Tíminn - 31.01.1925, Qupperneq 3

Tíminn - 31.01.1925, Qupperneq 3
TlUIMH 19 brýnt fyrir mönnum. að leggja sem besta rækt við sýningarnar, svo að þær megi verða að sem best um notum og veita þá íræðslu og hvatningu, sem þær eiga að veita og geta veitt. Nú standa fyrii- dyrum tvær sýningar, sem mér er kunnugt um og með því að þær, hver um sig, taka yfir stór svæði, er það mjög mikils vert að þær fari vel úr hendi. — Iðnaðarmannafélag Ak- ureyrar og Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands gangast í samlögum íyrir iðnsýningu á Akureyri 1 júní n. k. Á sýningin aðallega að vera fyrir Norðlendingafjórðung. Og Héraðssamband ungmennafélag- anna í Árnes- og Rangárvallasýsl- um boðar til iðnsýningai’ við þjórsárbrú í sambandi við hið árl. íþróttamót félaganna. — Sýning- ar þessar, svo víðtækar sem þær eru, ættu að geta haft mikil og góð áhrif. það er að vakna áhugi hjá almenningi fyrir því að fram- leiða til eigin þarfa meira en áður, og ef markaður opnast innan- lands og utan, er hvötin enn meiri til aukinnar framleiðslu. — Sýningarnar eiga að bæta smekk maxma og auðga andann að hug- myndum, ekki síður en skóli. Eg hef verið á þó nokkrum heimilisiðnaðai’sýningum hér á landi, þær hafa verið mjög mis- jafnar að gæðum, allstaðar þó stór framför með æfingu. Eink- um hefir brytt mjög á einhæfni í framleiðslunni. Langsjölin t. d. verið sannneínd plága. Menn verið ragir að láta al- genga hluti, álitið að á sýningar eigi einungis að koma einkennileg ir hlutir, jafnvel fáránlegir, sem varið er til mjög miklum tíma. þetta er hinn mesti misskilningur. — Sýningin á einmitt að vera spegill heimilisframleiðslunnar og geti hún um leið bent mönnum á nýjai’ og beinni leiðir, því betra. það væri mjög æskilegt að þess- ar tilvonandi sýningar vildu með ljósum dæmum færa mönnum heim sanninn um það, að húsbún- að, áhöld, klæðnað og sængur- fatnað má gera snyrtilegt og vel við okkar hæfi, þótt íslenskt sé. — Heimilin, og það jafnvel sveita- heimilin, eru að missa hinn frum- lega íslenska blæ, af því að þar er alt aðkeypt. það væri gaman ef þessar sýn- ingar gætu haft til fyrirmyndar ísl. húsbúnað, svo einfaldan að hver laghentur maður gæti gei’t hann, en þó svo snotran, að hann sómdi sér hvervetna vel. — Eg átti ekki alls fyrir löngu tal við merkan prest á Suðurlandi um heimilisiðnaðarsýningai' alment. Hann taldi þær að mörgu leyti góðra gjalda verðar, en sérstak- lega sagðist hann vilja styðja þá sýningu, er sýndi með dæmum, hvað maður og kona, vel samhent og laghent, gætu framleitt til heimilisnota og heimilisprýði. Hann áleit að það yrði ílest það sem nota þarf daglega*). Eg vona að nú sé tækifærið kom ið og að það verði notað. — þá þurfa þeir sem hugsa til framleiðslu til sölu, að hafa það hugfast, að það verður að þola samjöfnuð við það útlenda að út- liti, verðlagi og haldgæðum, ella er það útilokað. það væri þarft verk að sýna vel gerða hluti úr þeim efnum sem ið höfum nóg af, en sem ekki eru nýtt sem skyldi, t. d. togi, hross- hári, horni, og svo ýmislegt úr skinnum. Mai’gt af þessu mætti með lagi gera að ágætri verslunarvöru inn- anlands og utan. — Toginu er t. d. langt frá sá sómi sýndur, sem það á skilið. Gæti eflaust mikið notast í húsgagnafóður, svipað og utlendingar margir nota hör. Til undirbúnings sýninga þess- ara væri mjög vel tilfallið að hafa smásýningar heima í hreppunum, t. d. um sumarmálin, og velja svo það besta úr á aðalsýninguna. þetta hefir verið gert víða á Norð urlandi og gefist ágætlega. það er og full þörf á að láta einn mann úr hverjum hreppi fylgja mun- um á aðalsýningarstaðinn, setja þá upp, annast þá, selja það sem selja á, gefa upplýsingar um ýmislegt þeim viðvíkjandi, leggja þá niður o. s. frv. — En ekki mun nægja að hafa einn mann til að safna í hvei’jum hreppi. þar veitir ekki af góðum liðsmönnum, al- *) pað er að sjálfsögðu ekki mein- ingin með þessari tillögu, að elnn mað ur og ein kona gerðu alt það sem sýnt yrði i þessum tilgangi á sýningum. En það yrði sýnt, sem maður og kona, laglient og samtaka, geta þann- ig gert tll heimillsbóta. Hlutafjelaéið „Det kongel. octr. almindelige Brandassurance Gompagni“. Stofnað í Kaupm.höfn 1798. Vjer tilkynnum hjer með, að vjer höf- um gefið H.f. Carl Höepfner umboð fyrir fjelagið í Reykjavík. Stjórnín. Alfa- Laval skilvindur reynast best. Pantanir annast kaupfé- iög út um land, og Samband ísl. samviéiaga. menningi er sérstaklega tregt um að láta muni á sýningar og þarf þar oft á mælsku að halda og sannfæringarkrafti, ef fram á að ganga. þeir sem annast þessar fyrir- huguðu tvær sýningar, þurfa að láta sér ant um að fá það besta, sem þar verður sýnt, eða sams- konar hluti, á hina fyrirhuguðu landssýningu 1980. Sú sýning þai’f að verða fjölbreytt og landinu að öllu leyti til sóma, að því þurfa sem flestir að vinna. Halldóra Bjamadóttir. Aflakongur Islands. Guðmundur Jónsson skipstj. á Skallagrími er og hefir undanfarið verið lengi mesta aflakló þessa lands. Lang- hæstur aflamaður var hann á ár- inu sem leið og 10 árin síðustu. þó er hann ekki nema 34 ára gam- all og skipstjóraæfin ekki nema 12 ár. Hefðu í gamla daga efalaust myndast sagnir um slíkan afla- kong. Langhæstur var afli hans árið sem leið — um 2700 tunnur af lifur og er það langsamlega heimsmet. — Hitt á þá heldur ekki í láginni að liggja að Guðmundur MELOTTE Aðalumboðsmenn: Á. ÓLAPSSON & SCHRAM Simn.: Avo. Simi: 1493 H.f. Jón Sigmundsson & Co. Millur og alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. hefir alla tíð fengið orð fyrir að vera allra skipstjóra nærgætnast- ur og umhyggjusamastur við há- seta sína. Var hann farinn að framfylgja í verkinu vökulögun- um, löngu áður en þau voru lög- leidd á Alþingi, enda voru þau ekki síst reist á hans reynslu, því það voru sterk rök að aflakongurinn lét lifa eftur þeim reglum sem lög- in ákváðu. — I landi er þessi afla- kongur Islands önnur hönd Bjarna mágs síns Ásgeirssonar um hinn fjölbreytilega og merkilega búskap sem hann rekur á Reykjum í Mos- fellssveit og væntir Tíminn að geta af því flutt nánari fregnir innan stundar. — En 1 tómstund- um sínum leggur þessi aflakong- ur íslands stund á forn innlend fræði. Hann les þá af kappi Is- lenskt fornbréfasafn og önnur forn merkisrit. — Fer vel á þessu því að fyrir 1000 árum var og varð ætt Skallagríms gamla á Borg af þessu sama frægust: fjáröflun og fræðaiðkunum. Miklar ófarir fóru Ihaldsmenn á þingmálafundi í Borgarnesi í gær Versti gallinn á gulrófum er trénunin — því ef það kemur fyr- ir þá verða þær ónothæfar til manneldis. þá er uppskeran lítils- virði og þá fæst lítið fyrir vinn- una. Og þetta hefir mjög oft kom- ið fyrir. En Kiasnöje Selsköje hefir aldrei brugðist og hún hefir sýnt sig að vera svo árviss að fram- vegis mun eg — að svo miklu leyti sem ekki er hægt að fá ís- lenskt gulrófnafræ — aldrei rækta annað gulrófnaafbrigði en hana. Og ekki selja fræ af öðru gul- rófnaafbrigði útlendu. það væru mikil tíðindi og góð, fyrir þá sem gulrófnarækt stunda — og þá sem neyta þeirra — ef reynsla komr andi ára sýndi að hér væri um gulrófnaafbrigði að ræða sem aldrei þyrfti að bregðast, þar sem ræktunin væri í lagi. þá þyrfti ekki að óttast, eins og oft og ein- att nú, að gulrófnauppskeran sé að meira eða minna leyti ónýt. þeir sem óska að fá gott fræ af Krasnöje Selsköje sendi pantanir til Búnaðarfélags íslands; geta þeir þá fengið það sent gegn póst- kröfu. þið sem stundið gulrófnarækt! Ræktið þið afbrigðið finska, Kras- nöje Selsköje, það mun verða ykk- ur mestur hagur sem stendur. En við Islendingar þurfum að auka fræræktina af okkar ágæta ís- lenska gulrófnaafbrigði; þá mun ágóðinn verða enn meiri. Ragnar Ásgeirsson. -----o---- Bak eða lófi. Bændamenningunni íslensku er enn ekki lengra komið en það, að um mörg verulegustu atriðin, sem líf hennar varðar, virðist engu líkara en að sumir bændur eigi afarörðugt með að átta sig á, hvort að stéttinni snýr bak eða lófi. ömurlegustu sannanirnar í þessu efni eru alþingiskosningar í einlitum sveitakjördæmum, sem hvað eftir annað láta hafa sig til þess að kjósa þá menn á þing, sem fylla andstöðuflokk sveitamenn- ingarinnar, flokk þann, sem nú kallar sig Ihaldsflokk. En vitnin eru af mörgu tægi, og mætti til bragðbætis nefna afstöðu nokk- urs hluta bænda til kjöttollsmáls- ins, eða öllu heldur afstöðuleysi. Verður sú saga uppi fyrst um sinn. Aðalatvinnuvegur bænda er á svipstundu kominn í meiri hættu heldur en nokkur móðuharðindi eða horfellir hefir nokkurntíma komið honum í, og alt um það er engin veruleg hreyfing sett á mál- ið úr sveitunum, nema frá Fram- sóknarflokknum á þingi. Vísast eru orsakirnar að þessu hinar eðlilegustu. Margra alda niðurlæging í stjórnarfarsefnum hlaut að draga dilk á eftir sér, enda er frá tveim hliðum stuðlað að viðhaldi þessa ófremdar- ástands. Annarsvegar, en þó ósjálfrátt, af þeim leiðandi mönn- um, sem þykir vænt um bænda- hlutskiftið, en loka augunum fyrir ágöllum, sem einmitt þeim bæri að víta, en hinsvegar, og að yfirlögðu ráði, af stéttum þeim, sem kom- ist hafa í þá aðstöðu, að drotna í þessu landi, eða nákvæmar tiltek- ið, nokkrum fyrirferðarmestu mönnunum úr útgerðar- og versl- unarstéttinni, mönnunum sem hafa tögl og hagldir á þingi þjóð- arinnar og flestum helstu trúnað- arpóstum, sem máli skifta, svo sem landsstjórn og bönkum, og nú kalla sig einu nafni íhaldsflokk. Aðstaða þessara manna væri fyrir löngu gerbreytt, ef þeim hefði ekki með miklum blaðatil- kostnaði, aðstoð einstakra manna cg fláum fagurgala á mannfund- um, einkum undir kosningar, tek- ist svo sem raun ber vitni um að rugla hina fjölmennu bændastétt i því, hvort að henni snéri bak eða lófi. Lægni íhaldsflokksins um að sýnast fyrir bændum, lýsir sér ágætlega í afstöðunni til helstu umbótamálanna, sem Framsókn- arflokkurinn hefir borið fram á þingi undanfarið. Er þar fyrst að minnast jai’ð- ræktarlaganna. porði Ihaldsflokk- urinn ekki að standa óskiftur móti þeirri stórfeldu réttarbót til handa bændum, og náðu því lögin þing- meirihluta og konungsstaðfest- ingu. En hvað stoðar það? Rétt- arbótin er látin verða að engu þrátt fyrir það. Til framkv. lög- unum þurfti mikið fé, en mennirn- ir með töglin og hagldirnar veittu sem nemur hundrað krónum á hrepp til framkvæmdar lögunum. Hugsið ykkur höfðingskapinn! Ellegar hið stóra stökk, sem hinn þjakaði landbúnaður hlýtur að taka, þegar hundrað króna seðill- inn kemur inn í sveitina ykkar. önnur lög eru borin fram til sig- urs á alþingi. Lög eru samin um hagkvæmari lán til handa land- búnaðinum, en hingað til hefir þekst. Ihaldið klofnar í málinu. Sá hluti þess, sem átti kjörfylgið í sveitunum, þorir ekki annað en fylgja málinu. En hvað stoðar það? Ihaldsstjórnin neitar að framkvæma vilja alþingis. Land- búnaðarlánadeild er engin stofn- uð. Ihaldsliðið hefir leikið það fyr að vera hliðholt landbúnaðinum í orði, þótt annað reynist á borði. þriðja aðförin að sveitunum er þó einna eftirtektaverðust. En það er hið svonefnda íhaldsbréf, sem sent er hverjum oddvita í landinu. Aðalefni þess er að heimta kyrstöðu. öll íræði, sem kosta lántöku, dauðadæmd. Of mikil varfæmi er það miklu fremur en skilningsskortur á hagsbótamálunum, sem gert hefir landbúnaðinn að eftirbát annara atvinnuvega, og sýpur hann nú af því seyðið. Hjálparmeðöl sveita- rnenningarinnar eru ekki öllu meiri nú en sjávarútvegsins með- an aflað var eingöngu á árabátum. Og enn væri við sjávarsíðuna lifað og dáið við þann afla, sem næð- ist á árabátum, ef aldrei hefði mátt taka lán atvinnuveginum til þróunar. En einmitt þegar samkepni at- vinnuveganna mæðir hvað tilfinn- anlegast á landbúnaðinum, þá fá oddvitar sveitanna sendibréf alveg milliliðalaust frá hæstvirtum ráð- herra, og ráðherrann heimtar ekki varfærni, heldur fullkomna kyr- stöðu um allar félagslegar fram- kvæmdir. Og til frekari áherslu kveðst ráðherrann hafa á bandi með sér, hvað bréfsefnið snertir, báðar aðalbankastjórnir landsins og gjaldeyrisnefndina. Knéð er látið fylgja kviðnum. Er hér um svo fyrirferðarmikla íhaldsráðstöfun að ræða, að eigi verður orða bundist. þeim gaf sem þurfti. I Hefði varfærni bankastjóma á ! undanförnum árum í peningasök- um verið jafnmikil og bænda um verklegar félagsframkvæmdir, og hefðu allar áætlanir verkfræðinga síaðist jafnvel og ráðagerðir bænda um verklegar framkvæmd- ir, þá hefði farið ögn betur á um bréfagerð þessa. En því miður er ekki slíku að heilsa. thaldsbréfið er rökrétt áframhald af fram- kvæmd jarðræktarlaganna og drápi landbúnaðarlánadeildarinn- ar. Framtíð Ihaldsins hér á landi byggist á ófremdarástandi sveita- menningarinnar. því skyldi engan undra, þótt fast sé á móti staðið, þegar framkvæma á stórmæli landbúnaðinum til viðreisnar. Og festa íhaldsins virðist eink- ar greinileg í þessu þrennu, fram- kvæmd jarðræktarlaganna, með- ferð landbúnaðarlánadeildai’innar og tilgangi íhaldsbréfsins. Og ekki vitna aðgerðirnar hinar á móti

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.