Tíminn - 26.04.1924, Síða 1

Tíminn - 26.04.1924, Síða 1
©íaíbfra afgtei&slur’.afcur Cimans et Sigurgeir ^ri&rifsfon, Sambanösíyúsinu, Keyfjoplf. ^fgtci&sía Cimans er i Sambanös^ástnu. ©pin fcaglega 9—(2 f. I>. Sími 4$é. Yin. ár. Reykjarík 26. apríl 1924 föears '4 1 THOMAS BEÁR & SONS, LTD.. í LONDON.^ ELEPHANT CIGARETTES Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smásoluverð 55 aura pakkinn. Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smjörkvartél 0. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn. Valby. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup- manna. HAVNEMðLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæðí ófáanleg. S.I.S. slciftir eixig-özxg-u. -við oJkilcTJLr. Seljum og mörgum öðrum islenskum verslunum. í'7Z' porsteinn Gíslason talar enn við þá dönsku. I síðustu Lögréttu sendir þ. G. þeim dönsku enn kveðju guðs og sína. Eins og rétt er lætur hann aðallega á þeim dynja. þykir vert að birta ummælin eins og þau koma fyrir: „Fyrir ritstjóra Mrg.bl. var það óþarfi, að segja nokkurt orð út af greinum mínum í síðasta tbl. Lögr. þeim var ekki á neinn hátt að þeim beint og eg hefi hvorki löngun né ástæðu til þess að fara um þá nokkrum orðum, sem þeim gætu mislíkað. það gleður mig að sjá í yfirlýsingu þeirra, að þeir séu „með öllu óháðir“ þeim Fenger & Co., og að þeir hafi „full og óskert umráð yfir öllu, sem í blöðunum stendur“. Greinar Lögr. miðuðu beinlínis að því, að svo gæti þetta orðið. Mér finst að engum ætti að þykja vænna um það en einmitt ritstjórum Mrg.bl., að tekið sé þegar í byrjun utan að frá ræki- lega í axlir þeirra manna, sem í fávisku sinni halda, að þeir geti verið yfirritstjórar blaða, J»ótt þeir kunni svo lítið í tungu þeirri, sem blöðin eru skrifuð á, að þeir skilji ekki tii hlítar neitt, sem í þeim stendur, hvort sem þeir hafa nokkurt vit eða ekki neitt á þeim málum, sem þar er um að ræða, og hvort sem þeir eru sendibréfsfær- ir eða ekki, — svo að þeir hreyki sér ekki hærra en hæfileikarnir ná og reyni að hafa nokkum hemil á sínum löðurmanniegu skúmaskota - skítkasts-tilhneiging um, sem fyrv. ritstjóra Mrg.bl. er ekki ókuimugt um. Stjákl Fengers á skrifstofum Mbl. nú getur ekki verið ritstjórum þess né starfs- mönnum til neinnar ánægju né uppbyggingar, og yfir höfuð skil eg ekki í öðru en að ritstjórar Mrg.bl. hljóti að vera mér sam- dóma um það, að formenska Feng- ers fyrir útgáfufélaginu sé hneiksli, sem ekki ætti að eiga sér stað. — Lækningin á meinsemdum þeim í blaðaútgáfunni, sem gerðar voru að umtalsefni í síðustu Lögr., er sú, að innlendir stjórnmála- menn kaupi blaðið, eða þá svo marga hluti í því, að útlendu at- kvæðin ráði ekki kosningu þeirra manna, sem falin er stjóm útgáfu- félagsins. þessa leið reyndi eg að fara í fyrra og vildi kaupa blaðið. En því tilboði var hafnað. þ. G.“ Brottrekstrarsökin. þessi ummæli þ. G. kasta nýju ljósi yfir það, fyrir hverjar sakir hann var rekinn frá blaðinu. En enn ljósara verður það, þá er lesin er varnargrein „ritstjóra" Morg- unblaðsins, sem hóf að birtast þar í blaðinu á sumardaginn fyrsta. þeir segja „ritstjórarnir", ber- um orðum, að Morgunblaðsstjórn- in hafi viljað vera afskiftasöm við þorstein. Hann hafi ekki verið nógu harðhentur á Tímanum. „þorsteinn, sá gamli ritstjóri, þóttist of góður til að standa í slíku stappi“, segja „ritstjórarnir“. Með öðrum orðum: þ. G. var ekki nógu skömmóttur fyrir hina dönsku eigendur blaðsins. Hann þóttist „of góður“. Er sem hlakki í nýju „ritstjórunum“. En við erum ekki „of góðir“. Við skulum gera eins og þeir dönsku vilja. þegar þessi ummæli eru borin saman við orð þorsteins, verður alt ljóst. þorsteinn segir um dönsku eig- endurna: „svo að þeir hreyki sér ekki hærra en hæfileikarnir ná og reyni að hafa nokkurn hemil á sín- um löðurmannlegu skúmaskota- skítkasts-tilhneigingum, sem fyrv. ritstj. Morgunblaðsins er ekki ókunnugt um“. Úr skúmaskotum hafa hinir dönsku eigendur viljað hefja „löð- urmannlegt skítkast". þ. G. þóttist of góður til þess. þegar eigendurnir gátu ekki fengið p. G. til þessarai- iðju, ráku þeir hann burt og tóku núverandi „ritstjóra“ í staðinn. þetta er burtrekstrarsökin. þetta er tilgangurinn með rit- stjóraskiftunum. Frammi fyrir öll- um almenningi á íslandi mega þeir státa af þessum nýja frama sínum „ritstj órar“ Morgunblaðsins. þrefalt þjóðræknismál Enn á mál þetta vafalaust eftir að skýrast betur í umræðunum sem einkum verða milli Lögréttu og Morgunblaðsins. En Ijóst er þegar að hér er um þrefalt þjóðræknis og þjóðsóma mál að ræða. 1. Fyrst það meginatriði,hvort al menningur á íslandi ætlar að þola það að útlendir menn stofni til út- gáfu pólitiskra blaða á íslandi og beiti því pólitiska valdi sem því er samfara vitanlega í sínar þarfir. 2. Annað ati'iðið er um leið sið- ferðismál og snertir mjög sóma þjóðarinnar. Á það að þolast að út- lendir menn fái að hefja „löður- mannlegt“ „skítkast“ á innlenda menn og stofnanir úr „skúmaskot- um>“, þ. e.: þeir setja ekki nöfn sín undir slíkar greinar, heldur láta „ritstjórana“ feðra? Ætlar íslensk- ur almenningur að þola slíka blað- útgáfu ? 3. þar sem það eru nálega ein- göngu útlendir kaupmenn sem að þessum athöfnum standa, er það bert hvert „skítkastinu“ verður fyrst og fremst stefnt. því verður stefnt á samvinnufélögin og odd- vita þeirrar hreyfingar. þar er komið að stórfeldasta fyrirtækinu sem stofnað hefir verið á íslandi um að koma versluninni á íslensk- ar hendur. Baráttan um að gera verslunina innlenda er fyrst og fremst háð milli útlendu kaup- mannanna og samvinnufélaganna. Blaðútgáfa þessara útlendu kaup- manna er því vitanlega fyrst og fremst rekin í því skyni, að geta í svonefndu „íslensku“ blaði ráðist á þjóðræknislega sjálfbjargarvið- leitni samvinnumannanna íslensku. Meðan sú hríð stendur sem hörð- ust, er látið vel að íslensku kaup- mönnunum. En hver veit nema þeim eigi að verða höfuðgjamt líka, eftir að búið væri að ganga milli bols og höfuðs á samvinnufé- lögunum. En þeir eru ekki búnir að því, dönsku kaupmennirnir, að rjúfa skjaldborg íslensku bændanna. Og þeim verður það ekki léttara verk er þeir nú hafa verið reknir úr skúmaskotunum í birtuna. ---0--- Vafasðm loforð. Lengi hafa þeir flaggað með því íhaldsmennirnir, að þeir vilji spara fé landsins, leggja niður em- bætti 0. s. frv. þeir þóttust vilja þetta meðan flokkur þeirra tjald- aði með nafninu „Sparnaðar“- bandalagið. Má og vera að ein- hverjir hafi til þessa lagt trúnað á að hugur fylgdi máli hjá flokkn- um í þessu efni. En framferði flokksins á þessu þingi er svo augljóst, að héðan af láta fáir villa sér sýn lengur. það er fram komið sem sýnir að þessi sparnaðarorð Ihaldsmannanna eru fyrirslátturinn einber. • Nokkur dæmi varpa skýru ljósi: 1. Stjórnarskrána drápu íhalds- mennirnir í efri deild og þann mikla sparnað, sem af því hefði flotið að hafa þing aðeins annað- hvort ár. Hafði þó Jón Magnússon gerst flutningsmaður málsins og má nærri geta hyort hann hefði ekki getað aflað málinu meiri fylg- is í flokki sínum ef hann hefði viljað. Allir Framsóknarmenn í báðum deildum voru með málinu. 2. Hæstiréttur er þessa dagana til umræðu í neðri deild. Sú fækk- un dómendanna, sem hæstaréttar- frumvarpið kemur í framkvæmd, leiðir af sér mikinn sparnað. Allur Framsóknarflokkurinn í báðum deildum er málinu fylgjandi. En það er orðið opinbert leyndarmál, að margir Ihaldsmanna leggja hið mesta kapp á að koma málinu fyr- ir kattarnef. Vilja nú endilega breyta frumvarpinu í neðri deild, til þess að annaðhvort dagi málið uppi eða verði drepið í efri deild. Er ekki séð um það enn hversu fer um þetta mál. 3. Sendiherrann. Neðri deild hef- ir fyrir löngu samþykt frv. um að sendiherraembættið skuli ekki vera lögboðið. En efri deild hefir ekki afgreitt málið enn frá nefnd. það er fullvíst, að mikill hluti Ihaldsins vill halda dauðahaldi í sendiherrann. Fara margar sögur af komu Jóns Sveinbjörnssonar konungsritara í sambandi við þetta mál. En sjón verður sögu ríkari innan skamms um þetta mál. Skiftir það tugum þúsunda króna á ári sem spara má á þessum lið. 4. Fjárlögin í efri deild fengu af- greiðslu þaðan síðasta vetrardag. Er það alkunnugt að Ihaldsmenn eru þar miklu sterkari en í neðri deild. Efri deild hefir afgreitt f jár- lögin með miklu minna sparnaðar- sniði en neðri deild. það er alkunn- ugt að það eru íhaldsmennirnir sumir í efri deild sem ganga lang lengst fram í nýjum og auknum fjárveitingum. 5. Margar aðrar embættafækk- anir hafa verið á ferðinni, einkum í efri deild. Ihaldsmennirnir hafa drepið þær nálega allar. Eggert Pálsson t. d., sem þóttist vera þessi frábæri sparnaðarmaður fyr- ir kosningamar, hann rís nú önd- verður nálega gegn sérhverri til- raun sem gerð er til að fækka em- bættismönnunum. það er ekki E. P. einn sem hefir brugðist vonum kjósenda sinna í þessu efni. Mikill hluti Ihaldsins hefir svikið loforð sín um sparnað. Ekki stend- ur steinn yfir steini af sparnaðar- hjali þess. íhaldsmennirnir geta heldur ekki eftir eðli sínu verið sparnaðar- menn. Eðli þeirra og uppruni mót- mælir því. Sumpart standa að íhaldinu danskir kaupmenn, sum- part embættismannalýðurinn inn- lendi. Hvemig á það þá að mega verða að þaðan komi fækkun em- bættismannanna? ----0---- Frankling forseti! Síðasta vetr- ardag segir Morgunblaðið sögu- korn um „Frankling"!, sem á að hafa gerst „á forsetaárum" hans. Sennilega er hér átt við Benjamín Franklín. Ætti að mega gera ráð fyrir að menn sem lokið hafa em- bættisprófi, létu ekki slíka tvöfalda reginvitleysu frá sér fara á prenti, enda er Benjamín Franklín kunn- ari íslenskum almenningi en flestir heimsfrægir menn erlendir, því að margt hefir verið eftir hann þýtt á íslenska tungu. En nú hefir þor- steinn Gíslason lýst gáfnafari hinna dönsku eigenda Morgun- blaðsins svo vel og rækilega í síð- ustu Lögréttu, að alt verður skilj- anlegt. Greinin er vitanlega eftir gáfnaljósin þau, en J. K, og V. St. þýtt orðrétt eftir þeim og ef til vill ekki þorað að breyta — því að ekki væri það góðgirni að ætla að svo mentaðir menn viti ekki hvem- ig á að skrifa nafnið og að Frank- lín varð aldrei forseti. Yfirlýsingar. Við 3. umræðu fjár laganna í efri deild gat Jón Magn- ússon forsætisráðherra þess í ræðu að nú ætlaði hann einu sinni að vera hreinskilinn. Lýsti því því- næst yfir að hann hefði enga trú á innflutningshöftum í neinni mynd. Jón þorláksson talaði litlu síðar, tók alveg í sama strenginn og talaði langt mál um hve nauð- synlegt hefði verið að afnema inn- flutningshöftin 1921. En atvinnu- málaráðherra þagði og hefði þó verið fróðlegt að fá að heyra hvern ig honum var innanbrjósts. Bót í málL Tveir menn voru að tala um hina nýju ritstjóra(!) Morgunblaðsins og rithátt þeirra. Báðum kom innilega saman um niðurstöðuna, hvort sem heldur var litið á meðferð efnis eða innihald. Og að endingu kom þeim líka sam- an um það, að úr því sú hneisa þurfti að bera við að íslenskir menn gengju þannig á mála hjá dönskum kaupmönnum, þá væri það þó bót í máli að þeir væru ekki meir af skárri endanum en þetta. Gáta. Morgunblaðið kvartaði und an því að verið hefðu 8 fet af skömmum um sig í síðasta blaði Tímans. Kom þá upp gáta á þessa leið: „Hvort er betra að fá átta fet af skömmum eða að geta ekki stigið eitt fet skammlaust?“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.