Tíminn - 15.03.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.03.1924, Blaðsíða 4
44 T 1 M I N N endur sæu ekki ræður hans. Taldi hann reikning Jóns um 20 þús. kr. ólíklegan, því að 1922 hefði hin sama prentun verið áætluð á 15— 16 þús. Hart væri að leggja nú niður þingtíðindin, sem gefin hefðu verið út árlega frá 1845— 1874, meðan Danir höfðu fjármál landsins, allan tímann frá 1874— 1904, meðan Danir gátu synjað staðfestingar ísl. lögum, jafnvel á hallæristímanum 1880—90. Og þessi sparnaðarráðstöfun kæmi frá manni og flokki, sem hefði stýrt landinu meðan það sökk í miljónaskuldir, eytt 600 þús. kr. í veislufagnað, 20 þús. í krossa á brjóst sín, 30—40 þús. í eitt prestssetur í Skagafirði, samið um 40 þús. kr. laun handa einum manni við íslandsbanka o. m. fl. Sparnaður gæti það ekki verið. það væri of mikil ósamkvæmni. það hlyti að vera ótti við dóm þjóðarinnar, ótti íhaldsflokksins að láta kjósendur sjá frammistöðu þessara fulltrúa. J. M. hélt varn- arræðu um fjárstjórn sína. Engin ný rök nema að frumlaun E. Cl. væru 20 þús. og bankaráðið hefði samið um dýrtíðaruppbótina. En J. M. var formaður bankaráðsins og samdi um þau 20 þús. líka. Taldi hann nauðsyn að prenta ekki þing- tíðindin meðan J. J. væri á þingi, því að ræður hans væru svo leið- inlegar. Hældi ennfremur Bimi heitnum Jónssyni í háum tónum. J. J. svaraði, að þar sem þeir J. M. væru andstæðingar á leikvelli stjórnmálanna, væri óhugsandi að J. M. gengi til umhyggja fyrir andstæðingi í þessu. Ef ræður J. J. væru óbærilega leiðinlegar, væri það best og réttlátust hegning á ræðunum að þær væru prentaðar og lesnar út um land. Stjarna J. M. gæti skinið því skærar við saman- burðinn, ef sönn væri lýsing íhalds- forkólfsins. En raunin myndi vera önnur. J. M. vissi, að ræður hans og flokksmanna hans spiltu fyrir íhaldsliðinu út um land. það væri sá kjarklausi sem bjargaði sér undan á flótta, en ekki hinn hugaði. það væri hinn seki sem leitaði í felur, en ekki hinn saklausi. það væru krókódílatár, sem heima- stjómin feldi yfir B. heitnum Jóns- syni. Meðan hann lifði hefðu and- stæðingarnir og blöð þeirra ofsótt hann grimmilega, og jafnvel brot- ið niður heilsu hans. Undir fundar- lokin kom Ingibjörg til liðs við Jón, af sannri góðsemi hjartans. Sagði hún ýmislegt skringilegt, sem áheyrendur tóku vel eftir og muna, en varla kemur í þingtíðind- unum, hvenær sem þau verða prentuð. Mintist hún með mikiili þykkju á vantraust það, sem kon- ur nyrðra veittu henni, og getið er um í ársriti norðlenskra kvenna. Taldi hún J. J. valdan að því, en hann kvað það ósatt, og bað hana sanna. En það gerði hún ekki. Lauk málinu svo, að niðurskurði þing- tíðinda var vísað til allsherjar- nefndar. Hefir hún klofnað um málið. Fullvíst er, að niðurskurð- urinn gengur gegn um Ed., en ósýnt að Nd. sé jafnhrædd að líta í spegilinn og sjá ásýnd sína. Nokkrar umræður urðu um rjúpnafriðun Guðm. í Ási. Vildi hann friða í 3 ár, landbúnaðar- nefnd í 2 ár, og Einar á Eyrarlandi og H. St. í 1 ár. þessir tóku til máls: Guðm. í Ási, Einar Árnason, Sigurður Jónsson og sr. Eggert. Samþykt 2 árin. Ingibjörg fylgdi Jóni enn sem fyr, og taldi eitt ár nóg. Neðri deild. Jakob Möller og Ásgeir Ásgeirs- son flytja þingsályktunartillögu um það, að stjórnin reyni með samningum að fá Sigurð Nordal prófessor til þess að halda embætti sínu við háskólann. En það er al- kunnugt, að Norðmenn hafa boðið Sigurði prófessorsembætti við há- skóla sinn í Kristjaníu með miklu betri launum en hann nýtur hér. Málinu var vísað til fjárveitinga- nefndar. — Fullvíst má telja, að Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f. Kristianiu — Noregi Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. íslsiii.c3.sc5Leilc5L±n. Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing í Reykjávík! Iðgjöldin löcð inn f Landsbankann og íslenska sparisjóði. Viðskifl öll ábyggileg, hagfeld ðg refjalaus! Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og líflð sjálft. Trygðu það! Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn! Líftrygging er fræðsluatriðí, en ekki hrossakaup! Leitaðu þér fræðslu! Líftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin líftrygging! Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera! Konur þurfa líftrygging eigi síður en karlar! Með því tryggja þær sjálfstæði sitt! 10.000 króna líftrygging til sextugsaldurs kostar 25 ára gamlan mann um 67 aura á dag! 5000 króna líftrygging kostar þrítugan mann tæpa 30 aura á dag. Forstjórí: Heléi Valtýsson, Pósthólf 533 — Reykjavík — Ileima: Grundarstíg 15 — Sími 1250 A.Y. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og láti getið aldnrs *ins. Frentsm. Acta. Þessi tvö orð eru ávalt efst í huga þeirra sem eitthvað þurfa að láta prenta og sem vilja fá b e s t a fráganginn fyrir 1 æ g s t a verð, því þótt prentsmiðjan hafi starfað aðeins í rúm þrjú ár, er hún þegar orðin landsfræg fyrir vinnuvöndun sína og verðlag. Spyrjið þá sem skifta við oss. Vér vitum liver er dómur alinennings og beygjum oss með gleði undir hann, því hann er trygging fyrir viðskiftamennina og besta auglýsingin fyrir oss. Vörur sendar um alt land gegn eftirkröfu. Skrifið, símið eða komið. Pósthólf 552. — Símnefni Acta. — Talsími 948. Reykjavík, Mjóstræti 6. Preutsmidjan Acta. frv. um að hætta að lögbjóða sendiherraembættið í Kaupmanna-, höfn muni ná fram að ganga í Nd. Hefir það nýtt gerst í málinu að Sveinn Björnsson sendiherra hefir sagt embættinu af sér. Ætti því að mega telja víst að fjárveitinga- nefnd leggi til að hætta fjárveit- ingu til embættisins. — Bemharð Stefánsson flytur frv. um bygðar- leyfi. Megi enginn flytja inn í sveitar- eða bæjarfélag nema með samþykki sveitar- eða bæjarstjóm- ar. Má ennfremur, með samþykki stjórnarráðs, setja nánari skilyrði fyrir bygðarleyfi. Liggja sektir við ef út af er brugðið. Vegna hins stutta sveitfestistíma er frv. þetta mjög nauðsynlegt. — Halldór Stefánsson og Pétur þórðarson bera fram frv. um aðflutnings- bann á ýmsum vömm. Var það undirbúið af atvinnumálaráð- herra og stendur allur Framsókn- arflokkurinn á bak við frv. þetta. Helstu vörurnar sem á að banna eru þessar: Allar brauðtegundir, smjör, smjörlíki og önnur feiti, nema til iðnaðar, ostur, saltkjöt, flesk, pylsur, allar áðrar niður- suðuvörur nema mjólk, egg og ald- ini, nema epli og sveskjur, kaffa- bætir, súkkulaði, síróp, hunang, brjóstsykur, vindlingar, öl, gos- drykkir, ávaxtavín, vefnaðarvörur og tilbúinn fatnaður, nema sárfáar undantekningar, loðskinn, hanskar, reiðtýgi, töskur, veski, fjaðrir, fið- ur, dúnn, skófatnaður úr skinni nema sjóstígvél, skósverta, kerti, sápur, ilmvötn, tilbúin stofugögn, lifandi jurtir og blóm, jólatré, bréfspj öld, myndabækur, vegg- myndir, úr, klukkur og hverskonar gull-, silfur-, plett-, eyr- og nikkel- vörur.hlj óðfæri, grammófónplötur, bifreiðar, reiðhjól, glysvarningur og leikföng hverju nafni sem nefn- ast og flugeldar. — Ásgeir Ás- geirsson flytur frv. um að bæta á sínum tíma við ritsíma og talsíma- kerfið, línu frá Mýrum að Núpi í Dýrafirði, línu frá Holti í önund- arfirði í Valþjófsdal út á Ingjalds- sand. — Jón Baldvinsson flytur frv. um einkasölu í’íkisins á út- fluttum saltfiski og síld. -— Tr. þ., P. Ott. og M. Jónsson flytja frv. með mörgum umbótum á bannlög- unum, sem eiga að gera fram- kvæmd eftirlitsins hægari. Tveir hinir fyrnefndu flytja sömuleiðis annað frv. um að banna áfengis- auglýsingar. Eru bæði þessi frv. flutt af hálfu Stórstúku íslands. — Fjárveitinganefnd flytur þings- ályktunartillögu um að skora á ríkisstjórnina að taka til athugun- ar að flytja daufdumbraskólann í sveit og framkvæma það ef fært þykir. Hefir skólahaldið í Reykja- vík reynst afardýrt, enda verður vart um það deilt, að nemendum skóla þessa væri heppilegra að læra í sveit. — Magnús Guðmunds- son flytur frv. um að engin stofn- un ríkisins sé aukaútsvarsskyld eft ir efnum og ástæðum. Eigi versl- unarstofnanir ríkisins að greiða í bæjarsjóð 5% af nettógróða næst- liðins árs, þar sem aðalstöð versl- unarinnar er, en annarsstaðar ekki. Er tilefnið að Reykjavík hefir viljað leggja afarhátt útsvar á landsverslun og áfengisverslun. — Ásgeir Ásgeirsson o. fl. flytja þingsályktunartillögu um bann gegn innflutningi útlendinga í at- vinnuskyni. — Jakob Möller flytur frv. um að afnema lögin um einka- sölu ríkisins á tóbaki. ----o----- Framsóknarfélagið. Fyrir skömmu mynduðu Fram- sóknarmenn í Reykjavík með sér félagsskap, með fastri stefnu bæði í lands- og bæjarmálum. Að því er landsmál snertir vinnur félagið í samræmi við Framsóknarflokkinn. Að því er snertir bæjarmálin, læt- ur félagið einkum til sín taka ræktun bæjarlandsins, og að sem flestir geti notið þess með hagfeld- um kjörum, húsamálið, að leysa það með samvinnu í húsagerð, og loks bætta uppeldishætti í bænum með breyttu skólafyrirkomulagi og langdvölum kaupstaðarbarna í sveit á sumrin. Félagið heldur fundi alloft, eink- um meðan á þingi stendur. Með tíð og tíma má gera ráð fyrir, að félög með svipuðu fyrirkomulagi verði stofnuð í öðrum kjördæmum. Verður þá að sjálfsögðu náið sam- starf milli þeirra. Formaður f élags- ins er Hallgrímur Hallgrímsson sagnfræiðngur, ritari Metúsalem Stefánsson ráðunautur og gjald- keri Aðalsteinn Kristinsson fram- kvæmdarstjóri. Félagsmaður. ----o--- Frá útlöndum. Bretar hafa sent aðalflotadeild sína til Miðjarðarhafsins. Á hún að hafa bækistöð sína í Malta fram- vegis. Italir þykjast ætla að auka flota sinn að miklum mun. — Breska stjórnin hefir ákveð- ið að hætta við byggingu flota- stöðvar í Singapore. þessi ákvörð- un hefir vakið mikla gremju í Ástralíu og öðrum nýlendum Breta þar syðra. Flotastöðin átti að vera miðpúnktur í hervömum hins breska ríkis í suðurhöfum, og var bersýnilega ætluð til varna gegn Japönum. En nú er búist við því, að ekki verði mikið úr herskipa- smíðum í Japan fyrst um sinn, eft- ir hörmungar þær, sem dundu yfir landið á síðasta hausti. — Mikið uppþot hefir orðið í löndum Múhameðstrúarmanna út af því, að Tyrkjastjórn hefir rek- ið kalífann af landi burt. Kalífinn er einskonar páfi trúarbræðra sinna og bæði Egiptar og Indverj- ar heimta að hann komi til sín og taki sér þar bústað. Hann flýði til Sviss og dvelur þar fyrst um sinn. Talið er líklegt, að Bretar muni endurreisa vald hans í Austurlönd- um, og búast má við, að úr þessu verði fullur fjandskapur milli Tyrkja og trúarbræðra þeirra í Asíu og Afríku, sem eru undir stjórn Breta. Málshöfðunin gegn Luden- dorf og félögum hans fyrir upp- reisnartilraunir hefir orðið skrípa- leikur einn. Almenningsálitið í þýskalandi hefir sýknað þá félaga, og fyrir réttinum hafa þeir hegð- að séi’, sem þeir væru kærendur fremur en sakborningar. — Venizelos forsætisráðherra Grikklands hefir nú lagt niður völd sín og dregið sig út úr stjórnmála- lífinu. Orsökin til þess mun vera sú, að lýðveldissinnar hafa eflst mjög á Grikklandi og ráða þar lög- um og lofum, en Venizelos taldi konungsstjórn heppilegri. Venizelos er hinn eiginlegi höf- undur hins núverandi gríska ríkis, og hefir hann verið talinn einn af slyngustu stjórnmálamönnum síð- ari tíma. Hann kom Krít undir Grikkland, stofnaði „Balkansam- bandið“ 1912, sem barði á Tyrkj- um, og jók ríki Grikkja. Hann átti síðar þátt í að reka Konstantín konung úr landi og koma Grikkjum í stríðið með Bandamönnum. Hann var fulltrúi Grikkja á friðarþing- inu og fékk því áorkað, að Grikkir eignuðust þrakíu, Egeifseyjar og Smyrna. 1920 var honum hrundið frá stjórn og Konstantín kom heim aftur. því fylgdi svo ófriður við Tyrki og hinar hræðilegu ófar- ir Grikkja, sundrung og óeirðir innanlands. þegar alt var komið í mesta óefni, var Venizelos beðinn að koma heim aftur og taka við stjórninni, og svo gerði hann. En nú var við ramman reip að draga, því landið var örmagna af langvar- andi ófriði og þjóðin búin að missa kjarkinn. þó fékk Venizelos komið á ró í landinu og samið frið við Tyrki, en lengi auðnaðist honum ekki að vinna fyrir fósturjörð sína. Lýðveldissinnar hófu byltingu gegn konungsstjórninni, og þessi bylting hefir líka hrundið Venize- los úr völdum, hvað sem nú tekur við á Grikklandi. það er einkenni- legt að athuga, að í hvert sinn sem Venizelos hefir komist til valda, hefir hann aukið veg og völd Grikklands, en þegar honum hefir verið hrundið úr völdum, hefir jafnan einhver ógæfa dunið yfir landið, og svo hafa menn oftast orðið sammála um það á eftir, að alt mundi hafa farið vel, ef ráðum hans hefði verið hlýtt. En það virð- ist ekki vera auðvelt að stjóma Grikkjum, og sjálfsagt hefir Venizelos fengið marga óvini sök- um ráðríkis síns, því það hafði hann til að bera í ríkulegum mæli, eins og flestir aðrir miklir stjórn- málamenn. H.f. Jón Sigmundsson & Co. Millnr og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Áreiðanlegur ungur maður, sem hefir bæði bóklega og verklega þekkingu í búnaði og nokkurra ára reynslu í að stjórna búskap, óskar eftir ráðsmannsstöðu á góðu sveita heimili á næsta sumri. Svar merkt „ráðsmaður" sendist — ásamt launatilboði — afgreiðslu blaðsins fyrir 25. apríl. — Danastjórn hefir orðið fyrir ákaflega hörðum árásum í þinginu vegna afskifta sinna af viðskifta- málum Dana. Jafnaðarmenn heimta að gerðar séu ráðstafanir til að hækka gengi dönsku krón- unnar og að innflutningur á erlend um iðnaðarvarningi sé takmarkað- ur. Kosningar til Ríkisþingsins eiga að fara fram í maí næstkom- andi, og er alment búist við því, að stjórnarflokkarnir muni tapa nokkrum þingsætum, og er ekki ósennilegt að jafnaðarmenn myndi þá stjórn með tilstyrk „radíkala“ flokksins. Einn af hinum gömlu leiðtogum þeirra „radíkölu“, Ed- vard Brandes, hefir nýlega skrifað nokkrar greinar í „Politiken“ móti samvinnu þeirra við jafnaðai’- menn, en flokkurinn virðist vera honum algerlega andvígur í þessu máli. — I ríkinu Costa Rica í Mið- Ameríku hafa nú undanfarið geng- ið miklir jarðskjálftar, sem hafa valdið afarmiklu tjóni. -----o----- Innflutningshöft. Atvinnumála- ráðheria hefir í samráði við Al- þingi gefið út reglugerð sem bann- ar innflutning á öllum þeim vöru- tegundum, sem taldar eru upp í haftafrv. á Alþingi og getið er á öðrum stað í blaðinu. Gildir bann- ið frá í gær um allar vörur sem þá eru ekki komnar áleiðis til lands- ins. Er þetta gert til þess að hindra, að hert sé á innflutningi vara þessara meðan verið er að ræða málið. Gildir bann þetta á meðan. Sendiherrann. Á laugardaginn var birtist í Morgunblaðinu löng ritstjórnargr. um sendiherrann. Er lagst þunglega gegn þeim tilraun- um sem gerðar eru á þingi til að fá embættið afnumið á einn eða annan hátt. þannig er hann þá „tónninn" í aðalmálgagni Ihalds- ins. Embætti. Síra Helgi Árnason á Kvíabekk hefir fengið lausn frá embætti. þórhallur læknir Jóhann- esson á þórshöfn er skipaður læknir í Önundarfirði og Ámi lækn ir Helgason í Grenivík er skipaður læknir á Patreksfirði. Skipströnd. Frönsk skúta strand- aði í Öræfum nýlega. Einn skip- verja dó af meiðslum en hinir björguðust. — Um miðja þessa viku strandaði við Stafnestanga kútter „Sigríður", eign dánarbús Th. Thorsteinssonar. Menn björg- uðust allir. Látinn er 8. þ. m. Guðmundur þorsteinsson héraðslæknir í Borg- arfirði eystra. Var hann sonur þorsteins heitins Guðmundssonar yfirfiskimatsmanns hér í bænum, maður á besta aldri. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta h/f. CttOGOOOBJOCp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.