Tíminn - 19.04.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.04.1924, Blaðsíða 4
64 T 1 M I N N toll á margar vörutegundir, bar J. J. fram frv. um að leggja sama skatt á samskonar vörubirgðir í búðum. Taldi um tvent að gera: Annaðhvort að stjómin gerði ráð- stafanir til að halda niðri verði á >essum gömlu birgðum, svo að þær yrðu ekki hækkaðar x verði fyrir neytendur í skjóli við nýjar tollað- ar vörur, eða þá að tolla fyrirliggj- andi birgðir, svo að iandssjóður fengi tekjurnar. þriðja leiðin er að gera ekki neitt. þá græða glingur- salarnir og vefnaðarvörukaupmenn irnir mismuninn. Talið er, að einn línsali í Rvík eigi birgðir fyrir 800 þús. kr. og sumir af eigendum Mbl., hinir dönsku kaupmenn, eiga feiknabirgðir. Stjórnin hefir ekki í eitthvað hálfan mánuð haft tíma til að koma á fund til fjárhags- nefndar og segja endanlegt álit sitt. Lítur helst út fyi’ir, að stjórn- in sé ekki fíkin í þennan tekju- auka. Neðri deild. Fjárveitinganefnd flytur þings- ályktunartillögu um að skora á stjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um skatt á heiðursmerkjum. Eiga væntanlegar tekjur af slíkum skatti við það að miðast, að greidd ur verði kostnaður sá, sem orðið hefir og verður af Fálkaorðunni. Miklar umræður hafa orðið um frv. til laga úm að ákveða 8 stunda vinnutíma á skrifstofum ríkisins. þótti sumum of hart að gengið. Kom fram tillaga til rökstuddrar dagskrár um að vísa málinu til stjórnarinnar „í trausti þess“ að hún líti vel eftir í þessu efni. En við 2. umr. málsins var tillaga þessi feld, en frv. samþykt, þareð meiri hlutinn leit svo á, að því fylgdi meiri kraftur og áhersla. I annan stað er Nd. svo skipuð, að hún mun ekki samþykkja „traust“ í neinni mynd til stjómarinnar, því að víst er að stjómin er þar í full- komnum minni hluta. En við 3. umr. var málinu vísað til stjóm- arinnar „trausts“-laust. ----o-.—... „Islendingabók“. Síðastl. mið- vikudag segir Mbl. frá því, að „Is- lendingabók" hin nýja stúdent- anna, verði til sýnis í dag á Al- mikinn fjölda þýskra marka, eink- um sveitungar „bónda“. það er eigi furða, þó þessi maður hafi haft annað að gera en vefjast í kaup- félagsmálum og „samábyrgðar- flækjum“ nú í seinni tíð. það sýn- ist heldur gimilegra að geta ein- göngu snúið sér að því að ráðstafa þýsku peningunum. þar er ekki um „skuldafen" og „ábyrgðarflækjur“ að ræða, eða „almenningi í heilum héruðum sé steypt í fjái’hagslega glötun“. Meira villi samt „bóndi“ færast í fang en fást við þýsku mörkin. Hann vill nú snúa sér til löggjafanna og fá þá til þess að taka höndum saman og „hreint og beint afnema með lögum hina „al- ræmdu samábyrgð". það yrði ein- hver munur fyrir íslensku bænd- uma að lifa, ef þeir hefðu vit á að taka svona fallega hugsuðum bend- ingum. það væri heldur munur að losna við allar samábyrgðir og bera aðeins ábyrgð á sínum eigin skuldum, „og þar með gera ógildar þær skuldbindingar, sem þegar em inngengnar". — Já, þama koma bjargráðin. Með þessu móti mætti að líkindum losa landsmenn við mikinn part af kaupfélagsverslun og koma því til leiðar, að margur bóndinn, sem vel getur bjargast, yrði gerður ómögulegur. því ef efnaðri bændumir mættu ekki ljá þeim efnaminni þá hjálp og þann stuðning, er þeir nú veita þeim, þá er hætt við, að skuldaeigendur vildu fljótt fá sitt. það er í aug- Lífsábyrgðarfélagið »THULE« Stockholm. Stærsta lífsábyrgðarfólag á Norðurlöndum. --o-- Tryggingarfjárhæð ca. 600 milj. kr. Eignir..— 165 — — W Fjölbreyttar tryggingaraðferðir. — Hár bónus. '*V(i Nýjung: Mánaðartryggingar. Leitið upplýsinga um Thule hjá aðalumboði félagsins á íslandi: VálryDDimarstotu H. II. TOLEKIUS. i Eimskipafélagshúsinu — Reykjavík — Sími 252. Aðalfundur Sambands ísl. samvínnufélaga verður haldinn dagana 4.-8. júní næstk. í husi Sam- bandsins í Reykjavík og liefst fyrsta daginn kl. 9 árd. 15. apríl 1924. Sambandssíjóvnin. þingi. En blaðið talar ekkert um hitt, að daginn áður var Alþingi og öllum Islendingum sýnd í Lög- réttu önnur bók, sem kalla mætti „dönsku bókina“, skráin um dönsku kaupmennina, sem eiga Mbl. og stjóma því. ----o----- ✓ Mesta hneikslismálið. Frh. af 1. síðu. menn komi frá útlöndum til þess að græða fé á viðskiftum við okk- ur íslendinga. Látum svo vera, að þeir fái íslenska menn til að vera „faktora“ yfir búðum sínum. það er alt annað en að fá „fakt- ora“ yfir pólitisk blöð,til að „kaupa sál og sannfæring“ íslenskra manna. Nokkru áður en ísland fékk sér- stakan f járhag lagði danska stjórn ii? toll á áfenga drykki, sem rann í ríkissjóðinn danska. þá hófust frjáls samtök um alt ísland um að drekka ekki þessa drykki. Merkur maður átti tal við rit- stjóra Tímans um þessa hlið máls- ins. Hann mælti svo: „þjóðin þarf ekki að svai’a þess- ari útlendu blaðaútgáfu nema með einu orði — orði sem öll þjóðixi skilur og það er orðið: Svei! Er sannfrétt að þegar eru hafin frjáls samtök í höfuðstaðnum um það að setja þessi útlendu blöð ekki lengur á vetur. Mætti sú fregn fljótlega berast út fyrir pollinn hversu almenning- ur á íslandi bregður við er útlendir menn kalla til pólitiskra valda á ís- landi með blaðaútgáfu. Dönsku blöðin og þingmaður V estui’-Skaftf ellinga. þess atriðis er enn ógetið sem minst er um vert, en þó skal ekki niður felt. Ritstjóri Tímans skoraði á þing- fundi síðasta á Jón Kjartansson, þingmann Vestur-Skaftfellinga að leggja þegar niður þingmensku, þessara tíðinda vegna. Væri það’ óverjandi og sóma þingsins ósamboðið að sá maður sæti þar, er það hefði sannast á að hann væri undirritstjóri danskra kaupmanna. Jón Kjartansson varð fár við þá um uppi, og þá er frekar von til þess, að meiri hlutinn af þeim mönnum, er kaupskap hafa lagt fyrir sig, gætu framvegis matað sig, hvað sem um hina yrði. Væri horfið að þessu ráði „bónda“, þá býst eg við, að nokk- uð mörgum lægi ekki við sveit, heldur hlyti fjöldi landsmanna að fara á sveitina, og þá er hætt við, að hrepparnir hefðu nóg að bera Jafnvel „bóndi“ sjálfur mundi þá fá nokkuð við sín mörgu þýsku mörk að gera. Eg hefi með þessum athugasemd um drepið á margt í greinum þeirra „Skaftfellings" og „bónda". Nenni ekki að eltast meira við vað- alinn, þó margt fleira mætti um hann segja. Athugasemdir mínar vænti eg að sýni öllum réttsýnum lesendum hvað menn þessir vilja, sem sé það, að almenningur sleppi allri sjálfbjargarviðleitni og tjái sig auðmjúklega undirgefinn kaup- menskuna. Kirkjubæjarklaustri 20. mars 1924. Lárus Helgason. ——o------- „Frjáls blöð“. Morgunblaðið birti nýlega grein um „frjáls blöð“ sennilega eftir J. Fenger. Ætli það verði nú ekki langt þangað til aft- ur verða nefnd „frjáls blöð“ í þeim dálkum? það kynni að minna óþægilega á vissa hluti. —,—o------ áskorun. Hann reyndi ekki að svara. Hann gat vitanlega engu svarað. það hefir einu sinni komið fyrir að danskur kaupmaður átti sæti á Alþingi — maður sem ekki gat tal- að óbjagaða íslensku. það voru Snæfellingar sem stóðu fyrir þeirri sendingu. það kemur aldrei fyrir aftur. Og það má ekki líðast að á Al- þingi sitji maður sem það er sann- að um, að hann er undii’ritstjóri út- lendra manna. þar sem Jón Kjartansson hefir af fúsum vilja gengið undir það ok að láta danska kaupmenn ráða því hvað hann ritar um innlend mál í Mbl. og ísaf. — hvers er þá að vænta um framkomu hans á Al- þingi ? Sjái hann ekki sjálfur sóma sinn og leggi niður þingmensku,fer ekki hjá því, að bændurnir í Vestur- Skaftafellssýslu skipi honum að gera það með þeim þunga, að und- an láti. -----o---- Ameríkuterðir. Kanadastjórn leggur mikið kapp á að ná innflytjendum til landsins. Er einkum reynt að fá Norður- landabúa til að flytja vestur. En undirtektirnar eru alveg óvenju- lega daufar. Hefir áður verið sagt frá því hér í blaðinu, hvaða fregnir fulltrúar danskra bænda fluttu heim með sér úr vesturför. þær voru mjög óglæsilegar. Nú er sókninni snúið til Noi’egs. Flytur eitt aðalblað Norðmanna, þess tilefnis, alveg nýlega, eftir- farandi fregnir. þeir Norðmenn, sem undanfarið hafa flutt vestur, hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Að vísu eru enn náttúnxgæði ónotuð í Kanada, Vn þeim manni, sem kemur þangað félítill, verður erfitt um afkomu. þau lönd, sem nú eru fáanleg ókeypis, eru annaðhvort miður góð og þarfnast langrar ræktar áður en þau gefa arð, eða þau eru svo af- skekt, að ekki svarar kostnaði að taka þau. 1 sléttufylkjunum er að vísu hægt að fá keypt gott óbrotið land. En ekki verður komist af með minna en 2—3000 dollara til þess að reisa lítilfj örlegt skýh og afla nauðsynlegrar áhafnar og áhalda. Uppskeran er mjög misjöfn. þegar vel lætur í áx’i getur hún orð- ið ágæt. En þegar þurviðri ganga getur hún orðið engin. Frostnætur, hagl og ýmsar aðrar hættur valda iðulega hinu mesta tjóni. Venjulega er hægt að fá atvinnu að sumri og hausti. En vinnan er erfið og aðbúnaður illur. Mesti fjöldi verkamanna gengur atvinnu- laus allan veturinn og er þá sem enga vinnu að fá. það sem af er þessum vetri hef- ir verið mikill atvinnuskortur í Kanada. Hefir fjöldi Norðmanna orðið að leita hjálpar hjá í’æðis- manni Noregs vestur þar. -----o---- Innflutningshöftin drepin. Haftafrumvarpið var til 2. um- ræðu í Nd. síðastliðinn miðviku- dag. Lágu fyrir þrjár tillögur frá nefndinni. Framsóknarmennimir allir þrír lögðu til að frv. væri samþykt. Ihaldsmennimir þrír lögðu til að frv. væri felt með rök- studdri dagskrá en jafnframt vitn- að í að nota heimildarlögin frá 1920 um takmörkun á innflutn- ingi. Loks lagði Jakob Möller til að málinu væri vísað til stjómarinnar með þeim ummælum að innflutn- ingur yrði ekki bannaður á öðru en alónauðsynlegum vamingi, enda yrði þá ekkert gagn að höftxmum. þessi tillaga Jakobs var borin fyrst upp og greiddi hann henni atkvæði og allur Ihaldsflokkurinn líka, 13 menn. Var hún þannig samþykt með 14 atkv. gegn 13 — atkvæðum allra Framsóknarmanna 10, og at- kvæðum Benedikts Sveinssonar, Jóns Baldvinssonar og Magnúsar Torfasonar. Verður nánar rætt um þessi málalok síðar. - Hvalreki á Ströndum. þegar Hákon Kristófersson, þingmaður Bai’ðstrendinga, hafði séð fregnir þær, sem Lögrétta síð- asta flytur um eigendur Morgun- blaðsins, varð honum það á orði við þingmann Strandamanna, að rek- ið hefði á Ströndum norður, á f jör- um síra Tryggva, fertugan hval milli skurða. „Við lslendingar“ stendur nokkr- um sinnum í ritstjómargrein í Morgunblaðinu síðastl. miðviku- dag. Láta þau orð einkennilega í Ódýrar nótur: Sökum sérlegra heppilegra innkaupa, getum við sent yður nótnaböggul, sem i eru 5 salonstykki, 10 danslög og 75 lög fyrir harmonium fyrir einar 6 kr., burðargjaldsfritt um alt land, þegar borg- un fylgir pöntun. Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugaveg 18. Talid vid mig annaðhvort í síma nr. 1192 eða að heimili mínu Óðinsgötu 17 (eftir i4. maí í Laugavegsapóteki uppi) ef þið búist við að hafa lifandi tófuhvolpa eða lifandi hrafnsunga að selja á þessu vori. — Til mála getur komið að eg kaupi fleiri lif- andi fugla. Erlendur Erlendsson. BRYNJÚLFUR BJÖRNSS0N TANNLÆKNIR Hverfisgötu 14 Reykjavík Aður aðstoðartannlæknir hjA dr. C. Zbinden, Lausanne, Sviss. (Dipl. Paris, London, Philadelphin.) Framkvæmir öll tannlæknisverk. Býr til og setur í fólk einstakar tennur og heila tanngarða. Aðkomufólk afgreitt fljótt. H.f. Jón Sigmundsson & Co. Svuntuspennur Mr ^|| Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Sliannong-s Monument-Ate- lier, Öster-Farimagsgade 42, Khöfn. Stærsta og góðfræg- asta legsteinasmiðja á Norður- löndum. Umboðsinaður á Is- landi: Snæbjörn Jónsson, stjómarraðsritari, Rvik. Stýrimannastig 14. eyrum úr því homi, eftir því sem nú er alkunnugt orðið. það eru sem sé dönsku kaupmennirnir sem lesa yfir og samþykkja ritstjómar- gr^inarnar. Með hvaða heimild segja þeir „Við íslendingai’“? Finnur Jónsson prófessor og þrír útlendir vísindamenn voru kosnir heiðursfélagar Fornleifafélagsins á aðalfundi þess um síðustu helgi. Bjami Jónsson frá Vogi hefir enn ekki getað sótt þingfundi vegna veikinda. En nú er hann á besta batavegi og mun góð von um að hann geti komið upp úr pásk- unum. Kaupdeila. Vegna þess hve vör- ur hafa hækkað í verði undanfar- ið og vegna hinna hækkandi tolla báru verkamenn hér í bænum fram / kröfur um kauphækkun í vikunni sem leið. Gekk ekki saman í fyrstu. Buðu vinnuveitendur kr. 1,30 fyrir klukkutíma, en verka- menn vildu fá kr. 1,40. Harðnaði svo deilan að á laugardaginn hófu verkamenn verkfall og urðu stimp- ingar nokkrar á hafnarbakkanum. Gekk þá greiðlega saman með því að vinnuveitendur gengu að kröfu verkamanna. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.