Tíminn - 11.10.1924, Blaðsíða 3
T I M I N N
161
Á við og dreif.
SlcapgerSarlist.
Svo heitir hin nýja bók Jakobs
Kristinssonar. pað eru einfaldar og
viturlegar leiðbeiningar um sjálfsuyp-
eldi i siðferðislegum skilningi. Líkle. a
er ekki nema sárlítið til á íslensku áð-
ur af jafnviturlegum leiðbeiningum á
því sviði. Að forminu til kennir Jakob
austrœna speki. Indverjar hafa vafa-
laust komist jafnlangt vesturþjóðun-
um í siðspekiskenningum og langt
fram úr kristnu þjóðunum í að hlýða
sínum viturlegu boðorðum. Ef til vill
er það einkum þvi að þakka, að þar
sem vesturþjóðirnar láta sér nægja að
hlusta á fyrirlestra um rétta hegðun,
eða að fá aflát misgerða sinna í skrifta
stólnum, þá ganga hinir austrænu sið-
spekingar að siðbótarstarfseminni eft-
ir vísindalegum uppeldisreglum. þeir
lita á hina ótömdu mannssál eins og
óræktað land, sem þarf að brjóta,
verja og rækta í samræmi við eðlislög
náttúrunnar. í bók sr. Jakobs er tak-
mark réttrar hegðunar sýnt í einföld-
um dráttum, og um leið hin austræna
eða sálarfræðislega leið til að ná
þessu takmarki, með skipulagsbund-
inni ræktun hugans. þjónar kirkjunn-
ar þurfa ekki að vera hræddir við, að
siðfræði þessi spilli eða afvegaleiði
söfnuði þeirra um kristilega hegðun,
því að hin indverska siðspeki er í
kenningunni alveg i samræmi við
insta anda kristindómsins, einmitt
þann anda, sem of oft liggur grafinn í
iokuðum umbúðum vestrænnar guð-
fræði. Málið á bókinni er látlaust og
fagurt og frágangur allur góður. Fyr-
ir þá íslendinga, sem hafa hug á
kreddulausri siðspeki, er mikill feng-
ur í bókinni.
Óhcppilegur málafltuningur.
íslendingar og nokkrir norskir Is-
landsvinir í Björgvin hafa látið berast
liingað heim undrun sina yfir ræðu,
sem Jón biskup Helgason hélt þar í
fyrra um land sitt og þjóð. þykir rétt
að skýra frá þessu, svo að biskup geti
leiðrétt opinberlega, ef hann er hafð-
ur fyrir rangri sök. Biskupinn i Björg-
vin er maður mjög velviljaður íslandi.
þegar Jón Helgason var gestur hans,
kom Björgvinarbiskup því til leiðar að
Jón hélt þar ræðu í einu af meiri-
háttar þjóðræknisfélögunum þar í
unnar, hefir Búnaðarfélagið gefið
út leiðarvísi fyrir mælingamenn
(Handbók fyrir trúnaðarmenn
Búnaðarfélags Islands). þar skrifa
ráðunautarnir, hver um sitt verk-
svið.
Ragnar Ásgeirsson skrifar um
matjurtagarða.
Metúsalem Stefánsson skrifar
um túnrækt og áburðarhús.
Árni G. Eylands skrifar um
grjótnám úr sáðreitum og túni,
heimavegi og girðingar.
Steinar Stefánsson skrifar um
framræslu og áveitur.
Theódór Arnbjarnarson skrifar
um þurheyshlöður og votheys-
gryfjur.
Einnig skrifar Sig. Sigurðsson
búnaðarmálastjóri formála: Um
skipulag jarðyrkjumála, og Metú-
salem Stefánsson skrifar um
skýrsluhaldið.
Á eyðublað II, a., b., c., d., eru
færðar aðeins skýrslur um áburð-
arhús og safnþrær (a), tún-
græðslu (b), framræslu og girð-
ingar (c) og garðyrkju (d). — I
raun og veru er þetta aðeins út-
dráttur eða eftirrit af skýrslu
þeirri, sem gerð er á eyðublað I,
en með nánari upplýsingum um
jarðabæturnar, t. d. teikningu af
svæði því, sem ræktað er, o. fl. —
Að nokkru er þetta gert til þess,
að trúnaðarmaður geti ekki tekið
misgrip á, að mæla söinu jarða-
bætur ár eftir ár. Fyrir þessar
jarðabætur á að veita styrk. Nán-
ari upplýsingar eru því nauðsynleg
ar, svo trygt eftirlit sé hægt að
hafa.
Fé það, sem á fjárlögum er
veitt til framkvæmda II. kafla
jarðræktarlaganna, skiftist þann-
ba1 . itn. Allmargir landar höfðu ver-
iö við og margir Norðmenn, sem yfir-
leitt munu hafa verið velviljaðir ís-
landi. þeim hafði brugðið mjög í brún
Biskup hafði haldið ræðu, sem ef til
v.,i nefði getað staðist sem ádeila á
landa sína heima fyrir, en alls ekki i
fræðifyrirlestri um land og þjóð er-
lendis. Hann notaði tækifærið til að
verja einokunarverslun og selstöðu-
verslui útlendinga á 17., 18. og 19. öld.
þóttu aiiar aðíinslur í þá átt ýktar og
ósanngjarnar. Blaðamenskunni á ís-
landi lýsti liann eins og öll blöðin
væru Morgunblaðið og allir sem skrif-
uðu í blöð á sama mentunarstigi og
Garðar og Fenger. Um nútíðarbók-
mentirnar hafði hann sagt, að þær
væru meiri að vöxtum en gæðum.
Söniu setningu mun biskup áður hafa
leyft sér að hafa um ljóð sr. Matthías-
ar. Fyrirlesturinn hafði allur stefnt i
þessa átt og þótti áheyrendum, sem
rækt liöfðu til Islands, fyrir að vera
þar staddir. Einn af helstu lýðháskóla-
mönnum Norðmanna sagði eftir þessa
ræðu, að hann liti á Jón Helgason sem
danskan en ekki íslenskan biskup.
Ekki er sýnilegt, hvert erindi danska
verslunin á hörmungaröldunum átti
inn i slíkar umræður. Dóminn um fyr-
irferð og gildi bókmentanna má rök-
styðja, ef litið er á það, sem skrifað er
á islensku en hugsað á dönsku og
þýsku. En það er til allrar hamingju
ekki nema lítill hluti af bókmentum
landsins. Mikið má og hefir alt af
mátt finna að blaði þvi, sem biskup
skrifar í hér í bænum. En sama gildir
um það og hitt, að aðfinslurnar eiga
að koma fram heima en ekki erlendis.
Er rétt að nota þetta tækiíæri bæði til
að biskup geti borið af sér sakir, ef
málefni leyfa, og til að fá almennar
umræður um það, hve langt íslending-
um finst leyfilegt að fulltrúar þeirra
gangi erlendis í að gagnrýna land og
þjóð frammi fyrir útlendingum. Hér i
blaðinu hefir stundum þurft að veita
einstöku Mbl.mönnum aðhald í þessu
efni.
„Gísla-kolinu.
Annað Krossanesmál mun hafa orð-
ið til undir verndarvæng landsstjórn-
arinnar hér á dögunum. Gísli Johnsen
kaupmaður í Vestmannaeyjum er gam
all og nýr fylgifiskur J. M. Við hann
hafði landsstjómin gert samning í
sumar um að kaupa úrvalskol handa
ig, að jarðabætur þær, sem taldar
eru á eyðublöðum II. a., b., c. og d.
eru flokkaðar í dagsverk, og styrk
ur hvers flokks reiknaður hlut-
fallslega á dagsverk, samkvæmt
reglugerðinni, og eftir því er
styrknum skift milli hlutaðeig-
enda.
Á eyðublað III. eru færðar þær
jarðabætur, sem ætlaðar eru til
landsskuldargreiðslu á þjóð- og
kirkjujörðum. pað verða einnig
eftirrit af aðalskýrslunni, með
nokkru nánari upplýsingum.
Ákvæði jarðræktarlaganna um,
að leiguliðar á þjóð- og kirkjujörð-
um megi vinna af sér landsskuld
með jarðabótum, er þýðingaimikil
réttarbót, sem allir landsetar þess-
ara jarða ættu að nota.
Enda þótt j arðabæturnar séu
eigi metnar meira en 2/3 af því,
sem þær kosta, þá ætti engum að
vaxa það í augum. Með því að
vinna að jarðabótum batna jarð-
irnar og verða byggilegri til fram-
búðar. .
það skipulag, sem nú er að kom-
ast á ræktunarmál vor, hyggjum
vér heppilegt til farsælla fram-
kvæmda. Vér vonum og treystum
því, að framkvæmdirnar aukist,
að menn sýni einlægan vilja, dáð
og dug til meiri framkvæmda, og
vér teljum það skyldu vora, að
styðja og efla þessa viðleitni á all-
an hátt, eftir því sem í voru valdi
stendur.
----o----
— Ein af stærstu flugvélum
finska hersins fórst nýlega skamt
frá Helsingfors. Fjórir menn voru
í vélinni og týndu allir lífi.
Alfa-
Laval
skilvindur
reynast best.
Pantanir annast kaupfé-
lög út um land, og'
Samband ísl. samv.íélaga.
Kau pið
íslenskar vörur!
Hreini Blautsápa
Hreini Stangasápa
HreinS. Handsápur
Hreina K e rti
HreinE Skósverta
Hreinl Gólfáburður
Styðjið íslenskan
iðnað!
almennum stofnunum í Rvík, sjúkra-
húsum, skólum, skrifstofum landsins
etc. Byrjað var að skipa kolum þess-
um upp í Hafnarfirði, og flytja þau
upp til Vífilsstaða. Reyndust kolin þá
svo mikið afhrak og sori, að fádæmum
þótti sæta. Vífilsstaðalæknirinn mót-
mælti undir eins og kolin komu þang-
að og neitaði að taka við þeim. Og
þeir, sem unnu að uppskipun í Hafn-
arfirði, litu eins á og gerðu stjórninni
aðvart. Varð niðurstaðan sú, að kolin
í Hafnarfirði voru afsögð, líklega þó
án þess að ráðherrarnir hafi komið
þar nærri. En fáum dögum síðar
keypti M. G. kolin. Er þar eins og í
Krossanesmálinu, að óvist þykir hvor
þeirra, J. M. eða M. G., eigi meiri heið-
ur. Við væntanlegar umræður kemur
það í Ijós, hvort J. M. hefir verið
milligöngumaður, vegna gamallar vin-
áttu við Gísla, að koma kolasallanum
á landið, eða Gísli hefir, eins og síld-
armaðurinn í Iírossanesi, snúið sér
beint til M. G. og fengið undir eins
ljúfmannleg svör og samþykki. Kola-
salli Gísla og stjórnarinnar liggur á
bersvæði þar sem mætist Ingólfsstræti
og Kalkofnsvegur. Skamt þar frá var
áður virki Jörundar konungs. Á
hverjum degi ganga fylgismenn
stjórnarinnar fram hjá þessu nýja
Krossanesi til að sjá í raun og sann-
leika ágæti sinna forkólía. Sömu eig-
inleikar skína bæði i Krossanessmál-
inu og Gísla-kolunum: Samskonar
lcjarkur gagnvart útlendum og inn-
lendum kaupsýslulýð. Samskonar um-
hyggja um að gæta hagsmuna lands-
sjóðs og borgaranna gagnvart yfir-
gangi.
Eftirlitseinbættið og „dótið“.
í þeirri útgáfu Mbl., sem M. G. ber
siðferðislega ábyrgð á en Ólafur
Thors kostar, hefir Árni í Múla skrif-
að undir dularnafni árásargrein á
Framsóknarflokkinn út af bankaeftir-
litinu. Mjög sjaldan hefir meiru af
ósannindum verið hrúgað saman í
eina grein, jafnvel af „mörðunum".
þegar Framsólcn reyndi á þinginu
1923 að knýja fram íannsókn á liag
íslandsbanka, gerði varnarlið hluthaf-
anna sér hægt um hönd og stofnaði
nýtt embætti, eftirlit með bönkum og
sparisjóðum. Með embættisstofnun
þessari átti að breiða yfir lilutdrægni
hluthafavinanna í bankamálinu.
Framsóknarflokkurinn i báðum
deildum beitti sér af alefli gegn em-
bætti þessu. En íhaldsmenn og Sjálf-
stæðismenn stóðu saman um að koma
því á. Klemens Jónsson átti að veita
embættið. Ef hann hefði fylgt lífsregl-
um íhaldsins, myndi hann undir eins
hafa stungið bitanum í vasa einhvers
Framsóknarmanns. En hann gerði það
ekki. það var samkomulag milli hans
og samflokksmanna hans, að veita
ekki embættið. Sjá hver yrðu úrslit
kosninganna, hvort ekki yrði þá liðs-
styrkur til að leggja það niður. Eftir
kosningarnar var auðséð, að stofnend-
ur embættisins voru enn í meirihluta,
en ráðherrann dró samt að veita em-
bættið fram á þing. þá var á allra
manna vitorði, að íhaldsmenn voru
búnir að ákveða að veita Jóni Auð-
unni Jónssyni bitann um leið og nýja
stjórnin tæki við.
það átti að auka eftirlit með islensk
um lánsstofnunum með því að gera
Jón Auðunn að yfirmanni allra slíkra
stofnana. því ekki að biðja refinn að
gæta gæsanna? Vesalings Jón, sem
hafði fyrir tóma heimsku og fáfræði i
bankamálum stýrt útibúinu á ísafirði
þannig, að Landsbankinn tapar þar á
aðra miljón króna, mest á fáeinum
óráðsseggjum. þegar sýnt var, að em-
bættið varð ekki lagt niður og að í
það átti að velja slíkan mann, þá af-
réð Kl. J. að veita það, en ekki flokks-
manni, heldur andstæðingi, samherja
Ihaldsmanna frá kosningunum í
fyrrahaust, Jakob Möller. Með því var
haldið hreinum skildi Framsóknar um
flokkseigingirni. Maðurinn var frá al-
mennu sjónarmiði hæfur til starfsins,
ef reyna átti að gera vit úr óvitinu.
þar að auki mun Jakob hafa heitið
ráðherra því, að krefjast engra skaða-
bóta eða eftirlauna, þótt embættið
yrði lagt niður, jafnvel þegar í stað.
því hinu sama lýsti Jakob yfir opin-
berlega í þinginu fáum dögum síðar.
Var þá eins og stungið væri upp í
munn Ihaldsmanna. þeir höfðu stofn-
að embættið og talið það nauðsynlegt.
það var veitt samherja þeirra úr kosn-
ingunum. þeir báru því alla ábyrgð á
tildrögum og framkvæmdum. Fram-
sólcn hafði barist á móti embættinu í
þinginu, eins og unt var. Kl. J. hafði
dregið nærri heilt ár að veita embætt-
ið, í von um að það yrði lagt niður.
Að lokum veitir hann það, með þvi
skilyrði, að hvert þing getur lagt það
niður án skaðabótakröfu frá eftirlits-
manninum. það eina, sem ihaldið get-
ur kært yfir, er það, að því tókst ekki
að heiðra Jón Auðunn fyrir meðferð
hans á fé Landsbankans, með því að
gera hann að yfirverði allra láns-
stofnana. **
Frá útlöndum.
Tíiraun var gerð tii nýrrar
stjórnarbyitingar í Portúgal um
miöjan síðastliðinn mánuð, en mis-
tókst alveg. Stjórnin hafði nægi-
legt herlið til að veita byitinga-
mönnum viðnám og tóics- að taka
höndum marga þeirra.
— Nýjai' kola æðar vru nyiega
iundnar i Englandi. Er talið að
þær séu svo miklar, að nægja muni
í 400 ár. Ein aöalæöin er talin
ganga um 60 mílur enskar undir
Noröursjóinn.
— Enn stendur yfir borgara-
styrjöidin í Kina er síðustu blöð
komu frá útlöndum. Hafa Banda-
nkjamenn sent enn fleiri herskip
en áður á vettvang.
— Aður er sagt frá því hér í
biaðinu, að í Chiie tókst hershöfð-
ingjunum að brjótast til valda og
reka frá hina löglegu stjórn lands-
ins. Samskonar hreyfing er nú í
náiega öllum ríkjum í Suður-Ame-
ríku. Fyrirmyndin er hernaðar-
harðstjórn Mussolinis á Italíu. þar
sem minst er menningin, þar er
jaróvegurinn líklegastur fyrir
harðstjórana
— Einn af frægustu læknum
Dana, Thorkild Rovsing prófess-
or, skýrði nýlega frá nýrri lækn-
inga-aðferö sem einn lærisveinn
hans hefir fundið upp. Hefir hon-
um tekist að ná blöðrusteinum
burtu án skurðar. Telúr prófess-
orinn tilraunirnar fullkomnar og
lætur miklar vonir í ljós um, að
fleira nýtt og þarít fyrir læknavís-
indin komi í kjölíar þessarar nýju
aðferðar.
— Á íulltrúaíundi alþjóðabanda
lagsins sem haldinn var í Genf í
| síðastl. mánuði, var rætt um ný
I tryggingarákvæði gegn nýrri styrj
| öld. Meðal annars var rædd til-
laga um það, að ef ríki byrjaði
stríð, án þess að hlýðnast fyrirmæl
um bandalagsins, ætti enski flot-
inn þegar í stað að einangra það
ríki. Fulltrúar Englendinga og
Frakka tóku báðir líklega í þá til-
lögu. Enn var rædd tillaga um að
I ekkert ríki mætti hefja styrjöid
j nema að liðnum þrem mánuðum
! eftir að málið væri lagt í gerð al-
þ j óð abandalagsins.
— Skáldkonungur Rússa,Maxim
Gorki, er mjög alvarlega veikur af
berklaveiki í nýrum. Er honum
i ekki ætlað langt líf úr þessu.
— Enn eru róstur miklar á
Ítalíu. Var nýlega myrtur einn af
i þingmönnum Fascista, en flokks-
i menn hans. hugðu á hefndir. í Róm
hafa þeir gert margar tilraunir til
að ráðast á skrifstofur og prent-
smiðjur andstæðinga blaðanna, en
lögreglunni hefir enn tekist að
hindra það. pó hafa orðið blóðs-
úthellingar í þeim viðskiftum. í
Mílanó tókst Fascistaflokki aftur
á móti að komast inn á skrifstofu
og prentsmiðju eins aðalblaðs jafn
aðarmanna og eyðilögðu alt.
— Franska stjórnin nýja virð-
ist ætla að hefja aftur miður vin-
gjarnlega stefnu gagnvart páfan-
um og vilja láta komast í sama
horfið og var upp úr skilnaði rík-
is og kirkju á Frakklandi 1905.
— Lítur svo út sem mikil mála-
ferli muni hefjast milli þýsku
stjórnarinnar og keisaraættarinn-
ar gömlu. Gera Hohenzollamir
gríðarháar fjárkröfur á hendur
þýska ríkinu, telja ýmsar opin-
berar eignir séreign keisaraættar-
iunar. Er um eignir að ræða sern
noma mörgum hundruðum miljón-
uoi gullmarka. Meðal annars
i e'rnta þeir í sínar hendur 3000
dýrindis málverk úr listasöfr.um
Pýskalands.