Alþýðublaðið - 24.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.03.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gl eíiö tit af Alþýðuflokknum. 1920 Miðvikudaginn 24. marz 67. tölubl. Verkakaupið hér í Reykjavik íyrir almenna vinnu er nú komið «pp í 1 kr. 30 aur. um tímann, Pg hangir með því að vera jafn- hátt, — miðað við vöruverð — ®ins og það var fyrir stríðið. Öðru máli er að gegna í Ðan- mörku. Þar heflr verkakaupið atigið, frá stríðsbyrjun, langtum ðrar en vöruverðið, svo verka- menn þar eru nú langtum betur settir, en þeir voru fyrir stríðið. Kaup verkalýðsins í Ka.upm.- höfn er nú að meðaltali svo sem hér segir: Fyrir iðnaðarmenn 2 kr. 18 aur., fyrir alm. verkamenn 1 kr. 88 au. og fyrir kvenfólk 1 kr. 8 au. Hefir kaupið frá júní- mán. í fyrra stigið að meðaltali «m 44 aura um kl.tím. Kaupið heflr stigið í Danmörku frá stríðsbyrjun um 238°/o (úr 50 au. upp í 170 meðaltal), en vörur verð hefir ekki stigið nema um 142°/o. Hæst tímakaup hafa nú timbur- menn. Þeir höfðu 84 aura 1914, «n nú 3 kr. 14 au., eða liðlega 25 kr. daglaun með 8 tíma vinnu. Múrarar höfðu 86 aura 1914, en hafa nú 2 kr. 90 au., eða liðlega 23 kr. á dag með 8 tíma vinnu. Skipstimburmenn höfðu 78 aura; hafa nú 2 kr. 48 au., eða tæpar 20 kr. á 8 tímum. Járnsteypumenn höfðu 69 aura, en hafa nú 2 kr. 35 aura, þ. e. 18 kr. 80 au. fyrir ■8 tíma. Söðlasmiðir og veggfóðr- arar höfðu 58 aura, hafa nú 2 kr. 37 aura, eða tæpar 19 kr. fyrir 8 tíma vinnu. Götugerðarmenn og múraraaðstoðarmenn höfðu 60 og 61 eyr., en hafa nú 2 kr. 31 og 2 kr. 29 aura, eða fram undir hálfa nítjándu krónu fyrir 8 tíma vinnu. Járnsmiðir og vélsmiðir höfðu 62 aura, hafa nú 2 kr. 18 aU., þ. e. tæpl. 171/2 kr. á 8 tím. ^hóverksmiðjumenn, blikksmiðir og ^aftækjasmiðir liðL 2 kr. um tím- ann. Bókbindarar fengu 50 aura 1914, en nú 1 kr. 96 au. Prent- arar fengu 64 aura, en fá nú 1 kr. 80 au., og málarar, sem fengu 72 aura, fá nú 1 kr. 85 au. í flestum iðngreinum er unnið að miklu leyti „upp á akkorð", og er þá dagkaupið langtum hærra en verið hefði eftir tímakaupinu fyrir jafnlangan tíma. (Eftir Politiken.) Landatap Þjóðyerja. Árið 1910 var hið þýzka ríki rúml. 540 þús. ferkm. að stærð og hafði um 65 miij. íbúa. Við friðarsamningana urðu þeir að láta af hendi 65 þús. ferkm. af landi þegar í stað, og voru íbúar þeirra héraða rúml. 6 milj. Að líkindum fá þeir aftur Saar- héraðið eftir 15 ár, en það er 1860 ferkm. að stærð og hefir tæpl. 650 þús. íbúa. Þar að auki eru héruð þau, er atkvæðagreiðsla á að fara fram í. Þau eru rúml. 33 þús. ferkm. að stærð og hafa rúml. 3 milj íbúa. í versta falli missa Þjóðverjar þvfnær */s hluta af hinu þýzka ríki (sem áður var) og sem svarar V7 hluta af íbúafjöldanum. Þar að auki hafa allflestar ný- lendurnar verið teknar af þeim. Hvað sem um réttmæti þess verður sagt, að þessi lönd skuli tekin af Þjóðverjum, þá er það víst að þetta er geysileg blóðtaka fyrir þýzku þjóðina, því héruð þau sem af þeim hafa verið og verða tekin fæddu nær 6V* milj. manna í Þýzkalandi sjálfu, umfram sína eigin íbúa, með afurðum sfnum, og bætist það þvf ofan á neyð Þjóðverja. — (Eftir „Das Echo*.) Alþýðublaðið er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaupið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Fiskverð í Khöfn og í Reykjavík. í febrúar hófu danskir sjómenn sölu á fiski í Khöfn án milligöngu- manna, fisksala svokallaðra, og varð það til þess, að bæjarmenn fengu fiskinn 50°/o ódýrari en áður. Fiskimenn lögðu bátum sínum að hafnarbakkanum, og samstundis streymdi fólkið að þeim og keypti nýveiddan fisk fyrir 30 aura pund- ið. Bátarnir seldu á einum degi IOO 000 pd. af fiski. Þetta þykir mikill gróði fyrir bæjarmenn, og bæjarstjórnin f Khöfn hefir ákveðið að gera báta- eigendunum ýmislegt til hagræðis, svo að þessi milliliðalausu viðskifti geti haldist áfrain. Bæjarstjórnin í Khöfrt hefir fyrir nokkru komið upp fisksöluhúsum og fengið sér flutningaskip til að flytja fiskinn úr veiðistöðvunum til borgarinnar, og var jafnvel í ráði, að hún gerði út skip til fiskiveiða. Fiskinn hefir bæjarstjórnin selt á 35 aura pundið Allir bátar og skútur flytja fisk- inn í þar til gerðum sjófyltum þróm, svo kaupandinn fær hann oftast bráðlifandi, en altaf hreínan og óskemdan. — í fisksöluhúsun- um er hann geymdur í vatnsker- um með sfrennandi vatni. Fiskur- inn er veginn á nákvæmum meta- skálum, og framkoma sölumanna hin kurteisasta. Hér í Reykjavfk verðum við að borga 30—35 aura fyrir pundið í 3—6 daga gömlum fiski, krömd- um og skítugum, sem legið hefir allan þann tima í kös eða í bát óslægður og sundurtrampaður und- an stígvélahælum hásetanna. Fisk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.