Tíminn - 15.11.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.11.1924, Blaðsíða 2
180 T 1 M I N N Kírkjan. VL Hér á landi hafa trúfræðikerfin fckki fest djúpar rætur. Ber margt tii þess. Vegna fámennis og fátæktar hafa fáir getað helgað líf sitt vísindalegri trúfræði. Vegna búskaparins, sveita- og þjóðmála- starfa hafa prestar ekki haft ástæður til að sökkva sér ofan í trúfræðileg vísindi. Enda virðist hugur íslendinga ekki standa til þeirra vísinda. Vísindahugurinn beinist í aðrar áttir. Sagnfræðin dregur flesta, skáldskapur marga og óbundnar heimspekilegar hug- leiðingar. Játningaritin hggja því ekki á háaltarinu. þau sjást aldrei meðal bóka alþýðumanna og fáir prestar munu hafa kynt sér þau til nokkurrar hhtar. Fræði Lút- hers hin minni kalla eg ekki játn- ingarit, því þau voru aldrei til þess ætluð. það hafa heldur engin játn- mgarit verið löggilt fyrir hina ís- lensku kirkju. Á það hefir góðui lögfræðingur bent, sem nú er dóm- stjóri hæstaréttar, og um það hef- ir núverandi biskup skrifað ítar- lega. íslensk kirkja hefir engin löggilt játningarit, og mætti halda því meir á lofti ganvart útlending- um, því það er mikill sómi. Hún stendur jafnföstum fótum fyrir því. Og öllu fastar, þar sem ekki er bygt á neinum ytri lagastaf, heldur þeim lögmálum, sem góð- ur guð hefir rist í hjörtu mann- anna. Að vísu unnu íslenskir prestar áður fyrri eið að játninga- ritum hinnar dönsku kirkju. En nú vinna prestar það eitt heit, að kenna í anda evangelisk-lútherskr- ar kirkju, og er það lagt undir dóm prestsins sjálfs, hver sá andi sé. Er það að vísu skoðun margra, að evangelskt og lútherskt fari ekki ætíð saman. En þegar svo ber undir, munu allir á eitt sáttir um, að hið lútherska eigi að lúta hinu evangeliska. Guðspjöllin eru háva- mál íslensku kirkjunnar. það ætti því betur við, að heit prestanna væri miðað við kenningu Krists, og að hin íslenska kirkja væri ekki nefnd evangelisk-lúthersk í stjórn- arskipunarlögum vorum, heldur kristin. Hærra heiti er ekki hægt að velja henni, og er óskandi, að þeirrar breytingar verði ekki langt að bíða. 1 því getum vér gengið á undan öðrum þjóðum, að kenna kirkjuna til nafns Krists ein- göngu, og væri það vor sómi. En til þess þurfum vér að hafa það skap, að þora að gera íleira en áð- ur hefir verið gert annarsstaðar. það ósjálístæði, að þora ekkert að hugsa eða gera, sem ekki hefir áð- ur verið hugsað eða gert á Norð- urlöndum eða í Danmörku, á hér ekki heima. Islensk kirkja er eng- íslenskur iðuaður. Styðjið ísl. iðnað- Kaupmenn og Kaupfélög! Hafið þið reynt liart brauð og' kökur frá mér? Hefi fyrirliggjandi: in annexía frá Danmörku. það þarf engan að sundla, þótt hér á landi séu engin játningarit lögtekin. Kristni var hér lögtekin árið 1000, og er óþarft að fleira sé í lögum um það efni. það er ekki löggjafarvaldsins að ráða yfir trúarhugmyndum manna. Kristn- um mönnum er og ekki nauðsyn- iegt að hafa aðrar játningar en fjallræðuna og faðirvor. Trúfræð- in er yngri en kristnin. það er fyrst á 2. öldinni e. Kr., sem fer að votta fyrir vísindalegri trúfræði innan kristninnar og játningum. það er komið fram á 4. öldina þegar hin fyrsta trúarsetning (dogma) er samþykt. þá verða trúfræðideilurnar svæsnari en stjórnmáladeilur, og því meir sem kirkjan spillist, því fleiri verða trúarsetningarnar. Arius og At- hanasius deila um guðdóm Krists, og skoðanir Athanius- ar ná að lokum samþykki keis- ara og kirkjuþings. En hvaða þroskaður maður er til þess bú- inn að beygja skynsemi sína og samvisku undir atkvæðagreiðslu á kirkjuþingi og úrskurð hálfheið- ins rómversks keisara? Hefir ekki Lúther kent oss, að kirkjuþingum geti skjátlast? I þessum efnum á atkvæðagreiðsla ekki við. Mann- eðlið verður ekki rekið út með lurk atkvæðagreiðslunnar. Mennirnir eru með ýmsu móti. Sumum svip- ar til Ariusar og aðrir eru líkt skapi farnir og Athanasius. Enda hafa skoðanir beggja lifað alt til vorra tíma. Ágústínus og Pela- gius deila, og að lokum felst kirkjuþing á skoðanir annars en fordæmir hinn. En trúfræði þeirra beggja lifir áfram, því rætur henn ar liggja í einstaklingseðli hvers um sig og þeir, sem uppi hafa ver- ið í kristninni eftir úrskurð kirkjuþingsins, eru ekki allir hver öðrum líkir. Manneðlið er eitt af því, sem ekki ber að greiða at- kvæði um. Ágústínus er skapmik- ill og tilfinningaríkur. Hann er svallgefinn í æsku, en hneigist síð- ar til meinlætis. Hann tekur kristna trú. það er hans reynsla, Blandaðar kökur (Biskuit’s) og Cremkökur Skonrok — Kringlur — Tvíbökur- Sýnishorn send ef óskað er. — Yörur sendar um alt land gegn póstkröfu. Virðingarfyllst Guðni K. Magnússon, Bergstaðastræti 14 Talsími 64. — Iteykjavík. að hann hafi í lengstu lög stritast í móti, en að lokum hafi náð guðs orðið yfirsterkari. Kenning hans verður sú, að menn verði hólpnir af guðs náð einni saman án allrar verðskuldunar, en hinir hreppi eilífa glötun, sem guð láti ógert að frelsa. Menn eru sjálfir einskis megnugir. Soli Deo gloria! Æfi Pelagiusar hafði verið öll önnur. Hann er rólyndur maður og stefnufastur. Hann hefir aldrei lent í svalli og hefir enga tilhneig- ingu til að lýsa æskubrekum sín- um með svörtum litum. Hans kenning verður því ekki, að hið illa sé einrátt í eðli manna, heldur að kleift sé að gera guðs vilja, ef vilji mannsins sé nógu sterkur. það er því hans skoðun, að menn- irnir megni að velja milli góðs og ills og að kenning Krists orki þess, að þeir velji hið góða og eft- irdæmi hans efli viljann til að lifa því samkvæmt. Ágústínus er suð- rænn en Pelagius norrænn. Eg minnist þess, að eg kom eitt sinn í kirkju í Sylgisdölum í Sví- þjóðu. þar var altaristafla ein mikil. Myndin var úr guðspjöllun- um en ramminn eins og gafl á grísku musteri. það varð mér tákn þess, hvernig hebresk guðrækni og hellensk heimspeki er ofið saman í trúfræði kirkjunnar. Yfir kómum voru letruð þessi orð: Gudi allena áran. Kirkjudyrnar voru miklar og gerðar af eiri. En í eirinn voru steypt nöfn þeirra stórbænda, sem gefið höfðu hurðina. Nokkurn heiður höfðu þeir ætlað sér og hann vildu þeir varðveita frá gleymsku. þarna var Ágústínus í kórnum en Pelagius við kirkju- dyrnar. Hvað sem líður samþykt- um og l'ordæmingum, lifa þeir báðir enn, eins og vera ber. Rótin stendur djúpt í eðli mannkynsins og skýtur nýjum sprotum, þó reynt sé að höggva limið. Svo mætti rekja sögu trúarsetning- anna, og væri þess vert, að meira væri hér á landi um hana ritað en gert hefir verið. það myndi bægja frá mörgum misskilningi, sem nú lifir á fáfræðinni. það er hin mesta firra, sem kristin kirkja hefir gert sig seka í, að leggja lífsreynslu, trúarlíf og skoðanir undir atkvæðagreiðslu. Af því stafar rétttrúnaðarofsinn og ofsóknarandinn. Einstaklings- eðlið hefir fullan rétt á sér. það kemur þegar skýrt fram í Nýja testamentinu. það er skýr munur á blæ samstofna guðspjallanna, Jóhannesarguðspjallsins og Páls- bréfanna og jafnvel skoðanamun- ur í sumu. Kristnitaka er ekki í því fólgin að allir verði eins og síst í því að gleypa við öllum játn- ingum, sem einhverntíma hafa verið samdar og samþyktar. En einmitt þessi skilningur hefir ver- ið hættulega algengur, að kristin trú sé sama og jákvæði við öllum almennum játningaritum. Á því er oftlega öll áherslan, að trú sé annað hvort rétt eða röng, en hins minnast menn sjaldnar, að í guð- spjöllunum er jafnan átt við þá trú, sem hvorki er rétt né röng, heldur mikil eða lítil. En á því er mikill munur. þegar talað er um rétta trú eða ranga, merkir trú sama og skoðanir. Skoðanir geta verið réttar eða rangar. þá eru játningarit talin grundvöllur hverrar kirkju. þá miklast menn af rétttrúnaði sínum líkt og faríse- arnir af réttlæti sínu. Nú láta menn ekki mikið af réttlæti faríse- anna, en það þarí enginn að halda, að skoðanir hinna „rétt- trúuðu“ taki mikiö fram breytni hinna „réttlátu“ farísea. Mér er næst að halda, að það sé ekki örð- ugra að breyta vel en að mynda sér réttar skoðanir um örðug við- íangsefni. Til réttlátrar breytni þarf góðan vilja, en gott vit og mikla þekkingu til að mynda sér réttai' skoðanir. Og í því höfðu farísearnir réttara fyrir sér, að breytnin skiítir meiru sáluhjálp- ina en skoðanirnar. þegar þessa er gætt, þai'f enginn að halda, að veguriim, sem liggur til sáluhjálp- arinnar, verði breiðari þó skoðan- irnax séu lagðar til grundvallar. Nema menn ætli að treysta þeim skoðunum, sem í fornum játninga- í'itum íinnast,og jánkað er án þess að skilningur eða hugur fylgi. En mestu fylgi við forna trúfræði má líkja við það, þegar nafn er skrif- að undir óþekt skjal. Með því móti verður auðvelt að vera rétttrúaður — fyrir heimska menn og fá- fróða. En því örðugra sem vitið er meira og þekkingin. Með þessu móti verðui' rétttrúnaðurinn hæg- ur vandi fyrir þá, sem vilja tjóðra sig niðri í dalverpi, þar sem sólin gengur til viðar fyrir hádegi. Tjóðurhællinn er páfi en tjóðrið trúarjátning, samþykt af kirkju- þingi, sem liggur nógu langt aft- ur í öldum til þess að það gleym- ist, að þeir, sem atkvæðin greiddu, voru menn eins og vér, réttlausir til að ráða yfir sannfæring ann- ara öðruvísi en með skýrum rök- um. það vill gleymast, að Lúther reis upp gegn bæði páfa og kirkju- þingum í hvaða mynd sem er. það vill gleymast, að sannleikurinn verður ekki lokaður í búri og íluttur á milli eins og handtekið ljón. það vill gleymast, að óskeik- ulleikinn býr ekki meðal mann- anna barna, hvorki í mynd páfans í Róm, Dalai Lama í Tíbet né trú- fræðirita lútherskrar kirkju. Trú- fræðikerfin fæðast og deyja. þau eru tilraunir en ekki tjóðurhælar. Og síst má kalla það trú að vera tjóðraður. Trú, í evangeliskri merkingu, er hvorki rétt né röng, heldur mikil eða lítil. Trúin er hinn opni, viðkvæmi hugur, hið barnslega traust, fullvissan, lotn- ingin og tilbeiðslan, sem grípur þann, sem stendur augliti til aug- litis við meistara sinn. Sú trú flyt- Afhending íslenskra skjala úr dönskum söfnum. það er orðið langt síðan, að Is- lendingar fóru að gera kröfu til þeirra skjala, sem héðan af landi hafa lent í dönskum söfnum, og áður en þau komust þangað höfðu verið opinber eign. Stjórnir vorar hafa haldið fram þessum kröfum, án tillits til þess, hverjar skoðanir þær kunna að hafa haft á öðrum málum. En þeim hefir ekkert á unnist við Dani, enda aðstaða þeirra mjög erfið í alla staði. þeir hafa að vísu lofað að athuga mál- ið, hafa leitað álits sérfræðinga sinna — safnvarðanna, og fyrir æfalöngu sett nefnd til að athuga það, en hún taldi endurskil ókleif. Nú hefir dansk-íslenska ráðgjafar- nefndin lagt það til, að rannsakað yrði, hvað kynni að hafa lent hingað af skjölum, sem Danir kynnu að eiga kröfu til, og hvað væri í dönskum söfnum af íslensk- um skjölum, sem hér ættu að vera, og viðvik, sem nýverið hefir komið fyrir sýnir að tækifærið muni vera rétt valið, og að, að minsta kosti stjóm sú, er nú situr að völdum í Danmörku, lítur sann- gjamlega á kröfur, sem svipaðar eru kröfum vomm. I stjómarblaðinu danska stend- ur 12. okt. þ. á. svolátandi greinar- spotti: „Kirkjumálaráðuneytið skilar aftur rændum kaleik. Mörg hundruð ára gömul skylda ynt af hendi við Finnland. Aðalsmaður sem rændi dóm- kirkjuna í Ábo. Anno 1509 fór ágætur danskur riddari, Otto Rude að nafhi, til Finnlands, og rann þar eins og logi yfir akur að riddarasið. ITann og sveinar hans, sem vitanlega voru harðtrúaðir, brutu meðal annars kirkjuna í Ábo og stálu þaðan miklu og dýrmætu silfri, og sjálfum baglinum og mítrinu. Sumu varð þessi tigni ránsmaður reyndar að skila aftur, en silfur- kaleik og silfuroblátudósum kom hann undan, svo sem sönnum ridd- urum er tamt, og lenti það í Egby- kirkju á Suðursjálandi. Um nokkrar aldir hefir það endemi liðist, að söfnuðurinn leit- aði sér trúarstyrks í því, að drekka vín úr stolnum kaleik, og eta of- látur úr stolnum buðki. Sumir munu telja þetta hneyksli, en þegar andleg yfirvöld Finnlands, fyrir svo sem 4 árum, snéru sér til kirkjumálaráðuneytis Dana, neitaði ráðuneytið að skila þýfinu. Eftir að þetta gerðist er, svo sem kunnugt er, síra Dahl frá Sædder orðinn kirkjumálaráð- herra, og þegar Finnar enn á ný báru fram málið við hann, sneri hann sér til prestsins, síra Aage Bartholdy Möller, Egby, sem bar málið undir sóknarnefndina. Var það einróma álit sóknar- nefndarinnar, að það sæmdi illa kirkjunni í Egby, að nota kirkju- ker, er stolin væru af öðrum, og um daginn brá presturinn sér til Hafnar, og skilaði þýfinu í kirkju- málaráðuneytið. Nú er það geymt í peningaskáp ráðherrans, og mun, að því er ráð- herraritari Korsgaard telur, verða fengið silfursmið í hendur, svo hann geri líkön af þessum tveim- ur gömlu og fáséðu kirkjugripum. Líkönin mun Egbykirkja fá, en sjálfir gripirnir verða afhentir dómkirkjunni í Ábo, sem á þá með réttu. Margra alda svívirðing er þar með þvegin burt, og ekki getur ieikið vafi á því, að finska stjórn- in muni kunna að meta framkomu dönsku stjórnarinnar í þessu máli.1) þetta segir blaðið, og er á engu orði hert eða illgirnislega þýtt. Kröfur vorar hafa hingað til farið miklu skemur en þetta. Voru þær upprunalegar aðeins gerðar til þeirra skjala, er Árni Magnús- son hafði fengið að láni hér, ætlað sér að skila, en síðan að honum látnum lent inn í safn það, sem kent er við hann. Síðan hafa kröf- ur vorar, sem vonlegt er, aukist eftir að ríkin skildu 1. Dec. 1918, svo að nú förum vér einnig fram á skjöl þau í ríkisskjalasafni Dana, er ísland varða. það var mesta mein, að það mál ekki varð til lykta leitt um leið og gengið var frá sambandslögunum, svo ná- x) Leturbr. mín. G. J. skylt var það þeim efnum, er þau fjalla um. Vafalaust hefir málið borið á góma, er samningarnir um þau fóru fram, en svaramönnum vorum hefir einhverra hluta vegna ekki þótt henta að halda því til streitu. Ber fyrst að athuga, hvernig á stendur því, að skjöl þessi hafa lent í dönskum söfnum, og hvers vegna þeirra hefir ekki verið kraf- ist fyrir löngu. þó að fræðimenn vorir á síðari tímum hafi haldið því fram, og haldi því fram enn, að ísland hafi frá því að gamli sátt- máli var gerður, að réttum lögum aldrei verið 1 öðru sambandi við Noreg, og síðar Danmörku, en konungssambandi einu, hafa Dan- ir aldrei viljað aðhyllast þá skoð- un. Var mótspyrnan á móti skoðun Dana á þessu af hálfu lands- manna svo veik, eða endaslepp, að Dönum gat virst ástandið hafa lögfestst af vananum, og breytií það þar um engu, að landsmenn seint og síðarmeir sáu að sér, og vildu nú kippa þessu í liðinn. Hitt er aðalatriðið, að Island í augum Dana til 1. des. 1918 var partur danska ríkisins. Og Islendingum var ef til vill ekki fullljóst, að svo hafi ekki verið, þar til frelsisbar- átta vor hófst. Úr því fór íslend- ingum að skiljast til fullnustu hvernig í öllu lægi, og Danir héldu nú fram sinni skoðun ofan í full mótmæli íslendinga. Var því eng- in von að Danir breyttu við Island á annan veg en hvem annan hluta danska ríkisins. Danir höfðu fram á daga Friðriks III. lítinn gaum gefið sínum eigin skjölum, og vor- um engan. Úr því fóru þeir að safna sögulegum gögnum úr öllum hlutum ríkisns, fyrst einstakir menn, og svo ríkið sjálft. Ríkið taldi sig — og með réttu að skoð- un Dana — eiga að hafa hendur á slíkum hlutum, og vitanlega líka þó þeir væru utan af Islandi, og ber sá aragrúi af skjölum, er oss snerta í söfnum Dana og héðan af landi eru komin, ljóslega vott um, að landsmönnum sjálfum hafi ekki verið það ljóst, að skjöl vor ættu hér heima, og er það von, að vor- um mönnum sviði þetta, er þeir fóru að sjá, að skjölin bæri að geyma hér. En það breytti vitan- lega í engu skoðun Dana um rétt- mæti þeirra ráðstafana, sem gerð- ar höfðu verið um skjölin, enda gat það óneitanlega að mörgu leyti verið hentugt, að einmitt aðal- stjórn landsins hefði þau við hend- ina. Skjöl þau, sem hafa lent í söfnum Dana, hafa sumpart kom- ist þangað a. af því að þau hafa aldrei um aðrar hendur farið en þeirra dönsku stjórnarvalda, er um mál landsins fjölluðu, og Danir því getað hirt þau úr eigin hendi, b. af því að þeim að opinberri ráðstöfun var skilað til Danmerk- ur, eða af réttum forráðamönnum þeirra, c. af því að Ámi Magnússon fékk þau að láni til að afrita þau,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.