Tíminn - 06.09.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.09.1924, Blaðsíða 1
©íaíM’eri 09 afgrctí>slur*’aður Cimans er Sigurgeir ^riðrifsfon, Sambanðs^úsinu, HeYfjapíf. ^fgteiíteía í i m a n s er i Sambanðsfjúsinu ®pin baglega 9—12 f. 4. Simi 496. VIII. ár. Reykjavík 6. september 1924 36. blað Utan úr heimi. Olympisku leikainii-. Olympisku leikarnir eru háðir fjórða hvert ár, síðast í Antwerp- en í Belgíu. Nú í París. Komu þar fulltrúar frá flestum þjóðum heims nema pjóðverjum, Rússum og íslenaingum. Er þó sín ástæðan með hverja þessara þriggja. þjóð- verjar fá ekki og vilja ekki vera með í leik við höfuðóvini sína Frakka. Rússar fá ekki að koma, af því að ráðstjórnin vill ekki við- urkenna skuldir keisaradæmisins gagnvart frönskum borgurum. En Islendingar eru ekki með, af því við erum of fáir og veikir til að taka þátt í þessum kappleik, og af því aö íþróttalíí okkar er enn á bernskustigi og mjög vanrækt, svo að óhugsandi er að við getum á nokkurn hátt, að svo stöddu, með von um sigur og sæmd tekið þátt 1 slíkri aflraun. Óvíst er að við get- um það nokkurntíma.En að minsta kosti er það óhugsandi, fyr en íþróttirnar hefðu verið ræktar og ræktaðar með miklu meiri áhuga og skilningi heldur en gert hefir verið hingað til. Við leikina í París hafa þrjár þjóðir hlotið mesta frægð og vinn- inga. það eru Finnlendingar, Bandaríkjamenn og Bretar. Um tvær hinar síðarnefndu þjóðii’ má segja að sigurinn hafi verið gefinn fyrirfram. Bretar og Bandaríkja- menn eru stórþjóðir, og í báðum löndunum hafa allskonar íþróttir lengi verið stundaðar með hinu mesta kappi og áhuga. Öðru máli er að gegna með Finnlendinga. þeir eru smáþjóð, svo að segja frá útkjálka heimsins. peir hafa í nálega heila öld verið kúgaðir grimmilega af erlendri þjóð. Samt eru það nú Finnar og íþróttamenn þeirra, sem mest umtal og aðdáun hafa vakið í þessu mikla heims- kappmóti í París. Raunar hafa Ameríkumenn flesta vinninga af öllum, og það var raunar vitað fyr- irfram að svo hlyti að fara. þeir hafa af miklu að taka. þar eru ótöluleg íþróttafélög. Við háskól- ana, og þeir eru margir, eru íþrótt- ir stundaðar af geysimiklu kappi. þar að auki leikur grunur á, að Ameríkumenn eyði miklu fé til að þrautæfa sína helstu íþróttamenn, og að þeir þurfi enga aðra atvinnu að stunda. það er raunar lögbrot, því að slíkir menn eru atvinnu- menn og hafa ekki að réttum lög- um leyfi til kapprauna við áhuga- menn. Sigrar Finnanna hafa vakið langmesta eftirtekt. Eitt íþrótta- blaðið sagði, að Ameríkumenn hefðu unnið sína sigra eins og aðr- ir dauðlegir menn, í svita síns andlitis, oft með litlum mun og eftir harða baráttu. En Finnarnir sigruðu einkum í hlaupum, með líkum hætti og Gunnar á Hlíðar- enda og Kári Sölmundarson.þeirra afrek báru langt af öðrum. Og þeirra sigrar voru unnir svo létti- lega, eins og þyrftu þeir varla að beita nema hálfri orku. Finskur maður, Stenros, vann Maraþons- hlaupið, og þykir það jafnan ein- hver mesta frægð meðal Olympíu- manna. En þó hafa aðrir tveir Finnar, sem unnu styttri hlaup, Ritola og Nunni, vakið enn meiri aðdáun. þegar Nurmi vann tvö hin erfiðustu hlaup sama daginn með örlitlu millibili, þóttu það svo mikil tíðindi í París, að borgarbú- ar hálfgleymdu hinum merkilegu fundum Herriots og Mae Donalds, sem einmitt gerðust um sama leyti. Olympíusigrar nú á dögum eru ekki tilviljun. Engin þjóð sigrar þar, nema íþróttalíf hennar standi á háu stigi. En íþróttahfið er ekki einangrað. það er einn þáttur í þ j óðaruppeldinu. Tvær þjóðir hafa komið á í land- inu algerðu vínbanni og getað hald- ið því. það eru Bandaríkjamenn og Finnlendingar. Sennilega er náið samband milli blómgunar íþrótta- lífsins í þessum löndum og útrým- ing hins mesta deyfðar- og spill- ingarmeðals, sem heimurinn hefir þekt. Ekki þannig, að vínbannið í þessum lönaum hafi nú þegar haft sýnileg áhrif á þjóðarorkuna, held- ur hitt, að áhuginn að bæta kyn- stofninn veldur í báðum löndunum sigri yfir áfenginu, og sigrum á Olympíuvöllum. Fyrir rúmum hundrað árum hrifsuðu Rússar Finnland undir sig með rétti hins sterkara, til að kúga hinn máttarminni. Rússar þrælkuðu þjóðina sem mest þeir máttu, beittu ofríki og kúgun á öllum sviðum. þá var það, að bestu menn Finna sögðu: Okkar eina líf- og framtíðarvon liggur í bættu uppeldi alþýðunnar. Finnar unnu síðan með óvenjulegri festu og áhuga að því að bæta alþýðument- unina á öllum sviðum, bæta skól- ana, bóklegu kensluna, verklegu kensluna og íþróttimar. Maður sem kynti sér finska barnaskóla fyrir nokkrum árum, sagði, að börnin í Finnlandi læsu í skólunum þar ættjarðarsögu, sem væri á stærð við biblíuna. Og ekki stóð vinnukenslan og íþróttalífið að baki bóknáminu. Ávextirnir urðu eins og hinir forsjálu uppeldis- frömuðir höfðu búist við. Finska þjóðin var ódrepandi, af því hún var gagnmentuð. Kúgun rússnesku keisaranna bugaði ekki Finna. Og þegar keisaravaldið hrundi í rúst- ir, þá rétti hin mentaða þjóð við og byrjaði líf sitt, sem frjáls og sterk þjóð. Síðan hefir áfengisböl- inu verið útrýmt, og þjóðin ekki látið kúgast af erlendum hótun- um. Og nú í sumar hefir heillar aldar ræktun fólksins í Finnlandi kastað óvenjulegum ljóma yfir nafn landsins. En sigur Finna í Olympíuleikjunum er aðeins eðli- leg afleiðing þess, sem á undan er gengið í landinu í nálega heila öld. Á garðyrkjusýningunni voru mörg og fögur blóm, sérstaklega útiblóm vaxin í görðum bæjarbúa. Sýndu þau glögt, hve mikla alúð ýmsir blómavinir leggja við garða sína. Sérstaka aðdáun vakti ein planta, bláklukka (Campanula Medium), einhver hin skrautleg- asta planta, sem hér hefir sést. Verður hún tveggja ára og blómg- ast seinna árið. En fjöldamörg önnru blóm mætti nefna, sem höfðu náð ágætum þroska, enda hefir sumarið verið hagstætt fyrir þau. Alls voru þama 78 tegundir úti- og inniblóma. Af matjurtum voru 22 tegundir, sumar sjaldgæfar hér, t. d. grænar ertur, ofanjarðar rófur og gulræt- ur. Blómkálhöfuð voru þar stór- falleg. 4 afbrigði af næpum og 8 afbrigði af gulrófum frá gróðrar- stöðinni. Mjög mikið sýndust ís- lensku gulrófurnar skara fram úr hinum afbrigðunum, hvað þroska og fegurð snerti. Höfuðsalat var þar einnig og blöðrukál, grænkál, hreðkur, pétursselja og ýmislegt fleira. Einnig var þar skalottulauk- ur allvel þroskaður, frá Reykjum í Mosfellssveit. En einna mesta eftirtekt vöktu 18 afbrigði af kart- öflum frá gróðrarstöðinni í Rvík. Var þar sýndur samanburður á af- brigðunum, tilraunir gerðar til þess að fá upplýsingar um bráð- þroska þeirra. Var það mjög fróð- legt að sjá, og mörg afbrigðin af- bragðsvel sprottin. Afbrigðatilraun þessi var tekin upp 15. ágúst, en kartöflurnar settar 20. maí. Auð- vitað verða þau afbrigði, sem best : . ræktuð í stó . þess að hægt verði að gera þau sem algengust. Hið ísl. garðyrkjufélag gekst fyrir sýningunni, og á það þakkir skilið fyrir; sýningin var áþreif- anlegan vott' um, hve góðan árang- ur er hægt að fá í garðyrkjunni, þegar áhugi og kunnátta fylgjast að. Sýninguna sóttu rúmlega 500 gestir þessa tvo daga sem hún var opin, og eru það rúmlega 21/2% af bæjarbúum, en miklu fleiri hefðu átt að sjá hana, því hún var vel þess verð. En líklegt er að sýning- ar á garðávöxtum og blómum verði haldnar á ári hverju framvegis. Kirkjan. II. það er ekki langt um liðið síð- an ísland var stiftamt í hinu danska ríki. Nú er það sjálfstætt ríki. pað má svo að orði kveða, að íslenska kirkjan hafi um langan aldur verið talin dönsk annexía, þó aldrei væri svo í ráun og veru. ts- lenskir prestar unnu eið að játn- ingarritum hinnar dönsku kirkju, er þeir voru vígðir, og höfuð- klerkar íslenskir þorðu fátt að taka sér fyrir hendur, sem ekki var danskt fordæmi fyrir. En það er hin mesta nauðsyn, að sama breyting verði á um kirkjuna, sem þegar er orðin um ríkið. Sjálf- stæðisbaráttu íslensku kirkjunnar er enn ekki lokið. En þar er sig- urinn vís, því ekki er við nein ytri máttarvöld að eiga, heldur við misskilning vor sjálfra og rangar hugmyndir. Vér eigum að hætta að stritast við að koma kirkjunni á danskan búning. íslenskur bún- ingur fer Fjallkonunni best, og kirkjan, sem er brúðir Krists, sómir sér betur með íslensku skauti en útlendum fjaðra- hatti. Danmörk er þéttbýlt lág- lendi, en Island strjálbygt hálendi. það, sem ólíkt er í skapferli þjóð- anna, svarar til þess, sem er ólíkt í landslagi og landsháttum. 1 fyrsta árgangi Fjölnis eru þau um- mæli höfð eftir dönskum guðfræð- ingi, er hann mælir í ásökunar- róm, að íslendingar þykist enn þá af að líkjast landinu, sem þeir byggj a, — „eins og vera byrjar“ bæta Fjölnismenn við. í trúarefn- um höfum vér eftir því einu að keppa að vera íslenskir og kristn- ir. í því er sjálfstæðisbarátta hinnar íslensku kirkju fólgin. íslensk kirkja hefir hagskýrsl- urnar á móti sér. En á þeim er jafnan bygður hinn harði dómur um íslenskt trúarlíf. En hagfræð- in togar ekki á miklu dýpi. Hún fær í vörpuna messuföll og funda- fjölda, offur og altarisgöngur, góðgerðafélög, fæðingar, ferming- ar og annað þessháttar. En í djúp sálarlífsins kastar hagfræðin ald- rei vörpu sinni. Mælgi getur hún mælt í klukkustundum, en hvers virði það er, sem sagt er, er ekki á hennar valdi að meta. það er því fjarri öllum sanni að dæma trúarþroska eftir tölum hag- skýrslnanna og kærleiksþel þjóð- arinnar eftir því, hversu margir það eru, sem kaupa aðra til að fremja kristileg kærleiksverk fyr- ir sína hönd. Fundahöld eru hér fátíð, miðað við hin þéttbýlu lönd, þar sem lít- ið er lesið en mikið talað. En það vita hagskýrslurnar ekki, að ekki er alt guðs orð, þó munninn freyði eins og á skeiðmæddum hesti, eins og meistari Jón kemst að orði. Strjálbýlið dregur úr fundafjölda, en ekki úr trú og hugsun. Strjál- býlið gerir menn þögula. Islending- ar hafa jafnan undrast lausmælgi útlendinga. „Rausaði hún þá alt a: högum sínui^, svo sem dönskum ct títt“, stendur í þjóðsögunum um danska stúlku, sem kom út til ís- lands. það er þjóðareinkenni, að oss er tregt um að tala um einka- mál og trúarefni í margra manna viðurvist. Má telja það bæði kost og löst, en tíðast er það, að þögn einverunnar býr yfir meiru verð- mæti en margmælgi þéttbýlisins. I strjálbýlinu lýsir innrætið^sér betur í athöfnum en í orði. Gestir og gangandi þiggja góðan viður- gerning, vosklæði eru dregin af mönnum og það hið besta, sem til er á heimilniu, borið fram. Munað- arlaus börn eru tekin í fóstur og alin önn fyrir gamalmennum, sem unnið hafa heimilinu, eftir að þau eru ófær til vinnu. Er slíkt ekki síður kristilegt, þó ekki sé hrópað: hósíanna um leið og vosklæðin eru dregin af ferðamanninum. En hag- skýrslunum er fákunnugt um þessa hluti. þær myndu taka betur eftir, ef bömin færu á barnahæli og gamalmennin á gamalmenna- hæli. þá myndu stórar tölur tala hátt um skipulagsbundna kær- leiksstarfsemi á Islandi. það er eins og neyðarúrræði þéttbýlisins ein megi teljast til afreka kristi- legrar kirkju. En það sem kemst í hagskýrslurnar, hefir þráfaldlega sín laun út tekið. Meistarinn met- ur það mest, sem talað er og unn- ið í leyndum. (Frh.) ----0-- Tvær systur. Nýlega er komin út kvæðabók eftir systurnar Herdísi og Ólínu Andrésdætur,, merkileg bók fyrir margra hluta sakir. Hálfsjötugar koma systurnar fram fyrir al- menningssjónir. þá fyrst verður það kunnugt, að þær eru í tölu góðskálda. það þarf að leita til Vatnsenda-Rósu og Ólafar frá Hlöðum til að finna þeirra jafn- ingja. Um Svíþjóð hefir verið verið sagh að hún sé ágætust af piparkerlingum sínum, Ellen Key og Selmu Lagerlöf o. fl. Á sama hátt má segja um ísland, að það sé ágætast af alþýðumenning sinni, því það er ágæt menning, sem getur af sér líkar alþýðubók- mentir sem kvæði þessara tveggja systra. Hér býr aðallinn meðal al- þýðunnar og leynist fram á sjö- tugsaldur og stundum lengur, því margt af því, sem best er í þjóð- inni, hefir aldrei verið fært í let- ur og dáið með hinum óþektu og yfirlætislausu alþýðumönnum, sem í rauninni voru aðalbornir. Eg hefi heyrt menn undrast það, að ómentaðar alþýðukonur skuli geta kveðið eins vel og þess- ar systur. þær eru að vísu hvorki sigldar né skólagengnar, en óment- aðar eru þær þar fyrir ekki. þær hafa hlotið það uppeldi, sem Is- land hefir veitt svo mörgum börn- um sínum. þær eru vel ættaðar, náfrænkur síra Matthíasar og ald- ar upp á Breiðafirði þegar fífill hans var fegurstur. það þarf eng- an að undra þó Breiðafjarðareyjar ali upp skáld. Fuglinn vekur fjör- ið og öldurnar orðsnild, sjóferð- irnar áræði og örlæti, en landbú- skapurinn festu bóndans. það er breiðfirskt víðsýni í kvæðum systr anna og karlmenska þeirrar sveit- ar, þar sem konurnar kunna að róa. Breiðfirðingavísur Ólínu gætu verið ortar af duglegum for- manni. Breiða- fyrst í firðinum fékk ég vist á bátunum hjá aflaþyrstum, þrekmiklum þrauta og lista fonnönnum. öllum stundum starfsamar, styrkum mundum konumar, ýttu á sundin áramar, öxluðu og bundu sáturnar. Herdís tekur líking af sjóvolk- inu og kveður: þegar ég eygði engin lönd og ekkert fann mér skýli, þá hefir drottins hjálparhönd haldið bát á kili. þú, sem elskar alla menn og allra greiðir veginn, lofaðu mér að lenda senn við landið hinum megin. þær systur hafa átt við örðug lífskjör að búa. En okið hefir orð- Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.