Tíminn - 06.09.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.09.1924, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 141 T. W. Bnch (Iiitasmidja Bnchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. Litir til heimalitunar: Demantssorti, hrafnssvart, kastorssorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Til heimanotkunar: Gerduft, „fermentau, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matar- litir, „Sun“-skósvertan, „ökonomu-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persilu, „Henkou-blæsódinn, „Dixinu-sápuduftið, „Atau-skúriduftið, kryddvörur, Blaanelse, Separatorolie o. fl. Brúnspónn. Litarvörur: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. Gljálakk: „Unicumu á gólf og húsgögn. Þornar fljótt. Ágæt tegund. Fæst alstaðar á íslandi. in. Hugsið yður hið friðsæla heim- ili, ef það væri enginn Tryggvi og enginn Tími, bara J. K. og Mbl.! þá væri J. K. húsbóndinn, Mbl. maddaman, kaupmennirnir vinnu- menn, en bændurnir auðsveip og hlýðin börn á kærleiksheimilinu! það væri ekki hætta á því, að þau yrðu hortug við húsbóndann eða maddömuna. Vissara væri nú samt að rífa brúna á Jökulsá, sem illu heilli er búið að gera, og spilling- in traðkar eftir yfir „náttúruöfl- in“ og inn á „heimilið“. þeir eru aldrei of vel varðir, þessir blessað- ir sakleysingjar. Madömuna, Mbl., mætti flytja í kláfferju yfir Fúla- læk. Hún og húsbóndinn yrðu þó einhvernveginn að komist yfir um á „heimilið“ til að líta eftir böm- unum. Nei, háttvirtur þingmaður Vest- ur-Skaftafells-heimilisins! Svona einfalt mál er þetta ekki! Skaft- fellingar munu að vísu standa undrandi, þegar málgagn hinnar frjálsu samkepni býður þeim ein- okun á manngöfgi og náttúrufeg- urð. En það er ekki víst að þeir verði neitt þakklátir fyrir. þeir vita vel, að víðar eru íslendingar og íslensk náttúra en þar, enda er svo best að vera ein af sýslum hins íslenska ríkis. það er ekki heldur víst að þeir taki því vel, að þeim sé eignað ágæti, sem svo er óstöð- ugt, að ef einn „óþokki“ kemst austur yfir vötnin, þá breytist helmingurinn af englunum í djöfla. Mannkyn er betra en svo í Vestur-Skaftafellssýslu. ~það eru náttúruöflin í Vestur-Skaftafells- sýslu sjálfri, sem hafa vakið þá öldu, sem J. K. er að reyna að telja sér og öðrum trú um að sé runnin frá Reykjavík. Enda mun það aldrei hafa verið hugsun Páls á Heiði, er hann kom með þá líkingu um heimilisfriðinn, er J. K. japlar á, að Tr. þ. „hafi leitt heimilis- djöfulinn inn á heimili Skaftfell- inga“. Páll þakkaði Tr. þ. komuna en þingmanninum ekki, svo engin verður það lyftistöng fyrir J. K. hjá Skaftfellingum, að halda því fram, að Tr. þ. „elti æru og mann- orð manna“, en þeir séu sjálfir ístöðulausir sakleysingj ar. Skaft- fellingar „þekkja Tr. þ. betur hér eftir en þeir hafa gert hingað til“, eins og J. K. kemst að orði, en það hefir jafnan verið svo um Tr. þ., að menn meta hann því meir því betur sem þeir þekkja hann. ----o----- Ólöf Sigurðardóttir skáldkona frá Hlöðum er nýflutt hingað til bæjarins, gömul kona og alls góðs makleg af bæjarbúum, er hún nú leitar hingað í ellinni. Ólöf er ein hinna mörgu og gáfuðu kvenna, sem margt hafa reynt og meira hugsað. Slíkar konui' eru þjóðinni til mikils sóma. Framsókn og Ihald. „Vesturland“ hefir nýlega flutt illorða grein um stefnuskrá „Tím- ans“. Greinin heitir „yfirboð“, og er það skemst frá að segja, að ekki þarf að bjóða hátt til að yfir- bjóða þann anda íhalds og aftur- halds, er ríkir í greininni. Tíminn vonast til, að hann verði jafnan i tölu þeirra, sem bjóða hátt þegar brugðið er upp framtíðarhugsjón- um íslensku þjóðarinnar. Tíminn unir sér vel í hóp þeirra, sem ekki eru ánægðir með núverandi ástand og sjá í hyllingum framtíðarríkið, þar sem ríkir réttlæti og göfug menning. En slíkt tal má höfund- ur Vesturlands-greinarinnar ekki heyra. Framundan sér hann aðeins „froðu“ og alt framsóknartal minnir hann á „gasprara, sem á gelgj uskeiðinu hafa slegið um sig“. Hann er napur þessi ísfirski næðingur, sem kann ekki annað heiti á æskunni en „gelgjuskeið“ og kallar æskuvonirnar „gaspur“. það myndast ekki gróandi þjóðlíf, þar sem hann blæs. það er stefnuskráratriði Fram- sóknar að hlúa að bókmentum, en í því telur höf. hana Ihaldinu aumari. Nægir til leiðréttingar að benda á atgjörðir Alþingis í vetur til að halda í próf. Sig. Nordal. Framsókn stóð nær óskift bók- mentanna megin í því efni, en þeir voru Ihaldsmenn, sem þá strituð- ust á móti. Aftur gengu þeir vel fram í að varðveita ýms lítt þörf embætti. Embættin voru þeim að- alatriði en ekki eftirtekjur þjóðfé- lagsins. Embættið sjálft er uppá- hald íhaldsins, einkum ef því fylg- ir einkennisbúningur, en fi'am- sóknin metur það eftir manninum, sem það skipar. það kom berlega í ljós í Nordals-málinu og mun sýna sig oftar. Höf. stenst ekki reiðari en þeg- ar hann verður að játa, að hann sé að mestu sömu skoðunar og Framsókn, eins og t. d. í uppeldis- málunum. þá reynir hann þó að stritast á móti með nokkrum hætti og varar við því að trúa Framsókn fyrir uppeldi þjóðar- innar, því mesta stund hafi Tím- inn lagt á að „vekja fjandskap“ og „verið óþreytandi að bera milli stétta róg og ósannindi“. Svo talar Isfirðingurinn. Ekki hefir mikið farið fyrir Framsóknarflokknum í Isafjarðarkaupstað né áhrifum Tímans þar, og er staðurinn þó landsfrægur fyrir flokkadrætti og illdeilur. Ásakar hér sá, er afsaka skyldi sitt eigið blað, maður, sem ekki er saklaus af ísfirskum flokkadrætti og hefir þó uppeldis- störf að atvinnu. Sverði orðsins er hér sveiflað í ákafa, en eKki gáð að hvar höggið hittir. Framsókn hefir það á stefnu- kynna sér og leita anda sínum svöl unar hjá þeim stefnum, sem helst leggja það fyrir sig að svara spurningunni um það, hvað mað- urinn sé. Niðurstöður sálarrann- sóknanna eiga eftir að hafa gagn- gerð áhrif á íslenska þjóð. þeir menn, sem nú fræða menn á Is- landi um þær niðurstöður, hafa meira eyru þjóðarinnar, heldur en nokkurir aðrir menn, sem um and- leg mál tala. það eru að opnast al- veg nýir heimar þekkingarinnar um það, hvað mannssálin sé í raun og veru, við erum að sjá út á ný úthöf alheimsgæskunnar, sem stendur bak við hverja mannssál, og við erum að koma auga á nýja fossa andlegra afla, sem mann- kynið býr yfir og bíða eftir að mönnum lærist að færa sér í nyt til blessunar. Möguleikar manns- ins eru að hækka að tign og veldi. Og við erum jafnvel farnir að sjá þann draum rætast, að fá að vita, hvað bíður hans, er hann hverfur héðan af heimi. Við vitum að hann er ódauðlegur eins og sjálf til- veran. Og þá kem eg að þriðja atrið- inu. Verði þessar skoðanir ofan á í huga íslenskra manna, þá hygg eg að óhjákvæmilegafleiðing þess hljóti þá um leið að verða sú, að þeir snúist á alveg ákveðinn hátt við þeim tilraunum, sem gerðar eru í pólitísku og opinberu lífi til þess að koma skipulagi á sameig- inleg mál manna. Vitneskjan um gildi mannssálarinnar hlýtur að vekja ábyrgðartilfinninguna fyrir því, hvernig kjörum mannanna er háttað í þjóðfélögum vorum, hvaða skilyrði að þjóðfélagið leggi til þess að maðurinn nái sem mestum þroska og hvaða varnir það setur upp til þess að sjá um, að við getum ekki gert hverir öðr- um skaða. það eru með öðrum orð- um jafnréttis- og samvinnuhug- myndir nútímans, sem hljóta að fá bergmál í hugum þeirra, sem hafa meðvitund um sitt íslenska andlega ætterni og hafa dýpkað og göfgað sitt íslenska upplag und- ir handleiðslu hinna æðstu trúar- bragða. -----o---- skrá sinni, „að hlynna að frjáls- lyndri þjóðkirkju". En höf. hefir gert þá uppgötvun, að Tíminn hafi „reynt með öllum ráðum að koma biskupsembættinu fyrir kattar- nef“. Hið sanna er að Tíminn hef- ir fylgt því, að biskupi sé, auk sinna starfa, fengið nokkuð kenslustarf við guðfræðisdeild Há- skólans, og var þm. ísf., sem Vest- urlandi er ekki ósárt um, fylgjandi þeirri tillögu á síðasta þingi. I þessu efni er því ekki i'rekar en áð- ur gáð hvar höggið lendir, og er svo jafnan, þegar barist er af blindum ákafa. Biskup hefir síðustu áratugina verið sviftur mörgum störfum og miklu valdi, og var því ráðið áður en Framsókn kom til sögunnar. En nú mætti auka veg þess embættis og áhrif með þeim hætti, að láta biskup hafa nokkura kenslu á hendi við guðfræðisdeildina. Af því myndi gott eitt hljóta fyrir kirkju landsins. Stefnuskráin heitir sjávarútveg- inum stuðningi sem öðrum at- vinnugreinum, en höf. segir, „að Tíminn kunni ekki að blygðast sín, svo mikla óvild sem hann hefir sýnt þessum atvinnuvegi“. þessum grun hefir látlaust verið reynt að koma inn hjá sjávarbændum, en þegar þess er óskað, að bent sé á eitt einasta atvik, sem beri vott um illan hug Framsóknar til út- gerðarinnar, hefir Ihaldinu orðið orðfall. Hverju g-óðu máli útvegs- ins hefir Framsókn fylgt fast á þingi, og vita Vestfirðingar það best, að Framsókn á mikinn þátt í bættri strandvöm fyrir Vestfjörð- um í ár. Vesturland hefir tamið sér að hnýta í strandvarnarbátinn, en sé báturinn illa valinn, er þeirr- ar sakar að vitja hjá Ihaldsstjórn- inni, sem framkvæmt 'hefir vilja þingsins. Tvíeggjað er vopn „Vest- urlands“, að það skuli altaf hitta í þess eigin flokk. Um skatta á út- gerðinni og áhrif norsku samning- anna á fiskiveiðalöggjöfina er því að svara, að skattarnir og samn- ingarnir eru verk allra flokka. Sjávarútveginum er síst gert gagn með því að ætla að telja mönnum hans trú um, að heill flokkur, sem vill styðja hann eftir mætti, sé honum fjandsamlegur. En í því gengur höf. vel fram, að reyna að afla skjólstæðing sínum óvina, og ekki hans þökk að Framsókn lætur ekki illyrði hafa áhrif á afstöðu sína til atvinnuvega. þá líst höf. illa á tillögu Fram- sóknar um samgöngu-, síma- og póstmál. Finst þar eigi alt of mik- ið að gera. Virðist telja umbætur á því sviði „hina mestu útgjalda- plágu“. Ef hann mætti ráða er engu líkara en ýmislegt yrði lagt niður af umbótum á þessum svið- um, sem þegar hefir verið hrund- ið í framkvæmd. Hér dugar íhald ekki til, heldur er skipað fyrir um afturhald. Um landssímann er sagt, að hann sé „að verða þjóð- inni of dýrkeyptur, ríkissjóður tapar miklu á rekstrinum og not- endum er hann svo dýr, að þeir stynja undir rekstrinum". Máske þessi þægindi eigi aðeins að vera fyrir kaupmenn í stærstu kaup- stöðum? Um útkjálkana er ekki verið að hugsa. það er ekki talað um, að vesturkjálkann vantar enn línu um Barðastrandarsýslu til að geta haft fult gagn af símanum. Slík ógæfa mun ekki henda, ef Ihaldið fær að ráða! þáð nægir ekki að lengja kjörtímabilið og hætta prentun alþingistíðinda, heldur verður að draga úr sam- göngum, síma- og póstmálum, svo ekki sé verið að trufla bændur og alþýðu með stjórnmálafréttum og framtíðarráðagerðum, sem á máli höf. heitir „gaspur“ og „orðagjálf- ur“. Árás „Vesturlands" á stefiiu- skrá Framsóknar svipar mjög til fáryrða Mbl. um „Komandi ár“. það er ekki látið sitja við íhald i framkvæmdum, heldur er líka heimtað íhald í hugsun. það má engar framtíðarhugsjónir orða. Enga ráðagerð, sem nær út yfir mátt eða þörf líðandi stundar. Hér má enginn hugsa lengra en kom- ist verður á klossum íhaldsins á einum degi! Og' þó er það hin brýn- asta þörf okkar þjóðlífs að markið sé sett hátt og þjóðinni innrætt að elska hugsjónir, sem kostar heillra alda erfiði að koma í framkvæmd. ----o---- f ,Dana‘-leiðangurinn. er nú á enda. Bjarni Sæmundsson fór af skipinu í Færeyjum, en Dr. Schmidt er nú kominn til Dan- merkur og lætur vel yfir viðtökum og aðstoð liér á landi. Aðalerindið var að rannsaka helstu gagnfiska hér við land, þorsk, ýsu, kola, lúðu og síld. Enn er fátt hægt að segja af leiðangrinum, því eftir er að vinna úr hinu mikla verkefni, sem skipið hefir safnað. Tvent má þó þegar nefna, er hvorttveggja kem- ur strandvörnunum við og Dr. Schmidt hefir látið getið í viðtali við danska blaðamenn. Skipið rann- sakaði fiskimergð hér við Faxaflóa fyrir innan og utan landhelgi, og veiddist af skarkola á hverjum tog tíma 12 utan landhelgi en 107 inn- an, af ýsu 21 utan en 224 innan landhelgislínu. Er þess og getið, að öll ósköp fari forgörðum af ung- viði þegar togað er innan land- helgi. Einnig voru gerðar tilraun- ir til að rannsaka, hversu lengi ein- stakar fiskitegundir lifa á þurru. þráfaldlega hefir það komið fyrir, að togaraskipstjórar hafa fullyrt, að það væri margra klukkustunda gamall fiskur, sem spriklaði á dekkinu, þegar varðskip hefir komið að þeim. það er því nauð- synlegt, að íslensk yfirvöld hafi sanna vitneskju um þetta. Niður- staðan varð sú, að lúða deyr næst- um samstundis og hún er dregin á þurt, þorskurinn lifir litlu leng- ur, en koli getur lifað alt að því hálfa aðra klukkustund. Gerði Dr. Schmidt skrá um þetta, sem send hefir verið íslenskum yfirvöldum. Hefir Dr. Schmidt með þessu gert hvorttveggja, að sýna fram á nauðsyn nægilegra strandvarna ög gefið dómunim gögn í hendur til að reka aftur rangan framburð sökudólga, og sé honum þökk fyr- ir. Slíkir gestir sem þessir eru góð ir og skylda landsmanna að greiða í öllu götu þeirra, enda virðist það hafa verið gert eftir mætti. ---o--- Leiðréttiné. [Isafold og Morgunblaðið voru beðin fyrir þessa leiðréttingu, en hafa ekki birt hana enn þá.] Að gefnu tilefni skal hér með tjáð, að í 19. tbl. ísafoldar þ. á., þar sem skýrt er frá leiðarþinginu í Vík, er sagt, að á meðal annara hafi þorgerður Jónsdóttir húsfrú í Vík talað á móti Tímamönnum. Og þar sem mér er ekki kunnugt um, að hér geti verið um aðra þorgerði Jónsdóttur að ræða en einmitt mig, þá vil eg hér með lýsa því yfir, að þetta er algerlega rangt með farið hjá blaðinu. Eg hafði ekki ástæður til að koma á leiðar- þingið, hvað þá að eg hafi þar nokkuð sagt. Og þar sem ísafold og Morgun- blaðið eru þannig ranglega farin að fleipra með nafn mitt, vil eg til skýringar geta þess, að skoðanir mínar í landsmálum falla alls ekki í „kram“ Ihaldsmanna, og mundi eg þess vegna vera þar talin — ef til vill — til Tímaklíkunnar, eða þá á kurteisara máli — aðeins — Tímamanna. Vík, 20. ágúst 1924. porgerður Jónsdóttir. ---o--- Sjávarútvegurinn 1924. það sem komið er af þessu ári er ekki hægt að segja annað en að fiskveiðarnar hjá okkur hafi geng- ið mjög vel. Fiskmagnið hefir far- ið langt fram úr því, sem áður hefir þekst hér, og verðið má heita mjög gott. Hlutföllin á milli framleiðslu- tækjanna hafa raskast töluvert, því hlutfallslega hefir veiðin ver- ið miklu meiri á botnvörpunga en á skip með öðrum veiðiaðferðum. Botnvörpungar sumir komust 100% fram úr meðalári. Mikið af þessum afla er fenginn fyrir Vesturlandinu á tiltölulega lítið þektum fiskimiðum, úti á brún grunnsævisflatarins. Á vetrarvertíðinni var ágætur afli á Suðurnesjum og í Vest- mannaeyjum, og yfirleitt hefir verið gott aflaár alstaðar á land- inu. Eftir okkar ófullkomnu afla- skýrslum er ómögulegt að vita ná- kvæmlega, hve mikill afli er kom- inn á land á þessu ári, og því síður hve mikils virði hann er, meðan ekki er nákvæm sundurliðun á teg- undum; en þó er það víst, að mjög lítið hefir fiskast í ár af ódýrari tegundum (upsa og ýsu). Gera má ráð fyrir, að alls séu komin á land sem svarar 290 þús. skp. af fullverkuðum saltfiski, og sé skippundið áætlað að meðaltali 165 krónur, verður það sem næst 48 miljónir kr.; lýsi, sundmaga og aðrar „aukaafurðir“ mun mega áætla 4 miljónir. það verða þá í kring um 52 milj. sem þorskfisksveiðarnar hér við land gefa af sér í ár, fyrir utan það, sem selt er kælt í ís til Eng- lands, og er það næstum eingöngu afli togaranna mánuðina sept. — febrúar. I ársaflanum (290 þús. skp.) eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.