Tíminn - 14.03.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1925, Blaðsíða 1
(Sjaföfeti og afgrci&slur,a6ut Cimans et 5 i 9 u r g « i r ^ >H & r* ? 6 í0 n.. SambanösljúsÍTtu, HcYÍjauif. ^fgreifcsía íimans er ( Sambanösfeúsmu ©pin öaglcga 9—\2 f. b- Simt 496. IX. ár. lleykjavíli 14. mars lt)25 14. blað V araiö^resflan. Ræða Ásgeirs Ásgeiissonar, þm. V.-lsf., við 1. umr. í neðri deild. þó ekkert væri annað en það, að þetta ríkislögreglumál*) hef-ir ekki verið lagt fyrir þjóðina áður en það var borið fram hér á þingi — þá bæri af þeirri ástæðu einni saman að vísa því frá að þessu sinni. Öll stórfeld mál á að ræða með þjóðinni í stjórnfrjálsu landi, áður en þau eru lögð fyrir löggjafarþingið. þjóðarviljinn er bakhjarl löggjafarinnar og þó einkum framkvæmdai'valdsins. það er ekki það, sem fyrir þjóð- ina á að leggja, hvort það sé þessi virðulega samkoma, sem á að setja lög í landinu eða ein- hverjir flokkar — j afnaðarmanna eöa aðrir. Um það munu allir á eitt sáttir, að löggjafarvaldið er i höndum þingsins og að fram- kvæmdarvaldið á að sjá um að lögum sé hlýtt. Um það er ekki ágreiningur í þessari háttvirtu deild — enda ætti sá maður hing- að ekkert erindi, sem á annan veg hugsaði. Um hitt er ágreiningur- inn: hvernig framkvæmdarvald- inu skuli háttað — og* hér er gerð svo viðurhlutamikil till. um breyt- ing á skipulagi framkvæmdar- valdsins, að nauðsyn bar til, að till. væri rædd til hlýtar áður en •hún væri fram borin á löggjafar- þingi þjóðarinnar. 1 frumvarpinu er svo ákveðið að ríkislögregla „skuli sett í hverjum kaupstað á landinu — eftir því sem við verður komið“ og í athugasemdunum er þess get- iö, að réttast sé að lögin gangi þegar í gildi, til að flýta fyrir framkvæmdum þeirra. En á fram- söguræðu hæstv. forsætisráðherra var ekki að heyra, að hugað væri til framkvæmdar annarsstaðar en í Reykjavík og e. t. v. á Siglu- firði. Liggur því næst að ætla, að háttv. þm. annara kaupstaða — háttv. þm. Akureyrar, ísafjarðar, Seyðisfjarðar, Vestmannaeyja og Gullbringu og Kjósarsýslu, — sem allir voru* stuðningsmenn stjórn- arinnar, hafi látið hana á sér skilja, að þeirra kjördæmi séu ekki þurfandi fyi’ir þessi fríðindi — og ráðherrann þá, eins og rétt var, beygt sig fyrir því. Umsagna kaupstaðanna, eða bæjarstjórna þeirra — sem að mestu annast lög gæsluna — hefir ekki verið leitað, og er hæstvirtri stjórn því skyld- ara að taka fult tillit til fulltrúa þeirra hér á þingi. En það má segja, að ekki blási byrlega fyrir l'rv. þegar flm., hæstv. forsætis- ráðherra, er þegar í framsögur. sinni fallinn frá að nota þá heim- ild til fulls, sem hann æslcir eftir að fá hjá þinginu. Um Siglufjörð er það að segja, að háttv. 2. þm. Eyfirðinga hefir þegar tekið til máls og látið á sér skilja, að Siglfirðingar æski ekki eftir þeim ,,umbótum“ sem í frv. felast. það er alt annað, sem Siglfirðingar hafa óskað eftir. þeir sendu í fyrra til þingsins *) Varalögreglan er hér alstaðar neíncl ríkislögregla, þar sem hún er kostuð aí ríkinu. fjölmenna áskorun um að vín- verslun landsins þar á staðnum yrði lögð niður. það er sú eina „löggæsla“, sem þeir hafa óskað eftir. I áskoruninni segja þeir svo: „Síðan áfengissalan var sett hér niður, er daglegum friði vor Siglfirðinga spilt svo — að minsta kosti að sumrinu til — að óviðun- andi er framvegis. Ilávaði og frið- arspjöll ölvaðra manna hafa keyrt svo úr hófi fram, að sóma bæjar- ins og velferð borgaranna er teflt á fremsta hlunn“. þessu svaraði hæstv. forsætisráðherra svo, að hann skyldi taka málið til athug- unar, „því“, eins og hann sagði, „mér er ekki kært að hafa útsölu- staði vínanna fleiri en beinlínis er nauðsynlegt vegna samninganna við Spánverja“. þetta var vel mælt, og væntu Sigifirðingar nokk urrar úrlausnar, þar sem ekki er líklegt, að nauðsyn bæri til, sam- kvæmt Spánarsamningrium, að hafa útsölustaðina tvo á Norður- landi, en ekki nema einn í öðrum fjórðungum. Nú vil eg spyrja hæstv. forsætisráðherra hver nið- urstaðan hafi orðið og hvort ekki megi vænta bráðra framkvæmda — því eg vona, að niðurstaðan hafi ekki orðið sú, að nauðsyn bæri til — vegna tekna ríkis- sjóðs af áfengissölu — að hafa útsölustaðina sem flesta, en hins- vegar ætli stjórnin fúslega að láta Siglfirðingum í té ríkislög- reglu, til að skakka leik hinna ölvuðu manna, sem með framferði sínu eru að reisa við fjárhag rík- isins. Ef Siglfirðingum er veitt ósk þeirra, þá eru vandræði þeirra leyst, án þess að stjórnin þurfi þeirra vegna nokkura heimild til að að setja á laggirnar hið mikla lögreglubákn, sem farið er fram á. Kann að vera, að ríkið gerði rétt í því að styðja þá til að fjölga lögregluþjónum um 2—3 að sumr- inu, en það á óskilt mál við það frv., sem hér er til umræðu.*) þá er Reykjavík ein eftir. það liggja hvorki fyrir málaleitanir frá bæjarstjórn, lögreglustjóra né neinar umsagnir þeirra — né fundasamþyktir, er sýni að hér sé almenningsósk á ferðum. þvert á rnóti. það sem borist hefir héðan og annarsstaðar að af landinu, eru mótmæli ein. það fylgir frv. ekki ein áskorun frá einum fundi í einu einasta kjördæmi. Einn af þm. Reykjavíkur hefir þegar tek- ið til jnáls — og ekki mælt frv. bót. En nú fáum við vafalaust að heyra ummæli hinna Reykjavíkur- þingmannanna, sem allir eiga sæti i þessari háttv. deild, og vitan- lega hafa hugsað mál þetta ítar- lega. Ef þeir þegja, þá er sú þögn ekki samþykki, heldur miskunn- semi stuðningsmanns við stjórn sína — og vildi eg þá skjóta því ----------(_ *) Forsætisráðherra lét þess getið, að stjómin liafi, yegna Spánarsamn- inganna, e.kki treysts til að leggja niður vínsöluna á Siglufirði og liafi það þegar verið tilkynt kaupstaðar- búum. til hæstv. forsætisráðherra, hvort ekki væri varlegast að taka frv. aftur.*) það væri án efa besta lausnin á málinu. Ef ekki koma ákveðnar kröfur, einbeitt ósk um ríkislögreglu, í þeirri mynd sem til er ætlast í frv., þá hefir frv. engan bakhjari. þá er þjóðarvilj- inn í römmustu andstöðu við fi*v. En þjóðarviljinn á að vera upp- spretta löggjaíarinnar, og hann er í þessu efni óumflýjanlegt skil- yrði fyrir framkvæmdinni. Hæstv. forsætisráðherra dreg- ur enga dul á, að orsakirnar til að frv. er fram borið, eru atburðir, sem orðið hafa hér í Reykjavík á seinni árum. Eg hefi að vísu heyrt út í frá þá vörn fyrir frv., að þjóðfélag vort sé svo varnar- laust gagnvart útlendum ofbeldis- mönnum, að svo búið megi ekki standa. Er þá vísað til Tyrkja- ránsins og Jörundar Hundadaga- konungs, þó seint sé nú að grípa til varnar gegn lionum. En þá væri hér um hervarnir að ræða, og býst eg við að hæstv. forsætis- ráðherra vilji ekki heyra það, enda hefir hann ekki flutt þessa vörn fyrir frv. Væri og landið alt jafn berskjaldað fyrir, þó einhver liðsafli væri hér fyrir í Reykja- vík. Er og þessi ótti óþarfur, þar sem enski flotinn hefir friðað höf- in svo vel, að öryggið er meira fyrir þá,sem á sjó ferðast en hina, sem fara á landi, hvað yfirgang snertir. Enski flotinn er að þessu leyti okkar mikla vernd, þó hún sé orðin svo gömul og sjálfsögð, að við gerum okkur oft ekki grein fyrii; því. það er sagt að þeir smáfuglar séu óhultastir sem hreiðra sig í nánd við örn- inn, og svo er um okkur og Eng- land. það er því óþarfi að ala á þessum kvíða. Hæstv. forsætisráðherra taldi aftur aðalorsök þess að frv. er fram borið uppþotið, sem varð út af rússneska drengnum fyrir nokkrum árum. Hann var þá sjálf ur dómsmálaráðherra, og tók fast í taumana. það dugði. það er þess vegna undrunarefni, að nú skuli eftir mörg ár flutt frv. til stór- brotinna breytinga á löggæslunni í tilefni af atburðum, sem ekki sprengdu það kerfi, sem við þá bjuggum við og höfum altaf búið við. þar var um uppþot að ræða, sem reyndist auðvelt að yfirbuga þegar framkvæmdavaldið tók rögg á sig. það hefðu að líkind- um aldrei vandræði af hlotist, ef það hefði fyr trúað á mátt sinn. þar var um enga bylting að ræða, heldur uppþot. það var rangt, sem bv. þm. V.-Skaftfellinga lét um mælt, að þar hafi heill stjórnmála- flokkur ráðist á lögregluna. Bylt- ingu er hér óþarfi að óttast. það er ilt verk og óþarft, að espa sjálfan sig og aðra upp í bylting- arótta, þegar ekki einu sinni þeir, sem mesta samúð hafa með þjóðfélagsbyltingum í öðrum lönd- um, telja neinar líkur til að hér geti orðið bylting, nema hún sé á undan gengin í Englandi og á Norðurlöndum. En þess verður *) Tveir þingm. Reykjavíkur, Jak. M. og J. Balri., andmæltu frv. en Magnús Jónsson þagði, og er þó ekki vanur því þegar minna liggur við. langt að bíða, að þar sporðreisist þjóðfélög'in. það er gott nágrenn- ið við þjóðir, sem standa svo framarlega að stjórnmálaþroska. En í þessu liggur öryggi vors þjóð félags: í nágrenninu við þessar þjóðir og þó helst í vorum eigin hjörtum. Erfðavenjur þessa vors litla þjóðfélags og forn festa ætti eitthvað að hrökkva og þola ann- að eins og það, að við eignuðumst 30 togara. Guð hjálpi okkur þá, þegar stóriðnaðurinn heldur hér innreið sína, og sú skrílmyndun, sem honum hefir víðast fylgt! fslensku þjóðfélagi ætti ekki að vera hætta búin, því hér er eng- inn skríll til, eða réttara sagt, hér er skríllinn ekki stétt út af fyrir sig, því aldrei verður hjá hinu komist, að nokkur skríll sé í öll- um stéttum. En það er tvent, sem eg vildi víkja nánar að í sambandi við þetta uppþot. Annað eru vopnin, sem þar var gripið til. Hæstv. for- sætisráðherra telur það „gaman- yrði“, að tveir háttv. þm. hafa gert ráð fyrir vopnaburði í sam- bandi við ríkislögregluna. En hvað liggur nær en að hugsa sér það — enda er rúm heimild í frv. fyrir alt slíkt — þegar byssur voru not- aðar í uppþotinu fræga? Hæstv. forsætisráðherra segir að vísu, að gert sé ráð fyrir, að það séu ekki brjálaðir menn, sem eigi að fram- kvæma lögin. En er það ekki einn- ig siður óbrjálaðra ráðherra, að óska ekki eftir víðtækari heimild- arlögum, en gert er ráð fyrir, að einhverntíma þurfi að grípa til? Heimildarlög þessi standa þó hann víki frá völdum, og þá er það heimildin sem gildir, en ekki ræða hans um það, hvernig hann ætli að nota hana. þetta er einn höfuð- galli frv., hvað það er víðtækt.það er svo víðtækt, að þó 'það sé að vísu ekki lög um að hér skuli dreg inn saman her í landinu og æfður, þá er það þó aldrei ofmælt, að það séu heimildarlög um að stofna her í landinu, ef þeirri stjórn, sem að völdum situr, býður svo við að horfa. Hæstv. forsætisráðherra segir að vísu, að skotvopn komi þar ekki til mála, því liðið eigi að vera búið að hætti annarar lög- regiu — en hvar var þá heimildin til að fá varaliðinu, sem tók Ólaf Friðriksson höndum, byssur í hendur? Var það gert án þess að nokkur heimild sé til þess í lög- um ? Eg óska eftir skýru og ákveðnu svari! því annaðhvort hefir það verið gert í heimildar- leysi, eða það er full ástæða til að ætla,að tilgangurinn hafi verið sá, er frv. um ríkislögreglu var sam- ið, að liðið yrði æft í vopnaburði. Eg segi þetta ekki til að veiða hæstv. forsætisráðherra í neina gildru. Tilgang'ur minn er sá einn, að ljá mitt lið til að koma í veg fyrir vopnaburð í framtíðinni, en ekki að hengja fortíð ráðherrans á gálga. Mér væri það svar ljúf- ast: að hér á landi megi engum fá vopn í hendur nema atvinnu- lögreglunni í nauðvörn og land- helgisvörðum. Svo ættu íslensk lög að mæla fyrir. Eggvopn og skotvopn ættu hér að vera bann- færð. Og þó er ekki nauðsyn að það standi neinstaðar í lögum. það hafa um langan aldur verið óskrifuð lög — og óskrifuð lög, helguð af venju og sögu, eru sterkari en þau lög, sem sam- þykt eru á þingum. það hefði ver- ið óhætt í uppþotinu að treysta þessari venju í stað þess að láta tortrygnina fá sér vopn í hend- ur — því jafnvel þó tortrygnin hefði verið á rökum bygð, þá er almenningsálitið enn hér svo óspilt, að sá maður, eða flokkur- manna, sem fyrstur verður til að beita eggvopni eða skotvopni í viðureign milli þegnanna er þegar, því samkvæmt, búinn að bíða ósigur. — þetta þykir kann- ske full kristilegt’. því það er nú svona, að jafnvel þó ásakanir um kristindómshatur séu farnar að tiðkast í kosningadeilum, að þá velta sumir samt vöngum, ef í þjóðmálum á mest að treysta á gott innræti þegnanna. En þetta er nú samt svona hér á landi. í fé- lagsmálum geta menn valið sér sínar þroskabrautir — og þeim þjóðum, sem á þetta þora að treysta, mun verða að trú sinni. Framh. ----0--- Bréf. Herra próf. Ágúst H. Bjarna- son, Reykjavík. það gladdi mig stórlega að lesa ritgerð yðar í síðasta Skírni um cand. Magnús Eiríksson; og sem nákomnasti núlifandi ættingi hans (bróðursonur og nafni) votta eg yður innilegustu þakkir fyrir þetta skrif yðar, þar enginn mað- ur, mér vitanlega, hefir felt gleggri, óhlutdrægari og réttlát- ari dóm um líf hans, lund og gerð- ir, né með skarpari skilningi vigt- að og metið manngildi hans. Auðkúlu í Húnaþingi 24. febr. ’25. Stefán M. Jónsson. Sá er eldurinn sárastur er á sjálfum brennur, og finna þeir sárt til íhaldsmenn hve þunglega þeim veitist að berjast fyrir hin- um illu málum sem stjórn þeirra ber fram, og að þeim gengur illa að verjast bæði á Alþingi og utan. Kemur sársauki þeirra fram í því að þeir kvarta undan að Fram- sóknarmenn í neðri deild tali altof mikið og mikla þeir það í huga sínum, því að þeir finna svo glögglega hversu þeir verða und- ir. Hafa lengstar umræðurnar orðið um varalögregluna. Einir tveir af Framsóknarmönnum (Tr. þ. og Á. Á.) fluttu um það mál rækilegar ræður og sá þriðji (Sv. Ól.) flutti stutta ræðu. Bernh. St. bar fram stutta fyrirspurn. En utan Framsóknar töluðu 9 — níu — menn í málinu, þrír sjálf- stæðismenn (M. T., Jak. M. og B. J.), jafnaðarmaðurinn (J. B.) og fimm íhaldsmenn (J. M., J. þorl., Sigurj. J., B. Línd. og J. Kj.). Svo er um þá aðstöðuna og getur vart aumari frammistöðu stjórnarflokks, en að þola ekki rökstuddar ræður andstæðinga. -—0------ í þingvallanefnd hefir stjórnin skipað Matth. þórðarson, Geir Zo- éga og Guðjón Samúelsson, til að undirbúa hátíðahöldin >1930.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.