Tíminn - 13.09.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.09.1924, Blaðsíða 3
T I M 1 N N 145 I cobsen&Sön r 1 Símnefni. Granfuru. Stofnað 1324. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgroiðurn frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svídjóð. —- Sís og umboðssalar annaat pantanir. — Sik og efni í þilfar tii skipa. ............ — Notad um allan heim. Ariö 1904 var i fyrsta sinn þaklagt í Dan- nrörku úr — Icopal. — Besta og ódýrasta efni i þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkerl viðhald þann tíma, Létt -------- í»étt -------- Hlýtt Betra en bárujávn og' málmar. Endist eins vel og skífuþök. Pæst alstaðar á íslandi. Jens Vílladsens Fabriker, Köbcnhavn Iv. Telf. 9706—9726 Biðjið uni verðskrá vora og sýnishorn. sérfróða menn til vinnu í verk- smiðjunni, og gaf stjórnin leyfi til þess. Um miðjan júlí síðastl. kærðj Verkamannafélag Akureyrar til bæjarfógeta yfir því, að fluttir hafi verið til verksmiðjunnar um 50 verkamenn, fæstir með sér- þekkingu. Máli þessu skaut bæjarfógeti til úrskurðar dómsmálaráðherra, eins og vera bar. Um líkt leyti og kært var yfir ólöglegum innflutningi verka- manna til verksmiðjunnar, var eftirlitsmaður frá mæliíækjaskrií- stofunni í Reykjavík á ferð fyrir norðan og kom þá í Ijós, að verk- smðja þessi hafði notað svikin síldarmál eingöngu. í stað 50 lítra mála notaði hún rrcál, sem tóku 170 lítra. Hér voru lögð hrein gögn á borð- ið. það er formlega kært yfir því, að verksmiðjan í Krossanesi hafi brotið landslög með því að flytja verkamenn til landsins í lagatrássi, og starfsmaður ríkisins kemur því upp, að notuð hafa verið svikin mælitæki og með því, á sviksamleg- an hátt, haft stórfé af viðskifta- mönnum verksmiðjunnai-. Nú skyldi maður ætla, að ríkis- stjórnin okkar hefði tekið sköru- lega í málið. í stjórninni eiga sæti tveir lögfræðingar, svo ekki átti þekkingarleysið að verða þess vald andi, að skjótt væri viðbrugðið og sökudólgurinn látinn sæta ábyrgð gerða sinna án frekari umsvifa. En því var ekki að heilsa. Næsti þátt- urinn í þessum leik er sá, að at- vinnumálaráðherrann, Magnús Guðmundsson, fer í eftirlitsferð til Norðurlands um mánaðamót júlí og ágúst. Skýrði stjórnarblað- ið svo frá, að erindið væri að líta eftir ýmsu, sem að síldveiðum lyti. Aðalerindið mun þó hafa ver- íð að „athuga“ Krossanesmálið. Á meðan Magnús Guðmundsson dvaldi nyrðra, náði ritstjóri „Dags“ tali af honum, og af því svöi' ráðherrans eru það eina, sem frá stjórninni hefir heyrst um þetta mál, þykir rétt að birta við- talið. pað hljóðar svo: — Hvernig hygst stjórnin að snú ast við ákærunni um óleyfilega innflutta verkamenn ? spyr blaðið. — Stjórnin telur ekki rétt, að láta fólkið fara að þessu sinni, vegna þess, að örðugt myndi að fá verkafólk í staðinn og hætta á, að verksmiðjan yrði að stöðvast. Helst yrði verkafólk til verksmiðj- unnar að koma úr sveitum, og vil eg síst stofna til þess, að fólkið dragist þaðan. — Hefir framkvæmdastj. ekki brotið landslög í sambandi við þetta mál? —- Hann hefir misnotað stjórn- arleyfi, sem hann hafði til þess að ílytja inn aðeins 15 menn sérfróða um þessa atvinnu. En eftir upplýs- ingum, fengnum hjá Pétri A. Ól- afssyni erindreka, áleit hann að flutningur á verkafólki til landsins væri ekki bannaður, og má raunar líta svo á, því að lög nr. 10, 18. maí 1920, ná fremur til misindis- manna en til verkamanna. þó má ef til vill skilja ákvæði í lögunum þannig, að þau nái til verkfólks yf- irleitt. — En þingsályktunin frá síð- asta þingi ? — Eg mun ekki gefa út reglu- gerð þá, sem þar er tilskilin, vegna þess, að áðurnefnd lög eru ekki nægilega sterkur grundvöllur und- ir þingsályktuninni. — En hefir framkvæmdastjór- inn ekki brotið landslög með því að tilkynna ekki komu þessara manna á lögregluskrifstofunni ? — Jú. — Verða engar ráðstafanir gerð ar til þess að láta hann sæta refs- ingu fyrir þessar aðgerðir? — Hann hefir þegar fengið ávít- ur og áminningu og hann hefir lof- að því, að flytja ekki verkafólk framvegis, nema aðeins það, er nauðsyn krefur og hann fær leyfi til, 12—15 sérfræðinga. — En málin? — það er rétt, að málin hafa reynst misjöfn og of stór, þó örð- ugt sé að segja, hversu miklu hefir munað í rauninni, því við uppskip- un skvettist nokkuð út úr málun- um stundum. þó er það með öllu óafsakanlegt og vítavert af fram- kvæmdastjóranum að nota misjöfn og ekki löggilt mál. Málin verða nú þegar löggilt. — Verða þeir menn, sem hafa undanfarið selt verksmiðjunni síld og kunna að hafa skaðast vegna þessara mála, að þola það bóta- laust ? — þeim stendur opin leið að sækja rétt sinn í hendur fram- kvæmdastjóranum, ef þeir geta sannað, að þeir hafi orðið fyrir sltaða“. Frh. ----o---- Aðalsteinn Eiríksson kennari er nýkominn frá Noregi. Hann tók kennarapróf í vor, en hefir nú í sumar lagt stund á söngkenslu. Hann hefir bæði dvalið við barna- skóla í Bergen og Osló og sótt söngnámskeið í Sogni og á Sandi á Rogalandi. Aðalkennari hans hefir verið Lars Söraas, sem hefir endurbætt stórum söng- kenslu barna í Noregi. Aðalsteinn verður söngkennari við Barna- skóla Reykjavíkur. Ritstjórar danska Mogga eru ekki enn búnir að melta dóminn í skuldamáli Pöntunarfélags Rauða- sandshrepps. Tíminn hefir áður svarað árásum blaðsins og rang- ] færslum, sem það hefir þyrlað upp I í sambandi við þetta mál, og bjóst | við, að það myndi nægja, en á fimudaginn var þvælir blaðið um þetta mál enn, jafnóskýrt og fá- víslega og áður. Og þó Tímanum þvki það leiðinlegt verk, að ræða mál við „moðhausa“ danska Mogga, þá verður ekki hjá því kom ist að taka þá á kné sér einu sinni enn, ef ske kynni, að ný ráðning gæti orðið þeim til heilsubótar. Fyrst talaði danski Moggi um þettá mál af miklum fjálgleik og var svo að sjá, sem hann ætlaði sér að vera skjöldur og skjól smælingj anna, sem hér væri á illmannlegan hátt verið að koma á kaldan klaka með illvígri málshöfðun. Og óvætt- irnir, sem þessu voru valdandi, j var fyrst og fremst Sambandið, sem hafði lagt þetta „víðtæka“ samábyrgðarhelsi á félögin, og þar næst Tíminn og Dagur, sem hefðu hvatt til stofnunar félagsins. Nú var það upplýst í fyrstu svargrein Tímans, að Pöntunarfél. Rauða- sandshrepps hefir aldrei verið í Sambandinu, að það er stofnað 10 árum áður en blöðin Tíminn og Dagur hófu göngu sína, að sam- ábyrgðin náði ekki nema yfir eitt hreppsfélag (sem siðar var skift í tvö), og að Sambandið ekki höfð- aði skuldamálið fyr en eftir að fé- lagið var búið að framselja bú sitt til gjaldþrotaskifta. Með þessu er öllum blekkingavaðli blaðsins full- svarað, en það heldur áfram. Nú þvælir blaðið um það, hvernig Sambandið muni haga innheimt- unni, og endurtekur sömu rökin, sem það hefir játað áður, að sam- ábyrgðin sé stórhættuleg fyiir ábyrgðarmennina og gagnslaus fyr ir lánai'drotnana! Sambandið verði nú að jafna allri skuldinni niður á deildir sínar, en þó eigi fyrst að gera alla félagsmenn í P. R. gjald- þrota. Og það sem blaðinu þykir sárast er það, að í félaginu „muni vera“ eitthvað af efnuðum mönn- um, sem verði látnir borga fyrir þá fátæku. En hvernig þetta á að ske án þess að Sambandið fái eitt- hvað upp í skuld sína, mun ofvax- ið skilningi flestra annara en moð- hausa danska Mogga. öll þvæla blaðsins um innheimtu á skuld þessari er gripin úr lausu lofti. það veit ekki einu sinni hvað hefst upp úr búinu og því síður getur blað- inu verið kunnugt um, hverskonar innheimtuaðferð Sambandið muni beita. það er því of snemt fyrir leiguþjóna danska Mogga að fara að hlakka yfir óförum bændanna í Rauðasandshreppi. þeim mun tæp- lega koma hjálp frá því liði, sem þar stýrir pennanum. Mun og ekki annarar hjálpar þaðan að vænta en herópsins,sem ritstjórar danska Mogga hrópa í sífellu: „Svík þú lánardrottinn þinn, ef þú getur“ (sbr. „að láta töpin lenda á lánar- drotnunum“). það er aðeins eitt í þessum skrif- um blaðsins, sem hefir í sér fólg- inn ofurlítinn snefil af sannind- um. Og það er þar sem blaðið er að átelja Sambandið fyrir að hafa lánað félaginu. þessi „umhyggju- semi“ kemur þó úr hörðustu átt, og þar sem forráðamenn Sam- bandsins hafa að nokkru svarað þessu nú þegar, á réttum vett- vangi, og munu gera það frekar, þegar séð verður fyrir endann á þessu máli, þá er óþarft að gera það hér. þó má geta þess, að flest- um, sem rekið hafa kaupsýslustörf á Vestfjörðum undanfarin þrjú ár, mun hafa veitt erfitt að komast hjá lánum. þessi ár hafa verið sannnefnd hallærisár á Vestfjörð- um, og ber það því vott um frem- ur lúalegan hugsunarhátt, að hlakka yfir óförum manna, sem stafa að mestu af völdum náttúr- unnar, og svívirða þá, sem hafa reynt til að hjálpa í þeirri trú, að að fram úr rættist erfiðleikunum og menn gætu endurgreitt skuldir sínar. þeir ,,ritstjórar“ danska Mogga hafa hvað eftir annað reynt að láta líta svo út, sem þeir bæru hag kaupfélaganna mjög fyrir brjósti. En þegar þeir fréttu um gjaldþrot P. R„ mistu þeir stillinguna. þeir íullorðnum mönnum. petta bættist ofan á, að líkamanum var gleymt og skapgerðinni að mestu. Kenslan var orðin tómur þekkingartroðningur, mismunandi stórar inntökur, en alt í raun og veru miðað við skilning fullorðinna manna. Nú skulu leidd að þessu nokkur rök til skýringar. Tökum kverkensluna, einmitt þann hluta kenslunnar, sem átti að vera til að bæta og þroska skapgerð og lyndi barna og unglinga. Hvað er kverið? Ekki annað en sam- safn af þeim þungskyldustu læi’dómsniðurstöðum, sem guðfræðiskennarar og rithöfundar um slík efni liafa ver- ið að glima við um margar undangengnar aldir. það barn mun tæplega enn fætt i þennan heim, sem skilur hið minsta af aðalefni „kversins", sem nálega öll íslensk börn bafa lært. par er þvert á móti hrúgað saman þeim erfið- ustu og todskildustu viðfangsefnum, guðfræði og frum- fræði. Og i viðbót er þetta geysi þunga efni sett frarn í þeim þunglamalegasta búningi, sem er allrafjarstur skiln- ingi og þroska barnsáranna. Kverið er samandregnar niðurstöður miðaldalcgrar guðfræði, eins og guðfræðing- ar okkar liafa numið þau fræði við Khafnar háskóla. Annað dæmi. Börn og unglingar eiga að læra nátt- úrufræði í skólunum. Kemur aftur hin sama lærða beina- hrúga: Niðurskipun dýra og jurta, fylkingar, hópar, flokk- ar, ættir og kyn. Á dýrunum kjaftar og klær og svo nöfn á tegundum, sem eru legíó. petta eru niðurstöður við hæfi fullorðinna manna. En börn sjá ekki náttúruna þannig. peim þykir gaman að dýrurn og jurtum eins og það ber íyrir augu vit í himinvíðri náttúru. Ef börn og unglingar fá tækifæri til að nema náttúrufræði eins og þeim hæfir, þá eru þau bæði námfús og minnug. Alveg eins og börn eiga auðvelt ineð að hugsa um hvað er rétt og rangt i mann- legri breytni, ef viðfangsefnin eru tekin úr daglegu lífi eða koma i söguformi. petta skildi Kristur allra manna best. þessvegna kennir hann hina dýpstu speki i dæmi- sögum og likingum. Hann veit, að á þann hátt heldur viskan, með auðveldustu móti, innreið sina i huga mann- anna. par sem börnum er kendar fræðiniðurstöður i þurru beinagrindarformi, eru ávextirnir altaf hinir sömu. Nem- endurnir hafa óbeit á þeirri bók, sem hefir orðið að troða með valdi inn í vitund þeirra, og þeir fá um leið nálega alt af rötgi'óna óbeit á því efni, sem bókin fjallar um. I þessu er fólgin sorgarsaga mishepnaðrar kenslu. Hún er ekki eingöngu árangurslaus, heldur blátt áfram skaðleg. Slik kensla er eins og hestur ræningjakonungsins. þar sem hófar hans snertu jörðina spratt ekki gras i heila öld. — Annar þótturinn í andlegu lífi íslendinga, heimament- unin, hefir vaxið af þjóðlégri rót. þar hefir náttúra lands- ins, sveitalifið, sveitavinnan og fornsögurnar og rimurnar verið farsæll skólameistari og fræðári. þessum áhrifum eiga íslendingar að þakka verndun gófnanna, verndun mólsins og þann móttækileika fyrir menningu, sem ein- kennir nokkurn hluta íslenskrar alþýðu. Skólaáhrifin eru fengin frá Dönum. Garður hefir þar verið brúin út í heim. Yfir þó brú er flutt megnið af okk- ar aðfluttu þekkingu. En sú þekking hefir verið keypt með beiskju blandinni útlegð námsmannanna. Fóeinir þeir bestu hafa sloppið lítið ekki skemdir. Margir hafa glatað þar æskuyl og hugsjónum. Of margir hafa sokkið eða bor- ist brotnir eða limlestir heirn að ströndum landsins. Hafn- arnémið hefir verið gluggi út að hinum stóra heimi, þakka- verður, borið saman við algerða vöntun, en þó svo gall- aður, að til misheppilegra áhrifa ó þeirri leið mó rekja sumar helstu meinsemdir i íslensku félagslífi: Vonleysið, kuldann, sjálfbyrgingsskapinn og þó vöntun, að geta ekki nema með miklum erfiðismunum fundið samband á milli hagsmuna einstaklingsins og þjóðfélagsins. III. Foreldrar og böm. Flestum foreldrum er þann veg farið, að þau vilja miklu fórna vegna barna sinna. Og með sumar mæður og feður eru nálega engin takmörk fyrir þessum fórnar- vilja. A því sviði einu. i skiftum góðra foreldra við börn sín, hefir tekist að fullnægja nokkurnveginn kærleiksboði þeirrar trúar, sem Evrópuþjóðirnar telja sig fylgja. Stund- um nær þessi umhyggja lengra en höfundur kristnu trú- arbragðanna krafði. Móðirin lætur sér ekki nægja að veita barninu sömu úmhyggju og sjálfri sér. Hún lætur það sitja fyrir, þar sem annarhvor aðilinn verður að sitja ó liakanum. Á íslandi kom fórnarvilji foreldranna, einkum fyr, mjög fram í því, að safna sem mestum fémunum lianda börnunum. Með því átti að tryggja gæfu þeirra. Til að ná þessu takmarki, var unnið ósleitilega, sparað á allar hlið- ar, jafnvel beitt harðræði við náungann i fjármálaskift- um, „kærleiksboðorðið", sem me^st er um talað af prédik- unarstólnum, þverbrotið dag eftir dag og ár eftir ór, af einskærri löngun foreldranna að tryggja gæfu barna sinna, með því að skilja þeim eftir, þegar leiðir skilja, sem mest af því, sem mölur og ryð getur grandað. Fremst- ir allra þjóða í þessum hugsunarhætti eru þó Frakkar. Almenningur þar í landi er ótrúlega sparsamur. Og sú sparsemi er á átakanlegan hótt miðuð við börnin. Ferðá maður einn hefir sagt frá því dæmi úr Paris, að í liúsi hjá efnuðu fólki, þar sem hann vai' gestur, var þjónustu- konan roskin. Hún var gift og ótti tvö stólpuð börn. Maður hennar var ó lífi. En hjónin voru þjónar sitt i hvoru húsi, og höfðu hörnin í fóstri. pau höfðu ekki slitið samvistir vegna ósamkomulags, heldur til að geta sparað fleiri skild- inga handa börnunum. ])essi hjón áttu þá í sparisjóði um 100 þúsund franka. Á íslandi hefðu þau verið kölluð stór- rík. En í Frakklandi töldu þau sig svo fátæk, að vegna framtíðar barnanna yrði fjölskyldan að skilja samvistir árum saman. Takmarkið, sem foreldrarnir stefndu að, var þetta: Sem mestan arf til að gera börnin gæfusöm. Frh. O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.