Tíminn - 26.04.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.04.1924, Blaðsíða 4
68 T 1 M I N N Sagt að Bjöm Jónsson ritstjóri og ráðherra hafi verið kallaður sá vondi, og hafi verið .Jiálfgeggjað- ur“. jJetta var þó einn áhriíamesti og vinsælasti maður í landinu um langt skeið. 19. Ómakiega og á vill- andi hátt gert lítið úr stórgáfum og fræðimensku Valdimars Ás- mundssonar. 20. Hiklaust sagt, að Hannes Hafstein haíi í fyrstu ver- ið dansklundaður, en snúist til íylg is við kröfur íslensku jjjóðarinnar af því það hafi borgað sig betur. Með öðrum orðum: Að íslendingar hafi keypt Hannes frá Dönum til að vera þjóðlegui’ varnarmaður. Góð bending fyrir sagnfræðinga, ef sennileg þykii-. 21. Jón Gauti sýnd- ur í hlægilegum spéspegh á þing- vallafundi 1885. 22. Einum hinum mesta vitmanni landsins, Einari í Nesi, gerð varanleg svívirðing með því að segja greinilega frá vafa- samri slúðursögu um hann. 23. Reynt að óvirða mætan og þjóð- rækinn mann, Jónassen landlækni, með atviki, sem á að sýna fáfræði í læknisfræði. 24. Edvard Brandes kallaður auðsveipur „seppi“ sinna stuðningsmanna. 25. Tekin upp þykkja fyrir Stórdani, sem vildu gera fslandi varanlega svívirðingu með skrælingj asýningunni, þar sem átti að setja íslendinga á bekk með Eskimóum og svertingjum. 26. Ibsen lagður á borð við síldargróss- era, en reyfarahöf. Haggard kall- aður „frægt“ skáld. 27. Fósturson- ur Jóns Sigurðssonar og Guðl. Guð- mundsson sýslumaður ásakaðir, og víst alveg ranglega, að hafa lagt hönd á sjóð, sem þeim var trúað fyrir. 28. Farið hörðum orðum um þann, sem keypti hús P. P. (Thor Jensen) fyrir ræktarleysi að halda eigninni við með ummerkjum hins fyrri eiganda. 29. Sagt að „nokkr- ir „kunningjar“ þ. Th. hafi notað sér fjarveru hans til að græða á túnbletti hans, er seldur var. Á þessum bletti hafa átt hús Jón Magnússon, Jón Jacobson, Jón Jensson, Magnús Stephensen, auk annara minna þektra manna. En hvað þessum dylgjum viðvíkur, sannar æfisagan sjálf að allar þess ar dylgjur um féflettingu af hálfu kunningjanna eru staðlausir staf- ir. Lesendur Tímans geta nú dæmt um það, hvort nokkurt vit sé í að blanda því saman að p. Th. var mjög merkilegur landkönnunar- maður og náttúrufræðingur, en á hinn bóginn hinn hlutdrægasti og ósvífnasti sagnfræðingur um sam- tíðarmenn sína,og það svo að langt keyrir úr hófi, og má ekki ómót- mælt standa. 1 niðurlagi þessa máls mun sýnt, hversu sr. M. H. hefir komist á þær villigötur, að reyna að fela ávirðingar p. Th. Niðurl. Þingeyski slcóiinn. Hann verður nú reistur í vor sem kemur. Líklega við heitar laugar í Reykjadal. Landið hefir veitt til byggingarinnar 35 þús. kr. Heima fyrir hefir verið safnað til- tölulega miklu fé, framlög frá ein- stökum mönnum, félögum, einkum ungmennafélögum, og sveitarfé- lögum. par að auki eru loforð um vinnugjafir við flutninga á efni og við bygginguna sjálfa. þingeyingar hafa fáa barnaskóla og trúa mest á heimafræðsluna og að kenna unglingunum. Heima- fræðslan mun þar í sýslu vera með því besta sem þekt er hér á landi, en fram að þessu hefir vantað heppilegt mentasetur í sýslunni sjálfri. Úr þingeyjarsýslu hefir þessvegna verið mikil aðsókn að skólum í öðrum landshlutum. En áhugasamir bændur vita vel, að burtsókn unga fólksins úr sveitun- um er oft í beinu hlutfalli við kynningu, sem myndast við náms- dvalir í öðrum héruðum. þess- vegna er skólastofnun þingeyinga partur af þeirri landvörn, sem gera þarf þar eins og í öllum öðr- um héruðum. Að vama því að missa unga fólkið burtu. Að skapa því framtíðarkilyrði til að mynda heimili í átthögunum. þingeyski skólinn á enn fremur að geta orðið beinlínis til fjárhags- legs sparnaðar. Skólahaldið á að geta orðið ódýrt, bæði sökum þess að landið og gefendurnir gefa hús- ið. Hitinn er sama sem gefinn og heitt vatn til margskonar sparnað- ar við þvotta, línþurk o. s. frv. Vafalaust mætti hafa garðrækt við skólann til mikils hagnaðar. Eins og til hagar ætti þingeyski skólinn að verða ódýrastur í rekstri af öll- um skólum landsins, og spara þann ig í einu landssjóði og væntanleg- um nemendum mikið fé. Og ef þingeyingum tekst eins og út lítur fyrir, að styrkja og efla með þess- um skóla sína góðu alþýðumentun, og jafnframt því stöðva útflutning til sjóþorpanna, þá er mikið feng- ið, eins og nú hagar til hér á landi. J. J. ----o---- Síra björn Stefánsson á Auðkúlu. Þvottaefnið „Nix er best og ódýrast. Heíir alstaðar, þar sem það hefir verið notað, hlotið einróma lof. Sambandið annast um pantanir Alfa- Laval skilviudur reynast best. Pantanir annast kaupfé 1 ög út um land, og Samband ísl. samviélaga. Velæruverði herra! Eg hefi lesið grein yðar í „Tím- anum“ 19. þ. m., og að því leyti sem hún snertir mig eða rit mitt „Vormerki", þykir mér hlýða að svara henni á þann hátt, að senda yður eitt eintak ritsins, svo að þér getið dæmt það eftir eigin athug- un. það getur sem sé verið hæpið, að byggja einvörðungu á annars manns dómi, þótt skoðanabróðir sé. Og nú þuifið þér ekki að láta persónulegt vinfengi né óvild í’áða neinu um það, hvort þér aðhyllist áfellis-ritdóm Jakobs Smára frem- ur en lofsamleg ummæli föður hans, stéttarbróður yðar, síra J. L. L. Jóhannssonar. Og eg þykist mega fullyrða, að hr. Smári verður ofur-smár — að honum þó alveg ólöstuðum —, sé hann borinn sam- an við heimildarmenn „Vor- merkja“. í ritinu munuð þér ekki finna neina hlökkun yfir ófarnaði trú- mála-andstæðinga og má því vænta að yður verði ljúft að kannast við það, sem ofmælt var í grein yðar, í sambandi við ritið. þar er ekki heldur talað um dómsdag, heldur endurkomu Krists, og eg geri ekki ráð fyrir að þér neitið því, að hennar megi vænta — jafnvel nú þegar minst varir. Reykjavík 22. apríl 1924. Árni Jóhannsson. -----o---- Torske-Kuisen. Berlimur: „Vi har sgu ikke Lykken med os! Nu har ■ Thorstein knækket vort elendige Foretagende". Fenger: „Jeg íorsöger at skrive noget om Islands Politik tre Gange om Ugen. Landbrugskandidaten oversætter og underskriver". Jensen: „Kursen paa de to Torske falder Dag for Dag hos vore Læsere. I Öjeblikket er den kun 5%. Detailhandler. Bannlögin. Tvö frv. voru flutt á öndverðu þingi um að bæta áfeng- islöggjöfina. Báðum var vísað til allsherjarnefndar. Hefir meiri hluti nefndarinnar skilað nefndar- áliti og mælir með báðum frum- vörpunum. En minni hlutinn dreg- ur að senda álit sitt og meðan svo er fæst málið vart á dagskrá. þar sem þingtíminn er nálega þrotinn er þetta sama og að drepa málið. það er Jón Kjartansson „ritstjóri" Morgunblaðsins sem þessum drætti veldur. Er það ekki um eitt, heldur alt, sem hann vinnur sér til óhelgi. teiar lieir iu_iil ils II! Aumleg frammistaða. Svör Morgunblaðsins, yfir- og undirritstjóra þess, gegn fram- burði þorsteins Gíslasonar og um- mælum Tímans um þau, eru mál- staðnum fullkomlega samboðin. Aldrei fyr hefir íslenskt blað tekið sér fyrir hendur að verja svo af- leitan málstað, því að aldrei fyr hefir slíkt hneiksli komið fyrir um íslenskt blað, sem nú er uppvíst orðið um Morgunblaðið. Svör blaðsins eru alveg eftir þessu. Fyrst drógst það lengi að nokkurt orð heyrðist frá Mbl. þeir sem góðgjarnastir voru lögðu það svo út, sem „ritstjórarnir“ blygð- uðust sín. Má vera að svo hafi ver- ið í fyrstu, en skammgóður reynd- ist sá vermir í þessu tilfelli sem fleirum. Svör hafa komið, en það erb hin aumkunarverðustu svör sem sést hafa á prenti á Islandi. Yfirlýsing Blaðamannafélags íslands. Rétt eftir að ummæli þorsteins Gíslasonar urðu kunn, hélt Blaða- mannafélag íslands fund um mál- ið. Allir félagsmenn, að einum und- anskildum, sóttu fundinn. Var því- næst samþykt, mótatkvæðalaust, eftirfarandi tillaga: „Blaðamannafélag íslands álykt- ar að lýsa yfir, að það telur mjög varhugavert að haldið sé uppi pólit- iskum blöðum á íslandi, þannig að umráðin eða meiri hluti f jármagns þess, sem að þaki stendur, sé í höndum manna, sem eiga annara en innlendra hagsmuna að gæta. Telur félagið sjálfstæði landsins geta stafað hin mesta hætta af slíku“. Skyldu öll blöðin birta yfirlýs- inguna. Yfirlýsingin er skýr og ákveðin. Henni er stefnt á Morgunblaðið og ísafold. Mbl. „ritstjórarnir“ treystu sér ekki til annars en að birta yfirlýs- ingu þessa. það hefði verið ennþá hættulegra fyrir þá að birta hana ekki. En um leið birtu þeir svar. í svarinu segja þeir: 1. „Mun þetta vera einhver hin skynsamlegasta tillaga, sem frá því (þ. e. félaginu) hefir farið“. 2. „það liggur í hlutarins eðli, að fái erlendir menn með erlendum áhugamálum tök á íslenskum blöðum, ráði innihaldi þeirra og hafi fjárhagsleg tök á þeim, þá er víst að öll ástæða er til að vera á verði gegn slíku“. 3. „Oss er manna best kunnugt um að eigi er enn ástæða til að ótt- ast slíkt eins og nú horfir við — sem betur fer“. 4. Loks er þess getið, að fáum muni geta komið til hugar „að til- laga þessi snerti Morgunblaðið“. Svo mörg voru þau orð og skulu athuguð eilítið nánar. 1. Svo beygðir eru „ritstjórarn- ir“, að þeir fara beinlínis lofsam- legum 0(rðum um yfirlýsingu, sem stefnt er á þá og húsbændur þeirra. Umsvifalaust kyssa þeir á vönd- inn. — En þetta stóð þó ekki lengi og hafa húsbændurnir dönsku sennilega heimtað að öðruvísi væri tekið í málið. Á sumardaginn fyrsta hefst löng skammagrein í blaðinu. Og þar er bölsótast út af yfirlýsingunni. þá er hún ekki leng ur „skynsamlegasta tillaga sem frá félaginu hefir komið“. það er nú öðru nær. Mesta lævísi hefir stað- ið á bak við að dómi blaðsins. — Merkilegar ályktanir má af þessu draga. 2. „Ritstjórarnir" játa þvínæst hve það sé stórhættulegt að erlend- ir menn fái tök á íslenskum blöð- um o. s. frv. Mikið var að þeir voru ekki svo djarfir að neita slíku. En með því kveða þeir upp dauða- dóminn yfir sjálfum sér, því að það er ómótmælanlega sannað að þann- ig er því varið um MbL og ísaf. Og þyrfti ekki annað til en það að út- lendur maður er formaður blaðút- gáfunnar, John Fenger. 3. „Eigi er enn ástæða til að ótt- ast slíkt“, segja „ritstjórarnir“. Heyr á endemi! það er opinberlega sannað, sem jafnvel þeir sjálfir telja stórhættulegt. Svo ætla þeir að dæma sjálfir í eigin máli. Eng- inn einasti íslenskur maður tekur mark á þeim dómi í eigin sök. Op- inberlega sannaðar staðreyndir eru þyngri á metaskálum en undan- færslur og hróp sakborninga. 4. En langhlægilegust eru síð- ustu ummælin: „Séu nokkrir sem halda að tillaga þessi snerti Morg- unblaðið"! Hefir nokkru sinni í nokkru landi sést önnur eins þrota- H.f. Jón Sigmundsson & Co. aaTZZZZxaxp ■ ■■! og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Laugaveg 74 Reykjavík. Sími 646. Síhul Sleipuir. Reiðtygi, aktygi fyrir erfiðis- og listivagna, erfiðisvagnar mjög ódýrir, þverbakstöskur, hnakk- töskur, beisli, svipur, beislisstang- ir, ístöð, allskonar ólar og annað tilheyrandi söðla- og aktygja- smíði, sem alt selst nú með mikið niðursettu verði, t. d. má nefna hnakka á 40—60—-75—85—100— 150 kr., söðla 75—175, aktygi frá 90 kr. og alt eftir þessu. þessi mikla verðlækkun stafar af hag- stæðum innkaupum áður en geng- ið hækkaði, sem viðskiftamennirn- ir njóta fyrir það fyrsta næsta mánuð. Eins og almenningi er kunnugt, eru allar aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Aðeins not- að fyrsta flokks efni. Sendið pant- anir í tíma, því á vorin er ávalt mikið að gera. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. búsyfirlýsing ? Tíminn efast um það. Aumt er það sannarlega þegar saman fer illur málstaður og vesaldarleg málfærsla. Hæfir spónn kjafti, segir mál- tækið. Vantar þá nú illa, dönsku blað- útgefendurna, einhvern Eyjólf Bölverksson, til þess að halda þó á máli þeirra með einhverri greind. -----o---- • J't -i ■_ Alþýðublaðið dregur dár að því að í síðasta blaði Tímans hafi ekki verið getið um úrslit dönsku kosn- inganna. Telur að muni stafa af því að bændaflokkurinn danski, vinstri mennirnir, hafi orðið und- ir, en jafnaðarmenn sigrað. „Litlu verður Vöggur feginn“ má segja. Tilviljun olli að smágrein um úrslit dönsku kosninganna komst ekki að í síðasta blaði Tímans. En vel þol- ir Tíminn að heyra erlendar kosn- ingafréttir hverjar sem eru, og verður nákvæmlega sagt frá nýju dönsku jafnaðarmannastjórninni von bráðar. Dýragarðar. Fyrir stuttu flutti Ólafur Friðriksson fyrirlest- ur um dýragarða og sýndi fjölda ágætra mynda. Endurtók fyrirlest- urinn síðar fyrir börn eingöngu og ókeypis. Málverkasýningar. Ásgrímur Jónsson og Kristín Jónsdóttir sýndu málverk sín nýlega. Verður að vikið síðar. Enn hefir „Fylla“ náð tveim þýskum togurum við ólöglegar veiðar. Fengu háa sekt, 10 þús. gullkrónur hvor, því að lögin um það efni hafa verið staðfest. Látinn er nýlega Ingimundur bóndi Jónsson á Svanshóli í Kald- rananesshreppi í Strandasýslu, merkur maður, bróðir Halldórs bónda Jónssonar á Kaldrananesi. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.