Tíminn - 11.04.1925, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1925, Blaðsíða 2
68 ¥ í M I N H Smásöluverð má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: "V" ±zxc5Lla.z,. Carmen frá Kreyns & Co ... . . . Kr. 22.45 pr. J/g ks. Bonarosa sama . . . ... — 19.25 — ]/2 — La Traviata — sama ... — 20.30 — »/. ■ — Aspasia — sama . . . ... - 17.85 - V. — Phönix A. sama . . . ... - 17.25 — ]/2 — do. B. sama . . . ... — 20.70 — V2 — do. C. sama . . . ... — 22.70 — V„ — Lucky Cliarm — sama . . . ... - 10.10 — .*/* — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Iiandsverslun íslands. Kaupið íslenskar vörur! Hrein® Blautsápa Hreinl Stangasápa Hreini Handsápur Hreina K e rt i Hreini Skósverta Hreinl Gólfáburður nrmu styðJið íslenskan ntlNN iðnaðl Stúdentagarðurimi og sýslumar. Oft heyrist um það rætt, að einhver hafi brotið sér braut og komist til frama fyrir dugnað sinn og atorku, þrátt fyrir fátækt og aðra örðugleika. Heill sé hverj- um þeim, sem slíkt hefir tekist, því að þeir menn verða sjálíum sér og átthögum sínum til mikils sóma, enda mun þá sjaldan gleym- ast hvaðan maðurinn er upprunn- inn. Miðlungsmennirnir, sem skemmra hafa komist, sitja þá upp stærilætissvip og segja: „þessi maðui' er úr minni sveit. þarna sjáið þið hvort allur merg- ur er útdauður í okkur“. Ekki vii eg lasta neinn, sem kann að meta aíburðamanninn, en þó hefir nokk uð viljað sækja að mér ónotaleg hugsun, er eg heyri um þessa hluti talað. Hvað skyldu þeir vera margir, sem hafa haft göfugar hugsjónir og löngun til starfa, en hefir verið bolað niður vegna skilningsleysis og andúðar þeirra, er næstir stóðu til styrktar og lið- veislu ? Eg hygg, að þau dæmi séu eins mörg og hin, eða jafnvel fleiri, og eg geri ráð fyrir, að eng- inn sé svo illa innrættur, að hann vilji ekki af öllum mætti stuðla að fækkun þeirra. Hvert spor, sem stigið er í þá átt, að hver maður fái að njóta sín og stefna að því marki, er honum finst hollast, er framfaraspor. Eitt slíkt spor er verið að stíga nú hér á íslandi, og má fullyrða, að af því geti leitt margfalda blessun fyrir land og lýð um allan aldur. Á eg þar við stofnun stúdentagarðs. þess má minnast með þökk, að margir hafa brugðist þar vel og drengi- legá við, og óhætt er að fullyrða að almenningur sé að öðlast meiri og meiri skilning á nauðsyn þessa fyrirtækis. þeir, sem þekkja kjör margra stúdenta, reka sig á ýmislegt óglæsilegt. Margir hverjir berj- ast áfram með tvær hendur tómar og hafa engin önnur vopn, en at- orku sína, kjark og trúmensku við markið sem þeir hafa sett sér. þeir þurfa að borga háu verði herbergi hér og hvar um bæinn,og er síður en svo,að alstaðar sé jafn vel í garðinn búið. Til að kljúfa þetta, vinna þeir fyrir sér eftir því sem hægt er með kenslu og Hlvarleg spurníng mmningardag mnreiðarinnar. Prédikun próf. Haralds Níelssonai' á pálmasunnudag, 5. apríl. (Nokkuð stytt framan af). Lúk. 19, 29—40. Innreiðin virðist í fljótu bragði hafa verið fagnaðarríkasti atburð- urinn í lífi Jesú. Lýðhyllin var þá komin á hæsta stig og hann þá nær því en nokkuru sinni áð- ur að Ifljóta íullkominn sigur op- inberlega í þjóðlífinu. Samt var innreiðin upphaf að þjáning hans og dauða, byrjunin að því, að hann fór halloka fyrir ofurefli mótspyrnunnar. Og þó hafði hann sótt það sjálíur fast að komast til Jerúsalem með boðskap sinn um guðsríki, eins og Lúkasar- guðspjall sýnir (9, 51—52 og 19, 28). Samt hafði honum verið vel ljós sú hætta, sem hann lagði út í. En hann hafði viljað vera þar um páskana, er hann vissi, að mikill mannfjöldi safnaðist þar saman úr öllum bygðum landsins. Hann mun hafa hugsað eitthvað líkt og lærisveinninn Páll síðar, er hann grunaði, að einhver þján- ing mundi mæta sér í Jerúsalem: „En ég met lífið einskis virði fyr- ir sjálfan mig, ef ég bara má enda skeið mitt og fullkomna þjónust- uná“ (Post. 20, 24). Æfinlega mun þetta hafa verið meginregla er þá hætt við að skammur verði tíminn til námsins sjálfs eða lest- urs annarra góðra bóka. Getur nú hver farið í sinn eig- in barm og spurt, hver áhrif þetta muni hafa á stúdentana. Hvernig er hægt að tala um öfl- Ugt félagslíf meðal þeirra á með- an svona er ástatt. Reyndar er em stofnun, sem hefir átt mikinn þátt í að breyta þar í betra horf. það er Mensa academiea, stúd- entamötuneytið. þar eiga þó stúd- entar vísi að sameiginlegu heim- ili. En það, sem þeir þurfa, er ein- mitt heimili. Flestir eru þeir fjarri átthögum sínum 8—9 mán- uði á ári eða lengur, og allir þeir sem hafa haft af því að segja, að eiga heimili, hljóta að hafa komið auga á, hve dýrmætt það er. Hér lifa stúdentarnir eins og utlagar. þeir telja sig ekki Reyk- víkinga, þótt þeir búi hér mestan hluta ársins, og þegar vorar, fara þeir að hlakka til að losna úr út- legðinni og komast heim. Stúd- entagarðinn þarf að byggja til þess, að þessir menn geti átt heimili lengur en fjóra mánuði af árinu. Og þeir þurfa að eiga sam- eiginlegt heimili, þar sem þeir geta kunnað vel við- sig, kynst hver öðrum, hugsað og rætt á- hugamál sín. Ekki þarf eg að fjölyrða frekar en orðið er um nauðsyn á stúd- entagarðinum, en það er eitt at- riði, sem eg hefði gjarnan viljað að almenningur hugleiddi sem vandlegast. Hvað gera sveitirnar heima fyrir útlagana? Láta þær þá berjast við. erfiðleikana sam- úðarlaust, eða veita þær þeim brautargengi í baráttunni? Hvort vilja þær síðar horfa hróðugar á manninn, sem þær hafa átt þátt í að koma áfram, eða þurfa að segja: „þessi maður hefir komist áfram þrátt fyrir tómlæti mitt og lítilsvirðing á viðleitni hans“. Eða ætla þær að drýgja þá höf- uðsynd, að láta fátæka hæfileika- menn sína veslast upp og sjá múra skýjaborganna hrynja og hugsjónir sínar og áhugamál að engu orðin. þeir geta ef til vill orðið „góðir borgarar“, miðlungs- menn á rangri hillu, í stað þess að verða brautryðjendur nýrra framkvæmda. Nú gefst tækifæri til að sýna þetta í verkinu. Stúd- entagarðsnefndin hefir nú farið þess á leit við sýslunefndir um alt land, að þær legðu til 5000 Jesú: „Minn matur er að gera vilja þess, sem sendi mig, og full- komna hans verk“. Og honum mun ekki hafa fundist sitt verk fullkomnað, ef hann kæmi ekki boðskap sínum þar fram meðal andlegra leiðtoga þjóðannnar sem miðstöð hins andlega lífs var, — musterið í Jerúsalem. Hvert var þá hið mikla erindi Jesú til Jerúsalem? Flestir svara, í samræmi við trúarlærdóma lið- inna kynslóða: Að líða og deyja fyi'ir mannkynið. En mun það hafa verið aðalkrafan af hendi Guðs? Áreiðanlega ekki — eftir því sem Jesús leit á. 1 hans aug- um þurfti ekki að blíðka Guð með neinni fórn, ekki borga neitt slíkt ytra gjald til þess að sætta hinn rniskunnsama föður við mennina. Boðskapur Krists miðaði ‘allur að því að koma inn hjá lýðnum göf- ugri guðshugmynd og sannari skilningi á tilverunni. Fyrir því réðst hann á fórnarsiðina og sagði, að leiðtogar lýðsins þyrftu fyrst og fremst að læra, hvað fólgið væri í þessari meginsetn- ing hinna fornu spámanna: „Mis- kunnsemi þrái ég, en ekki fóm“. Ilinn kærleiksríki faðir þyrfti ekki fórnir til þess að blíðka sig vegna synda ófullkominna mann- anna. Erindið til Jerúsalem var að flytja hinn mikilvæga boðskap á meginstöðvum hins andlega lífs þjóðarinnar — frammi fyrir allri þjóðinni að kalla mátti. Honum krónur frá sýslunni til stúdenta- garðsins. þessi upphæð á að tryggja sýslunni eitt herbergi um aldur og æfi, handa stúdentum þaðan. Siglfirðingar hafa þegai' riðið á vaðið og greitt gjaldið. Sýslumaður Skagfirðinga hefir haldið fyrirlestur um stúdenta- garðinn og hvatt sýslubúa til góðra undirtekta, og er fjársöfn- un þegar hafin. Söngfél. „þrest- ir“ í Hafnarfirði hefir tekið að sér, að safna í herbergi handa Haf narf j arðarkaupstað. Hver vill verða næstur? Hvort er betra, að fá orð á sig fyrir að bregðast vel við og drengilega eða koma síðastur af þeirri orsök einni, að allir aðrir hafi farið á undan? Eg er ekki að skírskota til meðaukunar heldur metnaðar- tilfinningar landsmanna. Um þýðingu þá, sem þetta hef- ii fyrir stúdenta sýslunnar, þarf ekki að deila. Bygging garðsins nægði ekki að kenna í smáborg- unum norður í Galíleu og ferðast þar um sveitabýlin. Hann vildi ná eyrum allrar þjóðarinnar; hann vildi að starf sitt bæri árangur, og hann fann það á sér eða sá það fyrir, að sér mundi ekki lang- ur tími afmældur. En honum var það fullljóst, að þetta var mikil áhætta. Hann þekti mótspyrnu Farísea-flokksins og klerkanna, einkum þeirra æðstu, sem mestu réðu á sjálfum meginstöðvunum. Hann vissi, að svo kynni að fara, að mótspyrnan yrði svo hörð, að þeim tækist að koma honum í dauðann. En það setti hann ekki fyrir sig. þá var að deyja fyrir málefni sitt, deyja til þess að árangur yrði af erindi hans í þennan heim, deyja vegna blindr ar mótspyrnu mannanna, þeim til blessunar síðar meir. Að því leyti má segja að hann hafi farið upp til Jerúsalem, til þess að deyja þar. Og er sá skilningur á dauða hans nokkuð ógöfugri en hinn: að hann hafi dáið til að sætta Guð við synduga mennina? Og enn situr sú spurning ef til vill eftir í hugum margra yðar: Hví var hann að hætta sér svona? Hví vann hann með alla ljúf- menskuna ekki að siðbót þeirri, sem fyrir honum vakti, með enn meiri hógværð og rósemi? Hví fór hann svo geyst, að ráðast t. d. á sjálfa fórnarsiðina í Jerúsalem? Já, háttvirtu tilheyrendur, mig grunar jafnvel, að þér gerið yður verður sjálfsagt hafin þegar á næsta ári, og búast má við því, að aðsóknin að herbergjunum verði afar-mikil. þær sýslur, sem hafa greitt þetta gjald, hafa trygt einum eða tveimur, (ef þeir búa saman), af stúdentum sínum, ódýrt húsnæði og með því komið i veg fyrir, að þeim veiði úthýst vegna þrensla í stúdentagarðin- um, og þurfi að sæta verri kostum annarstaðar. Ætti það að vera metnaðarsök, að eiga sem best og skemtilegast 'húsnæði, sem hægt væri að bjóða þeim inn í, sem færi í útlegðina til að afla sér mentunar og fróðleiks. Að öllum líkindum stendur tilboð þetta ekki lengur en til næsta árs og verður þá of seint fyrir sýslurnar að sýna gestrisni sína við stúdenta. Trúi eg því illa, að nokkur sýsla láti það spyrjast, að um aldur og æfi verði aðrir látnir sitja í fyr- irrúmi fyrir stúdentum hennar, tæplega nógu ljóst, hve óhlífinn þann var við prestana í Jerúsal- em. þér kannist við þessa lýsing: „Og Jesús gekk inn í helgidóm Guðs og rak út alla, er seldu og keyptu í helgidóminum, og hratt um boröum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og segir við þá: Ritað er: Hús mitt á að nefnast bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli“. Ilvers vegna var verið að kaupa og selja í musterinu — eða rétt- ara að segja í forgörðum must- erisins? Öll sú verslun fór fram vegna fórnanna; menn keyptu dýr eða fugla, til þess að geta fært þá í fórn. það er á allan þann fórnarsið, sem Jesús ræðst. Hann vill þurka hann burt sem leifar mjög ófullkominnar guðshug- myndar; meðan menn haldi í svo heimskulega trúarsiði og svo lág- fleyga guðshugmynd, mun honum ekki hafa fundist unt að koma hreinni og háleitari guðshugmynd að og erfitt að bæta mennina og hefja þá til hærri siðferðilegs þroska. Vegna fórnarsiðanna fanst honum musterið, sem hann bar svo djúpa lotning fyrir, orð- ið að eins konar ræningjabæli. Nú var hann með áþreifanlegum hætti að brýna þetta fyrir þjóð inni allri: „Farið og lærið, hvað þetta þýðir: Miskunnsemi þrái ég, en ekki fórn“. En með þessu kom hann í meira lagi við prestana í Jerúsalem, eigi aðeins við kenningar þeirra, held- vegna þess, að hún hafi ekki hirt um að gera skyldu sína árið 1925. Fjársöfnun er hægt að hafa með ýmsu móti þar sem sýslu- sjóður leggur ekki upphæðina til að öllu leiti. Ungmennafélög og önnur framfarafélög mundu sjálf- sagt verða drjúgir liðsmenn með því að gangast fyrir samkomum og fyrirlestrum til ágóða fyrir her bergið. þar að auki má búast við góðri aðstoð frá einstökum mönn- um. 1 hverjum hreppi eru menn, sem annaðhvort hafa reynt sjálfir eða átt lcost á að kynnast erfið- leikum og basli stúdenta. þessir menn eru embættismenn þjóðar- innar, prestar, læknar og lögfræð- ingar. Auk þeirra eru fjölda marg ir bændur, sem hafa þurft og þurfa enn að styrkja syni sína og ættingja til náms. þeim ætti einn- ig að vera skiljanlegt, að bygging stúdentagarðsins er nauðsynja- mál. þegar sýslunefndir koma sam- an að ráða ráðum sínum, mega þær ganga að því vísu, að fjöldi stúdenta og þeirra, sem vilja stofna til heilbrigðs félagslífs með al ungra mentamanna, bíður með eftirvæntingu eftir undirtektum sýslunnar sinnar. Vilja menn hjálpa fátækum piltum til að sigrast á ofureflinu, eða eru það peningarnir einir, sem eiga að ráða því, hverjir verða vísindamenn og andlegir leiðtogar þj óðarinnar? Hverju svara sýslurnar? Jakob Jónsson, stud. theol. ----o---- Frá útlöndum. Stjórn Ungverjalands ber fram lagafrumvarp um að konur skuli nú fá kosningarétt frá 80 ára aldri, en karlmenn frá 24 ára aldri. Kosningarrétturinn er þó fyrir alla bundinn vissum þekk- ingarskilyrðum. — Nefnd ítalskra verkfræðinga hefir reiknað út að skakki tum- inn í Písa hallist nú 4 metmm meira en hann gerði fyrir 100 ár- nm. Er talin hætta á að hann hrynji áður en langt líður. — 'Sænska stjórnin lagði ný- lega fyrir þingið tillögur um nýtt skipulag hermálanna sem hafa í ur og við heiður þeirra og hags- muni — við buddu þeirra. Sú æsta mótspyrna, sem þeir vöktu gegn honum í reiði sinni, var það, sem kom honum í dauðann, með tilhjálp hins rómverska valds, sem óttaðist, að uppreisn mundi verða meðal lýðsins og hann gerð- ur að eins konar leiðtoga eða konungi. En hví sveigði hann ekki til fyrir ofureflinu ? það hefir hann talið rangt. Eftir mikla innri baráttu og bænarstríð virðist hann hafa tal- ið píslarvættisdauðann vísdóms- íulla ráðstöfun föðursins, besta ráðið, sem nú yrði gripið til. „Deyi ekki liveitikornið, sem feli- ur í jörðina, — hafði hann áður sagt — verður það einsamalt, en deyi það, ber það mikinn ávöxt. Sá, sem elskar líf sitt, glatar því, og sá, sem hatar líf sitt í þess- um heimi, mun varðveita það til eilífs lífs“ (Jóh. 12, 24—25). — Ilann ruddi fyrstur braut píslar- vættisins í kristninni. Árangur- inn af því píslarvætti er meiri en svo, að nokkurt mannlegt hyggju- vit fái skilið hann. það er vissu- lega eitthvað leyndardómsfult við píslarvættisdauðann að þessu leyti, hve geysilega víðtæk áhrif- in eru og ævarandi afleiðingarnar verða. Reynslan varð þessi í kristninni, er menn á ofsóknar- tímunum gengu í dauðann að dæmi Jesú: blóð píslarvottanna varð útsæði kirkjunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.