Tíminn - 13.09.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.09.1924, Blaðsíða 1
©jaíbfeti oo, afg,rei5slur’aður Cimans er 5 i g u r g e i v $ v i ð r i f 5 f o n, Sambanöshúsinu, Kevt'iaDÍf 2^fgreí5£»ía C í m u n s er í Sambanðsbúsinu CDpin öagkga <■)—12 f. b pinú 496 VIII. ár. Reykjavfk 18. september 1924 íslenskt ríki. íslenska 'ríkití er ungt ennþá, enda ber stjórnmálalííið á margan iiátt vott um það. Flokkarnir fáimna enn fyrir sér. Foringjarnir hafa fátt að segja um stefnu sína er þeir koma tii valda. Ætti þó að mega heimta af þeim, sem finna köllun hjá sér til að taka við stjórn, að þeir hafi eitthvað að segja þjóðinni um það, hvert þeir setli að ieiða hana á komandi ár- um. En þeir bera það fæstir við að benda þjóðinni inn í íramtíðarrík- ið, og gefur það ástæðu til að halda aö þeir hafi ekki úcsýni þangað. þessvegna er það hka, að ekki verð ur þess vart á hinum síðari árum, aö stefnt sé að ákveðnu marki. Til að hafa einhverja ánægju af því aö vera orðnir frjálst og íull- valda ríki, hafa verið teknar upp orður og titlar. peim er svo iátii. rigna yfir erienda og útlenda. Ef nokkur skyldi þrátt fyrir þetta konunglega örlæti efast um ís- lenskt fuilveldi, þykir sumum ekki annað sæma en að senda legáta til belstu nágrannalanda, sem geti setið veislur þar með öðru stór- menni sem lifandi sönnun íyrir því að Isiand sé til. Her hefir þetta litla land engan haft, en stórveld- in hafa miljónir. Við eitt sérstak- lega hátíðlegt tækifæri í stjórnar- sögu síðustu ára voru því óbreytt- um unglingum fengnar byssur í hendur og kúlur í vasana til að skjóta á samborgara sína ef í hart fæn. par var brotin í fyrsta sinni hín heilaga venja þessarar þjóðar, að bera ekki vopn. Ef áfram held- ur í þessa stefnu, má búast við að hóað verði á sínum tíma í Vilhjálm keisara, sem nú er atvinnulaus. Hann væri tilvahnn til að leiða í framkvæmd þá ríkishugsjón, sem virðist svífa fyrir þeim, sem á þennan hátt framkvæma full- veldið. pá verður og vart annarar stefnu, sem virðist hafa ástandið í stóriðnaðarlöndunum til fyrir- myndar. Sú stefna leiðir til þess, að sem mestur munur verði á auð- ugri yfirstétt og fátækri alþýðu. Hún klífur þjóðfélagið í tvent og þegar svo gjáin milli auðs og ör- birgðar er orðin hæfilega djúp, brýst hið bælda réttlæti fram eins og bylting. Slíkt ástand leiðir víð- ast til einveldis í einhverri mynd. Nóg eru dæmin til þess í Norður- álfunni á síðustu árum. pó að álf- an hafi á síðustu árum logað í styrjöld og ólgað í félagslegu til- liti, finst sumum samt sjálfsagt að ana í hugsunarleysi hina „stór- kapítalistisku“ leið á eftir henni ofan í vökina. pað heyrist sjaldan nefnt, að við höfum ýms verðmæti að verja og útlend áhrif að forðast, að vér þurfum að sníða oss nýjan stakk eftir vexti okkar þjóðfélags. Sá stakkur verður í fáu líkur búningi rússneskra byltingadáta eða ít- alskra fascista. Við þurfum að varðveita eins og helgan dóm þá venju, að fá aldrei gálausum mann fjölda vopn í hendur til neinna framkvæmda. Við þurfum að leggja sérstaka stund á að finna, á hvern hátt hægt er að komast hjá því þjóðfélagsböli, sem stór- iðjan hefir leitt yfir nágranna- löndin. Við þurfum að hafa svör á reiðum höndum þegar útlenda kapítalið drepur á dyr með ósvífn- ar kröfur um skattfrelsi o. s. frv. pað verður hér ekki talið alt sem við þurfum að keppa eftir eða varast til að geta á sínum tíma skilað þjóðlegu og traustu ríki í hendur eftirkomendanna. Fátt er nú nauðsynlegra en að þeir, sem skýrast hugsa og af mestri þekk- ingu og velvild, Ijái þessu viðfangs efni krafta sína. „Komandi ár“, sem birst hefir og er að birtast hér í blaðinu, er eitt hið nauðsyn- legasta rit, sem komið hefir út á seinni árum. pað er hin fyrsta til- raun, sem gerð er til að setja fram í heild þær hugsjónir, sem nauð- syn ber til að svífi yfir stjórn- málalífinu, ef ekki á alt að arka að auðnu eftir því sem vindurinn blæs og ísinn heldur. En það eiga all- ir að taka á þessum verkefnum eftir getu og mætti. Veldissproti konungsins er nú enginn. pað er búið að mola hann í smátt. En það er brot af honum ^hendi hvers einasta borgara ríkisins. Við höf- um góð skilyrði til að þegnarnir fari vel með þetta vald sitt. Við höfum ekki litla möguleika til að standa framarlega meðal þjóðanna í ýmsu tilliti, ef við gerum okkur ljóst í hverju við stöndum öðrum jafnvel að vígi og stundum betur. Trúmál, uppeldismál og félagsmál hafa jafnan átt betri jarðveg hjá smáþjóðunum en meðal hinna þunglamalegu stórþjóða, sem þarf heilar aldir til að hreyfa úr skorð- um eða blóðugar byltingar. Smá- þjóðirnar Grikkir og Gyðingar eru meginstoðir hinnar ríkjandi Norð- urálfumenningar. En hér á landi rennur hin norræna kvísl saman við hinn hollenska og hebreska straum. Hið fullvalda íslenska ríki bregst þessvegna því trausti, sem því hefir verið sýnt, ef hér skap- ast ekki eitthvað það, sem getur orðið til farsældar og fyrirmynd- ar. En til þess að það geti orðið þurfa oddvitar hins opinbera lífs að skerpa betur sjónirnar inn í fyrirheitna landið. ---o--- Kirkjan. III. pað er eitt sérkenni íslenskrar kirkju, að hér á landi hefir aldrei átt sér stað ofsaleg trúarvakning. pað hefir verið lagt þjóðinni út til lasts. Sumir telja það skýran vott um vantrú, og hælast um af, en aðrir þrá ekkert meir fyrir hönd þjóðarinnar en slíka oftrúarvakn- ing. Hvorugt mun þó rétt, því ein- mitt þar, sem alt hefir lagst í sinu vantrúarinnar, er mest hættan á að alt fuðri upp í eldi oftrúarinnar. Um stund ber logana við himin, en innan skamms er ekki annað eftir en aska og sviðinn blettur. Flestar þjóðir, og Danir þar á meðal, skift- ast meir milli oftrúar og vantrúar en Islendingar. Einmitt það, að hér á landi hefir aldrei tekist að kveikja eld trúaræsinganna, er hinn skýrasti vottur um heilbrigt trúarlíf. pað er eftirtektarvert hvað trú- arlíf vakninganna er ólíkt guð- rækni guðspjallanna. Yfir íslensku trúarlífi og guðrækni guðspjall- anna hvilir hin rólega tign heil- brigðrar skynsemi, óspiltra til- finninga og réttlátrar breytni. þar hljómar ekki holgóma boðskapur æsingamannanna. par er enginn Billy Sunday, sem brýtur stóla og umvendir syndurum. Er hægt að hugsa sér öllu ópostullegri mann j en þennan rokna vekjara, Billy | Sunday, sem frelsar þúsundir frá | eilífri útskúfun á einu kvöldi með j ameríkönskum járnbrautarhraða 1 — og sannfærir þá um að unitar- ar fari til helvítis! því það er sálu- hjálpleg trú, að unitarar geti ekki orðið hólpnir! þannig umvendir hann niönnum kvöld eftir kvöld þar til ranghverfan ein snýr út. En byltingamenn trúarlífsins fagna. Billy hefir sett met í að frelsa syndara. Ameríka hefir heimsmetið þar eins og annars- staðar. En vera má að þeir, sem í slíku eru fyrstir verði síðastir í ríki himnanna. Islendingurinn get- ur ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað óheilbrigt sé við alla heildsölu á hjálpræðinu. Hér heima í fásinninu skiljum vér ekki til fullnustu trúareðli þéttbýlisin:; en þykjumst þó hafa rétt til að vera í trúarefnum sjálfum oss sam- kvæmir en ekki skyldir til að taka alt það eftir, sem á sér stað meðal stærri þjóða. Vakningaofsinn sann- ! færir oss ekki fremur um, að það séum vér sem stöndum öllum öðr- um að baki en rússneska bylting- in um, að þar í Rússlandi sé heil- brigði stjómmálalífsins mest, fyrst bylting gat þar átt sér stað. Vísast er, að hvergi sé stjóm- málalífið heilbrigðara en þar sem engin bylting á sér stað svo öldum skiftir og trúarlífið þar, sem eng- inn jarðvegur er fyrir oftrúar- vakningar. Vakningatrúboðinn starfar venju lega meðal manna, sem engar bók- mentir þekkja, og kennir þeim að þekkja eina bók, biblíuna, sem á að vera þeim nóg. þar er öll jarðnesk speki og himnesk, stjörnufræði, jarðfræði, sálarfræði og landa- fræði. Alt er rangt, sem ríður í bág við biblíufræðin, og öllum er nóg það sem þar skrifað stendur. Biblían er lögbók skrifuð með fingri guðs. Trúboðinn getur sann- að hvert sitt orð. Hann flettir upp í lögbókinni. Skrifað stendur! það eru ekki mannasetningar, sem hann boðar! 1 hinum óskýrustu köflum spádómsrits Daníels og Op- inberunarbókarinnar les hann sögu nútíðarinnar og hinnar næstu framtíðar. Dómsdagur er í nánd! Helvíti er heitt. Hver sem vill bjargast forði sér nú undir vemd- arvæng hinna sáluhjálplegu kenni- setningar. Eftir skoðununum verð- ið þið dæmdir, og hversu ódýr er ekki söluhjálpin orðin, að skoðana- skifti skulu einhlýt til að komast hjá hinni komandi reiði! Skoðana- skifti eru komin í stað sinnaskifta og rétttrúnaður í staðinn fyrir rétt læti. Billy Sundey hefir gert veg- inn breiðan,' sem áður var mjór, Biðjið um 1 Capstan^ | Navy Cut 1 JMedium reyktólbak.-Í Verð kr. 4,60 dósin, */4 pund ^ og stórborgalýðurinn þyrpist inn á hann. Mig mundi langa til að sjá slík- an hundraðshöfðingja trúarofsans tala yfir íslenskum bændum. Eg held, að hann hefði gott af því. Ilann sannar mál sitt mað tilvitn- unurn í gamla testamentið. En þeir telja það í sjálfu sér ekkert sanna. þeir eru fjárbændur eins og ísraels menn og skilja margt betur en stórborgabúinn, sem finst einföld lýsing á hjarðlífi fmmþjóðanna jafn undursamleg og frásögnin um Jónas í kviði hvalfiskjarins. þeim finst það ekkert kraftaverk þó Abraham hafi átt kindur, og vita ekki til að stórhveli geti gleypt menn, og því síður að það sé h'f- vænlegt í kviði þeirra. þeir eru langæfðir í sögu og standa betur að vígi með að skilja réttilega sögu Gyðinga en aðrir. Gamla testamentið er í þeirra augum sögurit en ekki járnsíða rétttrún- aðai’ins. þeir hafa fornaldarsögu sinnar eigin þjóðar til samanburð- ar og meta meir sína eigin forfeð- ur en ættfeður Gyðinga. það er ekki hægt að taka þá sömu tökum og rótlausan stórborgalýð, Rætur þeirra standa djúpt í sögu þjóðar- innar og náttúru landsins. Útlegg- ingar Opinberunarbókarinnar snerta þá ekki. þeir eru meira hneigðir fyrir sögu fortíðarinnar en óljósa framtíðarspádóma. Ött- inn við yfirvofandi dómsdag hefir aldrei kviknað hér á landi. Slysfar- ir, jarðskjálftar og eldgos hafa ekki megnað að vekja hann. Tunga trúboðans er ekki máttugri. Hér tjáir ekki að boða annan heimsendi en þann, sem yfir alla kemur fyr eða síðar, en það er sjálfur dauðinn. Trúboðinn reiðir brand- inn, en hann bítur ekki á brynju bóndans, sem er gerð úr heil- brigðri skynsemi, óspiltri tilfinn- ing, einlægri guðrækni og réttlátri breytni. Bóndinn lætur ekki um- vendast til æsinga og hleypidóma. þó það rigni eldi og brennisteinum í ræðunum, leggur hann ekki á flótta frá sínu insta eðli. Hið napra háð Sverris konungs, er hann sagði: „Miklu eruð þér nú Birki- beinar trúræknari en fyr“, þegar þeir flúðu til kirkjunnar, verður ekki heimfært til hans. Islendingar eru ekki flokksrækir eins og stórborgalýðurinn. Hér er hver maður eins og eyja. Hér eru þorpsbúar og kaupstaða eins og sveitamenn samanborið við stór- borgamenn. Trúarlíf í strjálbygð- um löndum er jafnan með öðrum blæ en í þéttbýlinu. Vér megum ekki halda að alt sé betra á hinum bænum. Strjálbýlið hefir kosti, j sem stórborgimar hafa týnt. Vér 1 megum ekki halda, að hér sé 37. blað heimsendir, þar sem öldur hins andlega lífs, sem lifir með stór- þjóðunum, hníga máttvana upp að ströndunum til að deyja. Andlegt líf á ekki skylt við höfðatölu. Bók- mentir þessarar fámennu þjóðar í fornöld eru jafn miklar og ekki síður ágætar en bókmentir heims- veldisins rómverska, er stóð í þús- und ár. því skulum vér ekki halda að vér eigum að vera í öllu þiggj- andi en í engu veitandi. Vér erum engin eftirhermuþjóð, heldur sér um þjóðerni og menningarblæ. 1 trúarefnum gætir þess eins og ann- arsstaðar. þar ber oss að keppa eftir því að þroskast samkvæmt voru eigin innræti en ekki annara. Oftrúarvakningar væru hér eftir- hermur. þessvegna er í þvi efni einskis að sakna. það er rangt að meta trúrækni þjóðarinnar í messuföllum og telja oftrúarleysið vott um tómlæti í andlegum efn- um. Áhrifaleysi æsingamannanna er þvert á móti þroskamerki á sama hátt og það ber vott um stj órnmálaþroska Englendinga, að þar eru byltinðar fátíðar. Oss er ekki vant eins heldur margs. En í því er vöntunin ekki fólgin, að hér sé ekki alt eins og í einhverju út- lendu trúarfélagi. ----o---- Úr bréfi úr N.-þing. Árferði gerist nú erfitt hér fyrir landbún- aðinn. Síðastliðið sumar var mjög votviðrasamt og graslítið á útengi og heyskapur því lítill, og vetur- inn síðastl. harður til landsins en léttur við sjóinn. þetta sumar hef- ir verið kalt og votviðrasamt, ill- viðri í júní drápu lömb unnvörp- um og heyskapur varð ekki alment byrjaður fyr en þrettán vikur af sumri, og mjög lítið er enn hirt af heyi, en spretta að verða í meðal- lagi. Gerist því þröngt fyrir dyr- um hjá kotungunum, enda eru heiðarkot að leggjast í eyði, þykir þar ekki lifandi, þegar saman fara vond sumur og harðir vetrar. Heyrst hefir að landssjóður ætli að spekúlera í því að kaupa húsaræfla á einu þessu eyðikoti, sem ekki kvað þó vera hvítra manna bústað- ur, fyrir ca. 3000 kr., eða álíka verð og hann seldi bestu jarðir sín- ar hér fyrir nokkrum árum. Fiski- afli er nú góður við Melrakasléttu og Langanes, og þar sem fiskiverð er hátt, þá batnar hagur útvegs- manna og þeirra, sem í þorskinn ná. Mænusótt hefir stungið sér niður á nokkrum stöðum og úr henni dáið ein unglingsstúlka og tvö böm, sem mér er kunnugt um. Ennfremur er nýlega dáinn Hann- es Sigurðsson þorsteinssonar stór- bónda í Holseli. Norður-þingeyingur. Jarðskjálftinn í vikunni sem leið hefir verið mestur í Krísuvík. Fólk þar þorði ekki að sofa í húsum, og gátu menn við heyskap varla fót- að sig er á einum kippnum stóð, svo snarpur var hann. Við jarð- skjálftann myndaðist í Krísuvík nýr leirhver, sem gýs leirstroku 3—4 faðma í loft upp fjórðu hverja sekúndu. Hveraskálin er um 30 ferfaðmar. Guðmundur Hagalín skáld fór með Mercur til Noregs með fjöl- skyldu sína. I vetur dvelur hann á lýðháskólanum í Voss, en verður síðan blaðamaður við landsmáls- blöðin. Nokkrar af sögum hans koma út í norskri þýðingu um jólaleytið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.