Tíminn - 20.09.1924, Blaðsíða 2
148
T 1 M 1 N N
[í gær var opnuð sýning á smjöri og
ostum i húsi Búnaðarfél. íslands. Sig-
urður Sigurðsson búnaðarmálastjóri
flutti við það tækifæri eftirfarandi
erindij:
pessi sýning er fátækleg og hef-
ir fáar og veikar rætur. En vér
vonum, að það fari líkt með árang-
ur hennar og með frækornið, sem
er sáð í frjósaman jarðveg, að ef
það nýtur góðrar aðhlynningar,
þá vex það og þróast, hin unga og
veika planta getur orðið að stóru
tré með löngum og sterkum rót-
um.
ísland er ónumið. Jarðvegurinn
geymir gnótt jurtanærandi efna.
Jurtirnar geta ummyndað þessi
efni í ágætis fóður.
Taðan okkar, flæðiengjaheyið
og grasið í sumarbithögunum, er
samkvæmt rannsóknum einhver
bestu fóðurgrös, sem hægt er að
afla, betri en víða þar sem veðr-
áttan er hlýrri en hjá oss. Sérstak-
lega má ætla, að grasið okkar sé
ríkt af bætieínum, „vitamínum".
Og þess vegna ætti hér að vera
hægt að framleiða betri búpenings-
afurðir en víða annarsstaðar.
Reynslan bendir einnig ótvírætt í
þá átt. Kjötið okkar er viðurkent
gott, um það þarf ekki að fjöl-
yrða.
Á gullöld íslendinga var flutt út
mikið af feitmeti og ostum. það
þóttu góðar vörur. — þetta féll
niður á miðöldunum. Á 18. og 19.
öldinni var talað um að endurreisa
það, og nokkrar tilraunir gerðar í
þá átt. Árangurinn var lítill. Með
20. öldinni byrja fyrst alvarlegar
tilraunir. Árið 1900 er stofnað
fyrsta smjörbúið (Selsbúið). Aðal-
hvatamaður þess er Ágúst bóndi í
Birtingaholti. Á eftir fyrsta smjör-
búinu fylgir strax stofnun fleiri
smjörbúa, enda styður stjórn og
þing þessa framfaraviðleitni, með
hagfeldum lánum og verðlaunum
fyrir útflutt smjör.
Árið 1906 eru 34 smjörbú starf-
andi, og sama talan 1908, en úr því
fer þeim að fækka. 1915 eru þó 24
smjörbú starfandi, en á stríðsár-
unum fer alt út um þúfur, svo að
1921 eru aðeins 5 bú eftir starf-
andi. Nú eru þau aftur að vakna
til lífs, og í ár starfa 11 smjörbú.
pessi hreyfing, með stofnun
smjörbúanna, hefir unnið búnaði
vorum töluvert gagn. Með henni
eygjast nýir möguleikar, og út-
flutningur á smjöri byrjar. Mest
smjör búanna var flutt til útlanda
og selt á erlendum (enskum)
markaði. þessi smjörútflutningur
var mestur 1912. þá nam hann
193000 kg., sem var selt fyrir
342,000 kr. Eftir þetta fer útflutn-
ingur á smjöri minkandi, og hætt-
ir eftir 1916 á tímabili. Á árunum
1898 til 1916 telst svo til, að út
hafi verið flutt um 1,840,000 kg. af
smjöri, og að fyrir það hafi feng-
ist 3,090,000 kr. En úr þessu snýst
blaðið við, og vér förum að flytja
inn smjör, sem nánar verður lalað
um síðar.
Á síðastliðnu ári (1923) byrjar
útflutningur smjörs aftur að nýju.
þá eru flutt út 19400 kg. Á þessu
ári verður útflutningurinn að lík-
indum hálfu meiri.
þetta er árangurinn af smjör-
eða rjómabúastarfseminni hér á
landi, í stuttum dráttum.
En hvernig er það með ostana?
Á gullöld vorri er talið, að vér
höfum flutt út osta. En þetta
hvarf fljótt úr sögunni, og engar
verulegar tilraunir með ostatilbún-
ing eða útflutning »á ostum hafa
verið gerðar, fyr en á hinum síð-
ustu áratugum. Á bændaskólanum
á Hvanneyri var byrjað að
búa til osta 1907. þar hafa verið
búnar til þessar ostategundir:
Undanrennuostar og hálffeitir
ostar (með 20% nýmjólk), auk
þess ejdamerostur og gráðaostur,
og hafa allir hepnast vel. Ostar
þessir hafa verið seldir í Reykja-
vík.
Fyrir 10 árum kom Jón Guð-
mundsson ostafræðingur hingað til
lands. Hann hefir síðan ötullega
unnið að því að búa til gráðaost, á
ýmsum stöðum. Tvö gráðaostabú
eru nú stofnuð, annað í þingeyjar-
sýslu (1921), hitt í Önundarfifði
(1924). þessar tilraunir með
gráðaostagerð hér á landi hafa
sýnt, að hér er hægt að búa til
góðan gráðaost, sem hægt er að
selja fyrir viðunandi verð á erlend-
um markaði.
Síðan 1918 hefir árlega verið
flutt út nokkuð af þessum ostum.
Mest síðastliðið ár, 7800 kg. Verð-
ið hefir verið 3 til kr. 5,40 kg. Síð-
astliðið sumar lét Búnaðarfélag
íslands gera nokkrar tilraunir með
ostagerð við smjörbúið á Rauða-
læk í Rangárvallasýslu. þar voru
búnir til undanrennuostar úr kúa-
og sauðamjólk, stundum blandað-
ir með 18 eða 20% nýmjólk,
goudaostur og gráðaostur.
Ostarnir voru góðir. Fult eins
góðir og tilsvarandi útlendir ostar.
Á síðustu árum hafa smjörbúin
byrjað með ostageið, aðallega af
XDZROZFZtsT-eld.a.-v^élixx
er sérstaklega búin til með það fyrir augum, að eldiviðurinn notist
sem best og sem minst af hitanum fari til spillis. Eldhólflð er stórt,
svo hægt er að brenna allskonar eldivið. Suðuhólfin eru mjög stór í
blutfalli við stæi-ð eldavélarinnar. Bakaraofninn sömuleiðis, og svo
haganlega fyrirkomið, að betri eldavél fæst ekki til bökunar. Loft-
rásina má takmarka og veita reyknum ýrnist kringum bakaraofninn
eða undir suðuhólfin, með lítilli sveif framan á vélinni. Engin laus
spjöld, sem ganga niður í gegnum plötuna. Reykgangana er mjög
létt að hreiusa. Allur útbúnaður DRAFNAR er sterkur og einl'aldur
og útlitið laglegt. DRÖFN fæst í fjórum stærðum og með margskonar
útbúnaði eftir vild kaupendanna.
Verðið er afarlágt og jafnt í hvaða kaupstað sem er á landinu.
Gerið fyrirspurnír og þið fáið svar um hæl.
SveixiTojörzra. Jónsson,
byggingafræðingur, Akureyri.
Strandgata 1. Sími 103.
áfum. þetta hefir hepnast allvel.
Tilgangur þessarar sýningar er
að ía vitneskju og samanburð á
því, hve góða osta og smjör hægt
sé að búa til hér á landi. Vér verð-
um að keppa að því að verða sem
mest sjálfbjarga, sækja eigi til
annara það sem vér getum aflað
sjálfir, og í þessum efnum er eg
viss um, að vér stöndum vel að
vígi. Vér getum búið til smjör og
osta, sem jafngildir því besta, sem
hægt er að búa til annarsstaðar af
þesskonar vörum. þetta mun þessi
litla sýning sanna. En því þá að
sækja þetta til útlanda, eins og
vér höfum gert á undanförnum ár-
um?
Af smjöri var flutt hingað til
lands að meðaltali árlega:
1915-19 4292 kg. á kr. 22,104
1921 . . 19899 kg. á kr. 112,453
1922 . . 14648 kg. á kr. 74,776
Af ostum var flutt til landsins
að meðaltali á ári:
1915-19 60243 kg. á kr. 86,203
1921 . . 91814 kg. á kr. 183,939
1922 . . 93223 kg. á kr. 170,503
þannig er ástandið.
Vér sækjum það til annara, sem
vér auðveldlega gætum framleitt
sjálfir. Kaupum dýrum dómum lé-
legri vöru en hægt er að búa til í
landinu. Á þessu þarf að verða
breyting. Smjör- og ostabúin eru
vísir til mikilla framfara í þessum
efnum. Hlutverk þeirra er að
breyta mjólkinni í smjör og osta.
það á að vanda til smjör- og osta-
gerðarinnar, svo að það, sem búið
sé til, sé fyrsta flokks vara. þessi
sýning, og aðrar, em væntanlega
verða haldnar á næstu árum, á að
sýna mönnum hverjir komist
lengst í þessum efnum. Á sýning-
unni eiga menn að læra hver af
öðrum, þar er hægur samanburð-
ur, og ef nokkuð á að verða
ágengt, þarf að gera glöggan
greinarmun á því sem gott er og
lélegt, því þá munu menn brátt
læra, að vanda sig í þeim efnum,
og eigi verða hér skortur á smjöri
og ostum, bæði til notkunar í land-
inu, og svo til útflutnings, það
sem umíram er.
Af reynslu þeirri, sem fengin er
um smjör- og ostagerð, má margt
læra. það er búið að sanna, að hér
má búa til ágætis smjör og osta.
Smjör- og ostabúin hafa ílest ver-
ið bygð af vanefnum, byggingar,
áhöld og annað eigi svo vandað sem
skyldi, og því furða hvað unnist
hefir. Úr þessu þarf að bæta smátt
og smátt. þegar smjör- eða ostabú
eru stofnuð, þarf mönnum að vera
ljóst, hvert stefna á. það er ekki
nóg að stofna smjör- eða ostabú-
ið, og ætlast svo til, að alt komi af
sjálfu sér. Nei, það þarf margra
ára starf til að fullkomna það og
koma því á fastan fót. þá stofnað
er til þessara búa, eru ástæðurnar
víðast hvar þannig, að sú mjólk,
sem hægt er að láta til þeirra, er
lítil og dreifð. þetta gerir starf-
rækslu búanna erfiða og dýra. Til
þess að bæta úr þessu þarf að
auka ræktunina og fjölga mjólkur-
peningi, svo búin fái meiri mjólk
ár frá ári, og búi til meira af
smjöri og ostum. þá verður starf-
rækslan ódýrari og hagurinn af
smjör- og ostagerðinni meiri.
Á Suðurlandsundirlendinu er
verið að koma upp dýrum og stór-
um áveitum; hvort þær blessast er
undir því komið, að hinum aukna
gróðri verði breytt í arðvænlegar
afurðir. Sem sakir standa nú, er
hér aðallega að ræða um mjólkur-
framleiðslu, því þurfa hlutaðeig-
endur að vera sem best undir það
búnir, að hagnýta sér þessa mögu-
leika. það þarf einnig að auka tún-
ræktina sem mest, svo að fram-
leiðsla mjólkur verði meiri.Smjör-,
osta- og mjólkurbú þurfa að geta
starfað alt árið, svo að menn geti
komið mjólkinni í verðmætar af-
urðir allan ársins hring. Síðan
fyrsta smjörbúið var stofnað hér
á landi, hafa allar ástæður tekið
miklum breytingum til batnaðar. í
fyrstu þurftu búin að vera lítil.
Flutningur aðallega á hestum, en
nú em vegirnir orðnir betri, svo til
mála getur komið að stofna stærri
bú, og draga mjólkina að á bif-
reiðum. Stærri búin geta verið bet
ur útbúin með byggingar og áhöld.
þau ættu hægra með að starfa alt
árið, og hafa meiri möguleika til
að búa til betra smjör og osta.
Sem sagt, vér erum betur stadd-
ir nú en nokkru sinni áður, til að
auka smjör- og ostagerð, og að
þessu verður að vinna á komandi
tímum. þing og stjórn verður að
I styðja þessa viðleitni og hlutaðeig-
endur að skilja, að hverju er
stefnt, og keppa að því marki.
Vér vonum, að þessi sýning
verði eitt spor í rétta átt, til þess
að þessu marki verði náð. Hér
sést, hvað hægt er að búa til.
Fleiri þurfa að taka þátt í starf-
inu, með lífi og sál, bæði beint og
óbeint, og þá mun vel farnast.
---.n---
Vopnaburður.
í síðasta tölublaði Tímans var
grein, sem hét „íslenskt ríki“.
Morgunblaðið telur greinina „aug-
lýsa hið bera bolsainnræti“ og eign
ar hana Jónasi Jónssyni, en þár
sem greinin var nafnlaus og eg sá
um ritstjórn Tímans, var hún vit-
anlega eftir mig. Að því hefði ekki
þurft að spyrja. Eg þarf ekki
þeirrar „góðgirni“ með, að mín
skrif séu eignuð Jónasi, enda er
góðgirnin görótt. „Eigi getur (Ás-
geir hafa) skrifað svívirðingar um
unglingana, sem sóttu Ólaf heim“,
segir Mbl., „hann hét þeim liði
sínu, er sýndu það í verki, að þeir
virtu meira landslögin en útlærð-
an bolsann, Ólaf. Ásgeir fanst
ekki þegar til átti að taka, en
hann var ótrauður andstæðingur
ölafs í orði“. Satt er það, að eg
var einn þeirra mörgu, er fóru
þungum orðum um óhlýðni ólafs
við fyrirskipanir heilbrigðisstjórn-
arinnar, en hitt er rangt, að eg
héti nokkrum liði mínu, eins og
Komandi ár.
íslendingar komust að vísu aldrei svona langt eftir
braut foreldralegrar umhyggju. En í öllum löndum, rík-
um og fátækum, stórum og smáum, er þó sami undir-
straumur i viðleitni íbreldranna. pau vilja hlúa sem mest
að börnunum. pau vilja líða fyrir börnin, ef með þarf,
en aðallega með því að láta þau erfa fjármuni, sem allra
mesta fjármuni, eða aðstöðu til að fá fjármuni.
pótt undarlegt sé, virðast foreldrar ekki alment veita
þvi eftirtekt, að.þessi mikla viðleitni nær skamt. Lang-
flest börn fá annaðhvort engan peningalegan arf eftir
foreldra sína, eða ef hann er einhver, þá er upphæðin svo
lítil, að hún skiftir engu fyrir erfingjana. petta liggur í
því, að þrátt fyrir hina miklu viðleitni, er allur þorri
manna efnalaus. pegar fólksfjöldinn í Englandi var 43
miljónir fyrir fáeinum árum, birti merkur hagfræðingur
þar í landi skýrslu um efnahag þjóðarinnar. Ein miljón
manna var rík. Fjórar miljónir voru efnaðar. prjátíu og
átta voru fátækar. Svipuð eru hltuföllin í öðrum löndum
og hafa jafnan verið. pessi leit foreldranna eftir arfi handa
börnunum er þessvegna langoftast draumsjónin ein. Bar-
átta, sem hlýtur að enda með ósigri. Von, sem er aðeins
tál. En sumum hepnast óneitanlega að afla fjármuna og
ti'yggja arf handa börnunum. Hve mikill er þá ávinning-
urinn? Erlendis tekst alloft, ef um mjög miklar eignir er
að ræða, að halda þeim í ættinni mann eftir mann, venju-
lega með því að svifta eigandann að nokkru yfirráðun-
um til að eyða fénu. Á íslandi er raunin oftast sú, að arfa-
féð eyðist skjótt, jafnvel ótrúlega fljótt. Harðsnúinn fé-
hyggjuamður hafði með mikilli elju og hörku dregið sam-
an um 300 þúsund krónur. pegar hann lá banaleguna,
gerði hann sambæjarmönnum sínum upp orðin: „Illur
íengur, illa forgengur", myndu þeir segja, er fréttist um
lát hans og arfinn mikla. Eftir nokkur missiri voru erfingj-
arnir tveir búnir að eyða öllu fénu og annar orðinn gjald-
þrota. Hvorugur erfinginn stóð þá betur að vígi, nema
siður sé, fyrir fórn foreldranna.
Að öllu samtöldu verður ekki sagt, að fjármálabarátta
íslenskra foreldra hafi haft mikinn árangur. Flestir erfa
ekki neitt, og verða að brjóta sér leið sjálfir. Og þeir, sem
eitthvað erfa, sýnast mjög oft hafa lítinn varanlegan ávinn-
ing af erfðinni.
Næst fémunum snýst umhyggja foreldranna um vel-
gengni líkamans, í grynstu merkingu. pegar veikindi bei'a
að höndum, er læknir sóttur. pegar tennurnar eru eftir
langvinnar þjáningar molnaðar eða hafa verið dregnar úr
tanngarðinum með töng, eru tilbúnar tennur settar í stað-
inn. Vitaskuld er þetta nauðsynlegt, að lækna sjúkdóm-
ana. pó er hitt enn nauðsynlegra, að fyrirbyggja þá. En
þar hefir foi'eldraástin oftar en skyldi vei'ið hirðulaus,
meðan tími var til. pað er mjög undarlegt, hve tiltölulega
fáir foreldrar hafa áttað sig á því, að hinn eini arfur, sem
nokkru slciftir, er likamshreysti, þekking, manngildi og
venjur unglinganna, er þeir yfii'gefa hús foreldranna og
byrja sjálfstæða lífsbaráttu.
í þessari missýningu foreldranna er fólgið mikið af
böli kynslóðanna. pað er lögð feiknamikil vinna og fórn
í að ná íakmarki, sem sumpart er ónáanlegt, sumpart ekki
vert baráttunnar. En á meðan er gleymt því, sem mestu
skiftir. Pei'sónulegum þroska og gildi mannsins.
Best má sjó, hversu þjóðin lítur á þessa hluti, með
»ð taka hlutkend dæmi. Hver tannlælmir, hver neflæknir,
hver magalæknii', sem sest að i kauptúni eða sjóþoi'pi á
íslandi, er viss með að fá miklar tekjur og ríkulegt lífs-
uppeldi. Til slíkra manna leita menn eftir hjálp og eru
fúsir að greiða mikið. En hversu mundi fara, ef vitur
mannlífslæknir, Tolstoy, Ruskin eða sjálfur Sókrates, sett-
ist að á íslandi og seldi lífsvisku handa sonum og dætrum
borgaranna? peir mundu ekki verða hálfdrættingar á við
þá, sem lækna skemdar tennur.
Og þó er enginn vaii á því, að hvar sem er í siðuðum
löndum nú á tímum, þá er það hreystin, líkamleg, sálar-
leg, og afl þekkingarinnar, sem er hinn „hvassi síðu-
nautur" nútimamannsins, hinn gullni lykill að völundar-
húsi lífsbaráttunnar.
Á hverju ári er flutt inn tóbak og vín til íslands fyrir
margar miljónir króna. í í-auninni vita allir, að hver ein-
staklingur og þjóðin öll væri betur á vegi stödd, ef hvor-
ug þessi eiturvara kæmi inn i landið. En á Alþingi taldi
gx-eindur maður, einn af læknum landsins, það algerða
brjálsemi, að liugsa til að eyða nokkrum tugum þúsuuda
á ári tii að gefa út á íslensku fræðibækur og góðan skáld-
skap handa almenningi að lesa. Svo blindur er hugsunar-
hátturinn. Miljónir fyrir eitur, sem veiklai' þjóðlikamann,
veldur óþrifnaði, sjúkdómum, brjálsemi og glæpum. En
jafnvel læknar telja, að það gangi glæpi næst að eyða ör-
litlu brotni af þessari upphæð tii að flytja geisla frá sól
vísindanna og listanna inn á hvert einasta heimili i
landinu.
Fyrir nokkrum mánuðum tók til starfa baðhús við
barnaskólann í Reykjavík. En áratugum saman hafði
mörg þúsund börnum verið kent í þessum skóla án þess
að þar væri bað. Og þó var vitanlega ekki bað nema á sár-
fáum heimilum í bænum. Kennararnir og skólanefndin
höfðu látið þetta afskiftalaust. Og foreldrarnir, þúsundir
foreldra, sem hafa átt þarna börn, höfðu sofið rólega, þó
að þessum lið væri ófullnægt í uppeldi barna þeirra.
Meira að segja, þegar sárfáir áhugamenn, sem fyrir slysni
voru kosnir í skólanefnd eitt ár, hrintu baðhúsmálinu i
framkvæmd, þá urðu þeir menn óvinsælir fyrir sínar að-
gerðir, og foreldraviljinn lét það viðgangast, að þeim
mönnum væri bægt frá umráðum með börnunum, sem
höfðu gert það mögulegt, að hvert barn í Reykjávík fái
svo sem tvisvar i viku verulega gott bað, meðan það cr á
skólaaldri.
Auðvitað þykir foreldrunum óstjórnlega vænt um
börnin, og vilja mikið fyrir þau gera. En þessi mikli kraft-
ur rennur að miklu leyti í sjóinn, af því að aflinu er ekki
stjórnað mcð forsjá, sem skykli. I stað þess að efla hina
ungu kynslóð að líkamlegu, andlegu og siðferðislegu afli,
þ. e. efla manninn sjálfan, svo að liann sé verkfær í bestu
merkingu, þá leggur allur fjöldinn mesta umhyggju í að
gylla umbúðirnar, sumpart mcð fjármunalegri meðgjöf,
sumpart með prófum, er gefi aðgöngu að vissu lífsupp-
eldi o. s. frv. En á meðan gleymist, að líkaminn er veikl-
aður af skaðlegum nautnum, og andinn af skaðlegum
venjum. Framtiðarmál hverrar heilbrigðrar þjóðar er að
breyta stefnumiði eða viðfangsefni foreldraumhyggjunn-
ar, þannig, að framvegis verði það æðsta hugsjón foreldr-
anna að rækta manninn og manngildið, en láta arfinn og
umbúðirnar mæta afgangi.