Alþýðublaðið - 24.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1920, Blaðsíða 3
Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Sýkt hérnð. I gær var slegið npp auglýsingu um það, að Gull- bringu- og Kjósarsýsla, ásamt Hafnarfirði, væru sýkt af inflúenzu og samgöngubann því upphafið milli þeirra og annara sýktra hér- aða. Gnllfoss kvað eiga að fara í dag til Ameríku. Horsö kom í gær frá Khöfn. / Inflúenzan er nú því nær um garð gengin á Seyðisfirði og var þar yfirleitt væg. í Vopnafirði hafði hún líka verið væg, var sagt í símtali þaðan í gær. 12 stdlknr af 18 lágu í gær í inflúenzu á Miðstöð og eitthvað af landsímafólkinu var líka veikt. í Vísi stóð svo hljóðandi aug- lýsing í gær: „Til sölu: íbúðarhús, erfðafestu- land og byggingarlóðir. Gísli Þor- vauðmaganet. A. v. á. (258“ Yeðrið í dag. Reykjavík . ísafjörður . Akureyri . Seyðisfjörður Grímsstaðir Þórsh., Færeyjar SV, 1,3. vantar. S, hiti 0,0. V, hiti 1,3. NNV, -f- 5,0. V, hiti 4,5. Stóru stafirnir merkja áttina. t Loftvog lægst fyrir norðvestan land, en stígandi; suðvestlæg átt. 6aman og alvara. (Kveðið þegar flugvól flaug fyrst á íslandi). Mörgum þykir flugið frítt Fróns af íbúonum; altaf fá þeir eitthvað nýtt að eyða’ í peningonum. Bílar vaða vegu strítt og vinna að samgöngonum; þeir hafa mikið fyrir flýtt að fleygja’ út peningonum. Hjólin bila býsna títt brögnum hjá og konum; þau hafa líka undir ýtt eybslu’ í peningonum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Eyðslan gengur alt of vítt ísalands hjá sonum; í Bíóin þeir geta grýtt grófu’ af peningonum. Þetta hinum þykir „skítt", sem þreifa’ á vandræðonum; því fólkið gengur skarti skrýtt og skákar út peningonum. Kvenfólkið svo bjart og blítt, byrjaði’ á reykingonum, andar frá sér hægt og hlýtt hrúgu’ af peningonum. Karlmenn sig og kæra lítt þó kveiki í vindlingonum; svo hefir margur maður snýtt miklu’ af peningonum. Nú er út af ýmsu kítt, einkum bannlögonum; þeir vilja geta spúð og spýtt og spilað út peningonum. Svart þeim sýnist orðið hvítt, svona’ í viðskiftonum; en alt er fágað upp og prýtt með óhófspeningonum. Þjóð fær skuldaþráðinn hnýtt, þörf er á umbótonum, því alla vega út er býtt ógn af peningonum. Nú er aldrei orðið hýtt, eins og í forntíðonum, er þó stolið enn og rýtt út úr peningonum. . ' '’’ ; 1 l'‘ ' Bæði er snibið breitt og sítt bús af aðdráttonum. Getur ekki þetta þýtt þrot á peningonum? Gamli. Smávep úr stríðinu um verklegar framkvæmdir. Eftir fyrirlestri sir Charles A. Par- sons í Brezka vísindafélaginu; tekið eftir „Nature* (stytt). Fallbyssnr á herskipum. Mismunurinn á fortíðinni og nú- tíðinni verður þó ennþá meiri þeg- ar athugaðar eru fallbyssur á sjó. Enska orustuskipið „Queen. Elisa- beth* gefur frá sér 18 smálesta þunga af kúlum þegar skotið er öllum fallbyssum þess í einu (nær helming á við allan kúlnaþungann 3 fæst nú allan daginn í mjólkurbúðum Mjólkurfél. Reykjavíkur. Au glýsin gar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr. 1,50 cm. dálksbr. er skotið var við Waterloo) og er orkan sem til þess fer, 1,870,000 fet-smálestir. Hægt er að skjóta öllum fallbyssunum á einnar mín- útu fresti, og framleiða þær þá 127,000 „nothæf” hestöfl, en það er fímmfalt það afl sem allar fall- byssur Breta á vesturvígstöðvun- um gátu framleitt. í þvf augna- bliki sem öllum fallbyssunum er hleypt af framleiða þær 13,132,- 000 hestöfl, og gefur það hug- mynd um hvílík voðaöfl eigast við í sjóorustum nú á tímum. Betra en flugvblar. Flugvélar voru aðallega notaðar f stríðinu til njósna, og þá eink- um til þess að komast eftir því hvar óvinirnir hefðu komið fyrir fallbyssum sínum, svo hægt væri að vita á hvað ætti að miða. Með- an á stríðinu stóð fann enski pró- fessorinn Bragg upp aðferð til þess að „hlusta" eftir hljóði því sem barst neðanjarðar, hvar fallbyssur óvinanna væru, með því að hafa margar „móttökustöðvar* fyrir hljóðið, sem með rafmagnsútbún- aði sögðu, til allar á einum stað, hvenær hljóðið barst til þeirra. Reyndist þessi aðferð til þess að uppgötva óvinafallbyssur betri en allar aðrar aðferðir, og varð Banda- mönnum samtals 30 þús. sinnum að notum árið 1917. Aðferðina mátti nota þó töluverð fallbyssu- skothríð væri, og eitt einasta skot var stundum nóg til þess að ákveða hvar óvinafallbyssan var, svo ekki skeikaði nema 50 metrum, þó fjarlægðin væri nær ein míla (ís- lenzk).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.