Tíminn - 11.04.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.04.1925, Blaðsíða 1
©jafMcri o% afa.ret&slur"a&ur Ctmans er Stgurgeir ^rtfertfsfon, Sambanbsr/úsmu, KeyfjaDÍf. Cfmans er í Sambanbsljustttu ©ptn bug>le$a 9—[2 f. ^. Sum' 496. IX. ár. Reykjavík 11. apríl 1925 19. blað Dr. Helgi Jónsson. Nú er f allinn í valinn einn helsti maðurinn í fámennum hóp ís- lenskra náttúrufræðinga, dr. Helgi Jónsson. Veiktist hann hastarlega af botnlanga- og lífhimnubólgu og dó eftir stutta legu. Magnús í Vallanesi og Bjarni frá Vogi voru eldri bræður hans. Magnús gerð- ist fésýslumaður, Bjarni hneigð- ist að landsmálum, en dr. Helgi beitti öllu afli sínu í þágu nátt- úruvísindanna. þar var hugur hans allur frá æskuárum og fram til síðustu stundar. Helgi lagði stund á grasafræði við Khafnar- háskóla, bjó síðan nokkur ár í Danmörku og giftist danskri konu. En hugur hans var allur á því að vinna að rannsóknum ís- lenskrar náttúru. Hann fluttist hingað heim, kendi við ýmsa skóla á vetrum, en hafði ekki fast starf við neinn þeirra fyr en 1920. Á sumrin ferðaðist hann víða um landið til rannsókna eftir því sem fjárhagurinn frekast leyfði. Hafði hann oftast nokkurn rannsókna- styrk frá Alþingi en of lítinn þó, og stundum frá erlendum sjóð- um. Á vetrum vann hann úr efni því er hann safnaði á sumrin, og ritaði um rannsóknir sínar, aðal- Iega á erlendum málum. Dr. Helgi átti mikirin þátt í ágætu ritverki um gróður Islands, sem gefið hef- ir verið út á ensku, og mun það lengi halda á loftí nafni hans. þeim sem þektu dr. Helga Jóns- son verulega, þótti mest koma til trúmensku hans við lífsstarf sitt. þar var hann allur og heill. Eng- in villuljós gátu lokkað hug hans og áhuga frá höfuðtakmarki æf- innar: Rannsóknum íslenskrar náttúru. Stórhugur hans og óeigingirni kom best fram í því, að síðustu ár æfinnar eyddi hann miklum tíma, sem þó var honum dýrmætur, til að tryggja það, að á komandi árum yrði greiðari gata íslenskra nátturufræðinga heldur en verið hefir hingað til alt frá dögum Sveins Pálssonar, sem varð að stunda sjóróðra við Faxaflóa, jafnhliða læknisstörf- um og vísindamensku. Fyrir nokkrum árum var stofn- aður hér á landi minningarsjóður um hinn fyrsta mikla náttúrufræð ing á íslandi, Eggert Ólafsson. Tilgangurinn með sjóð þann er að með tíð og tíma verði hann hálf eða heil miljón og að fyrir vextina megi árlega gera ítarleg- ar náttúruf ræðisrannsóknir hér á landi. Dr. Helgi mun ekki hafa verið upphafsmaður þessarar hug- myndar, en án hans hefði hún orðið máttvana ósk. En dr. Helgi sá alveg réttilega, að með slíkum sjóði mátti tryggja framtíð ís- lenskra náttúruvísinda. Sjálfur gat hann aldrei haft nema fyrir- höfnina af þeirri baráttu. Nú mun sjóðurinn vera orðinn tæp 20 þús. og má eingöngu þakka vöxt hans dæmafárri elju og atorku dr. Helga. Næsta ár er tveggja alda af- mæli Eggerts Ólafssonar. þó hafði dr. Helgi ætlast til að gefið yrði út merkilegt minningarrit um þennan höfuðskörung þjóðarinn- ar. Við fráfall Helga er meir en tvísýnt um að úr því verði. En þá væri vel minst og maklega teggja góðra manna og mikillar hugsjónar, er báðir börðust fyrir, ef Alþingi veitti á tveggja alda afmæli Eggerts Ólafssonar, í fyrsta skifti fasta fjárveitingu í þann sjóð, sem dr. Helgi Jónsson hefir efnt til, og með honum reynt að tryggja framtíð ís- iQíiskra náttúruvísinda. J. J. Mý embætti. Fátt mun þjóðin þykjast full- vissari um en það að embættis- mennirnir séu ofmargir, en ekki offáir á landi hér. Og einkum mun allur þorri almennings hafa beinlínis talið það sjálfsagða skyldu landsstjórnarinnar að stofna til embættafækkunar í sam bandi við þá endurskoðun launa- Iaganna sem nú á að fara fram á Alþingi, sem og vikið er að á öðrum stað í blaðinu. En það er nú eitthvað annað uppi á teningnum hjá lands- stjórninni. f , stað ebmættaf ækkunar koma frá stjórninni tillögur um stór- felda fjölgun embættismanna. Má fyrst nefna frumvarpið um að gera kvennaskólann í Reykja- vík að ríkisskóla. pví samfara átti að stofna 4 ný embætti. Fylgdi allur Ihaldsflokkurinn í efrideild stjórninni að því máli. pá leggur stjórnin til að stofna að nýju og lögfesta dósentsem- bætti við háskólann, sem feld var fjárveiting til á síðasta þingi. Enn ber stjórnin fram frum- varp um að stofna og lögfesta fiskifulltrúaembætti suður á Spáni, og á sá embættismaður að hafa tugi þúsunda króna í laun frá landinu og bönkunum. Virð- ist sem ' nægilegt væri að ráða mann til stutts tíma fyrst um sinn, því að enginn veit hver breyting kann að verða á um fisk- markaðinn. Loks lagði forsætisráðherra hina mestu áherslu á það við 2. umræðu fjárlaganna í neðrideild að aftur væri skipaður sendiherra í Kaupmannaliöf n og veittar væru til hans margir tugir þúsunda króna árlega. Hefðu fáir trúað í fyrra, ef einhver hefði sagt að á þessu þingi kæmu fram slíkar tillögur. En sjón er nú sögu ríkari. Og þessi landsstjórn, sem þess- ar tillögur ber fram, telur sig hafa það helst á stefnuskrá sinni. að rétta við fjárhag landsins! Hvílík býsn! Samhliða leggur hún til að rýra tekjur landsins stórkostlega á þessu yfirstandandi ári, þar sem hún vill breyta tekjuskattslögun- um á þá leið að stórgróðamenn- irnir sleppi með miklu minni tekju skatt af hinum miklu tekjum hins óminnilega góðæris síðasta, en lög nú standa til. Er hægt að hugsa sér öllu verri vetlingatök um fjármálastjórn? Er yfirleitt hægt að hugsa sér sýndar öllu greinilegri lifandi1 myndir af því hvernig ekki á að rétta við f járhag landsins? Kæliskipsmálið. Tillögur fjárveitinganefndar um kæliskipsmálið, sem birtar voru í síðasta blaði sem eru í fullu sam- ræmi við tillögur minnihluta kæli- skipsnefndarinnar, voru samþykt- ar í einu hljóði í neðri deild. our pi pingið hefir nú staðið í tvo mánuði f ulla og fyrst á þriðjudag- inn var voru fjárlögin afgreidd frá neðri deild. En um hin önnur stóru mál, sem fyrir þinginu liggja, er það að segja, að mörg liggja enn hjá nefndunum og eiga langt í land. Ástæðan til þessarar seinu af- greiðslu málanna á Alþingi er sú að málin voru alveg óvenjulega illa undirbúin af landsstjórnar- innar hendi, og landsstjórnin hef- ir tafið tíma þingsins stórkost- Iega með því að leggja fyrir þing- ið svo fáránleg frumvörp, sem engin tiltök voru að láta ganga fram, en sem hafa tafið stórlega. Nægir að nefna nokkur dæmi þessu til staðfestu. Fjárlögin komu þannig undir- búin að fjárveitinganefnd lagði til í einu hljóði, og samþykt var af neðri deild, sömuleiðis í einu hljóði, að hækka tekjuáætlun um nálega eina miljón króna og er áætlunih þó enn vafalaust með allra varlegasta móti. Jafnframt þurfti nefndin að bæta inn á frumvarpið ótal liðum alveg sjálf- sögðum, sem enginn ágreiningur gat orðið um að þar ættu að vera. Launamál embættismanna hlaut stjórnin að leggja fyrir þingið, og stjórninni hlýtur að vera kunn- ugt að alþjóðarkrafan er sú að fækka embættum, um leið og launalögin eru endurskoðuð. Und- irbúningur stjórnarinnar er sá að framlengja launalögin gömlu —• með þeirri einu breytingu að hlynna verulega að hinum hæst- launuðu. Getur sá undirbúningur ekki aumlegri verið. Landsbankafrumvarp lá fyrir síðasta þingi og var stjóminni fal- ið að undirbúa endanlega. Undir- búningnum er þannig varið; að engar líkur eru til að málið geti gengið fram. Sá maður, úr sjálf- um hóp stuðningsmanna stjórn- arinnar, sem haft hefir á hendi bankastjórastörf, verður að beit- ast gegn framgangi málsins. Ræktunarsjóðurinn var þannig undirbúinn af stjórnarinnar hendi að ótal nýjum atriðum varð að bæta inn í frumvarp hennar. Varalögreglufrumvarpið var með* svo óskaplegum frágangi fram- borið, að annað eins mun ekki hafa sést á Islandi. Mun ekki of- mælt að jafnvel mörgum ein- dregnustu fylgismönnum stjórnar innar hafi hrosið hugur við, enda lagði eng'inn stjórninni liðsyrði í hinum löngu umræðum um það mál. Vitanlegá eru ekki minstu líkur til að mál gangi fram, sem borið er fram með slíkum vand- ræða frágangi. þá eru ótalin enn hin mörgu frumvörp sem þingið hefir bein- línis þegar orðið að fella fyrir stjórninni og hafa einnig orðið til þess fylgismenn hennar. Má þar fyrst nefna hina fráleitu hækkun á nefskattinum til prests og kirkju, frumvarpið um að gera berklakostnaðinn að nefskatti, barnakennara-frumvarpið og frum varpið um að gera kvennaskólann í Reykjavík að ríkisskóla. Dag eftir dag hafa umræður um þessi vanhugsuðu og illa und- irbúnu mál tafið þingfundina. Viku eftir viku hefir það tafið fyrir nefndunum að bæta úr þeim vansmíðum á frumvörpunum sem stafa af undirbúningsleysinu. pað er dýrt fyrir fátækt land að hafa yfir .sér slíka stjórn. Og svo kenna stjórnarblöðin þinginu um slæm vinnubrögð! fiISfBiflslii fjárlauanna frá neðri deild. Getið er á öðrum stað í blaðinu afgreiðslu fjárlaganna frá lands- stjómarinnar hendi.Neðri deild af greiddi fjárlögin aðfaranótt mið- vikudags, með á fjórða hundrað þúsund króna tekjuhalla. Er þar að vísu ekki um endan- lega afgreiðslu að ræða, en þó munu það margir mæla að ekki horfi nú til jafngætilegrar af- greiðslu sem varð á síðasta þingi, og er full ástæða til að hvetja þingmenn til alvarlegrar athug- unár um að- vera ekki um of bjartsýnir, þó að góðæri væri síð- asta ár. Langstærstu upphæðimar sem veittar eru, eru: Endurgreiðsla 600 þús. kr. til landhelgissjóðs, þar sem ráðið er að kaupa strand varnaskip á næsta ári og þeirri ráðstöfun samfara kemur stór nýr útgjaldaliður á fjárlögin til út- gerðar þess skips. Til þess að reisa landspítalann voru áætlaðar 100 þús. kr., enda kom það fram í ræðu fjármálaráðherra að verið gæti að landsstjórnin hæfi það verk á næsta ári þó að ekki væri veitt fé til á fjárlögum og var 'þá sjálfsagt að vera ekki að blekkja sjálfan sig með að hafa slíka upphæð utan fjárlaga. Enn má nefna 75 þús. kr. til heilsuhæl- ir. á Norðurlandi, sem Norðlend- ingar hafa hafið samskot til svo stórmyndarlega. Og loks eru 56 þús. kr. til Eiðaskóla. Auk greiðslunnar til landhelgis- sjóðs bar f járveitinganefnd fram hækkunartillögur, sem samþyktar urðu, sem námu rúmlega 380 þús. kr. Af hækkunartillögum sem sam- þykki náðu, voru Sjálfstæðismenn aðalflutningsmenn tillaga er námu rúmlega 114 þús. kr., íhaldsmenn fengu tillögur samþyktar, er þeir voru aðalflutningsmenn að, er námu rúmlega 104 þús. kr. og FramSóknarmenn voru aðalflutn- ingsmenn samþyktra hækkunar- tillaga er námu tæpum 80 þús. kr. Eiga nú þeir vísu jöldungar í efri deild að taka við og klappa um betur. Nýjar kosningar. t ________ Stjómarfarið í landi hér er að verða með öllu óþolandi. Frumvörp stjórnarinnar eru feld á Alþingi hvert af öðru. Undirbúningsleysi málanna tef- ur þingstörfin von úr viti. Á einu atkvæði utanflokks- manns hangir stjómin — og þó ekki nema í bili. í eigin sök verða ráðherrarnir að fella úrslitadóma. þar sem slíkt ástand stendur Iengi fer ekki hjá að allskonar ósómi verði því samfara. Hafa merki þess þegar sést ljóslega á þessu þingi. Frumvarpið um að gera Kvenna skólann í Relkjavík að ríkisskóla er vitanlega flutt einungis til þess að þóknast einum flokksmannin- um. Nú á að haf a annan góðan með því að bjóða bæjarfélagi Vest- mannaeyja eyjamar til kaups fyrir rúman þriðjung fasteigna- mats. Sendiherrann ætlar stjómin og flokkur hennar að setja inn á fjár lögin í efri deild — að því er fullyrt er — til þess að þóknast Bjarna frá Vogi, sem er lífakker- ið í neðri deild. þannig mætti lengi telja. þetta er hið versta stjórnarfar nálega sem hægt er að hugsa sér, að þurfa að vera að þægja ein- stökum styðjendum með fríð- indum. Svo veik stjórn og riðandi er versta stjórn sem hægt er að hafa. Engin festa um afgreiðslu fjár- laga. Hrossakaup í allar áttir. Hafi landsstjói-nin nokkra sóma tilfinningu ætti hún að rjúfa þing og láta nýjar kosningar fara fram. Sterk stjóm er höfuðnauðsyn, eins og nú standa sakir. En eng- in stjórn hefir haft veikari að- sföðu en sú er nú situr. Hafi stjórnin trú á málstað sínum á henni að vera Ijúft að fá yfir sig dóm þjóðarinnar með nýjum kosningum. G-óu-þula. Góu-bylur gaddinn skefur, gluggunum frostið lokað hefur. — Feiknstafi það gráa grefur og greinar öfugt, rúður á. — öll er sveitin orpin snjá. Hvergi útúr kólgu rofar, kafalds-mökkva stormur hrofar fyrir sólu, fjöllum ofar fer hann geyst um lönd og sjá, herjar sólar-ylinn á. — pó mannskæður þorri væri, þó hann víkings eðli bæri, sat hann ei um sérhvert færi sólskininu að níðast á. Átti þíðu yl í hjarta, óska-stundir, daga bjarta, rökkrinu burt hann rýmdi svarta ruddi brautir vorsins þrá. Góðviðrinu Góa spilti gekk á seiðhjall, veðrin trylti, loftið kulda-kyngi fylti hvergi geisla á jörðu sá. Skaflana hlóð hún ofaná. — Góa er ímynd illrar stjómar auðnu ríkis sem að fómar , fýsnsrsinna altari' á. Stjórnar, sem með heimsku og hroka hyggur að hún muni loka frelsið úti, en er að þokast ofan í móti, grafar til — gleymskunnar í græna hyl. Sem þó á mála Mörð og Loka og marga fleiri táki, fellur senn með fordæming á baki. (Dagur). Jndur. Leikhússtjóri Adam Poulsen kom hingað til bæjarins með „íslandi" síðast, á vegum Dansk- íslenska félagsins. Hann er fræg- ur leikari og orðlagður upplestr- armaður. Mun hann skemta bæj- arbúum með list sinni og leika 1 hlutverk í leikriti eftir H. Drach- mann. ætlar hann að hafa 6 upp- lestrarkvöld og lesa úrvalskafla úr bókmentum Dana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.