miklu fylgi það á að fagna hjá þjóðinni. það er öldungis víst, að því að- eins gera flokkarnir þetta allir, að þeir telja þetta hið líklegasta til sigurs sér í kosningabaráttunni. En þótt þeir hafi nú fengið þennan kinnhest í bili, andbann- ingai’nir, þá er ekki að efa, að áð- ur en varir fara þeir aftur að tala um að bannið sé „altaf að tapa“ á Finnlandi. ----o----- Fiskifélagið og steinolían. Jón Bei’gsveinsson hefir farið ein- hverja hina verstu hrakför í olíumál- inu, sem sögur fara af. Landsverslun með steinolíu hefir brotið af útgerðinni hinn þunga klafa ameríska hringsins, og sparað landsmönnum afarmikið fé með stáltunnunum, sem engin rýrnun fylgdi. Jón Bergsveinsson notaði sína litlu krafta, meðan hann var við Fiskufélagið, til að tortryggja og sþilla fyrir olíuverslun landsins. Á fundum fyrir norðan og víðar var hann síblaðr- andi móti þessu bjargráði. En á dög- unum, þegar Fiskiþing kom saman, varð hann þögull, eins og klút hefði verið stungið upp í hann. Utan af landi kom hvarvetna viðurkenningin á bjargræði Landsverslunar. Jón vildi láta endurkjósa sig og hugði vænst að þegja um olíumálið. Ef til vill hafa hneikslismálin í Ameriku sýnt hon- um, að best væri að láta sér hægt um að fara að hrósa ameriskum hringum. Fiskuþingið rannsakaði málið og komst að sömu niðurstöðu og allir aðrir hugsandi menn í landinu, að olíuverslun landsins hafi verið útveg- inum til mikils gagns. Síðan var Jón rekinn úr stjórn félagsins, og kemur þar væntanlega ekki meira. Hefir Fiskifélagið nú gert hreint fyrir sin- um dyrum. Ósatt er, að nokkur Fram- sóknarpólitík hafi komið fram í þessu máli, enda eiga samvinnumenn sem kunnugt er fáa samherja í útvegnum. Eftirmaður Jóns, Kr. Bergsson skip- stjóri mun og vera andstæðingur Framsóknar i stjórnmálum. En mun líklegur til að fylgja mjög einhuga frarn málum útvegsmanna. Væri mik- ið happ fyrir sjávai-menn, ef þeir fengju i sina þjónustu mann, sem ynni fyrir félag þeiri’a eins og Sigurður for- seti fyrir landbúnaðinn. ** Stjórnai’skiftin. Fyrir þrem vikum lýsti stjóra íhaldsflokksins því yfir að Ihalds- flokkui’inn væri „reiðubúinn að mynda stjórn“. Fyrir ca. 10 dögum sagði stjóra- in af sér og foringi íhaldsflokksins mun hafa fengið fylsta tækifæri til að reyna að mynda stjórn. Hvað dvelur Orminn langa? Hvað líður nú stjórninni sem íhaldið var reiðubúið að mynda? Er ekki von að menn spyrji? Rifjast upp þetta gamla, þegar Elía var að stríða Baalsprestum. Hvar er hann Baal þeirra Ihaldsmanna, sem þeir ætluðu að láta þjóðina tilbiðja? Eða eru þeir að gugna, þeir sem voru reiðubúnir? Mætti þá minna þá á það gamla: „Ráðst þú ekki gíragur til fæð- unnar“ — segir Sírak. ----o----- Bruni. Ibúðarhúsið á þingeyram brann til kaldra kola um miðja vik- una. Tókst að bjarga allmiklu af innanstokksmunum, en tjón verður mikið af brunanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.