Tíminn - 18.10.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.10.1924, Blaðsíða 4
166 T 1 M I N N Unglambadrápið. í síðasta „Dýravemdara“ skrif- ar sr. Ól. Ólafsson um „Unglamba- drápið og móðurlausu folöldin“, al- vöruorð, sem allir þyrftu að heyra. Eg ætla aðeins að minnast á unglambadrápið. Hitt þekki eg ekki og þykir vænt um, að hafa ekki séð slíkar fráfærur. Sennilega verða æfilok þessara 10—12 fol- alda þau, að verða skorin við sama trogið í haust og étin upp til agna af eigendunum sjálfum, og er það að vísu best gert við þessa smæl- ingja, sem ekki fá lengur að njóta móðurástarinnar. það er engin furða, þótt góðum mönnum of- bjóði sá ljóti siður, sem virðist vera að færast í vöxt, að taka lömbin nokkurra vikna og selja þau til slátrunar í Reykjavík. pað er ekki einungis sú hliðin á þessu máli, sem er þó síst skemtileg, að reka þessa lambaaumingja til kaupstaðanna eða flytja þau á bíl- um, til skurðar þar, sem hvort- tveggja er nærri jafnógeðfelt öll- um þeim, sem eru að venjast á að horfa upp á þennan nýja ósið.Held ur er hin hliðin, fjárhagshliðin, á þessu máli, sem er ennþá ískyggi- legri, og sú hliðin snýr að kaup- stöðunum. það er ósköp til þess að vita, að fólkið í Reykjavík og ann- arsstaðar í kaupstöðum, skuli heldur vilja kaupa og éta kjöt af fráfærulömbum 5—7 vikna göml- um, fyrir kr. 4,00 kg., heldur en kjöt af sauðum fyrir kr. 1,30 til kr. 1,70 kg., eins og það var í fyrrahaust. Sú var tíðin, að fólk- ið fussaði og sveiaði ekki við sauðakjötssúpu, en aftur á móti hefði súpa af unglambakjöti lítt þótt skamtandi erfiðismönnum. En svona er tíminn breyttur og fólkið með. það hefði líka einhvern tíma þótt fyrirsögn, að sá tími kæmi, að sauðir yrðu reknir til Reykjavíkur í alull, rúnir þar og skomir þar, og étnir í fardögum, eða hvað það vill nú verða snemma bráðum, og vorhorkjöt af þeim yrði þrisvar sinnum dýrara en haustkjÖt af þeim, eins og verið hefir í vor og nú í haust. En svona eru nú kaupstaðirnir gengnir langt í matvendninni og ráðleysinu, að vilja eins vel vor-horkjöt fyrir kr. 2,40 pundið, eins og sauðakjöt af haustskornum sauðum eða bestu dilkum fyrir 80 aura pundið. Mér hefir altaf þótt einstaklega ieiðinlegt, að sjá fargað upp og of- an meðförnum nautum á vorin, áð- ur en þau hafa verið farin að taka neinum sumarbata. Taka af þeim sumarið og þau kjötpund, sem þau hefðu bætt við sig, öllum að kostn- aðarlausu. En einmitt þarna byrj- aði óheilbrigði markaðurinn. Nei, eigendum skepnanna þykir ekki gaman að öllum þessum skollaleik, þeim þykir ekki gaman að verða að taka sumarið af skepnum sín- um, þann tímann, sem þeir þurfa ekkert að hafa fyrir þeim, en þeir eru neyddir til þess, af því kaup- endumir gefa svona misgott verð fyrir og rangt. Hvað ætli gömlu búmennirnir hefðu sagt, hefði þeim verið sagt það, að sú kæmi tiðin, að þeir ættu að reka sauði sína í alull í júní og lömb sín um fráfærur tii slátrunar; það borgaði sig best, því nú væri sá tími kom- inn, að húsfreyjumar í höfuð- staðnum teldu eins mikið notagildi í pottinn hjá sér 1 pund af hor- kjöti sem 3 pund af haustskornu sauða- eða dilkakjöti. En því mið- ur er nú svo komið, að þeim væri óhætt að trúa þessu. þessarar nýmóðins hagfræði verða aumingja sauðirnir og vesal- ings litlu lömbin okkar að gjalda, missa síðasta og eina sumarið sitt, öllum fjáreigendum til kvalræðis, öllum kaupendum til skaða. Reykvíkingar! húsbændur og húsmæður! Lærið, ef þið kunnið ekki, að salta kjötið á haustin, eins cg það hefir verið best gert til og frá upp um allar sveitir landsins, og lærið að borða það, og skyldulið ykkar, og loks, lærið að borga það eftir notagildi þess. þá leggja eig- endur litlu lambanna niður ósið- inn að reka þau eða flytja til slátr- unar á vorin, og þá er vel. Böðvar Magnússon Laugarvatni. ----o--- Orðabókarauki. Herra ritstjóri! þér birtuð í blaði yðar, fyrir all- lóngu síðan, Orðabálk porbergs pórð- arsonar. Sakna eg vinar í stað, er por- bergur er hættur þeirri framleiðslu. En af svipuðu tæi er það sem hér fer á eftir. Hefi eg rannsakað gaumgæfi- lega hina nýju orðabók Sigfúsar Blöndals og komist að raun um, að í hana vantar allmörg orð. Einkum eru ]:að orð, sem alveg eru nýmynduð í málinu. pessi orð vildi . g varðveita írá glötun og um leið segja frá því, sem eg veit sannast um uppruna orð- anna eða tilefni til að þau mynduð- ust. Hygg eg, að það verði fróðlegt tal- ið á sínum tima. pykist eg vita að Tíminn geri þessum nýyrðabálki jafn- hátt undir höfði og orðabálki por- fcergs. Með virðingu. Ego. Bændasíld. — Gamla merking orðs- ins er í orðabókinni þ. e. úrgangssíld, sem þó þykir nógu góð til fóðurs fyr- ir kýr bænda, — En til nýju merking- arinnar liggur eftirfandi saga: Trú- gjarn bóndi norður í Skagafirði var látinn leggja fram 5 kr. til blaðaút- gáfu. Gamall Svíndælingur lagði fram 10 kr. Akurnesingur einn lagði fram 25 aura. pvinæst gáfu þeir út yfirlýs- ingu um að þeir gæfu út bændablað. - Síldarkaupmenn á Siglufirði og í Reykjavík lögðu fram tugi þúsunda króna í blaðútgáfuna og stjómuðu henni. Hentu þeir mikið gaman að í sinn hóp og kölluðu þetta ,Jbænda- sild“. Gangræði. — Orðið er reykvískt. Á ekki skylt við kvalræði, fremur við bráðræði, en einna helst við gangmál. Gangræði er það kallað, sem sé, er cinhverjum ráðherra verður mál að skamma einhverja opinbera stofnun, háskólann t. d., þorir ekki að standa við það opinberlega og gerir það því undir dulnefni. Málabætir. — Orðið er myndað af Norðmönnum sem bræddu síld á ís- landi (sbr. Magnús lagabætir). Nafn- bótina gáfu Norðmenn ráðherra ein- um íslenskum í þakklætisskyni. Höfðu þeir árum saman haft stærri síldar- mál en samningar og verslunarvenja hafði löghelgað, og keypt í þau síld af íslendingum. Ráðherrann lagði bless- un sína yfir þetta, stækkaði málin og löggilti. Ef íslendingar nota orðið, er það altaf haft í gæsalöppum. — Tvo krossa fékk ráðherrann fyrir frammi- stöðuna, að því er sagt er: heiðurs- krossinn „af fyrstu gráðu" frá norsk- um verksmiðjufélögum, óryðganleg- an, því að hann smyr á sig sjálfur sildarolíu, en húskross frá íslending- um. Stauparéttur. — Orðið er myndað i Reykjavík. Var þar einu sinni rann- sóknardómari, sem hagaði yfir- heyrslu sökudólga með sérstökum hætti. Honum hætti við að þorna í kverkum, er yfirheyrslur urðu langar. pá rak hann út réttarvitnin og bauð sökudólgunum að setjast að sumbli með sér. pað var kallað stauparéttur. Stauparétturinn stóð venjulega tífalt lengri tíma en sú eiginlega yfir- heyrsla. Val-týsfjóla. — Jurt þessi var óþekt u íslandi til maímánaðar 1924. Hóf hún þá að vaxa í dagblaði einu í Reykjavík og óx með ógurlegum hraða. Varð svo mikill hlátur um land alt, að hvalir hlupu á land á Strönd- um. Jurtin mun vera af ætt kross- blóma (sbr. krossberi). Fram eftir sumri var jurtinni safnað af mörgum, um, en svo hljóp svo mikill ofvöxtur í fjólumar, að margir fóru að súrsa þær. pegar nótt fór að lengja, komu eigendur akursins og ráku burt sér- fræðing þennan í blómarækt. Óvíst er enn, hvar hann muni rækta fjólumar næsta ár. JörðiR Mýrarhús II. á Seltjarnarnesi, (Pálsbær) fæst til kaups og ábúðar. Á jörðinni er steinhús, portbygt, 17XH ak með kjallara undir. Jái’nvarið: heyhlaða og fjós fyrir 2—3 kýr; enn- fremur: Þvottahús, þurkhús og geymsluhús undir sama þaki. Vatns- leiðsla og frárensli. Frekari upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar Sigurður Pjetursson, skipstjóri („Gullfoss“) eða Guðm. Ólafs, Nýjabæ. .. I Osnureið. — Orðið er myndað á Al- þingi 1924. pingmaður einn lýsti með því orði pólitiskri reiðmensku rit- stjóra eins og samflokksmanns síns á þinginu. Vissi sá, er nafnið gaf, ekki þá, að áður en ár liði, væri honum ætlað sjálfum að setjast á bak sama reiðskjótanum. ----o----- „Gangráður‘“. Ekki alls fyrir löngu birtist í Lögréttu grein um háskólann eftir höfund, sem nefnd ist: „Gangráður". Höf. þessi fór þungum orðum um háskólann, og einkum kennarana í lögfræði og heimspekideildunum. Segir t. d. að þeir „vísvitandi, ótilneyddir og af emskis verðum ástæðum hafi brotið embættisskyldu sína og það ekki í neinum smámunum, heldur í sjálfu meginatriði starfsins“, einkum með því að veita óhæfum mönnum embættispróf. Eins og von er þykir háskólakennurunum þungt að búa undir slíkum áfellis- dómi. í síðustu Lögréttu skora all- ir prófessorar lagadeildar og tveir hæstaréttardómarar, Lárus H. Bjarnason og Eggert Briem, sem verið hafa prófdómendur laga- deildarinnar, fastlega á „Gang- ráð“ þennan að nafngreina þá kandídata, sem deildin hafi út- skrifað með þessum hætti og færa rök fyrir þeim dómi. Líka áskor- un ber Sigurður Nordal fram af hálfu heimspekisdeildar. Sagt er að einn af fyrverandi prófdómur- um lagadeddarinnar, Jón Magnús- son forsætisráðherra, hafi ekki viljað skrifa undir áskorun þessa. Ástæðan mun liggja opin fyrir. það er sem sé altalað um bæinn, að sá sem felst undir dulnefninu „Gangráður" sé Jón þorláksson f jármálaráðherra. Verður fróðlegt að sjá framhald deilu þessarar. Nýja reglugerð um húsnæði í Reykjavík samþykti bæjarstjórn nýlega. Landsstjórnin neitaði að staðfesta reglugerðina. Mun það vera næsta sjaldgæft að lands- stjóm taki þannig fram fyrir hendur bæjarstjórna. Til hvers er þá verið að kjósa bæjarstjórnir, ef ráðin eru tekin af þeim, um mál, sem eingöngu snertir bæinn, af að- ila,sem alls ekki er fyrst og fremst kosinn af bæjarbúum? Bæjar- stjórn Reykjavíkur ætti að mót- mæla, er svo eru fótum troðin sjálfstjórnarréttindi bæjarins. Kjötútflutningurinn. Samband samvinnufélaganna heldur enn áfram tilraunum með útflutning á kældu kjöti og lifandi fé í svo stórum stíl sem hægt er og vitur- legt þykir. I ágústmánuði seint voru sendir út 200 kroppar kældir úr Borgarfirði. Nú alveg nýlega tók Gullfoss um 1600 kælda kroppa á Reyðarfirði. í byrjun mánaðar- ins voru fluttar út 2518 lifandi kindur, sauðir og geldar ær, frá Húsavík og Reyðarfirði, og í gær fór Villemoes héðan úr bænum með 1733 kindur, úr Árness- og Rangárvallasýslum. Alt flutt til Englands. — Óþarfi er að geta þess, að vitanlega hefir enginn hreyft legg né lið í þessu efni ann- ar en Sambandið og kaupfélögin. Látinn er nýlega þorvaldur Guð- mundsson afgreiðslumaður, er var við bókaverslun Sigurðar Krist- jánssonar. Vanheilsa hindraði hann með öllu frá störfum síðari árin, enda var hann fluttur úr bæn um suður að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd og þar dó hann. Merkur maður og góður var þor- valdur, fróðleiksmaður mikill á Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasminde“ frá því 1896 — þ. e. í 28 ár —- hafa nú verið þaktir í Danmörku og íslandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. Fæst alstadar á Islandi. Hlutafélagið }m UillÉeiis feiirier Köbenhavn K. þjóðleg fræði, bókamaður óvenju- mikill, einn af einlægustu starfs- mönnum Kristilegs félags ungra manna hér i bænum. Marga vini og kunningja eignaðist þorvaldur og munu allir einum munni upp ljúka um mannkosti hans. Nýjar Ijóðabækur eru á leiðinni frá Davíði frá Fagraskógi og Grjetari Ó. Fells frá Fellsmúla. Sextugur varð Guðmundur Bjöm- son landlæknir síðastliðinn sunnu- dag. Var honum haldið samsæti um kvöldið á Hótel Island. Félags- bræður hans í Oddfellowfélaginu keyptu málverk af honum, eftir Ásgeir Bjarnþórsson málara og gáfu Vífilsstaðahælinu. Mikil og mörg eru afskifti G. B. orðin af opinberum málum og víða hefir hann unnið gott verk. Búnaðarþing. Ákveðið er að það hefjist 2. febrúar næstkomandi. Málverkasýningar. þrjár mál- verkasýningar getur að líta í höf- uðstaðnum þessa dagana. Eyjólf- ur J. Eyfells sýnir sínar myndir í Góðtemplarahúsinu, Freymóður þorsteinsson í Báruhúsinu og Tryggvi Magnússon í Ungmenna- félagshúsinu. Og um mánaðamótin H.f. Jón Sigmundssau & Co. 'íf;J Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hóikum og ____ svuntuspennum, margt fleira. SfeTú með póstkröfu útum land,ef óskað c í. Jón Sigmundsson gullsmiður Frímerki, íslensk, notuð, kaupir ætíð Helgi Helgason, Óðinsgötu 2. Reykjavík. R j úpur kaupir matarverslun Tómasar Jónssonar. Undirritaður banna hér með alla rjúpnaveiði í landareign minni. Bakkakoti í Skorradal 10. okt. 1924. þorbjörn Jóhannesson. þakkarávarp til Norðfirðinga. Innilegasta hjartans þakklæti mitt vil eg á þennan hátt færa ykk- ur öllum, sem á síðastliðnu sumri styrktuð mig til þess að fara til Reykjavíkur í því skyni að leita mér heilsubótar, en sem mér ekki var unt að framkvæma af eigin ramleik. Eg á ekki kost á að þakka öllum þessum velgerðarmönnum persónulega, en get ekki stilt mig um að minnast með sérstöku þakk- læti og virðingu þeirra frúnna: Karítasar Bjamadóttur, Guðnýjar þorsteinsdóttur, Ingibjargar þor- láksdóttur, Ólafar Guðmundsdótt- ur, önnu Stefánsson, sem með al- úð og fórnfýsi gerðust forgöngu- menn að fjársöfnun mér til handa í þessu skyni, og voru sjálfar með- al hæstu gefendanna. Ennþá einu sinni, innileg þökk til ykkar allra. Stödd í Reykjavík í október 1924. Sigríður Bjömsdóttir frá Neðra Miðbæ. á að opna hina almennu sýningu Listvinafélagsins í húsi þess upp við Skólavörðu. Úr Borgarfirði. Isafold var blaða best, og Björn í metum hér um. Um 100% hefir hún lést hjá þeim nýju verum. ----o---- Yfir landamæriR. — Mbl. fárast yfir því, að vínlöng- un íhaldsmanna ráði því, að þeir vilji afnema bannið. Tökum dæmi. Fyrir faum árum var Jón þorláksson dæmd ur í sekt fyrir að lauma inn nokkrum vínflöskum í farangri sínum. Hvað gekk Jóni tii lögbrots? Var það löng- un í vínið, eða löngun í peninga fyrir vinið? Hið síðara er óliklegt. En hafí foringi íhaldsliðsins brotið landslögin af löngun í hinn forboðna vökva, já, hvað hreyfir þá hjörtu hinna óbreyttu íhaldsmanna? Mbl. svarar þessu vænt anlega. — Mörður virðist.ætlast til að þeir sem skrifa útlendar fréttir í Tímann falsi þær. Merði ætti að vera nóg að hafa slikt starf sjálfur. Hann er af „illum feðrum" sinum skapaður til að vera Ratatöskur í íslensku þjóðlífi. Ritstjóri: Tryggvi þórhalísMson. PreutsmiÖjan Aeta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.