Tíminn - 14.03.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1925, Blaðsíða 4
52 VIMIHN 13. bréf til Kr. A. prjú mál um stefnu og starfshætti I:ramsóknar- og Mbl.manna hafa ver- ið til umræðu í vetur og eg eytt nokkrum tíma til að skýra málið. Hið fyrsta var sú ásökun pórarins á Hjaltabakka, að Framsóknarflokkur- inn vilti á sér heimildir. Að hann stefndi að blóðugri byltingu innan- lands, en ekki að aukinni almennri þróun i mentun og efnahag. Allir vita nú livernig þVí lauk. Málsvari ykkar hefir orðið að gefast upp. Róg- mælgin hefir ekki þolað ljós dagsins. Frammi fyrir öllum landslýð er þór- arinn og þeir mörgu samherjar þínir, sem voru samsekir um róginn, að Framsókn væri ofbe.ldisflokkur, orðn- ir að viðundri og athlægi öllum sæim- legum mönnum. Eg vona að þú get- ir fyrir flokks þíns hönd og með hon- um beygt þig i duftið í iðrun og yfir- bót fyrir ósvífni þá er þið sýnduð fyrst i þessu máli, og síðar fyrir bleyðiskapinn er á var tekið. Annað málið heíi eg hafið á hend- ur ykkur. Að rökstyðja skoðun Jóns þorlákssonar í hinni frægu Lögréttu- grein hans. Að sanna með dæmum úr reynslu undanfarinna ára að við Framsóknarmenn höfum í ölium mál um unnið að því að lyfta þjóðar- lieildiimi til hollari og betri lifskjara og meiri menningar. En þið íhalds- menn hafið unnið fyrir sérhagsmuni íamennrar gróðaklíku,. og á móti aukinni almennri mentun. þegar eg hefi fært nokkur fleiri dæmi í vetui og vor, mun fullsönnuð kenning Jóns þorlákssonar um skaðsemi ílialds- stefnunnar. þriðja málið hefir þú vakið. Kenn- ing þín var sú að íslensk blaða- menska væri nú grófari og persónu- legri, einkum hjá andstæðingum ykk- ar Mbl.manna, heldur en verið lmfði áður. Eg vil gjaman að þetta sé rann sakað. þjóðin hefir gott af því. En það verður að gerast með sögulegu yfirliti, með dæmum úr eldri og yngri blaðamensku, en ekki með því að slá fram eínhverju, sem kanp að þykja liæfileg árás i stundardeilunni. þú varst svo illa fær til að fella nokk- urn dóm um þetta, að þú hafðir ekki emu sinni lesið til hlýtar það blað, sem þú erfðir eftir 2—3 missira rit- stjórn manns sem nú heíir játað, að hann hefir fyrir fé lánað nafn sitt á blaðið, en aðrir samherjar þínir sltrifað á ábyrgð hans. Eg tek aðeins helstu gömlu blöðin og hvað helstu ritstjórarnir segja um aðra helstu menn samtíðar sinnar. En til að ýfa ekki upp gömul deilu- mál set eg alt af N. N. i stað nafns- ins á þeim manni sem áfeldur hefir verið. Með þessu næst takmarkið. Að sýna rithátt helstu ritstjóra undan- genginn tíma, án þess að fúkyrðin og múturnar séu nokkrum að meini fremur en sýningargripir á safni. Einn af liinum gömlu merkisritstjór- um hefir kveinkað sér undan að koma á siíka sýningu, og gert sig sekan í þeirri undarlegu glópsku, að fara að blaðra um hverjir hefðu orðið fyrir bogaskotum 1897. Sá mað- úr hefir eitt sinn áður talað í likum tón og þú um rithátt nútímamanna. Sleggjudómunum um hnignun blaða- menskunnar hefir verið þráhaldið fram. En yfirlit til að dæma rétt hefir vantað. Og þegar það yfirlit er fengið mun rannsókn sú leiða í ljós, að persónulegu ádeilurnar, voru af- skaploga bitrar fyrrum. þó var ekki að saka blaðamennina. þeir voru börn tíðarandans. þjóðin sjálf fær á hv.erjum tima þau blöð sem hún verð skuldar. Eg hefi leitt eitt vitni, skáldið E. Benediktsson. Næstur honum kemur annað mikið skáld og mikill gáfu- maður, Gestur Pálsson, sem stýrði Suðra í 4 ár inilli 1880—90. Eins og þú veist standa þessir tveir menn svo hátt, bæði sökum mentunar og gáfna yfir þeim andlegu öreigum, sem Grimsby-stefnan hefir nú í þjónustu sinni, að enginn samanburður á hæfi- leikum getur komið til greina. í 13. hlaði Suðra, I. ár, slcrifar Gestur um Latínuskólann: „Viðirnir í hinu fornfálega húsi eru orðnir grautfúnir, og nýlegir ofnar í kenslu- stofunum eru orðnir ryðugir, enda líta kenslustofurnar út sem sóða- skapurinn skari fram úr hófi. Vegg- irnir eru dregnir skrípamyndum. — -- — þó er alt þetta ekki nema rétt mynd af hinu sanna, innra ástandi skólans". Síðan fylgir krafa um að einn starfsinaður skólans segi af sér embætti, sjálfs sín vegna. Afsögnin yrði til „að taka ble.tt þennan burtu, draga burtu skugga þann sem ber á heiðarlegan lífsferil hans“. Kennarar skólans hafa svarað með fúkyrðum í garð Gests. í næsta blaði segir hann urn þá: þeir eru „sumir hneikslanlegir menn í sinni stöðu. Eða svo vér tölcum eitt dæmi og það ekki af þeim allra versta: Er það ekki hneikslanlegt þegar N. N. ekki kemur í tíma sína í skólanum, en situr að drykkju á veit.ingastöðum bæjarins'1. Litlu síðar (I. — 19) um einn hinn þektasta blaðamann þeirrar aldar: „það eru lítil likindi til að dreng- skaparorð N. N. verði gjaldgeng vara á næsta þingi“. — Um annan stór- merkilegan blaðamann, sem ritstjóri Suðra neitar að svara af því N. N. „á langt i land þangað til mentaður maður getur átt orðastað við hann“. Ennfremur um úrvalsmann er ritaði í þjóðólf: „þessi N. N. er flækings- grey, sem hefir verið að læðast hér um göturnar í sumar, iðjuiítill eða iðjulaus, að því er sagt er af bláfá- tækum verslunarmanni". Og um B grein þessa manns: „því að jafn sóðaleg grein mun ekki hafa sést á prenti í langan tíma í nokkru ment- uðu landi". í I. — 22 lýsa margir af kaupendum þjóðólfs, (þá helsta and- stöðublaði G. P.) yfir um það blað, að það hafi: „flutt greinai' sem ve.r- ið hafa meiðandi fyrir einstaka menn og sem ekki virðast hafa annan til- gang, en þann að sverta aðra og leggja þá aí heiptugum hug í ein- elti“. Litlu síðar (I — 23) segir G. P. út af grein, sem mjög nafnkendur mað- ur ritaði um Bjarna heitinn rektor: „þegar eg las greinina, þá fanst mér við hverja línu eins og N. N. væri stiginn upp á leiði Bjarna rektors, og rótaði upp moldinni, svo að hann gæti komist niður að beinunum og lcastað skarninu á duft hins göfuga inanns“. Og um aðstoðarmann við náhúa- blaðið: „þogar liann tók í víngarð sinn slikan verkamann sem flækings- greyið N. N.“. í byrjun annars árgangs Suðra (4) er vikið að mjög þektum íslendingi sem ritaði í dönsk blöð til „að ávirða óvini sína og koma sjálfum sér a framfæri, þa er það svo ódrengilegt peisubragð, að það er skylda allra heiðvirðra manna, sem til þekkja, að fletta gærunni al' slíkum piltum og láta þá standa í gapastokk, sjálfum þeim til verðugrar gremju og háð- ungar, öðrum til viðvörunar og allri þjóðinni til athlægis". — Litlu síðar (II. — 22) segir Gestur um viðbúð- ina frá hendi hinna blaðamannanna: „Eg hefi fengið meiri persónuleg meiðyrði------á einu ári, en nokkur íslenskur maður einn alla æfi í öll- um íslenskum blöðum“. — Um ann- an ritstjóra (IV — 2): „Hann er vit- anlega manna latastur“ og verk hans „hefir flest verið meir og minna Ié- legt, mest persónulegai' óþverra- skammir um einstaka menn“. í sömu grein um blaðamann: „Fyrst skamm- aði hann N. N. niður fyrir allar hellur. þegai' hann svo átti að fara í tugthúsið, fyrir skammirnar, þá sneri hann við blaðinu, lofaði og prís- aði N. N. til þess að hann legði það tii við stjórnina, að hegningunni yrði breytt i lítilfjörlega sekt“. Að lokum vil eg gefa hugmynd um hvernig „betri borgarar" Reykjavík- Laus stada, Bæjarstjórastaðan á Akureyri er laus frá 1. júlí þessa árs að telja. Umsóknarfrestur til 1. maí næstkomandi. Stöðuna veitir bæjarstjórn Akureyrar til þriggja ára í senn. Frekari upplýsingar gefur undirrituð nefnd úr bæjarstjórninni. Akureyri, 11. febrúar 1925. Ragnar Olafsson, Ingimar Eydal, J. Karlsson. H.f. Jón Sigmundsson & Co. conxxxxa&p og alt. til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu ú um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Minll eliii þessu eina ínnlenda félagi þegar þér sjóvátryggid. Símí 542. Nýr siðapostuli á Alþingi. þingm. Akureyrar, Björn Líndal, tók að sér að gegna alveg sérstöku hlutverki, þogai’ „Vai,alögreglan“ var til umræðu í Nd. Hann þóttist vera rnjög hátíðlegur vandlætari og siða- meistari Alþingis. Kvaðst hann hafa verið á ýmsum ólátasamkomum um æfina, verið sjálfur strákur í stráka- hóp, ölhreyfum og jafnvel hálfbrjál- uðum, enda má vel trúa því að hann hafi eigi vcrið þar eftirhátur annara. F.n ræðumaður sagðist aldrei hafa Pósthéff 417 og 574. Símnefni: Insurance. komið á þvílíka samkomu sem nú væri í þessum sal. Bað hann guð um að forða þjóðinni frá slíkri þing- spillingu. Brá hann þingmönnum yf- irleitt um liina ósæmilegustu hluti, ur, Mbl.menn þeirra tíma, skrifuðu. Einn helsti kaupsýslumaður þeirrar tíðar segir í Suðra (IV. — 32): „Hann ætlar líklega með því að þakka mér veturvistina, liérna um árið, þegar hann ranglaði um göturnar eins og hlauparakki, grindhoraður, í rifnum diuslum, grátandi og blásandi i kaun og eg liafði ekki hrjóst í mér til að láta nokkra vesningu (!) i manns- mynd liggja svo fyrir mínum dyrum, heldur gaf honum að eta og kom fyi'ir af lionum görmum, þó seigt ætlaði að ganga, upp í kotum, til verkunár". Kristján minn! Svona talaði Grims- hy-maður í Rvík milli 1880—90, um oinn hinn gáfaðasta mann þeirrar aldar, í samhandi við sáímabók þjóð- kirkjunnar. Eg held jafnvel að munn- söfnuður ykkar sé prúðmannlegri en fyrirrénnara ykkar, feðra Reykja- víkur! J. J. Kaupbætir Tímans. Eins og sést af auglýsingu hér í blaðinu, verð- ui' útbýtt 1500 eintökum af endur- minningum Tryggva heit. Gunn- arssonar til jafnmargra af kaup- endum Tímans, sem fyrstir verða skuldlausii' við blaðið fyrir yfir- standandi ár. Tíminn hefir um nokkur ár átt bók þessa í fórum sínum, og vill nú vinna þrent í einu. 1. Dreifa út meðal almenn- ings æfisögu eins hins mesta at- hafnamanns, sem uppi hefir verið hér á landi. 2. Minna kaupendur blaða á nauðsyn skilvísrar greiðslu. 3. Verðlauna þá af kaup- endum Tímans, sem fyrstir verða til að greiða andvirði blaðsins þetta ár. því miður er upplagið af bókinni aðeins 1500, svo að verð- launin ná aðeins til þeirra í þetta sinn, sem flýta sér að vera skila- menn. -----o--- Iieiðr ét ting'- Út af lúalegri grein Arnórs klerks i einu kaupmannablaðinu, hefir stjórn Sambandsins gert svofelda yfirlýsingu: í grein með fyrirsögninni „Stjórnendur S. í. S. hafðir fyrir rangri sök“ í 2. tbl. Varðar þ. á. hefir séra Arnór Árnason í Hvammi vikið að aðstöðu stjómar Sambands íslenskra samvinnufé- laga til hinnar ótakmörkuðu sam- ábyrgðar innan samvinnufélag- anna, sem ákveðin er í samvinnu- Iögum landsins. Út af ummælum séra Arnórs í þessu sambandi krefst undirrit- uð stjórn Sambands íslenskra sam vinnufélaga þess, að Vörður birti i 1. eða 2. tbl. sínu er út kemur hér á eftir svofelda yfirlýsing: Stjórn Sambandsins hefir jafn- .an, er samábyrgðin hefir verið til umræðu, lýst því yfir að hún væri algerlega mótfallin að takmarka samábyrgðina innan einstakra kaupfélaga og er hún enn sömu skoðunar. Aftur hefir stjórnin tvívegis á aðalfundum S. í. S. að gefnu tilefni lýst því yfir, að hún væri ekki mótfallin takmörkun á ábyrgð deilda Sambandsins gagn- vart því, ef unt reyndist að finna fyrirkomulag fyrir tryggingum er aðalviðskiftabankar þess tækju gilt. Reykjavík, 24. febrúar 1925. Ólafur Briem. Jón Jónsson, frá Stóradal. Ing. Bjarnason. Guðbr. Magnússon þorst. Jónsson. Aths. Arnór í Hvammi reyndi að útbreiða þá íölsku hugmynd að Hall- grímur Kristinssbn og stjórn Sam- bandsins hafi viljað leggja niðui' samábyrgð kaupfélagamia. Mbl. túlk- aði þetta síðan í anda braskaranna sem með þrotiausum rógi hafa viljað ginna bændur til að leysa upp sam- ábvrgðina í kaupíélögunum, svo að félögin mistu lánstraust sitt og yrðu handbendi umhoðsmanna og heild- sala. Yfirlýsing stjórnarinnar sýnir að alt fjas Mhl.manna um að stjórn Sis hafi viljað leysa upp samábyrgð- ina í kaupfélögunum, er tilhæfulaus uppspuni. Slíkt hefir ekki svo mikið sem komið til orða. En að gefnu til- etni hefir tvisvar verið minst á þann möguleika, að i framtíðinni mætti el lil vill komast af með takmarkaða ábyrgð deildanna gagnvart Samband- inu, ef eiiendir og innlendir hankar álitu það jafngóða tryggingu. En þar sem því er ekki enn svo háttað, þá er sú hlið málsins líka úr sögunni. í síldarblaðinu er reynt að breiða yfir hrakfarir Arnórs með visvitandi falsi á orðaskýringu. „Jafnan“ þýðir í íslensku ináli sama og altaf. Síldar- blaðið snýr merkingunni við og segir að „jafnan“ þýði „ekki altaf“ og þá sama sem „stundum". Dágott sýnis- horn af Grimsby íslenskunni. J. J. !---O----- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta. með þe.im orðum, að þeir beittu „strákskap", „saurkasti11 og „svívirð- ingum"; ásakanir í þeirra garð um „rógburð“ og „mannorðsþjófnað" tugði hann hvað eftir annað, og tal- aði um „eitui'bikara sem þeir byrl- uðu þjóðinni“. Beindi hann svo orð- um sínum einkum að tveimur Fram- sóknarflokksmönnum, Tryggva þórh. og Ásg. Ásg., og sagðist „særa þá við clrengskap þeirra, ef þeir annars hefðu þá nokkurn drcngskap". Var forseta þá nóg boðið, svo að hann hringdi og hað ræðumann að hætta slíku orðbragði. — Margt flcira sagði B. L„ sem tæp- lega er hugsanlegt að maður í „nor- mal“ ástandi geti slept út úr sér, enda fór það svo að flestir þingmenn og áheyrendur fundu til meðaumk- unar með ræðumanni, önnur áhrif P hafði það ekki. Óþarft er að geta þess að ræðum. kom aldrei nærri málefn- inu, og að hann var eini þingmaður- inn sem forseti fann ástæðu til að ávíta í þessum heitu umræðum, svo alkunn er framkoman þegar geðofs- inn nær ýfirtökum á þessum þingm., 'en þvi ömurlegra er að slikur maður skuli setja sig i dómarasæti yfir öðr- um í þessum efnum. peir ræðumenn, sem B. L. beindist sérstaklega að, voru báðir búnir að tala svo oft í mál- inu, sem þingsköp heimila; því ómannlegri var árásin. En andsvör voru óþörf af því að ræðum. fór verst með sjálfan sig, gerði sig verstan „varg í véum“ þinghelginnar, sem nú er á Alþingi, að dómi allra annara en sjálfs sín. Til þess að allir þeir sem eigi hlusta daglega á ræður i þinginu geti fengið dálitla hugmynd um þessa framkomu B. L„ og séð hvaða tilefni hann notar til þeirra æruleysisásak- ana í garð starfsbræðra sinna, sem að framan getur, má benda á að það voru sérstaklega aðalræður Tr. p. og Ásg. Ásg., sem hann beindist að, og tvær af þeim eru nú birtar orðréttar i Tímanum. B. L. talaði um þær sem dæmi „svívirðinga" og „þingspill- ingar“. — pessi „volaða þjóð“, sem B. L. ber á vörunum ,ásamt „guðs“ nafni, í óaðskiljanlegri bendu við þau prúðmæli! sem að framan eru nefnd, hún getur nú dæmt um siðameistara- starf hans og þakkað eftir verkleik- um. — Eigi varð hjá þvi komist að minnast í eitt skifti fyrir öll á fram- komu B. L. sérstaklega, svo að al- menningur sæi hvað samþingismenn hans verða að umhera og þola hon- um, vegna þeirra sérstöku skaps- muna veikleika hans, sem ávalt sýna að maðurinn verður ekki tekinn al- varlega. Y.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.