Tíminn - 18.10.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.10.1924, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 165 um kjarkleysis hiaupa frá dylgjum yðar og ásökunum í garð Framsókn- armanna um kosningar í fyrrahaust, og viljið afneita orðum yðar, þá er í því ein tegund af svari, og ekki sú lakasta. þá sjá Húnvetningar, sem á fundinum voru, bæði meðhaldsmenn og andstæðingar, að stóryrði yðar hafa verið kosningarógburðui, sem þér ekki þorið að standa við skriflega./ Tæplega mun fundargestum yðar finnast það óviðeigandi, þó að eg gefi yður hér með tækifæri til umræðu, þar sem þér hélduð því fram á fund- inum, að eg hefði sérstaklega staðið framarlega í málameðferð þeirri, er þér deilduð á Framsókn fyrir. Mundi þögn eða uppgjöf frá yðar hálfu senni- lega af Húnvetningum og fleiri verða tekin sem merki um frábært hugleysi, eftir það sem á undan var gengið. þar sem flokksbræður yðar, kaup- mennirnir, ráða yfir 7—8 blöðum, verður yður væntanlega ekki skota- skuld úr að koma nokkrum blaða- greinum á framfæri. Jafnframt mun og prenta orðrétt í Tímann helstu rök- semdir yðar og málsvarnarviðleitni, svo að Framsóknarmenn fai lika að kynnast frammistöðu yðar. Jónas Jónsson frá Hriflu. ÞrastasEcógur. Margir hafa efalaust heyrt prastaskóg nefndan. Skógurinn hggur austan við Sogið, skamt norðan Grímsnesbrautarinnar, og er ca. 46 ha. að stærð. Landspilda þessi er gjöf til U. M. F. í. frá Tryggva heitnum Gunnarssyni, og fylgir gjöf þeirri sú skylda, að öll ungmennafélög íslands hjálpist að því að vernda skóginn fyrir allskonar ágangi og hjálpi honum til þess að vaxa og dafna. Gefanda þótti þessi blettur fagur og góðum gróðri prýddur, og því fól hann ungmennum landsins að yrkja hann og verja. Ungmennafélögin hafa að nokkru leyti þekt skyldu sína. Bletturinn hefir verið girtur með fjölþættri gaddavírsgirðingu og nokkuð hefir verið grysjað í skóg- inum. En girðingar ems og þær eru yfirleitt, eru ekki einhlýtar til friðunar. þar sem þessi fagri blettur ligg- ur mjög nærri þjóðbraut, er hon- um einna mest hætta búin af manna höndum. Fólk lætur sér ekki nægja að horfa yfir girðing- una, heldur vill það fara yfir hana, jafnvel þótt það kosti ærna fyrir- höfn, og skoða blettinn nánar. En af þessu leiðir, að mörg hríslan er rifin upp, brotin eða íröðkuð, því það virðist oft vera svo, sem menn þoli ekki að sjá góðan gróður, án þess að spilla honum. Verst hafa þó verið leiknar tvær reyniviðar- hríslur, sem eru háar og limríkar, og eru þær höfuðprýði skógarins. Börkurinn hefir víða verið skor- inn sundur, svo legið hefir við stór skemdum á hríslunum. Menn hafa ekki gætt þess, að þarna er verið að eyðileggja einu verjurnar, sem þær eiga. Jarðvegurinn hefir verið traðkaður í kringum hríslurnar, svo nýgræðingurinn hefir ekki haft frið til þess að festa rætur. Nú eru hríslur þessar sérstak- lega girtar, og er það þeim nokk- ur vörn. Eigi skógurinn að vera sæmilega varinn og hirtur, þá þarf þar skógarvörð yfir sumar- tímann, vel hæfan mann, sem gæti grysjað og gróðursett nýjar trjá- plöntur. En þetta krefur peninga sem annað er til framkvæmda kemur. U. M. F. í. hefir iitlum pen- ingum úr að spila, en mörg góð málefni, sem þarf að styrkja, og því verður að heita á hvert ein- stakt íélag til hjálpar. Nokkur fé- lög hafa sýnt áhuga í þessa átt. Má þá sérstaklega nefna U. M. F.' Miðnesinga, sem sendi gjaldkera U. M. F. I. 100 kr. til eflingar prastaskógi, og var það góður styrkur, til þess að klSift var að hafa Aðalstein Sigmundsson kenn- Til taupfélaga! H.f. Smjörlíkisgrerðin í Reykjavík; er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bajði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um ,Smára‘-smjörlíkið. ara af Eyrarbakka, sem skógar- vörð þar í sumar. Hér hefir því eitt ungt, fáment félag sett met í framlögum til prastaskógar. Æski legt væri, að önnur ungmennafé- lög og menn yfirleitt sýndu það í verkinu, að þeir vilji vernda góð- an gróður lands vors, sem skógur- inn er. Verum íhaldsmenn, mun- um gamlan gróður landsins. Ver- um Framsóknarmenn, aukum gróðurinn og verum á verði fyrir því, að land vort sé ekki blóðreitt. Sigurður Greipsson. ---o---- lllgMirlp í Mi Hinn 27. okt. í haust eru 250 ár liðin frá dauða síra Ilallgríms Pét- urssonar, og eftir tilmælum bisk- ups verður hins ágæta sálmaskálds vors minst á prédikunarstólum hinnar íslensku kirkju á 19. sunnud. eftir Trínitatis (26. okt. næstk.). 1 sambandi við þetta leyfi eg mér að minnast á samskotin til hinnar fyrirhuguðu Hallgríms- kirkju í Saurbæ. þau voru við næstliðin áramót kr. 7833,85, auk 5 þús. króna tillags frá Saurbæj- arsöfnuði, eða samtals tæp 13 þús. kr., og mun það hrökkva skamt til byggingar hinnar skrautlegu kirkju. Samskot hafa nú upp á síð- kastið verið mjög lítil; þó er vert að geta þess, að síra Magnús Bjarnarson, prófastur á Prests- bakka, sem var hér á ferð í sum- ar, gaf 50 kr. til kirkjunnar. — Nú eru það vinsamleg tilmæll xn' til presta landsins og annara góðra manna, að jafnframt því, sem þeir minnast hinnar miklu þakkarskuldar, sem hvílir á oss Is- lendingum við hið mikla trúar- skáld, fyrir hina ódauðlegu sálma hans, að þeir þá leggi í þakklætis- skyni þó ekki sé nema lítinn skerf til Hallgrímskirkjunnar. Eg hefi áður skrifað um þetta mál og fer því ekki fleiri orðum um það að nýju, en eg vil aðeins þakka öllum þeim, sem gefið hafa til þessa góða fyrirtækis og sömuleiðis vil eg fyrirfram þakka öllum þeim, er leggja vilja framvegis fyrirtæki þessu liðsyrði í orði og verki. Væntanlegum samskotum veita móttöku hr. biskupinn og allir prestar landsins. Féð er ávaxtað í hinum almenna kirkjusjóði. Herrann Jesús elski þá alla, sem vílja stuðla að því, að kristindóms cg trúarlíf eflist meðal þjóðar vorrar og megi bera ávexti í fórn- fýsi og kærleika. Saurbæ, á Mikaelsmessu 1924. Einar Thorlacius. ---o---- Frá útlöndum. — Um miðjan síðastliðinn mán- uð laust eldingu niður í olíugeymi við olíulindar í Kaliforníu í Norð- ur-Ameríku. Varð úr ógurlegt bál, enda voru 55 þús. olíutunnur í geyminum og uppspretturnar í nánd. Hermenn voni kvaddir til að stoðar um að slökkva eldinn og fórust fjórir þeirra í eldinum. Borg sem var í nánd við eldinn, var um tíma í mestu hættu. Tjónið er metið á margar miljónir dollara. — Georgía heitir hinn mikli dal- ur, milli Kákasusfjalla«að norðan en Armeníufjalla að sunnan, Svartahafs að vestan og Kaspíu- hafs að austan. Landið er prýði- lega frjósamt, verslunarleiðm liggur um það milli Kaspíuhafs og Svartahafs, og loks eru þar hin mestu auðæfi falin í náttúrunni, málmar, olía o. fl. I fornöld var ríkið sjálfstætt öldum saman, um 1500 komst það í samband við Rússland og um 1800 varð það rússnesk nýlenda. þegar stjórnar- byltingin varð í Rússlandi 1918, notuðu Georgíubúar tækifærið og lýstu yfir sjálfstæði sínu, og í maí 1920 var sjálfstæði landsins við- urkent af Rússlandi og öllum Norðurálfuríkjum öðrum. En sú dýrð stóð ekki lengi. Snemma árs 1921 sendu Rússar óvígan her suð- ur þangað og lögðu landið undir sig og síðan hefir Georgía lotið Rússum. En í sumar og haust hef- ir uppreist hafist í landinu. Há- værar hj álparbeiðnir hafa borist til Norðurálfuþjóðanna, en engin hjálp hefir fengist: Er ekki annað að sjá en að Rússar séu sem alveg búnir að bæla uppreistina niður. — Miklir jarðskjálftar urðu í Litlu-Asíu síðari hluta f. m. Meir en 100 þorp eyddust fullkomlega og menn týndu lífi hundruðum saman. — Búist er við að Bandaríkja- herinn láti flugmenn sína reyna að fljúga til norðurheimskautsins r.æsta sumar. — Ötrúleg er eftirfarandi saga, en þó er hún sögð fullum fetum í areiðanlegum útlendum blöðum: Ekki alls fyrir löngu var stórt franskt skip á leiðinni frá Kanada til Frakklands. pegar það hafði farið nokkuð af leiðinni, mætti það stóru seglskipi, sem gaf merki um að stöðva. Aðkomuskipið kom nú nær og sendi menn yfir í franska skipið. Er þeir komu á þil- farið, drógu þeir upp vopn, eyði- lögðu þegar hin þráðlausu sendi- tæki skipsins og kúguðu skipshöfn ina að hlýðnast sér. Brátt komu önnur seglskip á vettvang, sjóræn- ingjunum til aðstoðar. Var nú tek- ið til óspiltra málanna og öllum í hinum dýra farmi skipsins skipaá um í ræningjaskipin. Að því búnu fengu Frakkar aftur að fara leið- ar sinnar slyppir. Sumir sjónræn- ingjanna hafa náðst og vekur mál þetta mikla eftirtekt, sem von er til. — Locatelli, flugmaðurinn ítalski, sem hingað kom í sumar, fór með herskipum Bandaríkj anna til New York, flugvélarlaus, eins og kunnugt er orðið. En er þang- að kom var honum sýnt banatil- ræði, var skotið á hann úr skamm- byssu. Tilræðismaður er æstur kommúnisti. Vildi hann þannig hefna skoðanabræðra sinna á Italíu, því að Locatelli er Fascisti. Skotið hitti ekki. — Enn hefir nýlega orðið vart við allsnarpa jarðskjálftakippi í Japan. ógurleg hræðsla greip fólk- ið í Tokíó og flýðu margir burt úr borginni. En tjón varð ekkert í þetta sinn. — Liggur jafnan- við borgara- styrjöld í Búlgaríu. Flestir for- ingjar bændaflokksins hafa verið hneptir í varðhald af afturhalds- stjórninni. Má það kallast dagleg- ur atburður, að menn skjóti hverir á aðra á götum höfuðborgarinnar. — Stórflóð og vatnavextir urðu me.'ri nýlega en orðið hafa síðustu 100 árin í sumum Eystrasalts- löndunum. I sumum finsku hafn- arborgunum gerði sjávaflóð mikið tjón. I Pedrograd þækkaði vatn í ánni Neva um 10 metra fram yfir venju. Stórir hlutar borgarinnar lentu svo undir vatni, að fólk alt varð að flýja. Varð af flóðinu af- skaplegt tjón. Loks hefir vatn bækkað svo í Væni, stærsta vatni í Svíþjóð, að fyrirhleðslugarðar hafa oltið um á stórum svæðum og 1000 dagsláttur lands lentu undir vatn. — pað kom fyrir á Póllandi ný- lega, að ræningjar, um 40 að tölu, stöðvuðu járnbrautarlest, ógnuðu mönnum með skammbyssum, og rændu því fémætu af farþegum, sem þeir gátu með komist. — Enskur ökumaður náði meirj hraða á bifreið, um mánaðamótin síðustu, en áður hefir þekst. Hann ók kílómeterinn á 15,3 sekúndum. pegar harðast var ekið, sýndi hraðamælirinn 168 enskar mílur á klukkustund, sem er meiri hraði en áður hefir þekst á landi. Vélin hafði 350 hestöfl. Hann verður að borga 350 sterlingpund árlega í skatt af vélinni, svo hár er bifreiða skatturinn á Englandi. — Á þrem stöðum í heiminum geysar styrjöld þessar vikrunar: I Georgíu milli íbúa landsins og Rússa, í Marokkó milli íbúa lands- ins og Spánverja, og loks borgara- styrjöldin í Kína. Ekkert komast þessar styrjaldir í námunda við heimsstyrjöldina, því að í Somme- orustunni einni saman féllu fleiri menn en nú eigast við á þessum vígvöllum. pó eru þessar hersveit- ir fjölmennari en þær sem börðust í þrjátíu ára stríðinu. — pjóðverjar hafa nýlokið við að smíða eitt hið mesta og vand- aðasta loftfar sem til er í heimi. Á það að ganga upp í skuldagreiðsl- ur til Bandaríkjamanna. Um mán- aðamótin fór loftfarið tilraunaflug. Flogin var samtals 3780 kílómetra vegalengd í einu á 335/> klukku tíma, var þó sjaldnast farin full ferð. Alt gekk ágætlega veí Far- þegar voru 73. Stjórnandi loftfars- ins telur að það muni geta flogið ið yfir Atlantshafið á 30 klukku- tímum, í hagstæðu veðri. Mesti hraði loftfarsins getur orðið 180 kílómetrar á klukkutíma. — Rómverskkatólska kirkjan leggur nú hið mesta kapp á að vinna grískkatólsku kirkjuna til sameiningar. Bæði á Rússlandi og á Balkanskaga er að þessu unnið af kappi. Páfinn í Róm hefir reynst útlægum kirkjunnar mömi- um frá löndum þessum hinn mesti bjargvættur. — Um mánaðamótin síðustu vildi til sorglegt slys í Svíþjóð. Flugvél- ar hersins höfðu æfingu, en þegar lenda átti, rákust tvær þeirra á nokkur hundruð metra uppi í lofti. Vélarnar skemdust algerlega og flugmennirnir týndu lífi báðir. — Sunnudaginn 28. september luku Bandaríkjaflugmennimir heimsfluginu og lentu heilu og höldnu í Seattle á vesturströnd Ameríku. -----o---- Smyglaraskipið margumtalaða er nú komið fram, og liggur hér á höfninni. Hafa skipverjar verið yfirheyrðir og sumir settir í gæslu varðhald. Játað hafa þeir, að stór- kostlega mikið áfengi hafi verið í skipinu, en segja nú, að þeir hafi kastað því fyrir borð. Minstu vín- kössunum hafi þeir fleygt heilum í sjóinn, en lokin hafi 'éerið brotin af þeim stærri og hvolft úr þeim yf- ir borðstokkinn. Spíritusbrúsarn- ir hafi ekki viljað sökkva, því hafi verið stungið gat á þá til þess að tryggja að þeir sykkju. — Svo mörg eru þau orð og enn er það upplýst, að síðan skipíð kom til Grindavíkur, sem áður er frá sagt hér í blaðinu, hefir það haft sam- band við land vestur á Snæfells- nesi, á Sandi. — Trúi þeir sem trúa vilja slíkum sögum.Ber lands- stjórain ábyrgðina á því, að slíkt hneikslismál sem þetta sé í’ann- sakað til hlítar. par er óþolandi ef úr þessu verður annað Krossaness- mál. Og að vísu hafa þegar átt sér stað mistök um rekstur málsins, sem síðar mun getið. — Væntan- lega birtist bráðum ritstjórnar- grein í Morgunblaðinu um að af- nema bannið vegna þessa smygl- araskips. I hálfa stöng. Mörgum tugum saman liggja Valtýsfjólurnar óbirtar í skrifborði ritstjóra Tím- ans. Hvaðanæfa hafa þær borist að, eins og áður — en þær hafa ver ið settar í súrhey. Ritstjóri Tím- ans verður að játa þessa synd á sig opinberlega, að hafa súrsað fjól- urnar. — Frá einu sjónarmiði var það mikil synd. Sú misþyrming móðurmálsins, sem frámin hefir verið í Morgunblaðinu, og framin er þar enn, má með engu móti þol- ast. Birting fjólanna var vitan- lega eitt besta vopnið á þær. En á málið var líka sjálfsagt að líta frá almennu pólitisku sjónarmiði. pað hafði nú lánast svo, að hinir er- lendu og innlendu eigendur Morg- unblaðsins, höfðu lent á tveim frá- bærlega samvöldum þynningum og moðhausum við stjói'n blaðsins. Vitanlega var um að gera að fá að halda svo aurnri ritstjórn hjá and- stæðingunum eins lengi og unt væri. Svo leit út sem ekki gæti versnað við Morgunblaðið. En birting fjólanna hafði haft geysi- rnikil áhrif um að opna augu manna fyrir aumingjaskapnum. pví var varasamt að beita því vopni ef von átti að vera að fá að halda moðhausunum. pessa vegna voru fjólurnar súrsaðar. — Hugsi menn sér hvað það kostaði mikla sjálfsafneitun að birta ekki fjól- urnar. I gamla daga drap porgeir Hávarðsson mann, einungis af því, að hann lá svo vel við höggi. Fi'á- bæra stillingu hefir Tíminn sýnt um að nota ekki óteljandi högg- staðina á Morgunblaðið, í von um að fá að halda ritstjórunum. — Og svo brást sú von! Vitanlega var það líka veik von. Vitanlega var til of mikils ætlast, að mentunar- ástand eigenda Mbl. væri svo bág- borið, að þeir þyldu „ritstjórana" lengur. Og nú dregur Tíminn fána í hálfa stöng, því að það mun vera sönn frétt að þeir verði að fara upp úr nýái’inu Jón og Valtýr. Ái'ang- urslaust hefir Tíminn neitað sér um að nota á þá vopnin. Héðan af er heldur engin ánægja að því að prenta fjólurnar. Rúmlega stjói’nai'tíð Hunda- dagakonungsins voi'u þeir „rit- stjórar“ stjórnaiTnálgagnsins. Grafski’iftina eiga hinir pólib- isku aðstandendur að semja, en | það er mála sannast, að Tíminn ! harmar innilega bui’tför þeirra. *. Sullaveikin. Mjög gleðilegur er áhugi sá, sem sjáanlega er vax- andi um útrýming sullaveikinnar. Hefir formaður Læknafélagsins, Matthías Einai’sson, komið því í framkvæmd, að dýralæknar og héraðslæknar leita vandlega að sullum í fulloi’ðnu sláturfé, sem þeir ná til í haust. Fullan hug munu læknarnir hafa á því, að fylgja enn fast eftir um útrýming veikinnar. Af sama toga er spunn- ið bannið gegn hundahaldi í Rvík. Gunnar Viðar hagfi’æðingur hef- ir fengið veitingu fyrir aðstoðar- mannsstarfinu á Hagstofunni. -----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.