Tíminn - 13.12.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.12.1924, Blaðsíða 1
©jafbferl o$ afgreifeslttr’a&ur íCimans er Sigurgeir ^ri&rifsfan, Sambanösfyúsinu, HeYfjotiIf. ^fgreibsla (T í m a n s er i Sambanösíjúsinu ©pin baglega 9—\2 f. I> Simi 496. VIII. ár. Reykjavík 13. desbr. 1924 50. bluð Utan uriicinn. pýsku kosningainar. Nú eru nýafstaðnar kosningar í pýskalandi, en ófrétt um stjórn- armyndun. Vafalaust verður ein- hver breyting. Flokkar skiftast svo þar í landi, að yst til hægri standa hinir römmustu aftur- haldsmenn og er Ludendorff hers- höfðingi forkólíur. Ekki er flokk- ur sá margmennur. Næst koma venjulegir íhaldsmenn. þeir voru og eru annar stærsti flokkurinn, en hitt eru verkamenn. þá kemur miðílokkurinn eða kaþólskir. það er gamall og sterkur flokkur, sem lengi átti útistöður við Bismarck og neyddi hann til að ganga til Canossa. Miðflokkurinn hefir ræt- ui sínar í kaþólsku héruðunum í Suður-þýskalandi og Itínardaln- um. Nærri honum stendur hópur frjálslyndur, undir forustu Strese- manns, eins hins þektasta stjórnmálamanns í landinu. þá koma verkamenn. þeir eru nú um 130 af c. 500 þingmönnum. Yst til vinstri eru bolsevikar, og var það allstór fylking, en þó aldrei meira en brot af verkamannaflokknum í heild. Stjórnin sem sat við völd í þýskalandi í sumar, studdist við miðflokkana tvo, þá kaþólsku og Stresemann, svo og verkamanna- flokkinn. Stefna þeirrar stjómar var að vernda lýðVeldið, og koma á nokkurnveginn friði og skipulegu sambandi við vesturþjóðirnar, Englendinga og Frakka. þetta tókst í sumar. Frjálslyndar stjóm- ir sátu bæði í Englandi og Frakk- landi, sem fyiir sitt leyti vildu vinna að auknum friði. Varð það að samkomulagi, sem mjög er frægt orðið, að sigurvegaramir, Ameríkumenn, Bretar og Frakk- ar lánuðu hinum sigmðu stórfé til að rétta aftur við iðnað landsins og verslun. Tókst þetta og er þýskaland nú á margan hátt að rísa úr rústum, en Frakkar draga her sinn heim úr Ruhr, og sam- lyndi batnar með þjóðunum. Ekki semi til, heldur hyggindi, því að nú vona þeir að þjóðverjar geti gekk vesturþjóðunum tóm góð- borgað verulegar skaðabtæur. Móti öllu þessu samkomulagi börðust andófsflokkar stjórnar- innar. Mættust þar mestu and- stæðumar, Ludendorff og bolse- vikar. Að vísu hata þeir hópar hvor annan innilega, en studdu þó hvor annan óbeinlínis. Oft vom í sumar 1 þýska þinginu áflog og ryskingar, og gengu kommúnistar og Ludendorfsmenn þar best íram. Báðir vilja byltingu. Annar flokkurinn til að koma að völdum keisarastjórn og junkurum, hinn til að koma á ráðstjórn að rúss- neskum sið. Við kosningamar í vor sem leið unnu báðir þessir ofbeldisflokkar á til stórra muna. þjóðin átti þá hörmulega daga, var æst og vonlaus um friðsamlega þróun. Nú hefir ástandið mikið breyst til batnaðar í sumar, enda sýna kosningamar að öfgaflokk- arnir mestu hafa báðir tapað, einkum Ludéndorf. Lýðveldinu er áreiðanlega bjargað um sinn. En höfuðátökin verða milli hinna hóg- látu afturhaldsmanna og hóglátu verkamanna. ** Dómnr um Ihaldsflokkinu. Magnús Magnússon „fyrir- myndar“ ritstjóri Ihaldsmálgagns- ins fyrverandi, birtir í „Stormi“ sínum, 9. þ. m. eftirtektaverð um- mæli um íhaldsflokkinn. Má hon- um vera það mál kunnugast. Um langa hríð vann hann daglega með mönnum þessum. Og eftir á hefir nýi Ihaldsritstjórinn, Kr. A., far- íð mjög lofsamlegum orðum um Magnús Magnússon, og einkum hrósað honum fyrir heilbrigða blaðamensku. þeim verður það því erfitt, Ihaldsmönnum, að mót- mæla þessum dómi. Dómsorðin eru bæði mörg og þung. Fyrst segir það um íhaldsmenn- ma og sérstaklega þá er stóðu að Ihaldsmálgagninu er M. M. stýrði, aö þá „brast stórlega áhugann fyr- ir framfaramálum vorum eða vantaði dug til að skrifa um þau, samhliða því, sem flokkui'iiui, sem að honum stóð og stendur, er m jög kiofinn og skiftur í ýmsum mál- um, sem þjóðfélag vort varðar miklu, svo sem skólamálum og v erslunarmálum“. Um blaðið sjálft, gefið út af miðstjórn íhaldsflokksins, segir sjálfur ritstjórinn M. M.: „að blaðið hafði í raun og veru engin stefnuskrármál á dagskrá sinni“. Ástæðurnar til þessa stefnu- skrárleysis málgagnsins og flokks- ins telur ritstjórinn, M. M., tvær: „Áhrifamestu mennimir við blað- ið vörðu sig með því . . . . að það þýddi ekki að ræða um nein stór- mál, því að framkvæmd slíkra mála kostaði mikið fé*. Og síðari ástæðan er enn eftirtektaverðari. M. M. segir: „Annað viðkvæðið var það líka, að þessi og þessi í flokknum vildi ekki, að um þetta mál væri skrifað á þenna og þenna hátt og þess vegna var ekkert skrifað um málið“. Hvílík lýsing! Eins og hrútar stangast þeir í málunum Ihalds- menn og svo má ekkert skrifa, til þess að styggja ekki „þenna og þenna“. Enn er hert á þessum ummæl- um, því að M. M. átelur íhalds- flokkinn fyrir það, að þar „hrúg- ist menn saman í flokka, sem ger- ólíkar lífsskoðanir hafa“. En lokadómurinn um Ihalds- mennina er þó allra harðastur. M. M. farast orð á þessa leið: „þetta áhugaleysi stafar bæði af ólíkum skoðunum á mörgum hinna stærri mála og meðfram einnig af því, að sumir af best gefnu mönnum flokksi^c yru full áhugalitlir um önnur mál en þau, sem að einhverju leyti varða þá sjálfa. — Hugui'inn og fram- kvæmdimar snúast helsti mikið um þeirra eigin persónu, hvort sem það er nú heldur til að verja hana, eða hef ja hana*. það er sjálfur „fyrirmyndar- ritstjóri“ Ihaldsins, sem segir þessi orð, maðurinn sem hefir umgengist þessa menn svo mjög og gjörþekkir þá. Er merkilegt að athuga hvað þessi dómur M. M. um þröngsýni og eigingirni íhaldsmanna kemur vel heim við dóm Jóns þorláks- sonar, sjálfs formanns flokksins, um íhaldsmenn. Haxm sagði að þeir væru „ánægðir með sinn hag og finna þessvegna ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóð- arinnar", og ennfremur, að það Biðjlð um Capstan, Navy Cuí jyiedium reyktöliak. Verð kr. 4,60 dósin, */4 pund væru andstæðingar Ihaldsmanna einir „sem einblína ekki á sína eig- in pyngju, heldur hafa hag þjóð- arinnar í lieild sinni fyrii- aug- um“. (Lögrétta 10. tbl. 1908). Kristján Albertsson á þó von- andi ekki eftir að taka aftur lof- ' ið um heilbrigðu og heiðarlegu blaðamenskuna hans Magnúsar Magnússonar. Ef hann tekur það ekki aftur, þá á hann bágt með að verja flokkinn sinn fyrir slíkum áfellis- dómi — pólitiskum dauðadómi. Uppáhaids- g oÍRbogabðrnin. Merkur bóndi í Borgarfirði skrifar ritstjórá Tímans á þessa leið: „Nú er það orðið alþjóð kunn- ugt, að Búnaðarlánadeildin verður ekki stofnuð í bráð og fæ því hvorki eg né aðrir lán úr henni til umbóta í búskapnum. það er illa farið og svona gengur það ef um- bóta er leitað fyrir okkur land- bændur. Er annaðhvort þvert nei, eða sem úr tangarkjafti togað, hafist eitthvað smáræði handa okkur, hjá þeim voldugu herrum. Við erum auðsjáanlega olnboga- börn þeirral* — Slík ummæli og enn harðari munu enduróma nálega frá sér- hverjum bóndabæ á Islandi. Og þau munu verða enn hávær- ari og ber margt til. Nýjan togara hefir Víðisfélagið í Hafnarfirði keypt á þessu ári. Nýjan togara hefir Kveldúlfs- félagið keypt nýlega. Nýjan togara hefir Sleipnisfé- lagið keypt nýlega. Nýjn togara hefir Einar þor- gilsson útgerðarmaður keypt ný- lega. Nýtt línuveiðaskip mikið og vandað, hefir dánarbú v Th. Thor- steinssonar keypt. Ekki skal þetta lastað hálfu orði, heldur glaðst innilega yfir velgengni sjávarbændanna og því, að þeir geta aukið atvinnurekstur sinn. Hver togarinn kostar ekki minna en 400 — f jögur hundruð — þúsund krónur. Sjávarbændumir hafa keypt skip fyrir 2 — tvær — miljónir króna á þessu ári. þó að Alþingi hafi skipað að gei-a það, þá fær bændastétt ís- lands í heild sinni ekki til láns tí- unda partinn af þeirri upphæð. Peningar eru ekki til — fyrir ykkur, segir fjármálaráðherrann. Óþolandi er það með öllu að ann- ar höíuðatvinnuvegur þjóðarinn- ar, sá er fyrst og fremst hefir varðveitt og mun varðveita menn- ing þjóðarinnar og líkamlega og andlega heilbrigði þjóðarinnar, skuli svo grálega leikinn. „Við erum olnbogaböminl“ Kauði krossinn. Rauða Kross félög eru um heim allan. Óumræðilega mikil maxmúð- arverk vann sá félagsskapur í styrjöldinni miklu. Rauði Krossixm var eini alþjóðafélagsskapurinn sem ekki rofnaði þá. Rauði Krossinn var í því skyni stofnaður í upphafi að bæta hag særðra manna í ófriði. Á því sviði liggur mest starf eftir Rauða Krossinn. Allar siðaðar þjóðir hafa bundist skuldbindingum um það, að á hverju sem gangi í ófriði, skuli æ þyrmt starfsfólki Rauða Krossins og áhöldum. Krossmarkið rauða, á hvítum feldi, er hið eina sem byssu er ekki miðað á í ófriði. En á síðari árum hefir Rauði Krossinn víkkað starfssvið sitt. Eftir styrjöldina miklu var það fyrst og fremst verk Rauða Kross- ins að koma í veg fyrir að hinar afarskæðu drepsóttir bærust frá Rússlandi til vesturlanda. Engiim annar félagsskapur vann jafn- mikið að því að bæta úr hungurs- neyð og hörmungum signiðu þjóðanna eftir styrjöldina. Og nú starfa Rauða Kross félögin að hverskonar heilbrigðis- og marm- úðarmálum um lönd öll. Sveinn Björnsson fyrv. sendi- herra hefir gerst forgöngumaður þess að Rauða Kross félag yrði stofnað á íslandi. Fulltrúi alþjóða Rauða Krossins, doktor Svendsen, kom hingað síðastliðið sumar til þess að veita ýmsar upplýsingar um stofnun félagsins. Flutti haim erindi um málið hér í bænum og sótti læknaþingið á Akureyri. Skipaði læknafundurinn nefnd til að undirbúa félagsstofnun. Með forgöngu Sveins Björns- sonar, læknanefndarinnar og nokk urra annara manna var stofn- fundur Rauða Kross félags Is- iands haldinn í kaupþingssalnum í húsi Eimskipafélagsins miðviku- dagskvöld síðastliðið. Sveinn Björnsson flutti erindi um aðdraganda þessarar tilraunar að stofna Rauða Kross félag á Is- landi. Guðmundur Thoroddsen, settur prófessor, flutti erindi um starf- semi Rauða Kross erlendis. Og Gunnlaugur Claessen læknir flutti erindi um ýmisleg verkefni sem lægju fyrir Rauða Kross fé- lagi hér á landi. Urðu síðan umræður um stofn- un félagsins og síðan samþykt að stofna það. Höfðu forgöngumenn samið frumvarp til laga fyrir félagið og var það samþykt. Voru loks kosnir 10 menn í að- alstjórn félagsins og þeim fahð að bæta við sig sex, þvi að 16 eiga að eiga sæti í aðalstjóm. þessir hlutu kosningu: Guðm. Thorodd- sen, Gunnlaugur Claessen, Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, L. E. Kaaber bankastjóri, Steingr. Matthíasson læknir, Sveinn Björnsson, þórður Thoroddsen læknir, Inga Lára Lárusdóttir rit- stjóri, Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður og Tr. þórhalls- son ritstjóri. Frestað var að kjósa aðra starfsmenn félagsins. Margir fundarmanna gengu í félagið 1 fundarlok og barst félag- inu þegar álitleg upphæð í félags- gjöldum. ----0---- Eitrað brennivin. Dagblöðin flytja þær fregnir að víst megi telja að tveir menn hafi beðið bráðan bana af því að drekka brennivín. Er svo að heyra sem brennivín þetta sé eitthvað magn- aðra en venjulegt, úr því menn deyja af því þegar í stað. Morgun- blaðið fer ekki leynt með að þetta brennivín muni vera úr hinu marg nefnda smyglaraskipi „Marian“ og kallar þetta brennivín „þýska brennivínið“. Hefir blaðinu orðið mikið um, sem vonlegt er, fellur alveg frá fyrra herópi sínu um að málið sé upplýst og vill nú láta rannsaka málið til hlítar. Eru þetta góð sinnaskifti hjá blaðinu. Og slík atvik sem þessi, að tveir menn bíði bráðan bana af nautn slíkrar ólyfjanar, ættu sannarlega að hræða hinn háttvirta dóms- nálaráðherra svo að hann láti nú kné fylgja kviði um að komast fyr- ír þetta vandræðamál. því að ljótt er það og óþolandi er mönnum líðst það að fótumtroða þau lög, sem banna innflutning sterkra drykkja, í því skyni að hindra of- drykkju, heimilisböl og ólifnað hverskonar, en þó tekur út yfir allan þjófabálk ef drykkur sá, er smyglað er inn, er svo ógurlega göróttur að menn verða bráðdauð- ir af því að drekka hann. — En sagan er ekki öll sögð enn um Morgunblaðið og eitraða brenni- vínið. Morgunblaðið notar vitan- lega tækifærið til þess að kenna bannlögunum og bannmönnum um petta eitraða brennivín. þeir menn sem vilja vemda íslensku þjóðina gegn ofdrykkju og sterkum drykkjum, þeir eiga að bera ábyrgðina á glæpamönnunum sem í ágóðaskyni flytja ólyfjan til landsins. Hinir, andbanningamir margir hverjir, sem eru hinir góðu viðskiftamenn smyglaranna, sem hjálpa þeim til að smygla, sem hafa fylstu samúð með smyglinu, sem afsaka smyglið með orðum og athöfnum — þeir eru fyrirmyndarmennimir að dómi Morgunblaðsins. Og á þessum grundvelli ræðst blaðið á bann- lögin. Klemens Jónsson fyrverandi ráðherra kom í gærkvöldi úr utan- för, með „Islandi“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.