Tíminn - 15.11.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.11.1924, Blaðsíða 4
182 T 1 M I N N — Ákaflega mikill liiti var í norsku kosningunum. Úrslitin urðu þessi: Hægrimenn fengu 54 þingsæti, Vinstrimenn 34, Bænda- ílokkurinn 22, Jafnaðarmenn 8, hinir þjóðlegu kommúnistar 24, Moskva-kommúnistar 6 og ger- bótamenn, sem næst standa Vinstrimönnum, 2. Langmesta breytingin varð sú, að Moskva- kommúnistarnir töpuðu mörgum þingsætum til hinna þjóðlegu kommúnista. Má telja víst að sögu Moskva-kommúnistanna sé lokið í Noregi, enda féll foringi þeirra við kosningarnar. Bændaflokkurinn vann stórmikið á, en Hægrimenn og Vinstrimenn töpuðu báðir dá- litlu. Atkvæðatölurnar eru þær, að Hægrimenn fengu c. 310000 at- kvæði, Vinstrimenn c. 190000, Bændaflokkurinn c. 140000 og Jafnaðarmenn og Kommúnistar samanlagt c. 310000 atkvæði, eða jafnmörg og Hægrimenn. þó fá þeir 16 þingsætum færri en Hægri menn og stafar það af því, að þeir gengu þríklofnir til kosninganna. Er vert að taka eftir því, að bæði í Danmörku og Svíþjóð fara Jafn- aðarmenn nú með stjóm og eru stærstu flokkarnir, en svo miklu veikari eru þeir í Noregi. Ástæðan er vafalaust sú, að æsing og bylt- ingahugur er miklu meiri í norska flokknum, en í Danmörku og Sví- þjóð eru flokkarnir hægfara og starfa algerlega á löglegum grund- velli. — Tilefni norsku kosning- anna var bannmálið. Hægrimenn heimtuðu bannið afnumið án þess að það væri borið undir þjóðina, og lögðu niður stjóm er þeir fengu því ekki ráðið. Úrslit kosn- inganna eru ósigur fyrir Hægri- menn að þessu leyti. Tvímælalaus meirihluti norska þingsins er and- stæður þessari stefnu Hægri- manna. — Ómögulegt er að segja með vissu hverir muni taka við stjórn í Noregi. þar sem vinstri- mannastjórnin vann sigur um bannmálið, sem tilefni gaf til kosn inganna, segir hún ekki af sér fyrir þing. Helst er búist við því, er þing kemur saman, að Bænda- flokkurinn norski taki við stjórn- inni. --o-- Hnefahögg! Fyrir Alþingi síðasta lá frum- varp um stofnun Búnaðarlána- deildar við Landsbankann. Stjórn Landsbankans bar fram ýmsar ástæður gegn málinu, en engu að síður ákvað Alþingi að Búnaðarlánadeildin skyldi stofnuð. Síðan hafa engar nýjar ástæður komið fram í málinu. Engu að síð- ur hefir landsstjómin ákveðið að leggjast undir höfuð að stofna deildina og hefir tilkynt Búnaðar- félagi Islands þau málalok. þetta er hnefahögg framan í ís- ienska bændur. þetta er hnefa- högg framan í Alþingi. Og verður að máli þessu vikið í næsta blaði. ----------------o---- Alt fyrirgefið. Kr. A. fyrirgefur alt misjafnt í fari pólitiskra sam- herja sinna, já, hann leggur bless- un sína yfir það. Hann fyrirgefur þá misþyrming móðurmálsins, sem Mbl. fremur daglega. Hann meir en fyrirgefur. Hann segir beinlín- is að öðruvísi geti það ekki verið um dagblað í Reykjavík og hann gerist svo djarfur að gera alsak- lausan mann samsekan sér um að halda slíkum endemum fram. En hvernig stendur á því, að enginn talar um vitleysur og málvillur í öðrum dagblöðum en Morgunblað- inu? Vísir og Alþýðublaðið eru líka dagblöð. þau eru vel rituð yf- írleitt. það er jafnsjaldgæft að sjá i þeim vitlausar setningar og hitt, að sjá réttar setningar í ritstjóm- argreinum Mbl. Og enginn talaði um fjólur í tíð fyrri ritstjóra Mbl. Kr. A. ætlar að verða rithöfundur á íslenskt mál. Hvílík byrjun, þetta, að afsaka þá sem mest vinna að spillingu málsins! — Og enn afsakar Kr. A. og fyrirgefur. Ilann álítur það ekkert athuga- vert, að útlendir menn eiga í Mbl. Hann ákærir Tímann afarharðlega fyrir það, hvernig hann hefir sótt það mál. Allra „svívirðilegast“ finst Kr. A. það, að Tíminn krafð- ist þess, að „ritstjórarnir" afsönn- uðu það, að útlendu eigendurnir heí'ðu áhrif á rekstur blaðsins. Kr. A. segir svo: „Með öðrum orðum — ef eg ber það á einhvern, að hann sé þjófur og morðingi, þá hvílir engin skylda á mér, að sanna orð mín. Nei, það er sák- borningur, sem á að sanna, að hann hafi hvorki stolið né myrt“. Og Kr. A. bætir við: „Er hægt að hugsa sér árásirnar á „vitleysur og hugsanavillur“ pólitiskra and- stæðinga gerðar úr hrörlegra glervígi, en blaði, sem til slíkra andsvara grípur þegar það kemst í öngþveiti fyrir ósannar staðhæf- ingar“. Svo mörg eru orð Kr. A. Er ekki nema um tvent að gera fyrir Kr. A. Annaðhvort hefir hann þá afsökun að vera alókunn- ugur viðburðum þeim, sem gerst liafa, og er það þó engin afsökun, því að þá ætti hann að þegja. Eða hann er alveg óvenjulega ófyrir- leitinn í skrifum sínum. því að hver er aðstaðan í máli þessu ? Var það Tr. þ., ókunnugur innra rekstri Morgunblaðsins, sem fletti ofan af dönsku eigendunum og afskiftum þeirra af rekstri blaðsins? Nei, ónei! það var sjálf- ur þorsteinn Gíslason, fyrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem gerði það. þorsteinn Gíslason, sem umgengist hafði hina útlendu eig- endur, flutti ákæruna. þorsteinn Gíslason sagði frá „skúmaskots- skítkasts-tilhneigingum“ útlendu eigendanna. Enginn gat betur en þ. G. borið fram þessa ákæru. Tr. þ. vitnaði í þessa ákæru hins lang- kunnugasta manns. Undir þeim kringumstæðum var alveg sjálf- sagt að heimta af „ritstjórunum" að þeir afsönnuðu. Dæmið sem Kr. A. setur upp, er ekkert annað en blekkingavefur. það var ekki Tr. þ. sem ákærði, heldur þ. G., sá sem var sjónar- og heyrnarvottur að hneikslmu. Hinn sami þ. G. sem hefir fengið lof hjá Kr. A. fyrir blaðamensku. „H1 var þín fyrsta ganga“ Kr. A. Mikið lán er það fyrir yður að vera einungis vara- skeifa, bráðabirgðaritstjóri. það eru takmörk fyrir því, hve mörg axarsköft hver einstakur má smíða. Faríseinn. „Guð, eg þakka þér, að eg er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hór- karlar eða þá eins og þessi toll- heimtumaður". Svo voru Farísean- um lögð orðin á varir forðum. — 19 öldum síðar settist ungur mað- ur á bekk blaðamannanna norður á íslandi og meining orða hans og rita var á þessa leið: „Eg þakka það, að fyrirrennarar mínir, Ihaldsritstjórarnir, hafa ekki ver- ið eins og aðrir menn: ritstjórar Framsóknarmanna. þannig mun eg og verða. Alt er prúðmannlegt og göfugt sem þeir hafa skrifað og eg 'mun skrifa. Alt er svívirði- legt sem FramsóknarmennimiF skrifa. Sérstaklega er hann lang- fullkomnastur í göfugmannlegum rithætti, fyrirrennari minn M. M. Eg legg blessun mína yfir hvert orð sem hann hefir ritað. Alt prúðmannlegt hjá honum! Alt sví- virðilegt hjá Tímanum! Enda var það ekki fyrir svívirðilegan rit- hátt sem M. M. var látinn fara, þó að hann gefi það sjálfur í skyn. Löðurmannlegar - skúmaskots-skít kasts-tilhneigingar eru engar til hjá okkur, en allar hjá Tímanum, þó að þ. G., sem óneitanlega best þekti til, tali um það gagnstæða. Og þó að íhaldsritstjóramir prenti argvítugustu klámsögur um konur pólitiskra andstæðinga, þá fyrir- gef eg það. Hreinum er alt hreint, segi eg. það er prúðmannlegt af því að við íhaldsritstjóramir ger- um það“. Svo mörg voru orð ís- lenska Faríseans. Biðjið um i Capsian, | Navy Cui Medium reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, V4 pund H.f. Jón Sigmundsson & Co. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN mæliv með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meirí vörugæði óíáanleg. S.X.S. sXziftir eixig’öxxg-io. -v:iö olkzkz-CLr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund fimtudaginn 20. nóv. kl. 8l/2 e. h. í Sambands- húsinu. — Ýms mál til umræðu. Stjórnin. Á höggstokkinn. Kristján Al- bertsson, Ihaldsritstjórinn nýi, leikur sér að því að leggja Valtý samherja sinn Stefánsson á högg- stokkinn. Kr. A. viðurkennir að Mbl. sé illa skrifað og færir meir að segja rök að því að svo hljóti að vera. Hann minnir á að Tím- inn hafi sérstaklega bent á vitleys- urnar hjá Valtý, og ekki er það of- mælt. En svo spyr Kr. A.: „Hvern- ig stóð á því að Tíminn borgaði dýrum dómum fyrir að fá að flytja greinar frá manni, sem hann nú segir að skrifi bjagaða íslensku, svo að af því stafar mikil smitun- arhætta“? — Mikil er sú ónær- gætni af Kr. A. að krefja ritstjóra Tímans sagna um þetta. Man Kr. A. ekki eftir því, að þorsteinn Gíslason hefir lýst því yfir, að hann hafi áður fyr orðið að leið- rétta vitleysur í greinum Jóns Kjartanssonar „ritstjóra“? Hvað vinnur Kr. A. með því að fá sams- konar yfirlýsingu um Valtý? Ómögulegt er annað en að hann hafi vitað, að þannig var því varið. En það er Kr. A. að kenna, að sú vitneskja verður nú alþjóð kunn. Tíminn hefði ekki sagt frá því að tilefnislausu. Út af grein eftir M. J. M. í 44. tbl. Tímans um Eimskipafélag Is- lands þykir rétt að taka fram: Ein breytingatillagan við lögin var sú, að fella burt orðin í 3. gr. „má því ákvæði aldrei breyta“, þ. e. að aðaltilgangur félagsins væri að reka siglingar milli Islands og annara landa. Höf. þótti þetta ískyggilegt. En þetta ákvæði var orðið alóþarft, því að í hlutafélaga- lögunum er svo ákveðið alment, að aðaltilgangi hlutafélaga megi ald- rei breyta nema með samþykki allra hluthafa. Sambandsþing Jafnaðarmanna var háð hér í bænum fyrri hluta þessarar viku. Merkust tíðindi þaðan eru þau, að með 2/3 at- kvæða var felt að veita Félagi ungra kommúnista hér í bænum inngöngu í sambandið „þar eð það fylgdi annari stefnuskrá en Al- þýðuflokksins með því að vera í þriðja alþjóðasambandi Jafnaðar- manna“, segir Alþýðublaðið. Með þessari samþykt hafa Jafnaðar- menn hér skýlaust lýst því yfir að þeir vilja ekki eiga samleið með kommúnismanum rússneska, og er það vel farið. „þór“ tók enskan togara á Skjálfanda nýlega fyrir landhelg- isbrot. Var sektaður um 11 þús- und gullkrónur og afh og veiðar- færi ger upptæk. Mann tók út af togaranum Rán um síðustu helgi. Hét Gísli Jó- hann Jónsson og var af Álftanesi. Hámarksverð. Fregn hefir bor- ist um það hingað, að sett hafi verið hámarksverð á saltfisk í Barcelona á Spáni, nokkru lægra en fiskverðið var þar. Nánari fregnir eru ókomnar. Samsæti var síra Jóhanni þor- kelssyni fyrrum dómkirkjupresti haldið síðastliðinn miðvikudag, í minningu þess, að 35 ár voru liðin frá því að hann var kosinn prest- ur í Reykjavík. Sátu það svo marg ir sem stóri salurinn í Iðnó rúm- aði. Voru heiðursgesti jafnframt færðar 3000 kr. að gjöf, geymdar í prýðilegr skrínu, er skorið hafði Soffía dóttir Stefáns hins odd- haga. Að öllu fór samsæti þetta prýðilega fram, enda verða þeir ekki margir taldir á þessu landi, sem jafnalmenna viðurkenningu hafa fengið um að hafa lifað kristi legu lífi, sem síra Jóhann þorkels- son. Er síra Jóhann enn hinn em- asti, þótt þjónað hafi erfiðasta prestakalli landsins svo lengi. Heyrnin ein er dálítið farin að bila. „Templar“, blað Góðtemplara- reglunnar, kemur nú aftur út, margfalt í roðinu. Hafði orðið nokkur dráttur ú útgáfunni. Rit- stjóri er nú hinn nýi Stórtemplar, Brynleifur Tobíasson kennari á Akureyri. Veitir ekki af að haldið sé fast á málstað bindindis og bannmanna, því að engum getur dulist hve stórháskalega vínaldan færist nú á ný yfir landið. Ekki verður heldur lát á árásunum í að- almálgagni kaupmanna og íhalds- manna. Innbrot. Aðfaranótt sunnudags var brotist inn í gullsmíðabúð Jóns Hermannssonar á Hverfisgötu og stolið ýmsum gull og silfurmun- um. Ekkert hefir enn komist upp um hver gert hafi. Norskt gufuskip strandaði um næstusíðustu helgi austur við Meðalland. Skipverjar björguðust allir. Skipið átti að sækja fiskfarm til Viðeyjar, en var á leið frá Eng- landi með kol. Björgunarskipið Geir er farið austur að reyna að ná út skipinu, en lítil von mun um að takist. Svnntuspennu r Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Notuð íslensk frímerki kaupir undirritaður ætíð hæsta verði. — Biðjið um verðskrá! Baldvin Pálsson, Stýrim.skólanum, Rvík. Pósth. 454. Símn.: „Icestemps“. Brún hi'yssa tapaðist í vor, 5 vetra, með miklu faxi, síðu tagli, fremur framlág, á jámum, og með gráum hárum á vinstri síðunni. Keypt frá Reykjanesi í Gríms- nesi í fyrrahaust. Finnandi vin- samlegast beðinn um að gera und- irrituðum aðvart. Jón Jónsson, Kirkjubóli, Miðnesi. 7fir landamærin. I-Iingað til hefir Moggi sagt, að Sam- vinnuskólinn kendi byltingafræði. Samt var Valtýr þar fyrirlesari og tróð sér þar inn á samkomur nem- enda. Nú segir Mbl., að skólinn sé flokksskóli Framsóknar. Eftir því er meira íhald þar síðan Valtýr hætti að koma. Annars mun ekki vera meir um Framsóknarstefnu í Samvinnu- skólanum heldur en Moggahugsunar- hátt í Verslunarskólanum. Hefnigjam sýnist Ólafur Thors vera við blaðskrifara sína. Hagalín er flæmdur úr landi. Magnús rekinn út í „storminn". Nú dylgjar Ó. Th. um það, að M. M. muni vera ein persónan í sjónleiknum um negrahöfðingjann, sem birtist i Tímanum. Áður hefir • þess hvergi sést getið. Aftur er grun- ur á að E. Claessen sé notaður sem uppistaða í Hilmar Foss. Tilgáta Ó. Th. um M. M. er vægast sagt ólíkleg. Nafnið „negrahöfðinginn“ er búið til af manni í íhaldsflokknum, alúðar- vini Ó. Th. og Kr. A. Nafnið „leigulyg- ari“ hefir ekki heyrst notað í daglega lífinu, nema í vissum hring íhalds- stráka, um einn af félögum sínum, er að sögn kvað gegna því og þar með viðurkenna það. Ó. Th. verður því að leggjast dýpra i ritskýringunni, fyrst að sanna, að hið umrædda nafn geti átt við fyrirmyndarritstjóra Kr. A. og þann mann, sem íhaldið segir að hafi unnið kosningar í fyrra til handa nú- verandi stjórn. í öðru lagi að nafnið geti ekki átt við neinn annan mann i heiminum. í þriðja lagi að i heimi skáldskaparins geti ekki verið um slíka persónu að ræða. — Æskilegt væri að fá skýringu á Fossmálinu um leið, ef Ó. Th. gerir ítrelcaða tilraun að kasta skugga á „fyrirmyndarrit- stjórann". Kr. A. þykir ágætt, að blað síldar- manna laug upp sögu um, að ritstjóri Tímans væri troðinn undir hestafót- um. En honum finst alveg ófært, að Tíminn segi frá sönnum atriðum í lífi B. Kr. og eins Mbl. bónda fyrir norðan. Kr. A. áfellir J. J. fyrir að segja frá loflegum ummælum, er fóru milli þeirra í samtali. En sjálfur segir hann frá dónalegri „fjólu“, er hann lét úti í samtali við skáldið Laxness. Óskar Halldórsson segir aö Kr. Bergsson skrifi eins og vinnukona austan úr sveit. þetta eru ómakleg orð um vinnukonustéttina. Engin kona á íslandi skrifar jafn „ópent“ og Kr. Bergsson. X. Ritstjóri: Tryggvi þórhalLnon. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.