Tíminn - 23.08.1924, Síða 4

Tíminn - 23.08.1924, Síða 4
184 T 1 M I N M Frh. af 1. síðu. bankann, og vafalítið hefði enn meira tapast. b. Islenska ríkið leysti Islands- banka þá undan yfirfærsluskyld- unni, sem bankinn hafði ekki get- að fullnægt. Hafði bankinn bakað islenska ríkinu stórkostlegt álits- tjón með vanrækslu sinni. Islenska ríkið útvegaði íslandsbanka þá að láni 5 milj. kr. hjá ríkissjóði Dana. Og nú er ekki úr því skorið, hvort íslenska rikið á að tapa stórfé á þeirri hjálp. c. þvínæst tók íslenska ríkið enska lánið, til þess að bjarga Is- landsbanka — versta og óhagstæð- asta lán, sem nokkru sinni hefir verið tekið á Islandi, lán, sem bak- ar landinu stórtjón fjárhagslega o g mikinn áhtshnekki og lánstrausts- spilh. Ríkið lánaði íslandsbanka af því upphæð, sem nú nemur c. 9 miljónum króna. d. ÖU árin sem Islandsbanki átti erfiðast, hefir Landsbanki íslands átt inni í honum, lánað honum, við mjög lágum vöxtum, oft frá c. 3 til c. 5 miljónir króna. e. Enn eiga Islendingar inni í bankanum, í sparifó og á hlaupa- reikningi miljónir króna (nam hæst 25 y% milj. kr. 1919). f. Loks má skoða seðla íslands- banka sem lánsfé, sem bankinn hefir fengið hjá íslensku þjóðixmi. Islandsbanki prentar á seðlana að hann innleysi þá með guhi. En bankinn innleysir þá við hálfvirði. Alþingi hefir létt af bankanum gullinnlausnarskyldunni. þetta lán þjóðarinnar til Islandsbanka hefir hæst numið um 12 milj. kr., en nemur nú c. 7 milj. kr. þetta hefir íslenska ríkið gert fyrir Islandsbanka. Svo stórkost- lega hefir það hjálpað honum. Svo stórkostlega mikið fé hafa íslend- ingar lagt í bankann. Hvað hafa hluthafarnir lagt á móti ? þeir hafa lagt á móti hluta- féð 41/2 milj. kr. Af því fengu þeir mjög háa vexti árlega meðan vel gekk. þeir hafa lagt á móti hina óheilbrigðu stjóm bankans á stríðsárunum. Margfaldlega voru þeir þá búnir að tapa öllu, ef Is- land hefði ekki hjálpað. þeir hafa lagt meira til, segir bankastjórinn. Hann telur vara- sjóðinn. En hver hefir borgað varasjóðinn? pað hafa atvinnuveg- ir Islands gert. — Hann telur upp ársarð 1922 0. s. frv. Hver hefir borgað þann ársarð? það hafa at- vinnuvegir íslands gert. —- þannig liggja spilin á borðinu. þetta hefir ísland gert og íslend- ihgar og þetta hafa hluthafamir gert. Og svo kemur sú stóra spurning: Hverir eiga að borga miljónatöpin bankans ? ísland hefir bjargað bankanum hvað eftir annað. Island og Islend- ingar hafa lagt fram nálega alt féð sem bankinn starfar nú með. Eiga þeir nú ofan á alt annað að láta skattleggja atvinnuvegi sína til að borga töpin og skila hluthöfunum hlutafé, margföldum arði, vara- sjóði o. s. frv. með auðmýkt og þakklæti? Eggert Claessen segir: Já! Eg segi: Nei! þetta er það sem skilur. Or því bankinn, þrátt fyrir öll þau miklu ítök, sem hluthafamir hafa átt í íslenskum stjómmála- mönnum, hefir bognað svo, að þurfa að játa því, að meiri hluti stjórnar hans væri skipaður af landsstjóm Islands, þá, segi eg, að afleiðingin af því, og af allri þeirri sögu bankans, sem nú hefir verið sögð, eigi að verða sú, að bankinn verði í raun og sannleika íslenskur banki, saga hluthafanna eigi að vera úti 0g sú stefna að hef jast um bankann að stjóma honum ein- göngu með hag hinna íslensku at- vinnuvega fyrir augum. „Hatursmenn lslandsbanka“. Bankastjórinn telur mig í hóp „heitustu hatursmanna Islands- banka“. Er nú fróðlegt að athuga í hverju „hatur“ mitt á Islands- banka kemur fram. það kemur fram í því, að eg geri sjálfum mér og leitast við að gera öðrum grein fyrir því, hversu mik- ið íslenska ríkið og Islendingar hafa gert fyrir Islandsbanka og dreg af því þær ályktanir að Is- landsbanki eigi í raun og vem að vera íslenskur banki, íslensk eign, banki sem starfi með hagsmuni Is- lendinga eina fyrir augum. Jafn- framt hefir „hatur“ mitt á Islands- banka lýst sér í því, að eg hefi lát- ið í ljós traust á meirihluta banka- stjórnar íslandsbanka — ekki á Eggert Claessen, það skal játað, heldur á hinum stjórnskipuðu bankastjómm, að þeir muni hefja stjórn á bankanum á þesium grundvelli. þannig „hata“ eg Islandsbanka, að eg held hiklaust fram rétti Is- lands og íslenskra atvinnuvega 1 viðskiftunum við hina erlendu hlut- hafa Islandsbanka. þegar Islandsbanki var stofnað- ur, höfðu þeir Magnús Stephensen landshöfðingi og Tryggvi Gunn- arsson bankastjóri „hatað“ Islands banka „svo heitt“, að þeir komu 1 veg fyrir að Landsbankinn yrði lagður niður. þjóðin íslenska elsk- ar þá fyrir það. Alla tíð síðan hafa þjóðræknir menn íslenskir „hatað“ Islands- banka á þá lund, að þeir vildu ná yfirráðunum yfir stærstu peninga- stofnun landsins úr höndum út- lendra peningamanna, sem ekkert vilja af Islandi hafa annað en að ná þaðan í peninga, í hendur inn- lendra manna. það „hatur“ er sprottið af þeirri skoðun, að hym- ingarsteinninn undir sjálfstæði og f járhagsafkomu Islands sé sá að Is- lendingar sjálfir stjómi peninga- málum sínum, en ekki erlendir auð- menn. Eg skal játa að eg er í þessum hóp „heitustu" hatursmanná' bankans. Frá upphafi hefir þetta verið stefna þess stjórnmálaflokks, sem eg er í: Framsóknarflokksins. Með alla þá sögu Islandsbanka að baki, sem nú hefir stuttlega verið rifj- uð upp, segjum við einum rómi: Tíminn er kominn til þess að Is- lendingar taki algerlega við bank- anum og stjómi honum eingöngu með hagsmuni Islands fyrir aug- um. Eg ætla öruggur að eiga þetta „hatur“ mitt á Islandsbanka undir dómi sögunnar. Eg ætla ódeigur að horfa framan í hvern einasta ís- lending um það, hvernig eg haldi á málstað þjóðar minnar í þessu máli. Vill bankastjórinn segja það sama? Beiðst vægðar. Valtýr vesaling- ur ber sig átakanlega aumlega í danska Mogga í gær. Hann kvart- ar undan því að hafa orðið hart úti — vesalingur. Fjólurnar m. m. hafa gengið honum nærri hjarta. Hann reynir eftir bestu getu að narta í ritstjóra Tímans, tala óvirðulega um Laufástún og töðu 0. s. frv., og enginn láir honum þó hann reyni að gera það litla sem hann getur ilt af sér. En svo er hann að biðja ritstjóra Tímans að gefa sér vottorð um, hvernig hug- arþel hans sé til landbúnaðarins. það vottorð getur hann gjarnan fengið. það vottorð verður að gef- ast með tilliti til verkanna. Og verkin eru þau, að Valtýr er upp- alinn til þess að vinna fyrir bænd- ur, en þegar fulltrúar bænda á Bún aðarþingi einróma neita ósvífnum launakröfum hans og finna að því og heimta leiðréttingu á því, að hann reiknar sér miklu hærri ferða kostnað en allir aðrir starfsmenn Búnaðarfélagsins — þá atekkur hann burt úr þjónustu félagsins og selur sig útlendum kaupmönnum. Hver heillaráð komið hafa undan rifjum þeirra húsbænda Valtýs, í garð íslenskra bænda, er svo al- kunnugt, að ekki þarf orðum að að eyða. — Jæja! Á þessum grund- velli verður vottorðið reist, sem ritstjóri Tímans mun gefa Valtý Ódýtrt skæðaskinn. Söltuð úthafsselskinn til sölu ódýrt. Pöntunum veitt móttaka hjá O. Ellingsen. Smássölnverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: "V ±:rxcLl£Lr- Tamlna (Helco) Kr. 34.50 pr. Vi ks- do. do — 18.40 — V, - do. do . . — 9.80 — 7* - Carmen do — 37.40 — Vi - do. do — 20.15 — Vs - do. do — 10.95 — lU - Carmen (Kreyns) .... — 23.90 — v. - Bonarosa do — 20.15 — Vs - Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Iiandsversluu Islands. um hugarfar hans gagnvart bænd- um. Hann getur, hvenær sem hann vill, fengið það orðað nánar. — Valtýr kvartar undan meðferðinni, útreiðinni sem hann hefir fengið síðan hann gekk á mála hjá danska Mogga. það er von að hann kvarti. Enginn Islendingur hefir fengið aðra eins útreið, hvorki fyr né síð- ar. Jón Kjartansson hefir ekki fengið nærri eins slæma útreið, þótt kallaður sé „moðhaus“ af kunnugum. En ef Valtýr heldur að hann hræri andstæðinga sína í hóp bænda og samvinnumanna til með- aumkunar með þessum umkvört- unum sínum, þá skjátlast honum algerlega. Hvað sem gáfnafarinu líður að öðru leyti, þá hlýtur Val- týr þó að vita eitt: í hvaða baráttu sem er, þar sem kapp er þreytt i fullri alvöru ólíkra aðila í milli, gildir sú meginregla, að tveim teg- undum manna eru engin grið gef- in: njósnarmönnum og liðhlaupur- um. Valtýr Stefánsson getur alveg sparað sér að beiðast vægðar. ----0---- Fyrirspurnin. I Morgunblaðinu á miðvikudag- inn var, er birt „fyrirspurn“ með tilheyrandi svari og eru þar gerð að umtalsefni viðskifti Sambands- ins við h./f. C. Höepfner í Khöfn og L. Zöllner í Newcastle. þó eg finni ekki sérstaka hvöt hjá mér til að svara illkvitnisleg- um ályktunum og ósannindum, sem ritstj. Mbl. dregur af þessari fyrir- spurn, þá vil eg þó biðja Tímann fyrir þessar línur. Eg þykist ekki þurfa að afsaka það neitt, þó við höfum stundum selt C. Höepfner ull. Við fylgjum þeirri reglu að selja þeim, sem best býður á hverjum tíma, sem talið er hyggilegast að selja, og þegar svo hefir staðið á, að Höepfner hefir getað keypt ullarslatta fyrir hærra verð en aðrir, þá höfum við selt honum. Með orðalagi sínu gefur Valtýr fyllilega í skyn, að við seljum hon- um oft alla ullina. þetta er blekk- ing, því hann vissi að svo er ekki, í hvaða tilgangi sem hann hagar orðunum eins og hann gerir. það er talið, að Höepfner og Bloch og Behrens, sem er annað gamalt ullarfirma í Khöfn, séu nú á síðari árum saman um ullarkaup sín, og þar sem þessi firmu hafa í ár keypt þvínær alla íslenska ull, sem seld hefir verið í Khöfn — þar á meðal næstum alla ull kaup- manna — þá tel eg það enga höf- uðhneysu, þó við seldum þeim lít- inn hluta af ull félaganna. Valtýr ónotast yfir því, að Ber- léme hafi verið skammaður í Tím- anum og kennir Sambandinu um. Ritstjóri Tímans er ekki húskarl Sambandsins og ræður sjálfur hvað hann segir í blaði sínu, og án þess eg ætli að fara að svara fyrir ritstjórann, því til þess er hann fullfær sjálfur, þá hefi eg ekki orð- ið þess var, að hann hafi skamm- að Berléme persónulega, nema fyr- ir valið á ritstjórum Morgunblaðs- ins, en það tók eg sem heilræði, sem Berléme mætti vera þakklát- ur fyrir, ef hann á eins mikinn þátt í útgáfu blaðsins og sagt hef- ir verið. þá er umhyggjusemi kaup- mannablaðanna fyrir velferð L. Zöllners algert nýnæmi. Úr því horni hafa sjaldan heyrst falla hlý- leg orð í garð þess manns. En skýringin á þessu er sú, að kaup- mannaliðið, sem mest barðist á móti Zöllner, meðan hann var aðal- umboðsmaður kaupfélaganna hér á árunum, þykist víst hafa heimt hann úr helju, þegar það sá að við ekki seldum honum hross þau, sem hann kaupir hér í sumar, eins og við höfum gert að undanförnu. Valtýr segir ósatt um það, að Sambandið flytji út „fá eða engin“ hross í sumar. Reyndar eru þau færri en eg hefði kosið, því mark- aður er slæmur, en við höfum þó flutt út nokkur hundruð hross, en enginn annar útflytjandi neitt að ráði, að L. Z. einum undanskildum. önnur ósannindi eru það, að við höfum í fyrra útbásúnað það, að við hefðum fundið nýja markaði fyrir hesta. Á það hefir aldrei ver- ið minst einu orði, enda ekkert launungarmál, að engin hross hafa verið seld annað undanfarin ár en til Bretlands og Danmerkur og er ekki um neina nýja markaði að ræða í löndum þessum. I sambandi við þessa hrossasölu er Valtýr að tala um kosningamat. Eg held nú að sá matur hafi verið meira not- aður í herbúðum þeim, sem hann er nú að verja. I kjördæmi einu á Norðurlandi var í kosningahríð- inni í fyrrahaust sveigt óráðvendn- isaðdróttunum að okkur, sem höf- um á hendi afurðasölu fyrir kaup- félögin, í sambandi við hrossasöl- una. Blað það, sem kent er við at- vinnumálaráðherrann núverandi, var með sömu rógdylgjurnar ný- lega og Morgunblaðið át það eft- ir fyrir nokkrum dögum. þriðju ósannindin hjá Valtý í þessari stuttu grein eru þau, að Zöllner „kaupi nú hrossin milliliða- laust“. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi sjálfur keypt hrossin hér í sumar, og held það sé ekki rangt með farið, að hann hafi haft marga „milliliði“. Getur vel verið að Zöllner græði á því, en vafasam- ari tel eg gróða bændanna. Og þó eg hafi ekki nema gott eitt um Zöllner að segja, og Sambandið hafi haft við hann mikil viðskifti, og eg búist við að svo verði áfram, þá eru það þó fyrst og fremst hagsmunir bændanna, sem eg hefi talið mér skylt að gæta. En síðan Valtýr tókst á hendur ritstjórn Morgunblaðsins og þar með það hlutverk að ófrægja kaupfélögin og starfsmenn þeirra, er við búið að hann eigi erfitt með að skilja þetta. SvnntuspenDur Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Mötuneyti Samvinnu- og Kennaraskólans reyndist bæði gott og ódýrt síðast- liðinn vetur, enda lítur út fyrir, að það verði fjölsótt næsta skólaár. því ættu allir nemendur þessara skóla og aðrir, sem kynnu að vilja kaupa þar fæði, að sækja um það fyrir 20. september n. k. til Sigur- geirs Friðrikssonar, Sambandshús- inu, Reykjavík. Ríkarður Jónsson heldur kvöldskóla í teikningu og heimasmíðum í vetur. Byrjar í október. Eg hélt nú ekki, að Valtýr hefði brjóstheilindi til að dylgja um „dýra sendiherra“, sem Samband- ið hefði í útlöndum, hvað einlæg- ur sem hann annars vill vera í þjónustu sinni við húsbænduma. Mennirnir, sem hann sveigir hér að, eru fjarstaddir, hafa talið Val- tý kunningja sinn og eiga áreiðan- lega annað að honum en dylgju- fullar aðdróttanir um það, að þeir ekki vinni fyrir launum sínum. Myndi og margur telja Valtý standa nær að gera einhverja grein fyrir starfi sínu síðasta miss- irið, sem hann var í þjónustu Búnaðarfélagsins. þá sat hann suður í Kaupmannahöfn í erindum sjálfs sín og tók laun fyrir hjá Búnaðarfélaginu. Jón Ámason. ----0---- „Súr vínber“. Danski Moggi sendir Tímanum háðglósur út af því, að Oddur Sigurgeirsson sjó- maður fékk rúm fyrir smágrein í síðasta blaði. það er gamla sagan um tóuna og vínberin, sem endur- tekst. Sú var tíðin að Oddur Sigur- geirsson var tíður gestur í dálkum Morgunblaðsins. Mun flestum Reykvíkingum í fersku minni bar- áttan sem háð var milli Morgun- blaðsins og Alþýðublaðsins um þann rithöfund, yfirlýsingamar allar 0. s. frv. það er ekki að undra. Oddur er miklu gáfaðri en „moð- hausinn“ danska Mogga, sem þor- steinn Gíslason kallar svo, af gam- alli reynslu. Oddur skrifar miklu betra mál og miklu færri vitleysur en Valtýr. Oddur er miklu stiltari maður og prúðari en Páll á þverá — og eru þama talin helstu „ljós- in“ danska Mogga. Svar til Mbl. út af Pöntunarfó- lagi Rauðasandshrepps verður að bíða næsta blaðs. Vinnustofa Stefáns Eiríkssonar hins skurðhaga heldur áfram störf- um undir stjórn Soffíu dóttur hans. Lauk hún fullnaðarprófi í vor í skurðlist hjá föður sínum. Látinn er á heimili sínu Breiða- vaði, merkisbóndinn Jónas Eiríks- son, fyrrum skólastjóri á Eiðum. Banamein hans var lungnabólga. Tveir menn druknuðu af bát frá Vestmannaeyjum í vikunni. Voru að flytja hey undan Eyjafjöllum. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.