Tíminn - 15.11.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.11.1924, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 181 Meðöl gegn tóbaksnautn. Margir spilla lieilsunni á ofnautn tóbaks, en finna til mikils slapp- leika, ef þeir hætta við það. Meðöl hat'a verið mikið notuð 1 útlönd- um síðustu árin til þess að hjálpa reyk- og inunntóbaksmönnum að losna við ílöngunina, án eftirkasta. Undirritaður hefir útvegað meðöl þessi og látið marga reyna þau, með mjög góðum árangri í allflestum tilfellurn. Einn þeirra fyrstu sagði, þegar meðölin voru búin: „Eg liata tóbakið!11 og hefir hann als ekki langað í það síðan. Góðkunnur skólastjóri lét þrjá menn reyna með- ölin. Hann skrifaði: „Tóbaksmeðalið hefir reynst vel. Uerið svo vel að senda mér tvo skamta til“. Meðölin fást, með fullri fyrirsögn, frá undirrituðum gegn póstkröfu: 5 kr. (handa einum manni); borguð fyrirfram: 4 kr. Arthur Gook, (ritstjóri „Norðurljóssinsu), Akureyri. ur fjöll. pað er sú trú, sem ber mannkynið til himna. það er því vel farið, að hin ís- lenska kirkja hefir engin játninga- rit. Trúarheimspeki miðaldanna er búin að missa tökin á nútíma- mönnum. Sú mikla breyting er komin lengra áleiðis hér á landi en víða annarsstaðar. Islendingar eru ófáanlegir til að þylja án þess að skilja. Kreddur kalla þeir alla fræði, sem dagað hefir uppi. „Kredda“ er dregið af „credo“, sem er upphafsorð og heiti postul- legu trúarjátningar á latínu. „Bulþ er dregið af „bulla“, en svo voru páfabréf nefnd. þessar orð- myndanir fela í sér merkilega sögu. Hin niðrandi merking í „bull“ og „kredda“ er dómur þjóðarinnar um óskiljanlegar þul- ur og ytra valdboð í trúarefnum. það er ekki tilviljun, að þessi orð hafa myndast hjá þjóð, sem hefir þroska til, að halda uppi kirkju, sem ekki er bundin við nein lög- gilt játningarit, og hefir að því einu að keppa að vera íslensk og kristin. íslenskri kirkju standa opnar þær framsóknarbrautir, sem þjónar hennar eru menn til að leiða hana inn á. Henni nægir það íhald, sem sá skuggi veitir, er fellur af limi fortíðarinnar á hinn nýj a gróður. Hún þarf engan laga- staf til að styðjast við. Lögmál hins andlega lífs veita henni næga festu. það fer að vísu varla hjá því, að einhvern svimi við til- hugsunina um játningalausa kirkju. Allar aðrar kirkjur eru játningabundnar. það svimaði líka suma, þegar þau sannindi voru fundin, að jörðin, sem vér byggjum, svífur laus í geymnum og stendur á engum grundvelli. En hún er þar fyrir jafnstöðug. Og eins er um kirkjuna. það hefir vafalaust mörgum Gyðing þótt lít- ið verða úr Messíasarvonum sín- um, er Jesú kom og kvaðst vera Messías. Gyðingar ólu þá von, að Messías myndi færa þjóðinni auð og völd og yfirráð yfir öðrum þjóð- um. En Jesú taldi konungstign sína í því fólgna að þjóna öðrum og bera sannleikanum vitni. það verður aldrei hjá því komist, að þeir, sem gert hafa sér vonir um auðuga og volduga kirkju, sem kúgar alla til hinna sömu skoðana og veitir hjálpræðið með ytri at- höfnum, verði fyrir vonbrigðum, þegar brugðið er upp þeirri kirkjuhugsjón, sem ein er í fullu samræmi við anda kristindómsins. Kirkja Krists þarf ekki aðrar stoðir en sannleiksást og kærleika manna á milli, en hvorugt þetta verður lögfest eða bundið í játn- ingaritum. -----o----- Þriðja bréf til Kr. A. pað er gott, að þú ert búinn að frétta betur um óhugamál þitt, leik- húsið. Nefndin með togaraeigendun- um gerði aldrei neitt í því máli, held- ur menn, sem sökum aðstöðu sinnar geta haft minst not þeirrar stofnunar, sveitamennimir. En þeir litu fyrst á hag þjóðarinnar. Líklega er þér og sumum þínum kunningjum ekki ljóst, hversvegna íhaldsmennirnir koma svo litlu góðu til leiðar í þing- inu. Fyrir þeim er takmarkið að nota stjórnmálavaldið til að verja sérhags- muni nokkurra einstaklinga. Fyrir okkur Framsóknarmönnum er hið pólitiska takmark að lyfta þjóðarheild inni, hlúa að hverju lautarblómi, sem langar til að vaxa. Eg mun, eins og eg lofaði, byrja að segja þér frá „andlegu* málunum. Á fyrsta þinginu, sem eg sat á, var gerð ofurlitil breyting á launum Ein- ars Kvarans. Hann hafði um nokkur ár haft 3000 kr. laun, en þó óákveðið frá ári til árs. Upphœðin gat breyst eftir geðþótta nefndar, sem skifti listamannafénu. Eg var þá í fjárveit- inganefnd og gat komið því til leið- ar, að Einar var færður á 18. gr. það var sama og að fá föst 5—6 þús. með- an hann lifir. Sennilega veistu, að Einar er flokksbróðir þinn enn ekki minn. Samherjar hans allir í þinginu, og ekki síst bróðir hans, gerðu sér að skyldu að vera á móti hverri al- mennri umbótatillögu, sem eg kom með. Ef eg hefði sjálfur borið fram fiv. um leikhúsið, myndu flokksbræð- ur þínir hafa eyðilagt það þegar í stað, eins og sundhallarmálið. Ef eg hefði hugsað eins og þeir hefði mér átt að vera fögnuður að geta verið með til að halda Kvaran niðri, af því hann tilheyrði „hinum". Eg rökstuddi launin til Kvarans með þvi, að gott skáld eins og hann skapaði varanlegt, andlegt verðmæti i landinu. Löngu eftir að Kvaran er fallinn frá, verða mörg af verkum hans ljósgeisli á þúsundum heimila á íslandi. Sjálfum verður honum ekki launuð gjöf sín nema af samtíðar- mönnunum. Er þá nokkurt vit í, af þjóðfélaginu, að launa alveg hvei*s- dagslega hæfileikamenn, sem kallað er að vinni fyrir landið, með 25—40 þús. kr. hvern, eins og gert er við Jóh. Jóhannesson, Jón Hermannsson og E. Claessen? Forkólfur ykkar Mbl.- manna, Jón Magnússon, hefir búið þessum þremur siðastnefndu mönnum þessa mjúku launasæng. Samhliða því lét hann og aðrir flokksbræðu* þínir það viðgangasi, ao einn verulega skáldið í ykkar flokki, og eitt af helstu samtiðarskáldunum, væri á 3000 kr. launum, ár eftir ár. Eina dygð þeirra var, að þeir hindruðu ekki þessa litlu breytingu. þeir hefðu liindrað hana, að öðrum málavövtum óbreyttum, ef Einar liefði ekki verið flokksmaður þeirra. Er nú nokkurt vit i slikri þjóðar- stjórn? Finst þér, að vinna E. Claes- sens muni vera þrettánfalt drýgri fyrir þjóðina árlega heldur en vinna Kvarans Geturðu ekki i ljósi slikra athafna skilið að flokki ykkar verður ekki vel til andans manna? þú sýnir góða greind i þvi, að ætla ekki að gefa flokki þessum sál þina nema í hálfan annan mánuð. Næst er Landsbókasfnið. Flestir embættismenn bæjarins eru samherj- ar þinir i landsmálum. Flestir þeirra eru langskólagengnir og kalla sig mentamenn, enda eru sumir þeirra það óneitanlega. í hóp þessara manna hefir á undanförnum árum mátt heyra sífelt baktal um stjóm Jóns Jacobsons á Landsbókasafninu. Allir vissu að aðfinslurnar voru réttmætar. Fol'stöðumaðurinn' var orðinn alófær til starfsins. Óálitið á safninu var orð- ið svo mikið, að þingið fékst hvorki til að veita fé til hússins eða bóka- kaupa. Athugaðu, hvernig Safnhúsið, fallegasta bygging í Rvík, lítur út. þá sér þú, hvernig komið var áliti þess- En Danir létu sér ekki nægja að heimta af þeim skjöl þau, er Norð- urslésvík snertu. Danir heimtuðu líka af þjóðverjum öll handrit annars eðlis, er þann landshluta snertu, og alla forngripi, sem það- an voru komnir, og þýska ríkið átti, og fengu það.* i * 1) Með þessu hafa Danir fyrirfram viðurkent rétt vom til samskonar skila af þeirra hendi. Og skilin á kaleikn- um til Finnlands, sem áðan gat um, sýnir fullan vilja Dana til að beita aðra sama jöfnuði, og þeir hafa verið beittir, og krafist sér til handa. það er engin ástæða til að halda, að það sé eingöngu í nösun- um á þeim. þeir sjá, að virðing sú, er réttsýni þeirra aflar þeim, er sá eini styrkur, sem nokkuð dugar litlu varnarlausu ríki. En af þessu er fullljóst, að vér eigum ekki eingöngu að kref jast afhendingu á öllum opinberum skjölum, þeim er oss snerta í söfn- um Dana, hvemig sem á þarvist þeirra stendur, heldur líka allra þeirra handrita, er oss snerta og hafa menningarlega, eða sögulega þýðingu fyrir oss, ef þau uppruna- lega hafa verið opinber eign (úr x) Eg hefi margsinnis í landsgripa- safninu (Landesmuseum) í Kiel og listasafninu i Flensburg, þar sem í skápa og borð vantaöi gripi, í þeirra stað séð miða, sem stóð á: „Infolge des Versaillervertrages an Danemark ausgehandigt" — afhent Danmörku samkvæmt Versalasamningnum. arar stofnunar. Menn skyldu nú halda, að þinir vitru og lærðu samherjar hér i bæn- um hefðu gert gangskör að því að bjarga safninu. Nei, þeir létu sér nægja baknagið. Hvað kom þeim það við, þó að þessi sameiginlega eign landsmanna grotnaði niður? það varð ílokkur sveitamannanna, sem bjargaði bókasafninu í vetur. Fyrst var borið fram frumvarp um að sameina embættið í hagnýtri sálar- fræði og forstöðu safnsins. Með því var þreifað fyrir sér, hversu hægt væri að koma óstarfhæfum manni frá safn- inu, og dugandi manni að. Samherj- ar þínir í efri deild drápu þetta frv. strax. þeir vonuðust víst eftir að vera slopnir i þetta sinn. þá var frá hálfu Framsóknar komið með þingsáiykt- un um að „rannsaka stjórnarhætti við Landsbókasafnið". í íramsögunni var flett ofan af ástandinu. 1919 hafði eftirlilsnefnd safnsins, L. H. B., Har. Nielsson og Guðm. Hannesson, kært iandsbókavörð fyrir vítaverða stjórn á safninu. Jón Magnússon stakk kær- unni undir stól, og hafði látið ófremd- arástandið lialdast við. Nú var sótt á og dregin fram hin geymda lilið máls- ins. þá gafst Jón Magnússon og lið lians upp, og reyndi að bjarga því, sem bjargað varð, nl. að landsbóka- vörður gæti fengið eftirlaun. Eg var einn Framsóknarmanna í nefnd þeirri, er fjallaði um málið. Jón M. bauðst til að bjóða Guðm. Finnboga- syni forstöðu safnsins, ef Jón Jacob- son fengi nokkurn lífeyri. Jafnframt var lagt niður embætti Guðm. Finn- bogasonar og aðstoðarmannsembættið i skjalasafninu. Alls spöruðust þar um 8000 kr. Auðvitað átti Jón Jacob- son engin laun skilið fyrir viðskilnað sinn á safninu. En þínir menn voru í meirihluta og hefðu enn svæft málið, stólasöfnunum, t. d. Konungsbók o. s. frv.) og allra þeirra forngripa islenskra, er I söfnum Dana eru, og upprunalega hafa verið opinber eign (t. d. Valþjófsstaðahurðin, minnishornin frá Skálholti.og ýms ir kirkjugripir). Um hina tvo síð- arnefndu liði yrði þó að gæta þess, að krafan næði ekki til þeirra hluta, er undan væru gengnir fyrir lögleg kaup. þess yrði og að gæta, að gera ekki tilkall til neins, nema fullar sönnur eða illyggjandi líkur væru fyrir eignarrétti vorum, svo að Danir ekki með réttu gætu vís- að kröfum vorum á bug, vegna ósanngirni af vorri hálfu. Islenska stjórnin þarf að láta gera skrá yfir alla hluti ofan- greinds eðlis, með tilgreindum rökum fyrir því, að þeir séu aftur- kræfir. það þyrfti ekki að vera nema nokkurra mánaða verk fyrir röskan mann, sem kunnugur væri hnútunum, og þetta þyrfti að gera viðstöðulaust. En að því má ganga vísu, að safnverðir Dana muni snúast önd- verðir við kröfunum. það er mannlega skiljanlegt. þeir hafa tekið ástfóstri við hlutina, og líta þá, og hljóta að líta þá, ef þeir eru starfi sínu vaxnir, öðrum augum en þeir, sem nota þá. Enda eru söfnin og það, sem þau eiga, það eina, sem þeir hafa að tildra sér með. En þó svo sé, get eg ekki neitað því, að það kom á xnig, er eg sá, að yfirbókavörður við hár skólabókasafnið í Höfn, Sofus ef eg hefði neitað að ganga inn á aS kaupa Jón út Niðurlæging safnaina hefði haldið áfram. Við Jón Magnús- son sættumst á málið. Eg fékk mikil- hæfan og vel mentaðan forstöðumann að safninu, sem vinnur þar að slfen 10—12 tíma á dag, og er á góðum vegi með að gera það að þeirri myndar- stofnun, sem það á að vera. Jón Magnússon fékk lífeyri handa nafna sinum, en 8000 kr. voru samt spar- aðar. Sama gilti um Guðm. Finn- bogason og Kvaran, ao hann er og heíir verið einlægur andstæðingur Framsóknarflokksins. En hann er vel mentaöur hæfileikamaður, einn af xremur fáum. Landið j’arf að geta notið krafta slikra manna til erfiðra og nauðsynlegra starfa. í sumar skrif- aði merkur embættismaður utan Rvíkur mér bréf til Noregs og áfeldi mig harðlega fyrir að hafa verið meö því að kaupa Jón Jacobson út Maður- inn var nýkominn úr Reykjavík, er hann skrifaði. Eg skildi hvað klukk- an sló. Hann hafði heyrt á orðræður þinna samherja, þeirra, sem árum saman höfðu nöldrað um ástand Landsbókasafnsins, en aldrei haft mannrænu til að heimta þangað dug- andi forstöðumann. J. J. ----O--- Frá útlöndum. Hingað til hefir því verið haldið leyndu í Bandaríkjunum, hve há- an tekjuskatt einstaikir menn greiða,en nú er sá siður niður lagð ur. Fréttist þá, að John Rockefell- er greiðir 1487000 sterlingpund í tekjuskatt, Ford, bifreiðakóngur- inn, 493590 sterlingpund og verk- smiðjur hans auk þess 2900000 sterlingpund. — Danska ríkið hefir á undan- förnum árum veitt samtals 62 miljóna króna lán, með sérstak- lega góðum kjörum, til húsabygg- inga. Nú leggur stjómin til, að enn láni ríkið 10 miljónir króna í þessu skyni. — Sænska ríkið hefir nýlega tekið 30 miljóna dollara lán 1 Bandaríkjunum. Bankamir þar í landi keptust um að mega útvega lánið. Vextir af láninu em 5^4 %• það á að vera fullborgað 1954, en má greiðast 1934 án gengismunar. Afföllin eru 1 — einn — af hundr- aði. þetta er eitthvað annað en enska lánið okkar sæla. Larsen, fór, að því, er Morgunbl. sagðist frá, í blaðagrein nokkurri að bregða föður mínum heitnum um þjóðemisglópsku (chauvin- ismus), af því að hann hefði bar- ist fyrir afhendingu þeirra skjala, er vér ættum hjá Dönum. Eg get ekki neitað því, að mér finst það frekar bera vott um þjóðernisglópsku, ef herra Larsen vill láta Dani halda fyrir oss skjöl um vorum, af eintómri fordild, af því að honum finst læging í því fyrir danska ríkið að skila, sem vitanlega aldrei getur verið. Skal ekki frekar að þessu vikið, en draga má af því þá ályktun, að báðum ríkjunum sé heppilegast,að láta safnverði sína koma þar hvergi nærri. Áhugi þeirra fyrir málinu er, eins og af dæminu má sjá, of ákafur og of einhliða, sem vonlegt er. það er óhugsandi að Danir neiti sjálfsögðum rétti vorum um þessi efni. Sama rétti og þeir kröfðust, og fengu 1920 af þjóðverjum. Og sýni þeir oss réttsýni þarna, get- ur, eins og stjómarblaðið danska segir í greininni um skilin á finska kaleiknum, ekki „leikið efi á því, að íslenska stjómin muni kunna að meta framkomu dönsku stjóm- arinnar í þessu máli“. Guðbr. Jónsson. ----o----- J en þau lentu síðan viljandi, eða óviljandi inn í safni hans að hon- um látnum, og loks d. af því að þau á flækingi hafa lent þangað, af því að handhafar þeirra ekki hafa fundið þeim hent- ugri geymslustað, því hér á landi voru til skamms tíma engin söfn. það er enginn vafi á því, að all- ar þessar leiðir ha/fi verið lögleg- ar í augum Dana, því veldur stjórnarfarslegt samband land- anna, sem þá var. þetta gildir jafnvel um skjöl þau, sem getið er i c-liðnum. það leikur enginn vafi á því, að mjög margt af skjölum þeim, sem í Árnasafni eru, hefir hann fengið að láni með því beinu skilyrði, að þeim yrði aftur skilað. En þótt svo væri, og þótt ýmislegt af skjölum þeim, sem svo stóð á um, væru einstakra manna eign, og þótt töluverðar líkur hafi ver- ið að því leiddar, að erfðaskrá Árna gæti verið fölsuð, þá var staðfestingarbréf hins einvalda konungs nægileg heimild í augum Dana til að ráðstafa skjölunum, eins og gert var. Og um flækings- skjölin gildir líkt. það er því eng- inn vafi á því, að Danir til 1. Dec. 1918 gátu verið löglegir handhaf- ar skjala vorra, sem í þeirra vörsl- um eru, í góðri trú, sem svo er kallað. En hvað, sem því líður, þá ligg- ur það í augum uppi, að taki ríki við nýjum landshluta, er því eins nauðsynlegt að fá skjöl þau, er landshlutann snerta, eins og kaup- anda að verslun er nauðsynlegt að fá höfuðbækur hennar. þetta sáu þjóðverjar 1864. þeir heimtuðu og fengu hjá Dönum — úr söfnum og skjalasöfnum þeirra — öll plögg, er hertogadæmin snertu, orðalaust. Er Danir 1920 tóku við norðurhluta Slésvíkur, heimtuðu þeir af þjóðverjum samkvæmt Versalasamningnum, og fengu öll skjöl, er þann landshluta snertu. Af þessu verður að álykta að Dan- ir — eins og reyndar allir aðrir — aðhyllist þá skoðun, að hverju landi eða landshluta eigi að fylgja þau skjöl, er hann snerta. þeir eru reyndar löngu áður búnir að við- urkenna þetta fyrirkomulag í verkinu heima fyrir, því þeir hafa auk ríkisskjalasafnsins, sitt fjórð- ungsskjalasafnið fyrir hvert, Sjá- land, Jótland og Fjón. 1. Dec. 1918 afhenti Danmörk hinu fullvalda íslenska ríki þetta land, og frá sama degi hættir, af hinum breyttu kringumstæðum, varsla þeirra á skjölum vorum að geta verið réttmæt. Skilyrðin fyr- ir henni eru brostin, og skjölin verður að afhenda með landinu. Danir létu oss ná rétti vorum 1918, af því þeir þurftu að byggja kröfur sínar gagnvart öðrum á sama grundvelli og við kröfur vor- ar gagnvart þeim. það er því bein- línis móðgandi að láta sér detta í hug,að óreyndu, að Danir vilji ekki láta oss ná sama rétti gagnvart sér, eins og þeir hafa haldið fram, og náð gagnvart þjóðverjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.