Tíminn - 13.09.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1924, Blaðsíða 2
144 T I M I N N Kolumbus og ísland. það er gömul trú, að Kolumbus hafi komið til Islands með enskri duggu og haft héðan sögur áf Vínlandi hinu góða. Segir sagan, að hann hafi dvalið á Snæfellsnesi. Ókunnugt er mér um uppruna þess arar frásögu, en ekkert er líklegra en að Kolumbus hafi haft einhverj- ar sagnir af siglingum íslendinga og Grænlendinga til forna. Sigl- ingamenn landafundatímabilsins sigldu að jafnaði eftir gömlum sögnum, sem oft voru sambland af æfintýri og æfagamalli sögu. Forn- ar sögur af gleymdum löndum í vestri hafa styrkt Kolumbus í þeirri trú, að komast mætti til Ind- lands, ef siglt væri í vestur. Hann var óbreyttur sjómaður og hefir ekki látið sér nægja að sigla eftir tilgátunum einum um hnattmynd- un jarðarinnar, heldur haft eitt- hvað fleira við að styðjast. En ilt mun vera að finna rök þau, er hann studdi vonir sínar við, því að landafundamenn héldu jafnan leyndu öllu því, er þeir komust á snoðir um og ætluðu sér að nota, eins og uppfundningamenn nútím- ans. Lesið hefi eg sögu eftir fróð- an mann, hollenskan, er segir, að Kolumbus muni hafa komið til ís- lands, ef trúa megi hans eigin orðum, en ókunnugt er mér, hvar þau orð hans er að finna eða hvern ig þau hljóða. En — bætir hinn fróði maður við, sem að því er virð- ist er betur að sér í sögu en landa- fræði, — líklega hefir hann aldrei komist lengra en til Færeyja, því þar er svo kalt á vetrum, að hverj- um manni er vorkunn þó hann haldi, að 4iann sé kominn til ís- lands! Munu flestir íslendingar trúa betur eigin orðum Kolumbus- ar en leiðréttingu þessa lærða manns. Nýlega hefir fundist í skjölum þjóðbókasafnsins í París merkilegt ko’rt, sem mun vera gert einhvern- tíma á árunum 1488 til 1492. Góðr- arvonarhöfði, sem fanst 1488, er þar með, en Ameríka ekki, en hana fann Kolumbus 1492, eins og kunn- ugt er. De la Ronciere, yfirbóka- vörður, leiðir að því sterk rök, að kort þetta sé gert eftir fyrirsögn Kolumbusar, e. t. v. af Bartholo- meusi bróður hans, og hafi Kolum- bus látið gera kortið í tilefni af fyrirætlunum sínum og notað það á hinni miklu landafundaferð sinni. Á þessu korti er ísland betur gert en á öllum öðrum samtíðarkort- um, er þorv. Th. nefnir í landa- fræðissögu sinni. það snýr að vísu ekki rétt, Reykjanes gengur til suðurs, en suðurströndin í norð- austur. En sú skekkja er á öllum kortum, sem gerð eru af Norður- löndum eftir að notkun áttavitans hófst en áður en segulskekkjan var fundin. En það merkilega er, að vesturströndin frá Snæfellsnesi og kafli af suðurströndinni virðist vera gert eftir fyrirsögn kunnugs manns. Annars er lítið vit í fjörð- um og nesjum annarsstaðar á land- inu og er kortið að því leyti líkt þeim kortum, er þ. Th. getur um frá 15. öld og byrjun 16. aldar. þó er Snæfellsnes best gert og má heita hárrétt. Kemur þetti ein- kennilega vel heim við sagnirnar um íslandsför Kolumbusar. Engin nöfn eru á kortinu.En þrjú hús eru þar dregin upp, þar af tvær kirkj- ur, sem vafalaust tákna biskups- dæmin. það kort, sem hér er farið eftir, er prentað { London News, 26. apríl 1924. Er það svo lítið og alt letur svo óskýrt, að ekki er hægt að rannsaka það til fulls. En vafalaust má af þessu korti gera úr skugga um, hvað satt er í sögn- unum um íslandsför Kolumbusar, ef það reynist rétt, sem fullyrt er, að kortið sé gert eftir hans fyrir- sögn. þykir þetta hinn merkileg- asti fundur og væri þess vert að vera nánar rannsakað með tilliti til Islands. Brot úr bannsösíu. Mikið hefir verið gert úr því, að ókleift sé að halda uppi aðflutn- ingsbanni á áfengi hér á landi, og er það vrtanlegt að svo er ef vilj- ann vantar. En þar er bannið eng- in undantekning, því þegar viljann vantar, er yfirleitt ekkert hægt að gera. En öll dæmi hníga í þá átt, að bannlögin séu jafnt framkvæm- anleg og önnur lög, ef lögreglu- stjórar og dómarar gæta skyldu sinnar í því, að beita þeim. það er þeirra embættisskylda að sjá um að lögum sé hlýtt og beita refsi- ákvæðum svo sem framkvæmd laganna heimtar. En um bannlög- in hefir það viljað brenna við, að þeir hafa gert sig að dómurum um það, hvaða lög skuli gilda í land- inu. En þá er löggjafarvald Alþing- is orðið lítils virði, þegar fram- kvæmdavaldið setur sig á svo há- an hest. þá er komið að því, sem var banamein lýðríkisins forna. að framkvæmdavaldið vantaði. þegar bannlögin gengu í gildi var alt útlit fyrir, að þeim myndi vera beitt sem öðrum lögum. En svo kom í ljós, að lítið var gert til að framfylgja lögunum, og lí.tið í húfi, þó upp kæmist um brot. Nú, það er þá ekki meir en þetta, hugs- uðu þeir, sem tilhneiging höfðu til Kaupið íslenskar vörur! Hreinl Blautsápa Hreini Stangasápa Hrein® Handsápur Hreini Ke rti Hreini Skósverta Hreina Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! HNY8CR6 Samband ísl. að gera sér bannlagabrot að at- vinnuvegi. Og sumstaðar er smygl- unin orðin að öruggum og arðvæn- legum atvinnuvegi. Dæmi þess hafa jafnvel þekst, að niðurjöfn- unarnefnd hefir lagt hátt útsvar á slíka atvinnurekendur. Undarlegt þjóðfélag, þar sem lögbrotin eru orðin opinber tekjustofn! Ekki skal niðurjöfnunarnefnd sú, er hlut á að máli, áfeld. Hún gerði það, sem í hennar valdi stóð, þeg- ar lögregluvaldið var búið að sýna vanmátt sinn. En því eiga þegn- arnir bágt með að trúa, að engin ráð séu til fyrir lögreglu að hafa hendur í hári þeirra lögbrjóta, sem svo eru þektir að ólöglegri áfeng- issölu, að þess fer að gæta í út- svörunum. Hér er fáment og þekk- ir hver annan, svo hvergi ætti að vera auðveldara fyrir lögreglu að finna upptök áfengisstraumanna og stemma á að ósi. Fámennið dregur að vísu úr kærum almenn- Alfa- Laval skilvindur reynast best. Pantanir annast kaupfé- lög út um land, og samv.félaga. ings, en það ætti að styðja lög- gæsluna í hennar starfi. þó einstak ir menn séu á stundum áfeldir fyrir kærur, þá þykir það lýti á hverjum lögreglustjóra eða sýslu- manni að láta brjóta lög landsins fyrir nefinu á sér án þess að hefj- ast handa. það er skylda þeirra og starf, er þeir þiggja borgun fyrir, að halda uppi landslögum og rétti. Bannlögunum er hægt að fram- fylg-ja betur en gert hefir verið. Hér á landi ætti að vera hægt að koma í veg fyrir alla stórsmyglun í atvinnu- og gróðaskyni. Hvernig j fer lögregla milljónaborganna að að finna lögbrjóta og koma lögum fram við þá, fyrst íslensk lögregla ; treystist ekki hér í fámenninu að j koma í veg fyrir að menn geri sér j , lögbrot að atvinnu? Smásmyglun- j in er ekki hættuleg tilgangi bann- laganna. þó einstaka maður, sem i hefir sérstaka aðstöðu, komist yf- ir nokkrar flöskur, leiðir það aldrei til almenns drykkjuskapar, þó vit- anlega beri að fara með slíkt lög- um samkvæmt. það er stór- smyglun í atvinnuskyni og heimabrensla til sölu, sem er hættuleg og þarf að koma í veg fyrir til að kalla megi, að bann- lögin séu í fullu gildi. En það er á valdi lögreglunnar í landinu að taka fyrir siík brot. það sýnir best nýlegur kafli úr sögu bannsins í V estmannaeyjum. I Vestmannaeyjum var eins og víða annarsstaðar lítið gert til að halda uppi áfengislöggjöfinni. Áfengissalar óðu uppi og voru margir farnir að brenna sterka drykki til sölu. Drykkjuskapur var mjög í vexti og keyrði suma daga á vertíðinni úr öllu hófi. En í vor var settur sýslumaður í Eyj- um um tíma, ungur maður, Krist- inn Ólafsson, sem nú er borgar- stjóri þar. Honum ofbauð ólög- hlýðnin og lét skríða til skar- ar gegn þessum ófögnuði. Á einum degi kom hann upp um 5 bruggara og áfengissala. þeir voru dæmdir í 500 kr. sekt hver og 1 mánaðar fangelsi. þeim skildist að hér var alvara á ferðum. Siðan hefir eins og tekið fyrir smyglun, brugg og sölu áfengis í Eyjum. Og hvað er það, sem hér hefir skeð? Ekkert annað en það, að til Eyj- anna kom ungur sýslumaður, sem var það ljóst, að hann var settur til að sjá um að landslögum væri hlýtt. Sama sagan gæti endurtek- ið sig kringum land alt. þá yrði -vöntun á framkvæmdavaldi ekki íslensku ríki að fjörtjóni í annað sinn. ---o---- Krossanesmálið. Tíminn hefir látið sér hægt um þetta mál að þessu, búist við að heyra eitthvað frá atvinnumála- ráðherranum eða dómsmálaráð- herranum, sem varpaði nýju ljósi á málið, en sú bið hefir orðið árang urslaus. Gangur málsins er í stuttu máli þessi: Stórþingsmaður Holde frá Noregi á síldarverksmiðju í Krossanesi við Eyjafjörð og hefir rekið þar síldariðnað undanfarin sumur. Hefir hann að nokkru leyti notað útlenda verkamenn í verksmiðj- unni. Á síðastliðnum vetri sam- þykti Alþingi þingsályktunartil- lögu, sem leggur hömlur á at- vinnuleit erlendra verkamanna hér á landi. Skyldi stjórnin gefa út sérstaka reglugerð hér að lútandi, en sú reglugerð er ókomin enn. Áðurnefndur verksmiðjueigandi sótti um leyfi til að flytja inn 15 Komandi ár. Víkjum aítur til Englands. í Oxford og Cambridge hefir ein hin ríkasta og gagnmentaðasta þjóð heimsins safnað i þessi tvö mentasetur síðustu 7—8 aldirnar allri þeirri fegurð, sem hún hefir frekast getað skapað. þar eru hinar fegurstu byggingar, yndislegir garðar, íþróttavellir og íþróttatæki, bókasöfn, heimavistir, tvö herbergi fyrir hvern námsmann, með eldgömlum silfurborðbúnaði, hvað. þá öðrum þægindum. Fyrir hvert „college" er sameigin- legur borðsalur. þar hanga á véggjunum myndir af þeim þjóðskörungum Breta, sem búið hafa áður og numið í þeirri skóladeild. Allmargir af kennurunum borða með stúdentunum, og umgangast þá persónulega daglega, í einu eins og kennarar, vinir og ráðsettir vandamenn. í hinum gömlu háskólum Englands er alt gert ti) að þroska í einu gáfrunar, líkamann, og þó einkum skapgerðina. þar sam- einast ótal hressandi andans straumar: Minningar um for- tið landsins, þjóðarinnar, staðarins, hið glæsilega um- liverfi, íþróttir og kynning við vel lærða og spaka menn. það er sagt, að þekkingu Oxford- og Cambridge-manna sé stundum nokkuð áfátt, einkum um nútímamálefni, er þeir koma úr skólunum. En þaðan hafa komið flestir þeir menn, sem hafa bygt upp heinysveldið breska. þeir hafa notið æsku- og skólaáranna eins og best er og hollast fyrir unga menn. þeir hafa bjartar og hlýjar endurminningar um vaxtartímann. þeir finna styrkirm af fortíð landsins, og að þeir standa föstum fótum i járðvegi hins ríka og margbreytta þjóðlífs. Fvrir þá er brautin bein og sjálf- sögð, að vinna meðan æfin endist fyrir sæmd og heill landsins. Fyrir Hafnar-íslendingana hefir eltki verið jafnhlýlega í garðinn búið. Og ávextirnir liafa líka orðið alt öðruvísi. Margir hafa fallið í valinn. Enn fleiri særst. En það, sem mest tjón hefir verið að fyrir ísland, er að svo margir af þeim, sem þó hafa sloppið lifandi heim, hafa komið með „kalið hjarta". Utlegðin í framandi landi utan við líf heim- ilanna, með andrúmsloftið þrungið af óbeit á flestu í um- hverfinu, er jafn skaðleg fyrir unglinga eins og frostnótt í júní fyrir gróðurinn. þá kulnar svo mikið af þeirri hlýju og þeim hugsjónum, sem þurfa að vera varasjóður heil- brigðra þrekmenna á starfsárunum. Eitt einkennir þessa vorkólnun i sambandi við Hafn- arnám íslendinga. Langflestir hinir ungu íslensku náms- menn hafa talið sig vera frjálslynda og um leið þjóðlega, meðan þeir voru við nám í Khöfn. þeir hafa lesið og dáðst að umbótablöðum Dana, hinum róttækustu. Allmargir liafa jafnvel talið sig saméignarmenn. Eftir að heim hefir kom- ið lesa margir þeirra enn þessi blöð, og reyna þannig eftir megni, að framlengja æsku sína. í Danmörku eru þeir um- bóta- og framfaramenn, og halda áfram að vera það, að því er Danmörku snertir, eftir að þeir koma heim. Nálega aldrei hittist á Islandi heimsnúinn Hafnarmaður, sem við- urkennir, að Estrup eða hægri menn i Danmörku hafi haft eða hafi á réttu að standa. En um viðhorfið heima var öðru máli að gegna. Gamlar róttækar frelsishetjur frá Hafnarárunum urðu konungkjörnir, söfnuðu krossum og titlum með mikilli kostgæfni, studdu útlenda valdið og kyrstöðuna á Islandi, eftir bestu getu, sátu rólegir í „lyft- ingu“ við drykkju meðfram ströndum landsins, þó að hundruð af löndum þeirra lægi fárveikt undir fótum þeirra í lestinni. Auðvitað eiga ekki allir hér öskil- ið mál. þeir allra sterkustu, örlítill minnihltui, hafa haft nógan hita í sjálfum sér til að bjargast lítið skemdir úr kuldatið útlegðarinnar. þeim fáu mönnum á þjóðin að þakka mikið af framförum sínum og bættum kjörum. En öllum fjöldanum er litið að þakka. þeir hafa stein- nuniið i æskunni, komið heim með visnað tilfinningalíf, og ekki sint öðru en að hreiðra um sig — á kostnað þjóð- félagsins, það sem eftir var æfinnar. Og samt er ekki liægt að ásaka þessa menn. Áhrif samtíðarinnar og umhverfisins hafa mótað þá. Betri sam- tið, betra umhverfi, liefði gert úr mörgum þeirra nýtari menn. Garðvistin er lykill að því að skilja skólahliðina á uppeldi íslendinga síðustu adirnar. þvi að Garðbúarnir hafa mótað skólalíf landsins á þann liátt, sem við var að búast. þeir þektu ekki annað til náms en Khafnarháskóla eins og hann blasti við Garðinum, og þeir gátu ekki gefið öðrum annað en það, sem þeir áttu sjálfir. Frá Garði hafa komið nálega allir kennendur við embætlaskólana heima, og við mentaskólann og gagnfræðaskólana. þeir hafa ver- ið helstu rithöfundar landsins og skáld. þeir hafa ráðið gerðum þingsins i mentamálum sem öðru. þeirra kostir og þeirra gallar hafa mótað hið almenna andlega og opin- bera líf i landinu. Einn höfuðókostur við þetta dansk-íslenska mentalíf er, að það hefir lagt höfuðáherslu á bókþekkingu, en van- rækt likamsmenningar og skapgerð. Og hvernig átti öðru- vísi að fara? Við Khafnar háskóla þektu íslendingarnir ekki annað en fyrirlestrana og kenslubækurnar. þeim stóðu ekki opnar iþróttir, heimilislíf. Enn síður félagslíf með eldri og reyndari mönnum. þegar heim kom varð reyndin hin sama. Við háskólann: Fyrirlestrar og kenslu- bækur. Við mentaskólann: Yfirheyrsla og kenslubækur. Við harnaskólana: Lærdómsstaut og yfirheyrslur. Annar höfuðgalli hefir fylgt með í þessari afbökuðu brotöldu danskrar menningar á íslandi. Gai'ðbúarnii' höfðu verið fullorðnir menn, og vitaskuld hafði námið verið sniðið við þeirra aldur. þar var engin vakning, eng- in andleg lyfting, ekkert nema fræða-niðurstöður, lær- dómssetningar, siðasta úrslit þekkingarinnar í hverri grein, eins og þekt var í Khöfn á hverjum tíma. En þegar heim kom og átti að fara að kenna ung- lingum og börnum, var höfð sama aðferðin. Minkuð inn- takan. þess var ekki gætt, að mismunandi efnismeðferð þarf við kenslu fullorðinna, unglinga og barna. Ilvert ald- ursstig þarf sína sérstöku aðferð. En hér voru börn og unglingar hnept i samskonar umbúðir eins og hæft gátu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.