Tíminn - 11.10.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.10.1924, Blaðsíða 2
160 T 1 M I N N Notað um allan heim. Árið 1904 var í fyrsta sinn þaklagt í Dan- mörku úr — Icopal. — 5 Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt -------- I»étt -------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök. l’æst alstaðar á íslandi. Jens Vílladsens Fabríker, Köbenhavn K. Telf. 9706—9726 Biðjið um verðskrá vora og' sýnishorn. JVleð réttu er orðin töluverð óánægja með fyrirkomuiag strand- íerðanna í ár, bæði bá hlið, sem veit að ferðaí'ólki, og hina, sem snýr að landssjóði. þegar Esjan var bygð, vf.r gerð hexmai- sniðin eftir þörlum ferða- fólks. Hún getur flutt tiltölulega marga farþega, en hefir ekki mik- ið lestarrúm. því var haldið fram hér í blaðinu, að skipið myndi bera sig best og gera mest gagn með því að sinna fyrst og fremst mannílutningunum, en önnur úr- ræði yrði að hafa með nokkuð af vöruílutningum með ströndum fram. Reynslan í fyrra sýndi, að þetta var rétt á litið. Eimskipafélagið lét gera skýrslu um, hversu hrað- ferðir og hægar ferðir Esjunnar báru sig fyrir landssjóð. það kom í ljós, að á sumum hraðferðunum var nálega ekkert tap, en á hægu íerðunum 15—20 þús. kr., ef komið var við með vörur á hverri smáhöfn. Niðurstaðan var þó sú, að hallinn á strandferðum Esjunn- ar var ekki nema afarlítið á annað hundrað þúsund, eða ekki nema lít- ið brot af tekjuhalla Sterhngs síð- ustu árin. Mátti þakka þetta því, að Esjan eyddi htlum kolum og hafði það ár farið tiltölulega nokk- uð mikið af ferðum, sem voru frem ur miðaðar við farþega en vörur. Flóabátamir urðu tiltölulega miklu dýrari, einkum Suðurland, sem vegna einnar hafnai’, Borgar- ness, eyddi nálega eins miklu og Esjan fyrir þriðjung af sýslum landsins. Fyrir ahan almenning var Esjan því gagnlegri sem skip- ið fór fleiri hraðferðir. þar fór því saman gagn landsbúa og hagur landssjóðs. Nú í ár hefir meir sótt í gamla horfið. Esjan missir af miklu af mesta fólksstraumnum vor og haust, sem m. a. lendir til útlendra skipa. Tekjuhallinn á rekstrinum hlýtur að vaxa og almenningur fer á mis við þá bættu aðstöðu, sem tíðar strandferðir geta veitt. Gallar flóabáanna koma meira og meira í ljós. Svanurinn er nú far- inn af Breiðafirði, eftir að hafa verið þung byrði fyrir héraðsmenn og landssjóð, og án þess að bæta á eðhlegan hátt úr þörf Breiðfirð- inga. Suðurland er orðið að óhæfi- lega þungum ómaga á landssjóði. Strandferðirnar milh Borgarness og Evíkur eru dýrastar af öhum landssjóðssamgöngum hér á landi meðfram af því, að skipið hefir ekki nærri nóg að gera með að snma þesari einu höfn. Iiáðið út úr þessum ógöngum er ekki nema eitt. það verður að nota Esjuna eftir sinni gerð og thgangi sem hraðferðaskip, fyrst og fremst til mannflutninga. Einkum þarf að leggja mikla stund á, að hún geti á sem skemstum tíma grynt á fólksstraumnum vor og haust. 1 öðru lagi verður landið að leigja ofurhtið vöruskip með ein- hverju farþegjarúmi. það á að fara nringferðir um landið og koma við eftir þörfum. það á að geta bætt talsvert úr sérþörf Hornafjarðar og Búðardals, einkum vor og haust. Auk þess ef th vhl sparað flóabát þann, sem á vertíðinni gengur frá Hornafirði austur á firði. 1 þriðja lagi verður að nota þann bát, sem gengur í Borgames, meira en verið hefir. Er auðgefið hvaða starf hann á að hafa með höndum, neínilega að fara hæfi- lega oft vestur á Breiðafjörð, ixm í Búðardal, Salthólmavík, Króks- fjarðames og til fleiri staða í Barðastrandarsýslu, sem nú eru samgöngulausir. Breiðifjörður inn an og norðantil hefir verið herfi- lega afskiftur. Með þessu móti myndu Breiðfirðingar komast í eðlilegt samband við Reykjavík ems og Borgfirðingar. Auk þess myndi þessi breyting iétta á Esj- unni hinum löngu og þó ófullnægj- andi Búðardalsferðum. Enginn vafi er á, að þessi breyt- ing myndi bæði vera viðráðanleg fyrir landssjóð og stórbæta strand ferðirnar. Reksturshalli Esjunnar ar myndi minka mikið. Að vísu hlyti að verða halli á vöraflutninga skipinu, en hann ætti ekki að þurfa að vera tiltölluega mikill, ef stærð þess og gerð væri miðuð við flutningaþörfina. J. J. Island erlendis. I ágúst—sept. hefti enska tíma- ritsins „Review of Reviews“ ritar Englendingurinn R. P. Cowl hlý- lega grein um íslenska leiklist. Fyrirsögn greinai’innar er: „The National Theatre of Iceland“. Bendir sú fyi’irsögn fremur á mai’kmiðið, en það sem oi’ðið er. Rekur höf. í stórum dráttum sögu leiksýninga hér í Reykjavík frá því er nemendur latínuskólans (hins fyrra í Reykjavík) sýndu skopleik Sigurðar Péturssonar, „Hrólf“, árið 1795, þar til er ýms- ir kai’lar og konur stofnuðu „Leik- félag Reykjavíkur“ árið 1897, og heldur síðan áfram yfirliti yfir störf þess til þessa dags. Telur höf. félagið geta nú með ánægju litið til baka yfir langa og heiðar- lega leikbx’aut; virðist honum það furðu gegna, hve miklu og góðu starfi félagið hafi afkastað í ekki fjölmennari bæ en Reykjavík var fyrstu ár félagsins, og þegar að auki þess sé gætt, að leikendur hafi orðið að hafa leiklistina í hjáverkum, húsnæðið óhentugt og styrkur af opinberu fé enginn eða lítill. Flestra leikritahöfunda vorra er þar getið, svo sem Mattíasar Joch- umssonar, Indriða Einarssonar, Jóhanns Sigurjónssonar, Guðm. Kambans, Kristínar Sigfúsdóttur, Páls Steingiímssonar. Um leikrit þessara höfunda er yfirleitt farið lofsamlegum orðum, en einkum um Útilegumennina, Nýársnótt- ina, Vér morðingjar og leikrit Jó- hanns Sigurjónssonar. Er talið að Jóhann hafi að líkindum haft yfir að ráða mestum dramatiskum krafti íslenskra leikritahöfunda. Sagt er frá sjóðstofnun þeirri, er Leikfélagið, með Indriða Einars- son í brodi fylkingar, vann að, til þess á sínum tíma, að koma upp þjóðleikhúsi. Trúir höf. því, að það muni takast, þar sem áhugi for- göngumannanna fyrir framföi’um leiklistarinnar sé eldheitur. Yfirlit er gefið yfir sjónleiki þá, íslenska og erlenda, er sýndir hafa verið. Ái’in 1897—1907 era hlut- föllin þannig: íslenskir leikir 8%, þýskir 19%, norskir 10%, danskir 42%, enskir 17%, franskir 9%; en næstu 10 árin verða íslenskir sjónleikir algerlega ofan á, þannig: íslenskir sjónleikir 50%, danskir 23%, enskir 8%, þýskir 8%, norskir 3%, sænskir 3%, fransk- h 3%, rússneskir 2%. Er jafn- framt bent á, hve leikfélagið hafi verið vandað að vali sjónleikja, ekki tekið til meðferðar nema góða sjónleiþi. Sé það einkum að þakka góðum smekk leikfélagsins, og svo því, að Alþingi hafi veitt nokkurn styrk. Er sú von látin í ljós, að unt verði að opna hið ís- lenska þjóðleikhús árið 1930, er 3 000 ái'a afmæli Alþingis verður hátíðlegt haldið. þrjár myndir fylgja greininni: Jens Waage bankastjóri í gerfi Galdra-Lofts, Andrés Björnsson í gerfi Arness og frú Guðrún Ind- riðadóttir í gerfi Höllu. Eftir Guðm. Kamban, er dvalið hefir bæði í Ameríku og Evrópu, er það haft, að 4—5 Reykj avíkur-leik- endur mundu þykja góðir leikend- ur hvar sem væri. í þeirra tölu er Jens Waage og frú Guðrún að sjálfsögðu, og þá einnig frú Stef- anía Guðmundsdóttir. — Munu allir listelskir íslendingar óska þess með höf., að þjóðleikhús komist á fót áður en áratugir líða. Höfuðborg landsins hefir alið kvik- myndahús áratugum saman og til þeiri’a hefir gengið kynstur fjár úr vösum bæjarbúa. Munu þó áhrifin frá þeim á hugsunarhátt fólksins, einkum æskulýðsins, hafa verið oft miður holl, þó stöku myndir hafi veríð góðar og jafn- vel göfgandi. Kvikmyndasýning- ar, án strangs eftirlits af hálfu hins opinbera, þar sem grautað er saman stöku góðum myndum og lélegum, að ekki sé sagt meira, komast engan veginn í samjöfnuð við leikhússýningar, þegar ekki eru sýndir nema góðir leikir, eins og Leikfélag Reykjavíkur hefir lagt alt kapp á. Virðist ekki úr vegi að skemtanaskatturinn yfirleitt yrði hækkaður, ef væntanleg leik- hússbygging nyti þeirrar hækkun- ar. — í sama hefti af „Review of Re- views“ er birtur útdráttur úr rit- gerð Björns þórðarsonar lögfræð- iijgs í „Iðunni“ um íslenska fálk- ann. X. ----o---- Eftir Sigurð Sigurðsson, búnaðar- málastjóra. H. Jarðabótastyrkur sá, er ríkið veitir nú, er tvennskonar. það er styrkur til búnaðarfélaga, og það er styrkur til fi’amkvæmda II. kafla jarðræktarlaganna. Styrknum til búnaðarfélaganna er skift á milli félaganna hlutfalls- lega, eftir því hve mörg dagsverk hvert þeirra hefir unnið. þessi styrkur á að vera til að efla búnað- arfélagsskapinn. Hann á eingöngu að notast til sameiginlegra félags- þarfa, eftir því sem best þykir henta á hverjum stað. Hvert búnaðarfélag hefir mörg verkefni, sem þarf að leysa og láta starfa að, t. d. getur það verið gott að Búnaðarfélagið eigi stærri jarðyrkjuverkfæri, steypumót til safnhúss- og votheysgryfjugerð- ar, að það haldi uppi vinnuflokk- um, að það myndi sjóði, sem lán- að sé úr til jarðabóta o. fl. o. fl. Jarðabótastyrkurinn er aðeins veittur til þeirra jarðabóta, sem unnar eru samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna, en það eru áburðarhús, safnþrær, txingræðsla og garðyrkja. þetta verða að álít- ast einhverjar þýðingaxmestu jarðabætur, sem gerðar eru á landi hér, og því réttmætt að styrkja þær sérstaklega. Góða áburðar- hirðingu og notkxm þeirra áburð- arefna, sem til fallast hér á landi, teljum vér fyrsta sporið til auk- innar ræktunar. Á meðan áburð- arhirðingin er eins hörmuleg og nú viðgengst víðast hvar, er aukin ræktun ómöguleg. Vér leggjum því fyrst og fremst áherslu á, að hirðing áburð- ar sé bætt , að hús verði reist yfir áburðinn, og fleira gert til að vernda hann fyrir efnatapi. Af þeim litla styrk, sem ríkið getur veitt til jarðabóta, munum vér fyrst og fremst láta áburðarhús- in sitja í fyi’irrúmi. þar næst telj- um vér túngræðsluna og garð- yrkjuna. Jarðabótastyrknum verður skift niður á hinar nefnau jai’ðabætur, hlutfallslega eftir ákvæðum reglu- gerðarinnar. Hann greiðist óskert- ur til þeirra, er jarðabæturnar hafa unnið. Hann er frá hálfu þess opinbei'a viðurkenning fyrir, að hlutaðeigandi hafi unnið verk, sem hafi varanlegt gildi, se'm tryggi og auki framleiðsluna í landinu, í bráð og lengd. þess vegna eru gerðar kröfur til að verkin séu vel af hendi leyst og hafi vai'anlegt gildi. Ella era þau ekki verðlauna verð. Réttmæti styrksins byggist á því, að flestar jarðabætur gefa eigi arð fyr en seint og síðar, en að sem mest sé framkvæmt, er til ómetan- legs gagns fyrir þjóðfélagið. Á næsta árí eru veittar 35,000 kr. til framkvæmdar jarðræktar- laganna. Hve hár styrkurinn verð- ur á dagsverk, fyrir þær jarðabæt- ur, sem hér er um að ræða, er eigi hægt að segja fyr en séð er, hve framkvæmdimar verða miklar. Mælingar og mat jarðabóta verð ur framkvæmt af mönnum, sem Búnaðarfélag Islands útnefnir eða samþykkir val á. Búnaðarsam- böndin sunnan og vestanlands hafa ákveðið, að taka að sér mæl- ingarnar, og í hinum samböndun- um er verið að ræða um það. Ef fcúnaðarsamböndin sjá um mæling og mat jarðabótanna, hafa þau þar þýðingarmikið verkefni með hönd- um. Stjómir þeirra fá þá upplýs- ingar hjá mælingamönnunum um búnaðarástæður á öllu sambands- svæðinu, og geta þannig staðið í xifandi sambandi við félagsmenn sína. Starf mælingarmanna er vanda- samt. þeim er ætlað að vera eins- konar „boðberar". þeir eiga að leiðbeina mönnum og hvetja til nauðsynlegra framkvæmda. En starf þetta er lærdómsríkt, því vel fallið fyrir athugula og áhugasama unga menn, sem síðar má ætla að fáist við ræktun. það má mikið læra af því, að sjá breytilega stað- háttu, og árangur af ræktun. Trúnaðarmennirnir ættu alstaðar að vera kærkomnir gestir. þeir tala við einstaklingana um þeirra í-æktunarstarf, og mynda sam- fcandslið milli þeirra og búnaðar- félagsskaparins í landinu. Reglugerð jarðræktarlaganna gerir ráð fyrir, að jarðabæturnar verði fæi’ðar á eyðublöð I., II. og III. Á eyðublað I. era færðar allar jarðabætur, sú skýrsla er lík þeirri er notuð hefir verið að und- arxförnu, fyrir unnar jarðabætur búnaðarfélaganna. Nokkrir nýir liðir eru teknir, og sumstaðar breytingar að því hvemig lagt er í dagsverk. Eftir hinni nýju reglugerð jarð- ræktarlaganna, eru jarðabætumar lagðar í dagsverk þannig: í dagsverki i — A. Matjurtagarðar, tættir og muldir, B. Tún rækt, 1. túnasléttur............... 2. nýrækt, bylt land . . . 3. — óbylt land.................. C. Grjótnám úr sáðreitum og túni.................. D. Framræsla, vegna matjurtai’æktar eða túnræktar: 1. Opnir skurðir, án garðlags, grynnri en 1,2 m; — — — — dýpri — 1,2 m; — — með garði, minst 2 m. bi’eiðir og og 1 m. djúpir. Garður 0,65 m. og 1 strengur, eða 0,5 m. og 2 strengir............ Lokræsi, minst 1,2 m. djúp. Gi’jótræsi — — 1,2 m. ■— Hnausaræsi — — 1,2 m. — Pípuræsi. E. Áburðarhús og safnþrær. 1. alsteypt . 2. steypt, með járnþ. 3. hús úr öðru efni F. Hlöður. 1. þurheys, steyptar, með járnþaki . . 2. — úr öðru efni................ 3. votheys, steyptar með járnþaki . . 4. — ur öðru efni................ G. H e i m a v e g i r, upphleyptir og malbornir, minst 2 m. breiðir................................ II. G i r ð i n g a r, um matjui’tagarða, tún, fjárbæli, hesta- réttir, engi, heimahaga og afréttarlönd. 50 m.2 50 m.2 40 m.2 100 m.2 1 m.3 2. 3. 4. 5. 6. í dagsv. 10 m.3 í 8 m.3 í dagsv. 7 m.3 í — 8 m. i — 15 m. í 8 m. í — 0,20 m.3 í — 0,25 m.3 í — 1 m.3 í — 0,5 m.3 í 1 m.3 í — 0,3 m.3 í 1 m.3 í 7 m.3 1. Garðar, hæðin minst 1,25 m. Grjótgarðar, tvíhl. í dagsv. 4 m. 2. — — — 1,25 m. —einhl. í — 8 m. 3. — — -—-1,25 m. Torf- eða torf og grjótgarðar í 6 m. 4. Vírgirðingar, undirhl. 0,3 m. og 4 strengir . í — 7 m. 5. — — 0,6 m. og 3 — í — 7 m. 6. — — 0,75m. og 2 — í — 7 m. 7. — gaddavíi’, án undii’hleðslu, millibil stólpa alt að 6 m. hæðin minst 1— 1,2 m. og sti’engirnir 5 . . . . í 6 m. 8. — samskonar girðing, strengir 2—3. í — 15 m. 9. — sléttur vír, strengir minst 2—3 . í — 15 m. 10. — vírnet, hæðin minst 1 m ... í 6 m. Veitugarðar. 1. Flóðgarðar í — 7 m.3 2. Stíflugarðar í — 4 m.3 Vatnsveituskurðir. 1. dýptin 0,3 m. . . . í — 15 m.3 2. — 0,3—0,7 m. . í — 12 m.3 3. — 0,7—1,2 m. í — 10 m.3 4. — yfir 1,2 m. í — 8 m.3 Til nánari útskýringar á því, hvernig þessar jarðabætur skulu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.