Tíminn - 13.12.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1924, Blaðsíða 2
196 T 1 M I N N Kírkjan. VII. það má með nokkrum rétti segja, að það sé tilviljun, að engin játningarit hafa verið í lög tekin fyrir íslenska kirkju. En hitt er engin tilviljun, að í sögu kirkju vorrar alt til vorra tíma finnast fá dæmi þess, að leikmenn eða prestar hafi verið ofsóttir eða af- settir fyrir skoðanir sínar eða kenningar. Eru þó undanskildir siðskiftatímarnir. En deilur þeirr- ar aldar eru öllu heldur af pólit- iskum toga spunnar en trúarleg- um. Kunnugt er að vísu um einn prest, er ákærður var um „krypto- kalvinisma“ í tíð Guðbrands bisk- ups, en hann lét sig og hélt áfram kennimannsstarfi. Má því með sanni segja, að aldrei hafi prestur verið afsettur fyrir trúvillu í ís- lenskri kristni. Orsökin er ekki sú, að hér hafi allir jafnan haldið fast við kenningar játningarita og vik- ið ekki frá í neinu. Af því eru sannar sögur frá fyrri öldum, að höfuðklerkar hafi ekki farið dult með kalvinskar skoðanir og jafn- vel biskup einn lútherskur virt meir kaþólska kirkju en sína eigin kirkjudeild. þekkja og allir frjáls- lyndi og sjálfstæði sumra ágæt- ustu kirkjunnar þjóna frá síðari tímum. það er því ljóst, að ástæð- an er öllu heldur sú, að það liggur í eðli þjóðarinnar að beita ekki of- beldi í andlegum efnum. Hér fá allir að njóta trúar sinnar óáreitt- ir af allri „inquisition“. þegar til þess er litið verður Ijóst, að það er í fullu samræmi við eðli ís- lenskrar kristni, að hér eru engar kirkjujátningar löggiltar. þegar litið er til líðandi stund- ar verður hið sama uppi á teningn- um. Kirkjan er rúmgóð en ekki illþröng. Hvorki eru prestar af- settir né leikmenn settir út af sakramentinu. Og ekki er orð á því gerandi þó komið hafi fyrir, að kerling setti stallsystur sína út af kaffisopanum fyrir að hafa hlýtt ó annan prest en hún hafði dálæti á. Ekki verður um kvartað meðan ofsóknirnar eru ekki svæsnari. Hér væri slíkt óhugsandi, sem skeði í Danmörku nýlega, að kardínála var meinað að ganga í kirkju í Óðinsvéum, sem þó er op- in ferðamönnum, af ótta við það, að hann gerði bæn sína við skrín Knúts hins helga. þaðan berast og ómarnir öðru hvoru af trúvillu- ákærum gegn prestum fyrir litlar sakir. það er og nánast fyrir I áhrif þaðan, þegar svo ber undir, sem þó sjaldan hendir, að hérlend- ir menn dæmi kristið nafn og guðsbamarétt af löndum sínum, sem þó í auðmýkt vilja kristnir kallast. Um þetta eru danskir klerkar og íslenskir harla ólíkir og því skiljanlegt skilningsleysi danska klerksins, sem hér hafði dvalið, á íslensku kirkjulífi, er hann við heimkomuna fræddi landa sína á því, að á Islandi væðu nýguðfræðingar uppi í því trausti að þeir yrðu ekki reknir úr kirkj- unni. Hann fer héðan ófræddur um íslenska hagi, og er það ábyrgð arhluti fyrir þá, sem slíka gauks- uuga draga hingað, að láta þá faia jafnóupplýsta og þeir koma. þeg- ar maður les slík ummæli, er se.ii leggi fyrir vitin reykjarsvælu aí trúvillubálum miðaldanna. það þykir víst fáum sá ilmur sætur öðrum en svartmunkum miðald- anna. ■> • það er undarlegt hvað ofsókn- irnar eru lífseigar í þeirri kirkju, , sem kennir sig við Krist. þegar pintingar og brennur leggjast niður, halda þær áfram í annari mynd. Rétttrúnaðurinn spymir úr hreiðrinu þeim, sem á annan hátt hugsa. þegar í rökþrot er komið er ofbeldið notað fyrir ástæður. Hver ný hugsun er talin uppreist. þröngsýnin elur á óvild og hatri. Andinn er hinn sami og í miðalda- j kirkjunni og ekki annað, sem veld- ur þeim mun, að nú er mönnum að- J eins kastað út fyrir víngarðinn en ekki drepnrr, en að ríkin eru hætt að lána snörur sínar og vopn í þjónustu rétttrúnaðarins. Og þó sýnir sagan sífelt það sama, að þegar upprætt er eftir forskrift trúfræðinnar, þá er það oftast hveitinu, sem er kastað, en skrið- ult illgresið er látið vaxa í friði til kornskurðartímans. Kirkjan virðist ekki hafa lært mikið af dæmisögunni um illgres- ið meðal hveitisins. Og er þó lær- dómur þeirrar sögu skýr. f dæmi- sögunni um vínyrkjana segir Jesú sögu spámannanna. „Einn börðu þeir, og einn drápu þeir, og einn grýttu þeir“. Og soninn tóku þeir, „köstuðu honum út fyrir víngarð- inn og drápu hann“. Svona tekst hinum skriftlærðu að hreinsa til. Skipun Jesú til lærisveina sinna er því sú, að þeir láti ógert að reyta arfann, „svo að þér eigi, er þér tínið illgresið, reytið hveitið upp ásamt því. Látið því hvort- tveggja vaxa saman til korn- skurðarins“. Dæmisögur þessar eru sagðar til varnaðar öllum, sem Til kaupfélaga! H.f. SmjöplíMisgerðin í Reykjavílc er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjðrlikisframloiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið nm, Smára‘ - smj örlíkið. hafa hugarfar þeirra, er grýttu spámennina og krossfestu Krist. Krossinn, sem þá var gálgi glæpa- manna, er oss nú heilagt tákn, af pví réttlátur maður lét þar líf sitt. En þá kenningu flytur krossinn skýrum stöfum, að vér skyldum aldrei uppræta neinn úr voru fé- , lagi með nokkurskonar ofbeldi. ! það voru þeir, sem sífelt eru að •reyta arfann, sem krossfestu Krist. Hann var upprættur sem illgresi. Talar ekki krossinn til vor með hrópandi röddu! Og þó hefir kristin kirkja þráfaldlega „ræktað þá þyrna best, sem í pínunni stungu hans (Krists) blessaða höfuð sárast“ — svo eg tali með orðum meistara Jóns — þröngsýni og ofsóknaranda. Um langan aldur voru lærisveinar Krists ofsóttir. Og þó byrjar kirkjan blóðugar of- sóknir þegar er hún fékk bolmagn til þess. þeir, sem ekki vildu láta sannfæringu sína, voru ýmist reknir eða drepnir. það er hörmu- leg sjón að sjá svartklætt Ofstæk- ið, með hettuna niður fyrir augu, og Heimskuna, með lágt enni og löng eyru, bograst við að fella hæstu trén í víngarði drottins. Trén eru of há, en þessi hjú of lág til þess.að þau geti náð til ávaxt- anna. þau eru því illgresi, segir Heimskan og Ofstækið tekur und- ir. Öld eftir öld er þessi saga end- urtekin. Hinn nýi gróður kæfður eða kastað út fyrir. Lúther er hrakinn úr kirkju sinni. En óðar en búið er að girða nýja garðinn, er aftur byrjað að kasta mönnum út fyrir. það er sorgarsaga siðbót- arinnar, kristninnar og manns- andans, að altaf er haldið áfram að grýta spámennina — og reisa kirkjur á leiðum þeirra. Síðan er kirkjan höfð að vígi í baráttunni gegn næsta spámanni, sem upp rís. Og jafnan er einn spámaður- inn grýttur í nafni annars. En fyr á kirkjan ekki skilið að heita guðs ríki en hún fylgir þeim spámanni, sem er á lífi í nafni þeirra, sem eru látnir. Spámennirnir eiga að vera leiðtogar en ekki stjórar til að liggja við. þegar borið er saman við hætti annara trúarfélaga, er það einn hinn stærsti heiður íslenskrar kirkju, að hafa varðveitt sig hreina af ofsóknum í hverri mynd sem er. Skjöldur hennar væri hreinn, ef ekki væru galdrabrenn- urnar. En það er hvorttveggja að þær geta vart talist til trúarof- sókna og hófust hér seinna og voru fyr niður lagðar en í nágranna- iöndunum. Ofsóknirnar eru ekki hennar sorgarsaga, heldur hitt, hve fáir hér hafa fram komið, sem til þess hafa unnið að heita spá- menn sinnar þjóðar. En þó er gott til þess að vita, að ekki leggur löggjöf íslenskrar kirkju stein í götu brautryðjenda. 1 þeim efnum er hér farið að ráðum Gamalíels, hins ágæta manns af flokki Farísea, er sagði: „Ef þetta ráð eða verk er af mönnum, verður það að engu; en ef það er af guði, þá megnið þér ekki að yfirbuga þá. Eigi má yður það henda, að þér jafnvel berjist gegn guði“. Gamalíel hefir jafnan verið lofað- ur fyrir þessi ummæli, en mikið hefir á vantað, víðast hvar, að nýjum hreyfingum sé sýnd sú sanngirni, er Gamalíel sýndi post- ulunum. Væri það skaðlaust, að vér íslendingar héldum í því efni áfram að vera öðrum ólíkir. Eftir að þingmeirihlutinn var búinn að ganga frá málinu þann- ig, að þeir bjuggust við að engin bót fengist á kjöttollinum, var farið að ræða um sárabætur handa bændum. Kom þá frv. frá Mbl.- mönnum um skatt á sjávarafurð- ir til að bæta upp kjötverðið. Tíminn hafði þegar kjöttollurinn skall á, heimtað þetta sem bráða- birgðaúrræði, meðan verið væri að ná samningum við Norðmenn. Hér var aftur þegjandi gert ráð fyrir þessari „uppbót“ sem varanlegri. Og eins og uppástungan var rétt- mæt sem bráðabirgðaúrræði, eins var hún hættuleg ef um framtíðar skipulag var að ræða. En ávinn- ingurinn fyrir Framsóknarflokk- mn að fá þessa till. lá í því, að þar með viðurkendu fisk- og síldar- kaupmennirnir, að kjötmarkaður bænda hafið eyðilagst af því Norðmönnum var kastað út úr síldarverunum. því að ef ósann- girni Norðmanna í garð íslenskra bænda hefði á engan hátt staðið í sambandi við Grimsbylýðinn, mundu forkólfar þess flokks ekki hafa boðist til að veita bændum „náðarbrauð“ það, er þeir þóttust nú leggja á borðið. Annmarkarnir á þessari uppá- stungu eins og hún nú kom fram, voru fjölmargir. í fyrsta lagi var þessi „uppbót“ óviss. Sumir hinir greindari menn, t. d. í Sjálfstæðis- flokknum, játuðu, að slík „upp- bót“ gæti komið til mála í góðæri, en væri óhugsandi þegar síldar- salan færi í hundana og stórútgerð in rekin með tapi. Bændur gátu þessvegna aðeins vonast eftir þessari „premíu“ fyrir sinn eyði- lagða markað, þegar vel gekk. I öðru lagi átti „uppbótin“ að vera háð mati á því, hve mikið bænd- urnir töpuðu við að vera útilokað- ií í Noregi. En það var bál gata, því að Mbl.menn, t. d. Jón Auðunn, Líndal o. fl., voru í aðra röndina alt af í efa um að bændur töpuðu nokkru við tollinn. Hann myndi koma eingöngu á neytendur í Nor- egi. Sú „uppbót“, sem bændur fengu á þennan hátt, eftir mati Mbl.manna, hefði áreiðanlega stundum orðið létt upp á vasann. I þriðja lagi hefði slík „uppbót“, er til lengdar lét, orðið hið mesta hatursefni milli sveita og kaup- túna. þó að „uppbótin“ væri að- eins greidd fyrir útflutt kjöt, þá hlaut hún að hækka jafnmikið kjöt, sem bændur seldu til neyslu innanlands. það mátti því gera ráð fyrir að Mbl., sem hefir kallað sveitamenn „þreklausan bænda- lýð“, myndi eiga létt með að ala á tortrygninni, sýna að bændur væru ómagar og sníkjudýr á kaup- staðafólkinu. Hafa slík ummæli nógu oft heyrst áður, meðan eng- in rök mátti að því leiða, hvað þá heldur þegar sanna mátti, að ein- stakir menn í bæjum tvíborguðu tollinn. Fjórða mótbáran var sú, að bændur hefðu álitið þetta fyr- irkomulag sér ósamboðið,sem var- Sjðunda bréf tilKr.A. Fjandskapur Mbl.manna gegn hér- aðsskóla þingeyinga er ekki einstakt fyrirbrigði. Á þingi 1923 komu fimm Framsóknarþingmenn með tillögu í Sameinuðu þingi um að fela stjóm- inni að undirbúa héraðsskólamál Sunnlendinga. Menn skyldu ætla, að engir hefðu viljað spilla fyrir að mál- ið væri rannsakað. Allir Framsóknar- menn fylgdu kröfunni og líklega flest- ir Sjálfstæðismenn. Nafnakall var ekki, því miður. Rúmlega helmingur þings greiddi atkvæði með tillögunni. þrir greiddu atkvæði á móti. það vom samherjar þínir, Jón þorláksson, Pét- ur Ottesen og Signrður Kvaran. Flest- ir hinir Mbl.mennimir komu sér hjá að greiða atkvæði. En það er svar á sinn hátt, þegar um stór og þýðingar- mikil mál er að ræða. þarna sérð þú eins og í hinum áðurgreindu dæmum óttann við aukna alþýðumentun í sveitum. Grimsbystefnan vill draga hina uppvaxandi kynslóð fáfróða og vanmáttuga á togarana og í fiskþvott- inn, og láta fólkið lifa þar ófremdar lífi. því að vita skaltu það, að vel- gerðamenn þínir og núverandi hús- bændur, hinir nýríku síldarmenn, börðust með hnúum og hnefum, með- an þeir gátu, á móti því, að starfsfólk þeirra á toguranum fengi þann svefntíma, sem mannúðlegir þræla- eigendur létu hiklaust í té við sína ógæfusömu undirmenn. það má segja að ykkur fara flestar flíkur eins. Stundum eruð þið að grobba af því að þið viljið efla þá „hærri" mentun, bæta mentaskólalifið, háskólalífið o. s. frv. Reyndar lofaði foringi flokks ykkar, Jón þorláksson, kjósendum sínum í höfuðstaðnum, einmitt sam- herjum þinum, Grimsby-lýðnum, að leggja niður kensluna í íslenskum fræðum og sögu við háskólann. Með þessu átti að rétta við fjárhag lands- ins! Og þér mun kunnugt, öðruvísi en af þessu bréfi, að það er áreiðanlega ekki fyrir aðgerðir vina þinna, að enn er góð kensla i móðurmálinu hér við háskólann. Eg býst við, að þessi menningarfjandskapur, einkum við alt sem er þjóðlegt, sé ykkur ósjálf- ráður, sé óbein afleiðing af sama sál- arástandi, eins og þegar hinir „ný- nku“ i Danmörku pöntuðu „myndir" í 10 stofur, og ,jjækur“ til að hylja heilan vegg. Nú er að víkja að mentaskólaáhuga ykkar. Ef litið er yfir sögu landsins sést, að nálega allir mestu hæfileika- menn landsins hafa vaxið upp við þröng kjör. Meðan skólamir voru tveir, á Hólum og í Skálholti, studdi þjóðfélagið efnilega skólapilta til náms. þó var þetta ekki nóg til að tryggja sumum mestu efnismönnun- um aðgang að háskólanum. Skúli Magnússon nam skólalærdóm sinn hjá presti í þingeyjarsýslu, og tók hjá honum stúdentspróf. Jón Eiríksson var í fyrstu hrakinn frá Skálholti af því hann gat ekki borgað fyrir sig, en i'ékk þó síðar ókeypis dvöl þar, eftir að biskupaskifti voru orðin. Jón Sig- ursson nam skóialærdóíii i,„ima hjá föður sínum, en tók stúdentspróf hjá dómkirkjuprestinum í Rvík. Jónas Ilallgrímsson og Matthías eru báðir vaxnir upp í fátækt, og höfðu hvorki Reykjavikuraðstöðu eða auðuga vandamenn til stuðnings. En þjóðfé- lagið lagaði sig eftir kjörum slíkra manna og gaf þeim kost á skólagöngu og prófi samt. En nú er þetta breytt Mentaskólinn er ekki orðinn nema einn. Hann er settur í Rvík, dýrasta bæ landsins. Sökum dýrtíðar hér er fátæku aðkomumönnunum gert ná- lega ókleift að stunda langt nám. Enn síður er séð fyrir varaúrræðum eins og þeim, er gerðu Skúla og Jóni Sig- urðssyni unt að ná prófi utan skóla. Fyrst hefir slík skólamentun verið ein- skorðuð við Rvík, þar sem dýrtíðin útilokar ef til vill mestu hæfileika- mennina. í öðru Iagi ákveður reglu- gt.rð mentaskólans, að ekki megi taka í neðsta bekk nema barnungt fólk, og ekki ganga inn í 2., 3., 5. og 6. bekk nema úr næsta bekk á undan. Með aldurstakmarkinu og hinni stirfnu reglugerð er loku skotið fyrir að efna- litlir menn utan Reykjavíkur geti komist í neðri deildina. Skólinn hefir sexfaldast að kostnaði síðustu 40 ár- in, en um leið hefir orðið erfiðara með hverju ári fyrir aðkomna hæfileika- f menn að geta notið þar kenslu. Alt fyrirkomulagið hefir stefnt að því að gera skólann að áframhaldsdeild af barnaskóla Reykjavíkur, og útiloka sem mest efnismennina aðkomnu, sem byrja seint og vinna sjálfir fyrir nám- inu. Eina hjálp slíkra manna hefir Akureyrarskólinn verið. En Grimsby- forkólfarnir, sem hafa ráðið þessari breytingu, þola ekki þetta bjargræði. jJeir vilja slita Akureyrarskólann úr sambandi við mentaskólann til að geta sem vendilegast byrgt fyrir, að ef nú kynnu að fæðast hér á landi utan Reykjavíkur slíkir menn sem þeir voru, Skúli Magnússon, Jón Eiríks- son, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðs- son og Matthías Jochumsson, þá gætu þeir ekki náð að stunda háskólanám. þú ótt, sökum æsku og áhrifaleysis, ekki beina sök í þessu máli. En þínir flokksbræður hafa sektarbyrðina á baki, og þú sýnist reiðubúinn til að láta skipa þér á hvern „Úríasarpóst" sem húsbændur þínir velja þér. Eg hefi gefið þér tækifæri til „að láta ljós þitt skína“, til að skrifa af viti og stillingu um almenn velferðarmál. þú lifir og lætur eins og engin slík mál séu til, og að þú hafir ekki annan metnað en að jafnast við þá Ólaf fiænda þinn Thors og Pál sem fyr kendi sig við þverá, um orðbragð og framkomu í ritdeilu. J. J. ----0----- Til athugunar. það er kannske kynfylgja okk- ar íslendinga, hversu erfitt mörg- um veitist að hlýða lögum og rétti. Einstaklingsgagnið virðist altaf vera sett framar en það, er kemur félagsheildinni að mestu gagni. þó þetta séu ef til vill ein- hverjar leifar af „víkingslundinni, sem ekki fer að lögum“, þá er það víst, að svo byggist landið best, að lögum sé hlýtt og atorka manna stefni í rétta átt. Ekki þarf samt að kvarta um, að ekki sé gert nokkuð að laga- smíði og lagabreytingum, og þyk- ir mörgum nóg um það, enda eru það mest hin nýrri lög, sem oftast er verið að breyta. Aftur eru sum hin eldri, sem lítið hefir verið hróflað við; má þar tilnefna: Til- skipun um veiði frá 20. júní 1849. Tilskipun þessi hefir sjálfsagt ver- ið góð á sínum tíma, en nú virðast sum ákvæði hennar vera orðin úr- elt og alls ekki lengur eiga við. það, sem eg sérstaklega vildi snúa máli mínu að, eru selafriðun- arákvæðin í nefndri tilskipun. Að sönnu hefir löggjafinn þar viður- kent gagnsemi selveiðanna á ein- stökum jörðum með því, að friða fyrir skotum ákveðna vegalengd frá lögnum og látrum og lagt sekt- ir við ef brotið yrði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.