Tíminn - 04.10.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.10.1924, Blaðsíða 3
T I M I N N 157 Umboðsmaður Islands, starfs- maður löggilding-arstofu mæli- tækja og vogaráhalda, rannsakar mælikerin, sem mæla hina keyptu síld. Að vísu eru engin lög til um það á íslandi, að mælikerin skuli taka 150 lítra. En það er allsherjar samkomulag allra aðila, og enginn dirfist að mótmæla því, að þau skuli taka 150 lítra. f>að voni til rétt mæliker á verk- smiðjunni, löggilt norsk mæliker, sem vitanlega tóku 150 lítra, en þau voru aldrei notuð. Kerin sem notuð voru tóku öll meira en 150 lítra, flest um 170 lítra. Hversvegna notaði verksmiðjan þessi sviknu mæliker, en ekki lög- giltu norsku kerin? Ekkert undanfæri virðist um að gefa nema eitt svar: Verksmiðjueigandinn vissi að þau voru „húsbóndahollari“, stóru kerin, sviknu kerin. Hvað gerir landsstjórnin? Hún löggildir sviknu mælikerin — og síðan ekki söguna meir. Og allra vinsamlegast semur at- vinnumálaráðheri’a íslands við hinn útlenda eiganda hinna sviknu mælikera. Meira en 100000 kr. tjón í fyna. Fróðlegt væri að gera sér grein fyrir, hversu mikið þessi útlendi maður hefir haft af Islendingum undanfarið, með sínum sviknu mælikei’um. það er létt verk að reikna það dæmi. í 1. tölublaði Ægis þessa árs, á blaðsíðu 5, birtir þáverandi for- maður Fiskifélagsins skýrslu um það, hvað síldarverksmiðjurnar hafa keypt af síld af íslendingum til bræðslu, árið 1923. Stendur þar að Krossanessverk- smiðjan hafi það árið keypt 80 þúsund síldarmál. Nú lætur næi'ri, eftir skýrslu hins opinbera starfsmanns löggild- ingarstofunnai’, að málin sem not- uð eru taki 20 lítrum ofmikið, 170 lítra í stað 150. Verksmiðjan hefir þannig haft af íslendingum 20X80000 — 1600000 lítra af síld árið í fyrra. í réttu síldarmáli eru 150 lítrar. þannig hefir því verksmiðjan haft af íslendingum 10666,6 síldarmál. I framhaldi þessarar skýrslu for manns Fiskifélagsins er síldai’mál- ið metið á 10 kr. Með þeim útreikningi hefir þessi útlenda verksmiðja á þessu eina ári haft af íslendingum 106666 — eitt hundrað og sex þúsund, sex hundruð, sextíu og sex krónur. Ritstjóri Tímans hefir aflað sér upplýsinga víðar að um meðalvei’ð a síldarmáli í fyrra. þær upplýs- ingar, frá hinum kunnugustu mönnum, benda á, að reikna megi verðið a. m. k. 11 kr. Eftir þeim reikningi er gróði verksmiðjunnar á sviknu mælikerunum meir en 117 þús. kr. það er laglegur skildingur á einu ári. Verksmiðjan mun hafa stai’fað a. m. k. í 10 ár. Safnast þegar sarnan kemur. „Eg er ekki dómsmálaiáðherra“! það var atvinnumálai'áðherrann sem rannsakaði Krossanessmálin nyrðra, og samdi við sakborning- inn norska um lagabrotin um inn- flutning verkamannanna. En svikin mæliker og ráðstafan- ir þeii ’a vegn.i, heyra undir dóms- mála- og forsætisráðheri’a Jón Magnússon að sjálfsögðu. ,,Eg er ekki dómsmálaráðheri’a“, sagði atvinnumálaráðherra í Morg unblaðinu danska, og hann hefir á réttu að standa. það er Jón Magn- ússon sem er æðsti gæslumaður íslenskra laga, sá er hefir æðsta skyldu til að gæta hagsmuna ís- lendinga gagnvart slíkri óheyri- legri frekju og lögbrotum útlend- inga. Hvernig snýst Jón Magnússon við, er íslendingum er sýnd svo óheyrileg frekja, er útlendingur leyfir sér að svíkja íslenska fram- leiðendur svo stórkostlega árum saman ? Frá honum heyrist hvorki stuna né hósti, ekkert orð, engin at- höfn. það vottar ekki fyrir minsta vilja í áttina til að gæta réttar ís- lendinga. það vottar ekki fyrir að hann vilji hreyfa fingur til þess að beitast fyrir því, að íslending- ar fái að njóta þess sjálfsagðasta réttar, er á að gilda í öllum við- skiftum, að fá að láta mæla fram- leiðslu sína í réttum mælikerum. Dómsmálaráðherann, yfirvörð- ur réttlætisins, telur sér það með öllu óviðkomandi að útlendur mað- ur hefir haft af íslendingum c. 100 þús. kr. á ári, með því að nota svikið mál. Margar vikur hefir Tíminn beð- ið þegjandi, meðan nokkur von var um að þurfa ekki að kveða upp þann áfellisdóm, sem er skylda að kveða upp yfir svo frámunalegum sauðarskap og lítilmensku. Svona er hann þá, úrvalsmaður- inn, sem Ihaldsliðið gerði aftur að forsætisráðherra og dómsmálaráð- herra yfir íslandi, — hann Jón Magnússon, með alla sína fortíð að baki. Hefir nokkurntíma í nokkru landi, annar eins garpur(!) verið settur í sæti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra ? Hvað er vanræksla, um að gæta réttar landsbúa, um að gæta sóma landsins gagnvart útlendingum, um að gæta laga og heilbrigði í viðskiftum — ef þetta er ekki van- ræksla? T. W. Buch (Iiitasiu&dja Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. Liíir til heimalitunar: Demantssorti, hrafnssvart, kastorssorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Til heimanoíkunar: Uerduft, „fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matar- litir, „Suna-skósvertan, „Ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Ilenko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, Blaanelse, Separatorolie o. fl. Brúnspónn. Lítarvörer: Anilinlitir, Gatechu, blásteinn, brúnspónslitir. Gljálakk: „Unicum“ á gólf og liúsgögn. Þornar iijótt. Ágæt tegund. Pæst alstaðar á íslandi. ,,Eg er ekki dómsmálaráð- herra“, sagði atvinnumálaráð- herrann. Orðin eru birt í aðalmálgagni landsstj órnarinnar, Morgunblað- inu danska. Jafnvel í höfuðmálgagni lands- stjórnarinnar, ákærir annar und- ii’ráðherrann yfirmann sinn svo átakanlega! Hversu lengi á að líða þetta? Hversu lengi ætlar íhaldið að láta slíkan garp(!) fara með æðstu völd íslands? Spyr sá sem ekki veit. Hræðslan við Norðmenn. „Að skilja er að fyrirgefa“, seg- ir gamalt máltæki. Sjálfsagt er að reyna að skilja hvað valda muni þessu frámuna- lega dáðleysi og ótrúlega sauðar- skap dómsmálaráðherrans. Og’ það er ekki nema ein skýring til, og öllum kemur saman um að hún sé rétt. Auðkýfingurinn norski, sem á Krossanessverksmiðjuna, er um leið þingmaður norskur. Hugsanagangur Jóns Magnús- sonar mun vera sá, að vegna kjöt- tollsmálsins og hinnar góðu.sam- búðar við Norðmenn megi forsæt- isráðherra íslands ekki styggja þennan mektarmann norska, held- ur beri honum að skríða í duftinu fyrir þessum útlendingi. Skýringin styðst við þá stað- reynd, sem alkunnug er, að árum saman hefir Jón Magnússon jafn- an legið flatur fyrir Dönum. það er ekki um að villast að þetta er skýringin. Á það þá við hér: „að skilja er að fyrirgefa“ ? Nei og aftur nei! þessi skoðunarháttur forsætis- ráðherrans er á hinum hörmuleg- asta misskilningi reistur. Látum það vera, að norsku verkamennirnir, ólöglega inn- fluttu, voru ekki reknir heim aft- ur, eftir að þeir voru komnir, úr því landsstjórnin hafði vanrækt að gefa út reglugerðina. það er af- sakanlegt vegna vináttu við Norð- menn. En hvaða heilbrigðum manni dettur í hug að norska þjóðin ætl- ist til að norskum atvinnurekend- um á íslandi skuli leyft bótalaust að nota svikin mæliker á íslandi og hafa þannig stórfé af íslend- ingum árlega? Engum innlendum eða útiendum myndi norska þjóðin líða slíkt. Hún telur það vitanlega sjálf- sagt að slíkir menn séu látnir bera ábyrgð gerða sinna. Öldum saman var sá norski konungurinn höfuðdýrlingur Nor- egs sem lét „jafnan rétt hafa rík- an og óríkan“. Að sjálfsögðu mun norska þjóð- in telja það miklu fremur beina móðgun við sig að ætla henni þann hugsunarhátt, að hennar vegna eigi íslendingar að horfa aðgerða- lausir á slíkan ósóma. „Að skilja er að fyrirgefa“, seg- íi’ máltækið. „Að skilja er að fordæma“ í þessu tilfelli. þeir eru ekki öfundsverðir Ihaldsþingmennirnir, sem bera ábyrgðina á sauðarskapnum í stjórnarráðinu. „Eg er ekki dómsmálaráðherra" — segja þeir hver af öðrum. Heyr á endemi! ---—o---- Þrjár kenslubælcur. Eg vil nota tækifærið til að vekja eftirtekt á þrem skólabókum eftir Steingrím Arason. Ilin fyrsta er for- skriftarliefti fyrir börn, eftir ensk- amerískri fyrinnynd. Sú hönd er ákaflega einföld og glögg; ekki drætt- ir eða útflúr. Alt miðað við að hönd hins íullorðna manns verði ljós, sterk og sérkennileg. Benedikt á Auðnum hefir verið mestur skriftarkennari á Islandi á sinni tið. Margir tugir manna á Húsavík og þar í nánd hafa tekið skrift iians til fyrirmyndar, og skrifa ljósari og gleggri hönd en títt er um íslendinga. Hönd Benedikts er ekki nein stæling a enskri skrift, en hefir sömu einkenni. Forskriftarbók Steingríms ryður alveg nýja braut í skriftarkenslunni. Allir, sem eru bær- ir að dæma úm, munu hiklaust taka liana fram yfir það, sem áður var til af því tægi. pá hefir Steingrímur gert lestrar- bók handa litlum börnum. Hana veit eg albesta slíkra bóka. Börnum þykir hún svo skemtileg, að þau gleypa iiana í sig, lesa hana jafnvel ótil- kvödd oftar en einu sinni og læra að lesa um leið. priðja bók Steingríms er landa- fræði, alveg nýútkomin. Kostar 4 krónur. Mér lrefir ekki unnist tími til að athuga bók þessa nákvæmlega. En ýmisiegt í formi og efnisvali þykir mér mjög til bóta frá því sem áður hefir verið. Landafræði Karls Finn- bogasonar var fyrsta tilraun á því sviði, að gera efnið ljóst og skemtilegt. Ff hún hefði eingöngu átt að vera fyr- ir börn, var getið um heist til marga staði, og ekki nógu mikið um hvern. Steingrimur bætir úr þessu, en geng- ur þó að minni skoðun ekki nógu langt. Börn læra tæplega landafræði sér til gagns, nema hún sé gerð að skemtilegri ferðasögu. Mjög er’ það til bóta, að Steingrím- ur hefir tekið út úr meginmálinu margar hinar erfiðustu tölur og þurr- an fróðleik og lætur fylgja í skýrslu- formi aftast í bókinni. Geta kennarar farið létt yfir það við tornæm börn og siept. því við próf. Bókin er að nokkru sniðin eftir samskonar bókum erlendis. paðan hefir höf. tekið upp þann miður heppi- lega sið að hafa mikið af spurningum í bókinni. Sú venja á einhvernveginn ekki við hér á landi. Allviða eru orð og orðatiltæki, sem eru þung og framandi, t. d. úthafsloft fyrir eyja- ioft. En úr þeim ágöllum má bæta í nrestu útgáfu. Myndir eru fjölmargar i bókinni. í heild sinni þykir mér landafræðin hvergi nærri jafngóð og hinar fyrri bækur Steingríms, enda mega þær heita frábærar. En þó er að mjög mörgu leyti ávinningur einkum fyrir barnaskólana að fá þessa bók. J. J. Vecko-Journalen fátt fotfáste áven i det gamla nordiska sago- landet“! Andmæli þessi eru svo hófsam- lega orðuð, að eg má vel við þau una og gæti skrifað undir mikið af þeim. þó er smávegis við þau að athuga. Eg sakna ýmissa manna, sem annaðhvort hafa ekki viljað skrifa undir, eða ekki átt kost á því, en eru dómbærari í slíku máli en flestir þeir, sem und- irritaðir eru, svo sem Guðm. Finn- bogasonar, Árna Pálssonar,Ágústs PI. Bjarnasonar, Jóns Sigurðsson- ar frá Kaldaðamesi o.fl. Skáldlaun eru miðuð bæði við verðleik og þörf. Efast nokkur maður um, að Alþingi hefði veitt Einari Bene- diktssyni jafnhá skáldlaun og E. H. K., ef hann hefði beðið um þau og þurft þeirra við ? En þegar um Nóbelsverðlaun er að ræða, er ald- rei spurt um fjárhagslega þörf. Lakast er þó, að eg held andmæl- in sé alveg gagnslaus. I sænska akademíinu eru ekki nema 18 rnenn, en hátt á 6. miljón í land- inu. Samt ráða þessir 18 menn bókmentaverðlaunum Nóbels. Ætli þeim gæti ekki dottið sú firra í hug, að á íslandi kynni að, koma fyrir, að einn maður hefði réttara fyrir sér en 18 menn — þegar all- ir eru þeim jafn-ókunnir ? En von- andi er verðlaunum Nóbels úthlut- að eftir svo nákvæmri þekkingu og athugun, að smágreinar í áhrifalausu myndablaði gera um það hvorki til né frá. Líklega efast enginn maður um, að eg hafi leyfi til þess að skapa mér skoðanir um íslenska sam- tímahöfunda. En eg má helst ekki láta þær í ljósi, síst svo að útlend- ingar heyri eða sjái. þjóðin þyk- ist hungra og þyrsta eftir heil- brigðum dómum um bækur og höfunda, en undir eins og hrein- skilinn dómur kemur við kaun einhvers einstaklings, verður alt í uppnámi og fjaðrafoki. Gremjan yfir íslenskri hreinskilni út á við er ofur skiljanleg. það er spiltur hugsunarháttur þjóðar, sem öld- um saman hefir orðið fyrir ályg- um og fyrirlitningu, og síðan hef- ir reynt að gylla sjálfa sig út á við á allan hátt — „logið sig hrifna“ af sjálfri sér, eins og Stefán frá Hvítadal segir — í trausti þess, að þekkingin væri engin: alt má segja Dönum! En hreinskilni út á við verður að fara saman við hreinskilni inn á við, ef vér eigum að ná traustri virðingu annara þjóða. Myndi nokkur vanda sig á að flokka salt- fiskinn innan lands, ef síðan ætti að hræra öllu saman í graut og segja Spánverjum, að það væri alt nr. 1 ? Vér hefðum gott af að mæla andlegt líf vort meira á Evrópu- kvarða en vér gerum. þjóðfélag vort er nógu smátt, þótt vér reyn- um ekki að gera það enn þá smærra með því að byrgja alla glugga fyrir lifandi lofti og gera það að sjúkrastofu fyrir kulvísa og iktsjúka uppgjafadáta. því fer fjarri, að mér sé nokkuð í nöp við Einar II. Kvaran. Ilefði eg viljað „spilla fyrir honum er- lendis“, var mér í lófa lagið að skrifa rökstudda grein um hann í eitthvert bókmentatímarit Norð- urlanda, og það hefði þó altaf mátt sín meira en samtalið í Vecko- Journalen. Eg hefi jafnan metið sögur hans mikils og geri enn, þó að síðustu bækur hans hafi frem- ur skert þá virðingu en aukið. Eg hefi líka altaf séð bresti hans, bæði sem listamanns og einkan- ; lega sem siðferðilegs leiðtoga. Mannúðin er svo best, að hún sé ekki runnin upp af vafahyggju (smbr. niðurlag sögunnar Marjas) og endi í almennri fyrirgefningu, geðleysi og siðferðilegu stjórn- leysi. Að þessu hefi eg vikið í tveim opinberum fyrirlestrum (1919 og 1923), sem eg mun reyna að koma á prent við tækifæri, og fjölyrði því ekki meira um það hér. það má vel vera, að E. H. K. fái bókmentaVerðlaun Nóbels,að hann gangi þar fyrir mönnum eins og Thomas Ilardy, H. G. Wells, H. E. Kinck, Giovanni Papini o. s. frv. þetta hefir a. m. k. verið orðað. E. H. K. hefir verið „en smula pá- tánkt“. Og' vafalaust verður hon- um og Islandi þetta vegsauki í bráðina, meðan síminn er að flytja fregnina út um heiminn. En eg er hræddur um, að það verði skamm- góður vegur. Hvað ætli ritdómar- ar stórþjóðanna segi, þegar þeir fara að lesa Sambýli, Sögur Rann- veigar og Móra (sem eg hefi ekki vitað einn einasta ísl. smekkmann giæpast á) í hinu bjarta ljósi, sem af slíkri viðurkenningu leggur? þeir halda, að Islendingar eigi ekk- ert betra frá síðari öldum, og telja, að unnið hafi verið gustukaverk á þeim, af því að þeir sé svo Játækir og smáir. En einmitt íslenskar bókmentir eiga sér svo glæsilega sögu, að slíkri sæmd sem verð- lounum Nóbels má ekki henda í þær eins og beini. Nú geta smá- sögur E. H. K. að vísu bætt mikið úr þessu. En þær eiga sér þó hvorki svo stórfelt alment gildi, né lýsa þeim skilningi á íslensku eðli og örlögum þjóðarinnar, að vér sé- um fullsæmdir af höfundi þeirra sem fulltrúa vorum í heimsbók- mentunum. Síra Matthías og Ein- ar Benediktsson hefði betur getað borið þá tign, ef viðlit hefði verið að þýða verk þeirra. E. H. K. er merkastur í sögu bókmenta vorra fyrir erlend áhrif og stefnur, sem hann hefir veitt inn í þær, og oss er vorkunnarlaust að vinsa úr með tímanum það, sem heilbrigt er. En þessar stefnur eru engar nýjung- ar út um heim. þær geta verið jafngóðar hér heima, þótt þær sé „ekki útflutningsvara“. Sigurður Nordal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.