Tíminn - 31.01.1925, Síða 1

Tíminn - 31.01.1925, Síða 1
©jaíbfcti o§ afgret6slur’a6ur Cim ans er Stgurgetr ^rt&rifsfon, Sómbanisljúsirm, Heyfiatjif Címaits er í Sambcmösfyústnu ©ptn öaglega 9—(2 f, íj. Shiíi 49b IX. ár. Reykjayík 31. janúav 1925 5. blað Opið t>3?éf t±l lsin.c3.t>'L±rLa.c3£L2?xáLc31i.©r2?a.3a.s. Biðjið iim I Capstan, | Navy Cuí i Medium *| reyktóbak.| x Verð kr. 4,60 dósin, lj4 pund ^ X fyrir yður. Annað hvort álítið þér j ákveðnari brigslyrði til stjórnar þetta alt gott og blessað, að hinir j Landsbankans en þau, sem félagi nýju togaraeigendur fari með svona gríðarlega mikið fé og pökk fyrir síðast. þér verðið að fyrirgefa, ráðherra goður, þó að eg sleppi öllum kross- um og titlum. Mér eru þeir svo ótamir í munni. En í þess stað er mér ljúft að þakka yður kærlega fyrir síðast, sællar minningar. Við deildum þá um fjárauka- lógin miklu. þér voruð fjármála- ráðherra, síðar fyrverandi, og urðuð ekki fjármálaráðherra aft- ur. Ónei! Mér var það óblandin ánægja ao skrifast á við yður um f járauka lögin miklu og eg er viss um að gott af hlaust. Nú verður það að vera svo að eg þarf aftur að vega í sama kné- runn. Nú þykist eg sjá svipaðan þverbrest í fari yðar sem landbún- aðarráðherra, eins og fjáraukalög in miklu voru í fari fjármálaráð- herrans. Verður að ráðast, hvort það verður tilefni til jafnlangra bréfa skrifta. Ilt að sitja hjá. Eg játa að þér áttuð bágt með að sitja hjá, landbúnaðarráðherr- ann, þegar eg og margir aðrir, réð umst á Jón þorláksson, fyrir það að hann neitaði að hlýða skipun Alþingis um stofnun Búnaðar- lánadeildar Landsbankans. En nú höfðuð þér þagað, miss- -aerið fult, frá því að deildin átti að vera stofnuð, en var ekki stofnuð. Og þegar þér loks töluðuð, þá var ekki nema tæpur hálfur mán- uður þangað til J. þ. gugnaði á öllu saman og gafst upp. Hefði ekki verið betra fyrir yð- ur að halda áfram að þegja? Mér er kunnugt um að einstaka maður vænti góðs af yður, land- búnaðarráðherranum, í þessu mikla hagsmuna- og sanngirnis- máli bændanna. Vonir þeirra hafa nú alveg brugðist. Eg skal enn játa að eg var ekki í þessara manna tölu, og hefi nú reynst meiri mannþekkjarinn. þér tókuð til máls. Fyrir hálfum mánuði tókuð þér til máls í því málgagninu ykkar Ihaldsmanna, sem þið gefið út handa bændum. þér ritið langa grein um land- búnaðinn og víkið þá að neitun J. þ. að hlýðnast skipun Alþingis um stofnun Búnaðarlánadeildar- innar. Eg lít svo á að landbúnaðarráð- herrann eigi að vera skjöldur og skjól bændanna. En það verður alt annað uppi á teningnum í þess ari grein yðar. öll orð yðar miða að því að verja Jón þorláksson. þér þorið að vísu ekki að bera fram þá ástæðu, sem J. þ. bar mest fram á síðasta þingi, að Al- þingi mætti ekki með þessum hætti skipa bankanum. þér voruð i því efni bundinn af yðar eigin orðum á síðasta þingi. En nú teljið þér aðra ástæðu fullgilda fyrir að deildin var ekki stofnuð. þér segið að peningar hafi ekki verið til í Landsbankan- um. þér beygið yður í -duftið fyrir þeirri fullyrðingu. Ráðherra sjávarútvegarins. þér eruð líka ráðherra sjávarút- vegarins og vitið því fullvel þau tíðindi sem þar hafa gerst nýust. Eitthvað um það bil 10 nýir togarar hafa verið keyptir, eða er verið að kaupa til landsins. þessir togarar kosta a. m. k. 3 — þrjár — miljónir króna. Auk þess þurfa þessii- nýju tog- arar a. m. k. 4 — fjórar — milj- ónir króna í rekstursfé. þetta vitið þér alt miklu betur en eg. Og þessi afskaplega aukn- ing sjávarútvegarins verður með yðar ljúfu samþykki, því að ekki hreyfið þér litla fingur til þess að afstýra henni. Alviðurkent er það, að hingað til hefir landbúnaðurinn verið hörmulega útundan um rekstursfé Hvað mun þá, eftir þessi tíð- indi? þér eruð ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegar. A. m. k. 7 — sjö — miljónir króna ganga nú til hinnar nýju aukningar sjávarútvegarins. Og í sama andartaki segið þér — landbúnaðarráðherrann: 250 þús. kr., tuttugasti og átt- undi hluti af þessu aukna fé sem sjávarútvegurinn fer með, er ekki til handa landbúnaðinum. því að meira var það ekki sem lána átti í Búnaðarlánadeildinni árið sem leið og Jón þorláksson neitaði um. Ætlið þér að gerast enn svo djarfur að segja að þér hafið bor- ið hagsmuni íslenskra bænda fyr- ir augum er þér styðjið J. þ. um að neita að stofna Búnaðarlána- deildina, af því að peningar séu ekki til? þér getið leitað um alt Island og þér munuð ekki finna einn einasta bónda sem trúir yður, að pening- arair séu ekki til, í Búnaðarlána- deildina. Fjárhættuspil. En það er fleira sem rétt er að athuga í þessu sambandi. Árið sem leið var afburða gott ár. En hvar er þó réttlætingin að stofnað sé til svo gengdarlausrar aukningar togaraútgerðarinnar? Eg lít svo á að þessi ógurlegi vöxtur . togaraflotans megi blátt áfram kallast fjárhættuspil. Sú skoðun er ekki einungis mín. Mér er kunnugt um að ýmsir hin- ir reyndustu og gætnustu í hóp út gerðarmanna eru nákvæmlega sömu skoðunar. Löngum hafa útgerðarmenn sagt að fiskmarkaðurinn væri mjög takmarkaður. I því ljósi er þessi gríðarlega aukning mjög viðsjálverð. Hvaðan á að koma sá vinnu- kraftur sem þarf, á sjó og í landi, handa þessum stórkostlega aukna togaraflota? Á enn að fara her- boðið um sveitir landsins og taka hundruð karla og kvenna frá orfi og hrífu? Og þó að einu sinni láti vel í ári — á eftir margra ára vandræði um rekstur togaranna, hvaða vit er í að auka útgerðina svona gríð arlega, í litlu og fátæku landi? Eg beini þessum spurningum til yðar. þér hafið horft á þessar að- farir með hendur í vösum, og seg- íð jafnframt að ekki séu til 250 þús. kr. til hinna tryggustu lána, til hins tryggasta atvinnuvegar í landinu. Er ekki nema um tvent að ræða stofni til svona gengdarlausrar aukinnar útgerðar — og ef þér álítið það heilbrigt að þeir velti sér þannig í peningum, þá er það beinn fjandskapur við landbúnað- inn að segja jafnhliða við bændur: 250 þús. kr. eru ekki til handa ykkur. Eða: þér sjáið að vísu að þessi aukning er hættuleg og þá sýnið þér mikla lítilmensku að stöðva ekki á að ósi. þér höfðuð það í hendi yðar t. d. að leggja hinn heittelskaða verðtoll ykkar á inn- flutta nýja togara, eða að banna innflutning á þeim alveg. En þér hafið ekkert gert. Að- gerðalaus hafið þér horft á alt þetta og hreitið því í bændur að engir peningar séu til handa þeim. Peningarnir era til! Eg á enn eftir að tala við yður um þetta hvort peningarnir séu til eða ekki. Við höfum báðir í fórum okkar efnahagsreikning Landsbankans í árslokin 1923. það er fróðlegt að athuga hann eilítið, og margt mætti af honum álykta, þó að í þetta sinn verði getið aðeins eins. Landsbankinn átti þá útistand- andi í lánum og víxlum*) um 24 miljónir króna. Nú er það mjög vægt í farið, að að meðaltali séu þessi lán til 10 ára, þ. e. að á ári greiðist af þeim að meðaltali tíundi hluti. Út frá því má telja víst að í meðalári hefði bankinn fengið í afborganir kr. 2 milj. og 400 þús. En í slíku afburða velgengnisári sem árið 1924 var, má áætla þetta miklu hærra, 4—5 milj. kr. er vafalaust ekki of hátt áætlað. þetta afborgaða fé hefir banka- stjórain á hendinni til ráðstöfun- ar. Hveraig ætlist þér til, landbún- aðatTáðherra, að nokkur bóndi á íslandi, sem sér bankareikninginn, trúi yður, er þér segið að 250 þús. kr. séu ekki til til hinna alli-a tiyggustu lána sem yfirleitt er hægt að veita? Brigslyrði til stjórnar Landsbankans. þér hafið fundið, ráðheri'a góð- ur, að þér voxuð þarna á hálum ís, og þessvegna segið þér meira til þess að reyna að réttlæta yður. En sú vörn yðar snýst upp í enn *) Slept er öllum innlendum og er- lendum verðbréfum, inneignum bank ans hjá útbúunum (á 8. milj. kr.) og inneign í íslandsbanka (yfir 3y2 milj. kr.). yðar J. þ., lét sér um munn fara. þér segið bei'um oi’ðum að þó að Búnaðai'lánadeildin hefði verið stofnuð þá væri „auðsætt“, „að bankinn mundi ekki lána nema svo lítið, að það kæmi landbúnaðinum að engu haldi“. Slík brigslyrði til stjóiuar Lands bankans, um að hún gerði uppreisn gegn skýlausum vilja Alþingis, eru alveg óþolandi á vörum ráðherra. Verða þeir fáir Islendingar sem trúa slíku að óreyndu. Er alls ekki hægt að gera ráð fyrir að ráð- hei'ra grípi til slíkra ummæla nema hann sé gersamlega rökum horfinn. En um þetta hefi eg ritað svo rækilega áður, að ekki skal fjölyrt í þetta sinn. Mökkurkálfi. En sagan er ekki öll sögð enn. það er hálfur mánuður í dag síðan þér rituðuð þessa dæmalausu vamargrein yðar fyrir Jón þor- láksson. Og í gær tilkynnir Jón þorláks- son í hinu stjómarblaðinu (Morg- unbl.) að Búnaðarlánadeildin vei'ði stofnuð 1. febr. þarna fer Jón þorl. enn ver með yður en í fyrra, um þetta leyti, er hann gagnríndi fjármálastjórn yð- ar gömlu. Til hvers voruð þér eiginlega að „ganga í drullen" fyrir J. þ., úr því hann ætlaði að gugna á öllu saman rétt á eftir? Víst mun mega telja að ekkei’t nýtt hefir komið frá Landsbank- anum um að nú séu peningarnir til. það er J. þ. sem hefir gugnað; hann hefir ekki Iengur haft kjark til að standa í gegn þeim regin- áfellisdómi sem að honurn er kveð inn hvaðanæfa að á landinu. Af hræðslu við Alþingi stofnai' hann Búnaðai-lánadeildina, viku áður en þing er sett. Mikið dæmalaust eruð þér slys- inn, atvinnumálai’áðherra góður, að þurfa endilega að „ganga í di’ullen“ rétt áður en Jón gugnaði. Og hvað er nú um brigslyi'ðin til Landsbankastjórnarinnar? Ekki getur það verið að nú álít- ið þér alt í einu að nógir peningar séu til. Ætlið þér þá að standa við þau ummæh enn, að nál. ekkert vei'ði lánað í deildinni, stofnun hennar hjá J. p. nú, sé ekkert ann- að en fyrirsláttur? Eg öfunda yður álíka af aðstöð- unni nú og þessai'i gömlu sem við þekkjum báðir, þegar þér reynd- uð að verja fjáraukalögin miklu. Og þó tekur út yfir allan þjófa- bálk, skyldi svo reynast, að fögru orðin Morgunblaðsins um stofnun Búnaðai'lánadeildarinnar nú, væru tómur fyrirsláttur. I raun og vei'u liggi eitthvað á bak við, sem geri þetta undanhald Jóns þ. alveg gagnslaust. Að þetta yfirklór hans, rétt fyrir þing, væri að vísu af hræðslu sprottið, en þó vantaði nógan manndóm til að stíga skref ið fult. Getur það ekki lengi legið i láginni. Öxin og jörðin. Jón þorláksson er gugnaður og Morgunblaðið flytur ámátlega íyrírgefningarbón af hans hendi í gær. Nú geti alt orðið gott aftur, segja þeir Moi’gunblaðsvitring- arnir. Sem betur fer eru slíkar Can- ossa-ferðir fátíðar í sögunni. Og sjaldan segir sagan frá þeim tíð- indum, að sá hafi vaxið af sem gugnaði þegar á hólminn kom og bjargast á kjarkleysi. Myndi einhver muna Mökkui’kálfa í því sambandi. Fullan ósigur hefir J. þ. beðið, sent yður til að verja, og svo gef- ist upp. Og svo leggið þið upp lapp ir og biðjist vægðar: „Nú erum við aftur góðu börnin“, segið þið. það verður vitanlega ráðgast um það á Alþingi hvort eigi að taka þessa fyrirgefningarbón J. þ. gilda og hvað við ykkur eigi að gera út af allri frammistöðu ykkar yfirleitt. það var einu sinni fyrir löngu í áðgast um hvað ætti að gera við þrjá íslenska menn, og þeir menn báðu ekki vægðar og þeir menn höfðu engan gunguskap sýnt og slíkir menn vinna miklu fremur vii’ðingu manna. En við það tæki- færi var þó það sagt: „öxin og jörðin geynxir þá best“. Eg ætla ekki að vera myrkur í máli við yðui’, landbúnaðarráð- herra. Eg álít að sá niaður, sem sýnir íslenskum landbúnaði aðra eins óbilgimi og J. p. hefir sýnt, annað eins skilningsleysi á þörf landbún- aðarins fyrir lánsfé — eins og fram er komið í Búnaðarlánadeild armálinu — megi ekki með neinu móti vei*a ráðherra á íslandi. Eg gef honum enga syndafyrirgefn- ingu þó að hann verði hræddur og eti alt ofan í sig rétt fyrir þing. Og alveg sama gildir um þann landbúnaðarráðherra, sem „geng- ur í drullen*' og gerist varaarmað- ur slíks ráðherra. öxin og jörðin geymir þá best. Pólitískum dauða eigið þið að deyja skilmálalaust, þér og félags bróðir yðar, fjármálaráðherrann. þá kröfu hrópa til mín og annara þingmanna, bændurnir, víðsvegar að af landinu, jafnvel úr yðar kjör dæmi. Eg, fyrir mitt leyti ætla ekki að daufheyrast við þeim kröfum. Með kærri kveðju. Yðar einlægur Tiyggvi þórhallsson. -----0---- Látinn er hér í bænum þorvald- ur Björnsson, yfirlögregluþjónn fyrverandi, háaldraður orðinn. Hann var sonur Björns prests í Holti undir Eyjafjöllum þorvalds- sonar prests sama staðar, Böðvars sonar, forföður hinnar afarfjöl- mennu þorvaldsættar. þorvaldur heitinn var hið mesta hraust- menni, kempulegur og lét mikið að sér kveða á yngri árum. Ekkja hans lifir hann: Jórunn, dóttir Sighvats alþingismanns Árna- sonar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.