Tíminn - 11.03.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.03.1925, Blaðsíða 1
Cöjcdbfeti o$ afgreiöslur'aöur Cimans et Sigurgeii' ^riörifsfon, Sombanösijúsinu, Keyfjacií. ^ýjgteibsía C í rn a n s er í Sambanösíjúsinu (£)pin öogíega 9—\2 f. b Sfmi ^96 IX. ár. Kæliskipsnefndin. Álit meiri hluta kæliskipsnefndarínnar. Eftir að hafa haldið þá fundi, sem hægt hefir verið að halda i kæliskipsnefndinni, höfum vjer undirritaðir, með tilliti til þeirra upplýsinga sem vjer höfum getað afl- að um þau atriði málsins, sem oss var falið að athuga, komist að þessari niðurstöðu í málinu: Verð á skipum hefir ekki lækkað á síðastliðnu ári, heldur hefir það þvert á móti virst fara hækkandi, svo að það mun ekki vera mögulegt að fá skip eins og það sem hjer er verið að hugsa um, fyrir mimia en ca. 1500000. En þar eð landið þarf, sem stendur, ekki á fleiri dýrum skipum, sem ætluð ei-u til áætlunarferða, að halda, með því að vor eigin skip verða að sigla mikinn hluta ársins án þess að hafa fullfermi, og skip það sem er í Norður- landsferðunum hefir jafnan orðið að sigla tómt til út- landa frá því í ársbyrjun og þangað til í ágústmánuði, mun vera vafasamt að hægt verði að fá svo dýrt skip til þess að bera sig nema með geysiháum styrk, þá 10 mánuði ársins, sem það verður að keppa um siglingarn- ar við erlend skip, sem eru ódýrari, jafnframt því sem dýrtíð hjer er svo mikil að öll laun verða um 30% hærri en þau laun sem greidd eru á erlendum skipum. Við nánari athugun kemur í ljós að fyrirkomulag það, sem fyrst hafði verið ráðgert, að frysta kjötið um borð, mun reynast ókleift, með því að frysting á þexma hátt, mun taka svo langan tíma, að skipið getur aðeins farið eina ferð í sláturtíðinni með fullfermi, af því að tíminn sem fer til þess að ferma kjötið, mun verða um 4 vikur. Af þessu leiðir því það, að vjer verðum að sleppa þessari hugmynd um að frysta kjötið um borð, og gera ráð fyrir að koma verði upp frystihúsum í landi, enda mun það vera eina leiðin sem talist getur ábyggileg til þess að góðum árangri verði náð, þar eð maður að öðrum kosti getur átt það á hættu, að um það leyti sem slátr- að hefir verið á einhverri af stærstu kjötútflutnings- höfninni, sem á við slæma höfn að búa, skelli á óveður, svo að skipið verði að halda burt þaðan, og vera til sjós í marga daga, en kjötið, sem ef til vill er þegar selt sem nýtt kjöt, verður þá að salta niður. Vjer álítum að það hafi afarmikla þýðingu að hægt verði að flytja út kælt eða fryst kjöt, en á hinn bóginn lítum vjer svo á að gera verði enn víðtækari tilraunir í þessu efni, áður en vjer þorum að ráða til að fengið verði svo dýrt kæh- og frystiskip, auk allra þeirra frystihúsa sem samtímis þarf að reisa í landi, þar eð hvorttveggja er sem stendur mjög dýrt, og sjálf útgerð skipsins verður aðeins rekin með tapi þann tíma, sem ekki á að nota það til kjötflutnings,þareð vjer höfum einmitt þessa 10 mánuði nægilegan skipakost. Vjer verðum þess vegna að mæla með því að rann- sóknum sje haldið frekar áfram og að útflutningur í stærri stíl en hingað til, verði reyndur ennþá um tíma með hæfilegum styrk frá ríkinu, uns ábyggilegri árangur hefir fengist í þessu efni, og að notuð verði til þess skip sem hægt mundi vera að fá leigð í þessu skyni, áður en sjálft hið endanlega stóra fyrirtæki verður framkvæmt. það er ennfremur álit vort, eftir ummælum sem fram hafa komið þar að lútandi og samkvæmt þeim rannsókn- um er vjer höfum gert, að útgerðarfjelögin hafa ekki mikinn áhuga fyrir þessari útflutningsaðferð að því er útflutning á fiski snertir, svo vjer getum þar af leið- andi ekki vænst neins verulegs fjárstyrks af þeirra hálfu. Fiskinn þarf sem sje að flytja út í ísnum, ísvarinn, eins og enski markaðurinn krefst að hann sje fluttur, og svo- leiðis fisk má helst ekki flytja úr einu skipi í annað. það má heldur ekki frysta fiskinn og ekki er heldur hægt að geyma hann kældan, án þess að hann falli mjög í verði. þess vegna teljum vjer að kæli- og frystiskip sje ein- ungis, en þá einnig verulega þýðingarmikið, vegna út- flutnings á kjöti og ennfremur útflutnings á smjöri og laxi. Hlutafje það, sem ef til vill verður hægt að safna í þessu skyni, álítum vjer að verði hverfandi, saman- borið við kaupverð skipsins, svo að taka verði stórt lán, til þess að koma málinu í framkvæmd, en slíkt lán mun gera það að verkum, að fyrirtækið ber sig enn ver, þar eð mikið fje þarf til þess að greiða árlega vexti og af- borganir af láninu. Eftir reynslu þeirri sem vjer höfum teljum vjer að Reykjavík n. mars 1925 kælt kjöt geti í mesta lagi haldist ferskt um borð í 6 daga, ef vel er með það farið, en ekki lengur. þar af leið- andi verður maður að álíta að frá Akureyri sje einungis hægt að flytja kælt kjöt beint til Leith eða Glasgow og frá Reykjavík beint til þessara hafna, og einnig frá einum eða tveim fjörðum á Austurlandi, og þá íengst til Hull eða Liverpool. En það kjöt sem flytja á út frá öðrum höfnum á landinu sem fjær liggja, verður að frysta. Kælt kjöt er og aðeins hægt að flytja út frá góð- um höfnum, þar sem trygt er að hægt sje að ferma skipið á ákveðnum tíma. Álit vort er því í stuttu máli það, að málinu sje frestað, en að svipaðar tilraunir með útflutning á kældu kjöti, sem gerðar hafa verið hingað til, sjeu gerðar enn um skeið, en í stærri stíl, með leigðum skipum og ríkis- styrk. Gangi tilraunir þessar vel, og komi það í ljós að kjötsalan verði arðmeiri á þennan hátt en hún hefir verið þegar kjötið hefir verið saltað eins og hingað til, og þegar skipsverð hefir lækkað og verður sanngjam- ara en það er nú, beri að taka málið upp á ný. v Reykjavík, 26. febrúar 1926 Emil Nielsen C. Proppé Halldór Kr. þorsteinsson Álit minni hluta kæliskipsnefndarinnar. Á fundi kæliskipsnefndarinnar hinn 30. júlí f. á. var okkur undirrituðum falið að athuga sjerstaklega þá hlið málsins er veit að landbúnaðinum. Hefðum við gjarna kosið að hafa lokið því starfi fyr en nú, en ýmsar ástæður liggja til að svo gat ekki orðið. Eins og sjást mun af því sem á eftir fer höfum við talið nauðsynlegt að afla margháttaðra upplýsinga um málið, bæði innan- lands og utan. Varð lengri dráttur á því að við fengjum öll þau svör sem við töldum æskilegt að fá, en ráð var gert fyrir í fyrstu. I annan stað höfum við báðir haft mörgum öðrum störfum að gegna samhliða, sem sumpart urðu að sitja fyrir nefndarstarfinu. En nú teljum við að við höfum fengið nægileg gögn í málinu til þess að af- greiða það af okkar hálfu. Fer hjer á eftir sundurliðað yfirlit yfir það sem við höfum fengið upplýst um málið og við teljum máli skifta, og því næst tillögur okkar um hvað gera skuli í málinu: • -rnmr ■- " j ; "■ .... Lr&itað upplýsinga. I. Fyrix-spurnir til kjötútflytjenda. Hinn 15. ág. sendum við eftirfarandi brjef til helstu kjötútflytjenda um land alt: 29 forstjóra bændafjelaga, kaupfjelaga og sláturfjelaga og 33 kaupmanna: Reykjavík, 15. ágúst 1924. Háttvirti heiTa! Samkvæmt ályktun síðasta Alþingis hefir ríkis- stjórnin, hinn 26. f. m., skipað milliþinganefnd í kæli- skipsmálið. Hefir nefndin átt fund með sjer og nefndar- menn skift með sjer störfum. Hefir það komið í hlut und- irritaðra að rannsaka sjerstaklega þá hhð málsins er snýr að landbúnaðinum. Leyfum við okkur þá að snúa máli okkar til helstu kjötútflytjenda landsins og beiðast álits þeirra, upplýs- inga og umsagnai' um ýms atriði er málið snei-ta. Vildum við einkum nefna þessi atriði: 1. Teljið þjer það yfirieitt mjög æskilegt að kæliskip verði útvegað, til þess að útflytjendum að minsta kosti standi sú leið opin, ef nauðsyn bæri til, að koma kjötinu á erlendan markað kældu eða frystu? 2. Hversu mikið kjöt hefir alls boðist til sölu undanfarin 5 ár í verslunarumdæmi yðai': a. sem selt hefir verið innanlands? b. sem selt hefir verið til útlanda? 3. Hve snemma sumars væri hugsanlegt að hefja út- flutning á kjöti úr verslunarumdæmi yðar, og um hve mikið gæti verið að ræða fyrir venjulega sláturtíð? 4. Hve lengi fram eftir haustinu mætti draga að flytja út kjöt úr verslunarumdæmi yðar, og um hve rrxikið gæti verið að ræða eftir venjulega sláturtíð ? 5. Er íshús í vei’slunarstaðnum, eða hús sem nota mætti í bili um haustið sem íshús, og hve mikið kjöt tæki * það? 12. blað ______________ 6. Gæti kæliskipið komið að notum fyrir bændur í yðar verslunarumdæmi um annað en útflutning á kældu og frystu kindakjöti? Á hvaða tíma árs mundi sá flutn- ingur falla til og hve mikið á hverjum tíma? (t. d. lax, nautakjöt o. fl.). 7. Ályktun Alþingis gerir ráð fyrir, að að rannsökuðu máli fari fram almenn fjársöfnun til fyrirhugaðs kæli- skips. Munduð þjer gera ráð fyrir mikilli þátttöku í yðar hjeraði, í slíkri fjársöfnun? 8. Munduð þjer vilja gerast forgöngumaður um slíka al- menna fjársöfnun í yðar hjeraði? 9. þar sem fyrirsjáanlegt er að a. m. k. fyrst um sinn, hlýtur rekstur kæhskips fyrst og fremst að vera kom- inn undir flutningi annara vara en kældra og frystra, en samkepnin unx flutningana til og frá landinu hins- vegai' er mikii, vildum við að síðustu beina þeirri spumingu til yðar hvoi’t þjer mynduð vilja hlynna að væntanlegu kæliskipi með því að láta það fremur sitja fyrir um að annast þá flutninga sem þjer þarfn- ist, jöfnum höndum og skip Eimskipafjelags Islands? þar sem ályktun Alþingis gerir ráð fyrir að nefndin skili málinu fullrannsökuðu í hendur næsta Alþingis, þar sem eigi lítið er liðið á þann tíma, þar sem tillögur nefndarinnar að sjálfsögðu hljóta mjög að styðjast við álit, upplýsingar og umsögn helstu kjötútflytjenda landáins, um þau atriði sem hjer hafa verið nefnd, og ef til vill önnur sem þjer vilduð að víkja, vildum vjer mega vænta þess að svar yðar bærist okkur eigi síðar en hixxn 1. nóv. þ. á. Virðingarfylst. F. h. Kæliskipsnefndarinnar. Jón Ámason. Tryggvi þórhallsson. Svörin fengum við sum töluvert síðar en ráð var fyr- ir gert, frá 21 forstjóra bændafjelaganna og 11 kaup- mönnum. Fer hjer á eftir, í stórum dráttum, yfirlit yfir þær undirtektir. 1. Um nauðsyn kæliskips. Einróma kemur það álit fram í brjefunum að hin mesta nauðsyn sje, vegna land- búnaðarins, að með einhverju móti sje franxleiðendum gert mögulegt að nota breska kjötmarkaðinn og mun hik- laust mega fullyrða að áhuginn á máli þessu sje mjög vaknaður um land alt, hjá öllum almenningi, eigi síður en hjá kjötútflytjendunum. 2. Um útflutt kjötmagn. Fullkomið yfirlit höfum við ekki fengið um útflutt kjötmagn frá hvei’ri einstakri höfn, vegna þess að svör vantar sumsstaðar að. En að þeii’ri hhð víkjum við síðar. 3. Kjötútflutningur fyrir slátui'tíð. Meiri hluti kjöt- útflytjenda telur hin mestu toiTnei’ki á að kjötútflutning- ur geti byrjað fyrir venjulega sláturstíð. Verður af svör- unum hiklaust ráðið að fyrst um sinn verður yfirleitt ekki hægt að nota kæliskip til að flytja út sauðakjöt fyr en seint í september. Á sjö höfnum (Stykkishólmi, Hólma- vík, Sauðárkróki, Akureyri, Borgarfirði eystra, Seyðis- firði og Reyðarfirði) er gert ráð fyrir að byrja mætti með dálítið fyrst í september, og á einni (Borgarnesi) um miðjan ágúst. 4. Kjötútflutningur eftir sláturtíð. Enxx ákveðnari eru svörin um það að eins og stendur sje ógerlegt að draga útflutning á kældu sauðakjöti fram yfir venjulega slátur- tíð. Á tveim höfnum (Borgarnesi og Vopnafirði) er gert ráð fyrir að draga megi að nokkru til 15. nóv., en hvergi lengur. 4. íshús. Langsamlega víðast eru engin íshús til. Á einstaka stað eru smáíshús til, en væri ekki hægt að fá til notkunar þeirrai' er þyrfti við í þessu sambandi, enda lítil og vart nothæf. Undantekningar eru í Reykjavík og á Akui-eyri. 6. Annax- útflutningur en sauðakjöt. Um það bil helm- ingur kjötútflytjenda gerir vart ráð fyrir öði’um útflutn- ingi en sauðakjöti. Allmargir nefna þó nautakjct og ligg- ur í augum uppi, að ef markaður gæti fengist fyrir það, mundi víða mega auka framleiðslu þess mjög mikið. þá nefna margir lax og vísum við til skýrslu Hagstofunnar um það, sem síðar getur. Loks nefna margir kola og heil- agfiski, en það atriði liggur fyrir utan verkefni okkar. 7. —9. Undirtektir undir f jársöfnun o. fl. Undantekn- ingarlaust bera svörin vott um hinn mesta áhuga almenn- ings fyrir málinu og undantekningarlítið er gert ráð fyi’- ir almennri þátttöku ef til kæmi og eru kjötútflytjend- umir fúsir til að gangast fyrir þeii'ri fjársöfnun, enda hafa þeir besta aðstöðu til þess. Og enn taka þeir því vel að hlynna að kæliskipinu, um aðra flutninga, samhliða skipum Eimskipafjelags Islands. II. Verðsamanburður. Eins og alkunnugt er hefir Samband íslenskra Sam- vinnufjelaga undanfarin ár gert tilraunir með útflutning á kældu kjöti til Englands. Framkvæmdarstjóri þess í Englandi, herra Guðmundur Vilhjálmsson, hefir annast xim sölu þess, og þai’afleiðandi kynst enska kjötmarkað- I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.