Tíminn - 15.11.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.11.1924, Blaðsíða 1
(öjaíbfe ri 09 afgreiíislur’aóur QTimans er Sicjurgeir ^riðrifsfon, Sambanösljúsinu, SetfjaDÍf. VIII. ár. ^fgtei&sía í tmans er í Sambanös^ústna CDpm öaglega 9—\2 f. b- Simi $96. 46. blað Ræða Sveins Björnssonar, for- manns E. í., á aukafundi þess 15. nóv. 1924. Á þessum aukafundi er aðeins eitt mál á dagskrá, lagabreyting, sem ekki varð löglega afgreidd á síðasta aðalfundi. Eg vil þó nota tækifærið, utan dagskrár, til þess að gefa félagsmönnum stutta skýrslu um hag og starfsemi fé- lagsins. Reikningar félagsins (áætlun) fyrir liðna 3 ársfjórðunga ársins 1924 sýna nokkuð meiri hagnað en varð af rekstri félagsins fyrstu 3 ársfjórðungana 1923. 30. sept. 1923 var hagnaðurinn kr. 74.774.- 63, 30. sept. 1924 var hagnaðurinn kr. 229.480.52, munurinn verður kr. 154.705.89. Eftir útlitinu að dæma má og vænta hagnaðar af síðasta ársfjórðungnum, sem nú er hálfnaður. Vöruflutningarnir frá Englandi (Hull), sem félagið hóf siglingar til á fyrra ári, virðast smáaukast. Og á þessu ári hafa flutningarnir til Hull aukist mikið (fiskur). Hve mikið má þakka það, að út- koman er þetta skárri en í fyrra, góðærinu, sem verið hefir hér í ár, er erfitt að segja. En líklegt má telja, að það eigi hér nokkum þátt í. Hinsvegar má segja, að inn- flutningshöftin, sem lögð voru á síðastliðið vor, hafi dregið nokkuð úr flutningum með skipunum, að minsta kosti í vor og sumar. það hefir verið haft talsvert á orði, að hagur Eimskipafélagsins væri ekki góður, því væri ekki vel stjómað, kvartað undan að það gæti ekki greitt hluthöfum sínum arð, 0. s. frv. Eg, sem kom í stjórn félagsins á þessu ári, hefi ekki átt þátt í stjórn félagsins undanfarin ár, og á því ekki sjálfur um neitt sárt að binda um stjórn á félaginu síðustu 4 árin, lít svo á, eftir að eg hefi nú aftur kynst högum félagsins, að félaginu hafi verið vel stjórnað. Svo vel, að vér megum vera þakk- látir fyrir. Félagið býr að gömlum fjárhags kvillum. pað hefir orðið fyrir sama barðinu sem öll önnur skipafélög í heiminum. það varð að auka skipakost sinn einnig á þeim tímum, sem alt kostaði mikl- um mun meira en nú, og verður því að þola verðfall á eignum sín- um. þau fáu félög, sem áttu nóg fyrir til að jafna hallann, hafa komist vel af. Hin munu fleiri, sem ekki þoldu hallann, mörg far- ið á höfuðið. Okkar unga félag er eitt þeirra félaga, sem hefir lifað af, en verður að reyna að koma undir sig enn fastari fótum. Mörg félög hafa haft beinan reksturshalla eða aðeins vegið salt síðustu árin; aðeins fá þeirra haft verulegan hagnað. En okkar félag hefir á hverju þessara vandræða- ára haft nokkiu-n hagnað, þótt ekki hafi það greitt hluthöfum arð. því tel eg því hafa verið vel stjómað, er það hefir synt svo vel fram úr iðunni, þrátt fyrir alt það, sem það hefir orðið að gæta, sem ekki miðar í hagnaðaráttina. Á því hefir hvílt að halda niðri farmgjöldum og fargjöldum, og það hefir gert það til mikils hagn- aðar fyrir allan landslýð. þessi hagnaður nemur saman talinn sjálfsagt miljónum. Á félaginu hefir hvílt að sjá þeim landshlutum, sem örðugast eiga að fá skipaferðir til sín, fyrir siglingum, og það hefir gert það eftir mætti, til mikils hagnaðar fyrir þessa landshluta. Á því hefir hvílt að reyna nýjar siglingaleiðir og hagkvæmarí markaðsleiðir; það hefir hnýtt samband við England (Hull), væntanlega til hagnaðar fyrir landsmenn í nútíð og framtíð. En betur má ef duga skal. Fé- lagið þarf að auka svo hagnað sinn, að það geti komið undir sig enn fastari fótum, aukið flota sinn og greitt mönnum sparisjóðs- vexti, að minsta kosti, af fé því, er þeir hafa lagt í félagið — og haft bolmagn til að standast sam- kepni. Félagið þarf að verða svo öflugt, að það verði því vaxið að fást við þau viðfangsefni, sem bíða þess og altaf munu vakna ný eftir því sem framþróun vex hér í landi. þetta er félaginu nauðsyn, og eg tel þjóðina eiga svo mikið undir velgengni þessa félags, að eg fullyrði, að það sé þjóðinni nauð- syn. Til þess að auka hagnaðinn eru tvær leiðir: Að minka gjöldin og auka tekjurnar. Félagsstjórninni er fjarri skapi að vilja reyna að auka tekjurnar með hækkun farmgjalda, fyr en í ítrustu neyð. Hinsvegar hefir framkvæmdastjóri og stjórn látið sér mjög um það hugað, að draga úr útgjöldum félagsins, auðvitað innan vissra marka, þeirra, sem forsvaranleg verður að telja. Eg skal í því efni nefna nokkur at- riði. Á síðasta ári hefir skrifstofu- fólki félagsins verið fækkað um 5, daglegur vinnutími jafnframt lengdur. Með samkomulagi við vélstjóra félagsins hefir vélaaðstoðarmönn- um á skipunum verið kipt burtu. Starfsmenn félagsins hafa bætt á sig vinnu þeirra, sem fækkað hefir verið um. Bankarnir hafa góðfúslega lækk að vextina á láni því, sem hvílir á húsi félagsins, að talsverðum mun. Vátryggingargjald á skipum félagsins hefir fengist lækkað. Stjórnin hefir nú leitað samn- inga við ríkisstjórnina um aukna borgun fyrir útgerðarstjórn ríkis- sjóðsskipanna, en því máli er ekki lokið. Framkvæmdarstjóri og stjórn -hafa fleira á prjónunum í þessu efni. Og eg hygg, að eg megi full- yrða, að framkvæmdarstjóri og stjórn muni halda sleitulaust áfram að reyna að finna leiðir til að bæta hag félagsins í smáu sem stóru. En vér eigum jafnframt þá ósk, að á móti komi aukinn áhugi hjá þjóðinni um að styðja félagið. þess er þörf af fleiri ástæðu en einni. Samkepnin við félagið er að aukast. Slík samkepni er góð að ýmsu leyti, hvetur til umbóta og á að geta orðið til að bæta sam- göngur vorar. En í samkepninni verðum við að eiga styrk hjá okk- ar mönnum; getum ekki vænst hans frá keppinautunum. þeir fá sinn styrk hjá sinnar þjóðar mönnum. Björgvinjarfélagið hefir á þessu ári aukið ferðir sínar afarmikið. það keppir við okkur um flutn- inga bæði við Noreg, Bretland, þýskaland, Miðjarðarhafslöndin og Ameríku (með umhleðslu). það mun fá mjög ríflegan styrk til þessara ferða úr ríkissjóði Noregs — og frá norskum kaupsýslumönn um, um notkun skipanna. það mun mega nefna dæmi þess, að norsk- ur seljandi vöru hafi ekki sint ósk íslensks kaupanda um að senda vörur með skipum vorum, heldur sent þær með skipum Björgvinjar- félagsins — til þess að styrkja sitt félag. Nýlega hefir verið borin fram í ríkisþingi Dana uppástunga um að styrkja Sameinaða félagið ríf- lega úr ríkissjóði Dana til að auka siglingar milli Danmerkur og ís- lands. þann styrk, beinan og óbeinan, sem erlend félög fá frá sinni þjóð, þaif Eimskipafélagið að fá hér á landi. Á því vill stundum verða brest- ur; má jafnvel nefna dæmi um, að einstaka Islendingur vinni heldur í öfuga átt. Skal eg aðeins nefna tvö dæmi. Verslun utan Reykjavíkur fær í sumar sem leið annað skip Sam- einaða félagsins til að koma við á höfn einni utan áætlunar, einmitt um sama leyti sem skip Eimskipa félagsins á að koma við á höfninni samkvæmt áætlun. Með þessu skipi Sameinaða félagsins flytur verslunin mikið, en með skipi voru ekkert. Verslunin gefur þá ástæðu fyrir þessu tiltæki, að Eimskipa- félagið hafi fleiri áætlunarferðir á aðra höfn nærlendis en þessa höfn! Ástæða, sem alls ekki átti við einmitt í þetta skifti, því bæði skipin, Sameinaða fél. og vort, voru á ferðinni um sama leyti. Maður hér í bænum hefir ný- lega þráauglýst í fjöllesnu blaði í Khöfn með áberandi fyrirsögn þetta: „Eimskipafélag íslands, hlutir seldir ódýrt gegn vörum. Bréf merkt 469 afhendist Poli- tiken“. þetta lítur út eins og gert sé til að kasta rýrð á félagið. Vér vit- um hver maðurinn er. Hvorugt þetta ber vott um þann stuðning og vinarþel, sem félagið þarf að eiga hjá landsmönnum. Hinsvegar á félagið auðvitað marga góða stuðningsmenn hér á landi. Margt bendir á, að mikið sé und ir því komið, fyrir framtíð þessa lands, að vér komumst vel fram úr þrautum þeim, sem þessi fjár- hagslegu byltingaár, sem nú standa yfir, hafa á oss lagt. Hvort vér höfum þá þrautseigju sem þarf til að halda út; hvort vér viljum og getum nokkuð að okkur lagt til að standast raunimar. Og óvarlegt mundi vera, og bera vott um að vér hefðum lítið lært af reynslunni, ef vér létum góðærið í ár stinga oss svefnþorn á þessu sviði; teldum oss sjálfir trú um, að með því sé komið yfir erfiðleikana. Ein raunin er að halda við vexti og viðgangi þessa félags. Félags- stjórnin vill eiga von á því, að þing og stjórn, viðskiftamenn fé- lagsins, starfsmenn félagsins, all- ir íslendingar vilji standa sem fast ast saman um félagið á þessum reynsluárum, sýna því vinarþel, sanngirni og góðan stuðning. Slíkt á að gefa hagsvon, fjár- hagslega, menningarlega, og um sjálfstæði unga íslenska ríkisins. ----0----- V. þegar íhaldið var búið að at- huga, hvort tiltækilegt væri að sýna málstað bænda sama tillit og þingið hafði áður sýnt máli út- vegsmanna, var enn komið á fund í sameinuðu þingi. Bar Jón þor- láksson þar fram álit flokks síns í tvennu lagi. Fyrst að þingið sendi enga menn, og í öðru lagi vildi hann að þingið lýsti yfir, að eng- in breyting gæti á orðið um úti- lokun Norðmanna. Var helst svo að sjá sem meginstuðningsmenn Jóns til kosninga, Kveldúlfsfeðgar, hafi sagt honum hér fyrir verkum, og að vonum miðað við sumarveiði sína nyrðra. Ekki varð annað séð en að M. Guðm., Jón á Reynistað, þórarinn, Jón Kjartansson, H. St. og síra Eggert Pálsson þætt- ust með þessu sinna vel málstað bænda þeirra, er kusu þá, og stétt- arinnar yfirleitt. Framsóknar- menn mótmæltu atkvæðagreiðslu að órannsökuðu máli og sóttu hart á íhaldsmenn fyrir kæruleysi þeirra og að því er virtist beinan fjandskap við atvinnuveg bænda, er þeir vildu ekki einu sinni kosta því til, að tveir dugandi menn væru sendir til Osló til samstarfs við Sv. B. íhaldsmenn linuðust nokkuð við ádrepu þá, er þeir fengu að þessu sinni. Engin atkvæðagreiðsla fór fram. Jón þorl. var um þetta leyti mjög sæll í anda yfir væntanlegri yfirráðherrastöðu og var óspart að biðja bændur úr Framsókn liðs til að komast yfir þrepskjöldinn, og taldi sig þá eindreginn vin sveitanna. Ekki varð úr þeirri lið- semd. Stjórnarskiftin drógust, og áður en til þeirra kom fékk Fram- sókn þokað málinu áfram, bæði með góðu og illu, að Jón Árnason og Pétur Ólafsson voru beðnir að fara og taka þátt í væntanlegum samningum um kjöttollinn. Hafð- ist þar með fram hin sjálfsagða krafa Framsóknarflokksins, eftir óendanlegt þjark, sem leiddi af mótstöðu íhaldsmanna. Fyr er vikið að deilu Dana og Norðmanna um Grænland, er þá stóð sem hæst. Norðmenn fylgdu fast fram máli sínu, og þóttust réttbornir til að hafa meira að segja en Danir um, hversu færi um hinar gömlu norrænu bygðir norðan til við Atlantshaf. — Fyr- ir þessa kappsfullu Norðmenn var það hinn mesti óleikur í málinu við Dani, ef þeir ættu um leið í bar- áttu við Islendinga. Tryggvi þórhallsson ritstjóri bar þá fram hin nafntoguðu frum- vörp, sem stefndu að því, að úti- loka Norðmenn frá allri verslun á íslandi, ef íslenska kjötið yrði sama sem útilokað í Noregi. Frumvörp þessi voru eðlileg af- leiðing af því, sem á undan var gengið. Að fylgja ekki fram slíkri útilokun á norskum vörum og skipum, eftir að lokað hafði verið norskum markaði fyrir íslending- um, hefði verið óendanlegur rolu- skapur. Norðmenn litu samt svo á í þessu máli, að þeir myndu eiga hauk í horni hjá íhaldsmönnum. það er eins og Norðmenn hafi fundið á sér, að „Krossaness- manndáð" byggi í núverandi stjórnarflokki. Áhrifamesta blað Norðmanna, Tidens Tegn, hafði höfuðsókn á hendur Dönum í Grænlandsmálinu. Að því blaði standa mjög bæði kaupmenn og skipaeigendur. Ræðismaður Norð- manna símaði undir eins útilokun- arfrumvörp Tr. þ. — Sáu menn i Noregi, er hagsmuna höfðu að gæta á íslandi, bæði sem skipa- eigendur og kaupmenn, að hér gæti komið krókur á móti bragði. f leiðara í Tidens Tegn var sagt frá, að á bak við frv. Tr. þ. myndu standa 15—16 menn. það væri að vísu ekki meirihluti, en ekki þyrfti nema 5—6 menn í viðbót til að skapa slíkan meirihluta. Stór- blað þetta gekk þannig út frá því, að Framsókn myndi hafa þann hug á lausn kjöttollsmálsins, að flokkurinn myndi ekki hika við að láta hart mæta hörðu, ef því væri að skifta. Aftur virðist blaðið hafa gert ráð fyrir, að Mbl.flokkurinn hefði að vísu hug til að útiloka Norðmenn í orði frá veiðum hér, en síður til að útiloka þá frá kaup- mensku. Enda fanst það fljótt, að kaupmannasinnum hér myndi þykja þungt, ef þrengt væri að innflutningi frá Noregi. Hags- munirnir sátu enn við stýrið. Eftir að frv. Tr. þ. voru komin fram og kunn orðin í Noregi, tóku ný hjól að snúast í samningavél- inni. ‘Áður höfðum við átt eina tegund málsvara í Noregi, fslands- vinina, þá sem af frændsemi og þakklátssemi fyrir forna menning- arstarfsemi vildu unna okkur góðs. þar var fremstur í flokki foringi vinstrimanna, stjómarfor- maðurinn Mowinckel, Lavig, rit- stjóri „Bondebladet" í Bergen o. fl. mætir menn. En þetta var ekki nógur þungi til að vega upp á móti þeim, sem reiðir voru fyrir útilok- un síldarmannanna. En nú komu til tveir nýir aðiljar. Fyrst þeir, sem fremstir stóðu í Grænlands- málinu, og sem fyrir engan mun vildu gagnkvæma tollstyrjöld við fsland. í öðru lagi kaupmenn og skipaeigendur, sem hafa árlega miklar tekjur af skiftum við Is- land. þegar komið var við réttan streng í brjóstum þessara manna, var vissa fengin fyrir breyttri að- stöðu. Og ef Framsóknarflokkur- inn hefði verið í hreinum meiri- hluta, hefði þessi meðferð málsins leitt til enn betri kosta en varð. Stjórnarskiftin komu nú og M. G. tók við meðferð málsins gagn- vart þinginu, af Kl. J. — Gerði M. G. þegar í stað þá einkennilegu breytingu, að taka málið úr hönd- um landbúnaðarnefnda og fá það sjávarútvegsnefndum. Var auðséð ur tilgangurinn, að láta þá menn, sem gera mátti ráð fyrir, að mesta umhyggju bæru fyrir síld- veiðinni, fara höndum um kjöt- markaðsmál bændanna. þessi ráðbreytni benti á, undir hvaða áhrifum landsstjórnin var. Sjáv- arútvegsnefndir fjölluðu síðan um málið, en hver flokkur ráðgaðist við sína félaga í nefndunum. Landsstjómin kom að heita mátti ekki nærri neinu, og Jón Magnús- son lét óspart uppi, að engir samn- ingar myndu komast á, og var ekki að sjá á honum eða félögum hans neina sút, þótt svo færi. Sendimennimir voru nú komnir til Noregs allir þrír og teknir að vinna að málinu. Sjávarútvegs- nefnd bjó til skeytin til sendi- nefndarinnar. Frh. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.