Tíminn - 11.10.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1924, Blaðsíða 1
(Sfaíbfeti o$ afgret&slup’ct&ut Cimans er Sigurgeir ^ri&rtfsfon, Samban&sfjústnu, HeYfjauíf. VIII. ár. Reykjavík 11. október 1924 41. blað Címans er i Samban&sbúsinn 0pin öaglcga 9—12 f. b- Símt 496. Hwr ir ælstnr? pjóðkunnui- maður. Herra Aage Berléme stórkaup- maður í Kaupmannahöfn er þjóð- kunnur maður orðinn um alt ís- land. Hann er eigandi einnar stærstu útlendu verslunarinnar, sem útbú á á íslandi: Höepfners-verslunar. Hann er eftirlitsmaður með stærsta útlenda verslunarfélagmu sem starfar hér á landi: Samein- uðu verslununum. þessvegna hefir hann og stefnt að því að ná pólitiskum völdum á fslandi. það er játað af ritstjórum Morgunblaðsins að herra Aage Berléme hafi í eitt sinn lagt fram 2000 kr. til útgáfu Morgunblaðs- ins. Ekki 'hefir verið sagt frá fleiri fjárframlögum hans í þessu skyni; en um leið og hann lagði fram þetta fé, krafðist hann þess, að verslunarstjóri hans hér á staðn- um fengi sæti í stjórn Morgun- blaðsins, er næst yrði kosið, og því var lofað. Af þessu er ljóst hvert stefnir. Mun óhætt að telja hr. Aage Ber- léme líklegasta foringjaefnið í hóp hinna útlendu manna, sem keppa eftir stjórnmálaáhrifum á íslandi með útgáfu Morgunblaðsins. Fréttaritari danskra, kaupmanna. Enn kemur herra Aage Berlérne við sögu fslands á öðrum sviðum. Auk þeirra afskifta hans af ís- landi og íslendingum, sem áður eru talin, er hann sá maður, sem flestum mönnum fremur fræðir landa sína um íslenska viðburði. Einkum eru það verslunarfréttir og fjármála, sem hann segir frá íslandi. Má telja hann eftirmann Knúts Berlíns í því efni að bera okkur söguna íslendingum í Dan- mörku. Gefið er út tímarit í Kaup- mannahöfn, sem heitir „Finans- tidende" og er málgagn verslunar- stéttarinnar og fjármálamanna, sem nafnið bendir til. Herra Aage Berléme ritar svo oft um íslands- mál í þetta tímarit, að óhætt er að kalla hann fastan starfsmann tímaritsins á þessu sviði. Frá sjónarmiði íslendinga er oft næsta mikið að athuga við þennan söguburð hans. En hann á okkur engan reikningsskap að standa íslendingum. Hann um það hvaða verslunarfréttir hann segir frá íslandi.i þessa hlið starfsemi herra Ber- lémes hefir Tíminn því látið óátalda. En í 50. tölublaði þessa umgetna tímaiáts, sem út kom 10. f. m., gengur herra Aage Berléme skrefi lengra en hann er vanur í þessum skrifum sínum. þessvegna skal honum svarað í þetta sinn. Aage Berléme og íslandsbanka- málið. I þessari grein veður herra Aage Berléme fram fyrir skjöldu og vill kenna Islendingum hvernig þeir eigi að haga sér í íslensku pólit- isku máli. Hann segir frá deilu þeirri, sem orðin er milli herra Eggerts Claes- sens bankastjóra og ritstjóra Tímans. Herra Aage Berléme tekur nú að sér að inna það starf af hendi á fjármálasviði stjórnmálanna, sem Knútur Berlín vildi leysa af hendi í sjálfstæðisbaráttunni — að vera ráðgjafi íslendinga og leiðbeinandi. Og að vísu má segja að herra Aage Berléme hafi það meiri réttinn til slíkra afskifta af ís- lenskum málum, en Knútur Berlín, að hann á íjárhagslegra hags- muna að gæta á Islandi og hefh’ ís- lenska menn í þjónsutu sinni við verslunarrekstur og útgáfu Morg- unblaðsins. Hver á að bera tapið? Herra Berléme víkur að aðalat- riðinu sem ritstjóri Tímans bar fram í máli þessu. Hann segir rétt frá um það, en um ýmislegt ann- að fer hann með rangt mál. Er engin ástæða að eltast við þau at- riði. Danir eru því ekki óvanir, að þeim séu fluttar rangar fréttir frá Islandi. Aðalkrafa Tímans var sú, að ís- landsbanka væri stjórnað ein- göngu með hag íslenskra atvinnu- vega fyrir augum, en ekki með hag hluthafanna fyrir augum. Tíminn rökstuddi það, svo að ekki varð móti mælt, að íslands- banki á líf sitt algerlega íslend- ingum að þakka. Einn íhaldsráð- herranna (M. G.) hefir jafnvel lýst því yfir á Alþingi, að Islands- banki hefði ekki getað staðist, nema ísland hefði hans vegna tek- ið hið illræmda enska lán. Lið fyr- ir lið var það rakið, hversu mjög íslendingar hafa á sig lagt bank- ans vegna, og bankinn hefir orðið að sýna í verkinu hve hann er Is- lendingum háður, með því að af- henda meirihlutavald bankastjórn- arinnar í hendur Islendingum. I raun og veru er það svo, að hver einasti eyrir sem bankinn starfar með, er íslenskur. Hluthafarnir hafa margtapað hlutafé sínu. Á þessum grundvelli heimtaði Tíminn að saga hluthafanna væri úti, bankanum ætti að stjórna ein- göngu með hag íslenskra atvinnu- vega fyrir augum. Ásteytingarsteinn Berlémes. það er þessi kenning sem hneiksl ar Berléme. Honum finst það goð- gá, beinlínis hættulegt fyrir Is- land, að tala um það, að þessir út- lendingar, sem fé lögðu í bank- ann, eigi að hætta að fá af því rentur eða tapa því alveg. Honum dettur ekki í hug það, að sá sem „spekúlerar" hann verð- ur að eiga á hættunni. Hluthafar íslandsbanka hafa „spekúlerað", hafa a. m. k. látið „spekúlera" fyr- ir sig. þeir hafa bakað Islandi stórtjón með því. Og þeir eiga líka að finna sjálfa sig fyrir. Herra Berléme talar um ofsókn á hendur útlendingum, sem geti orðið hættuleg fyrir Island. Hlut- hafar íslandsbanka eigi að missa hlutafé sitt, af þeirri einu ástæðu, að þeir séu útlendir. þetta er fullur misskilningur hr. Berlémes. Tímanum hefir a. m. k. aldrei dottið annað í hug en að jafnt gengi yfir alla hluthafa Is- landsbanka, bæði innlenda sem út- lenda. það kemur yfirleitt þessu máli ekki við, hverjir eru þeir einstakl- ingar sem hlutabréfin eiga. Aðal- atriðið er hitt að þessir eigendur misnotuðu vald sitt meðan þeir fóru með það og því á að taka það af þeim. Hvað gerðu Danir? Herra Aage Berléme segir, að það muni mælast illa fyrir ytra taki íslendingar bankann af hlut- höfunum. það er ljóst, að einn maður er reiðubúinn til að rægja tslendinga fyrir það ytra, og það er herra Áage Berléme, íslandskaupmaður og útgefandi Morgunblaðsins. En það er ástæða til að minna lierra Berléme á, hvað hans eigin landar gerðu undir líkum kring- umstæðum. Landmandsbanken er og var stærsti banki Dana. Hann er hluta- félagsbanki. Vitanlega var honum stjórnað á ábyrgð hluthafanna. það er alkunnugt hvernig fór um þann banka. Á ábyrgð hluthaf- anna voru reknar allskonar „spekúlatíónir" í Landmandsbank- anum og hann tapaði hundruðum miljóna króna. Ríkið tókst það í fang að hjálpa bankanum. En það gerði það með því skilyrði, að öll stjórn bank- ans var tekin af hluthöfunum og hlutaféð var gersamlega tapað. Tugum miljóna króna töpuðu hluthafarnir, innlendir og útlendir. Hversvegna mótmælti herra Berléme ekki þá? það hefir ekki heyrst að hann hafi mótmælt. Eða vill hann heimta annað við- skiftalögmál af íslendingum er. Dönum ? Annar stórbanki danskur, Dis- contóbankinn, lenti nýlega í erfið- leikum. Á ábyrgð hluthafanna hafði honum verið þannig stjórn- að, að mikil töp komu fram. Hversvegna heyrðist ekkert orð frá herra Berléme um að nú ætti danska ríkið að bjarga innlendum og erlendum hluthöfum Discontó- bankans ? Úrslitin eru alkunn. það voru engar opinberar ráðstafanir gerð- ar til þess að bjarga hluthöfun- um. þeir eiga að bera ábyrgð á þeirri stjórn, sem þeir hafa sett yfir bankann. Bankinn hefir blátt áfram orðið að hætta. Hlutafé og varasjóður, alt er tapað. Svo harð- ir eru Danir meir að segja, að þeir gera fyllilega ráð fyrir þelrn möguleika, að þeir menn tapi, sem haf lagt sparifé sitt í bankann, Sem stendur fá þeir ekki út nema part af því. í samræmi við danska ríkið. Krafa Tímans um að saga hlut- hafanna sé úti í íslandsbanka er nákvæmlega í samræmi við fram- komu danska ríkisins í áðurnefnd- um málum. Hluthafar Landmandsbankans mistu hlutafé sitt og stjórn bank- ans af því að hlutaféð var tapað. Nýtt fjármagn þurfti að fá til þess að bankinn gæti starfað áfram. Valdið yfir bankanum fengu þeir aðilar, sem lögðu til það fjármagn. Hluthafar Islandsbanka bera ábyrgðina á töpum bankans. ís- lenska ríkið, Landsbanki Islands og íslenskir einstaklingar hafa lagt fram það fjármagn, sem hef- ir bjargað bankanum. I verkinu hafa hluthafarnir viðurkent sinn fullkomna ósigur er þeir neydd- ust til að afhenda Islendingum meirihlutavald í bankastjórninni. Jafnsjálfsagt er hitt, að íslending- ar noti nú þetta meirihlutavald og stjórni bankanum eingöngu með hagsmuni íslands fyrir augum. Dæmin eru alveg hliðstæð. Herra Berléme skammar Tím- ann fyrir að flytja slíka tillögu af íslendinga hálfu. En hann skammar ekki sína eig- in landa. Hann verður að fyrirgefa, herra Berléme. Slík mótmæli eru ekki tekin alvarlega. Við ætlum okkur sama rétt Is- lendingar í okkar fjármálum sem Danir í sínum. Y f irbankast jóri. Skoðun herra Aage Berlémes á máli þessu kemur ljóslega fram í því, að hann kallar hr. Eggert Claessen yfirbankastjóra (Förste- direktör) í íslandsbanka. Svo mikinn styrk vill hr. Berlé- me veita E. Cl. í viðureign hans við Tímann í máli þessu. Slíkan styrk hafa einstakir menn íslensk- ir oft fengið áður, í baráttu ís- lands við útlent vald. þeir menn íslenskir, sem stutt hafa útlenda málstaðinn, gegn málstað Islands, þeir hafa jafnan fengið mikið lof í útlendum blöðum, það hefir jafn- an verið látið klingja þar, að þeir menn íslenskir væru hinir einu vitru íslendingar. En reyndin heí- ir langoftast orðið sú, að þeir Is- lendingar, sem mest hafa hlotið lofið Stór-Dananna, þeir hafa að sama skapi orðið áhrifalausir heima fyrir. Herra Berléme kallar E. Cl. yf- irbankastjóra Islandsbanka. Aldrei hefir sú kenning heyrst á íslandi. Iiversvegna kallar herra Berlé- me E. Cl. yfirbankastjóra? Af því að E. Cl. er bankastjóri hluthafanna, sem flestir eru er- lendir. Svo gildan rétt heimtar hr. Ber- léme í hendur útlendingunum, að fulltrúi þeirra á að vera yfir- bankastjóri þó að hann sé í minni- hluta. Óþolandi frekja. Síðan 1. des. 1918 hefir Islend- ingum aldrei verið sýnd slík ósvífni. þeir kunna að hafa alið slíkan hugsunarhátt í brjósti alla tíð síð- an Stórdanirnir, en hann hefir ekki komið fram fyr en nú. Á þeim grundvelli sömdu þeir ekki við okkur, fulltrúar vinstri- manna, gerbótamanna og jafnað- armannanna dönsku. Okkur dettur ekki í hug íslend- ingum, að þessi sé hugsunarhátt- ur dönsku þjóðarinnar í heild sinni í okkar garð. En nú vitum við að svona hugsa Stórdanirnir til okkar enn. þeir hafa „ekkert lært og engu gleym't". Tilgangur hr. Berlémes mun hafa verið sá að styðja E. Cl. með þessari grein. En þar hefir hann unnið bjam- argreiða. Undantekningarlítið munu Is- lendingar mótmæla þessum alóþol- andi hugsunarhætti, sem kemur fram hjá hr. Berléme, er hann kallar E. Cl. yfirbankastjóra, af því að hann er fulltrúi hinna út- lendu hluthafa, og J. B. W. og S. E. undirbankastjóra af því að þeir eru fulltrúar Islands. Og einnig á öðru sviði mun það hafa sín ríku áhrif, að herra Ber- léme dirfist að sýna íslendingum svo óþolandi frekju. þessi útlendingur, með slíkum hugsunarhætti í íslands garð, dirf- ist að gefa út blað á íslandi. Mun nokkur maður íslenskur vera í vafa um það héðan af, hvað herra Berléme gengur til er hann leggur þúsundir króna í Morgunblaðið ? Hversu lengi á að þola það að útlendur maður, með slíkum hugs- unarhætti, gefi hér út blað? Hvað segir landsstjórn Islands, hvað segir Ihaldsflokkurinn um það, að eiga að aðalmálgagni það blað, sem fær fjárstyrk útlends manns, sem þannig hugsar í Is- lands garð? Hver er æðstur? Herra Berléme hefir svarað því hver sé æðstur í íslandsbanka: Eggert Claessen er æðstur. Hlut- hafavaldið útlenda er æðst. Réttur islands er enginn. Tímanum þykir rétt að svara líka spurningunni um það, hver sé æðstur í íslandsbanka, og vili óhikandi leggja það svai’ undir dóm íslensku þjóðarinnar. Illu heilli afhentu Islendingar útlendum möimum hið æðsta vald i bankamálum íslands, á sinni tíð. Hluthafar íslandsbanka voru um árabil æðstir í bankamálum Is- lands. En þeir fóru þannig að, að þeir kollsigldu sig. Bátinn fylti svo að þeir voru með öllu ósjálfbjarga. Á hnjánum komu þeir og báðu ísland hjálpar og ísland hjálpaði. Var hjálpin veitt til þess að end- urreisa hið æðsta vald útlendinga yfir peningamálum Islands? Jafnvel hluthafarnir sjálfir hafa orðið að viðurkerma í verk- inu, að svo hafi ekki verið. þeir hafa orðið að afhenda Islendingum meirihlutavaldið í bankanum. Æðstir í íslandsbanka nú eru fulltrúar íslendinga í bankanum: Jens B. Waage og Sigurður Egg- erz. þeir eru yfirbankastjórarnir. Á þeirra herðum hvílir það fyrst og fremst að stjórna íslands- banka með hag íslands einan fyr- ir augum. Á bak við sig hafa þeir allan þorra Islendinga. En þeir hafa meira á bak við sig. það var neyðin og vandræðin sem knúðu hluthafana til þess að gefa Islendingum meirihlutavald- ið yfir bankanum. En á þeim giundvelli einum stendur réttur íslendinga ekki. Réttur íslendinga til að stjóma íslandsbanka stendur og á siðferðl legum grundvelli. Töpin eiga að lenda á þeim, sem þannig stjórnuðu bankanum að töpin komu. Sérhver maður á að bera ábyrgð gerða sinna. Fjármagnið nýja, alt féð sem íslandsbanki starfar nú með, hafa íslendingar lagt fram. Á þeim réttlætisgrundvelli svar- ar Tíminn spumingunni: Hver er æðstur í Islandsbanka? Réttur íslands er æðstur í ís- landsbanka af því að íslendingar hafa bjargað bankanum og lagt fram féð sem hann starfar með. þar af leiðandi eru fulltrúar Is- lands í bankanum yfirbankastjór- amir, sem hafa bæði siðferðilegan og lagalegan rétt til að stjórna bankanum með hag íslands einan fyrir augum, hvað sem segir herra Eggert Claessen, undirbankastjóri hluthafanna og hvað sem segir herra Aage Berléme, fulltrúi dá- innar yfirdrotnunarstefnu Stór- dana og útgefandi Morgunblaðs- ins. ----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.