Tíminn - 07.06.1924, Side 2

Tíminn - 07.06.1924, Side 2
90 T I M I N N Vinarkveðja send islenskum prestum. í utanför minni í fyrra vor sendi biskupinn í Hróarskeldu mér orð og sýndi mér þá velvild að bjóða mér að halda guðsþjónustu í hinni veglegu dómkirkju. Varð eg fús- lega við þeim tilmælum, og geymi nú minningu um gleðiríkan dag. Mér var mjög vel tekið á heimili biskupsins, og þar hitti eg þann mann, sem eg lengi hafði þekt af bókum hans, en það var dr. theol. H. Martensen-Larsen dómprófast- ur í Hróarskeldu. Er hann einn hinn allra þektasti prestur í Dan- mörku, og er hvorttveggja í senn bæði guðíræðingur mikill, eins og afi hans Martensen biskup, og áhugasamur kennimaður. En jafn- framt er hann í fremstu röð rit- höíunda kirkjuimar og hafa bækur hans náð mikilli útbreiðslu um öll Norðurlönd og víðai’ um Evrópu. Að lokinni guðsþjónustunni, sem eg hélt í Hróarskeldu, átti eg tal við dómprófastinn, og hlýnaði mér um hjartarætur, er eg heyrði hann tala um íslenska presta af mikium skilningi og vinarhug. Lét hann í ljósi þá löngun sína að fá tækiíæri til þess að sýna starfs- bræðrum á Islandi vináttumerki, og bauðst þá til að senda nokkrar af bókum þeim, er hann hafði sam- ið, og láta á þann hátt vinar- kveðju berast til íslenskra presta. Hafa á síðustu mánuðum nokk- ur bréf farið okkar á milli um mál- ið, og eru nú bækurnar til mín komnar og eru sem hér segir: 15 eint. af „Tvivl og Tro“, 10 eint. „Sjerneuniverset og vor Tro“, 30 eint. „Jairi Datter“, 30 eint. „Brod- er og Söster“, 10 eint. „Spiritism- ens Blændværk og Sjæledybets Gaader“, og 10 eint. „Den bibelske Monoteismes Særstilling". Framan á hverja bók er ritað hlýlegt ávarp til þess, er bókina fær. 1 bréfi því, er hann ritar mér um leið og hann sendir mér bækumar, ber hann fram hugheilar óskir um, að bless- un megi fylgja starfi hinnar ís- lensku kirkju. Eg mun afhenda þessar gjafir prestum þeim, er nú sækja presta- stefnuna, og æskilegt væri, að þeir prestar, sem verða ekki á presta- stefnunni, sendi síðar til mín, svo að þeir geti eignast einhverja bók- ina. Mér er það mikið gleðiefni að hafa kynst þessum merka presti Bjarma-greinirnar um Einer Nielsen. Andsvar frá prófessor Haraldi Níelssyni. Herra cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason hefir ritað stutta grein í síðasta blað Tímans, til þess að þegja ekki alveg við skýrslu minni um tilraunir Sálarrannsóknafé- lagsins í vetur. Eftirtektarvert er það, að nú er ritstjóri „hins kristi- lega heimilisblaðs“ orðinn miklu hógværari en áður. Er ekki fjarri að geta þess til, að málaferlin ný- byrjuðu, þau er hann kvíðir, að muni verða mér og andahyggjunni til svo mikils vansa, hafi þegar kent honum að tala gætilegar en hann hefir gert í „Bjarma“. Nú þykist hann ekki hafa verið að bera neinn „óhróður“ út um Einer Nielsen. Mér er spurn: Get- ur nokkur skynsamur maður lesið greinirnar um E. N. í „Bjarma“ og efast um, að þær eigi.að vera hon- um til ófrægingar eða óhróðurs? Voru þær skrifaðar honum til sæmdar? Nú spyr ritstjórinn svo dæma- laust sakleysislega: „Eg veit ekki, hvað það er af þessu, sem hr. H. N. telur „óhróður" eða „saur svikabrigsla“, en væntanlega bend- ir hann á það“. og rithöfundi, og gieöi mín samein- ast þakklæti, er eg hugsa um þessa bróðurkveðju. Eg tel þá einnig víst, að margar vinakveðjur berist til hans frá þeim, sem á þennan hátt fá hlutdeild í vináttu hans. Bjarni Jónsson. o- Guðfræoipróiessor Haraldur Ní- elsson sendir mér enn kveðju í Tímanum, sem eg verð að kvitta fyrir. Hann biður ekki afsökunar á uppnefninu, sem ekki er að vænta þar sem hann gefur í skyn, að hann — eftir að hafa leitað í „Saló- monsens Lexikon" að hæfilegu heiðurs-heiti handa mér — hafi sæmt mig „rétttrúnaðarriddara“- nafninu í virðingar- og viðurkenn- ingarskyni. Mætti eg þá vel við una, ef svo væri. Eg vissi það ekki, að lúterska kirkjan hefði gefið hon um myndugleik til að miðla nafn- bótum íyrir hennar hönd — og finn ekkert um það hjá Salómon- sen. En nú er það alkunnugt um guð- fræðiprófessorinn, að rétttrúnaður er honum hinn sárasti þyrnir í augum. Og sambandið í grein hans, þar sem hann víkur uppnefninu að mér, tekur af allan efa um hugar- þelið, sem naíngjöíin er sprottin af. Ef til vill kemur það betur í ljós seinna. Og engan fær hann blekt með því, að hann hafi sem „samherji“ valið mér „rétttrúnað- arriddara“-nafnið sem „vegsemd- arheiti“. Hann veit það vel, prófessorinn, þótt hann láti á annan veg, að uppnefni er vítavert, hvort sem í því felst last eða lof. Og til merkis um hans eigið álit á nafnhelginni skal eg geta þess, að hann hefir sjálfur átalið mig opinberlega fyr- ir að rita virðulegt nafn hans í eignarfalli „Haraldar“, í stað „Har- alds“. Svo viðkvæmt er honum hans eigið nafn — þegar andstæð- ingur á í hlut. Hinsvegar lætur hann það víst óátalið, að ,samherji‘ hans, hr. E. H. Kvaran, leyfir sér að geta „séra Haraldar“ í Morgun- blaðinu 27. f. m. — Auðvitað teldi eg mér það heið- ur, að bera rétttrúnaðarriddara- nafnbót, ef eg væri þess maklegur og hún væri mér gefin af góðum og einlægum huga. En það eru önnur atriði í þessai’i það er varla nokkurt atriði í greinunum, sem ekki er það. Ekki aðeins sýna mörg orð það, heldur allur andi greinanna. pað eitt að skrifa greinirnar á því stigi málsins og gefa út bækl- inginn ber ótvíræðlega vott um of- sóknarhug. Hvað varðar hr. S. Á. Gíslason um það, þótt S. R. F. I. fái miðil frá útlöndum til að gera tilraunir með? því meira sem deilt hefir verið um þann miðil, því meiri ástæða — og sjálfsögð skylda — var að láta hann með öllu óáreitt- an,meðan verið var að gera tilraun- irnar með hann. þegar skýrslur frá fundunum voru útkomnar, var tíminn kominn að ræða málið. Miðlar eru ekki trébútar eða stein- ar. þeir eru menn, venjulegast mjög tilfinninganæmir menn. Hug- ur þeirra þarf um fram alt að vera í jafnvægi. Engin fyrirbrigði fást, ef sálarrósemi miðilsins er spilt, hvað þá heldur, ef honum er skap- raunað með ódrengilegum hætti. þetta skilja allir, sem nokkuð vita. Enda er ekki annað sýnna en að óvinir málsins hér hafi gengið á það lagið. peir byrja þegar, er um það fréttist, að miðillinn muni hingað koma, að búa út rit honum til ófrægingar. Og Bjarma-grein- irnar sýna, að ritstjórinn vildi um fram alt kveikja æsing út af komu miðilsins. Og það er ekki til neins fyrir ritstjórann að reyna til að koma ábyrgðinni af því verki af síðustu kveðjusendingu prófessors- ins, sem meira er um vert, — at- riði, sem bei’a höfuðeinkenni rit- smíða hans, og um þau verð eg að fara nökkrum orðum. 1. Prófessorinn segir, að eg hafi alveg nýlega gengið „einn fram fyr ir skjöldu, til þess að verja lút- ersku kirkjuna gegn all-þungum sokum, sem hún var borin af kar- dínála katólsku kirkjunnar,*) þeim er Norðurlönd heimsótti síð- astliðið sumar“. þetta er ekki satt. Eg mótmælti ummælum hr. Halldórs K. Lax- ness, en alls ekki ummælum kar- dínálans. Sú mótmælagrein mín er í Morgunblaðinu 10. maí og vænti eg að hver sá, er vita vill hið sanna um þetta, lesi hana þar. Eg gekk með ráðnum huga fram hjá um- mælum hins virðulega kardínála, aðallega vegna þess, að eg taldi þau réttmæt (þ. e. þau, er hr. Laxness birti). Og eg lét svo um mælt, að væntanlega mundi ekki standa á svari frá þeim leiðtogum evangel- isk-lútersku kirkjunnar, sem þar eiga sérstaklega hlut að máli, og þá fyrst og fremst þeim, er kapp- samlegast hafa að því unnið á und- anförnum árum, að ginna menn út á glapstigu hjátrúar og hindur- vitna. En þangað til þau svör koma, verður að líta svo á, sem „leiðtog- unum“ þyki ummæli kardínálans ekki fýsileg viðfangs. 2. Prófessorinn segir ennfrem- ur: „En viti menn, Árni Jóhanns- *) Letri breytt hér. sér. þótt hann vilji nú eftir á fara að „þvo hendur sínar“ frammi fyrir lýðnum, þá er það ekki annað en Pílatusár-þvottur. Ritstjórinn reyndi jafnvel að gera gys að miðlinum fyrir at- vinnu hans, og vinnur það til að segja ósatt frá. Menn finna tón- inn í þessu: „Hann hefir söluturn, svipað Sveini frá Mælifellsá í Reykjavík, og sendisveinastöð í Khöfn“. þetta átti að vera særandi fyndni, en fór jafn ófimlega sem skeiðsprettur hjá víxluðum hesti. Einer Nielsen hefir engan sölu- turn og hefir aldrei haft, og því síð- ur nokkura sendisveinastöð. Hann rekur smáverslun í lítilli búð, sem er inni í húsaröðinni, alveg eins og aðrar búðir. Ritstjórann vantar að- eins þekkingu á því, að þess konar smáverslanir, eins og sú, er hann hefir, eru nefndar „Kioskforretn- inger“ í Danmörku. Um tilraunafundina með E. N. notar ritstjórinn stöðuglega orðið „setur“, sem þýðir alt annað og engum hefir komið til hugar að nota um „séance“ (fr.) eða „sit- ting“ (e.), nema einum óvildar- manni málsins áður. En ritstjór- inn hygst að gera E. N. sérstaklega hlægilegan með því, vegna þess, sem fyrir kom á síðasta fundinum í Kristjaníu. Hvað mundi ritstjóranum finn- ast um þann rithátt, ef sagt væri um hann og t. d. Áma Jóhannsson, Kaupið íslenskar vörur! Hreini Blautsápa Hreini Stangasápa Hreinl Handsápur Hreini Ke rti Hreini Skósverta HreinS. Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! son treystist til að ganga fram á vigvöllinn gegn þessum Golíat kat- óiskrar kirkju . .. Vegna þessa ) nefndi eg hann rétttrúnaðarridd- ara“. þetta hlýtui' einnig að vera ósatt. Grein prófessorsins, þar sem hann uppnefnir mig, er að minsta kosti hálíum mánuði eldri en mín grein, sú er hann þykist byggja uppnefnið á; hans grein byrjaði (í Tímanum) 26. apríl og endaði í blaðinu 10. maí, sama dag sem mót- mælagrein mín birtist í Mgbl. Pró- fessorinn gat því ekki verið búinn að sjá grein mína þegar hann upp- nefndi mig, svo að uppnefnið hlýt- ur að vera runnið af öðrum rótum, en hann segir — nema hann hafi fengið að skjóta því inn í próförk á síðasta augnabliki**), svo sem til að auka akademiskan blæ grein- arinnar í heild sinni. En í raun og veru skiftir það minstu, hvernig uppnefnið er til komið. Hitt er miklu alvarlegra mál og meira um það vert, að ekki skuli æfinlega mega treysta því, að guðfræðiprófessor fari með satt og rétt mál, í ræðu og riti. Reykjavík 2. júní 1924. Árni Jóhannsson. ‘) Letri breytt hér. **) Eftir að þetta er skrifað hefi eg fengið þær upplýsingar, að innsiður Tímans (2. og 3. bls.) séu ávalt prent- aðar einum eða tveimur dögum fyrir útkomudag blaðsins. Er þá horfinn sið- asti og eini möguleikinn til þess, að prófessorinn hafi séð grein mina áður en hann uppnefndi mig. Á. Jóh. er þeir væru á fundi í Kristniboðs- félaginu, að „nú væru þeir á setun- um“? Hvað finst ritstjóranum nú eftir á um aðrar eins setningar og þessar: „— svo innilega þrá þeir að fá litið hið undraverða „teleplasma“ eða gráu slæðu, sem streymir að ,sögn frá E. á setum“. „Bar snemma á miðilsgáfu hjá honum, og hefir hún þó löngum verið þrætu-epli, og E. N. oft verið bendlaður við brellur á setum“. — Finst ritstjóranum svona strákslegt orðalag sérstaklega kristilegt eða vel við eigandi í „kristilegu heimilisblaði?" Annars er undarlegt, að kalla „teleplasma“, þ. e. útfrymið, gráa slæðu. það er að minsta kosti lang- oftast mjallahvítt. Og útfrymið er alls ekki fyrirlitlegt. það er að vísu nýskírt og nýfundið, en hefir ver- ið til frá sköpun heims, eða að minsta kosti frá því er Eva varð til úr síðu Adams, ef ritstjórinn tekur þá frásögu ritningarinnar trúanlega. Biblían segir frá mörg- um verum, sem virðast hafa not- að það til að birtast. Móse og Elía notuðu það á fjallinu forðum. Kristur sjálfur mun hafa þekt lög- mál þess betur en vér gerum enn. það var að líkindum krafturinn, sem hann stundum fann streyma út frá sér. Sjálfur virðist hann hafa notað útfrymi til að birtast eftir smánardauðann á krossi. Ef útfrymi eða „teleplasma" hefði SjúkddBisliíetta af vothevi. i. Fyrir eitthvað 8 eða 9 árum síð- an kom upp allskæð sýki í sauðfé á Hvanneyri í Borgarfirði, sem, eftir rannsókn dýralæknis reynd- ist vera heilahimnubólga, en sýk- illinn fanst þar í flæðiengjaheyi frá Hvítá, sem fénu hafði verið gefið. Einkenni veiki þessarar eru dá- lítið mismunandi, þó þannig, að oft tekur eitt við af öðru, eftir því sem veikin ágerist. þetta eru al- gengustu einkennin: 1. Vanki og riða; — stundum eins og krampadrættir í öll- um skrokknum. 2. Aflleysi í kjálkum og eyrum. Rensli úr augum og munni. 3. Uppþemba, froðufelling. Jafnaðarlegast — þó ekki ætíð — kemur annað einkennið í röð- inni fyr eða síðar fram áður en skepnan drepst, en það verður oft- ast á öðru eða þriðja dægri, sé ekkert aðgert. Læknisi’áð hafa að litlu haldi komið sjúkum skepnum; þó má tefja fyrir því að þær drep- ist, með klakaböðum og jodoform- inntökum, og í stöku tilfellum get- ur lánast að yfirstíga veikina. Á næstu árum þarna á eftir kom þessi veiki upp á stöku bæ hér í þingeyjarsýslu. Var hún nefnd „Hvanneyrarveikin“, því svo virt- ist sem hún kæmi aðallega fram á þeim heimilum þar sem nemendur frá Hvanneyri voru nýlega heim komnir. Var mönnum því full vork unn á, þó að þeir teldi veikina vera smitandi, þrátt fyrir fullyrðingar dýralækna um að svo væri ekki, meðan orsakasambandið milli heim komu Hvanneyrarpiltanna og út- bieiðslu veikinnar var ekki fundið. Veturinn 1919—20 kom veiki þessi upp í fé mínu. Sýktust nálega 20 kindur og drápust allar nema ein. Flestar á fyrsta eða öðrum sólarhring frá því á þeim sá. þenn- an vetur var við fjárhirðingu hjá mér piltur, sem vorið áður kom frá Hvanneyrarskólanum, og þótti þetta vera ný sönnun fyrir smitun- arhættu veikinnar, en umsögn dýra læknanna um sama atriði vefengd því meira af almenningi. þeirra álit var, að upptakanna hlyti að vera að leyta í fóðri fjárins, en ekkert sannaðist um upptök veik- innar hér, að því sinni. Næsta vetur (1920—21) varð veikinnar ekki vart hér fyr en um vorið, rétt áður en fé var slept af aldrei verið til, þá hefði hann aldrei getað sýnt naglaförin í höndum sínum, og aldrei getað látið Tómas þreifa á. það er ekki vert fyrir kristna menn að tala fyrirlitlega um út- frymi. það mun í ljós leiðast, að það kemur kristindóminum og trú- brögðunum yfirleitt mjög mikið við. Hitt er skiljanlegt, að guðsaf- neitendum og bolsjevíkum, sem vilja gera trúbrögðin að engu, sé illa við það og hrópi: „Teleplasma non est“, (þ. e. útfrymi er ekki til), eins og prófessorinn í Krist- janíu. I einni Bjarma-greininni standa þessi orð: „En engar líkur eru tll, að þeir páskar komi, ef forgöngumenn spír- itista vorra ætla að þegja við þeim orðrómi um ný miðilssvik, sem staf laust gengur hér í bæ, og margur tel- ur góða heimild að“. Mér er spurn: Eru þetta ekki allgreinilegar ásakanir um svik? Er það ofnefni að kalla slíkt svika- brigsl? Óskar ritstjórinn að dóm- stólarnir verði spurðir að, hvort það sé með öllu saklaust að bera slík rakalaus brigsl út um náung- ann? En ef maður er borinn slíkum brigslum saklaus í ókunnu landi og óhróðurinn breiddur út til almenn- ings, er það þá ekki að ata hann saur svikabrigslanna ? Eða bætir þetta um: Páli Magnússon iögfræðingur, Eskifirði tekur að sér innheimtur og önnur málaflutningsstörf á Austfjörðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.