Tíminn - 18.10.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.10.1924, Blaðsíða 1
©)aíbfeti oo, afgretí>slur'a6ur STimans cr Stgurgetr ^ri&rifsfon, Sombanös^ústitu, Heyfjapff. ^fðteibsía Cimans er í Satnban&sfyústnu ®ptn 6aglega 9—\2 f. í>. Simi 49ú- VIII. ár. Reykjavíb 18. október 1924 42. blaft Biðjið um Capsían, Navy Cut Medium reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, !/4 pund Kirkjan. v. Hinn ytri hagur íslenskrar kirkju er ekki glæsilegur. Auður kaþólsku kirkjunnar var upp etinn af erlendu konungsvaldi undir yf- irskyni siðbótarinnar. Athygli Is- lendingsins, sem dvelur utanlands, dregst að hinum veglegu muster- um, sem miðaldirnar reistu. þau bera vott um auð og vcld. En þau bera einnig vott um vandvirkni og listfengi múrsmiða, sem unnu fyr- ir sálu sinni. Vinna þeirra var hvorki k.eypt né seld. „Sem minst starf með sem mestum hagnaði“, og önnur slík speki stóriðnaðarins náði ekki til þeirra. þeir unnu í augliti þess, sem alt sér. þess- vegna er það, sem skuggi ber á, jafn vel unnið og annað. þannig gátu miðaldirnar bygt. Og þess- vegna teygja nú turnar hinna veg- legu dómkirkna sig í tilbeiðslu til himins víða um lönd. þær eru arf- ur, sem sú öld, sem trúði, hefir eft- irlátið kuldalegri iðnaðarmenning, sem ekkert aðhefst nema það borgi sig. En sá andi, sem kom af stað krossferðum og reisti himin- há musteri, er nú óvíða. þjóðirn- ar byggja ekki lengur guði til lofs og dýrðar. þó merkilegt sé, hafa miðaldir vorar engum slíkum arfi skilað. Má vera, að skortur á byggingarefnum sé helst valdandi. En hvað sem því líður, þá verður ekki úr því bætt. Kirkjur nútím- ans eru smáar, enda þarf nú í mörg horn að líta. Nútiminn reis- ir skóla og sjúkrahús. Kirkjan er ekki lengur ein um völdin. En drottinn leggur líkn með hverri þraut. þó öflugt trúarlíf þurfi til að reisa himingnæfandi guðshús, þá er ekki víst að þau séu skilyrði fyrir heilbrigðu trúarlífi. Auðsæld trúarfélaganna hefir oft reynst hættuleg. Nú munu flestir hafa hug til að sjá, að ekki átti musteri gyðinga mikinn þátt 1 að göfga trú þeirra. þvert á móti leiddi það til andlegrar einokunar og varð til að efla helga siði og venjur, sem almenningur svo setti í stað guðsótta og góðra siða. Var þá mýflugan sýjuð en úlfaldinn gieyptur. I afskektum héruðum var guðsdýrkunin hreinust. þaðan komu spámennimir og lásu yfir lögmálsþrælum, sem létu sér nægja að hlýða prestunum og fremja helgar athafnir, rétt eins og guðsdýrkun væri fólgin í at- höfninni sjálfri. Og svona hefir víðar farið. Veglegar kirkjur, skrautlegar helgiathafnir, íburður cg óhóf hefir dregið hugann frá því, sem eitt er nauðsynlegt. Hið ytra, sem eingöngu á að vera tákn, hefir orðið aðalatriði. Andleg til- beiðsla hefir breyst í skurðgoða- dýrkun. því ef nokkur niðrandi merking á að felast í því orði, get- ur það ekki táknað annað en það að hið ytra tákn sé tilbeðið í stað almáttugs guðs. Heiðinginn, sem fellur fram fyrir líkneski guðs síns, er ekki skurðgoðadýrkandi svo framarlega sem honum er Ijóst, að það er tákn eitt. En kirkj- unnar barn á það heiti skilið, ef það lætur táknið komast upp á milli sín og hins andlega veruleika. þannig hafa helgir dómar, hökull og hempa, sálumessur og sakra- menti þráfaldlega vilt kristnum mönnum sýn. því skal þó ekki haldið fram, að trúin á undursam- legan mátt helgra dóma eða at- hafna, hafi altaf verið til einskis nýt. Fullvissan hefir jafnan mik- inn mátt. En þetta er þó ekki hin æðsta trú og tilbeiðsla í anda og sannleika, sem Kristur og postul- arnir boðuðu. Trúarlífi hér á landi er ekki hætta búin af íburðarmiklum guðsþjónustusiðum, né veglegum guðshúsum. Fátæktin er í því efni verndari vor. En mikið má batna hinn ytri hagur kirkjunnar án þess að hætta stafi af. það liggur ekki í eðli þjóðarinnar að einangi’a sáluhjálpina við náðarmeðul kirkj- unnar né veggi hennar. Um það verður ekki deilt hér á landi, hvort utankirkjumenn geti orðið hólpn- n. Heilbrigð skynsemi segir oss, að vel geti menn átt guð fyrir föð- ur, þó að ekki kjósi þeir kirkjuna fyrir móður. Kirkjunnar þjónar geta með áhrifum sínum opnað lilið himnaríkis, en ekki lokað fyr- ir neinum. Fyrir löngu er trúin á bannfæringar horfin. En með þeim ótta er og horfið úr huga alþýðu manna hið þrönga kirkjuhugtak, sem þó enn ríkir í fornum trúar- setningum. En þar býr margt, sem ýmist er horfið úr djúpum þjóðar- sálarinnar, eða hefir aldrei þang- að komist. Á fáum meginatriðum hefir alþýða manna lifað í trúar- efnum. Alþýðutrúin er skýr, skyn- samleg og kristileg. Auður, völd og ytri siðir hafa ekki vilt íslenska kirkju af götu tilbeiðslunnar í anda og sannleika. Frh. ----o--- Vaxtalækkun. Fyrir rúmu ári síðan hækkuðu fcankamir vextina í 7%. Um miðj- an febrúar hækkuðu þeir þá aftur í 8%. Ástæðan mun fyrst og fremst hafa verið sú, að bank- arnir skulduðu stórfé í útlönd- um, urðu að greiða af því háa vexti, og horfur voru ekki á að atvinnuvegir landsins gengju svo, að verulega yrði greitt af þeim skuldum. þessa ástæðu varð að taka gilda. Geti bankarnir sýnt, að þeir verði að greiða óeðlilega háa vexti af rekstursfé sínu, er það sjálfsagt að lánaþegar bankans taki vaxta- hækkun með þögn og þolinmæði. En þessum háu vöxtum halda bankarnir enn, og nú er aðstaðan öll önnur. Ársfjórðungsreikningar bankanna júlí—september eru að vísu ekki komnir út. En það leik- ur ekki á tveim tungum, hver að- staða bankanna mun vera nú og hlýtur að vera nú í útlöndum. Mun mega telja víst, að bank- arnir skuldi nú ekki í útlöndum aðrar skuldir en þær, sem eru föst- um samningum bundnar Og enn mun mega telja víát, að þeir eigi þar inni miklar fjárhæðir. Ástæðan sú fyrir vaxtahækkun, að bankarnir verði að greiða háa vexti af útlendum skyndilánum, h.lýtur að vera alveg fallin burt. þessvegna er nú fylsta ástæða til að vænta þess, að bankamir lækki vextina. þar sem atvinnurekendur hafa afhent bönkunum svo mikið fé, að goldnar munu flestar eða allar ósamningsbundnar skuldir erlend- ar, þar sem atvinnuvegimir hafa afhent bönkunum nægð ódýrs rekstursfjár, eiga þeir ómótmæl- anlega þá sanngimiskröfu til bank anna, að fá lækkaða vexti af því reksturfé, sem þeir enn hafa að láni hjá bönkunum. Enn liggur enska lánið að vísu eins og mara á þjóðinni og bönk- unum. því miður er svo frá því ökj araláninu gengið, að það fæst ekki borgað upp. En eitt 'er það ekki nægilegt til að halda hinum fciáu vöxtum. Hin ástæðan fyrir háum vöxtum verður heldur ekki tekin gild, að nú eigi núverandi atvinnurekend’- nr að borga töpin gömlu. Ekkert land í heiimnum mun hafa fengið yfir sig annað eins góðæri í ár og ísland. Aldrei fyr hefir slíkur peningastraumur streymt til landsins. það er óeðli- legt að slíkt land búi við einhver erfiðustu vaxtakjörin. o- I. Jón Magnússon hefir gert sig sekan í þeirri ótrúlegu dirfsku að láta málgagn íhaldsins og erlenda peningavaldsins byrja að hæla íhaldsliðinu fyrir framgönguna í kjöttollsmálinu, en kasta hnútum til Framsóknar. Með sama rétti mætti halda fram í Mbl., að Feng- er væri fagurhærður, Jón Kjart- ansson vel gefinn og sæmilega mentaður, að Valtýr væri stefnu- fastur og skrifaði fallegt og ljóst mál, eða Jón Magnússon skörung- ur og áhugasamur um framfarir íslensku þjóðarinnar. Alt eru þetta samskonar öfugmæli. Breyting sú, sem í vor varð á með kjötverslunina, er glæsilegur sigur. Og þessi sigur er þeim mun þýðingarmeiri, þar sem árferði hefir verið hörmulegt til sveita í hálfu landinu og óhjákvæmilegt að fjöldi bænda verði að slátra í haust fleira fé en venja er til. Úr því hallærið gerir fjárfækkun óhjá kvæmilega, er lán í óláni að eigend ur fái verð sem um munar. Ef kjöttollurinn hefði verið óbreytt- ur í Noregi nú í haust, myndi herfilega lágt kjötverð hafa fylgt öðrum hallæriserfiðleikum bænda á Norður- og Austurlandi. það er best að segja það undir eins, að þetta happ er ekki tilvilj- un. það er eðlileg afleiðing af sam- heldni nokkuð mikils hluta af ís- lensku bændunum. Án Framsókn- arflokksins og samvinnublaðanna hefði kjöttollurinn enn legið eins og farg á atvinnuvegi bænda. það er raunalegt að þurfa að bæta því við, að í þessu máli var af alefli unnið á móti Framsóknarflokkn- um af flestum öðrum þingmönn- um, en með nokkuð misjöfnu áfergi. Gögnin í þessu máli eru sum- part í óbirtum skjölum, símskeyt- um, tillögum, atkvæðagreiðslum á lokuðum fundum, blaðagreinum og seinast en ekki síst í umræðum þeim, sem urðu um málið á þingi Norðmanna í sumar. Að því leyti sem ástæða var til að flíka ekki þessum gögnum meðan stóð á samningum. þá eru þau rök ekki lengur til hindrunar. Eftir að spil- unum er lokið, geta spilamenn- irnir borið sig saman um, hvemig spilin lágu. Framsóknarflokkurinn hefir engu að leyna í sambandi við meðferð málsins. íhaldsflokkurinn og sjálfstæðismenn hafa væntan- lega engu að leyna heldur. En hafi þeir einhverju að leyna, þá er sú launung ekki gerð vegna þjóðar- innar, heldur til að hlífa einstök- um þingmönnum við að standa kjósendum reikningsskil gerða sinna í hinu þýðingarmesta máli, sem þingið hafði til meðferðar. Mbl., málgagn núverandi lands- stjómar, hefir hafið umræður um málið með því að byrja árásir á þann mann, sem meir en nokkur annar hefir átt þátt í hinum heppi- legu málalokum. Stjórnarflokkur- inn getur þessvegna varla orðið hissa á því, þó að nú sé krafist að öll gögn verði lögð á borðið, svo að þjóðin öll, og þá ekki síst bænda- stéttin, geti myndað sér skoðun um framkomu þingmannanna. En skyldi svo fara, að Mbl.menn þyk- ist hafa ógagn eða álitshnekki af því, að málið skýrist, þá mega þeir sjálfum sér um kenna, sem oftar. þeir hafa byrjað umræður um verðleika sína og Framsóknar- manna í baráttunni við að leysa kjöttollsmálið, og verða að taka afleiðingunum með karlmensku. það er upphaf þessa máls, að fáeinir menn, sem stunda síldveið- ar nyrðra á sumrin, þar á meðal Ásgeir Pétursson, Kveldúlfsfeðg- ar o. fl., vildu með löggjöf útiloka norska keppinauta frá veiðum hér við land. Norðmenn höfðu lengi stundað hér veiðar, og m. a. kent Islendingum síldveiðina. Norð- menn höfðu bækistöð í landi, sölf- uðu þar og guldu vitanlega alla skatta til landssjóðs af starfsemi sinni. Ásgeir og Thor og aðrir fleiri ýttu undir stjórnina að und- irbúa lög, sem bægðu Norðmönn- um frá að geta athafnað sig við síldarverkun í landi. Krabbe skrif- stofustjóri í Khöfn og Sveinn Björnsson unnu fyrir stjórnina að undirbúningi málsins. Studdust þeir um viss atriði við lög sem gilda fyrir nokkurn hluta Noregs, en ekki fyrir meginhluta landsins. Stjóm Jóns Magnússonar lagði frv. fram, og var það samþykt eft- ir litlar umræður. þingið virtist álíta, að hér væri um sérstaklega þýðingarmikið hagnaðarmál að ræða. Ekki var af forgöngumönn- Notuð ísl. frímeiti kaupir háu verði Axel Böðvarsson Vonarstræti 2, (uppi). Heima virka daga kl. 5J/2—7 og eftir kl. 8 að kvöldi. um þess minst á hættu, sem kynni að leiða af löggjöf þessari. Norð- menn vora útilokaðir. Frönsku fiskiduggumar voru hindraðar frá að koma að landi og hlaða um, og á þeim einum var tekjumissir landssjóðs, eftir því sem reiknað- ist til í stjómarráðinu, 100 þús. kr. árlega. Englendingum, sem leyfa íslensku togumnum greiða götu að hinum ágæta enska ís- fisksmarkaði, var varla leyft að nálgast hér land nema í neyð. Bók- stafur laganna var grimmilega harður, með fullkomnum miðalda- blæ. Engum datt í hug, að þeir sem báru frv. fram, J. M. og M. G., myndu eiga eftir að sýna í Krossanesi, hversu vel þeir eru fallnir til að framfylgja ströngum lögum gagnvart fésterkum útlend- ingum. Viðvíkjandi hefndarpólitík Norðmanna var því haldið fram, og síðast í vetur af einum síldar- júnkaranum, að lögin væru sama sem þýdd eftir norskum lögum. En þetta var svo mikil fjarstæða, að mikið af þeim fiski, sem etinn er í höfuðborg Noregs, er veiddur á dönsk skip, sem sigla með afla sinn beint til Osló og selja hann þar. pessari blekkingu var haldið á lofti meðan unt var, til að skaða ísl. bændur. Norðmenn höfðu haft hér í verki sama rétt og innfæddir menn. Jafnvel talið, að yfirvöldin hefðu stundum beitt við þá Krossaness-réttlæti, sökum skorts á mannrænu. Nú brá þeim í brún er þeir heyrðu um útilokunar- pólitík íslendinga. Skildu þeir fullvel hvert stefndi. Sumir sáu, að þeir gátu farið kring um lögin og notað íslenska og danska leppa. Aðrir fyltust þykkju og þjósti, og létu þung og stundum óvinaleg orð falla í garð íslendinga. Litlu síðar var gerð breyting á tolllög- unum norsku, og svo til hagað, að tollurinn kom sérstaklega hart nið ur á íslensku kjöti. Margir þættir runnu hér saman. Ríkið þurfti tekna. Bændur heimtuðu verndar- toll fyrir sig til að vega móti iðn- vörutollinum. Síldveiðamenn á vesturlandir.u, sem töldu sig harð- rétti beitta á íslandi, sáu að hér gat komið krókur á móti bragði og lögðu þungt lóð í vogarskálina. Ef sá flökkur hefði ekki haldið fast í, myndi hafa verið auðvelt þegar í stað að fá sérstök skilyrði fyrir íslenska kjötið. Kj öttollurinn kom nú á og gerði þegar í stað óhemju- skaða. Verðlækkunin kom þegar í stað illa niður á íslenskum bænd- um, sem máttu síst við slíkri breytingu þá, eins og dýrtíðin krepti að. Erfitt er að segja um, hvort Kveldúlfsmenn og Ásgeir Pétursson hafa að sama skapi grætt á útilokun Norðmanna, eins og íslenskir bændur töpuðu. En svo mikið er víst, að gróði síldar- júnkaranna íslensku hafði ekki sömu þýðingu fyrir íslensku þjóð- ina, eins og sæmilegur markaður fyrir höfuð söluvöru bændanna. Frh. J. J. -----o---- Altalað er, að landsstjórnin ætli að veita Jóni Kjartanssyni Skaga- fjarðarsýslu í sárabætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.