Tíminn - 06.09.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.09.1924, Blaðsíða 4
142 T 1 M I N N talin rúm 13 þús. skp., sem fiskuð eru af enskum botnvörpungum frá Hafnarfirði, að öðru leyti er fram- leiðslan mest íslensk, nema lítið eitt keypt af færeyskum og norsk- um fiskiskipum, en það mun ekki vera mjög mikið. það er enginn vafi á, að þetta ár mun laga töluvert fjárhag útvegs- ins í heild sinfíi^,sem orðinn var víða nokkuð aðþrengdur vegna verðfalls skipanna og kreppu und- anfarinna ára. Öðruvísi liggur fyrir með síld- veiðamar, því þær hafa mishepn- ast hjá mörgum, og óhætt má segja, að þetta sé lélegasta veiðin með síld, sem komið hefir síðan árin 1917 og 1918, og mörg af þeim skipum, sem fiskað hafa síld í sumar, hafa tapaStaiiklu, því hjá flestum var salan samningsbund- in, svo þeir njóta ekki þess hækk- aða verðs, sem varð á síldinni seinni hluta sumarsins, þegar eft- irspurnin eftir henni óx til sölt- unar. Sama mun mega segja um marga af þeim Islendingum, sem síld hafa saltað í ár, að þeir hafa orðið að selja hana fyrirfram svo lágu verði, að ekki nægir fyrir framleiðslukostnaði, þegar veiðin bregst, því auðvitað hefir það í för með sér aukinn verkunarkostn- að á hverja tunnu, auk þess tjóns, sem af því hlýst, að liggja með tunnur og salt ónotað til næsta árs, en við þá eftirgjöf, sem gerð var á fiskiveiðalöggjöfinni, með samningunum við Norðmenn út af kjöttollinum, dróu ísl. síldarút- gerðarmenn sig til baka, því það er margreynt, að í þeirri sam- keppni stöndum við ekki Norð- mönnum jafnfætis, enda hafa þeir að mörgu leyti betri aðstöðu til að gera sér framleiðsluna arðvænlega, heppilegri skip o. fl. Sömuleiðis má altaf óttast það ef mikið fiskast, að markaðurinn verði yfirfyltur, eins og áður hefir skeð, og verðið þarafleiðandi falla niður fyrir sannvirði. 31. ágúst var saltað 91 þúsund, kryddar 12 þús. tunnur, samtals 103 þús. tn. af ísl. síld, og er það nærri því helmingi minna en var á sama tíma í fyrra, en eftirspurn- in hefir stöðugt aukist, svo ekki mun of hátt að áætla hverja tn. kr. 50.00. Samtals c. 5 miljónir til bræðslu hafa verið lögð á land, c. 80 þus. mál, og má gera ráð fyrir að verðmæti þess til útflutnings, c. kr. 30.00 málið = 21/2 milj. Verðmæti allrar síldarframleiðsl- unnar, eins og hún var við síðustu mánaðamót, má því áætla c. 7Vz miljón króna, en eins og ^jður er tekið fram, er ekki hægt að vita hve mikill hluti af þeirri upphæð kemur landsmönnum að notum, eða hvort það er, eins og margir halda, að íslendingar hafi tapið af framleiðslukostnaðinum en útlend- ingar hagnaðinn af afurðasölunni og verðhækkuninni. þetta ár sannar því fyllilega það sem áður hefir verið bent á í kjöt- tollsmálinu, að sú eftirgjöf á toll- inum (c. V2 miljón), sem Norð- menn gáfu eftir, sé lítils virði bor- ið saman við þau hlunnindi, sem þeir fá hér. Óneitanlega hefði það því verið heppilegri leið, sem þing- inu var bent á í fyrra — þó hún væri þá ekki farin — að tollhækk- unin á kjötinu væri lögð á sjávar- útveginn, en síldamerkunin og síldariðnaðurinn væri trygður ís- lendingum einum eftir því sem frekast væri hægt. Að því á líka að keppa, að gera síldarmarkaðinn eins tryggann, með hæfilegu framboði, eins og hverja aðra vörutegund. Um veiði Norðmanna fyrir utan landhelgi er ómögulegt að segja ennþá, því um það eru ekki enn fengnar neinar skýrslur, en búast má við, að það hafi gengið tregt, ekki síður en hjá þeim, sem leyfi höfðu til að fiska í landhelginni. 9. ágúst er komið til Noregs 2643 tunnur af íslenskri síld, fisk- að fyrir utan landhelgi á móti 3304 tunnum í fyrra um sama leyti, og þótti það þá óvenjuslæmt ár. Afli ísl. botnvörpunganna síð- astliðna ísfiskvertíð var samtals nærri Sþ-j milj. (sbr. Ægir, 1. tbl. 1924), nái hann nú þeirri upphæð aftur, sem gera má ráð fyrir, verð- ur öll framleiðsla sjávarútvegsins c. 65 miljónir á þessu ári, og ætti það að hafa einhver áhrif á okkar fjárhag. Ekki er hægt að spá neinu um framtíðina, hve lengi þetta muni haldast, en margt bendir til, að söluhorfur verði góðar á sjávaraf- urðum nú fyrst um sinn. Kristján Bergsson. ----0---- Tvær systur. Frh. af 1. síðu. ið létt á þann hátt, að þær hafa öðlast aukinn skilning og þrek til að bera það. Næstum hvert kvæði verður í þeirra munni að trúarljóði. Ljóðagerðin er þeirra bænalíf. Nokkur kvæðin eru sjálfsögð að komast í sálmabókina. þau eru kveðin skáldinu sjálfu til fróunar og því svala þau öðrum. Tvö kvæð- in segja skýrast æfisögu systr- anna. Annað er þula eftir Ólínu, sem heitir: Gekk eg upp á gull- skærum móður minnar, vafalaust besta þulan, sem ort hefir verið, og eitt hinna mestu kvæða, sem til eru í íslenskum skáldskap. En hitt er: Brot eftir Herdísi. Syst- urnar eru tvíburar. þær eru það líka í skáldskap sínum. Svipurinn er hinn sami, þó vel megi þekkja þær að, hin sama höfðingslund og hinn sami himinn trúarinnar, sem hvelfist yfir skáldskap þeirra. Guðrækni þeirra er einlæg og ís- lensk, ósnortin af ofsa og kredd- um. Ólína kveður: þó þú mætir hættuher, hjálpin býr í sjálfum þér, ef þú vopnið bjarta ber: bæn í trúarhendi.--------- Himininn gripinn hugði eg þá. En hnossunum mínum týndi, hnossunum mínum, bæn og von, eg týndi.-----— I örvæntinganþrautum þá þreif eg skærin brjósti frá. þegar eg vopni bænar brá, birtu af vonarljósi sá. Spor í bratta bergið þá boraði’ eg hærra og innar. „Gekk eg upp á gullskærum móður minnar“. En Herdís kveður: Fann eg fljótt og skildi, föðurlaus 'og snauð, að minna var um mildi og mann- kærleikans auð. Lærði lítt að kvar-ta, leið þó margt og bar; en að eg ætti hjarta, enginn hugði þar. Hér skal kveða niður harm og þerra brár, eg veit það fæst ei friður fyr en legst eg nár. Ljóss og lífsins herra, leiðar- stjarnan mín, loks þá lífið þverrar, leið mig heim til þín. Systurnar eru náskyldar síra Matthíasi frænda sínum að lífs- skoðun. Hahn er þeirra skáld. Her- dís leggur ungu skáldi þessa lífs- reglu: Syngdu um ástir, syngdu um vor og sumarblómin, svo við heyrum unaðsóminn eftir löngu dáinn róminn. Ólína kastar frá sér nýrri kvæðabók og segir: Nú ertu hrygg og sjúk, mín sál, og sér ei nema húm og tál, þér lokast lífsins vegir af ólyfjan, sem eg þér las, eg ætla að taka Matthías og sjá hvað skáld mitt segir. Vísa hennar, þegar lát síra Matthíasar fréttist, er hið besta, sem enn hefir verið eftir hann kveðið: Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um ,Smára‘-smjörlíkið. Hin heimsfrægu H.f. Jón Sigmundsson & Co. Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, margt fleira. Sent með póstkröfu útumland,ef óskað ei. Jón Sigmundsson gullsmiðuj- Sími 383. — Laugaveg 8. Barratt’s baðlyt eru best og ódfrust. Gleðin smækkar, hrygðin hækkar, hróður brást um andans völl, skáldum fækkar, landið lækkar, loksins sjást hér engin fjöll. Kvæðin eru eins og sál gömlu kvennanna, sem altaf hafa unnið fyrir aðra, og eru fullar af mann- úð og mildi og öruggu trúar- trausti. það er sagt um stórskáld- in, að þau séu minni en kvæði þeirra og leirskáldin, að þau séu kvæðum sínum fremri. Eg þekki ekki þessar systur. En eg þykist finna að það sé ekki langt milli þeirra og kvæða þeirra. Mér dett- ur í hug leggstutt heiðablóm. pessi ljóð setja ekki á löngum legg. það er sérstök ánægja sem því fylgir að finna, að skáldið er eins og það yrkir. Svo er jafnan um ljóð, sem ort eru til hugarhægðar en ekki til birtingar. En þannig eru þessi kvæði til komin. það er að þakka Guðrúnu ekkju þorsteins Erlings- sonar, að þau eru komin fyrir al- menningssjónir. Án umhyggju hennar hefðu vafalaust mörg þeirra glatast. Guðrúnu leiðist ekki að vinna fyrir íslenska Ijóða- gerð. Aldrei fær hún af því nóg, sem andans jöfra dreymir. I sínum mikla minnis sjó mikinn forða hún geymir, yrkir Ólína. Systurnar eru lítillát- ar og hafa engan hlut ætlað sér af ljóðagerð, en það mun meir en ræt ast á þeim það, sem Herdís kvað í öðru tilefni: Á miskunn Guðs og Guðrúnar geturðu kannske flotið. ---0---- Hrossaverslunin. það mun vera mál til komið að sýna lit á að kvitta fyrir sending- ar þær, er Sambandsblaðið Tím- inn hefir fært mér á þessu ári, fyrst í 4. tbl. „Hrossakaup Garð- ars“ eftir „sunnlenskan bónda“ og í 18. tbl. „Yfirlýsing nr. 3“, eftir Ágúst Einarsson í Miðey — sem eg hefi komist að raun um, að er einn og sami höf. — með vottorð- um þeirra Guðm. Guðmundssonar bónda á Ljótarstöðum og Ársæls ísleifssonar bónda á Önundarstöð- um, því þessi skeyti út af vanefnd- um á skilum vegna hrossakaup- anna á s. 1. sumri snerta mig að öllu leyti, en ekki umbjóðanda minn, Garðar Gíslason stórkaup- mann, þótt þau séu af höf. ef til vill send af stað til vanheiðurs honum. í greininni „Hrossakaup Garð- ars“ ber Ágúst lóminn út af 80 kr. tapi, er hann kveður sig hafa orðið fyrir við að selja mér 2 fola. það er rétt hermt, að eg sem um- boðsmaður Garðars Gíslasonar keypti fola þá, er hér ræðir um, á markaði, er eg hélt í nóvember- mánuði s. 1. á Voðmúlastöðum. Fol- arnir voru þriggja vetra, en tent- ir orðnir sem fjögra vetra hestar. Ef eigandinn hefði selt fola þessa t. d. Sambandinu á síðasta mark- aði þess í fyrra sumar, mundi það hafa borgað þá með ca. 200 kr. hvorn, en eg greiddi fyrir þá 220 kr. og 260 kr., og virðist mér þá dæmið snúast alveg við, þannig, að Ágúst hefir þama grætt 80 kr. á viðskiftunum við umboðsmann Garðars Gíslasonar, móti því að hafa skift við Sambandið, sem greinarhöf. hefir sennilega átt við. þess skal getið, að hestar þessir voru báðir litlir, og annar þeirra sérstaklega ljótur og í alla staði illa útlítandi, svo að aldrei hefir mér verið boðinn hestur til kaups í slíku ásigkomulagi; hafði eigandinn sjálfur verið svo slys- inn að kaffæra hann í forarpytti á leiðinni frá heimili sínu til mark- aðsstaðar, að því er hann sjálfur skýrði frá. En fyrir þrábeiðni eig- andans, Á. E., keypti eg þennan umrædda sundblauta hest, sem vart var þó gerlegt, þar sem vet- ur var kominn og allra veðra von. Hvað yfirlýsíngu nr. 3 snertir, þá get eg fallist á að rétt er, að peningar Guðm. á Ljótarstöðum komu honum í hendur síðar en ætl- að var. Peninga þessa bað eg skil- vísan bónda úr Rangárvallasýslu fyrir, en af vangá munu þeir eitt- hvað hafa legið hjá honum, og síð- ar stansað hjá tengdasyni Guðm., eftir því sem eg hefi frétt. Til upp- bótar fyrir þann drátt, er varð á þessari greiðslu,ætlaði eg að borga vexti til Guðm., sem hann afsal- aði sér, og virtist hann vera hinn ánægðasti með viðskiftin án auka- þóknunar. Aftur á móti viðurkennist það að vera af sjálfs mín vangá, að dráttur varð á greiðslunni til Ár- sæls Isleifssonar, og rétt er það, að Ágúst Einarsson minti mig á, að eg ætti honum ógreitt hests- verðið, og bað eg hann þá þegar að færa Ársæli upphæðina að við- bættum ríflegum vöxtum fyrir dráttinn, og var Á. E. þar með vel ánægður fyrir mannsins hönd, hvað skilin snerti. Varði mig það því síst, að honum byggi óhreint í brjósti í minn garð eða umbjóð- anda míns út af þessu, og á eg þar einkum við niðurlag greinarinnar „Hrossakaup Garðars“, þar sem Á. E. kemst svo að orði, að „allal- varlegar undantekningar viti hann frá staðgreiðslu Garðars, og að sumir hafi átt það undir harðfylgi sínu, að þeir fengu andvirði tryppa sinna seint og síðarmeir“. Auk þess, sem að framan segir, skal þess getið í sambandi hér við, að umbjóðandi minn, Garðar Gísla- son, hefir ávalt lagt fram peninga til hrossakaupanna í Árnes- og Rangárvallasýslum, nákvæmlega eins og eg hefi óskað eftir, og ald- rei látið orð falla um að víkja þar frá. Að endingu get eg ekki stilt mig um að minna á það, að þeir um- boðsmenn Sambandsins,Guðbrand- ur Magnússon kaupfélagsstjóri í Hallgeirsey og Ágúst Einarsson í Þrjár kenslubaki'r. Bókafélagið gefur út fyrir haust- ið: Jónas Jónsson: íslandssagn, 3 útgáfa, með myndum af skipum, vopnum, húsum, mönnum og stöú um, sem viðkemur fornaldarsög- unni. Jónas Jónsson: Dýrafræði 2 hefti. Lýsing af flestum íslenskum fuglum og lifnaðarháttum þeirra, og þeim erlendum fuglum, sem þektir eru til muna í íslenskum bókum. Með mörgum myndum. Nýju skólaljóðin. Úrval af þeim íslenskum ljóðum, frumsömdum og þýddum, sem unglingar hafa ver- ið og eru mest hrifnir af. Með myndum af helstu skáldunum. cru til sölu. Byggingarefni er mik- ið í baðstofunni, bæði járn og timbur. Tilboð sendist undirrituðum í síðasta lagi næsta Skeiðaréttadag. Syðraseli 24. ágúst 1924. Helgi Agústsson. Kenni oins og að undanförnu að taka niál og sníða allan kvenfatnað, kápur, kjóla og dragtir eftir nýj- i'.stu tísku. Herdís Brynjólfsdóttir, Skólavörðustíg 38. Sími 824. Miðey, hafa nú um nokkurt skeið skemt mér með því að elta mig sem skugginn frá einum markaðs- stað til annars, er eg hafði boðað til, til þess að bjóða í gripi, er menn hafa með sér til að bjóða mér til kaups. það er þó furðulít- ið, sem þeim félögum hefir orðið ágengt. En eg læt lesendurna dæma um það, hvort aðferðin er samboðin svo mætum mönnum, sem hér er um að ræða eða stofn- uninni, er þeir starfa fyrir. p. t. Reykjavík 9. júlí 1924. Guðm. Erlendsson. Jarðskjálftakippir óvenju snarp- ir hafa fundist undanfarið í Rvík og fyrir áustan fjall, en þó hvergi valdið tjóni. íslensk lestrarbók, sem Sig. Nor- dal hefir safnað til, kemur út í þessum mánuði. Johanne Stockmar, mesti píanó- snillingur Dana, er nýkomin hing- að og ætlar að halda hér hljóm- leika. Mjólkurverð hefir hækkað um 10 aura á líter í Reykjavík vegna verðhækkunar á útlendu fóðri og grasbrestsins í sumar. Trúlofuð eru ungfrú Málfríður þorbergsdóttir, Syðri-Hraundal og Guðjón Guðmundsson frá Staðar- hrauni á Mýrum. Hagstofan. Aðstoðarmannsstað- an við Hagstofuna er auglýst laust til umsóknar. Ritstjóri: Tryggvi þórhallssorv. Prentamiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.