Tíminn - 15.03.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.03.1924, Blaðsíða 3
T I M I N N 43 Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin i Keykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eílið íslenskan iðnað. Biðjið um ,Smára‘-smjörlíkið. fleiri. Svona smíða ekki aðrir en útfarnir — listamenn. Gróa á Leiti hefði mátt vera stolt af þessari setningu. En líkum perlum er víða stráð. Og þá er ekki verið að dylja lesendurna þess, hvers vegna þorv. segir ekki frá þessu. „Enginn vafi er á, að þ. Th. hefir brostið kjark til að segja hið sanna um þetta. Mægðirnar við biskup landsins með sex krossa hafa glapið honum sýn, svo að hann gleymir því eina lífsafkvæmi, sem hann eignaðist og náði fullorðinsaldri“. þetta segir höf. þó að hann viti, að vinafólk þorv. hafði með leyfi hans ættleitt þessa dóttur hans. Hitt má vera, að hann viti ekki, að kært var með þeim feðginum eftir sem áður, hún heimagangur í húsi hans, þegar hún dvaldi svo nær, og ekki veit eg betur en að hann kostaði legu henn ar á berklahælinu í Vaðlafirði. I seinustu orðum höf. heyrist líkt og hlakk yfir hörmum þorvalds, er misti báðar dætur sínar ungar. En þetta er ekki verra en svo margt annað, svo sem það, að gefa í skyn, að þorv. hafi „ekki elskað vísindastarf sitt á nógu óeigin- gjarnan hátt“; að honum hafi „fundist sjálfstæðisviðleitni Is- lendinga spilla fyrir sér með danska styrki“, og „hagsmunir landsins og sæmd þess dæmd eftir því, hvað íslendingi, sem býr er- lendis, kemur best í lífsbaráttu sinni þar“. þetta er sagt um mann, sem höf. veit vel, að alla æfi hélt sér fyrir utan stjórnmál, var þar frá æskualdri jafnan samur við sig, gerði aldrei tilraun til að nota þau sér til fjár né virðingar, en unni svo einlæglega ættjörð sinni, að hann gaf henni alla æfi sína, fjör og fé. Viðleitni höf. til að ýfa hug manna gegn þorv. gengur svo langt, að óánægjuorð, sem þorv. beinir ekki að neinum sérstökum manni, þau grípur höf. feginshendi og beinir þeim þegar að nafn- greindum mönnum, eins og sagt er um Kristínu Gottsveinskonu, að hún kallaði upp úr Jónsbókarlestr- inum: „þetta átt þú, Gottsveinn! þetta eigið þið, krakkar!“ Og höf. hæfir ekki markið betur en hún. Hann hefir jafnvel sérstaklega orð á því, að þorv. minnist ekki á Skúla bróður sinn, og eignar það kala til hans út úr stjórnmálum. Bróðernið er ekki friðheilagt. Og þá er ekki von að vináttan sé það. þeir þorv. og Ögmundur Sigurðsson voru aldavinir frá því er þeir könnuðu fjöllin saman. þorv. er mjög fá- orður um könnunarferðir þær í Minningabók sinni, af því að hann hefir áður ritað um þær stóra bók, og vísar hann til hennar. þar talar hann oft um Ögm. og jafnan sem félaga sinn og fóstbróður, stund- um með hreinni aðdáun, telur hann „óviöjaínanlegan“ förunaut. Samá er hijóöið í Ögm. þegar hann minnist á þorv., og jafnan skrifuð- ust þeir á upp frá því, meðan þorv. lifði. Á þessa vináttu gerir höf. mjög lævíslega árás. Með miklum fagurgala við Ögm. vekur hann máls á því, að þorv. nefni hann varla á nafn í bók sinni, þar sem hann talar um ferðir sínar, „og á slík hóflaus eigingirni vart sinn líka“, segir hann. „Helst er að sjá sem hann meti Ögm. sem heppileg- an hestasvein og eldamann sinn“. þessai' líkur dregur hann senni- lega af því, að í bókinni eru tvær myndir af Ögm. Á annari standa þeir þorv. báðir ferðbúnir hjá hestum sínum, en á hinni er Ögm. að hita á katlinum í tjaldi þeirra. Með þessu ætlar höf. að reyna að koma inn hjá Ögm. tortrygni og kala gegn vini hans látnum. Auk þess veit hann að Ögm. er manna vinsælastur, á vini og lærisveina um alt land, sem mundi stórlega sáma, ef Ögmundur væri lítilsvirt- ur eða gert rangt til á nokkurn hátt. það væri ekki ónýtt, ef tak- ast mætti að espa þá alla upp á móti þorv. Eg get fullvissað höf. um, að Ögm. bítur ekki á þenna krók, hvað sem aðrir gera. Eg kenni í brjósti um höf. að hafa gert þessa tilraun. Að lyktum hælist höf. um, að nú hafi hann sannað öll illmæli sín um þorv. með ærnum rökum. Sínum augum lítur hver á silfrið. Mér finst hann ekkert þeirra hafa sann- að með allri sinni vitnaleiðslu, ekk- ert annað en einlægan áhuga sinn að sverta minningu þorv., og að hann sjálfur sé varla vitnisfær, er hann ritar um mann, sem hon- um er illa við eða hefir tekið fyrir að ófrægja. Hann býst við, að ein- stökum gömlum vinum þorv. kunni að sárna myndin, sem hann hefir dregið upp af honum, en meiri ástæða er til, að góðkunningjum sjálfs hans sárni hún, ef þeir vissu hver hann væri. Eg er ekki hrædd- ur um orðstxr þorv. fyrir honum. þorv. hefir reist sér minnisvarða með æfistarfi sínu og eríðaskrá, sem lengi mun standa. þessi níð- stöng, sem höf. hefir reist við hlið- ina á honum, fúnar brátt og gleym- ist; og jafnvel meðan hún hangir uppi, getur hún engum skugga varpað á hann; hún er að því leyti eins og stærðfræðislína, ekkert nema lengdin. Verst er að einhver ókunnugur getur bent á hana til vitnis um þakklæti íslensku þjóð- arinnar við einn sinn besta son, sem var og verður henni til gagns og sæmdar, lífs og liðinn. Höf. hefði átt að hengja nafn sitt á toppinn, til þess að láta verkið lofa meistarann einan. Magnús Helgason. ---o--- AlþingL Efri deild. Sú tillaga eins Framsóknax- manns að leggja niður embætti Bjarna frá Vogi við háskólann, varð seig undir tönn fyrir íhaldið. Var mælt fyrir tillögunni á þann veg: Bjami var rekinn frá menta- skólanum fyrir hér um bil 20 ár- um, mest af pólitiskum ástæðum. Hann þótti þá einna bestur kennari við skólann. Var að vísu ekki alveg reglumaður. En því broti ekki hegnt annarsstaðar.Miklir drykkju menn hafi óátalið verið sýslumenn, prestar, læknar, kennarar, bóka- verðir etc. og landsstjórnin látið þá í friði. Vegna þessa ranglætis gagnvart Bjarna hafi verið stofn- að handa honum embætti við há- skólann, óþarft að vísu, en tilraun að bæta úr fomu misrétti. Nú mætti bæta að fullu gamalt rang- læti og eyðslu. Leggja niður alveg starf Bjarna við háskólann, þar sem hans var aldrei þörf, en færa hann að mentaskólanum, þar sem hann hefði átt að vera. þar væi'u v:m syndara, inn í hjartafylgsni þorv. þau standa öll opin fyrir honum. Og þar er ekki þokkalegt um að litast. þar ægir saman eig- ingimi, di’ambi, eftirsókn danskra bitlinga, táldrægni, ræktarleysi, ósannsögli, hugleysi og ást á Péti’i biskupi. þarna rekur svo höf. ræt- ur syndanna, svo að þær sýni sig 1 allri þeirra viðurstygð. Skaði, að þorv. komst ekki liíandi undir ag- andi hönd þessa vandlætara og sjálfskapaða skriftafööur. þegar höf. hefir gengið svona rækilega frá að sýna þorvalds innri mann, þá er vorkunn, þó að hann taki sér létt að sanna aðra eins smámuni og það, að þorv. hafi ekki borið neitt skynbragð á skáldskap og fagrar listir. Hann telur það svona hér um bil ekki hugsanlegt, af því, að þorv. hitti einu sinni á ferðalagi Henrik Ib- sen og segir, að sér hafi þótt hann líkastur „efnuðum, velmetnum síldarkaupmanni bæði að útliti, í framgöngu og tali“. Höf. orðar þetta svo, að þorv. „sjái ekkert annað en þetta í manni eins og H. I.“. Ef einhver skyldi nú samt ekki alveg sannfærast af þessum rök- um, heldur hann að „nægi að minna á, með hve mikilli hrifn- ingu þorv. talar um reyfarahöf- undinn Haggard“. þorv. nefnir einu sinni í bók sinni, í mjög lítið skáldlegu sambandi, „hinn fræga enska skáldsagnahöfund Itider Haggard“. þetta er öll hrifningin. Fi-ægur er vitanlega sama sem al- kunnur og gefur það orð ekki minstu bendingu um, að þorv. hafi svo mikið sem litið í nokkra bók eftir manninn. Úr þessu gerir höf. stórmikla hrifningu af skáldskap mannsins. Eg gæti vel sagt: Hinn frægi Lyga-Mörður, en heldur þætti mér skjóta skökku við, ef því væri snúið á þann veg, að eg væri stórhrifinn af rógi hans. — Höf. talar um þriðju sönnunina, en við hana kannast eg ekki neitt, og býst við, að hún sé af sama sauða- húsinu. I síðasta kaflanum víkur höf. að einkamálum þorv. þar getur hann þess, að hann hafi átt dóttur, áð- ur en hann kvæntist, með stúlku á Möðruvöllum. Nú er ekki víst, að steinarnir verði svo margir né þungir, sem á hann falla fyrir það; því bætir höf. þessari setningu við: „sem taldi sig vænta eiginorðs, þótt svo yrði ekki“. það er ekki úf- inn á þessum orðum, sauðmeinleys- isleg, nærri því hjartnæm. En með þeim er því laumað inn í hug lesend anna, að þorv. hafi tælt stúlkuna í trygðum, og þá má vænta, að steinamir verði bæði þyngri og er ágætt stjórnarform, ef besti maður landsins fer með valdið. Stundum er það, en sjaldan. þess vegna hafa nálega allar mentaðar þjóðir horfið frá einveldisforminu. Borgararnir vilja sjálfir ráða og geta skift um sína stjórnarfor- menn heldur en afhenda valdið skilyrðislaust einhverjum manni svo að segja æfilangt. Enginn vafi er á, að stjómin yrði sérstaklega miklu veikari, ef ráðherra yrði aðeins einn. Störf slíks manns yrðu tvennskonar: Að fara með stjórnarvaldið inn á við, vera athugull og gerhygginn um þarfir og kröfur þjóðarinnar, og að halda uppi risnu og koma fram fyrir landsins hönd út á við. Mjög sjaldan eru þessir eiginleikar sam- einaðir í einum manni. Til risnu- starfanna út á við nægja oft yfir- borðsmenn, og þykja enda æskileg- ir í þá stöðu. Til að stjórna land- inu þarf sterka menn, starfsama og viljagóða, sem eru kunnugir landsháttum og þörfum almenn- ings í landinu. Ef ráðherra væri aðeins einn, yrði langoftast að taka tillit við valið til þeirrar hlið- ar, sem í sjálfu sér er miklu þýð- ingamxinni. En stei'kir athafna- menn, sem lítt hefðu sig í frammi í veislulífinu eða krossaleitinni, kæmu ekki til greina. Enginn vafi er á því, að ef einhver lögfræðing- urinn hefði verið einn ráðherra á árunum 1916—19, hefði engin landsverslun verið rekin, sem gagn var að, til að bjarga almenningi frá hungri og dýrtíð. Til að skilja þá þörf þjóðarinnar þurfti ráð- herra, sem var kunnugur sjálfs- bjargarviðleitni borgaranna og hafði tekið þátt í baráttu þeirri sjálfur. Slíka menn þarf að fá í stjórn landsins. Framkvæmdar- þrekið og hagkvæmdin sýnist alt of oft þverra við langa skólagöngu og innilokun í skrifstofum kaup- túnanna. Hin fyrirhugaða breyting, sem meiri hlutinn leggur til, myndi veikja stjórnina/veikja áhrif þings og kjósenda á stjórnarstarfið, draga úr ábyrgð stjói'narinnar gagnvart þjóðinni, en festa og tryggja embættisvaldið í höfuð- staðnum. Frá sjónarmiði þeirra, sem álíta að stjórn borgara lands- ins sé hollai’i þjóðfélaginu heldur en fámenningsvald ábyrgðarlausra og óafsetjanlegi’a fastra embættis- manna, hlýtur því að vera sjálf- sögð skylda að vinna af alefli móti slíkri breytingu. Sama eðlis og engu heppilegri er sú tillaga meiri hlutans, að lengja kjörtímabilið úr 4 í 6 og 8 í 12 ár. þetta er lengra kjörtímabil heldur en tíðkast hjá grannþjóðunum, og myndi vera sérstaklega óheppilegt hér á landi. I fyrsta lagi er það mjög óþægi- legt og tæplega viðeigandi, að hin- ir landskjöi’nu þingmenn taki sér sjálfir vald til að framlengja kjörtíma sinn um mörg ár. það er að misnota í eigin hagsmunaskyni trúnað fulltrúastarfsins. I öðru lagi eru 12 ár undir öllum kring- umstæðum óhæfilega langur kjör- tími. Afstaða manna til málefna breytist á skemri tíma svo mjög, að í mörgum tilfellum myndu kjós- endur fegnir vilja skifta um eftir skemri reynslutíma. Á þetta sér- staklega við þá, sem eru kosnir ut- an flokka eða vegna dægurflugu- máls. Sama gildir í sjálfu sér um kjördæmakosningar. Ástandið í landinu tekur svo miklum breyt- ingum ár frá ári, að langt kjör- tímabil getur verið hættulegt fyrir almenna hagsmuni. Gerum ráð fyr- ir, að haustið 1923 hefði verið kos- ið til 6 ára. Litlu síðar kemur upp eitthvert hagsmunamál vissrar stéttar, t. d. kjöttollurinn í Noregi, sem snertir helming þjóðarinnar stórkostlega mikið. Gerum enn- fremur ráð fyrir, að meiri hluti þings vildi ekki leysa málið í sam- ræmi við þarfir og óskir bænd- anna. Svo líða sex ár. Með hverju ári versnar ástandið í sveitinni, hallærið færist nær. En kjósendur geta ekki skift um, þó að líf hálfr- ar þjóðarinnar liggi við. Allir sjá, hvílík hætta liggur í fyrir kjósend- ur að afhenda valdið þannig til langs tíma. Ef þingmennimir vita, að ekki líða nema 4 ár milli reikningsskila,hafa þeir hita í hald- inu með frammistöðu sína. Kostnaðurinn fyrir landssjóð og kjósendur yfirleitt er ekki sérlega mikill við hverjar kosningar. Frá því sjónarmiði er engin ástæða til að breyta. Kjósendur hafa heldur alls ekki óskað eftir, sem varla er von, að vera þannig sviftir valdi því, sem þeim ber. ísland er eitt af hinum ungu i'íkj um í Norðurálfu. Fyrstu árin sem landið var sjálfstætt ríki, var þjóð- in eins og í vímu, ölvuð af upp- gangi stríðsáranna. Gömlu flokk- arnir vonx að liðast í sundur. Nýir flokkar eru að myndast í samræmi við breyttar kringumstæður. Marg ir kjósendur standa enn á vega- mótum að átta sig á hinum nýju viðfangsefnum. Ef sex og tólf ár líða milli kosninga, er hætt við að áhuginn dofni, lognmolla færist yfir kjósendur. En nú liggur þjóð- inni einmitt lífið á að vaka, fylgj- ast með og skilja, hvert stefnir með viðburði félagsmálanna. Kosn- ein 4 embætti, sem fjárlaganefnd Nd. og undanfarnar stjórnir hafa búið til. Mætti rýma manni úr einu þeirra og nota svo kensluhæfi- leika Bjarna. J . M., Jóh. Jóh. og sr. Eggert stóðu upp til að verja embætti Bj arna. Presturinn vitn- aði um það, að engin pólitík hafi ráðið um frávikningu Bjarna. Um hitt þagði hann, hversvegna öðr- um vínmönnum var þá hlíft. Jóh. Jóh. var æstur út af því, að J. J. hafði gefið í skyn, að ástæða hefði verið til að skifta um lækni á Seyðisfirði. Myndi hann varla hafa verið of bindindissamur, og minti á það, er þessi læknir hefði í haust liggjandi í rúminu gefið út hin fi’ægu vottorð um, að yfir 30 af kjósendum Jóh. væra svo sjúkir, að þeir kæmust ekki út. Aðalvörn- in lenti á J. M. Kom í ljós, að hann hafði vei’ið með embætti Bjama frá upphafi, og var því ekki líkleg- ur til að vilja leggja það niður. Svo mjög þótti íhaldsflokknum það koma við samviskuna að leggja niður grískuna, að hann feldi mál- ið við fyrstu umræðu og frá nefnd. þessir sögðu nei: B. Kr., Ingibjörg, Jóh. Jóh., Jóhann úr Eyjum, H. St., J. M., sr. Eggert, Hjörtur og Sig. Egg. Já sögðu Framsóknarmenn fimm. Liðsmenn Bjarna voru mjög glaðir, er íhaldið hafði þann- ig bjargað honum. Sjá að grísk- unni muni varla hætta búin á þessu kjörtímabili. Jafnvel vafasamt eft- ir þingsköpunum, hvort aftur má bera upp niðurlagningu grískunn- ar í vetur í Ed. Næsta átakamál í Ed. var um prentun þingtíðindanna. Ihalds- flokkurinn í Ed. og Hjörtur bára fram frv. um að skera niður ræðu- partinn. Af hálfu íhaldsins töluðu Jón og Ingibjörg, en á móti Sig. Egg. og J. J. Taldi Jón sér ganga sparnað til, og nefndi þrjár til- raunir, sem áður hefðu verið gerð- ar í sömu átt síðan 1909. Spamað- inn hugði hann 20 þús. Sig. Egg. færði fram hin almennu mótrök. Ekki mætti loka þinginu. þingtíð- indin væru sjálfsagt og óhjákvæmi legt uppeldismeðal fyrir þjóðina, og nefndi dæmi um áhuga greindra manna út um land að fylgjast með gangi málanna með lestri þingtíð- inda. J. J. sannaði, að hinar und- angengnu tilraunir að drepa þing- tíðindin hefðu vei'ið lítið frækileg- ar. 1 fyrsta skifti þáttur í prent- smiðjustyrjöld. I annað skifti til- raun að loka alþingi, framkvæmd af manni, sem hefði verið búinn að spi’engja sinn flokk, og verið pólitískt í andarslitrum. 1 þriðja sinn af manni, sem var lítill þing- skörungur og gat vel unað, að kjós- ingar með fárra ára millibili eru vakningarviðburður fyrir mikinn hluta þjóðarinnar, verulegur og þýðingarmikill þáttur í stjóm- málalegu uppeldi hennar. Kjósendur hafa ekki beðið um langt kjörtímabil. Munu enn síður óska þess eftir því sem þeir hugsa meira um afleiðingarnar. Dugandi þingmenn þurfa heldur ekki að æskja eftir þeirri breytingu. þeim er ljúft að leggja gerðir sínar und- ir dóm stuðningsmanna sinna. En lélegir og ótrúir verkamenn í vín- garði þjóðmálanna, ef slíkir menn eru til, hafa ástæðu til að óska eft- ir löngu kjörtímabili. Reiknings- skilin eru þá sjaldan og aðhald kjósenda ekki eins og bx*ugðið sverð yfir höfði þeirra. Af framanskráðu leiðir það, að lögð er frá hálfu okkar Framsókn- armanna í efri deild hin mesta áhersla á að leysa málið á þann hátt, sem til spamaðar horfir og þjóðin æskir eftir: Að gera mögu- legt, að þing verði aðeins haldið annaðhvert ár, nema þegar sér- staklega stendur á. En til að ná þessu takmarki er lagt til að fella úr frv. á þskj. 21 alla „fleyga“, allar aðrar breytingar. Reynslan frá í fyrra sýnir, að allar umbúðir af því tægi eru hættulegar málinu. Jónas Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.