Tíminn - 31.05.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.05.1924, Blaðsíða 1
<§>JaCb£eri 0$ afgtetfcslmúa&ur Cimans « 5igurgeir ^rifcrifsfon, Samban&sfyástnu, Seffjaoif. ^feteifcsía Íimaní er i Sambanöííjúíirai. ©ptn baglega 9—\2 f. íp Sími V)6. YIIL ár. Reykjayík 31. maí 1924 22. blað Sekur al sjálfs dómi. Formaður Ihaldsflokksins kveður upp dóminn um íhaldsmennina. Hver á að dæma? íhaldsflokkur var stofnaður á Alþingi síðasta. Landsstjórnin er Ihaldsstjórn. íhaldsflokkurinn er fjölmennastur þingflokkanna. Ihaldsflokkar eru til í öllum lönd- um sem hafa þingræðisstjórn. Vit- anlega þýddi nafngjöfin íslenska íhaldsflokksins það, að hann ætlar sér að fara að dæmi erlendra íhalds flokka. íhaldsflokkurinn íslenski hefir með nafninu sagt sig í lög við þá. Fer það að líkindum að almenn- ing á íslandi varðar það mjög að fá sem sannastar og réttastar upplýs- ingar um eðli og einkenni slíks flokks og flokka. þjóðin á ekki að ganga þess dul- in á hverju hún á von. þjóðin á heimting á að fá að vita hvers eðl- is þeir stjórnmálamenn eru, sem fara með völdin í landinu. Vitanlega er það skylda blaðanna að láta slíkar upplýsingar í té. En þá ríður á að það sé gert án þess að máli sé hallað. Nú gæti Tíminn flutt slíka lýs- ingu frá eigin brjósti. En vera mætti, þótt fullkomlega rangt væri, að einhverjar skæðar tungur segðu, að sú lýsing væri hlutdræg og legðu því ekki trúnað á. Enn gæti Tíminn flutt dóm út- lendra stjórnmálamanna um íhalds flokka og Ihaldsstefnu. Tala þeirra ummæla er „legíó“. Mætti fá um- mæli hinna allra frægustu þjóð- skörunga. En enn gæti svo farið, að menn væru tregir að trúa um- mælunum, því að útlendur maður færi með. þessvegna verður nú hvorug þessi leið farin um að fræða ís- lenskan almenning um eðli og ein- kenni íhaldsflokka. Dæmt í eigin sök. Vill svo vel til, að hvorki þarf að leita í hóp útlendinga né and- stæðinga íhaldsmanna hér, um að fá skýran og ákveðinn dóm um íhaldið. Dómarann skal sækja í eigin herbúðir Ihaldsmannanna. Sjálfur formaður Ihaldsflokks ins íslenska, Jón þorláksson f jár- málaráðherra, skal leiddur sem vitni í málinu. Engum lifandi manni getur einu sinni dottið í hug að Jón þorláks- son halli á Ihaldsf lokkana er hann dæmir þá. Miklu fremur mætti ætla að hann væri vilhallur undir íhalds- stefnuna. Ef það verður sýnt aftur á móti, að hann, jafnvel hann, sjálfur for- maður íhaldsflokksins, kveði upp þungan áfellisdóm um íhaldsflokk- ana, þá verður þeim dómi með engu móti hrundið. þá munu allir trúa. Fyrir sextán árum. Kosningarnar 1908 eru einhverj- ar harðsóttustu kosningar sem háðar hafa verið á Islandi. Undir- búningur var langur og mikill af hálfu beggja flokkanna sem háðu þann hildarleik. Meðal ann- ars samdi Landvarnarflokkurinn stutta og ákveðna stefnuskrá sem birt var í einu blaði hér í bænum 18. febr. 1908. Út af þessari stefnuskrá komst Jón þorláksson út á þá braut að dæma alment um eðli og einkenni Ihaldsflokka. Hann flutti ræðu í stjórnmálafé- laginu Fram 27. febr. þ. á. Ræðan er birt í 9.—11. tölublaði Lögréttu þ. á. par á allur almenningur nú aðgang að þessari merkilegu ræðu Jón þorláksson segir svo frá, að síðari liðurinn í stefnuskrá Land- varnarmanna hljóði þannig: „Vér víljum styðja gætilega fjár málastefnu, halda sparlega á landsfé og steypa ekki landinu í skuldir.*) Nánari útlistun á þessu er sú, að það er „vegna þess, að flestir sjálfstæðis- vegir verða jafnan lokaðir skuldugum og háðum fátæklingum". (Lögrétta 9. tbl. 1908). þessi orð stefnuskrárinnai', svo nauðalík orðum og hugsun stefnu- skrár íhaldsflokksins nú, eni það, sem gefa Jóni þorlákssyni tilefnið til að kveða upp dóminn um íhalds- flokkana. Dómur Jóns þorlákssonar um Ihaldsflokkana. Dómur sá birtist í framhaldi ræðunnar í 10. tbl. Lögréttu 1908 og fer hér á eftir orði til orðs: „Eins og skýringarklausan („vegna þess að flestir sjálfstæðisvegir verða jafnan lokaðir skuldugum og háðum fátæklingum") bendir til, er í þessum lið tekin fram sú stefna í innanlands- málum, sem stjórn Landvarnarflokks- ins álítur þjóðinni vænlegasta til sjálfstæðis. Og nafnið á þeirri stefnu er ekki fortundið, því að hún á sér marga formælendur í öllum þing- stjórnarlöndum, þótt enginn hafi viljað við hana kannast hér til þessa. þeir, sem þessari stefnu fylgja í öðrum lönd- um, kalla sjálfa sig íhaldsmenn, en eru löngum nefndir af mótstöðumönn- um sínum afturhaldsmenn. íhaldsmenn semja í öllum löndum stefnuskrár sínar þannig, að þær gangi sem best í augu almennings, því að á þvi veltur fylgið. þessvegna segja þeir ekki: Við viljum enga nýja vegi, ekki talsíma, ekki jámbrautir, ekki hafnir, kærum okkur ekki um al- þýðuskóla o. s. frv.; ef þeir segðu þetta, fengju þeir sem sé lítið fylgi. þeir segja aðeins sem svo: Við viljum fara sparlega með landsfé, við viljum styðja gætilega fjármálastefnu, við viljum ekki hleypa okkur í skuldir. þeir vita það ofur vel, að ef þeir geta passað, að þjóðin komist ekki í lands- sjóðinn, þá fær þjóðin hvorki alþýðu- skóla, hafnir, járnbrautir eða annað slíkt, sem hún telur sig þui'fa, en þeir, íl.aldsmennirnir, halda, að hún geti án vcrið. það eru venjulega hinir efnaðri borgarar í hverju þjóðfélagi, sem fylla ílialdsflokkinn; þeir erú ánægðir með sinn liag, og finna þessvegna ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóð- arinnar, og vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni. Framfara- og umbótaflokkana skipa aftur þeir efna- litlu, sená finna að þjóðfélagið þarf að gera margt og mikið til þess að bæta lífsskilyrði alþýðunnar; sömu stefnu fylgja og þeir meðal efnaðx’i manna, sem einblína ekki á sína eigin pyngju, Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Jóns Gíslasonar bónda á Eystri-Loftsstöðum í Gaulverjabæjar- hreppi. Ekkja og fósturbörn. $ear? ELEPHANT CIGARETTES_. Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smáseluverð 55 aura pakkinu. THOMAS BEÁR & SONS, LTD., LONDON. ▼ J ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ *) Allar leturbreytingar hér og síðar í hinum tilvitnuðu orðum J. þ. eru gerðar af honum sjálfum. Tr. þ. lieldur hafa hag þjóðarinnar í heild sinni fyrir augum“. Síðar í ræðunni segir J. þ, enn: „þetta er eyrnamark reglulegs aftur- lialdsflokks, hverju nafni sem hann kýs að nefna sig, vantrú á landinu, að það svari arði, ef synir þess vilja kosta upp á að hlynna að því, og vantrú á þjóðinni, að hún sé fær um að nota sér þær lyftistengur á leiðinni til hag- sældar og sjálfstæðis, sem aflmestar hafa reynst annarsstaðar". Ekki myrkur í máli. J>að er mikill kostur á formanni íhaldsflokksins, Jóni Jiorlákssyni, að hann talar og ritar venjulega skýrt og ákveðið. Svo er og í þetta sinn. Sannarlega er hann ekki myrkur *' máli, þegar hann dæmir íhaldið. Og þetta var á hans bestu árum, meðan hann fylgdi hinum djarfhuga framsóknarmanni Hann esi Hafstein — sennilega eindregn- asta andstæðingi íhaldsins í hóp íslenskra stjórnmálamanna síðustu mannsaldrana, að Jóni Sigurðssyni einum undanteknum. Tíminn getur fullkomlega sam- þykt þennan áfellisdóm formanns íhaldsflokksins, J. p., um íhalds- stefnuna og íhaldsflokkana. Og þegar dómurinn kemur frá sjálfum J. p., hlýtur allur almenn- ingur á íslandi að taka dóminn gildan. Nokkur áhersluatriði. Til enn frekari skýringar þykir rétt að taka upp nokkur áherslu- atriði úr þessum dómi Jóns þor- lakssonar um Ihaldsflokkana og Ihaldsmenn, til þess að almenning- ur eigi enn hægra um vik að átta sig á dóminum. Ætti og engum að vera kærara en sjálfum íhaldsmönnum að heyra sem glegsta þá lýsingu, sem þeirra eigin formaður ber fram. 1. Fyrst er eftirtektaverð sú tak- markalausa fyrirlitning sem J. p. ber í brjósti til íhaldsmanna al- ment og hvar sem þeir eru. Hann kallar þá afturhaldsmenn. Hann gefur fyllilega í skyn, að þeir þori alls ekki að koma til dyranna eins og þeir séu klæddir. það leikur ekki á tveim tungum, að J. þ. þóttist gera andstæðingum sínum Landvarnarmönnum hinn allra versta bjamargreiða er hann gat bendlað þá við íhald. Verra og háðulegra nafn gat hann ekki valið þeim. 2. J. þ. gefur í skyn, að íhalds- mönnum sjálfum sé fullljóst, hve stefna þeirra sé ill og óvinsæl. „þessvegna segja þeir ekki“, segir J. þ. 0. s. frv. Orðið „segja“ hefir hann með breyttu letri. Meiningin er sú, að íhaldsmenn fari með vís- vitandi blekkingar, er þeir tala við kjósendur landsins. „Ef þeir segðu“ 0. s. frv. þ. e.: það sem þeir meina, bætir J. þ. við, til enn frek- ari áherslu. 3. þá er merkileg sú yfirlýsing formanns íhaldsflokksins, að „þeir, íhaldsmennirnir, halda, að hún (þ. e. þjóðin) geti án verið“ hinna nauðsynlegustu framfara, síma, alþýðuskóla, hafna, nýrra vega 0. s. frv. Honum tekst sannarlega upp, formanni Ihaldsflokksins, er hann lýsir því, hve skaðleg þessi kenning sé. Tíminn er honum al- veg sammála. 4. Enn harðnar dómurinn. J. þ. segir, að efnamenn séu einkum í íhaldsflokkunum. „þeir eru ánægð- ir með sinn hag“ o. s. frv., segir J. þ. og hefir orðið „sinn“ með breyttu letri. Hann er skýr maður formaður íhaldsflokksins. Aðdrótt- un hans til íhaldsmanna er alveg ljós og ákveðin. Eintóm eigingirn- in gengur þeim til og ekkert ann- að. þeir „finna þessvegna ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóðarinnar“ 0. s. frv. þyngri áfellisdómur hefir aldrei verið kveðinn upp um íhaldsmenn en þessi dómur formanns íhalds- manna. Hvílíkur hugsunarháttur! Hvílík siðferðismeðvitund, rétt- lætistilfinning og bróðurkærleiki! Einkunnarorðin eru þessi: Sjálfur leið þú sjálfan þig og engan ann- an. En hvert á að áfrýja dómi sem sjálfur formaður Ihaldsflokksins kveður upp um Ihaldsmennina ? 5. Hversvegna er hugsunarhátt- ur Ihaldsmanna svona? J. þ. svar- ar þeirri spurningu mjög skýrt og afdráttarlaust. þeir „vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni“, segir J. p. Hann á kollgátuna. Efnamennirnir í Ihaldsflokkunum láta stjórnmálaflokka sína og landsstjórnir gæta þess að þeir, ríku mennirnir, þurfi sem minsta skatta að bera. Fátæku mennirnir eiga að gera það. það er gleðileg tilhugsun fyrir íslenskan almenn- ing, er nú situr hér Ihaldsstjóm og formaður íhaldsflokksins er fjár- málaráðherra, og segir svo hrein- skilnislega frá innræti Ihalds- manna. 6. Hinsvegar lýsir J. þ. andstæð- ingum íhaldsmanna, sem þá al- ment má kalla Framsóknarmenn. I þeim flokki eru fyrst og fremst hinir efnaminni menn og þvínæst líka „þeir meðal efnaðri manna, sem einblína ekki á eigin pyngju, heldur hafa hag þjóðarinnar í heild sinni fyrir augum“. ótrúlegt er það, en þetta em þó eigin orð Jóns þorlákssonar, formanns Ihalds- flokksins, um andstæðinga Ihalds- manna. Tíminn leyfir sér að þakka formanni Ihaldsflokksins alveg sérstaklega fyrir þessi ummæli. Eitthvað er hann göfugri hugsun- arhátturinn sem ríkir hjá andstæð- ingum Ihaldsflokkanna! þar er „ekki einblínt á eigin pyngju“! Nei! þar hafa menn „hag þjóðar- innar í heild sinni fyrir augum“. I íhaldinu er aftur á móti ein- göngu hugsað um eigin hag en ekki hag þjóðarinnar. þannig hljóðar afdráttarlaus játning og eigin orð formanns íhaldsflokksins. Tíminn endurtekur þakklætið til Jóns þor- lákssonar. Skjall hefði þetta þótt ef einhver Framsóknarflokksmað- ur hefði haft þessi ummæli, En það er alt öðru máli að gegna þeg- ar þau koma frá andstæðingi, frá sjálfum foringja andstæðinganna. 7. Loks koma síðustu tilfærðu ummælin um „eyrnamark reglu- legs afturhaldsflokks". Alveg er hún takmarkalaus fyrirlitningin á íhaldinu, sem liggur í þessum orð- um Jóns þorlákssonar. Enda er ekki að undra þótt svo sé. „Vantrú á landinu", „að það svari arði, ef synir þess vilja kosta upp á að hlynna að því“, og .,van- trú á þjóðinni", veldur skoðunar- hætti íhaldsmanna. Og vitanlegt er, að það, að ala slíka vantrú á íöðurlandi og þjóð í brjósti sínu, er mesta dauðasynd sem einstakur stjórnmálamaður eða stjórnmála- flokkur getur framið. það er alveg rétt hjá formanni íhaldsflokksins að þetta er einmitt „eyrnamark reglulegs afturhaldsflokks". Af þessu höfuðeinkenni dæma þeir menn dauðadóminn um íhalds- stefnuna, sem elska land sitt og þjóð og hafa trú á framtíðinni. Án þeirrar trúar ætti enginn maður að fást við opinber mál. þá trú hafði Jón þorláksson fyrir sextán árum og því féll dómur hans svo ákveð- inn. Hvernig ætlar Jón þorláksson formaður Ihaldsflokksins að svara þessum almenna dómi um Ihalds- menn og íhaldsstefnuna, sem Jón þorláksson kvað upp fyrir sextán árum? Fár gengur sekur af sjálfs dómi. Var svo að orði kveðið í upphafi þessarar greinar, að það væri skylda blaðanna að veita almenn- ingi upplýsingar um stjórnmála- flokkana. En mikið lægi við að ekki væri máli hallað. Tíminn þykist nú hafa, í bili, gert skyldu sína í þessu efni um íhaldsflokkinn. Ekki með því að kveða upp dóm frá eigin brjósti. Ekki með því að leita langt út í lönd að vitni. Heldur með því að láta sjálfan foringja íhaldsmanna tala. þessa mynd af íhaldsstefnunni þarf íslenska þjóðn að þekkja. þannig er hann hugsunarháttur Ihaldsmannanna. þannig er rétt- lætistilfinning þeirra. Slík er van- trú þeirra á þjóð og föðurlandi. þetta er framundan fyrir ís- lensku þjóðina ef hún áfram fel- ur íhaldsmönnum stjóm mála sinna. Guðmundur góði sagði það forð- um við Kolbein Tumason, að „fár gengur sekur af sjálfs dómi“. Einsdæmin eru verst. Formað- ur íhaldsflokksins hefir dæmt íhaldsflokkana og íhaldsstefnuna. Hvar er sá maður sem vill halda því fram að Jón þorláksson ekki gangi sekur af sjálfs dómi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.