Tíminn - 31.05.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.05.1924, Blaðsíða 2
86 T í M I N N Auglýsing. Hérmeð tilkynnist að sýningar á hrossum verða haldnar: Að Hafurshóli undir Eyjafjöllum . . . 21. júní n. k. Djúpadal við Rangá..................23. júní n. k. Grund í Skorradal...................30. júní n. k. Svignaskarði, Mýrasýslu...............2. júlí n. k. Staðastað, Snæfellsnesi...............5. júlí n. k. Skildi í Helgafellssveit..............7. júlí n. k. og í Dalasýslu.......................10. júlí n. k. / Búnaðarfélag Islands. P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. Símnefní. Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svídjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og efni í þilfar til skipa. Rétttriíniflarriddiriin. í niðurlagskafla greinar minnar hér í blaðinu um rannsóknimar á miðilshæfileikum Einers Nielsens stóðu meðal annars þessi orð: „Hann hafði lagt mikið á sig vor vegna, meðal annars þá byrði, að vera ausinn óhróðri og ataður saur svika- brigslanna í ókunnu landi, þar sem hann hefir aldrei gert neinum manni neitt til ama, nema það eitt að vera til, gœddur óvenjulegum hæfileikum frá fæðingu. „Bjarma“-ritstjórinn, fulltrúi heima- trúboðsins danska, og bolsjevíkinn Hendrik J. S. Ottósson, efnishyggju- maðurinn, stóðu sem bandamenn fyrir saurkastinu, og ritstjórinn hafði auð- vitað sitt „kristna" lið í fylgd með sér, rétttrúnaðarriddarann alkunna, Árna Jóhannsson, næstan sér. En hver°u mikið harmsefni sem það er þessum „bandamjnnum", þá heí;r það merkiiega gerst, að hér í Reykja- vík hafa verur í hvítum klæðum birst kvöld efar kvöld á tilraunafundum og verið athugaðar af mörgum. pað hefði einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar". Við þetta hefir herra Ámi Jó- hannsson bankaritari þurft að gera athugasemd. En við hvað í því ? Við það, að eg hafi uppnefnt hann með því að kalla hann rétt- trúnaðarriddara. Við hitt hefir hann ekkert að athuga. Jæja, svo að það er orðið upp- nefni að kalla mann riddara þess málefnis, sem hann berst fyrir. Alt breytist. Fyrir tveim árum nefndi eg sama mann „guðhrædd- an bankastjóra“. Skyldi það nú, er frá líður, líka verða talið upp- nefni? Eg held, að bankaritaranum sé ekki vel ljóst, hvað riddaramir voru á miðöldunum. Eg vil ráð- leggja honum að lesa eitthvert yf- irlit yfir sögu þeirra, t. d. í „Saló- monsens Lexikon". þeir voru fyrst og fremst verjendur varnarlausra og áttu að „stríða“ fyrir kirkjuna. Hingað til hefir orðið því jafnan verið talið vegsemdar-heiti. þá, sem konungar hafa viljað votta þakklæti þjóðarinnar og virðingu, hafa þeir gert að riddurum. „To be knighted“ (þ. e. að vera gerður að riddara) þykir hin mesta sæmd um alt hið mikla breska ríki. Við Dannebrog-riddarana kannast bankastjórinn líka. 1 enskum blöðum og ritum er hinn alkunni rithöfundur Sir Art- hur Conan Doyle oftlega nefndur „the knight of Spiritualism", þ. e. riddari spíritismans. það eru sam- Einer Nielsen enn. I skýrslu þeirri, sem próf. Har. Níelsson birti í Tímanum, um Ein- er Nielsen miðil, fer hr. II. N. þeim orðum um framkomu mína gagn- vart miðlinum, að eg neyðist til að tala ofurlítið um það við hann í annara áheyrn. Hann talar um „óhróðurgreinar“ um miðilinn í Bjarma, segir að hann hafi verið „ausinn óhróðri og ataður saur svikabrigslanna í ókunni landi“, og segir að eg og Hendrik Ottósson hafi staðið „sem bandamenn fyrir saurkastinu“. Má eg „pyrja: kallar hann það „óhróður“, þótt Bjarmi hafi sagt frá atvinnu mannsins? Átti blaðið að skrökva og kalla hann „gróss- era“? — Er ekki H. N. mér sam- mála um, að smáversiun í sölu- tumi geti verið alveg eins virðing- arverð og viðskifti stórkaup- manns? — Er það nokkur „svika- brigsla saur“, þótt Bjarmi hafi sagt frá, eftir öðrum eins sérfræð- ing í þessum efnum og kand. mag. Wiers-Jensen, að oft hafi verið mikill ágreiningur um miðilsgáfu E. N.? — það var alþjóð áður kunn ugt hér á landi, meðal annars úr Morgni. Eða er sökin sú, að Bjarmi skyldi — eins og Morgun hafði gert — minnast á ófarimar í Krist- herjar hans, sem nefna hann svo honum til sæmdar. Svo stórdrengi- lega þykir hann berjast fyrir því merkilega máli, sem margir fiand- skapast enn við í fáfræði sinni. Nú hafði eg tekið eftir því, að fáir menn hér á landi hafa gert sér eins mikið far um að verja „rétt- trúnaðinn“ og stríða fyrir hann, eins og bankaritarinn. Alveg ný- lega gekk hann einn fram fyrir skjöldu, til þess að verja lútersku kirkjuna gegn all-þungum sökum, sem hún var borin af kardínála katólsku kirkjunnar, þeim er Norðurlönd heimsótti síðastliðið sumar. Ýmsir höfðu búist við, að einhver, sem meiri ábyrgð ber á lútersku kirkjunni, hefði komið henni til varnar, er svo alvarlega var að henni veist og að sumum forkólfum hennar. En viti menn, Árni Jóhannsson treystist til að ganga fram á vígvöllinn gegn þess- um Golíat katólskrar kirkju. HvorL hann hefir hæft með „steinunum úr smalatösku sinni“, skal eg ekki um dæma. En riddaralega fórst honum. Aðrir gerðu ekki betur. All ii vita líka, að það er rétttrúnaður- inn lúterski, sem hann vill verja. Vegna þessa nefndi eg hann rétttrúnaðarriddara og kom ekki til hugar, að hann mundi misskilja það. Nú furðar mig minna á, að hann misskilur svo margt í Gamla testamentinu, úr því að hann skil- ur ekki annað eins og þetta. Hann þykist geta lögsótt mig fyrir „uppnefnið“. Hann ætti að gera það, ef vera kynni að hann öðlaðist betri skilning á riddara- hugtakinu við málaferlin. því að naumast er unt að gera ráð fyrir, að honum þyki minkun að því, að vera kendur við rétttrúnaðinn. Eða hefir honum farið eins og sumum drengjunum hér í bæ, sem verið hafa lengi úti á kvöldin og vita, að þeir hafa framið hitt og annað, sem foreldrar þeirra telja ámælisvert? þeir hafa það biagð, þegar þeir koma heim og eiga von é ávítum, að þeir flýta sér að leiða athyglina að einhverju öðru, — slengja út einhverju, sem tekið er eftir, nýrri fregn eða einhverju slíku, til þess að hitt gleymist? Eg þekti eitt sinn pilt, sem lék þetta af mikilli list hér í Reykja- vík. Grein bankaritarans, þar sem svona alvarlega er kvartað undan þessu eina, að eg hafi „uppnefnt“ hann, með því að kalla hann „rétt- trúnaðarriddara“, minti mig á „klókindi" drengsins. Ýmislegt í skrifum hins guð- hrædda fyrrum bankastjóra bend- ir á, að hann hafi ekki enn „lagt janíu 1922 og skoðun nefndanna tveggja, frá háskólanum og sálar- rannsóknarfélaginu, án þess um leið að áfellast þær fyrir ályktanir þeirra um E. N. ? — En það gerði Morgun. — Ef tvær nefndir vísindamanna rannsaka miðilsgáfu sama miðils, en komast að gagnólíkri niður- stöðu, er maður þá skyldugur til að trúa aðeins þeirri nefndinni, sem gefur miðlinum ágætiseinkunn ? Má vera að prófessor H. N. telji aðalsök mína, að eg skyldi birta bréfið frá prófessor Jæger. for- manni sálarrannsóknafélagsins í Kristjaníu, — auðvitað birt með fullu leyfi. Prófessorinn segir þar, að hann og hinir nefndarmennirn- ir séu sömu skoðunar og þegar þeir skrifuðu undir nefndarálitið, sem Morgun hefir ámælt. Jæger bætir því og við, að hann sé sann- færður um, að E. N. hafi áður „sýnt ósönn fyrirbrigði", en sé þó „gæddur sannri miðilsgáfu“. — Mátti ekki hið sanna vitnast hér- lendis um þessa skoðun prófessors Jægers, sem orðið hefir fyrir hall- mælum íslenskra spíritista, og sennilega aldrei séð þau, að hann gæti varið sig ? — Haraldi prófess- or hefir stundum hætt til að nefna þröngsýni í sambandi við heima- trúboðsvini, því nefndi eg í Bjarma timarit norskt, „Kirke og Kultur“, niður barnaskapinn“, þó að hann sé „orðinn fulltíða maður“. Reykjavík 30. maí 1924. Har. Níelsson. -O- þórhallur fæddist 18. júní 1887. Var hann sonur Jóhannesar bónda Bjarnasonar og konu hans Frið- jónu Friðbjarnardóttur. Bjuggu þau hjón í Dalshúsum við Bakka- fjörð ' Norður-Múlasýslu. Var efnahagur þeirra heldur þröngur, enda fyrir 7 bömum að sjá. Eigi að síður var þó snemma lagt kapp á, að pórhallur fengi tilsögn í bók- legum fræðum, því að bókhneigð hans og námfýsi komu fljótt í ljós. Guðmundur Hjaltason hélt þá uppi unglingaskóla á þórshöfn og var pórhalli komið í kenslu til hans. Mintist þórhallur Guðmundar jafn an með þökk og hlýju og taldi hann verið hafa frábæran kennara. Á hinn bóginn fanst Guðmundi svo mikið til um gáfur þórhalls, að hann hvatti foreldra hans eindreg- sem ekkert er við það kent, — og flestir Norðurlandabúar munu setja á efsta bekk norrænna tíma- rita, — og sagði frá, að þetta tíma- rit hefði tekið í október 1923 at- hugasemdalaust afarharðorða grein um sérstakan fyrirlestur E. N.; ummælin sjálf fór eg ekki með og ætla ekki að gera, enda þótt sumt í þeim kæmi mér ósjálfrátt í hug, er hr. E. N. var í Nýja Bíó í Rvík að segja áheyrendunum frá hvað gerðist, er Móse kom í borð- fótinn við eina setuna í Höfn. Eg veit ekki hvað það er af þessu, sem hr. H. N. telur „óhróð- ur“ eða „saur svikabrigsla“, en væntanlega bendir hann á það. Vera má, að hann hafi eignað mér einhverja aðalhlutdeild í þýð- ingu og útgáfu skýrslunnar frá háskólanefndinni norsku, — en væntanlega veit hann nú hið sanna um þau efni. Sú skýrsla ber það að vísu með sér, að nefndin var alveg andstæð spíritisma, en úr því 4 háskólaprófessorar skipuðu þá nefnd, er ótrúlegt að nokkur nefni opinbera skýrslu hennar „níðrit“. — H. N. er vafalaust vel kunnugt um, að sumir spíritistar og guð- spekismenn hér í bæ eru eindregn- ir vinir j afnaðarstefnunnar engu síður en sumir efnishyggjumenn; hefir þó enginn sagt, svo eg viti, ið til þess, að koma honum til frek- ari menta. Fór þá þórhallur á gagn fræðaskólann á Akureyri, en þaðan á mentaskólann; lauk stúdents- prófi 1910 og embættisprófi í lækn- isfræði 1915, með I. einkunn. Var síðan árlangt á sjúkrahúsum er- lendis. þegar hann kom heim aft- ur, var honum veitt þistilfjarðar- hérað, og gegndi hann því embætti 8 síðustu árin. Síðastliðinn vetur var honum veitt Flateyrarhérað. Lagði hann af stað vestur þangað síðastliðið vor, en komst ekki lengra en til ísafjarðar. þar lést hann á sjúkrahúsinu 18. apríl s. 1., 37 ára gamall. — Barátta ungra námsmanna við skort og fátækt er gömul og marg- sögð saga. þórhallur fór ekki var- hluta af þeirri baráttu. Og hana varð að heyja með bilað brjóst. Heilsuleysið varð honum þyngst í skauti. Hann lá þrjár stórlegur á námsárum sínum. En milli þess var hann oft sárlasinn og aldrei al- heill. Eigi að síður var hann sívinn- andi: stundaði sjóróðra á sumrum og annað, er hann gat fengið að gera, en kenslu á vetrum, jafnhliða náminu, og var þó oftast efstur eða að þessar trúmálastefnur hafi gert bandalag gegn auðvaldinu, og þá ætti honum að geta skilist, að menn ólíkra trúarskoðana séu and- stæðir spíritisma án þess um nokk- urt bandalag sé að ræða milli trú- málastefnanna eða leiðtoganna. Eg veit ekki, hvort hann hefir tekið eftir því, en satt mun það samt, að þyngsta lóðið, sem lagt hefir verið á „vogarskálarnar" í þessari miðladeilu, er, að margra dómi, ekki nein af þessum ólíku er- lendu fréttum um afrek miðla og hrakfarir, heldur greinar Sigríðar þorláksdóttur prófessorsfrúar í Morgunblaðinu, þar sem hún lýsir blátt áfram einum þessum fundi. — það má vel vera, að segja megi erlendum mönnum að þær greinar hafi „aflíkamast“ og orðið að engu, en því verður ekki alment trúað hér í bæ, fremur en að „stykkið" úr andaklæðnaði hennar „Elísabet- ar“ hafi „aflíkamast“ fyrir augum fundarmanna (sbr. Tímann 24. maí). — Annars er það einkenni- legt, að erlent blað skuli geta um það undur, en engin hérlenda skýrslan. — Allflestir munu sam- mála um áhrifin af greinum frú Sigríðar, og þarf því ekki að fjöl- yrða um þær. Prófessor H. N. vonar líklega, að málssókn hans gegn Hendrik Ottóssyni verði enn þyngri á vog- með þeim efstu í sínum bekk. Af- bragðs gáfur, glaðlyndi og óvenju- leg viljafesta gerðu honum unt að yfirstíga allar þrautir, er fjárþröng og veikindi lögðu á leið hans. Hann hafði einsett sér,- að renna nám- skeiðið á enda. Og hann gerði það með heiðri og sæmd. Á námsárunum trúlofaðist hann ágætiskonu, Ágústu Jóhannesdótt- ur, og giftust þau er hann hafði lokið námi. Unni hann henni mjög, og varp ást þeirra geislum á götu hans og létti honum sporin. þórhallur var ágætur námsmað- ur: næmur, skilningsgóður og stál- minnugur. Virtist hann jafnvígur á flestar greinir. þó mun málanám hafa látið honum einna best, og hafði hann hið mesta yndi af því. Hann var prýðisvel lærður í lækn- isíræði og mun alt af hafa verið að bæta við þekkingu sína í þeirri grein og öðrum. Segir Guðmundur prófessor Hannesson, að íslensk læknastétt hafi mist einn af sínum bestu mönnum þar sem þórhallur er. Las hann mikið, bæði fræðirit og skáldrit og var sjálfur hagmælt- ur og létt um að kasta fram stöku. Gáfur hans voru einstaklega kenja- lausar, alt af vakandi og til taks hvenær sem hann vildi. Að mínu viti átti hann óvenju jafnhliða þroska. Og sökum þess var skapgerð hans miklu galla- minni en gerist. Honum var lagin sú fágæta list: að rata meðalhóf- ið. Ilann hafði óbeit á slarki og óbeit á meinlætalífi. Var lengst af æfi í bindindi, alt af stakur reglu- maður og g a t aldrei verið annað. Ilann var einn þessara gæfu- manna, sem virðast ekkert þurfa fyrir því að hafa, að vera grand- varir og góðir. Valmenska var hon- um jafn eðlileg og ylmurinn blómi eða saltið sjó. Ekki var þórhallur að kvarta, víla né vola, þótt stundum yrði þungt fyrir fótinn. Varla gat glað- lyndari mann í skóla en hann. Hafði hann ákaflega gaman af að spjalla við vini sína, var mjög næm ur á alt broslegt, og sjálfur ein- kennilega barnslega glettinn og hláturmildur. Ef eitthvað smá- skrítið var sagt, hló hann svo að tárin runnu úr augum hans. En enginn hló græskulausara en hann. þórhallur var ekki öfgamaður um neitt — nema ef vera skyldi í aðdáun sinni á þeim, er honum þótti vænt um. Eg hefi aldrei þekt mann, sem átti jafnmikið af slíkri aðdáun. Og vafasamt er að margar mæður dái börn sín meira, en hann dáði vini sína. Hann hafði yndi af að tala um kosti þeirra: hvað þeir væru góðir drengir, gáfaðir, orð- arskálunum; en eg er engan veg- inn viss um, að álit hans sjálfs og spíritismans íslenska vaxi við þau málaferli. Að lokum skal eg geta þess, sem eg hefi áður vikið að í Bjarma, að mér hefði ekki komið í hug að minnast á E. N. né aðra miðla í Bjarma, — ef öllum þessa miðla- tilraunum hefði ekki verið blandað eins mikið inn í trúmál og gert hefir verið. Mér blöskrar, ef eg les eða heyri spíritisma talinn hyrn- ingarstein kristninnar, ummæli einhverra anda á miðlasetum talin öruggari en Nýja testamentið og Krist sjálfan settan á miðlabekk, — og ef eg þegði þá, finst mér eg svíkja sannleikann.- S. Á. Gíslason. -----o----- Öll pólitisku blöðin í Reykjavík, nema Tíminn, hafa skift um eig- endur eða ritstjóra að einhverju leyti nú nýlega, eða það stendur fyrir dyrum. „Ritstjórarnir“ tveir teknir við danska Mogga og ísa- fold, þorsteinn Gíslason aftur orð- inn einn eigandi Lögréttu, Jakob Möller mun vera að hætta ritstjórn Vísis og talið að við taki Páll Stein- grímsson póstafgreiðslumaður, og Haraldur Guðmundsson frá ísa- firði orðinn aðstoðarritstjóri Al- þýðublaðsins. -----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.