Tíminn - 12.04.1924, Side 3
T I M I N N
59
Alfa-
Laval
skilviudur
reynast best.
Pantanir annast kaupfé-
lög út um land, og
Samband ísL samv.íélaga.
Ziand'búnaðarvjelar
höíum við fyrirliggjandi: Plóga, Herfi, Porardælur o. fi. — Verðið
mun lægra en núverandi verksmiðjuverð. Vjelarnar eru til sýnis hjer
á staðnum.
Mjólkurfjelag Reykjavíkur.
Tímans aS sanna að þeir Morgun-
blaðsritstjórarnir verði að bera
helstu greinarnar í blaðinu undir
hina dönsku eigendur blaðsins. Svo
er nú það og að vísu er ritstj. Tím-
ans allkunnugur af afspurn heimil-
isbragnum á bænum þeim og hefir
sannar fregnir um þetta. En lægi
ekki nær fyrir ritstjóra Morgun-
blaðsins sjálfa að afsanna þetta
með yfirlýsing sinni og eigend-
anna, treystu þeir sér til þess? því
að auðséð er að þeim þykir ilt und-
ir að búa þessum orðrómi. Er það
vottur um að einhverjar leifar
sómatilfinningar eru eftir hjá rit-
stjórunum. En því voru þeir þá að
ganga á mála hjá þessum dönsku
kaupmönnum, úr því þeim þykir
svo slæmt að vera við þá orðaðir?
-o-
Nýja stjórnin. Dönsku blöðin
ræða mjög um stjórnarskiftin
Eins og oft áður kemur þar fram
hvtr vitleysan annan hlægilegri.
Eitt helsta Kaupmannahafnar
blaðanna, Nationaltidende, segir
meðal annars svo frá 23. f. m.:
Sigurður Eggerz sagði af sér af
þeirri ástæðu „að hann gat ekki
komið sparnaðarfrumvörpum sín-
um fram á Alþingi". — Jón Magn-
ússon er „hinn sjálfsagð’i foringi
fhaldsflokksins og hefir hin mestu
áhrif á fslandi". Síðan J. M. var
ráðherra síðast hefir hann „lagt
hina mestu stund á lögfræðileg vís-
indi“.- -— Jón þorláksson „hefir
einnig verið ráðherra áður“. Var
áður forstjóri vegamálanna á ís-
landi og „kom þeim í hið ágætasta
horf“. — Loks er minst á að Magn-
ús Guðmundsson hafi áður verið
ráðherra, „og var þá nokkrum
sinnum dómsmálaráðherra". Sé
það alkunnugt að M. G. sé mikill
Danavinur. Hafi það margsinnis
komið í ljós við konungskomuna
1921. „pá tók M. G. mikinn þátt
í allri viðhöfninni og öllum viðtök-
ið hófst. Tökum dæmi af því, að
A. tæki 1000 kr. íslenskar að láni
hjá B., nú á þessu ári (1924), og
það sé í samningum, að hann end-
urgreiði höfuðstólinn í einu lagi
árið 1930. Setjum svo, að þá verði
búið að koma krónunni í ákvæðis-
verð móti gulli. þá greiðir A., ef
ekki er annað tilskilið, 1000 gull-
krónur fyrir þær 550 gullkrónur
(1000 pappírskrónur), sem hann
fékk að láni, eða c. 82% af höfuð-
stólnum í uppbót á hann. Ekki vex
réttlætið í heiminum við slíka ráð-
stöfun, enda eru ekki líkur til, að
nokkurt fjármálaskipulag þoli
slíka áraun, né heldur að fram
verði haldið þessa braut, þegar
sýnilegt er, að hverju ber, og hve
vanhugsuð sú „réttarbót" er, sem
menn hyggjast gera með gengis-
hækkuninni.
pá ber að athuga það í sam-
bandi við allar ráðstafanir, sem
gerðar kynnu að vera til gengis-
hækkunar, að festi menn traust á
áhrifum þeirra ráðstafana, þá fer
eigi hjá, að spekulerað verði í
þeirri gengishækkun. — Einn sér
öðrum betur, að með síhækkandi
gengi er hagsmunavon í því, að
verja eignum sínum í peninga eða
verðbréf, og bíða verðgildishækk-
unar á þeim. Hinir bera hallann,
sem láta leiðast til að kaupa af
honum þær eignir, sem gengis-
hækkunin hefir ekki raunveruleg
áhrif á, eins og t. d. fasteignir, bú-
fénað, skip, áhöld o. s. frv. — I
stuttu máli: þær eignir, sem fram-
leiðslan grundvallast á. það er því
í meira lagi ísjárvert, ef allar stað-
ráðnar og vísvitandi ráðstafanir til
gengishækkunar leiða óhjákvæmi-
* lega til þess, að allir hagsýnir
unum“ (da spillede M. G. en stor
Rolle i alle Ceremonierne og i hele
Modtagelsen).
Innflutningshöftin. Dönsku blöð-
in ræða mjög um innflutnings-
haftareglugerðina sem Klemens
Jónsson gaf út áður en hann sagði
af sér. Lúka þau hinu mesta lofs-
orði á hana. Telja að beri vott um
mikla stefnufestu hjá íslending-
um að ráða bót á fjárhagsvandræð
unum. Væri betur að svo reyndist
að þetta væri ekki oflof. En því
miður er óséð enn hve lengi rögg-
samleg innflutningshöft fá að
standa. Ihaldið hefir ekki enn látið
í ljós hvað það vill í málinu. Minni
hluti fjárhagsnefndar Nd., Fram-
sóknarmennirnir, hefir að vísu skil-
að áliti sínu, og fylgir málinu fast.
En frá meiri hlutanum, Ihalds-
mönnum, hefir ekkert heyrst enn.
-----o----
Tuennskonar sonniidi.
i.
Út af æfisögu p. Th. hafa mynd-
ast um skapgerð þessa manns
mjög mismunandi skoðanir. Einn
maður, sem þekti hann töluvert,
og var honum þar að auki eitthvað
venslaður, hefir hafið lundarfar
p. Th. til skýjanna engu síður en
vinnubrögð hans. Dr. H. P., sem
þekti p. Th. mikið, hefir gagn-
stæða sögu að segja. I Mbl. í gær
kemst dr. H. P. svo að orði:
„En aðalárangurinn af mínum
stórkostlegu uppgötvunum í jarð-
fræði íslands var megnt og skað-
vænt hatur merks manns, sem
starfað hafði að rannsóknum á
landinu á undan mér“.
‘ Dómur sá, er feldur hefir verið
hér í þessu blaði um p. Th„ er sá,
að af verkum hans í þágu íslenskr-
ar jarðfræði verði að telja hann
mjög merkan mann, eins og dr.
H. P. gerir líka í hinum tilfærðu
orðum. En á hinn bóginn sýni þó
æfisaga hans, að veruleg lýti hafi
menn forðist að festa fé sitt í þeim
eignum, sem era undirstaða fram-
leiðslunnar í landinu — eða þá
hins, að þeir losa sig við þær, í
þeirra hendur, sem að öllum líkind-
um eru verr færir um að gera þær
arðberandi, og sennilega byrja á að
borga þær alt of miklu verði.
Ef til vill kemur hagsmunavið-
leitnin svo jafnt fram, að allir
vilja selja, en engir kaupa, en nið-
urstaða þess verður engu betri, því
sá hugsunarháttur stefnir til
fullrar kyrstöðu í atvinnulífinu eða
þá afturfarar.
þetta eru spár einar — illspár,
mun sagt verða. En því er miðui
að þetta lögmál um kaup og sölu
mun gera vart við sig í einni eða
annari mynd, ef menn á annað
borð mega festa traust á síhækk-
andi gengi og skilja afleiðingar
þess á verðgildi peninga. 'Og verði
samt sem áður streist eftir geng-
ishækkun, munu þessar spár ræt-
ast á eigi betri veg en svo, að mun
meira tapast en vinst við tilraun-
ina, fyrir hagsmuni heildarinnar,
en hið raunverulega takmark flýr
þeim mun harðara undan, sem fast
ara er sótt á eftir.
Nú get eg búist við, að ýmsir
líti svo á, að fyrir þessu máli séu
öll sund lokuð, þegar rökrétt hugs-
un hefir sýnt og sannað:
1. Að innköllun seðlanna, með
þeim skilyrðum, sem gera hana
mögulega (þ. e. vaxtahækkun og
lánatakmörkunum) yrði reiðarslag
fyrir allan atvinnurekstur, sem
lánsfé þarfnast, og myndi leiða til
atvinnuteppu og gjaldþrota.
2. Að jafnvel sparsemisdygðin
er tvíeggjað vopn í þessu máli, af
því henni hættir við að rýra tekj-
verið á skapgerð hans. Voru leidd
að því óhrekjandi rök með tilvitn-
unum í æfisöguna.
Hvernig má samrýma svo ólík-
ar skoðanir? Hefir sr. M. H. að
öllu leyti rangt fyrir sér, eða öllu
leyti rétt? Hefir dómur dr. H. P.
um „megnt og skaðlegt hatur“ þ.
Th., af því dr. H. P. gerir stórkost-
legar vísindalegar uppgötvanir, við
rök að styðjast eða eigi?
Mín skoðun er sú, að hér sé um
tvennskonar sannindi að ræða. Sr.
M. H. heldur fram um þ. Th. því,
sem kalla mætti útfararsannleika.
Dr. H. P. og þeir, sem af æfisög-
unni hafa komist að sömu niður-
stöðu og hann með langri við-
kynningu, halda fram reynslu-
fengnum sannleika.
urnar (framleiðsluna) eigi síður en
gjöldin.
3. Að viðvarandi gengishækkun
leiðir ýmist til kyrstöðu í atvinnu-
lífinu eða óheillavænlegra eigna-
byltinga, en tryggir þó engan veg-
inn, að þeim verði bættur hallinn,
sem á sínum tíma biðu tjón við
gengisfallið. Hitt aftur víst, að við
þá breytingu græða nýir lánar-
drotnar alveg óverðskuldað, en ný-
ir skuldunautar tapa tilsvarandi,
án þess heldur að hafa til unnið, og
bilið vex þannig geipilega milli
ríkra og snauðía.
þegar nú svo blasir við með af-
leiðingar af viðvarandi gengis-
hækkun,*) liggur næst að athuga,
hvort ekki má sætta sig við orðinn
hlut, og jafnframt komast að raun
um, að tjónið af lággenginu sé alls
ekki eins mikið í viðskiftalegu til-
liti og sumir gera sér í hugarlund.
því verður auðvitað ekki á móti
borið, að peningar og vaxtafé yfir-
leitt hefir mist mikið af verðgildi
sínu við verðfall krónunnar. En
það tap er þegar orðið, og þarf
ekki að verða meira, ef við því má
sporna, að verðfall krónunnar auk-
ist. En fáist festa í gengið, skiftir
ekki svo miklu máli, hvort það er
hátt eða lágt, að nokkur réttlæting
verði fyrir því fundin, að stofna til
fjármunalegrar byltingar hjá þjóð
inni, en um leið til kyrstöðu í at-
vinnu- og framkvæmdalífi hennar
*) Eg hefi áöur leitt athygli að því,
að þessar afleiðingar eru í órjúfan-
legu sambandi við vísvitandi gengis-
hækkun, sem menn vita fyrir. Um
óbein áhrif af tilviljandi hækkun verð-
ur aldrei spáð; en sennilega lendir
hagurinn i vasa spekúlanta.
Allir kannast við útfararsannind
in. Maður er nýlátinn. Ættingjar
eða vinir fá prest eða stundum ann
an mann til að kveðja hinn burt-
vikna. I þeirri ræðu er hinum dána
lýst þannig, að það sefi sorg vina
og vandamanna. Kostum hins
látna er lýst sem allra nákvæm-
legast. Um gallana er vandlega
þagað. Heildardómurinn um mann-
inn er bygður á nokkrum hluta af
hinum eðlilegu forsendum, þ. e.
þeim þáttum einum í lundarfari
mannsins, sem þykja verulega lof-
samlegir. Eftirmæli í ljóðum um
dána menn eru venjulega af sama
tægi. Eitt af mestu skáldum ís-
lendinga á 19. öld sagði í eftirmæli
um hversdagslegan prest á Norð-
urlandi:
fyrir þá sök. En til þess að geta
gert sér grein fyrir áhrifum mis-
munandi gengis á yfirstandandi
viðskifti, verður að leggja lág-
gengismælikvarðann á viðskifti
einstakra atvinnuvega, stétta og
ríkis.
það mun flestum geta orðið
skiljanlegt við litla umhugsun, að
fyrir framleiðendur skiftir það
ekki miklu, hvort gengið er hátt
eða lágt, ef það er fast. þá veldur
sjálf gengisstaðan litlu um niður-
stöðu atvinnunnar, því í reyndinni
ei*u bæði útfluttar og innfluttar
vörur okkar verðlagðar á grund-
velli útlendra peninga eða gulls,
enda þótt kaup og sölur kunni að
fara fram í ísl. peningum í orði. I
vöruviðskiftunum út á við skiftir
því ekki máli, hvort gengisstaða
okkar heima fyrir er hærri eða
lægri, þar eð hún er ekki lögð til
grundvallar viðskiftunum. Við fá-
um þá þeim mun fleiri ki'ónur ís-
lenskar fyrir okkar gjaldeyri, sem
krónan er lægri, en auðvitað þurf-
um við samtímis að borga sama
vörumagn frá útlöndum með fleiri
krónum, svo þetta mætist. Á hitt
má líta, að ef atvinnureksturinn
gefur tekjuafgang, sem varið er til
skuldaafborgunar innanlands, þá
er atvinnurekendum hagur að lág-
genginu, en sé tekjuhalli á at-
vinnunni, þá getur skaðinn orðið
tvöfaldur vegna lággengisins. það
er því hvatning til allra að láta at-
vinnuna „bera sig“.
Fyrir þá, sem á föstum launum
eru, svo og daglaunafólk o. fl., gild-
ir einu hvar gengið stöðvast, ef
laun þeirra miðast á einn eða ann-
an hátt við verðstuðul, eða verð-
lagsskrá lífsnauðsynja.
„Meðal sona móðurlands
mun þitt nafn með gyltum stöfum,
ljóma yfir gleymdum gröfum,
sveipað fögrum sigurkrans“.
Kvæðið er ort fyrir eitthvað 40
—50 árum. En þessi útfararlýsing
er ekki sannari en svo, að í sókn
þessa prests munu ekki vera nema
fáeinar gamlar manneskjur, sem
muna eftir þessum presti. Utan
prestakallsins þekkja engir hinn
ljómandi sigurkrans eða hina
gyltu frægðarstafi í nafni prests,
nema einhverjir af eftirkomendum
hans og lærðir ættfræðingar. Efni
vísunnar er þessvegna bláber út-
farai'sannleikur. Nú mega menn
ekki af þessu álykta, að þeir sem
lýsa dánum mönnum á þennan
einhliða hátt, viti ætíð eða geri sér
grein fyrir sjálfir, að þeir segi
nokkuð annað en heilagan sann-
leika. Venjan og þörfin hefir skap-
að þessa dóma. þeir eru miðaðir
við stund og stað. þeir stefna að
því að lina og sefa sorg þeirra eft-
irlifandi, sem við gröfina standa.
þeir eru að vissu leyti kveðnir upp
í mannúðarskyni. þeir eru samúð-
armerki veitt vandamönnum fram-
liðinna.
En um leið og líkfylgdin fer
heim frá jarðarförinni, og þegar
frá líður, myndu þeir, sem eftir
lifa og til þekkja.venjulega alt aðra
dóma dæma um hina látnu, heldur
en upp hafa verið kveðnir í hús-
kveðju, líkræðu eða erfiljóðum. þá
myndast hin varanlega reynslu-
bundna skoðun um manninn, dóm-
ur sem bygður er á öllum höfuð-
þáttum í eðli hans og verkum. það
er hinn endanlegi dómur. Útfarar-
sannindin hafa einkarétt við gröf-
ina og í munni náinna vensla-
manna. þar er tilhlýðilegt að svæfa
tilfinninguna um missi ættingja
eða venslamanna með fögrum orð-
um um „gylta stafi“, sem „ljóma
yfir gleymdum gröfum“ o. s. frv.
Mönnum, sem hafa þekt sr. M.
H. töluvert vel, hefir þótt koma
fram í skrifum hans um þ. Th. ný
og áður óþekt hlið á eðli hans. Hér
hefir þetta fyrirbrigði verið skýrt.
þá eru viðskifti ríkisins. Mestar
fullyrðingar hafa verið um það
hafðar, að ríkissjóður byði tjón af
lággenginu, einkum á vaxta-
greiðslum og skuldaafborgunum
til útlanda. En það er hin mesta
hugsunarvilla að svo sé, eða þurfi
að vera, ef ríkissjóðstekjumar
standa í svo eðlilegu sambandi við
peningagildið í landinu, að þær
stígi og falli með breytingum á
því, eins og t. d. verðlagsskrár-
verðið. Er þetta ein hin sjálfsagð-
asta krafa, sem gera verður til
skatta, og verður eigi með rökum
sagt, að skattabyrðin þyngist eða
léttist, þó tekjur ríkissjóðs vaxi
eða minki að krónutölu vegna
gengisbreytinga.
Nú hefir verið sýnt fram á, að
inn í landið koma þeim mun fleiri
krónur, sem peningagildið er
lægra, og hækki tekjur ríkissjóðs
að krónutölu í hlutfalli við það,
eins og eðlilegt væri, þá hefir
hann af þeim mun meiru að taka,
bæði til skuldagreiðslu utanlands
og- annars, svo engu skiftir um
gengið. Má og skýra þetta þann-
ig, að af verslunarframleiðslu okk-
ar heldur útlandið ákveðnum hluta
eftir, upp í vexti og skuldagreiðsl-
ur, alveg án tillits til gengis okkar
heima fyrir. Hitt skiftir aftur á
móti miklu, hvernig gengið er í
því landi, sem skuldin á að greið-
ast til. Fyrir lággengið, sem nú er
í Danmörku, er okkur t. d. mun
auðveldara að afborga skuldir þar
en í Englandi. Sama gildir um inn-
anlandslán ríkissjóðs. Væri það
endurgreitt nú, gæti það orðið
gert með lélegri (kaupmagns-
minni) peningum, en ríkissjóður
fékk að láni, því gengið hefir fallið