Tíminn - 26.04.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.04.1924, Blaðsíða 2
66 T 1 M I N N + frá Vigur. Hann andaðist á sjúkrahúsi hér í bænum 21. þ. m. Hafði verið fluttur sjúkur að heiman, en ekki tókst að vinna bót á sjúkleik hans. Síra Sigurður var fæddur á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 30. ág. 1854, sonur Stefáns bónda Stefánssonar á Heiði og Guðrúnar Sigurðardóttur konu hans. Stúdent varð hann 1879 og lauk prófi í guð- fræði við prestaskólann 1881. Sama ár fékk hann veitingu fyrir ögur- þingum, þjónaði því embætti til dauðadags og bjó í Vigur. Snemma gaf hann sig að opinber um málum og þótti jafnan aðsúgs- mikill og fylginn sér, í hinum miklu deilumálum Skúla Thorodd- sens vestra tók hann mikinn þátt og var löngum önnur hönd Skúla í þeim málum öllum. Alþingismaðui- Isfirðinga var hann fyrst kosinn 1886 og sat síðan á þingi, með stuttum millibilum, alt til síðustu kosninga, er hann ekki bauð sig fram. Alls mun hann hafa setið á 26 þinguxn. Með síra Sigurði er til moldar hniginn einn af elstu prestum og þingmönnum landsins, og munu það allir játa, jafnt vinir sem and- stæðingar, bæði að fornu og nýju, að þar hneig í valinn merkur mað- ur og þjóðskörungur sem hann var. Fyrri árin þingsögu sinnar var síra Sigurður andófsmaður gegn landsstjórn og „lengstum framar- lega í réttindabaráttu þjóðarinnar gegn erlendu valdi“, eins og forseti neðri deildar kvað að orði, er hans var minst látins á deildaríundi. Með árunum bar meir á íhaldssemi hans, en raunar hafði hann ávalt verið íhaldssamur í fjármálum. Verður hér ekki dómur lagður á hin síðari starfsár hans og ber hvorttveggja til að skamt er um liðið og að ekki átti hann samleið með þeim, er þetta skrifar. 1 trú- málunum lét hann og nokkuð til sín taka um hríð og hneig og eindreg- ið á sveif með hinum íhaldssam- ari mönnum. En hvar sem hann beitti sér, þá var eftir honum tek- Einer Níelsen. Rannsóknir á miðilshæfileikum hans hér' í Reykjavík. Um engan miðil hefir verið eins mikið talað á Norðurlöndum og þennan danska miðil. Orsökin er auðvitað sú, að hann er gæddur meiri hæfileikum í þessa átt en nokkur annar maður þessarar teg- undar, sem enn hefir fundist í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. Eg var einn þeitra manna á sál- arrannsóknaþinginu í Kaupmanna- höfn, sem kvaddir voru til, til þess að rannsaka fyrirbrigði þessa miðils á fundi í Taastrup (31. ágúst 1921), á heimili stórkaup- manns H. E. Bonne, sem einna flestar tilraunir hefir með hann gert. Með mér voru á þeim fundi tveir frægustu rannsóknarar lík- amninga-fyrirbrigðanna, þau frú Juliette Bisson frá París og barón dr. v. Schrenck-Notzing, læknir frá Miinchen, auk margra annara. Vér sáum öll bæði líkamninga-fyr- irbrigði og útfrymis, og sannfærð- umst um, að Einer Nielsen er sann- ur miðill. — Hann var afklæddur og rannsakaður nákvæmlega á und- an fundinum. 4. september s. á. var eg á öðr- um fundi með honum; þá héldum við prófessor Oscar Jæger honum ið, enda fór hann aldrei dult með skoðanir sínar. Kona hans lifir hann, þórunn Bjarnadóttir frá Kjaransstöðum á Akranesi. Eiga þau þrjá sonu á lífi. ---o--- Andsvar til Björns Ólafssonar. f>að virðist svo, sem að Bimi Ólafssyni hafi þótt svar mitt til sín í 13. tbl. „Tímans“ þ. á. fremur ónotalegt. Kemur því fram hjá honum sama tilfinningin og hjá sumum unglingum, þegar að er fundið við þá, þeir kjósa heldur að fá ofanígjöfina í eim-úmi, heldur en í viðurvist annara. Birni hefir orð- ið hverft við lestur greinarinnar og þótt hún koma málstað sínum í óvænt efni, og finnur vanmátt sinn til þess að hnekkja rökum hennar og skort á þekkingu og rökfimi sín- um málstað til styrktar. J»ó fer hann smám saman að reyna að breiða yfir brestina hjá sér, en tekst það fremur ófimlega, eins og vænta mátti. Með þessari seinni grein sinni gerir haxm enn stétt sinni bjarnargreiða, því að mikill hluti hexmar er uppprentun úr svargrein miimi, sem komin er þannig á auðveldan hátt inn í Morgunblaðið, en hefði að öðrum kosti tæplega fengið þar rúm, nema með löngum fyrirvara og slitningi. Annars er grein hans ekki mei’kilegri en svo, að naum- ast þarf að eyða um hana mörgum orðum. Höf. hefir gersamlega gef- ist upp við að verja flestar af full- yrðingum sínum og reynir ekki að sanna dæmin og tölumar úr fyrri greininni. Eg ætla samt að nota þetta tækifæri til þess að hrekja ranghermi hjá honum í byrjun greinarinnar („Tóbakseinkasalan“ í 118. tbl. ,,Morgunbl.“), sem mér láðist að minnast á í svari mínu um aaginn. Harm ber þar vísvitandi fram þá blekkingu, að Landsversl- un hafi í upphafi „keypt megin- hluta af tóbaksbirgðum kaup- manna“, sem voru á aðra miljón króna virði. þessi ósarmindi sín endurtekur hann aftur í síðari greininni. þessvegna er réttast að ganga ekki fram hjá þeim. Hið sanna í þessu efni er það, að þrátt frá fundarbyrjun, uns ljósmynd var tekin af útfrymis-fyrirbrigð- inu, með 3 ljósmyndavélum af tveim vísindamönnum (Fritz Grunewald og dr. Th. Wereide). Sú mynd hefir verið birt í blöð- um, tímaritum og bókum, þar á meðal 1 hinni frægu bók v. Schrenek-Notzings: Materialisa- tionsphánomene. þriðja sinn var eg á fundi með þeim prófessor Chr. Winter, Fritz Grunewald, verkfræðingi frá Ber- lín, og dr. med. Knud Krabbe, er þeir voru byrjaðir á rannsóknum sínum með miðil þennan. það kvöld sá eg útfrymisfyrirbrigði. Nokkuru síðar komu fregnirnar um ófarir miðilsins í Kristjaníu. En þegar skýrslan kom í mínar hendur og eg hafði athugað hana vandlega, varð mér þegar Ijóst, að hún sannaði engin svik. Efagjarnir menn og reynslulausir í þessum efnum, sem höfðu auk þess vexlð fyltir óhróðri um miðilinn af manni, sem ofsótt hafði anda- hyggjuna og þennan miðil sér- staklega árum saman, höfðu orð- ið fyrir því einkennilega fyrir- brigði við síðustu tilraun sína, að sauragnir fundust á búning miðils- ins. þetta var í sjálfu sér ráðgáta, sem rannsaka hefði átt frekar, með því að halda fundunum áfram. Sumir þeirra skýrðu þetta í fyrstu svo, að sauragnimar hefðu borist með útfryminu úr innýflum miðils- fyrir mikla eftirgangsmuni frá kaupmanna hálfu, sem vildu fegnir losna við birgðimar, þá keypti Landsverslun ekki nema um 10% af þeim, og var það vitanlega það besta af því, sem til var hjá þeim. Annars gefur greinarhöf. þessum vörubirgðum stéttarbræðra siima fremur léleg meðmæli, þar sem hann telur, „að mest af þeim hafi verið lítt seljanlegar vörur, sem legið hefðu árum saman í geymslu- húsum kaupmanna og engin tök voru á að selja“. þessi orð hans koma ónotalega í mótsögn við orð hans síðar í greininni, þar sem hann er að lasta vörutegundir hjá Landsverslun og telur þær miklu óvandaðri en áður hjá kaupmönn- um. — þá reynir Björn að vefengja orð mín um tóbaksbirgðir í árslok 1921 og innflutningsmagn tóbaks, árin áður en einkasalan hófst, og leyfir sér þar að neita staðreynd- um eftir fyrirliggjandi skýrslum. Eg sagði, að samkv. vörutalningu hefði verið fyrirliggjandi ekki minna en heils árs forði í árslok 1921, sem sýnir að óeðlilegur inn- flutningur hafði átt sér stað árin á undan, en ekki að hann hefði all- ur komið árið 1921, eins og grein- arhöf. hefir ranglega eftir mér, í þeim tilgangi að búa sjálfum sér til átyllu, til að segja að eg fari þar með fleypur. Hann reynir að breiða yfir hinar „röngu tölur“ sínar um tóbakstoll- inn, og er trúlegast að töluskekkj- urnar hjá honum liggi í því, að hann telji aðeins tollinn, sem greiddur er í Reykjavík, en sleppi því, sem greitt er annarsstaðar á landinu, þvi að eg vil ekki að svo stöddu ætla, að hann leyfi sér að neita gildi þeirra talna, sem lands- reikningarnir sýna, að greiddar hafa verið á árinu. Sú ástæða, sem hann ber fram um að tollgreiðsl- ur færist á milli ára, er einkisvirði í þessu sambandi, bæði af því að það er mjög lítið, og eigi veruleg- ur mismunur á því eitt árið frem- ur en annað. Greinarhöf. er í miklum vand- ræðum með að komast fram hjá þeirri staðreynd, að á venjulegum tímum gefur tóbakseinkasalan rík- issjóði meiri tekjur en kaupmanna- verslun. Hann stiklar í kring um þetta þangað til hann grípur aftur sama dæmið og áður, um að „með ins og drógu þá viturlegu ályktun af síðustu bók dr. Crawfords, hins ágæta rannsóknamanns í Belfast. Sönnun þess, að svo hafi sumir þeirra litið á málið, er það, að í samsæti kvöldið eftir þennan fund flutti prófessor Oscar Jæger ræðu fyrir miðlinum og þakkaði honum í nafni vísindanna. En einum sólar- hring síðar skrifaði hinn sami Oscar Jæger undir yfirlýsingu með öllum hinum, þar sem þeir draga þá ályktun af saurögnun- um, sem á búningi miðilsins hafi fundist, að um svik muni hafa ver- ið að tefla. Hann muni hafa falið einhverja slæðu í endaþarminum, sem ekki hafði verið rannsakaður þetta kvöld. Enn fremur ályktuðu þeir, að hann hlyti að hafa gleypt slæðuna. því að þeir fundu enga slæðu og sönnuðu ekkert. Upp á þetta mistu þeir trúna á öll hin mörgu fyrirbrigði, sem þeir höfðu fengið við fyrri tilraunimar, og sendu skeyti um það út um heim- inn, að miðillinn væri svikari, og það skeyti sendu þeir af stað, án þess að tala við miðilinn. Enn fremur ályktuðu, að minsta kosti sumir þeirra, að miðillinn hlyti að vera sálsjúkur, og gerðu þeir alvarlega tilraun til að aka miðlinum í bíl þegar um kvöldið beina leið í geðveikraspítala (Ulle- vold Hospital). þetta veit eg frá góðum heimildum. þessar ályktanir Kristjaníu- hækkuðum tolli“ (18%) megiveita ríkissjóði sömu tekjur og einka- salan gefur nú. En eg hefi áður svarað því, að til þess þyrfti yfir 50% tollhækkun, og stendur það óhrakið. þegax- tolltekjumar með núveranditolli eru fullar 400000 kr. þá þarf tollhækkunin að nema 50% til þess að veita 200 þús. kr. meiri tekjur, og er það auðreiknað dæmi. Síðastl. ár gaf einkasalan fullar 220 þús. kr. tekjur auk tolls, varasjóðstillags og alls kostnaðar. 1 svari mínu var gerð full grein fyrir álagningu einkasölunnar, að hún er sem næst lágmarki laganna. það er því tóm fjarstæða hjá grein- arhöf., að „eg sneiði hjá þeim merg málsins“. Hitt mun heldur sanni nær, að greinarhöf. sneiði sjálfur hjá að nefna álagningu umboðs- sala og heildsala sem legst á tó- baksverðið, ef tillögum hans yrði fylgt, ásamt þeirri viðbótartoll- hækkun, sem hann er að flagga með, og ætla má samkv. venju að geti orðið kaupmönnum nýr álagn- ingargmndvöllui' þegar þeir ákveða útsöluverð sitt. Annars virðist greinai'höf. hafa lagst óþarflega djúpt í þessu efni, þai' sem ekki er grunlaust um, að hon- um sé ekki fullkomlega ljóst hvað hann er að fara. Fyrirsögnin á þessum kafla greinar hans, „Rang- ax tölur“, er því fullkomið rétt- nefni að því er snertir útreikninga hans fyr og síðar um þessi efni. það er ekki ólíklegt að lesendum Morgunbl. bregði hálf kynlega við hina föðurlegu umhyggju Björns ólafssonar og félaga hans, fyrir hag ríkissjóðs, og áhættu, er hann kynni að hafa af rekstri einkasöl- unnar. þeirrar umhyggju hefir lít- ið orðið vart áður úr þeirri átt, og þó að hann kynni að skrifa um þetta mál í hvert tölubl. Morgun- blaðsins til næstu ársloka, þá kem- ur hann engum manni til að trúa því, að kaupmenn vilji fá tóbaks- einkasöluna í sínar hendur til þéss að losa ríkissjóð við áhættu og veita honum meiri tekjur af tóbak- inu en nú. Af augljósum ástæðum er eigi nauðsyn á að svai'a greinarhöf. nánar, enda er það áður rækilega gert í fyrri svargrein minni. Einn- ig býst eg við, að ráðleggingum hans verði mjög lítill gaumur gef- inn. mannanna leyfði hinn nafnkunni þýski sálarrannsóknarmaður Fritz Grunewald sér að kalla heimsku- legar og hann fór þegar frá Ber- lín til Kaupmannahafnar, til þess að halda uppi vörn fyrir miðilinn. Sjálfur barón v. Schrenck-Not- zing neitar því í hinni merku bók sinni, að hér hafi sannast nokkur svik. Sömu skoðanir veit eg, að frú J. Bisson hefir á málinu. Einer Nielsen var lengi sem lam- aður eftir þessa voðalegu útreið, því að hann hefir stöðuglega hald- ið því fram, að hann væri alsak- laus og að þessi svikabrigsl væru hið hörmulegasta ranglæti, framin af vanþekkingu og hinum hræði- legasta misskilningi. — Nú er og kominn upp grunur um það, að skilyrðin og hinar sjálf- sögðu reglur, sem gæta verður á slíkum tilraunafundum, hafi verið rofin í Kristjaníu, og við það verða sauragnirnar enn skiljanlegri. En hér skal ekki út í það farið. Formaður S. R. F. I., Einar H. Kvaran rithöfundur, hafði fyrir nokkurum árum geri tilraun til að fá Einer Nielsen hingað til Reykja- víkur. Góðar horfur voru á, að það mundi takast, en fórst þó fyrir af sérstökum ástæðum, sem voru þó hvorugum þeirra nafnanna að kenna. þegar eg kom til Kaupmanna- hafnar, á leið til Póllands, síðast- liðið sumar, kom Einar H. Kvar- Eg sé ekki ástæðu til að ræða málið frekar, þar sem öll skrif um það nú virðast vera tilgangslítil eftir þeim úrslitum, sem það hefir nú fengið í Alþingi. M. J. Kristjánsson. ----o--- Frá útlöndum. Á annað hundrað verkamenn fór ust í kolanámu í Utahfylki í Banda- rkjunum í mánuðinum sem leið. — Hinn afsetti kalíf i Múhameðs- trúarmanna hefir sest að í Sviss með fjölskyldu sinni. — í Hannoverfylki á þýska- landi eru nýfundnar olíulindir, sem ætlað er að séu meiri en nokkrar sem áður hafa íundist þar í landi. Er áætlað að vinna megi 300 þús. kíló af olíu á dag. Er það meiri olíuframleiðsla en öll var á þýska- landi áður. Hefir orðið að bora dýpra en nokkru sinni áður eftir þessum olíulindum, 705 metra í jörð niður. — Iiið nýja þing Egypta var sett um miðjan síðastliðinn mánuð með mikilli viðhöfn og við mikla gleði. Var því lýst yfir í hásætis- ræðunni, að markmiðið væri það að ná endanlegu fullveldi landsins Við þingsetninguna var ennfrem- ur lesið upp heillaóskaskeyti frá Mac Donald forsætisráðherra Eng- lands. Segir þar meðal annars: Eg óska heilla um að hafa fengið nýja fi’jálsa stjórnarskrá og þing sem til er kosið með almennum kosn- ingarétti. Eg get fullvissað um að við bjóðum þetta yngsta þing vel- komið og ti’eystum því að það marki merk framfai’aspor í því landi, sem á hina elstu menningar- sögu. Eg er viss um að Egypta- land og England munu enn bindast traustum vináttuböndum. það er okkar ósk, að sambúðin landanna í milli verði reist á traustum grund- velli, sem bæði löndin megi vel við una, það er markmið hinnar ensku stjórnar og hún mun jafnan reiðu- búin til viðskifta við stjórn Egypta lands. — þannig var af stað farið með þingið. En skömmu síðar bár- ust þaðan þær fregnir, að á fyrsta þingfundunum hefði alt farið í glundroða. þingmenn hefðu verið an, sem þá var þar staddur, ofan að skipi til að taka á móti mér og færa mér þá fregn, að Einer Niel- sen væri búinn að lofa sér að koma til Reykjavíkur næsta vetur. Mér þótti fregnin góð, en nærri því furðuleg, af því að mér var kunn- ug't um, að bæði þýskir og fransk- ir sálarrannsóknamenn höfðu fyr- ir hvern mun viljað ná í hann til rannsókna,einkum eftir Kristjaníu- ófarirnaí.*) Nú veit eg/ það, að tungumál miðilsins var ein aðalorsök þess, að hann kaus heldur að koma hingað, en að fara suður í lönd. Hann vissi, að við gátum skilið og talað dönsku, sem þjóðverjar og Frakk- ar geta ekki. En sjálfur kann hann engin erlend mál. Hann var og *) Mr. Eric Díngwall, sem nú gegn- ii' rannsóknarembættinu hjá 'Sálar- rannsóknafólaginu enska, trúði heldur ekki á svikaskýring Norðmannanna. Hann bað mig mjög í sumar að ganga í lið með sér um að fá Einer Nielsen til Englands og hefir skrifað mér bréf í vetur sama efnis; hann vildi fyrir hvern mun verða fyrri til að ná i hann en vér, og þaut til Kaupmannahafnar, ei hann frétti, að það væri afráðið, að Einer Nielsen ætlaði hingað. Fritz Gi'unewald vildi fá hann til að fara bæði til Englands og Ameríku með sér. Eg efast um, að meira hafi verið sóst eftir nokkrum miðli á meginlandi Norðurálfu,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.