Tíminn - 13.12.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.12.1924, Blaðsíða 4
198 T 1 M I N N unum til braskara, að miljómr hafa tapast á þennan hátt, sem nú er verið að vinna upp á skilamönn- unum. Annars er eins og S. S. sé hálf- ruglaður. Hann neitar fyrst að Danir hafi nokkra samvnmu- kenslu og játar þó á eftir, að svo sé. Sömuleiðis neitar hann að ensku kaupíélögin haldi saman stjórnmálalega, og lætur aumingja Valtý hlaupa með staðhæfinguna í Mbl. En á eftir játar S. S., sem líka er rétt, að í enska þinginu eru mexm, sem eru kosnir sem sam- vinnumenn og kalla sig því nafni. Um upphafsmann samvinnunn- ar, Robert Owen, veit hann svo lít- ið, að haxm hleypur yfir blóma- tíma æfi hans (New Lonark), þar sem hann á aldarfjórðungi sáði fræum kaupfélagsskaparins með saxmvirðisverslun sixmi, en sýnist aftur halda, að sameignamýlenda sú, er hann lagði fé til í Ameríku, hafi verið kaupfélagsskapur! Á Ítalíu kennir harrn samvinnu- möimum um óspektir þær, er leiguhersveitir kaupmannanna hafa valdið, þar sem óaldarlýður þessi hefir brent og rænt búðim- ar og drepið fólkið. Kaupfélags- mennimir á Ítalíu hafa unnið hið sama til sektar og hér, að þeir vilja ekki láta féfletta sig. þar era búðimar rændar og samvinnu- fólkið drepið, af svartliðum, sem vinna fyrir sér á þennan hátt. Hér á landi,er ekki enn komið lengra en það, að svartliðar eru fengnir til að skrif a ósannindi og blekking- ar um kaupfélögin hér á landi og erlendis, og þessu er síðan útbýtt í gjafablöðum út um land. En því aðeins mun kostað upp á „gjafir“ þessar til bænda, að „gefendnm- ir“ ætla sér að uppskera ríkuleg laun síðar meir. Mun öll þessi bar- dagaaðferð athuguð nánar hér í blaðinu. J. J. -----o---- [io iítil sipllusiigð. Guðmundur í Skipholti, um- boðsmaður Garðars Gíslasonar, keypti nokkur hross hér austur í Landeyjum aftur í sumar, og með- al annars eitt af Kristni nokkrum i Káragerði. En staðgreiðsla átti sér ekki stað, en hinsvegar svo um samið, að Guðmundur sendi Kristni andvirðið eigi síðar en með næsta pósti. En þar eð það brást og hver pósturinn af öðrum færði Kristni ekkert nema vonbrigðin, fór honum að eymast og hét nú á ýmsa góða menn sér til fulltingis, hvar sem þeir hittu Guðmund, og kom þar, að einn af liðsmönnum Kristins rakst á Guðmund að bæ sem heitir í Hemlu og krefur um hrossverðið. Verður Guðmundur vel við og er reiðubúinn að standa skil á, en hvorugur mundi hve skuldin var há, og áætlar Guð- mundur að hrossið hafi verið 300 króna virði og greiðir þá fjárhæð. Alllöngu síðar kveðst Guðmundur kominn að þeirri niðurstöðu, að hross Kristins hafi eigi átt að kosta nema 210 krónur, skrifar honum nú og endurkrefur verð- muninn. En Kristinn vill eigi end- urgreiða og f ara nú bréf á milli um málið. Eitt þeirra hljóðar á þessa leið, og er frá Kristni: „Hr. Guðmundur í Skipholti. pegar eg fékk þrjú hundruð krón- urnar, þá sagði eg við sjálfan mig: „þessum manni skalt þú selja hross oftar, en þegar eg fékk bakreikning- inn, þá sagði eg við sjálfan mig: „þessum manni skalt þú aldrei selja hross framar". Góðkunnugur báðum. \ -----o---- Karlkór K. F. U. M. hélt fyrsta samsöng sinn á þessum vetri í Báruhúsinu síðastliðinn sunnu- dag og hefir endurtekið síðar. það er eina söngfélagið sem nokkuð hefir látið að sér kveða hér í bæ undanfarin ár. Hefir svo farið um flest söngfélögin, sem hér hafa T. W. Buch (Iiitasinidja Buchs) Köbenhavn B. crðið til, að úthald hefir brostið og félögin lognast út af. því er öðruvísi varið um Karlakór K. F. U. M. Ár eftir ár leggja sömu menn mikið á sig um að halda fé- laginu áfram og sami söngstjór- inn stýrir: Jón Halldórsson ríkis- féhirðir. þess sér líka stað. — 1 þetta sinn söng flokkurinn óvenju mikið af nýjum íslenskum lögum, sem fáum munu hafa verið kunn. Fór það alt ágætlega úr hendi og er þessi siður ánægjulegur. — Mun það hafa borist í tal að Karla- kór K. F. U. M. færi til Noregs, syngi þar og endurgildi þannig heimsókn norsku söngmannanna í fyrra. það væri vel til íundið, enda væri ekki að efa, að íslend- ingum yrði til fullkomins sóma. því að þó að fá megi efalítið í fjölmenninu ytra betri söngradd- ir í slíkan flokk, þá er hitt víst, að &ú kostgæfni, sem þessi flokkur hefir sýnt um að æfa sig, og ágæt stjórn söngstjórans, gerir flokk- inn hvar sem er mjög sómasam- legan. Halldór Vilhjálmsson skóla- stjóri á Hvanneyri kemur til bæj- arins í dag, til viku dvalar. Hefir Búnaðarfélag Islands skipað nefnd til að koma fram með tillög- ur fyrir Búnaðarþing út af neit- un fjáimálaráðherra að stofna Búnaðarlánadeildina. Auk Hall- dórs eiga sæti í nefndinni: Thor Jensen útgerðarmaður og Sigurð- ur Sigurðsson búnaðarmálastjóri. Kenslubók í hornafræði er ný- komin á markaðinn, samin af doktor Ólafi Daníelssyni, gefin út af Guðmundi Gamalíelssyni. Áður hefir sami höfundur gefið út kenslubók í rúmfræði. Eru báðar miðaðar við þarfir Mentaskólans. Er það mjög ánægjulegt að fá bækur þessar á íslenska tungu og virðist allur frágangur vera í besta lagi. Rétt er að taka það sérstak- lega fram, höf. til heiðurs, að mikla vinnu hefir hann í það lagt að fá góð íslensk orð yfir stærð- fræðimálið. Væri betur að allir sem kenslubækur gefa út, legðu á það jafnmikla áherslu. „Sameinuðu íslensku verslan- imar“. það er löngu kunnugt að rekstur þeirra hefir gengið treg- lega. Aðallánstraust sitt áttu þær í Discontobankanum í Kaup- mannahöfn, en nú er honum lokað og verður þá eitthvað að gera. Aðalfundur verslananna á að vera í Kaupmannahöfn 20. þ. m. og verður þar borin upp tillaga eins bltuhafa um að félagið ákveði þrotabúsmeðferð, og verði kosin nefnd til að ráðstafa búinu. Talið er víst að hnigið verði að þessu ráði. Eru verslanir þessar síðustu stærstu leyfarnar af einokunar- verslun Dana hér á landi. Síra Friðrik Friðriksson hefir stofnað fjölment Kristilegt félag ungra manna í Vestmannaeyjum. íslandsbanki hefir keypt stór- hýsið sem Nathan og Olsen áttu á horni Pósthúss- og Aústurstrætis. Vínsmyglið. það mun vera sann- að að áfengisbirgðimar sem fund- ust í kolaskipinu á höfninni, voru úr „Veiðibjöllunni“, en fátt er ann að kunnugt orðið um rannsókn þess máls. Yfirlýsing. Eg hefi orðið þess var, að ýms- ir telja mig heimildarmann að ummælum í 39. tölubl. „Tímans" þessa árs, um gj aldþrotaframsal Föntunarfélags Rauðasandshrepps fyrir „undirróður auðvirðilegs braskara. Með því að eg á ekkert í ummæl- um þessum, þá lýsi eg því yfir, að þau eru alveg ranglega eignuð mér, og hljóta að eiga einhvem annan höfund. Sauðlauksdal 18. nóv. 1924. porst. Kristjánsson. Hörð ritdeila er háð þessa dag- ana milli Odds Sigurgeirssonar íitstjóra Harðjaxls og „ritstjóra“ Morgunblaðsins. Fer Morgunblað- ið mjög halloka, sem líklegt var. Jólabók Æskunnar 1924. Sigur- jón Jónsson ritstjóri Æskunnar sendir Jólabók þessa á markaðinn, Tietgensgade 64. Litir til heimalitunar Demantssorti, hrafnssvart, litir, fallegir og sterkir. Til heímanotkunar: prýðilega að frágangi, með mörg- um myndum og góðum sögum. Verður áreiðanlega víða kærkom- inn gestur. Lággengi heitir bók er Jón þor- láksson fjármálaráðherra hefir samið, en bpkaverslun þór. B. þorlákssonar hefir gefið út. Einar H. Kvaran rithöfundur dvaldist um hríð í haust í Kaup- mannahöfn, en er nú kominn vest- ur til Canada. Á þar til margra vina að hverfa. Jólavísur. Nálgast jólin þessa þjóð, þýtur gjóla’ um freðna slóð, en gott er skjól við Garðars sjóð, grær þar fjóla — Valtýs jóð. Um þig flýtur, Isuskinn, alt sem spýtir Baunverjinn; er eg lít þig, eg það finn, að aldrei þrýtur „moðhausinn“. Borgfirðingur. ——o------- Thors-súrur. Menn kalla nú orðið vissa tegund hreysti-yrða í blöðum Thors-súrur, eft- ir pilti með því nafni, sem sagði fyrir nokkrum missirum í Mbl. um einn skólabróður sinn, að hann lægi lifandi í skítnum. Nú hefir í síðasta eintaki þess dilks Mbl., sem umræddur piltur kostar að nokkru leyti „til að auka prúðmannlegt orðbragð í íslenskum blöðum", staðið þessar súrur: bllnt hatur, brigsl, svívirðiiegt umtal, skríl- blær, níðingur, ójafnaðarmaður, of- stæki, rangsleitni, heiftúðugur, lúaleg brögð, auðvirðilegar gróusögur, brigsl, dylgjur, lýgi, uppnefni, sjúkt vlllldýr, níðhöggur, ósannsögull, níðritari, ósannindamaður, ljúga visvitandi, ljúga af rótgrónum vana, lýgi, ljúga, lygar, lygari, svívirðingagrein, refjar, óheiiindi, ljúga, lýgur, afskræma lýgi, níð, svívirðingar, skrílsháttur, rætin brigsl, dylgjur, hrakmannlegt skens, ljúga, lýgi, lýgi, níðingsháttur, lygar, svívirðingar, lygum, mannskemma, svfvlrða. þessi sýnishom úr orðabók kastorssorti, Parísarsorti og allir síldarklíkunnar gefa hugmynd um þá krafta, sem þar starfa, og þá siðabót -- einmitt i orðbragði — sem stefnt er að. Vondir munu menn vera ó ís- landi yfirleitt, því að í sama tbl. er tekið fram, að sá maður, sem þessi fúkyrði beinast helst að, hafi fyrir fá- um árum verið „áhuga- og hugsjóna- maðru“, og stýrði þá skemtilegu og þroskandi blaði. Maðurinn laðaðl þá að sér f jölda af ágætum ungum mönn- um hér á landi. þetta er ekki slæm byrjun. Áframhaldið hefir verið eftir því. „Mörður" hefir nýskeð þakkað þessum dánumanni fyrir að hafa bjargað þjóðleikhússmálinu í bráð og lengd. Að síðustu prentar „Mörður" upp og hefir fyrir guðspjail langa til- vitnun úr Timanum eftir sama mann, þar sem gildi sveitamenningarinnar er borin saman við ómenningu Grimsby-dótsins. Sjö-vikna-Lúther blaðamenskuhógværðarinnar þarf að samræma betur liíerni sitt og kenn- ingar, og kenningamar innbyrðis. ** ----o---- Yfír landamærin. Halldór Steinsson er nú orðinn um- svifamikill verkamannaforkólfur á Snæfellsnesi. Ef Mbl.menn kjósa hann í vetur forseta í efri deild, er auðséð, að eitthvert leynimakk er í þeim við rússneska ,,bolsa“. Síldin er lán og ólán Mbl.manna. Fyrir sild er Guðjón á Ljúfustöðum fallinn úr þingsessi. Fyrir síld er þór- arinn á Hjaltabakka svo litið vinsæll í átthögum sínum, að honum datt ekki í hug að þora að bjóða sig þar fram. „Mörður" líkir einum Framsóknar- manni við einn helsta frelsisforkólf Frakka á 18. öld, mann sem miðstétt- in, einkum kaupmenn og allskonar „dót“ stendur í þakkarskuld við, því að hann og samherjar hans ruddu miðstéttinni leið til fjár og valda. Sést á þessu, að nú ó að fara að þakka Framsókn góða framgöngu. Mbl. er orðlaust út af ómensku flokks sins í landlielgismálinu. Með G-erduft, „fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matar- litir, „Sun“-skósvertan, „Gkonoma-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henkou-blæsódinn, „Dixinu-sápuduftið, „Atau-skúriduftið, kryddvörur, Blaanelse, Separatorolie o. fl. Brúnspónn. Litarvörur: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. Gljálákk: „Unicumu á gólf og húsgögn. Þornar fljótt. Ágæt tegund. Fæst alstaðar á Xslandi. Alfa- Lav skilvindur reynast best Pantanir annast kaupfé- lög út um land, og Samband ísl. samviélaga. H.f. Jón Sigmundsson & Co. og alt til upphluts sér- lega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Bókabúðin Laugaveg 46. Selur nýjar bækur og gamlar, brérspjöld, ritföng o. fl. Komandi ár. Bókin kostar kr. 3,50. Fæst í ná- lega öllum kaupfélögnm og hjá Ár- sæli. Valtýr hefir mælt með bók- inni fyrir dönsku húsbænduma. þögninni varð það að jóta, að Fram- sóknarmenn studdu „þór“, að þeir knúðu fram að hann væri fyrir norð- an á sumrin, að „gullkrónu“-sektin kæmi, að stórbætt var strandgæslan nú i vetur. J. M. stjórnin hefir sýnt áhuga sinn í að þora ekki aö halda fram rétti landsins gagnvart útlend- um ofbeldismönnum, er rændu í sum- ar stýrimanni af íslenskum varðbát og fóru með hann út Mbl. talar um viðreisn. En hverjir söktu nema stjóm J. M. 1920—21? þá hvarf gróði stríðsáranna. þá voru tekin stór lán. þá var étið upp alt handbært sem til náðist Flóaáveitu- miljónin fór þá í veislur og tildur. Landhelgissjóðurinn sat þá fastur inni hjá stjórninni að miklu ie.yti, og kass- inn galtómur. Hvernig eiga sömu menn, sem settu fjárhaginn í kaldakol fyrir heimsku og léttúð, að stýra „við- reisn“? Vísir hefir ráðist með dónaskap á Framsóknarflokkinn i sambandi við innflutningshöftin. Framsókn telur haftapólitik stjórnarinnar kók eitt og loddaraskap, lagað eftir kaupmanna stéttinni og alt miðað við hennar hagsmuni. M. G. ó skilið þakklæti en ekki illindi fró Vísismönnum fyrir að leyfa silki og allan þann óþarfa, sem nú fyllir búðargluggana. Enn heldur síldarfólkið ófram að kalla Magnús fyrverandi ritstjóra sinn „leigulygara", en hann launar með því að segja margt ófagurt af samlyndi með dótinu. Tímamenn munu lóta þessa kóna eigast við eftir' því sem þeim þykja málefni vera til. En ef Kr. Albertsson og Ólafur Thors vilja vita um „negrakölðingjann“, þá geta þeir fengið, sem einkamál, að frétta, hver af nánustu fylgifiskum þeirra bjó til þessa „Thors-súru“ og um hvern snillyrðið var þá bíaft. En þeir sýnast hirða miklu minna um „negrahöfðingjann" en vera ætti. Hversu mun litarháttur hafa verið á ner þeirrar hetju? X. -----o---- Nýja sögu eftir síra Jónas heit- inn Jónasson á Hrafnagili, sendir bókaverslun þorsteins M. Jónsson- ar á Akureyri á markaðinn. Heit- ir: „Hofsstaðabræður“ og gerist á siðaskiftatímunum. Verður síðar getið. Stórmerkilegt vísindarit sendir Páll E. ólason prófessor frá sér enn, fylgirit Árbókar Háskólans. Fjallar um fyrsta sálmakveðskap og sálmalög í lúterskum sið á Is- landi. Verður þeirra merku bókar síðar getið. Jarðskjálftakipp, lítinn þó, urðu menn varir við hér í bænum 1 gær, úr nóni. Fróðlegt er að skoða búðaglugg- ana þessa dagana. Verður þá lítið úr innflutningshöftunum. Ritstjóri: Tryggvi pórhallwNm. Prentomiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.