Tíminn - 08.11.1924, Page 4

Tíminn - 08.11.1924, Page 4
178 T ! M I N W Meðöl gegn tóbaksnautn. Margir spilla heilsunni á ofnautn tóbaks, en finna til mikils slapp- leika, ef þeir hætta við það. Meðöl hafa verið mikið notuð í útlönd- um síðustu árin til þess að hjálpa reyk- og munntóbaksmönnum að losna við ílöngunina, án eftirkasta. Undirritaður hefir útvegað meðöl þessi og látið marga reyna þau, með mjög góðum árangri í allflestum tilfellum. Einn þeirra fyrstu sagði, þegar meðölin voru búin: „Eg hata tóbakið!“ og hefir liann als ekki langað í það síðan. Gróðkunnur skólastjóri lét þrjá menn reyna með- ölin. Hann skrifaði: „Tóbaksmeðalið hefir reynst vel. Gerið svo vel að senda mér tvo skamta til“. Meðölin fást, með fullri fyrirsögn, frá undirrituðum gegn póstkröfu: 5 kr. (handa einum manni); borguð íyrirfram: 4 kr. Arthur Gook, (ritstjóri „Norðurljóssins“), Akureyri. Biðjið um Capsian, rT' Navy Cuí Æedium reykiéhak. Verð kr. 4,60 dósin, ‘/4 pund Að gefnu tilefni auglýsist þeim, sem trygðir eru í ,Det pnsidige Forsikringsseiskab Danmark‘, að eins og hingað til ber að greiða iðgjöld beint til aðalumboðsskrif- stofu félagsins í Kaupmannahöfn, Vestre Boulevard 34, Stuen. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal tekið fram, að lierra læknir Þ. Pálsson heldur áfram að skrá tryggingar fyrir félagið, en hr. Jakob Ilavsteen hefir ekki lengur heimild til þess. Kaupmannahöfn í október 1924. í stjórn félagsins „Det gensidige Porsikringsselskab Danmark“. Grörivold. Lönborg. Frh. af 1. síðu. framan í nábúana. Voru þá merki útilokunar greinilega farin að koma fram í Hafnarfirði. Bitnaði óvildin svo mjög á Einari þorgils- •syni, að hann átti varla nokkum formælanda í þorpinu og hætti að sækja mannfundi þar heima fyrir. Svo mjög þökkuðu „smáútvegs- menn“ Kr. Bergssonar í þessu út- vegsþorpi fyrir verndina. Enn- fremur kom á þessum fundi fram rödd frá manni, sem ástæða var til að halda, að væri mjög kunnugur í Englandi, til íslenskra útvegs- manna um, að óvíst væri, hver gifta togaraútvegi Rvíkur væri að því að loka Breta úti hér, en vilja hafa opna leið að nýmetismarkaði Englendinga. Ólafur Thors hafði ekki einu sixrni mannrænu til að standa með Einari þorgilssyni, er hann sá, hvert meirihluti útvegs- manna og fiskkaupmanna stefndi. Kristján Bergsson var þá jafn- óþektur í „fiskiheiminum" eins og fiskiveiðalögin voru þar fylgislítil. Fyrirrennari hans, Jón Berg- sveinsson, sem þrátt fyrir allan sinn ófullkomleika virtist vera greindari og betur mentur maður en Kristján, ritaði sjávarútvegs- nefnd Alþingis um málið í sama tón og útvegsmenn höfðu rætt það. þannig var íhaldsliðið innan- brjósts á fundum sínum. En svo gersamlega var það umhyggju- laust um hag bænda, að ofan á lét það Mbl. kaldhamra skoðun síldax- grósseranna, þrátt fyrir hinn innrl ugg um eigin hag. f þingbyrjun kom Kl. Jónsson því til leiðar, að landbúnaðarnefnd ir alþingis fengu kjöttollsmálið til meðferðar, eins og sjálfsagt var. Litlu síðar var að tilhlutun þessa ráðherra haldinn lokaður fundur um málið. Tr. þ. bar þá fram til- lögu miðstjómar Framsóknar- flokksins, þá er Sig. Eggerz hafði ekki viljað sinna nokkrum vikum fyr, að sendir væru tveir menn til fulltingis Sv. V. við samningana, annar kunnugur landbúnaði, en hinn sjávarútvegi. Formaður íhaldsflokksins, Jón þorláksson, mótmælti tillögunni og krafðist fyrir hönd flokks síns, að fundi yrði slitið, svo að íhaldsmenn gætu athugað tillöguna í næði. Varð við það að sitja, því að meirihluti þings þóttist þurfa tíma til rannsaka, hvort hér væri ekki voði á ferðum. Frh. J. J. ----0---- Amiiming síra Arnérs. Eg lét þau orð falla í Tímanum í sumar, að í héraði einu á Norður- landi -hefðu verið bomar rógdylgj- ur um Sambandið og starfsmenn þess út af hrossaverslun Sam- bandsins sumarið 1923. þessu hefði eg ekki hreyft, ef tvö stjóm- arblöðin hefðu ekki í sumar sem leið tekið þessa Gróusögu upp í dálka sína og reynt, að því er mér virtist, að gera úr henni „pólitiskt númer“. Síra Amór Ámason í Hvammi finnur svo hvöt hjá sér til þess að senda mér kveðju sína nýlega í einu vikublaðinu og mótmælir þar, að dylgjur þessar hafi verið notað- ar sem kosningamatur í fyrra- haust. Nú veit eg ekki, hvaðan prestinum kemur myndugleiki til að svara fyrir heilt hérað í þessu máli. Getur hann þar tæplega svar- að fyrir aðra en sjálfan sig, og trúi eg vel, að ekki hafi hann notað þessar sögur í áðumefndum til- gangi, og því síður að reynt hafi verið að hafa áhrif á hann með þeim. Aftur á móti verð eg að hafa leyfi til að dæma um það sjálfur, hverjum eg trúi og hverjum ekki. Skiftir það reyndar ekki svo miklu máli, en hitt er rangt hjá prestin- um, að það sé eg, sem hafi gert mál þetta að „pólitisku númeri.“ það eru áðumefnd blöð, sem hafa gert það. Síra Amóri er vel kunn- ugt um, að búið var að gera rétt- um aðilum grein fyrir fyrirspurn, sem gerð var til Sambandsstjóm- arinnar í fyrrahaust út af þessum orðrómi og held eg ekki, að neitt hafi staðið á svarinu, né það orkað tvímælis, enda lýst yfir af einum fyrirspyrjanda, að síra Araóri við- stöddum, að svarið væri í alla staði fullnægjandi og gerði orðaþvætt- ing þann, er út hef ði verið borinn, um að Sambandið hefði dregið sér stórfé af verði hestanna, að engu. Eg fæ ekki skilið, 'hvers vegna síra Amór er að gefa mér ákúmr fyrir það, þótt eg andmæli því, þegar opinber blöð birta rógsögur um stofnun þá, er eg vinn fyrir. Gg annað hefi eg ekki gert. Ætti presturinn, sem er formaður eins Sambandsfélagsins, miklu fremur að vera mér þakklátur fyrir, að bera til baka ásakanir, sem bomar eru á Sambandið að ástæðulausu í því skyni að veikja tx-aust þess hjá almenningi, eins og áminstum róg- sögum vissulega var ætlað að gera. J. Á. ----o----- Smyglaraskipið. Sem betur fer hefir bæjarfógeta nú tekist að komast töluvert lengra áleiðis um að grafast fyrir rætur þess mikla hneikslismáls, og verður sagan því ófegurri, því meii'a sem af heixni verður kunnugt. það er nú komið á daginn hvaða bátur það var sem áfengið flutti í land úr smyglara- skipinu. það er sjálfur strand- varnabáturinn, „Trausti“, frá Gerðum. Formaður þess báts var það, Ingimundur Nóvember Jóns- son, sem kom til smyglaraskipsins, hafði neglt yfir nafn og tölumerki bátsins og sdtti áfengið. Hefir hann játað þetta á sig og sagði því- næst frá því, hvað hann hefði gert við áfengið. Fór lögreglan með hann suður að Sandgerði til þess að sækja áfengið. Reyndist sú leit ærið tafsöm og æfintýraleg, því að sumt var falið undir heyi í hlöðu, en sumt grafið í jörð á ýmsum stöðum. Fundust alls 66 spíritus- brúsar og auk þess flöskur í 18 pokum. Var nú haldið með feng þennan til Reykjavíkur og yfir- heyrslum haldið áfram. Sagði Ingi- mundur nú frá því, að áfengið hefði hann sótt í smyglaraskipið að tilmælum Jakobs Sigurðssonar bifreiðastjóra. Við yfirheyrslu játaði Jakob það satt að orð hefðu farið þeirra í milli um þetta, en heldur því fram, að enga samninga hafi þeir um þetta gert, enda kveðst hann ekki eiga vínið né hafa ætlað að veita því viðtöku. Hafi hann umgengist þetta fyrir Bjöm Gíslason. Vom þeir nú yfir- heyrðir saman Björn og Ingimund- ur. Neitar Björn því harðlega að hann hafi beðið Jakob að hjálpa til að ná í vínið. En hann muni hafa sagt Jakobi í fyrra mánuði, að hægt myndi að fá vín í þessu þýska skipi, næðist samband við það. Hafi sér verið kunnugt um að þjóðverjinn Kattrup ætti vín- ið, sá er hér var í gæsluvarðhaldi er skipsins varð fyrst vart, fyrir að hafa brotið sóttvamarlögin, en nú er allur á bak og burt. Enn voru yfirheyrðir skipstjóri smyglara- skipsins og Bjami Finnbogason, er kom með skipinu, en engu varð við bætt af framburði þeirra. — Frek- ari fréttir eru ekki enn orðnar heyrinkunnar af hneikslismáli þessu. En það virðist liggja nærri að halda, að ekki séu enn öll kui’l komin til grafar og þó að stómm hafi úr greiðst, verður að vænta þess, að eT»n greioist becur. Al- menningsálitið ætiasc til þess af yf irvöldunum, að úr slíku máli sé svo vel greitt, að allir telji víst, að allur sannleiki sé fundinn. það allra alvarlegasta í málinu er þetta að sjálfur strandvamabáturinn, sem á að gæta laga og réttar, skuli til þess notaður af sjálfri sjó- lögreglunni að fremja slíkt laga- brot. — Enn má geta þess, að ekki kefir Morgunblaðið enn heimtað af nám bannlaganna vegna þessa hneikslismáls. þykir „ritstjórun- um“ líklega viðurhlutamikið að vega aftur í sama knérunn, enda munu þeir eiixhversstaðor að hafa fengið duglega ráðningu fyrir fyrra frumhlaupið. — En hvað er það eiginlega, sem þeir fá ekki of- anígjöf fyrir, vesalingar? Listvinafélagið opnar í dag al- menna listasýningu í húsi sínu í Skólavörðuholtinu. Spai'naðarnefnd hefir lands- stjórnin nú loks skipað samkvæmt fyrirmæli Alþingis, og á hún að koma fram með tillögur um sparn- að í mannahaldi og framkvæmd- um ríkisins. þessir eru í nefndinni: Lárus H. Bjarnason hæstaréttar- dómari, Ólafur Briem frá Álfgeirs- völlum, Guðmundur Hannesson prófessor, Guðmundur Svein- björnsson skrifstofustjóri og þor- steinn þorsteinsson hagstofustjóri. — Að vísu ber Tíminn traust til sumra nefndarmanna, en alt kem- ur á einhvern hátt öfugt frá þess- ari svokölluðu landsstjórn Islend- inga. Hálft ár liðið síðan þingi sleit. Allur sá tími látinn ónotaður. Nefndin fyrst skipuð nú, er þrír mánuðir rúmir em til þings. Vit- anlega einungis gert til að sýnast. Eru þeir fleiri en Pílatus sem þvo hendur sínanr. Skeiðaáveitan. Stjórn Búnaðar- félags íslands réði í vor Pálma Einarsson landbúnaðarkandídat, til þess að framkvæma ýmsar rann- sóknir og athuganir við Skeiða- áveituna, í samráði við Sigurð Sig- urðsson búnaðarmálastjóra. Hefir Pálmi unnið að starfi þessu með alveg sérstakri alúð, dugnaði og vandvirkni. Fimtudag síðastliðinn var svo boðaður fundur um málið á skrifstofu Búnaðarfélagsins. Voru á honum meðal annara allir bankastjórar Landsbankans, at- vinnumála- og fjármálaráðherra og margir fleiri. Flutti Pálmi fundarmönnum útdrátt úr mjög rækilegri og merkilegri skýrslu um rannsóknirnar. Verður skýrsl- an prentuð öll í Búnaðarritinu 0g mun þykja mjög eftirtektaverð og lærdómsrík. Klemens Jónsson fór utan með Merkúr um miðja vikuna til stuttr- ar dvalar. Dýrtíðaruppbót embættismanna ríkisins fyrir nsesta ár, hefir nú verið ákveðin samkvæmt útreiknr ingum Hagstofunnar. Er hún í ár 52% en hækkar upp í 78%. Skólanefnd Reykjavíkur hefir lagt til að bærinn reisi nýtt bama- skólahús á næsta ári, og verði teknar á fjárhagsáætlun 300 þús. ki. til þess. Fjárhagsnefnd hefir i'allist á tillöguna. 50 ára afmæli sitt hélt Búnaðar- félag Mosfellssveitar hátíðleg ný- lega með ræðuhöldum og ýmsum skemtunum. Slys. þrír menn fórust nýlega í lendingu í ólafsvík: Guðmundur Guðmundsson úr Eyrarsveit, Guð- mundur Runólfsson úr Ólafsvík og Sigurður Bjarnason úr Fróðár- hreppi. Slys. Vélbátur úr Borgarnesi, „Hegri“, fórst nýlega fyrir Mela- bökkum á Borgarfirði, rendi á blindsker og kom gat á. Sex menn voru á bátnum. Fjórir þeirra gátu haldið sér í sigluna uns hjálp kom úr landi, en tveir dmknuðu: Jó- hannes Jósefsson kaupmaður í Borgarnesi og Eyjólfur Gunn- steinsscm. Lögi-eglan hefir gengið rösklega fram upp á síðkastið um að taka fyrir kverkar vínbruggurunum í bænum. Hefir staðið marga að verki og dregið fyrir lög og dóm. — Morgunblaðið minnist ekki aft- ur á afnám bannlaganna þessa vegna. Sótthreinsun. Áður hefir verið sagt frá því í Lbl. (jan. 1924), að Danir séu hættir að sótthreinsa eftir skarlatssótt og diphteri. þjóðverjar hafa jafnvel hætt sótt- hreinsun við berklaveiki og tauga- veiki. Nú birtist í þessu tbl. Lbl. frétt um, að líkt sé á döfinni á H.f. Jón Sigmundsson & Co. Áhersla lögð á ábyg'gileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyriiiiggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson gullsmiöur. Sími 383. — Laugaveg 8. Notud ísleusk frímerki kaupir undirritaður ætíð hæsta verði. — Biðjið um verðskrá! Baldvin Pálsson, Stýrim.skólanum, Rvík. Pósth. 454. Simn.: „Icestemps“. Ný bók: Guðm. Finnbogason STJÓRNARBÓT. Efni bókarinnar við kemur öllu fólki. Hún sýnir gallana á stjóm- arskipun vorri og bendir á nýja leið út úr ógöngunum. Hún vill leiða rannsóknaranda vísindanna inn í stjórnmálin í stað illvígrar flokkabaráttu. Hún bendir á lesti blaðamenskunnar og ráð við þeim, 0. s. frv. Enginn pólitiskur ritstjóri er enn farinn að geta um bókina. Mundi svo vei'a, ef hún f jallaði um annað efni? Verðið er aðeins kr. 4,00. Fæst hjá bóksölum. BÓKAVERSLUN ÁRSÆLS ÁRNASONAR. Bi’etlandi. Hvemig eigum vér Is- lendingar að snúa oss í þessu máli? Hver veit nema fólki séu gerð óþægindi og útgjöld, en þúsundum króna varið árlega úr ríkissjóði að óþörfu. Heilbrigðisstjórnin þarf að athuga málið. G. Cl. — Læknablaðið. ----0---- Yílr landamærin. Gleðileg framför er, að íhaldsmenn skammast sín nú bæöi fyrir að hafa verið brjóstmylkingar Mbl. og að hafa unnið á móti hagsmunum bænda í kjöttollsmálinu. Nóg af syndum samt, sem ekki er tekin iðrun fyrir. Forseti fiskifélagsins er nú búinn að lýsa alt þingið landráðamenn. Senni- lega verður Kristján Bergsson bráðum við annan mann uppi standandi að elska landið — sér til atvinnu. Hinn er Bjarni. Að dómi Kristjáns er íhalds- maðurinn Flygenring vafalaust lang- sekastur um ættjarðarsvik. — Hann var svo djarfur að vilja bjarga Hafn- arfirði frá hungursneyð, hvað sem Krossaness-Magnús og Ólafur Thors sögðu. M. Guðm. hælist um í pésa sínum, að tvö ár hafi liðið svo að eklci náðist samkomulag um kjöttollinn. Hverju var það að kenna nema því, að hann hafði komið á löggjöf, sem hafði þessi áhrif til ills fyrir bændur. M. G. lætur eins og hætta sé fyrir landið, að talað sé um sögu kjöttolls- málsins, og bregður J. J. um Norð- mannadekur. En hvor þeirra, J. J. eða M. G., hefir sýnt meira hugleysi út á við? M. G. beygir sig auðmjúkur í duftið í Krossanesi við hin sviknu síldarmál. Hann þorir ekki að halda uppi landslögum, ef útlendur síldar- spekúlant grettir sig. En J. J. þorði að segja Norðmönnum í þeirra eigin landi svo frá sjálfstæðishug fslend- inga, að þegar Berl. Tidende hermdu frá ræðu hans eftir norskum blöðum, kallaði blaðið, að J. J. hefði „hrygg- brotið" norsku biðlana. Fyr munu er- lend blöð sýna M. G. hálffalinn undir norskri síldartunnu, heldur en að þau hermi frá íslenskum manndómsorð- um úr munni hans. X. Ritstjóri: Tryggvi þói’hallsson. PrentsmiÖjan Acta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.