Tíminn - 11.03.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.03.1925, Blaðsíða 4
46 f í M I H H 9. Samskonar skýrsla frá Sláturfjelagi Suðurlands. Auk þessara skýrsla höfum við átt kost á að athuga skýrsiur um kjötverð og kostnað við slátrun o. fl. frá fjölda kaupfjelaga árin 1920—1923. pegar athuguð er skýrslan um samanburð á verði Nýja Sjálands kjötsins og íslenska kjötsins sjest að verð- munurinn er geysimikill. Árin 1904—1914 er verðlag yfir- leitt stöðugt bæði á kjöti og öðrum vörum. þá valda geng- isbreytingar heldur ekki þeirri truflun á vöruverðlagi sem síðar varð. Á þessum árum er verðmunurinn, eins og við höfum áætlað hann, 8—29 aurar á kg., en eftir stríðið er hann þó miklu meiri, þá kemst hann upp í 141 ey. á kg. Telji menn óvarlegt að taka N. Z. kjötið til saman- burðar má taka ástralska kjötið í staðinn. Verðmunurinn er talsvert mikill á þessum tveimur kjöttegundum, en þó er mjög álitlegur verðmunur á ástralska kjötinu og því íslenska. Vitanlega getur orðið ágreiningur um það, hvort við höfum áætlað kostnaðinn svo nærri rjettu lagi að á þeirri áætlun verði hægt að byggja úrslitadóm í þessu máli, en við hyggjum þó að hvergi skakki svo miklu, að verulegu nemi. Er helst hætt við að frystikostnaðurinn kunni að vera ónákvæmt áætlaður, því um þann kostnað vantar almenna reynslu hjer á landi. Með því að leggja til grundvallar kostnaðinn við írystingu og geymslu á kjöti í Reykjavík ætti þó að vera nokkurnveginn trygt að áætlunin sje nógu há, þvi kostnaður við byggingu frysti- iiúsa og rekstur þeirra, mun ekki reynast hærri annar- staðar á landinu en í Reykjavík. þó við ekki ætlum okkur þá dul að fullyrða, hvað mikið íslendingar hafa tapað á því að hafa ekki átt kost á að nota sjer breska markaðinn, þá getum við ekki látið hjá líða að benda á, hvað líklegt er að bændur hefðu bein- línis hagnast á því, að eiga kost á að senda talsverðan hluta af dilkakjötinu frosið á breskan markað, í stað þess að selja það saltað. Skýrsla sú er hjer fer á eftir sýnir þenna hagnað, eins og við áætlum hann. (Sjá VIII. Skýrslu). Hjer er stríðsárunum slept. Væru þau tekin með myndi heildarupphæðin lækka, því þá var kjötverðið í VIII. Skýrsla sem sýnir áætlaðan liagnað við sölu á frosnu kjöti 1904-1914 og 1920 -1923. Gert er ráð fyrir að 2/5 hluta af útfluttu kjöti hefði mátt flytja út frosið. Ártöl 2/5 hl. aí útfl. kjöti kg. Verð- munui' pr. kg'. Verðmunur alls kr. 1904 499.120 21 104.815 1905 543.480 29 157.609 1906 551.240 9 49.612 1907 801.980 20 160.396 1908 570.600 29 165.474 1809 813.120 11 89.443 1910 919.880 19 174.777 1911 897.000 16 143.520 1912 962,920 26 250.359 1913 1.291.800 16 206.688 1914 1.240.568 8 99.245 1920 1.213.115 33 400.327 1921 883.785 54 477.244 1922 1.432.880 109 1.561.839 1923 1.174.579 141 1.656.156 Samtals kr. ú.697.504 Bretlandi oft lægra en hjer, enda var þá beitt mjög ströngum ráðstöfunum af stjórnarvaldanna hálfu til þess að halda kjötverðinu niðri á Bretlandi. En aftur á móti er engin ástæða til að ætla, að á þessum árum hefði verið flutt mikið af frosnu kjöti til Bretlands, þar sem verðið var lægra þar en saltkjötsverðið hjer. Af þessum ástæðum sleptum við árunum 1915—1919, en þeir sem telja það rangt, geta tekið þessi ár með. Kjötútflutningurinn alls þessi ár var sem hjer segir: 1915 — 2.982.800 kg. 1916 — 1.869.474 — 1917 — 3.168.312 — 1918 — 1.918.160 — 1919 — 5.126.125 — Gert er ráð fyrir í skýrslunni að 2/5 hlutar kjötsins hefðu verið sendir út frosnir. Er sú áætlun vitanlega nokk- uð af handahófi, en miklar líkur mæla með því að a. m. k. svo mikinn hluta mætti flytja út frosinn, ef ís- og frysti- hús væru á helstu útflutningshöfnum og kostur væri á hentugum flutningatækjum. Auk þess beina hagnaðar, sem telja má líklegan eft- ir skýrslunni, er engum efa bundið að saltkjötsmarkaður- inn myndi verða hærri og tryggari, ef hægt væri að senda talsverðan hluta af kjötinu til útlanda í öðru ástandi og selja það fyrir betra verð en nú er kostur á að fá fyrir saltkjötið. Allar líkur benda einnig á, að ekki sje óhætt að íulltreysta því að Norðmenn, sem kaupa langsamlega mestan hluta saltkjötsins, ætli til lang- frama að una við það samkomulag sem varð um niðurfærslu kjöttollsins síðasthðið ár. Hafa Stórþinginu nú borist harðorðar áskoranir frá útgerðai'mönnum í Norður- og Vestur-Noregi, og í aðalmálgagni bændanna norsku, Nation, 20. febrúar þ. á., þar sem getið er um þessa áskorun, er þess getið að tolhækkunin hafi verið bændunum skaðleg og farið hlýlegum orðum um þing- mann einn (öen), sem lagði á móti niðurfærslu tollsins við umræður í Stórþinginu síðastliðið. þar sem svo lítil trygging virðist fyrir því, að sú skipun, sem fjekst á kjöttollsmálinu í Noregi síðastliðið ár haldist til langframa, væri það óafsakanlegt kæruleysi af landsmönnum, ef ekki væri í tíma reynt að tryggja mark- að annarstaðar, ef norski markaðurinn bregst, jafnvel þó ekki væri um það að ræða, að afla betri markaðar. þykj- umst við þó hjer að framan hafa sýnt fram á það með allgóðum rökum, að hægt sje að fá betra verð en nú er kostur á, fyrir talsverðan hluta af því kjöti, sem íslend- ingar verða að flytja út árlega. Virðist aldrei hafa verið meiri áhugi en nú fyrir aukinni ræktun hjer á landi, en jafnframt því, að meira fje er varið til ræktunar, verður að finna ráð til að afla víðtækari markaðs fyrir aðalfram- leiðsluvöru landbúnaðai'ins, og fyrst um sinn mun kjöt- framleiðsla verða arðvænlegust hjer á landi. Getur komið til mála að sú framleiðsla veröi þó þegar fram líða stund- ir, nokkuð með öðrum hætti en nú er. Er seimilegt að nautpeningsrækt verði meiri í láglendishjeröðunum og væri vel athugandi, hvort ekki væru hjer góð skilyrði til að ala upp nautpening til útflutnings, einkum á Suður- landsundirlendinu, þar sem sauðfjárrækt borgar.sig lak- ast. En alt ber að sama brunni. Til þess að slík breyting geti orðið að nokkru liði fyrir framleiðendur, þarf að gera þeim kleift að koma kjötinu nýju eða frosnu á er- lendan markað. Niðurlag í næsta blaði. \ Tveir stóx’merkir þjóðskörung- ar, heimskunnir menn, eru nýlega látnir og voru báðir úr hóp jafn- aðai'manna. Annar er Hjalmar Branting, forsætisráðherra Svía en hinn er Ebert, forseti lýðveld- isins þýska. Báðir voru enn menn a besta aldri, þótt nokkuð væru orðnir rosknir. Á engum sænskra stjórnmálamanna hefir jafnmikið boi’ið hin síðari árin sem Brant- ing. Er það vafalítið að hinn mikli vöxtur jaínaðarmannaflokksins sænska stafar eigi lítið af persónu legu trausti á Branting, enda var hann sem hinn ókrýndi konungur flokksins og nú er hann lést, var hann í þriðja sinn forsætisráð- herra í Svíþjóð. Auk starfaima heima fyrir vann Branting mikið út á við, einkum að friðaimálun- um. Enginn maður á Noi’ðurlönd- um hefir unnið jafn mikið og merkilegt starf í alþjóðabanda- laginu sem Branting. — Ebert vai’ forseti lýðveldisins þýska, hinn fyrsti til þess kjörinn og var enn er hann lést. Ber öllum saman um að það starf hafi honum farið ágætlega úr hendi og hafa þó ekki erfiðari ár liðið yfir þýskaland en þau. Var hinn upphaflegi kjör- t.’mi hans í forsetasæti löngu lið- inn, en það varð allsherjar sam- komulag um að hann skipaði sætið áfram án þess að ný kosn- ing færi fram. Er af því Ijóst hversu almenns trausts hann hef- i>’ notið. — Um hríð leit svo út, fyrir stuttu, að til ófriðar mundi dx-aga, enn einu sinni milli Tyrkja og Grikkja. Var það tilefnið að Tyrk- ir reyna af alefli að hrekja úr löndum sínum þá Grikki sem eru þar búsettir og kom nú að því að þeir vísuðu „patríarkinum“ burt úr Miklagarði, yfirbiskupi allra grískkatólskra maima. Um alt Grikkland urðu menn æfir yfir þessu og mörg skeyti fóru stjórn- anna í milli, og ekki öll friðsam- leg, en þó lítur nú út svo sem ekki verði úr styrjöld. En hvar sem „patríarkinn" hefir farið um Grikkland, eftir útlegðardóminn, er honum tekið með kostum og kynjum, eins og vænta mátti. — Meiri hneykslismál hafa kom ið upp á þýskalandi nýlega, en nokkru sinni áður. Fletta rann- sóknirnar ofan af afskaplega margvíslegum fjárdrætti, svikum cg mútuþágu, sem hefir átt sér stað í ríkinu, þau árin einkum, er peningarnir þýsku voru að falla. Margir hinna æðstu embættis- manna og kunnustu stjóiiimála- leiðtoga hafa flækst inn í málin. Hafa orðið berir að því að hafa verið í vitorði með fjárdráttar- mönnum þessum, þegið af þeim gjafir, veitt þeim hlunnindi o. s. frv. Sitja þeir nú í langelsi, t. a. einn fyrverandi kanslari, úr flokki jafnaðarmannanna. — Fjármálaráðherra Rússa lýsti því nýlega yfir í ræðu að ekki kæmi til mála að viðurkend- ar yrðu og endurgreiddar skuldir keisai’astjórnarinnar gömlu, við Frakkland. — Fluglistin tekur jafnt og þétt miklum framförum og altaf fjölg- ar þeim stöðum er komast í fast flugvélasamband. En ákaflega mikið vantar á enn að flugið sé orðið trygt. það líður varla svo clagur að ekki verði eitthvert flug- slys, meira eða minna, einhver- staðar í Norðurálfunni. Eitt dæm- ið af mörgum er það, að fyrii’ 4 vikum var flugvélanemi frá Bel- gíu að fljúga síðasta prófflug sitt. Hann lenti í kastvindi sem varp- aði vélinni til jarðar. Kom hún niður á þak á stórum skála þar sem teknar eru lifandi myndii’ og fór í gegn um þakið. Urðu níu verkamenn undir og létu þar líf sitt með flugmanninum. — öldum saman laut Finnland Svíum, embættismenn allir töluðu sænsku og frá því stafar það að enn er því svo varið um allstór héröð í Finnlandi að þar mælir fólkið á sænska tungu. Hefir oft kastast í kekki út af þessum svo- nefnda sæsk-finska flokki, en nú er svo komið að hin finska tunga er orðin algerlega einráð í hinu opinbera lífi. Nú nýlega, er ný- kjörið þing kom saman, bar svo við að kjörinn var forseti þingsins maður — úr bændaflokki — sem alls ekki skilur sænsku. Kvarta hinir sænskumælandi þingmenn mjög undan þeirri lítilsvirðingu, sem þeim sé með þessu gerð. — í ýmsum nágrannalöndum Grikklands hafa heyrst háværar raddir um að skerast ætti í leik- imi út af því að „patríarkinn“ var rekinn burt úr Miklagarði og jafnvel á þingi Frakka kom þetta til orða. Út af þessu hefir Tyrk- neska þingið í Angora lýst þvi yfir, einróma, að ef nokkur leyfi sér að blanda sér í þetta mál sé vopnum að mæta. — Enn á ný hefir Roald Amund sen getað aflað sér 125 þúsund dollara til Norðurheimskautsferð- arinnar. Er nú fullyrt að hann ætli að leggja af stað í júní frá Spitsbergen. — Árið sem leið fóru 5121 skip um Súesskurðinn er báru rúmlega 25 milj. smálesta. Hefir umferðin aldrei fyr orðið svo mikil. — Frederich Albert Cook, sem eitt sinn vakti á sér alheimsat- hygli, er hann fullyrti að hann hefði komist á norðurheimskaut- ið, og var þá gerður heiðurs- doktor við Kaupmannahafnarhá- skóla, hefii’ nú aftur vakið á sér eítirtekt. Hann hefir verið dæmd- ur í 15 ára fangelsi fyrir fjársvik við stofnun steinolíufélags. — Miklar tilraunir hafa verið gerðar undanfarið um að tala með þráðlausum tækjum milli skipa og lands á Englandi. Er talið að til- raunirnar hafi gengið ágætlega og standi á því einu að fá hæfi- lega „bylgjulengd" til þess að fyr- irbyggja áhrif frá öðrum tækjum. — Fregnir berast af því að Trotsky ætli ekki orðalaust að láta Bolchevickana velta sér úr völdum. Er haft eftir honum að hann ætli að berjast til þrautar á allsherjarfundi Kommunista sem bráðlega á að halda. Hefir stjóm- in hins vegar gert upptæk öll einkabréf Trotski’s. — Á átta mánuðum á árinu sem leið særðust eða biðu bana 2833 menn á þýskalandi vegna járnbrautaslysa. — pó að fullkominn samningur hafi nú verið gerður milli Japana og Rússa um hagsmunamál þeirra í Asíu og ef til vill um gagn- kvæma hjálp í stríði, þá er það engan vegin ætlun Japana að breyta að kenningum Bolshevick- anna rússnesku. þeim er þvert á móti mjög umhugað um að engin slík áhrif berist til sín og hafa nýlega sett afar ströng lög um eftirlit með innflutningi útlend- inga. — Itölskum flugmanni tókst r.ýlega að fljúga yfir Etnu með- an gos stóð yfir. Hafði hann með- ferðis ljósmyndavél og gat tekið mjög glöggar lifandi myndir af gosinu. — Síðan Ítalíukonungur settist að í Rómaborg, íyrir rúmum 50 árum, og páfinn þá misti öll ver- aldleg yfirráð, hefir páfinn talið sig vera fanga í Vatikan-höllinni og enginn páfi hefir sig paðan hreyft. Nú er fullyrt að Musso- hni vilji stofna til i Ulix b sátta milli páfa og konungs, en ekki er kunnugt með hverjum skilmálum það verði. En að því búnu er gert ráð fyrir að páfinn fari af stað í mikinn leiðangur víða um heim. — Stórkostlegt námuslys varð nýlega skamt frá borginni Dart- mund á þýskalandi. Vai’ð spreng- ing í námunni sem leiddi það af sér að sum námugöngin hrundu. Fjölmargir af verkamönnunum lokuðust iimi í námunni og þar sem loftrásirnar, sem leiða burt eitraðar lofttegundir höfðu einnig eyðilagst. köfnuðu verkamennim- ír hópum saman. Alis munu um hálft annað hundrað verkamenn hafa týnt lífi. — Nú eru að hefjast fjárhags- vandræði á ný í Austurríki. Leit svo út um tíma, undanfarin ár, sem ríkið mundi rétta við fjár- hagslega. Nú er aftur orðinn mik- ill halli á ríkisbúinu. — Enn hafa Spánverjar beðið osigur í Marokkó og verða enn að hörfa undan og sleppa meira landi. — Hungursneyð er í stórum héröðum í Kína. Segja fregnir að 1000 manns hafi dáið úr hungri. — í ár verða skattarnir í Frakk iandi svo þungir að 740 frankar toma á hvern einstakling. I fyrra voru þeir 624 á hvern einstakan. — I tyrkneska þinginu lentu tveir þingmenn nýlega í svo harð- vítugum áflogum að annai’ særð- ist svo að hann beið bana af stuttu síðar. I franska þinginu komst alt í uppnám uni líkt leyti. Hófu þingflokkamir að syngja, hver sinn uppáhaldssöng, og blek- byttur og stólar og annað sem lauslegt var, var notað sem skot- vopn. — I styrjöldinni miklu misti fjöldi hei*manna sjónina. Nú hefir frönskum augnlækni tekist að gefa mörgum þeirra aftur sjón- ina. Hefir hann þegar læknað 15 og streyma nú blindu henneim- Laus staða. Framkvæmdarstjórastaðan við Kaupfélag Eskifjarðar er laus til umsóknar frá deginum í dag að telja. Umsóknir stílist til stjórnar félagsins, og skulu þær vera komnar til hennar eigi síðar en 15. apríl n. k. Umsækjendur skulu tilgreina launakjör þau, er þeir vilja hafa, og láta fylgja einhver skilríki fyr- ir verslunarþekkingu sinni. þess skal getið að félagið getur látið framkvæmdarstjóranum í té - íbúð í húsum félagsins, ef óskað er. Staðan veitist frá 1. júní n. k. að telja. Eskifirði 9. janúar 1925. F. h. stjórnar Kaupfélags Eskifjarðar. Jón Valdimarsson. Frímerkí. Allskonai1 notuð íslensk frímerki og þjónustufrímerki keypt hæsta verði. Sendið þau sem þér hafið eða biöj- ið um mina nýju innkaupsverðskrá. Andvirðlð sent um hæl. S. EISTAD, Sydnesgt. 25. Bergen (Norge). irnir á fund hans hundruðum saman. — Bauer, kanslari fyrverandi á þýskalandi, hefir í einu hljóði ver- ið rekinn úr jafnaðarmannaflokkn um. Sannaðist að hann hafði ver- ið riðinn við hin margumtöluðu fjárglæframál. — Samningar eru nýlega gerðir milli Rússa og annara Norðurálfu þjóða um járnbrautaferðir. Er nú komið á fast samband milli jám- brautaferða í Allri Norðurálfu og austur alla Síberíu til Kyrrahafs. I'erðin frá Eystrasalti, Riga, til Kyrrahafs, Vladivostok, tekur 14 daga. Er sú leið 9000 kílómetrar. — Nýr forseti finska lýðveldis- ins var kjörinn 16. f. m. Nýi for- setinn heitir Lauri Kristian Re- lander. Hann er bændaflokksmað- ur, rúmlega fertugur. Hefir ekki látið sérlega að sér kveða í stjóm- málum. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.