Tíminn - 20.09.1924, Blaðsíða 4
150
T 1 M I N N
Jörð til söln.
Ein af allra bestu jörðum í Árnessýslu fæst til kaups og ábúðar
í næstu l'ardögum. Jörðinni fylgja öll fjenaðarhús í 'góðu standi. Hey-
hlöður fyrir 900 hesta, fjós fyrir 17 nautgripi, hesthús fyrir 17 hross,
fjárhús fyrir 250 fjár. íbúðarliús úr timbri í ágætu standi. Matjurta-
garðar stórir og góðir. Stórt tún í góðri rækt. Engjar mjög grasgefnar
og véltækar.
Erekari upplýsingar fást hjá kaupm. Hannesi Ólafssyni Grettis-
götu 1, Reykjavík.
»1 / ■ ---ii ■ . * T
Biðjið um
Capstan,
Navy Cut
JMedium
Verð kr. 4,60 dósin, ‘/4 pund
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
m illnr
og alt til upphluts
sérlega ódýrt.
Skúfhólkar
úr gulli og silfri.
Sent með póstkröfu
út um land ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
Ríkharður Jónsson
myndhöggvari
Smiðjustíg 11
kennir teikningu og heimasmíðar
i vetur.
BANN.
Við undirritaðir bönnum hér
með öllum að skjóta rjúpu í landi
ábýlisjarða okkar.
Eyri og Hrísum í Flókadal,
12. sept. 1924.
Lárus Guðmundsson.
Björn Sigurbjaniarson.
landi, þar á meðal sölsað undir sig
fjölda blaða og með þeim getað
haft töluverð áhrif á fávísasta
hluta þjóðarinnar. Enn er þó svo
mikið til af mönnum í landinu, sem
óspiltir eru af hugsunarhætti
braskaranna, að von er til, að ekki
líði langur aldur þar til hægt verð-
ur að reka þá og vikapilta þeirra
af höndum sér. Fer þá ekki hjá
því, að jafnvel á „hærri stöðum“
verði það talið best sæma hverjum
manni að heita skilamaður, og
valdhafarnir hætti að í sjá í gegn-
um fingur með fjársvikum og
óskilsemi í viðskiftum.
Auðsjáanlega býst J. K. ekki
við þessu. Hann er að verja „yfir-
húsbændur“ sína, íhaldsstjórnina,
út af „tómahljóðinu“ í kassa vín-
verslunarinnar í vetur sem leið.
Vill hann kenna sjóðþurðina ráð-
herra Framsóknarflokksins, af því
sjóðþurðin var opinberuð rétt áð-
ur en hann lét af völdum. En þama
bregst honum bogalistin eins og
oftar. Eftirlit vínverslunarinnar
var í verkahring forsætisráðherra
og á honum bar Framsókn enga
ábyrgð. Hann gerði þó skyldu sína
með því að koma upp íjársvikun-
um og bendir það á, að hann myndi
hafa látið refsa þeim, sem valdur
var að ósómanum, ef honum hefði
enst aldur til í stjórnarsessi. En
eftirmenn hans, íhaldsráðherram-
ir, fara öðruvísi að. þeir hafa nú
setið við völd í sex mánuði fulla
og enn hefir ekki heyrst, að neitt
sé gert til að koma fram ábyrgð
á hendur þeim, sem svikin hafa
framið, hvort sem um einn eða
fleiri er að ræða. Aftur á móti er
stjórnarblaðið danski Moggi látið
hrósa íhaldsstjórninni fyrir það,
að rekstur vínverslunarinnar kosti
nú ríkissjóð marga tugi þúunda
minna og mun eiga að „vinna upp
tapið“ á þann hátt. Er þetta fylli-
lega samboðið hugsunarhætti
þeirra, er stýra penna „Moggarit-
stjórans“. í þeirra augum er það
meinlaust og þarf ekki rannsóknar
við, þó fullar líkur bendi til, að
stórglæpur hafi verið framinn
fyrir nefinu á ríkisstjórninni, að-
eins ef hún gerir ráðstafanir til að
vinna upp peningatjónið, sem af
fjársvikunum leiðir. P.
----o----
Stuttu fyrir mánaðamótin síð-
ustu ullu óveður miklu tjóni á
Suður-þýskalandi. Á stórum land-
flæmum eyðilagðist uppskeran.
Allstór borg í Erzfjöllunum varð
öll undir vatni og víða 1 úthverfun-
um í Leipzig varð fólk að flýja upp
á húsþökin sökum vatnavaxta.
— Á að giska hundrað ræningj-
ar réðust nýlega á járnbrautar-
lestina sem gengur milli tveggja
helstu borganna 1 Mexíkó. þeir
drápu 20 af farþegunum og
kveiktu í sumum vögnum lestar-
innar. Hermenn voru í lestinni
sem reyndu að veita viðnám, en
kom fyrir ekki. Ræningjarnir
höfðu á burt með sér alt fémætt,
sem hægt var með að komast. Ein-
ir 7 þeirra náðust nokkru síðar og
voru þegar skotnir.
— Tíu ár voru liðin 15. síðastl.
mánaðar frá því að Panamaskurð-
urinn var opnaður. Hefir umferð-
in um hann altaf aukist jafnt og
þétt síðan. Vitanlega hafa Banda-
ríkin haft langmest not hans. En
England hefir og mikið gagn af
honum. Sjóleiðin frá Englandi til
Nýja-Sjálands og til bresku Col-
umbíu styttist t. d. til stórra
muna. — Fyrsta árið fóru 1154
skip um skurðinn, er báru 1,7 milj.
smálestir. 1 fyrra urðu þau 5230
og báru um 27 milj. smálestir, og
auk þess 418 skip Bandaríkja-
stjórnar. Alls hafa, síðan um-
ferðin hófst, til síðustu áramóta,
22575 skip farið um skurðinn, er
báru 95 milj. smálestir vara.
— Hinn 22. f. m. var plánetan
Mars nær jörðu en hún hefir ver-
ið síðustu 100 árin og verður
næstu hundrað árin. Mikill viðbún-
aður var um heim allan að nota
tækifærið til rækilegra rannsókna.
Einn af merkustu vísindamönnum
Englands lét þess getið í ensku
blaði um þetta leyti, að hann teldi
ólíklegt, að menn byggju á Mars,
en nálega víst, að eitthvert líf væri
þar að finna.
-— Um síðustu mánaðamót hóf
starfsemi sína í Danmörku ný
sápuverksmiðja. það er opin-
bert leyndarmál að eigendurnir eru
útlendir, en vitanlega voru nægar
slíkar verksmiðjur fyrir, á inn-
lendra höndum. Fjölmörg dönsku
blaðanna vara við þessu. Hvað
mundu þau þá gert hafa, ef útlend-
ir peningamenn hefðu gert sig
svo digra að stofna til blaðavalds
þar í landi og pólitiskra afskifta
og íhlutunar?
— Enska stjórnin er að láta
rannsaka möguleikana á því, að
nota sjávarföllin í mynni Sevem-
fljótsins á suðvestur Englandi til
rafmagnsframleiðslu. Verði úr
framkvæmdum, má gera ráð fyrir
að þarna verði reist stærsta afl-
stöð í heimi.
— Mauritania, eitt allra stærsta
farþegaskipið sem er í förum milli
Norðuiálfu og Vesturheims, fór
nýlega á skemmri tíma en nokkru
sinni hefir áður verið farið, leiðina
frá New York til meginlands
Norðurálfu, Cherbourg á Frakk-
landi, á 5 dögum 1 klukkutíma og
49 mínútum.
— Fastar flugferðir milli Eng-
lands og Frakklands eru nú orðn-
ar á hálftíma fresti. Ferðin tekur
um 15 mínútur, vélarnar taka 12
farþega og fargjaldið er eitt pund
sterling.
-— Miklir jarðskjálftai' urðu um
síðustu mánaðamót í Turkestan.
Rúmlega 40 manns týndu lífi en
9000 urðu húsnæðislausir.
— Hlaupagarpurinn finski,
Nurmi, hljóp nýlega 10 kílómetra
á 30 mínútum og 6,4 sekúndum.
Er það heimsmet.
— Franskur flugmaður, de Pay-
er, lýsir því yfir, að hann ætli að
fljúga til Norðurheimskautsins á
næsta ári. Hann er á leiðinni norð-
ur til Spitsbergen. Ætlar að dvelj-
ast þar í vetur og undirbúa ferða-
lagið.
— Heitt er enn í kolunum á
Italíu. Fyrir hálfum mánuði var
Mussolini á ferð í bifreið sinni.
Var þá skotið á hann mörgum
skotum úr fylgsni. Engin kúla
hæfði hann þó. En tilræðismenn-
irnir komust undan.
— Hinn frægi norski heims-
skautafari Roald Amundsen hefir
neyðst til að framselja bú sitt til
gjaldþrotaskifta. Af fjárhags-
ástæðum varð hann að hætta við
flugið til norðurheimskautsins í
fyrra. Hafa ferðalögin orðið hon-
um svo dýr, sem nú gefur raun
vitni.
----o-----
Utlendu verkamennirnir.
Mbl. flytur athugasemdalaust
þá skýringu atvinnumálaráðherra
á vanrækslu stjórnarinnar á því
að gefa út reglugerð um bann
gegn innflutningi útlendinga í at-
vinnuskyni, að heimildin í lögum
nr. 10, 18. maí 1920, nái ekki til
útlendinga er leita sér atvinnu.
Segir atvinnumálaráðherra að
vísu, að um þetta megi deila, en
ekki hefir ráðuneytið efast um
heimildina, þegar Krossanesverk-
smiðjunni var í vor gefin heimild
til að flytja inn eina 15 menn.
Takmarkaða heimild hefði ráðu-
neytið vitanlega ekki gefið, ef það
hefði ekki þá álitið, að full heim-
ild væri til í lögunum frá 1920, að
takmarka innflutning útlendinga
með reglugerð. Stóð það nærri J.
K., ritstj. Mbl., að gera athuga-
semd um þetta, því það var að
hans ráðum að þingsályktun var
borin fram um þetta efni en ekki
frumvarp, og fluttu þeir J. K. og
Á. svo tillöguna í sameiningu.
Ennfremur getur atvinnumála-
ráðherra þess, að útlendir verka-
menn hafi verið „færri í sumar en
í fyrra sumar, og veit eg (ráðherr-
ann) ekki til, að neitt hafi verið
kvartað þá“. En þingsályktunar-
tillagan var einmitt flutt sumpart
fyrir tilmæli að norðan, sem voru
rökstudd með innflutningi útlend-
inga til Krossanesverksmiðjunnar
í fyrra sumar, og kemur það bert
fram í framsöguræðunni, en þar
stendur: „Svo sem kunnugt er,
hefir verið síldarbræðslustöð á
Krossanesi í Glæsibæjarhreppi.
Hún var reist fyrir 10 árum með
vinnu innlendra manna, og hafa
íslendingar jafnan síðan starfað
við hana, þangað til síðastliðið
sumar. En þá brá svo við, að helm-
ingui' verkafólksins, um 60—70
manns, var flutt frá útlöndum til
þess að vinna við verksmiðjuna á
starfstíma hennar, sem er 4 mán-
uðir, o. s. frv.“. það er því hvoru-
tveggja, að skilningur J. K„ að
áskorun til stjórnarinnar í þings-
ályktunarformi myndi nægja, mun
vera réttur, og að rekstur málsins
á síðasta þingi var fyrst og fremst
miðaður við Krossanesverksmiðj-
una. Á. Á.
Ritstjóri Tímans kom heim um
miðja vikuna úr leiðarþingaferð
um Strandasýslu. Fékk þar í hví-
vetna hinar ágætustu viðtökur. —
Degi fyr birti MOrgunblaðið langa
skáldsögu um ferðalagið. Hefði
þeim verið nær, ritstjóranefnun-
um, að reyna að endurgjalda í
sömu mynt heimsóknina til Vík-
ur, en að leggjast upp í loft og sjá
sýnir og þær allar miður áreiðan-
legar. En það er ekki í fyrsta sinn
sem skuturinn frýr skriðar á bæn-
um þeim.
Nokkrar vísur.
Löngum hafa íslendingar haft
gaman af vísum. þegar eitthvað
sérstakt ber við á stjórnmálasvið-
inu, þá fer varla hjá því, að vísur
verði til um land alt. Sú hefir a.
m. k. orðið raunin á, á þessum síð-
ustu og verstu tímum. Hvaðanæfa
að berast vísurnar. Rúmið leyfir
ekki að birta nema lítið eitt. —
Á póststöð einni austanfjalls
kom allþykkur pakki af saman-
bundnum blaðaströngum og mátti
þekkja að þetta voru bæði höfuð-
málgögn fhaldsstjórnarinnar. Alt
voru þetta endursend blöð og rit-
uð á einn strangann þessi vísa:
Systkin þessi sendast nú
í sængina Fengers aftur,
á þeim hefir enginn trú
— ekki nokkur kjaftur.
Enn harðorðari eru Norðlend-
ingar. Svipuðum stranga, langt
komnum að norðan, fylgdi þessi
vísa:
Aðsókn gerist ærið hörð,
yfir vofur sveima;
gefið saman Gróu og Mörð
gætuð sjálfir heima.
þó er hann enn þykkjuþyngstur
Norðlendingurinn sem endursendi
fsafold, með þessari áritun:
Bölvun þér fylgi, blessun þig flýi,
bölrúnir risti þér ókomin tíð.
Nafnið er ósvikin, argasta lýgi,
íslensku þjóðinni ramaukið níð.
Dálítið er hinn mildari, þótt nið-
urstaðan sé sama, sem ritaði á
endursenda ísafold þessa vísu:
Ekki vil eg áhrif þín
út um sveitir dafni;
æ, þú gengur, ísa mín,
undir fölsku nafni.
Enn hafði Norðlendingur einn
endursent ísafold hvað eftir ann-
að, en hún kom jafnan aftur. þá
leiddist honum þófið og ritaði
vísu á endursendan stranga, en lík-
lega hafa gáfnavargarnir ekki
skilið:
Af hjartans örlæti höndin gefur,
helst eg slíku ann,
en gróður sig um grundir vefur,
gras eg nota kann.
Einhversstaðar norður við Húna
flóa voru þessar vísur kveðnar:
í frónskra blaða stjórnarstörfum
stjáklar Fenger.
Húskarlanna’ að hálsi og lörfum
helsið þrengir.
Afturgangan ísafold,
sem öll í keng er,
byrgjast ætti’ í baunskri mold
með Berlem, Fenger.
Gamall kunningi og samsýslung-
ur annars „ritstjórans“ danska
Mogga minnist hans í þessari vísu:
Eftir stapp í áveitum,
út um krappa flóa,
gæsalappa galeiðum
glaðir kappar róa.
Loks skal botn í sleginn með
vísu. um annað efni. Hafa Dala-
merm fengið þungt ámæli ná-
grannanna fyrir hve þeim tókst
þingmannskosningin síðasta haust
Er talið sanngjarnt að þeir borgi
digran sjóð árlega ríkissjóði, með
þingmanni sínum, því að kostnað-
ur standi af honum eigi lítill. Er
þess minst um leið, að nýlega, á
opinberum fundi, líkti þingmaður-
inn kjósendum sínum við enska
lávarða. Kom úr einni nágranna-
sýslunni þessi vísa:
það er engin sú rola
að hann endalaust þoli
ágang af hungruðu graðstóði,
og þeir eiga’ að gjalda,
sem vítinu valda,
að Vogmerin gengur á landssjóði.
Hundrað á lávarð mun nærri láta,
það líðst ekki minna á slíka dáta.
Miklir menn! Dag eftir dag og
viku eftir viku iðka þeir það starf
„ritstjórar“ Morgunbl. danska, að
misþyrma íslensku máli, þeirra
eigin móðurmáli sem á að vera.
öll þjóðin hlær að heimsku þeirra
og klaufsku. Og svo dirfast þeir
að setja sig á þann háa hest að
ætla sér að kenna öðrum íslensku.
Rauður og Grár!
Tveir reiðhestar hafa tapast
hér úr bænum, annar grár, mark:
Vaglskorið f. h., hinn rauður,
mark: Blaðstýft f. h. og biti aft-
an, sýlt v. og biti aftan.
Sá sem verður hestanna var, er
vinsaml. beðinn að gera aðvart
Gunnlaugi Einaissyni lækni, sími
693, eða Magnúsi Kjaran, sími
43 og 601.
Segir svo í lVlorgunblaðinu í gær:
„Svo langt kemst Tíminn í vitleys-
unni í þessari varnargrein sinni,
að hann telur sjúkling banvænan
en ekki sjúkdóm“. — Já, Tíminn
er „svo vitlaus“ að tala um ban-
vænan sjúkling. Væri nú rétt fyr-
ir Valtý vesaling að fá leyfi hjá
Fenger til að taka sér í hönd
fyrra bindið af Flateyjarbók
fletta upp blaðsíðu 83 og lesa það
sem stendur neðarlega á síðunni.
Segir þar frá því, í sögu Ölaís
konungs Tryggvasonar, að sendi-
menn Haralds Danakonungs
komu á fund Haralds gráfelds
Noregskonungs: „segja þeir þau
tíðindi, að Hákon jarl var í Dan-
mörk og liggur banvænn og nær
örviti“. Og enn segir í sögu Ólafs
Tryggvasonar (bls. 121) frá við-
tali hans við einsetumanninn og
segir hinn síðarnefndi meðal ann-
ars svo: „muntu fá mikið sár, svo
að af því sári munt þú banvænn
verða og á skildi til skíps borinn“.
— Ætlar Tíminn sér að „komast
svo langt í vitleysunni“ að haga
orðum sínum eftir hinum bestu
fornbókmentum íslenskum, og
mun aldrei leita ráða hjá leigu-
þjónum útlendra kaupmanna um
það, hvernig eigi að rita íslenskt
mál.
Pólitiskir hundar. Samkvæmt
heimild síðasta Alþingis hefir
Bæjarstjói-n Reykjavíkur alger-
lega bannað óþarft hundahald í
bænum. Hefir pólitíkin líka kom-
ist í það mál. Alþýðublaðið og
Morgunblaðið skiftast á um það
hörðum orðum, og svo undarlega
vill til, að Alþýðublaðið ver af
kappi frelsi einstaklingsins til að
halda óþai'fa hunda, en Morgun-
blaðið vill svifta þá þeim rétti.
Mannslát. f síðastliðnum júní-
mánuði andaðist Eiríkur bóndi
Einarsson á þorgeirsstöðum í
Lóni í Austur-Skaftafellsýslu.
Hann var ungur maður, nýlega
kvæntur, lipurmenni við öll störf,
bæði á sjó og landi og hinn besti
drengur. Er hans því sárt sakn-
að af sveitungum.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.