Tíminn - 31.05.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1924, Blaðsíða 3
TlMINN 87 hepnir, fríðir sýnum, miklir glæsi- menn o. s. frv. Ekkert af gjörfuleik þeirra og gáfum fór fram hjá hon- um. Hann var ekki blindur fyrir brestum manná og því, er aflaga fór. En honum var langtamast að halda hrósunarefnum á lofti. Má með sanni segja, að svo var hann góðgjarn, „at hann mat alt þat meira, sem vel var gert“. Engin furða væri þótt gengið hefði á glaðlyndi þórhalls síðari ár- in, enda mun svo hafa verið. Bar margt til þess. Læknishérað hans var fremur erfitt og afskekt, og sökum vanheilsu var honum ofætl- un að gegna störfum þar. þráði hann og mjög að komast þangað, sem félags- og mentalíf var meira, °8 mundi best hafa kosið, að geta sest að í fCeykjavík. Iiann sókti þvi um dósentsembætti við háskólann, eftir áeggjan vina sinna. Bæði þeir og hann gerðu sér von um að hon- um yrði vvitt embættið, enda mun hann hafa staðið nærri að fá það. En sú von brást. Og jafnframt urðu lítil eða engin líkindi til þess, að hann gæti sest að í Reykjavík. Mun hann hafa tekið sér þetta nær, en hann lét á bera. En ekkert gekk honum jafn nærri og það, er þau hjón mistu eina barnið, sem þau áttu. þá særðist hann sári því, er aldrei gréri síðan. Og öll sín em- bættisár átti hann löngum í bar- áttu við veikindin, sem ásóktu hann sjálían. Síðastliðið haust ágerðust þau mjög, og sá þórhall- ur hvað verða vildi. þá var það eitt sinn, er hann var mjög veikur, að maður með berklaveikissnert í lungum lét hann skoða sig. „þér batnar“, mælti þórhallur rólega, „en mér batnar ekki“. Hann reyndist sannspár. Og þykir nú vinum hans skarð fyrir skildi. Munu þeir jafnan minnast hans sem eins hinna ágætustu drengja, er þeir hittu á lífsleiðinni. Jakob Kristinsson. Bækur. Guðm. G. Hagalín: Strandbúar. „þá er eg skrifa sögur“, segir skáldið í formálanum, „hefi eg ósjálfrátt í huga Vestfirði, vest- firska lífernisháttu og vestfirskt lundarfar“. það leynir sér ekki að höf. er vestfirskur. þó ekkert stæði um það í formálanum, þá segðu sögurnar til. Mál sagnanna og menning er vestfirsk að svo miklu leyti sem einstakir landshlutar eru sér um mál og menning hér á landi. Daglegt líf alþýðunnar er yrkis- efnið, en frásagnastíllinn er dag- legt mál, látlaust, lipurt og við- feldið. það er aðalsmerki alþýðu- menningar vorrar að daglegt tal er besta bókmálið. I engu öðru landi Norðurálfunnar er því svo varið. íslenskum sagnaskáldum eiga að vera þetta heilög sannindi. Svo var um Jón Thoroddsen, sem fyrstur skrifaði sögur af íslensku sveitalífi og best þeirra, sem enn hafa komið fram á ritvöllinn. Iiagalín er á réttri leið. Hann læt- ur sér nægja að segja frá og spill- ir ekki sögunum með prédik- un. Heimspekilegar hugleiðingar skáldsagnahöfunda er lýsa lífi al- þýðu manna eru óþarfar. Með slíku stórspilti Jón Trausti sínum sög- um. Bak við orð og verk alþýðunn- ar hyllir jafnan undir sannindi, ef rétt og fagurt er sagt frá. Og hversu mikil unun er ekki að lestr- inum, þegar grysjar í lífspeki bak við frásögnina, móts við að hlusta á höfunda, sem hefja upp hús- lestralag mitt í frásögunni, Hér skal aðeins minst nánar á eina af hinum sex sögum í þessu hefti, söguna um tófuskinnið. Árni á Bala er enginn húsbóndi á sínu heimili. Hann er lítilsigldur en kona hans skapstór. Argið og basl- ið er hennar líf. það birti helst yf- ir þegar Jón á Lóni kom. þá „lék bros um varir henni, í bláum aug' unum sindruðu hálfkulnaðar glæð- ur“. En Árni er ekki að mögla, „Hundrað krónur árlega, auk alls annars, sem barst frá Lóni, var svo sem lagleg þóknun. Já, margur var ver kvæntur en Árni á Bala. Og börnin átti hann þó að mestu leyti“. I því þótti Árna einna mest fremd að skjóta tófur. En sá heið- ur hafði aldrei fallið í hans skaut. Eitt sinn finnur hann þó nýdauða tófu. þá skýtur kúgað stoltið upp kollinum. Loginn heiður er betri en enginn. „Ekki einu sinni konan hans skyldi fá að vita annað en að hann hefði skotið tófuna“. En hún þekkir karl sinn og tortryggii hann. En Árni hefir bitið sig í þetta. Iíann ætlar ekki að láta neinn „eyðileggja fyrir sér tófu- gleðina“. „Ætli eg hafi ekki rétt skotið tófuna sjálfur“, segir hann við Jón á Lóni. „Tófuskinnið varð yndi of eftirlæti Árna. Hvern ein- asta þurviðrisdag hengdi hann það strokið og greitt út á bæjarþilið". Skinnið verður honum svo kært, að hann má ekki af því sjá. Konan vill selja það og kaupa nauðsynjar fyr- ir, en Árni segir nei — og ræður í fyrsta sinni. Skinnið verður honum helgur dómur. í því býr allur mann dómur hans. „Eg vildi heldur láta allar ærnar mínar en þetta skinn“, segir hann síðar, „því að einmitt það kom mér einu sinni til að segja: Hingað og ekki lengra. Síð- an er eins og eg eigi eitthvað hérna inni í brjóstinu, sem ekki einu sinni Jón í Lóni getur frá mér tek- ið. Og eg held að eg sé nú farinn að skilj a, hvað átt er við með möln- um og ryðinu í guðsorðinu“. Sagan ei stutt, en löng þegar lesið er milli línanna. Manni kemur í hug mátt- ur lýginnar í einni af sögum Jó- hanns Bojers. Árni á Bala stendur fyrir manni ljóslifandi, kona hans og sambúð þeirra. Fátt eitt er sagt, en fleira gefið í skyn. Sagan hefir þá kosti, sem hér hefir einkum verið bent á, alþýðlegt mál og eng- ai prédikanir. En frásögnin er gagnsæ og þar grysjar í þá þætti sálarlífsins, sem aldrei verður tek- ið á með berum höndum né sagt frá nema milli línanna. Menn ættu að kaupa og lesa þessar smásögur. þær eru þess verðar. Sögur sem eru hold af voru holdi og bein af vorum beinum ættu að útrýma er- lendum lygasögum, sem á síðari símum hafa hótað alþýðumenning- unni tortímingu. Z. Frá útlöndum. Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smjörkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn. Valby. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup- manna. Símnefni: »Cooperage«. Þvottaefnið „Nix 44 er best og ódýrast. Hefir alstaðar, þar sem það hefir verið notað, hlotið einróma lof. Sambandið annast um pantanir. Hin heimsfrægu Barratt’s baðlyt eru best og ódýrust. Mac Donald forsætisráðherra Englands gat þess nýlega í ræðu í parlamentinu, að enska stjómin myndi gangast fyrir samkomulagi milli þjóðanna um að draga úr víg- búnaði. Einkanlega væri mikil þörf á að samkomulag næðist um að takmarka vígbúnað í lofti á líkum grundvelli og náðist í Washington, og flotana. — Mussolini hefir lánað Roald Amundsen eina fullkomnustu flug- vél ítalska hersins í flugið til norð- urheimsskautsins. Verða þá flug- vélarnar þrjár í ferðinni. Er fast- ákveðið að 1. júní verður flogið til- raunaflug frá Písa til Spitsbergen. Er sú vegalengd 2800 mílur. En í sjálft heimsskautsflugið verður sennilega farið af stað um miðjan júlí. 30 menn fara með til Spits- bergen en einungis 9 í aðalferðina á heimsskautið. Gert er ráð fyrir að ferðin kosti um 250 þús. dollara og þeir peningar eru fengnir. — Mikil hátíðahöld fóru fram seint í apríl vegna 200 ára afmælis Immanuels Kant, hins frægasta heimsspekings þjóðverja. Hátíðin fór fram í Königsberg, því að þar dvaldist Kant nálega alla æfi. Af- hjúpað var minnismerki á gröf- inni. — Coolidge Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í ræðu fyrir skömmu, að þá er endi væri bundinn á samn- ingana um skaðabótagreiðslur þjóðverja, væri tími kominn til að kalla saman alþjóðafund til þess að draga enn úr vígbúnaði. Hefði Washingtonfundurinn um vígbún- aðinn á sjó komið miklu góðu til leiðar og á þeim grundvelli mætti komast lengra. — Ýmislegt bendir á, að sam- vinnan milli frjálslynda flokksins og verkamannaflokksins á Eng- landi muni bráðlega fara út um þúfur. Eru margir þingmenn frjáls lynda flokksins óánægðir með að styðja stjórn verkamanna. Lloyd George gat þess í ræðu um mán- aðamótin síðustu, sem hann hélt í Wales, að stjórnin skyldi ekki bú- ast við að sitja til eilífðar við stuðning frjálslynda flokksins. Flokkurinn ætli sér að halda sínu fulla athafnafrelsi og ekki þola alt of mörg olnbogaskot stjómarinn- ar. — Endanlegir samningar hafa ekki náðst enn um landamæri milli írska lýðveldisins og Ulsterfylkis- ins á norður frlandi, sem enn er í fullu sambandi við England. — Enskur aðalsmaður lagði af stað um síðustu mánaðamót í ferð frá Englandi til Indlands. Ætlar að fara alla leiðina í bíl. Vegalengdin er 5000 enskar mílur. Gerir hann ráð fyrir að vera 100 daga á leið- inni. — í byrjun þessa mánaðar hóf- ust fastar áætlunarferðir í lofti milli Stokkhólms og Helsingfors, höfuðborgar Finnlands. Sömuleið- is milli Helsingfors og einnar helstu borgarinnar á Norður- þýskalandi. — Síðast í aprílmánuði kom það f fyrir í fyrsta sinn síðan fyrir stríð að þýskt skip kom í franska höfn. — Franskur flugmaður flaug frá París til Búkarest, höfuðborgar- innar í Rúmeníu, án þess að lenda nokkursstaðar á leiðinni. Vega- lengdin er 2000 kílómetrar. Hann var 11 tíma á leiðinni. — Mikið umtal hefir það vakið á þýskalandi, að lögreglan hefir hremt leynifélag kommúnista, marga félaga þess, skjöl þess og fleira. Eru sögurnar sem um ganga vafalaust eitthvað ýktar. Er talið að rússneskur maðru hafi stofnað félagið og hafi það náð um alt þýskaland. Verkefnið að ryðja úr vegi, með hvaða ráðum sem væri, hættulegustu pólitisku andstæðing- um kommúnista. Hafi fundist í fór um félagsins mikið af vopnum og sprengiefnum og auk þess forði bæði af taugaveiki- og kóleru sótt- kveikjum — til afnota eftir því sem við átti. Nógu fé hafi félagið haft yfir að ráða og haft fasta vel- I launaða starfsmenn. — Hinsvegar fullyrða frönsku blöðin, að enn séu á þýskalandi óteljandi leynifélög þjóðernis- sinna. Verkefni þeirra sé að vígbúa þjóðina í miklu stærri stíl en heim- ilað er í Versalasamningunum. — Giskað er á að um 70 miljónir Lúterstrúarmanna sé í heiminum — 5% af íbúum jarðarinnar. — Frægur skákmaður, Alekhin, tefldi nýlega 26 blindskákar í einu og er það hærrí tala blindskáka en nokkurntíma áður hefir verið tefld þannig'. Hann vann 16 töfl, tapaði 5, en 5 urðu jafntefli. — Áætlað er að um síðustu mán aðamót hafi hið mikla verkfall í Noregi kostað landið 100 miljónir króna. Hefir stjórnin orðið fyrir miklum árásum fyrir of mikið af- skiftaleysi af málinu. — Hinn 29. f. m. lagði fjármála- ráðherrann enski fjárlagafrum- varpið fyrír parlamentið. Samhliða bar hann fram ýmsar tollalækkan- ir á neysluvörum einkanlega. Syk- urtollurinn lækkai’ t. d. um helm- ing, kaffi, te og kakaótollur sömu leiðis. Asquith talaði af hálfu frjálslynda flokksins og hét stuðn- ingi flokks síns í aðalatriðum, en afturhaldsflokkurinn mælti á móti — Hvirfilvindur afarharður geysaði um suðausturhluta Banda- ríkjanna um mánaðamótin síðustu Efnatjónið er metið 10 milj. doll ara, 100 manns týndu lífi og fjöldi fólks hlaut meiri og minni meiðsl. — Með fárra atkvæða mun fékk verkamannastjórnin enska það samþykt í parlamentinu, að fresta að reisa hina fyrirhuguðu miklu flotastöð í Singapore á Austur- Indlandi. Hefir sú ákvörðun vakið mikinn óhug í öllum hinum víð- lendu nýlendum Englendinga við Kyrrahaf. Ákvörðunin var borin undir öll helstu ríki breska heims- veldisins. Kanada og írland leiddu málið hjá sér. Suður-Afríka mót- mælti, en Ástralía og Nýja-Sjáland mótmæltu harðlega og buðust jafn- framt til að leggja fram stórfé til þessarar flotastöðvar. það er ótt- inn við Japan, sem veldur. Austur þar er það fullyrt, að Japan muni fylgja sömu stefnu við Kyrrahaf sem þjóðverjar fylgdu í Norður- álfu fyrir stríðið, þeir munu ætla sér að verða þar hin drotnandi þjóð. Fólksfjölgunin er geysimikil í Japan, viðbótin um 700 þús. manns á ári. En mjög þröngt er fyrir. Landið þrautræktað og iðn- aðarmöguleikar tiltölulega litlir, enda lítið um málma í landinu. Hvert eiga þeir að leita, Japanar, jegar Norðurálfumenn eiga obbinn af nýlendunum í kringum þá, Bandaríkin loka hjá sér og Kína á að vera jafnt öllum opið ? það er og fullyrt, að Japanar verði miklu fljótari að ná sér eftir jarðskjálft- ana miklu, en á horfðist í fyrstu. Japanarnir gleðjast en við hræð- umst það, að enski flotinn eigi hvergi höfði að að halla í Kyrra- hafi“, segja Englendingarnir aust- ur þar. Annað benda þeir og á um nauðsynina á að reisa flotastöð í Singapore. þar liggur hjá ein hin f jölfarnasta siglingaleið í heimi. Er áætlað að ensku skipin sem sigla þar um sundið árlega, séu tveggja miljarða króna virði. — Amei’ískir bankamenn hafa gefið út merka bók um fjármála- hlið styrjaldarinnar og afleiðingar. Meðal annars fylgir áætlun um hvað stríðið hafi kostað hvert land miðað við fólksfjölda þess. Útkoman er þessi: I Englandi koma 525 dollarar á mann, á Frakklandi 280, í Italíu 125, á Rússlandi 45, í Bandaríkjunum 177, í Austun’íki-Ungverjalandi 109 og í þýskalandi 298. Ef miðað er við þjóðarauðinn, kostaði stríð- ið Englendinga 34,49% af þjóðar- auðnum, Frakka 19,36%, Itali 20,59%, Rússa 13,1%, Bandaríkja- menn 8,67%, Austurríkismenn og Ungverja 18,13% og þjóðverja 24,71%. — Ameríkumenn hafa nýlega gefið út skýrslu um járnfram- leiðsluna í heiminum árið sem leið. Hún hefir verið 6414 miljón smálesta, 141/2 miljón smálesta meiri en í fyrra. þó er framleiðsl- an ekki enn orðin jafnmikil og hún var síðasta árið fyrir stríðið, því að þá var hún 77,9 milj. smálestir. En Bandaríkin hafa aldrei fyr fram- leitt jafnmikið járn og árið sem leið. Framleiðsla þeirra var rúm- lega 40 milj. smálestir, eða um 60% af allri heimsframleiðslunni. England framleiddi 7,3 milj. smá- lestir, Frakkland 5, þýskaland 4 og Belgía 2,1 milj. smálestir. Breyting in sem orðið hefir í þessu efni sést best ef borið er saman við fram- leiðsluna 1913. þá framleiddu Bandaríkin 31 milj. smálesta af járni, þýskaland 16,5 milj., Eng- land 10,3 milj., Frakklandi 5,1 og Belgía 2,4 milj. smálesta. En þörf heimsins fyrir járniðnað virðist altaf vera að vaxa. Til samanburð- ar má t. d. geta þess, að talið er að árið 1820 hafi ekki verið framleidd nema ein miljón smálesta af járni 1 heiminum. Jámframleiðsla hvers lands er ekki einungis háð járn- námunum, heldur og kolanámun- um, því að geysimikið þarf af kol- um til að bræða járnið. þar sem talið er að Bandaríkin eigi 20% af járni því í heiminum, sem hægt er að ná, og mestu kolanámurnar, telja Bandaríkjamenn víst að þeir muni æfinlega vera langhæstir í j árnf ramleiðslunni. Utanfarir ráðherra. Magnús Guðmundsson, nú at- vinnumálaráðherra, endurskoðaði í fyrra landsreikninga ársins 1922. Athugasemdir hans eru prentaðar með landsreikningnum. þrettánda athugasemdin hljóðar svo meðal annars: „Á árinu 1922 hafa ráð- herrar farið 5 ferðir til útlanda og stundum verið þar nær samtímis. Virðist svo sem þeir geti rekið þar erindi hver annars og að þessai’ tíðu utanfarir geti því ekki talist nauðsynlegar“. Magnús Guðmunds son átelur þarna harðlega að ráð- herrar séu utan nær samtímis. En nú situr M. G. sjálfur í stjórn og báðir hinir ráðherrarnir, Jón Magnússon og Jón þorláksson eru sem stendur alveg samtímis utan- lands og verða sjálfsagt lengi enn. Gleymdi M. G. að segja við þá: „virðist svo sem þeir geti rekið hver annars erindi“, eins og hann sagði í fyrra? Eða vildu þeir ekki hlýða? Hefir engin athugasemd sést nú frá M. G. Svona er viðhorf- ið breytilegt, eftir því hvort í hlut eiga flokksmenn eða andstæðingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.