Tíminn - 31.05.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.05.1924, Blaðsíða 4
88 T 1 M I N N Þingeyski skólinn. J)essa dagana eru pingeyingar að byrja að grafa fyrir undirstöðu hins lengi þráða héraðsskóla. Efnið, stein- lim og timbur, er nýkomið til Húsa- víkur. Sjálfboðaliðar flytja efnið 40 km. eftir Reykjadalsbraut fram að Laugum. Töluvert verður unnið að byggingunni sjálfri með gefinni vinnu. Sýslubúar, sérstaklega unga fólkið, finnur að það er þeirra hús, sem ver- ið er að reisa. Úr engri sýslu af landinu fer jafn- mikið af ungu fólki á skóla eins og úr þingeyjarsýslu. pó eru hvergi á land- inu jafnmargir fjöllesnir menn, sem hafa mentast með sjálfsnámi, eins og þar, án allrar skólagöngu. Hvergi á landinu hefir á sama hátt verið full- nægt þeirri hugsjón að blanda saman daglegu eríiði harðrar hfsbaráttu og miklum lestri góðra bóka. það er ekki tilviljun, að við Laxá í þingeyjarsýslu er einyrki með mörg börn, sem i hjá- verkum er að semja efnisskrá við sýslu mannaæfimar, umfangsmestu efnis- skrá, sem gerð hefir verið hér á landi. En í þingeyjarsýslu hefir aldrei ver- iö neinn skóli. það hefir verið óþægi- legt og ranglátt gagnvart hinni skóla- sæknu æsku í héraðinu. Og það hefir verið dýrt, óþarflega og ósanngjarn- lega dýrt. Námsdvöl margra skólapilta í Reykjavík er nú 15—1800 kr. um vet- urinn. Fyrir þá upphæð ættu 3—i unglingar að geta liíað vetrarlangt á skólanum á Laugum. Undanfarin 10 ár hefir verið safnað fé og vinnuloforðum í þingeyjarsýslu. Einstakir menn, félög, hreppar og sýslufélagið hafa lagt fram í fé og vinnuloforðum 25 þús. kr. Alþingi hefir veitt 35 þús. Búist er við að byggingin kosti 80—85 þús. með hitaleiðslunni. það sem fyrirtækið þarf að lána eru þá 20—25 þús. eða eins og samsvarar and- virði tveggja fátæklegra íbúða í Reykja vik. í skólanum geta verið og verða inn 40 manns. Ef hver nemandi borgar 50 kr. húsaleigu, er það nóg til að af- borga lánið á eitthvað 20 árum. Úr því ættu æskumenn sýslunnar og annara héraða að geta um ókomnar aldaraðir fengið ókeypis húsnæði og ókeypis hita. En jafnvel 50 kr. húsaleiga á mann er ekki nema V*—x/e hluti af venjulegri húsaleigu námsfólks í höf- uðstaðnum. Skólasetrið er nú ákveðið á melhól hjá Laugum, 5 km. sunnar en Breiðu- mýri. pangað liggur akbraut þingey- inga eftir Aðaldal og Reykjadal. Vest- ur frá Breiðumýri hggur þjóðvegur- inn gegn um Ljósavatnsskarð til Ak- ureyrar. Hinumegin við Reykjadalsá, svo að segja rétt við skólavegginn, er áframhald af þingeyingabraut til Mý- vatnssveitar. Verður sá vegur fullbú- inn eftir nokkur ár. Skólinn liggur þannig í hjarta sýslunnar, ekki á krossgötum, heldur rétt við þær, við þjóðbraut, án þess að líða af ónæði þjóðleiðarinnar. Um tvo staði var að gera sem skóla- setur, Laugar og Grenjaðarstaði, báða við höfuðveginn frá Húsavík. Grenj- aðarstaður er nokkru nær sjó en Laug- ar. þar er náttúrufegurð mikil, einkum á sumrin, við Laxá, sem er fegurst allra áa hér á landi. þar eru skilyrði fyrir mikilli grasrækt. Á Laugum eru engin sérstök ræktunarskilyrði, en aft- ur tvö önnur aðstöðuhagræði: Sandur og möl í bygginguna er alveg við hús- stæðið, og heitar laugar eru í brekk- unni y2 km. ofan við skólastæðið. þar má fá yfirfljótanlegt heitt vatn til að hita skólann, til þvotta, til baðhúss og sundlaugar og til garðræktar. Til þess að gefa hugmynd um, hvers virði hit- inn er i þessu sambandi, skal þess get- ið, að afgjaldið af Hvanneyri, einni bestu bújörð landsins, er ekki nándar nærri nóg til að vega á móti hitakostn- aði skólans. Og til að hita annan lands- sjóðsskóla í sveit fara nú árlega um 4000 kr. Og þó er bæði þar og annars- staðar reynt að spara hinn dýra hita. Á Laugum verður að vísu talsverður kostnaður við að leiða heita vatnið hálfan km. í trépípu eftir torfgarði, á sama hátt og Sigurjón Pétursson ger- ir á Álaf i. En þótt reiknað sé með að slík leiðsla kosti 6—7 þús. kr. í eitt skiíti fyrir öll, þá er það ekki meira en eyðst hefði í aðfluttan hita á tveim ár- um vegna 40 manna heimilis. Enn- fiemur sparast algerlega miðstöð í bygginguna. Á Laugum eru þessvegna flest hin ylri skilyrði sameinuð til að skólinn geti notið sín. Staðuimn liggur vel í héraðinu. Byggingarefnið hið innlenda á staðnum. Hitinn gefinn, og viðunan- legt land til túnræktar og garðræktar. Og skilningur héraðsbúa á málinu sá, að einstaklingar, félög, allir hreppar sýslunnar og sýslufélagið sjálft hafa lagt fó fram með ráðnum hug. Og tal- ið er að völ sé á 20—25 dugandi mönn- um í sýslunni, sem séu fúsir að ábyrgjast persónulega það smálán, sem þarf að taka til að fullgera bygging- una. Og skólastjórinn, Arnór Sigur- jónsson, vinnur með þessa dagana að höggva fyrir grunninum, eins og land- neminn, sem er að ryðja menningunni braut á sléttunni í Ameríku og leggur gerva hönd á alt. Slík samheldni í heilu héraði tryggir árangurinn fyrirfram. Og fordæmi þingeyinga gerir væntanlega meira. Smátt og smátt rísa upp með samtök- um fólksins álika mentasetur í hverju héraði. það eru klaustur miðaldanna endurborin i þeirri mynd, sem fullnæg- i..’ 20. öldinni. En héraðsskóli þingey- ■n« 1Á komandi kauptið og lestum selur ™ JT ■ yixmustofa mín öll ný reiðtygi og alt sem þar að lýtur, 10 til 15°/0 lægra en aðrir. Samúel Ólafsson, söðlasmiður, Laugavegi 53 B. H.f. Jón Sigmundsson & Co. SYuntuspennur Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Hefir áætlunarferðir í sumar austur yfir Hellisheiði svo sem hér segir: Triilofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af stemhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Mánudaga, miðvikudaga, fimtudaga og föstu- daga að Ölfusá, Þjórsártúni, Ægissíðu, Garðsauka og Hvoli. Til baka daginn eftir. í þessar ferðir eru notaðar góðar II. flokks bifreiðar. Fargjöld milli Reykjavíkur og Hvols aðeins kr. 10,00 Mánudaga og fimtudaga frá Reykjavík á sömu staði en þá notaðar I. flokks fólksflutningabifreiðar fyrir mjög sanngjörn fargjöld. Þriðjudaga, fimtdaga og laugardaga II. fl. bifreið' ar að Ölfusá, Húsatóftum og Sandlæk. Fargjöid í yfirbyggingu bifreiðarinnar: að Húsatóftum kr. 9,00, að Sandlæk kr. 10,00, úti kr. 7,00 og 8,00. í þessar ferðir er einnig tekinn flutningur. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Laugaveg 74 Keykjavik. Sími 646. Simn. Sleipnir. Reiðtygi, aktygi fyrir erfiðis- og listivagna, erfiðisvagnar mjög ódýrir, þverbakstöskur, hnakk- töskur, beisli, svipur, beislisstang- ir, ístöð, hnakk- og söðulvirki, alls- konar ólar og annað tilheyrandi söðla- og aktygjasmíði, sem alt selst nú með mikið niðursettu verði, t. d. má nefna hnakka á inga ætti að geta gert meira. Hann á að geta verið fordæmi um ódýrari rekstur annara skóla. Flest fyrirtæki landsins verða dýr í rekstri, þar á með- al skólarnir. Séu teknir nokkrir sam- bærilegir skólar í sveit eða smáþorp- um, sem landið rekur að mestu leyti, sést hver eyðslan er á þeim liðum á nú- gildandi fjárlögum: Hvanneyri............20 þús. (rúml.) Hólar................20 þús. (tæpl.) Eiðar................17 þús. Blönduósskóli .. .. 17 þús. Flensborg............15 þús. Enginn vafi er á þvi, að skóli þing- eyinga fær ekki meir en 4—5 þús. kr. opinberan styrk og getur komist af með það. Hitinn er mikil gjöf. Jafnvel álitið að nota megi nokkuð af failhæð heita vatnsins (62 m.) til rafmagns- framleiðslu. Kennararnir rækta sér sjálfir smábýli kring um skólann og vinna að þeim á sumrin. Hver veit Miðvikudaga og laugardaga til Eyrarbakka og Stokkseyri og til baka sama dag. Mánudaga að Brúará og Torfastöðum, til baka sama dag. Allar ferðirnar hefjast úr Reykjavík kl. 10 árdegis að undanskildum póstferðunum sem verða alla mánu- daga að Torfastöðum, alla þriðjudaga að Húsatóftum og Sandlæk, alla miðvikudaga að Eyrarbakka og alla fimtu- daga að Garðsauka, og hefjast kl. 9 árd. Til Þingvalla er póstferð hvern laugardag í júlí og ágúst og auk þess ferðir alla daga þá mánuði. Til Hafnarfjaróar á hverjum klukkutíma frá 10 árdegis til 11 síðdegis dag- lega, vetur og sumar. Til Vffilsstaða alla helga daga klukkan 11 Vs árdegis og 2VS síðdegis og til baka kl. I1/* og 4 síðdegis. 45—65—85—95—115—175 kr. söðla 75—175, aktygi frá 110 kr. og alt eftir þessu. prátt fyrir niikla verðhækkun á öllum vörum og aukna tolla, má heita að verðið sé enn óbreytt. Eins og al- menningi er kunnugt, eru allar að- gerðir fljótt og vel af hendi leyst- ar. Aðeins notað fyrsta flokks efni. Sendu pantanir í tíma, því á vorin er ávalt mikið að gera. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. Tannlækningar. Dvel á Sauðárkróki frá 2. ágúst til 20. ágúst. Dvel á Blönduósi frá 21. ágúst til 23. sept. Dvel á Borðeyri frá 24. sept. til 15. okt. Jón Jónsson læknir, Ingólfstr. 9, Reykjavík. H.f. Bifreiðasiöð Reykjavíkuv Austuvsivæii 24 Símav 715 og 716 hvað landið gæti sparað á sumum fræðslufyrirtækjum sínum með því að hafa svipað fyrirkomulag, eins og gert ei ráð fyrir á Laugum? Enn er ótalið eitt skilyrði, sem gerir Laugar sérstakar meðal skólasetra landsins. Um nokkra áratugi hefir ver ið sundlaug í hólnum, sem skólahúsið ei bygt á, og heita vatnið leitt þangað eftir skurði. Nú verður heita vatnið látið renna úr hitaleiðslu skólans út í sundþróna. Með tíð og tíma verður bygt yfir laugina. þá getur skólafólkið synt á hverjum degi allan veturinn, þó að blindbylur sé úti. Hve dýrt á að meta slíka aðstöðu fyrir heilsu og hreinlætisvenjur unga fólksins? Eng- inn getur metið slíkt fyrirfram. Guðm. Hlíðdal verkfræðingur veitti því eftir- tekt á Alaíossi, er hann var að rann- saka skilyrði fyrir landsverksmiðju, til ullariðnaðar, hve verkafólkið leit hraustlega út og frjálslega, þó að vinn- an sé í sjálfu sér þreytandi og fremur óholl. En verkafólkið synti í volgri tjörn ofan við fossinn flesta daga árs- ins; þaðan kom því hið heilsulega út- lit. Einstaka menn halda því fram, að skólarnir geri ilt eitt, geri menn lata og nautnagjarna. Vitaskuld hefir skólaveran slík áhrif á suma menn. En það eru ekki síst liinir dýru, dauðu og þunglamalegu skólar. Héraðsskólar Dana spruttu upp af þörf fólksins, eins og skóli þingeyinga. Og það er í þeim skólum, sem danskir bændur og bændakonur hafa fengið fjörið, þrótt- inn og nákvæmnina til að skapa hinn fullkomnasta búskap í heimi. Enskur maður sagði um danska smjörið, í sambandi við hina góðu alþýðufræðslu Dana, að það væri svo gott, sem raun bæri vitni um, af þvi það væri bland- að þekkingu og mannviti. Séu borin saman við þetta miljónatöpin á vél- bátaútgerðinni sumstaðar á landinu, þá viðurkenna allir, sem til þekkja, að mikið af því tapi landsins er að kenna ónógri menningu: Hirðuleysi að spara olíu, vélar og veiðarfæri. þingeyingar hafa sýnt, að þeir mis- brúka ekki skólagönguna. Tiltölulega fáir af hinum góðu námsmönnum, sem þar eru fæddir, hafa tekið þátt í kapp- leiknum á hinni offyltu embættaleið. Flestir þingeyingar, hvort sem þeir liafa numið heima eða annarsstaðar, hafa leitað heim aftur að búskapnum. Á sumum jörðum í þingeyjarsýslu eru 3—4 heimili, stundum systkini eða ná- ió frændfólk, sem ekki vill yfirgefa sitt ættaróðal. þessi þörf unga íólksins til að mynda sér heimili i átthögunum, hefir leitt til þess, að í þingeyjarsýslu hafa risið upp nokkur nýbýli á und- anfömum árum. Héraðsskólinn á að bjarga þeirri viðleitni, fullnægja rétt- mætri mentaþrá ungu kynslóðarinn- ar, án þess að neyða fólkið burt úr héraðinu. Gera námsvistina ódýra, svo að hún verði ekki fjármunaleg blóð- taka fyrir heimilin. Af þessu leiðir aftur, að skólinn hjálpar heimilafjölg- uninni og ræktuninni, því um leið og manndómur vex, samhliða sterkri átt- hagatilfinningu, er aðeins ein leið op- in: Landnámið, ræktun, húsabygging- ar. I þvi sambandi skiftir það ekki iitlu, að á Laugum er hægt að kenna steinsteypu allan veturinn. Efnið við og nógur hitinn í vinnuskálann og til að þurka steypta steina. það er á þann hátt, sem aukið landnám er vel undir- búið. J, J. ... Nýtísku safn. Einn safnar frí- xnerkjum og hefir mikið gaman af. Annars safnar steinum, þriðji gömlum bókum o. s. frv. Hneigðin að safna er mjög rík í Islending- um. Hefir nú bæst við nýtt, sem margir, bæði karlar og konur, safna hér í bænum. það eru vit- leysurnar í Morgunblaðinu, eftir að nýju „ritstjórarnir" tóku við. Eru þær flokkaðar í marga liðu: mál- villur, dönskuslettur, hugsanavill- ur, botnlausar setningar, vanþekk- ing o. s. frv. Er mikið kapp í mönn- um um að ná sem flestum. Hundr- uðum skifta þær, vitleysurnar, sem sumir hafa safnað — og eru þó ekki liðnir nema tveir mánuðir síðan vitringar þessir tóku við. Laugavegs-apótek. Stefán Thor- arensen lyfsali hefir reist við Laugaveg prýðilega myndarlegt og vandað hús yfir lyfjabúð sína. Vafalaust er það myndarlegasta sölubúðin á landinu, og líklega eru fáar lyfjabúðir á Norðurlöndum að öllu betur búnar. Jafnframt þessu hefir Stefán lyfsali aflað sér fjölda nýrra véla og áhalda til lyfjagerð- ar og annara starfa við lyfjaversl- unina,sem ekki hafa þekst hér áður og er á öllu hinn mesti myndar- og snyrtibragur. Er gott til þess að vita, að ný verkefni verði stunduð innanlands. Um alt of margt erum við enn upp á aðra komnir. Látinn er 26. þ. m. Grímur bóndi Stefánsson í Húsavík í Tungusveit við Steingrímsfjörð, einn af bestu bændum í Strandasýslu og for- gangsmönnum um bændafélags- skap. Verður þess mæta manns nánar getið síðar. Drengur úr Hafnarfirði hvarf síðastliðinn laugardag. Hefir farið villur vegar í hrauninu. Fjöldi manns hefir leitað hans, bæði héð- an úr bæ og úr Hafnarfirði, en ekkert hefir fundist. Bruni. íbúðarhúsið á Hauksstöð- um í Jökuldal brann til kaldra kola síðastliðinn mánudagsmorgun.Fólk bjargaðist við illan leik úr eldin- um. Innanstokksmunir brunnu all- ir, óvátrygðir. Upptök eldsins eru ókunn. Slys. Aðfaranótt föstudags í síð- astliðinni viku vildi það slys til á togaranum Skúla fógeta, er skipið var að veiðum, að einn skipsmanna, Ólafur ísleifsson, maður héðan úr bænum, féll útbyrðis og druknaði. Síra Friðrik FriSriksson fór til Englands um miðja vikuna til þess að sækja hátíðahöld þar í minn- ingu 80 ára afmælis K. F. U. M. Slys. Sigurður Magnússon fyrr- um bóndi á Stóra Fjalli í Mýra- sýslu féll af hestbaki á leið úr Borgarnesi og beið bana af. Mannalát. Hinn 28. þ. m. andað- ist þórarinn bóndi Stefánsson ó Teigi í Vopnafirði og degi síðar Bjarni bóndi Sigurðsson á Brimils- völlum. Val-týsfjólur. Sýnishorn af gáfum Mbl. „ritstjór- anna“ 1. Esjan var eins blá og ialleg eins og strompurinn á GullíossL 2. í hitablíðu ki. 3 um daginn íór Gullfoss. í þrönginni sáust engir í loð- feldum (sorglegt fyrir Hjalta). 3. þegar Móse kom ofan af Sínaí- fjalli misti hann gulltöflumar(I) og braut þær. Berlemingar halda að guð sækist eítir gulli til augnayndis eins og „spekúlantamir". 4. Jarðarfarir eru helstu skemtanir i höfuðstaðnum. 5. „Ritstjórarnir" líta út um glugg- ann og sjá götuna fulla af prýðilegu kvenfólki. Fegurðin er þó ekki af and- litsfarða. „það var bara voriðl" 6. „Ritstjórarnir" tala um drengja- þjófnaðina i Reykjavik. „Sem betur íer“, eru það ekki altaf sömu dreng- imir sem stela — segja „ritstjóramir". x. Ritatjóri: Tryggvi þórhallsaon. Prcntflmiðjan Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.